Vísir - 10.06.1941, Síða 1

Vísir - 10.06.1941, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri \ Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 10. júní 1941. 129. tbl. Lítil mótipyrna .■ S,vi‘lsm«li Beyrut ogr Damaskus brátt á valdi Breta og frjálsra Frakka Darlan ávarpar frönskn þjoðina í kvöld. H EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun ■orfurnar voru þannig í morgun, að líkur eru til, að þess verði ekki langt að bíða, að hafnar- borgin Beyrut og höfuðborg Sýrlands — Da- maskus — falli í hendur Breta og frjálsra Frakka. Frakkar veita litla mótspymu og manntjón í liði banda- manna hefir ekki verið teljandi. Þjóðverjar hafa verið „óvirkir áhorfendúr“ til þessa. Hersveitir Breta og frjálsra Frakka fóru í gær yfir Litliafljót, sem rennur Miðjarðarliafsbotn um 5 enskar mílur fyrir norðan liafnarbæinn Thyre. Það var við fljót þetta, sem Bretár og her- sveitir De Gaulle lielzt bjuggust við snarpri mótspyrnu, en til þes kpm eldci, og það er ekki sizt þess vegna, sem menn búast ekki við, að Damaskus og Beyrut verði varðar af kappi, nema því aðeins að Þjóðverjar gæti veitt Dents landstjóra, sem hefir per- sónulega tekizt á hendur herstjórnina, einhvern stuðning. En það var ekki að lieyra á talsmanni þýzku stjórnarinnar í gær, að Þjóðverjar ætluðu að hafast neitt að þarna, því að hann sagði, að það sem gerðist í Sýrlandi, kæmi Frökkum og Bretum einum við. Þessi um- mæli þykja alleinkennileg, nema þau hafi verið viðhöfð til þess óbeinlínis að afsaka það, að Vichystjóminni verði ekld veittur neinn stuðningur. Hún hafi og sagst geta varið nýlend- ur Frakka gegn hverskonar árásum, og reyni nú á hvað hún geti. Þjóðverjar myndi vafa- laust hafa brugðist öðruvísi við, ef þeir hefði verið komnir lengra áleiðis með áform sín i Sýrlandi. í sænskum blöðum er því haldið fram, að það sé ólíkt Þjóðverjum, að hætta Við ijjá- form sín fyrr en i fulla linef- ana. Að líkindum liggi þannig í málunum, að Bretar hafi orðið fyrri tíl hér sem í Iraq, og kom,- ið þannig i veg fyrir áform Þjóðverja, sem ætluðu t. d. að vera búnir að taka alla stjórn Aleppohéraðs í sínar hendur þ. 15. júni. Fréttaritari svissnesks blaðs símar t. d. frá Rómaborg, að Þjóðverjar og ítalir hafi alls ekki gert ráð fyrir, að Bretar myndi hefjast handa í Sýrlandi fyrr en „of seínt eins og vana- lega“, en það fór á annan veg. Kemur fram mikil greinja í Þýzkalandi og Italíu yfir inn- rásinni, auðheyrt er ,að undir niðri hlakkar í Itölum yfir því, að Frakkar muní ekki geta var- ið Iandið. Sendiherra Breta í Ankara ræðir við Sarajoglu. I>að hefir vakið nokkra at- hygli, að sendiherra Breta í An- kara hefir farið á fund utanrík- isráðherra Tyrklands, Sarajoglu og átt við hann langar viðræð- ur. EJkkert hefir verið tillcynnt opínberlega enn sem komið er um hvað þessar umræður hafi fjallað, en vafalitið er, að þær hafa snúizt um Sýrland. Bretar hafa sent vistir til Sýrlands. Bretar hafa tilkynnt, að þeir hafi þegar sent mikið af vistum og öðrum nauðsynjum til þess hluta Sýrlands, sem þeir hafa þegar hernumið, en mikill slcortur var meðal íbúanna, en í Sýrlandi hefir öllu hrakað eftir lippgjöf Frakka í styrjöldinni, og enn versnaði eftir að Bretar lögðu hafnbann á landið fyrir skemmstu. Bretar segja, að Sýr- lendingum verði séð fyrir nóg- um matvælum og nauðsynjum, og eins vei-ði lijálpað öllum þjóðum, sem rísa upp gegn Þjóðverjum og snúast algerlega á sveif með Bretum og banda- mönnum þeirra. Eru Frakkar í Sýrlandi að bregðast Vichy- stjórninrii? Nokkurar Iíkur eru fjæir því, að Frákkar í Sýrlandi muni bregðast Vichystjói-ninni alger- lega. Ymsir franskir yfirforingj- ar liafa þegar gengið í lið með De Gau'lle, en aðrir eru liættir að berjast. Mótspyrna hefir ekki verið mikil og manntjón Breta og frjálsra Frakka mjög lítið. Mikla athygli vekur, að franskur eiribættismaður, sem Vichystjörriin sendi opinberra erinda til Sýrlands, hefir