Vísir - 05.06.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 05.06.1941, Blaðsíða 3
VISIR að segja: hemum heldur bar- dögunúm iáfram“. Það sem hér skiptir máli, og elíki má gleymast, er, að orða- sambandið að halda áfram á að nota með frumlagi, en ekki frumlagslaust, (persónul. en ekki ópersónul.), eins og dæmi lir. Björns Franzsonar sýnir: „Herinn heldur bardögunum áfram“. Hér er herinn frumlag og málsgreinin verður röng, sé aukafallsliður settur í staðinn (t. d. hernum heldur bardögun- um áfram). Sama máli gegnir um hina málsgreinina: Bardögunum lieldur áfram. Þarna er búið að fella burt frumlagið og setja aukafallslið í staðinn, m. ö. o. gera nákvæmlega sömu breyt- ingu á málsgreininni, eins og ef sett er: hernum heldur bardög- unum áfram, í stað herinn lieldur bardögunum áfram. Þvi ber að segja: einhver heklur áfram .... (ekki eiu- liverjum heldur áfram), menn- irnir halda áfram (ekki mönn- unum heldur áfram). Það eru því vinsamleg lil- mæli mín, að hr. Björn Franz- son, og aðrir tíðindamenn út- varpsins, . steinhætti að lála heyrast málsgreinina: „Bardög- unum heldur áfram“ og aðrar liliðstæðar. Gætu þeir t. d. sagt í staðinn: „Bardögunum er haldið áfram“ (var lialdið á- fram o. s. frv.). Vilji ráðamenn útvarpsins fallast á þessa lillögu mína, má hr. Björn Franzson halda áfram að standa á því fastar en fótun- um, að rétt sé að nota aukafalls- lið í þágufalli með orðunum „halda áfram“. Og skyldi þessi siðasta málsgrein særa hina „til- takanlega næmu tilfinningu" hr. Björns Franzsonar „fyrir ís- lenzku máli“, þá má liann gjarn- an breyta málsgreininni í „þágufalIshorfið“ (má lir. Birni Franzsyni lialda áfram o. s. frv.), en ekki vil eg ráðleggja honum að nota það í útvarpi. Friðrik Hjartar. I Karl Eiríksson. | Fáein minningarorð. Hún gerist oft og með ýmsu móti, sorgarsagan sú, að góðír drengir deyja á ungum aldri. Og ævinlega eru það nánustu ástvinirnir, sem mest hafa mísst og sárast sakna. Þeirra sorg er jafn þung fyrir það, þótt hún sé fáum kunn. Ein slik sorgarsaga gerðist hér í bænum 21. f. m, Ungur maður gekk út af heimili ástvina sinna. Tveim stundum síðar var liann liðið lík, dáinn, horfinn þeim, sem honum höfðu unnað mest, og þúrftu á aðstoð hans og umsjá að halda. Karl fór ungur að vinna fyrir sér, og átti mikla starfslöngun og góða starfsliæfileika. Vann liann á unglingsárunum sem þjónn á skipunum Gullfossi og Goðafossi, og síðan við sams- konar störf í veitingahúsum hér í bænum. En námi sínu sem veitingaþjónn varð hann að bætta vegna heilsubilunar, og leita sér atvinnu við önnur störf, eftir því sem heilsan og aðrar ástæður leyfðu. Saknaði liann þess alla ævi, að geta ekki haldið áfrain á -þeirri starfsbraut, er hann hafði ungur lagt úl á, en lét það ekki aflra sér frá að stunda þá vinnu aðra, sem hann gal fengið, því að Iionum var það fyrir öllu, að geta sjálfur séð sér og sínum farborða. Síð- ustu æviár hans virtist heilsan batnandi og framtíðarhorfur allar bjartari. Hann giftist 8. apríl 1940 góðri konu, Herdísi Ebenezersdóttur, ættaðri af Vestfjörðum, sem ásamt for- eldrum hans og systur minnist bans látins með djúpum sökn- uði og sársauka. Karl heitinn var friður og þýðlegur ásýndum, enda dreng- ur Iiinn bezti. Hann var prúð- menni i daglegri umgengni, greiðvikinn og góðviljaður vin- um og samferðamönnum. Þeir sem með honum störfuðu, bera honum bezta. orð fyrir lipurð og verklagni við öh störf, við- mótsþýðleik og glaðværð við samverkamenn sína. Það er því víst að honum fylgir héðan lilýr vinarhugur þeirra er bezt þekktu bann. Er sérstaklega m'ikil og sár sorg eiginkonu lians foreldra og nánustu ástvina, þar á meðal eigi sízt aldraðrar og heilsubil- aðrar móður, sem ekki getur gleymt því, hve góðan, ástúðleg- an og bliðan son hún átti þar sem bann var. Og hvað ungu börnin lians tvö liafa misst, geta allir nærgætnir menn gert sér í hugarlund. En huggun er fólgin í minningu um góðan dreng, og þó umfram allt í trúnni á eilífa elsku guðs og æðra líf, þeirri trú, er segir: „En eg veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn.“ • Á. Næturlæknir. Theodór Skúlason, Vesturvalla- götu 6, sími 3374. