Vísir - 17.05.1941, Side 2
\ IS IR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstrœti)
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 3,00 ó mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sjálfstæðismálið
MERKING þessara lillagna
er fullur skilnaður.“
Þannig fórust Gísla Sveinssyni
orð á Alþingi í gærkvöldi um tii-
lögur þær, sem samþykktar
voru í sjálfstæðismálinu. Það er
eðlilegt, að menn leggi eyrun
við áliti slíks manns í þessu
máli, því Gísli varð einhver
fyrstur manna til að kveða upp
úr um fullan skilnað við Dani
og liefir aldrei hvikað í sjálf-
stæðiskröfunum. Ilann endaði
ræðu sína með því að draga
saman í nokkra liði meginat-
riðin í þingsályktunartillögun-
um, svo skilmerkilega og í svo
stuttu máli, að tæplega verður
betur gert.
„Þingsályktunartillögurnar
þýða,“ sagði Gísli Sveinsson:
„1. Sambandinu við Dan-
mörku er raunverulega
slitið.
2. Ekki verður samið um
»• . nýtt samhand við Dan-
mörku.
3. Gengið verður frá fram-
húðar stjórnskipun hins
íslenzka fullvalda ríkis,
þegar er tök verða á,
vegna styrjaldarinnar.
4. Þangað til það verður,
gegnir ríkisstjóri, kjörinn
af Alþingi, æðsta valdinu
í landinu.
Stjórnskipun íslands verð-
ur Iýðveldi.“
*
Þótt ekki hafi verið mikið
rætt um sjálfstæðismálið í hlöð-
unum síðustu vikurnar hefir
engu að síður legið mikil vinna
í lausn þess innan stjórnar-
flokkanna. Ýmsir ræðumenn
höfðu þó orð á því, að málið
hefði ekki fengið nógu rækileg-
an undirbúning. Kom þessi
gagnrýni ekki sízt fram í ræðu
f ormanns F ramsóknarf lokks-
ins. Menn muna að skarpur á-
greiningur varðívetur milli hans
og forsætisráðhex-ra. Jónas Jóns-
son gerði sig að talsmanni
„hraðfara leiðar“ i málinu, en
Hermann Jónasson kallaði þá
leið „áhættuleiðina“. Lá leið
Hermanns miklu xiær þeirri
leið, ,sem Ölafur Thors liafði
markað í ítarlegri grein um
„rétt íslendinga og stefnu í
sjálfstæðismálinu.“ En sú grein
birtist um miðjan marzmánuð.
Tillögur Ólafs voru í aðalat-
riðum þæi’, að Aiþingi lýsti yfir
að það teldi íslendinga liafa rétt
til að rifta sambantíslagasamn-
ingnum og jafnframt að sá rétt-
ur yrði hagnýttur,hvenær sem á-
stæður þættu til síðar. Þá stakk
Ólafur upp á því, að valinn yrði
rikisstjóri til að fara með kon-
ungsvaldið að svo stöddu, og
loks að Alþingi gæfi yfirlýsingu
um framtíðar stjórnskipulag
landsins. Með þessum tillögum
Ólafs var í rauninni lagður
grundvöllur að Jieim samþykkt-
um, sem nú hafa verið gerðar.
*
Jónas Jónsson gat ekki leynt
því, að liann undi illa málalok-
um, þótt hann skærist ekki úr
leik við endanlega atkvæða-
greiðslu um tillögurnar. Lét
hann svo um mælt, að við hefð-
um yfirgefið tvær fyrstu varn-
arlínurnar í málinu og værum
nú í „þriðju varnarlínu“. Hann
sagði að hyrjunin á „linkunni“
liefði verið sú, að við hefðum
hikað við að lýsa yfir fullum
sambandsslitum og stofna lýð-
veldi. Já, hvenær hyrjaði „link-
an“?