beðist Iausnar, og gengið De Gaulle á hönd. Hann kvaðst ekki lengur geta stutt sfjörn, sem vildi sigur Þjóðverja. Þá vekur það feikna athygli, að dr. Church, forseti Carnegie- stofnunarinnar í Bandaríkjun- um hefir skilað aftur handi héiðursfylkingarinnar frönsku, : sem franska stjórnin sæmdi hann. „Heiðursfyllíingin franska er úr sögunni,“ sagði i liann, „og það er aðeins á valdi j De Gaulle að endurvekja hana ! tíl lífs og virðingar“. Mótmæli Frakka. Þeim er ekki sinnt. Sendiherra Vichystjórnarinn- ar í Madrid fór í gær á fund Sir Samuels Hoare, sendiherra Breta á Spáni, og afhenti hon- um orðsendingu, sem hann bað hann að koma áleíðis til brezku stjórnarinnar. Orðsending þessi hefir inni að halda mótmæli gegn því, að Bretar hafa ráðist inn í Sýrland. Orðsendingin hef- ir nú borizt til London og er til athugunar þar. Sendih. Vichystjórnarínnar í Washington fór á fund Cordells Hulls uranrikisráðherra i gær og skýrði honurn frá mótmæl- um Vichystjórnarinnar út af innrás Breta. Cordell Hull er f sagður liafa svarað því til, að Vichystjórnin hefði ekki veitt neitf viðnám gegn hinum þýzku flugvélum, er fóru til Iraq, til þess að hjálpa uppreistarmönn- Víða á ströndum Bretlands eru faþbyssur af þessari gerð. Eru þær með 9.2 þml. hlaup- vidd. Þær þeyta 350 punda kúlum langar leiðir. um, lieldur greitt fyrir þeim o. s. frv. Auk þess væri alls ekki víst, að unnt væri að viðurkenna lengur, að Fralvkar hefði nein umboðsstj órnarréttíndi í Sýr- landi, þar sem Vichystjórnin hefði sagt Frakkland úr þjöða- bandalaginru Darlan flytur útvarpsræðu í kvöld. Það liefir verið tilkynnt, að Darlan flytji útvarpsræðu í kvöld. Ávarpar hann frönsku þjóðina og hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að menn geti hlustað á ræðuna hvarveln i 1 frönskuin löndum. Er beðið með talsverðri óþreyju eflir að heyra livort Darlan liefir nokk- urn óvanalegan boðskap að flytja, en það er ekki ólíklegt, að það komi í ljös, að margra ætlan. SEINUSTU FREGNIR: United Press símar laust fyr- ir hádegi, að buist sé við, að hersveitír Breta og frjálsra Frakka fari inn í IJeyrut og Damaskus þá og þegar — séu ef til vill komnar þangað. 1 fregnum frjálsra Frakka segir, að barist sé í úthverfum Beyrut, en vélahersveitir séu komnar að hliðum Damascus. Hinsveg- ar er þess að geta, að samkvæmt öðrum heimildum eru hersveit- irnar enn um 30 mílur enskar frá fyrmefndum borgum. Fram j að þessu hafa Bretar og frjálsir Frakkar sótt fram 50 enskar mílur á sólarhring, og hafi þeír ekki orðið að hægja á sér, ættí hersveitir þeirra að vera komn- ar til fyrmefndra tveggja aðal- borga landsins. Þegar. þessar borgir hafa yerið teknar, er tal- ið, að öll mótepyma muni fara út um þúfur. Bretar segja, að Frakkar berjist aðeins til mála- mynda. FRÉTTIR í STPTTP MÁLI Loftárásir Breta á Þýzkaland í nótt voru aðallega gerðar á Dortmund og Essen. Miklir eld- ar komu upp í Dortmund. Kaliíorniu- verkfallið úr sögunni London í morgun. ATIar tilrauriir til þess að fá fríðsamlega lausn á verkfall- inu í Inglewood, Kaliforníu mistokust. Forsetinn skipaði þá yfirstjóm landhersins að taka verksmiðjurnar í sína umsjá og Var það gert. — t morgun símaði . yfirmaður herstjómarinnar, að verkfall- ið hefði verið brotið á bak aft- ur, verksmiðjuhliðin opnuð og verkamennirnir streymdi í verksmiðjumar. 