Vísir - 17.05.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1941, Blaðsíða 3
VISIR grímsson orðið sannspár, er hann orti um Tómas vin sinn látinn. Og vist er íslandi þess þörf nú, að þjöðin heyri og nemi rödd Tómasar og aunarra slikra afbragðsmanna sinna. Á. S. I Frú Júliane Árnason Hinn 10. þ. m. andaðist hér í hænum á 82. aldursári kona, sein mörgurn, er liér að góðu kunn frá fornu fari, frú Júlíana Árnason, ekkja Jóns Árnasonar kaupmanns, en móðir þeirra Péturs Árna óperusöngvara og Þorsteins fyrrv. bankafulltrúa. Frú Júlíana fæddist í Vest- mannaeyjum 7. okt. 1859. Hún var dóttir Péturs Bjarnason verzlunarstjóra þar og konu hans Jóhönnu Rasmussen, en systir Nic. Bjarnason kaup- manns og þeirra bræðra. Hún ólst upp í föðurhúsum, en gift- ist árið 1883 Jóni Árnasyni frá Vilborgarstöðum í Vestmanna- eyjum, hróður þeirra Einars kaupmanns í Reykjavík og Sig- fúsar, sem eitt sinn var þing- maður Vestmannaeyinga. Jó*n maður hennar var lengi hókari við Brydesverzlun hér í bæ, en gerjðist kaupmaður 1906 og verzlaði lengi í liúsi þeirra hjóna á Vesturgötu 39, hinn mætasti maður. Mann sinn missti hún 1933, eftir nærri hálfrar aldar farsæla samhúð. Heimili þeirra Jóns og Júli- önu á Vesturgötunni var fyrir- myndarheimili, og voru þau hæði samlient um að láta þar öllum líða vel. Þar bar margan gestinn að garði, og nutu menn þar frábærrar góðvildar og gest- risni, ekki sízt gamlir Vest- mannaeyingar á fyrri árunum. Hin kjarkmikla, gjörvulega og myndarlega húsfreyja átti í þvi efni ríkan þátt. Þeirn, sem kynni höfðu af frú Júliönu,mun j afnan verða minn- isstæð hin hlýja og góðhjartaða kona, sem öllum vildi vel og öllum lagði gott til, og gædd var svo mikilli glaðværð, fjöri og hjartsýni, hvar sem hún hittist, og hvernig sem blés, að alþr komust í gott skap í návist liennar. Slikt er ekki öllum gef- ið, sizt þegar æfi liallar og heilsa bilar, en hennar sól varð aldrei afbjarga fyrr en yfir laulc að fullu. Eg hygg, að betri og ástrík- ari móðir en frú Júlíana var sonum sínum hafi aldrei verið til. Þeir og aðrir ástvinir henn- ar eiga um sárast að binda við fráfall hennar, en margir vandalausir munu einnig kveðja hana klökkum liuga, þótt gott sé sjúkum að sofa. Gamall vinur. I.okað fyrir vatnið í 5 húsum. í gær var lokað fyrir vatniÖ í 5 húsum, vegna ítrekaðs hirðuleysis um vatnsrennsli. Hefi nú verið lok- að fyrir vatn í 28 húsum frá því gæzlan hófst með vatnseyðslunni, og ættu menn að láta bæta sam- stundis úr öllum bilunum á vatns- kerfi húsa sinna, til þess að forð- ast að vera settir á „svarta Íistann". I Frá hæstarétti. I gær var kveðinn upp dómur í liæstarétti i málinu: Réttvísin gegn Gunnari A. S. Ásgeirssyni. Máli þessu er þannig varið, að í desembermánuði 1938 var ákærður staddur að Neðrahóli í Staðarsveit ásamt Halldóri |Ó1- afssyni bónda að Ytri-Tungu. Sátu þeir þar að spilum ásamt fleira fólki og er þeir höfðu spilað um stund lenti í orða- sennu á milli þeirra og lauk henni þannig, að ákærður laust Halldór með krepptum hnefa á höfuðið aftanvert og hlaut liann af því „áverkamar“, eins og það er orðað í vottorði læknís. í hæstarétli urðu úrslit máls- ins þau, að ákærði var talinn liafa gerzt brotlegur við 205. gr. hegningarlaganna frá 1869 og hlaut hann 300 króna sekt til i-íkissjóðs. Þá var hann og dæmdur til þess að greiða Hall- dóri kr. 255.60 í slcaðabætur. Skipaður sækjandi málsins var hrm. Guðmundur í. Guð- mundssón en skipaður verjandi hrm. Pétur Magnússon. Kylfingar hefja sum- arstarfsemi sína. Golfvöllurinn í góðu lagi. Hvar sem, menn hittast á göt- um og