Jónas Jónsson var ekki full-
harðnaður í málinu fyr en um
síðustu áramót. Þá liöfðum við
búið undir hernámi fast að átta
mánuðum. Aðiúr menn höfðu
vakið máls á því, þegar eftir 10.
apríl í fyrra, að við ættum að
stíga skrefið að fullu í sjálfstæð-
ismálinu. Þá hafði högum okk-
ar skipast svo, að við vorum í
fyrsta sinn í 7 aldir frjálsir
gerða okkar. Hinn 10. maí var
þetta skamma frelsisskeið á
enda runnið.
Eftir 10. apríl og þar til þingi
sleit í fyrra var alið á málinu
hér í blaðinu svo að segja dag-
lega. En Jónas Jónsson lét það
vei-a, að Ijá málinu neinn stuðn-
ing. Hinn 17. apríl var varpað
fram þessari spurningu hér í
hlaðinu: Er málið ekki á dag-
skrá? Þar voru raktir athurðir
undanfarinnar viku. Danir
hefðu verið lagðir undir erlent
vald og þar með ófærir um að
gegna þeim skyldum, sem á þá
væri lagðar með samhandslög-
unum.
*
Greinin lieldur áfram á Jiessa
leið:
„Þegar þetla er orðið verðum
við að taka málin í okkar eigin
hendur, hvort sem það er ljúft
eða leitt. Alþingi ályktar að við
lökum málin i okkar liendur
„að,svo stöddu“.
Þessi ákvörðun Alþingis „að
svo stöddu“ er sambærileg við
það, þegar slysfarir ber að
höndum og aðstandendum er
fyrst tilkynnt að sá, sem fyrir
slysinu varð, hafi meiðst hættu-
lega, svo að þeim bregði minna
við þegar þeir frétta látið. Dan-
ir höfðu orðið fyrir svo þungu
áfalli, að ekki þótti rétt að hæta
því á, að tsland væri þorfið
þeim að fullu og öllu. Þessi að-
ferð var eftir atvikum mjög við-
eigandi.“
Forustugreinin i Vísi 17. april
1940 heldur áfram á þéssa leið:
„Það var á Jiað hent þegar
næsta dag (11. aprrl) hér í blað-
inu, að ekki mætti við svo búið
standa. Við yrðum að stíga spor-
ið að fullu og stofna liið íslenzka
ríki, hvað sem Dönum liði. Um
þetta hefir verið rætt hér í blað-
inu undanfarna daga. En þótt
furðulegt sé til frásagnar, hafa
önnur blöð þagað um málið.
Þeirra dómur er: Málið er alls
ekki á dagskrá!
Bæði utan þings og innan er
piskrað um það manna á milli,
að það sé tilfinningaleysi gagn-
vart Dönum að hefja frekari að-
gerðir. Er það skoðun þessara
manna að samúð okkar með
Dönum. hljóti að minnka, ef þeir
sru kúgaðir áfram? Við höfum
svo mikla samúð með Dönum,
að ef hún ætti að ráða gerðum
okkar, tækjum við sennilega
málin aldrei í okkar hendur að
fullu og öllu.
Við vonum að Danir nái aft-
ur frelsi sínu. Eigum við þá að
líta svo á, að við höfum tekið
réttindi okkar að láni frá
þeim? Við höfum málin í okk-
ar höndum „að svo stöddu“.
Ætlar ríkisstjórnin að skila
þeim aftur, ef ekki verður frek-
ar að gert? Ef liún ætlar ekki að
skila þeim, aftur, hversvegna má
þá ekki ganga frá þeim á form-
legan hátt?“
★
Þetta, sem hér hefir verið til-
fært, nægir til þe^s að sýna
hvernig vér skrifuðum um mál-
ið áður en þingi lauk í fyrra og
áður en hernámið dundi yfir.
En járnið í Jónasi Jónssyni var
þá svo deigt, að það tók ekki
einu sinni þessum og þvilíkum
hrýningum. Hann gerðist ekki
skeleggur fyr en átta mánuðum
Aldar dánarminning
Eftir síra Árna Sigurðsson.
Þegar öld er liðin frá dánar-
degi afbragðsmanna, má gera
ráð fyrir því, að dómur sögunn-
ar um verk þeirra og skilning-
ur manna á gildi þeirra sé að
miklu leyti fullger og ákveðinn.