1 verksmiðjum þessum, sem eru eígn North American Aircraft Corporation, eru framléiddar flugvélar fyrir Bandaríkin og Bretland, og hafði framléiðslan tafizt vegna verkfallsins. Bretar mistu 10 herskip við Krít. London i morgun. Það var tilkynnt í London i gær, að Bretar hefði misst tvo tundurspilla, Harewood og Im- perial, í herflutningum frá Krit, og 4200 smál. loftvarnabeiti- skipið Calcutta. Alls misstu Bretar við Krít, meðan herflutn- ingarnir stóðu yfir, 4 heitiskip og 6 tundurspilla, en 17000 manna liði tókjst að lcoma á brott. . tí Tveimur flutningaskipum, sem áttu að birgja upp Bis- marck og Prinz Eugen að olíu og vistum hefir veríð sökkt. Brezkar flugvélar gerðu árás- ir á skip og hafnarmannvirki í Brest á Frakklandi í fyrrinótt. Ennfremur liafa verið gerðar margar ánásir að degi tíl með miklum árangri á skip víð Hol- landsstrendur og Noregs- strendur og sprengjum varpað á skip í höfninni í Bergen. Laval er nú komnni til híns ó- hernumda hluta Frakklands — í fyrsta sinn síðan í désember, er hann varð að fara úr stjórn- inni. Fregnir hafa borist um mikið manntjón af völdum hvirfil- vinds og flóðöldu við Ganges 25. maí. Um 5000 manns drukkn- uðu. Sunnukórinni á fsafirði, undir stjórn Jónasar Tómasson- ar, hélt samsöng þar í bænum síð- astl. föstudag, við ágætar undir- tektir. nar nur á édíií. i- 500,000 peningar slegn ir af hverri tegund. Skíptimyntin er nú öll komin hingað til landsins og liggur síð- asta sendingin í skipi hér á höfn- inni. Er hér um að ræða einnar og tveggja króna peninga, en áður hafa komið sendingar af smærri mynt margskonar. Smámynt þessi hefir öll verið slegin í Bretlandi, en svo sem kunnugt er höfðu ráðstafanir verið gerðar til að fá myntina frá Danmörku, en sendingin komst aldrei af stað vegna her- námsins, og olli þetta tilfinnan- legum erfiðleikum á viðskipta- sviðinu. Búist er við að sending sú, er Iiér liggur nú, verði tekin í notkun síðarí hluta vikunnar. Hálf milljón peningar hafa ver- ið slegnir af hverri mynt fyrir sig, og má nú búast við, að ekki komi til neinna vandræða úr þessu vegna skorts á skipti- mynt, þótt peningaveltan sé ó- eðlilega mikil í landinu, eins og sakir standa. Franski ræðismaðurinn hér, herra H. Voillery, hef- ir tilkynnt íslenzku ríkis- stjórninni, að hann hafi beðist lausnar frá embætti sínu sem ræðismaður Vichy- stjórnarinnar hér á landi. Jafnframt hefir ræðismað- urinn lýst sig fylgismann De Gaulle, leiðtoga frjálsra Frakka. KNATTSPYRNUMÓT ÍSLANDS. K.R. varni Fram 5:2 Það er oft svo á leikjnm milli K.R. og Fram, að mör’g mörk ern sett. Stafar það af því, að bæði félögin leika mjög „opið“. Það getur auðvitað gefið mjög aukna sóknarmöguleika, og er skemmtilegt fyrir áhorfendur, en getur verið svolitið vafasamt, eins og t. d. við fjórða markið hjá Fram, sem <a. 10 sekúndum eftir að Fram var i ákafri sókn, þétt upp við mark K. R. Leikurinn var ekki heillegur, en fjörugur með sprettum. Var ekki spenningnr i áhorfendum ámóta við Vals-Víkings-leikinn, enda þessi leikur ekk eins jafn. Vörn Fram var ofviða að ráða við Björgvin Schram, sem skor- aði þrjú mörk, og söknuðu menn Sigurðar Halldójrssonar og Sigurðar Jónssonar, þó þeir hefðu ef til vi'II ekki ráðið við rás atburðanna. — Beztur var hjá Iv.R. Björgvin Schram og margir hinna góðir, og er Iv.R.- liðið mjög gott, ef það næði svolítið samstilltum leik. í Frani. var Sæmundur einna beztur, þó Björgvin væri hon- um ofviða. Margir hinna voru liprir og leiknir og þar sem þetta eru yfirleitt mjög ungir knattspyrnumenn, geta þeir tek- ið miklum framförum. Jón' Magnússon skoraði annað mark- ið fyrir Fram, en Högni hitt mjög fallega. Jón var mjög snöggur að vanda. Mörkin komu þannig; að K. R. setti eitt í miðjum fvrra hálfleik, sem var jafnari. í síð- ara hálfleik skoraði fvrst Har- aldur Gislason fyrir K.R. og eftir 11 mín. hækkaði K.R. síð- an um tvö mörk, en þá fékk Fram góða skorpu og skoraði tvisvar með stuttu millibili um miðjan hálfleikinn. K.R. (Óli B. Jóns) skoraði úr vítaspvrnu, er 9 mín. vora eftir. Leikurinn var allliarður á köflum og var óþarflega mildS fótaspark hjá mörgum leik- mönnum. Meiddust tveir meim, Sigurjón Jónsson, bakvörð'ur í K.R., og Sæmundur Gislason, miðframvörður Fram. Meiddusfc báðir á fæti og er hætt við að báðir hafi meiðst nokkuð illa. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag þau hjónýi Ágústa Hildibrandsdóttir og Sigurður Árnason kaupmaður, Lindargötu 3.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.