gatnamótum, tala þeir jafnvel meira um það en stríð- ið, hve veðrið að undanförnu hafi verið dásamlegt og hve vorið liafi komið fljótt og vel til okkar. Vorið hefir vissulega verið góður gestur að þessu sinni, létt skap manna — og skyggt á hinar alvarlegu blikur. Kylfingar — eins og allir aðrir íþróttamenn — liafa sér- staka ástæðu til að taka á móti hinu góða vori með miklum fögnuði. Þeir vita af reynslunni, að þvi fyr og betur sem vorar, því fleiri hollustu- og ánægju- stundir eignazt þeir á golfvell- inum sinum við Öskjuhlíðina i hinu fagra nágrenni Reykja- víkur. Kylfingum fer ört fjölsjandi og það er ástæða til að ætla, að á næstu árum muni vel flest- ir ungir og aldnir Reykvikingar unna hinum fallega golf-leik, sem hollri og heilnæmri íþrótt. En það er engin ástæða til að láta timann hlaupa frá sér, og gerast ekki þátttakendur strax. Hitt er miklu réttara, að nota sér það nú, hvað golfvöllurinn er góður, og taka þegar þátt i sumarstarfi kylfinga, sem er að liefjast þessa dagana. Á morgun er fyrsta keppni ársins — „flaggkeppni“, og ef að líkum, lætur munu „inörg sverð“ sjást á lofti og fjöldi kylfjnga njóta vallarins þann daginn. Fræglp Frakkar iviftir borgara- réttindnm. Ungfrú Eva Curie, dóttir hinna frægu Curie-hjóna, og franska leikritaslaáldið Ileni'y Bernstein, hafa verið svipt frönskum borgararétti, sam- kvæmt tilskípun, sem Petain undirskrifaði i Vicliy 4. maí. Eignir þeirra hafa verið gerðar upptækar. Bernstein er af Gyð- ingaættum, einn af frægustu leikritáhöfundum Frakka, aldr- aður maður. Leikritið „Þjófur- inn“ eftir Bernstein var sýnt hér í Reykjavík fyrir um 15 ár- um og vakti mikla athygli fyrir skarplegar sálarlýsingar og fyndin samtöl. B œjar J írétfír Messur á morgun. 1 Dómkirkjunni á morgun kl. n, síra Sveinbjörri Högnason. Kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. Laugarnessókn. Engin messa á morgun. Fríkirkjan í Reykjavík. MessaÖ á morgun kl. 2, síra Árni Sigurðs- son. I kaþólskú kirkjunni í Landakoti á morgun: Lágmessa kl. 6ý-> árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prédikún kl. 6 síðd. í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 2, síra Garðar Þorsteinsson. Hallgrunsprcstakall: Hámessa í dómkirkjunni kl. 2 e. h„ síra Jak- ob Jónsson. Nesprestakall. 1 fjarveru síra Jóns Thoraren- sens næstu 2—3 vikur er fólk beð- ið að snúa sér til dómprófasts, sira Friðriks Hallgímssonar, og til sókn- arnefndarinnar um málefni safnað- arins. Næturlæknir er í nótt Bjarni Jónsson, Skeggja- götu 5, sími 2472. — Helgidags- lœknir á morgun Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. — Næturlæknir aðra nótt er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. — Næturverðir eru í nótt í Reykjavikur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni, en aðra nótt í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Guðný Nikulásdóttir og Gestur Hörður Sigurjónsson, loftskeytamaður. — Heimili ungu hjónanna verður á Laugaveg 147. I dag verða gefin saman i hjóna- band, ungfrú Aðalheiður Guð- mundsdóttir og Sveinn S. Einars- son verkfræðingur. Síra Jón Thor- círensen gefur þau saman á heim- ili brúðurinnar, Baugsveg 29. Heim- ili ungu hjónanna verður í Njarð- argötu 33. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Ása Berndsen og Að- alsteinn Norberg. Heimili urigu hjónanna verðnr á Hringbraut 76. I góSa veðrínu er gaman að virða fyrir sér lista- verkin í skemmuglugganum eftir Gunnar Bachmann og Tryggva Magnússon. Dánarfreg'n. í gær andaðist hér í bænum Axel kaupmaður Ketilsson. Benzínið hækkar. Olíuverzlanirnar hafa tilkynut verðhækkun á benzíni úr 56 aurum í 57 aura líterimi. Hefir benzíni'ð þá hækkað um 8 aura frá mánaða- mótum. Kírkjuhljómleikarnir i Landakotskirkju verða á morg- un kl. 8.15 síðd. Þar verða sungin kaþólsk kirkjutónverk frá ýmsum tímum, m. a. „Stabat mater“ eftir Pergolese. Aðgöngumiðar fást við innganginn. Söngstjóri er dr. Ur- bantschitsch. Félag liarmonikuleikara heldur dansleík á sunnudags- kvöldið i Oddfellowhöllinni. — Sjá augl. i bíaðínu í dag. Á útleið. Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa á seinustu sýningu Leik- félagsins á þessum ágæta sjónleik. verður hann sýndur einu sinní enn þá, á morgun', sunnud. 18. maí,- kl. 8, og hefst sala aðgöngumiða í dag. Útvarpið í kvöld. KI. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: Kaflar úr „Konungsefnum“ eftir Ibsen. Leik- stjóri Lárus Pálsson. 21.30 Hljóm- plötur: Norræn sönglög. — Dans- lög til kl. 24. Útvarpið á morgun. Kl. 10.00 Morguntónleikar (plöt- ur) : Symphonia nr. 7, eftir Schu- bert. 11.00 Messa í dómkirkjunni, síra Sveinbj. Högnason (sálmar 35, 400, 409, 50, 276). 12.00'Hádegis- útvarp. 15.30—16.30 Miðdegistón- leikar. A) Tónleikar Tónlistarskól- ans: Sonatina eftir Dvorak. (Fiðla: Björn Ólafsson; píanó: ÁrriT Krist- jánsson). B) Hljómplötur: And- stæða í tónlist. 18.30 Barnatimi. Leikrit: Þegiðu, strákur, eftir Ósk- ar Kjartansson. (Skátar leika). 20.00 Fréttir. 20.20 Kvöld útvarps- starfsmanna. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög til 23.00. SANDWICH SPREAD HEMZ súpur í dósum. OXO teningar. vmn Laugavegi 1. Útbú, Fjölnisvegi 2. Gúmmískógerðin Laugavegi 68. — sími: 5113. Vinnuföt og vettlingar. — GÚMMÍSKÓR, STRIGASKÓR gúmmístígvél há og lág. Ull- arleistar, Kerrasokkar o. fl. Beztu vorkaupin verða lijá okkur. Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Yonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 Ard. iHEltÖSÖUlBJRðenr!--KBNIJÓNSfiON,] ’ NAS5Tft.5, SEYKJAV.tK. Fasteignir s.f. Önnumst kaup og sölu fast- — eigna og verðbréfa. — Hverfisgötu 12. Sími: 3400. RAFTÆSCJAYERZLUN OC VINNUST0FA LAUGAVEG46 SÍMI 5858 RARAGNIR VIÐGERÐIR SÆKJUM 5ENDUM Pottar Pönnur Katlar ödýrar og- góðar vörur JÁRNVÖRUDEILD Jes Ziniien Nykomið: Þvottabalar Vatnsfötur Kolaausur Strákústar Gólfmottur Kústasköft Þvottabretti JÁRNVÖRUDEILD Jcs Xiniicn Tílkynning Undanfapið hefip mjög boriö á því, aö menn liafi þyrpzt saman, þeg- ar lögreglan hefip veriö aö starfi sínu vegna ó- regln og óspekta á al- mannafæri. JLögreglan mnn með liaröri liendi dreifa nr slíkri mann- þyrpingu, og er því fólk alvarlega varaö við því aö safnast saman í iiópa é götum bæj arins, og hérmeö brýnt fyrir mönnum aö blýða tafarlaust skipunum lögreglu- manna, er þeir gefa til þess aö kalda uppi góöri reglu á almannafæri. Þeir sem brjóta gegn þessu veröa látnir sæta ábyrgö. LögFeglustjÓPinn í Reybjavík 16. maí 1940. Agnar Kofoed-Hansen. Kvöldsöngur í Landakotskirkjunni sunnudaginn 18. maí kl. 8.15. STABAT MATER eftir Pergoiese. Kvennakór og hljómsveit undir stjórn dr. Urbantschitsch. ASgömgumiðar við innganginn. GEYSIR BEZTU BÍLAR BÆJARINS. ----- Nýtísku upphitun. Símar 1216 og 1633. rasamiaos ifiior eru fluttar í Tryggvagötu 28, þar sem Úthluíunarskrifstofa Reykjavíkur hefir haft afgreiðslu undanfarið. ' SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Jarðarför Ingibjargar Halldórsdóttur frá Gegnishólum, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 20. þ. m. og liefst með bæn að heimili hennar, Njálsgötu 52 B, kl. 1.30 e. li. Vandamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.