Fræðimönnum liefir þá venju-
lega unnizt sæmilegur tími til
að rannsaka þær heimildir um
líf þeirra, sem fyrir liggja. Og
í lífi og menningarþróun
tveggja—-þriggjá kynslóða Iiafa
þá komið i ljós ávextir af Jiví.
sem Jieir sáðu, ef starf þeirra
var helgað alþjóð og almenn-
ingsheill. Ef þeir unnu skap-
andi starf i þarfir lands og lýðs,
leynir jiað sér ekki, Jiegar öld er
liðin frá andláti þeirra. Hug-
sjónir, sem Jieir háru fram, eru
Jiá að einhverju leyti orðnar að
veruleika. Áhugamálin, sem lífi
þeirra og kröftum var fórnað
fyrir, eru ]>á að einhverju leyti
komin í framkvæmd. Látnirlifa
]>eir — lifa í ávöxtum erfiðis
síns, baráttu og fórna. í aldar
fjarlægð hlasa J>eir við augum,
stórir og fagrir, eins og liáir
fjallstindar, sem i hláma fjarsk-
ans gnæfa yfir hæðir, hóla og
þúfur i kring. Og J>að er sem
rödd Jieirra heyrist yfir aldar-
djúpið, gegnum allan glaum og
hávaða miðlungsmannanna, er
með |hverri jkynslóð vilja, að
eftir sér sé tekið. Kraftur og á-
hrif afbragðsmannanna starfa
áfram; ]>eir lifa sínu lífi i lífs-
baráttu kynslóðanna, öld eftir
öld. Og minningþeirra er lieilög
framhvöt og eggjun eftirkom-
endunum. Slíkur er þeirra
ódauðleiki hér í heimi. Þannig
lifa ]>eir á jörðu, þótt látnir séu,
lifa með þeirri þjóð, lifa í því
landi, sem líf þeirra og starf
var helgað lil hinnstu stundar.
Það er satt um þá alla, af-
hragðsmenn þjóðanna og braui-
ryðjendur, sem kveðið var á ís-
landi um einn þeírra:
„Þeim, sem ævinnar magn
fyrir móðurlands gagn
liafa mestum af trúnaði þreytt,
hljómar alþjóðarlof yfir
aldanna rof,
því þeir óhornum veg hafa
greitt.“
Þessu lífi afhragðsmannsins
lifir Tómas Sæmundsson með
]>jóð sinni. Þennan ódauðleika
hrautryðjandans og forustu-
mannsins hefir hann öðlazt. Á
aldar-ártíð síra Tómasar Sæ-
mundssonar verður ekki hjá
því komizt að minnast þess, að
hann ]>reytli „ævinnar magn
fyrir móðurlands gagn“ af
meiri ti únaði en flestir aðrir. í
eldsál hans logaði og ljómaði
áhuginn á velferð ættjarðarinn-
ar, og ástin á öllu því, sem
henni mátti til nytsemdar og
blessunar verða. Ef lesin eru rit
hans og athuguð öll þau mörgu
síðar. Þá voru ástæður okkar
til að ráða málinu til lykta orðn-
ar aðrar og verri. Og svo minn-
ir þennan góða mann að hann
einn hafi frá öndverðu verið
„harður“ í málinu, en allir aðrir
„linir“!
★
Nú skal ekki frekar sakast
um orðna hluti. 1 nótt sem leið
tókst okkur Islendingum enn
einu sinni að standa saman um
aðalatriði í afstöðunni út á við.