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Félagsblað K.R., i. tbl. 1941, kom út nýlega. Er það prýtt fjölda mynda. — Me'Sal greina í blaðinu má nefna: Ávarp formanns: Stöðug og góð þjálfun færir oss sigurinn heim. Sigurjón Jónsson: Knattspyrnumótin 1940. Iþróttaárið 1940, eftir Kr. Sund- flokkur K.R., eftir Jón Inga Guð- mundsson. Benedikt Jakobsson: Þjálfun útiíþróttamanna. Auk þess margar smærri greinar. Þýzkar fréttir kl. 1. í þýzkum herstjórnartilkynn- ingunni kl. 1 segir, að kafbátar liafi sökkt í Norður- og Mið- Atlantsliafi brezkum verzlunar- skipastóli er nam 24.400 tn. Loftárásir voru gerðar í nótt á iðnaðarborgir í Suður- og Mið-Englandi. Hörðust var árás- in á Birmingham. Þýzkir herbátar gátu sökkt 6000 tn. stóru lijálparherskipi undan ströndum Englands, þíátt fyrir að það væri í vel vörðum skípaflota. í tílraun tíl að brjótast inn í herteknu löndin í gær, misstu Bretar 6 orustuflugvélar í loft- bardögum við þýzkar flugvélar. Enskar fréttir kl. 1: I útvarpinu frá London kl. 1 var skýrt frá því, að allmikil loftárás hefði verið gerð á Alex- andria og mundu um 100 manns hafa farist. Einnig var sagt frá því að franskar flugvélar hefðu gert árás á borg í Transjordaniu. Kristján Guðlaugsson Hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. Veitið athygli Verksmiðjuútsala á GÚMMÍSKÓM. Gúmmískógerðin Laugaveg 68. — Simi 5113. Silkisokkar „ARISTOC“ — „BONDOR“ — „KAYSER“ og margar fleiri tegundir. Hvítar hosur. zm DansiD ueriur BYTOWN CAMP (nálægt Golfklúbbnum) laugardaginn 7. júní kl. 8 e. h. Ókeypis aðgangur fyrir dömur. RAFTÆKJAVERZLUN OC VINNUST0FA LAUCAVEG 46 SÍMI 5858 RAFLACNIR VIÐGERÐIR SÆKJUM SENDUM Stúlku vantar til að leysa af sumarfrí í eld- húsinu á Vífilsstöðum. Gott kaup, frí vinnuföt og fastir frídagar. — Uppl. gefur ráðs- konan, Jórunn Jónsdóttir. — Í.S.L K.R.R. Knattspyrnumót II. flokks. * UrslitaSelIíiir í kvölcl kl. 8 Fram — Víkingnr VALIJR - K.B. llVél' YÍiiiiur ? Utg:erðar8iöð Eg vil selja útgerðarstöð mína í Sandgerði, ef eg get fengið viðunanlegt boð í hana. Þeir, sem kynnu að vilja gera boð, snúi sér til mín annað hvort í Sandgerði eða í síma 5498 í Reykjavík. Lúðvík Guðmundsson. Kolanetaslön gur KORK OG BLt. VERZLUN O. ELLINGSEN * Atvíimuleif. a 4* Reglusamur 23 ára mað- ur óskár eftir hreinlegri at- vinnu. Tilboð, merkt: „23“ ^ * leggist á afgr. Vísis fyrir 10. s þ. m. u 0 Lítill - utanborðsmótor i á smábát óskast til kaups i eða leigu. — H.f. Blöndahl, * Vonarstræti 4 B. S s Sendisvein VANTAR STRAX. Bernhöftsbakarí Bergstaðastræti 14. Vðrnblll § Vörubíll IV2 tonn, til sölu. ij Uppl. Hótel ísland, herhergi ■ nr. 18, kl. 5—8 í dag. KAUPIÐ Gúmmískófatnaðinn hjá Gúmmískógerðinni Vopni Aðalstræti 16. Gúmmíviðgerðirnar óvið- jafnanlegar. 1 Bíll til §öln Ford vörubifreið. til sölu og sýnis á Hverfisgötu 6. Uppl. á staðnum í dag. Fyrirspurn- um ekki svarað í síma. Fasteignir s.f. 1 önnumst kaup og sölu fast- — eigna og verðbréfa. — Hverfisgötu 12. Sími: 3400. Það borgar sig fyrir yður Acrxlunin 8AÓT Vesturgötu 17. Nig;lmg:ar Vér höfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vestur- Cullifopd & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD, eða Geir H. Zoéga Símar: 1964 og 4017, ER GEFUR FREKARI UPPLÝSINGAR. W. €. PAPPIR 6. juiií er síðasti g:reiðislii(ílagrui* á reikiiiiigriiin iyrir inaímánuð Félag Matvörukaupmanna. Hverlisteinair n VERZLUN O. ELLINGSEN h.f. Tilkynning:. Frá og með 1. júní og þar til öðruvísi verður ákveðið verður leigugjald fyrir vörubíla kr. 8.24 fyrir klukku- stund. YÖRUBÍLASTÖÐIN ÞROTTUR. GEYSIR BEZTU BlLAR BÆJARINS. - Nýtísku upphitun. Símar 1216 og 1633. Jarðarför móður minnar, Vilborgar Guðnadóttur. fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 7. júni, og hefst með kveðjuathöfn á Elliheimilinu Grund kl. IV2 e. li. — Það var ósk hinnar látnu, að þeir sem vildu senda kransa eða blóm við útför liennar, minntust í þess stað Minningarsjóðs Guðrúnar Gisladóttur Björns frá Miðdal. Sigríður Eiríksdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarliug við andlát og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar, Ástríðar Guðmundsdóttur, Margrét Björnsdóttir. Guðmundur Jónsson. Tengdaböm og barnabörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.