Það’ er gleðiefni. Með ályktun-
um Alþingis eru úrslit langrar
haráttu ráðin. „Merking þessara
tillagna er fullur skilnaður“ —
eins og Gísli Sveinsson sagði.
málefni íslands, sem, liann vakti
máls á og barðist fyrir, þá sér
þar í fjölmörg þau málefni og
liugsjónir, sem síðan hans daga
Iiafa verið rædd og framkvæmd
á íslandi. Slíkur eldkveikjumað-
ur og lífvaki var Tómas sinni
þjóð. Hann lyfti hátt kyndli
framfaranna og lýsli þjóð sinni
áleiðis út úr myrkri fáfræði,
vandræða og vesaldóms inn i
sól og dag betri og bjartari ald-
ar. Þess vegna verður ekki hjá
þvi komist að minnast lians á
hundrað ára dánarafmæli, og
það því fremur, sem þjóð vor
þarfnast þess nú að vera minnt
á sína bezlu menn, niinnt á
það, sem þeir lögðu í sölurnar
hennar vegna, minnt á það, sem
þeir fengu áorkað, minnt á það,
sem enn má af þeim, læra, og
eigi sízt þá, er Island þarfnast
]>ess, að hver íslendingur þekki
skyldur sínar við ætljörðina og
ræki þær.
Það vill svo vel til, að rétt
undir aldar-ártíð síra Tómasar
Sæmundssonar kom út ævisaga
hans, rituð af dóttursyni hans
Jóni biskupi Helgasyni. Ekki
hefir mér unnist tími til að lesa
þá stóru og fróðlegu hók enn-
þá, né kynna mér hana til
neinnar lilítar. En svo m,un hún
úr garði ger, að óliætt mun að
visa til hennar öllum þeim, sem
afla vilja sér víð.tækrar og stað-
góðrar fræðslu um sira Tómas
og störf hans að öllum þeim
mörgu áhUgamálum, sem hann
lét sig skipta. Og 'það skal liik-
laust st'aðhæft, að sagan um líf
þessa manns er öll á þann veg,
að við lestur hennar hlýnar
'liverjum góðum íslendingi um
hjartað, og hann fer að hugsa
dýpra um þjóð sína og ættjörð,
og skilja, livað það er, að vera
sannur, heill og trúr þjóðarson-
ur, hafi íiann ekki skilið það
áður.
Vegna þess, að nú liggur fyr-
ir ýtarleg ævisaga Tómasar, auk
þeirra minni æviágripa, sem,
áður liafa rituð verið, skal hér
aðeins stiklað á örfáum atrið-
um:
Tómas er fæddur árið 1807,
sonur duglegs og velmetins
hónda í Rangái’vallasýslu. Tví-
tugur að aldri útskrifast liann
úr Bessastaðaskóla, siglir þegar
til Kaupmannahafnarháskóla,
og lýkur þar embættisprófi í
guðfræði í byrjun ársins 1832.
Öll sín próf hefir hann tekið
með loflegum, vitnisburði. Síð-
an aflar hann sér af dugnaði
miklum fjár til þess að ferðast
um öll helztu lönd Evrópu, og
heldur af stað í þessa för 7.
júní 1832, ]>á rétt hálfþrítugur
að aldri. Hann kemur aftur úr
förinni urti miðjan maí 1834,
og liefir á þessum, tæpum tveim
árum kynnt sér og skoðað
helztu borgir og merkisstaði í
Þýzkalandi, Austurriki, Ítalíu,
Grikklandi, allt austur til Tyrk-
lands og Litlu-Asíu. Heldur
hann svo heimleiðis aftur yfir
Ítalíu og Sviss til Frakklands,
kemur til Parísar með létta
pyngju, kennir þar brjóstveiki,
er lieldur lionum þar kyrrum
um stund. En þá er liann er
orðinn ferðafær, kemst liann
yfir London til Kaupmanna-
hafnar. Þegar hann er nýlega
þangað kominn, um miðjan
maí 1834, eins og fyrr segir,
fær hann veitingu fyrir Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð, heldur
heimleiðis um sumarið og
kvongast um liaustið heitkonu
sinni, Sigríði Þórðardóttur
Björnssonar sýslumanns í
Garði í Aðaldal. Vorið eftir, j
1835, tekur hann prestsvígslu j
og sezt að á Breiðahólsstað. I
Þar hýr hann svo við indælt j
heimilislíf og blómlegan efna- ■
hag, en þungbæra vanheilsu, er ;
þar mikilsmetinn prestur og
prófastur í Rangárvallapróf- j
astsdæmi til æviloka. Hinn 17. í
mai 1841 deyr liann úr hrjóst-
veiki, sem byrjað liafði vetur-
inn, sem hann dvaldi í París.
Það líða því aðeins sjö ár, frá
því er liann kemur úr ferða-
lagi sinu til Kaupmannahafnar,
og til þess er liann deyr lieima
á Breiðabólsstað. Og á þessum
sjö árum vinnur liann allt sitt
mikla verk til heilla ættjörð
sinni, það, er gert hefir hann
ódauðlegan með þjóð vorri.
Ferðalag Tómasar er athygl-
isvert. Hann er enginn ferða-
langur, sem ferðast til þess eins
að ferðast. Hann er knúinn af
brennandi áhuga sínum og ó-
slökkvandi fróðleiks og þroska-
þrá til þess að ráðast í kostn-
aðarsamt ferðalag, og sjá háttu
annarra þjóða og menningu
framandi landa. Og þetta er
gert í ákveðnum tilgangi. Is-
land er honum æfinlega i huga.
Hann vill sjá og læra sem flest,
er honum megi að gagni koma,
'er hann fer að vinna íslandi
allt, sem orka hans leyfir. Hann
segir oss það sjálfur í ferða-
sögubroti sínu. Þar kemst hann
m. a. svo að orði: „Eg fann hjá
sjálfum mér, að mér á ferðinni
varð með degi hverjum kærara
og merkilegra mitt föðurland;
eg gat þegar á leið í París varla
sofið fvrir umhugsuninni um
það.“ — Það mun því ekki of-
mælt, sem B. M. Ólsen liefir
sagt um Tómas, að liann kom
úr ferð sinni „með höfuðið
full-t af öllu því fagra og merki-
lega, sem hann liafði séð á leið
sinni og hjartað fullt af heitri
föðurlandsást.1* *
Og svo fer nú hinn ungi
prestur á Breiðabólsstað að
sýna þetta í verki. Hann er
fyrst og fremst prestur og próf-
astur, og gegnir öllum embætt-
isstörfum sínum með röggsemi
og samvizkusemi, við vaxandi
orðstír og virðingu af liendi
sóknarbarna sinna, stéttar-
hræðra og samtíðarmanna.
En það eru þó ekki ágæt
jirestsstörf séra Tómasar, sem
fyrst og fremst gerðu hann að
einum af óskasonum íslands,
heldur hinar vekjandi ritgerðir
hans um fjölmörg menningar-
og velferðarmál þjóðar hans.
Um Fjölnismanninn Tómas Sæ-
mundsson, félaga og samherja
þeirra Jónasar, Konráðs og
Brynjólfs, hefir margt verið
ritað, og mun flestum að
nokkru kunnugt. Rödd Tómas-
ar heyrist greinilega í stefnu-
skrá Fjölnis. Atriðin, sem þar
eru talin, eru þessi fjögur: 1)
Nytsemin. 2) Fegurðin. 3)
Sánnleikurinn. 4) Hið góða og
siðsamlega.
Tómas er siðan eldkveikju-
,maðurinn og orkuvakinn í bar-
áttu Fjölnis. Hann ritar þar um
fiskveiðar, verzlun og vöru-
flutninga, um Reykjavik og
aðra kaupstaði á Islandi, um
fræðslumál alþýðu og lærðra
manna, um bókmenntir, söng-
list og uppeldisgildi líkams-
íþrótta, um nytsemi og blessun
frjálsrar stjórnarskipunar, um
nauðsyn frjálsrar, innlendrar
verzlunar, um búnaðarhættí,
um ferðalög á Islandi o. s. frv.
Hann dáist að öllu í þjóðlíf-
inu, sem honum þykir liorfa til
heilla og þrifnaðar, en deilir
fast á leti og ómennsku,
drykkjusvall og aðrar ódyggð-
ir. Hann lætur sér hvergi nægja
að gagnrýna, heldur kemur og
fram með tillögur til úrbóta og
framfara. Það er eins og liann
liafi allt i liuga, sem þjóðin
þarfnast, er alls staðar á verði
um heill hennar. Iiann berst
gegn flutningi fornra liandrita
og þjóðminja úr landinu. Hann
heldur því fram, að þjóðin
þurfi að vaxa að mannfjölda
og læra jafnframt að nytja
gæði landsins betur. Hann er
sennilega einn fyrsti inaður
hér á landi, sem hendir á gildi
íþrótta í þjóðaruppeldinu. —
Þannig ritar liann um velferð-
armál íslands á alþýðlegan
hátt, en notar ekki þekkingu
þá og reynslu, sem liann hafði
aflað sér, til þess að skreyta
sjálfgn sig. Allt miðar að því
að sjá sem skýrasl velferðar-
mál ættjarðarinnar og vekja
landa sína til skilnings á þeim.
Verður eklci unnt í þessum lín-
um að telja fleira, sem til
mætti tína.
Tómas harðist öll sín ár á
Breiðabólsstað við hrjóstveik-
ina, er magnaðist og ágerðist
með ári hverju. Síðustu þrjár
ritgerðir sínar ritar liann rétt
fyrir banalegu síná, og þá er
hann var lagstur, og eru þær
allar snjallar og merkar.
Ef til vill eru bréf Tómasar,
sem gefin voru út á aldaraf-
mæli hans, hið áhrifamesta,
sem til er eftir liann. Þau lýsa
manninum svo vel, eins og
liann var, sýna oss brennandi
ást hans til ætljarðarinnar og
fórnarlund lians og ósérhlífni,
þar sem ísland á í hlut, Um
það efni segir dr. Guðm. Finn-
bogason satt og vel: „Þau eru
mögnuð með eldmóði áhugans,
sem hlýtur að fá á hvern mann,
og sé einhver svo fáfróður, að
liann vili ekki livað ættjarðar-
ást er, þá lesi hann þessi bréf.“
(Skírnir 1907). Þessu til rök-
stuðnings má benda á það, sem
hann skrifar Konráði Gislasyni
11. sept. 1840:
„Mér er óhægt að skrifa liggj-
andi á hliðinni, en má ekki
risa upp. Hamingjan má vita,
hvort við skrifumst á oftar. En
livað sem því líður: Ég bið þig
og ykkur að mnna eftir íslandi
og kenna það niðjum ykkar og
barnabörnum, þá gætir minna
þó liinir eldri týni tölunni.“
Ættu ekki þessi orð liins deyj-
andi þjóðmærings það sldlið,
að vera kennd og innrætt ung-
um og gömlum á Islandi ásamt
öðru þvi, sem bezt og snjallast
er í íslenzkum bókmenntum?
Tómas Sæmundsson dó ung-
ur, ekki fullra 34 ára. Hann gat
dáið ánægður, þvi að, liann
hafði fórnað íslandi hjarta-
blóði sinu. Og sjálfur liafði
hann sagt: „Þá er ætið nóg
lifað, þegar vel er lifað.“ Þau
orð standa í einni tækifæris-
ræðu hans. Það er annars eft-
irtektarvert, hve ungir þeir
dóu, vormenn íslands á fyrra
lielmingi 19. aldar, Baldvin,
Tómas og Jónas. En þótt þeir
yrðu skammlífir að áratali,
auðnaðist þeim öllum ódauð-
leiki afbragðsmannanna, það
langlífi, sem Jónas talar um,
er liann segir:
„Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfnin þörf.“
Þessu lífi lifir Tómas Sæ-
mundsson enn meðal vor, af
því að liann var, eins og Jón
Sigurðsson sagði um hann, „Is-
lands í innilegasta og algjörð-
asta skilningi. Og:
„Lengi mun Iians lifa rödd
hrein og djörf um hæðir, lautir,
liúsin öll og víðar brautir,
er ísafold er illa stödd.“
Um þetta liefir Jónas Hall-
/