Vísir - 10.06.1941, Page 2
VISIR
Utvarpserindi sendiherra dr. phil
Fr. le Sage de Fontenay 4 Grunð-
valiarlagadag Dana 5. júní 194)1.
DAG BLAÐ
Útgefandi:
BLkÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.f.
RJtstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Afgreiðsla
fjárlaganna.
rJ ÁRL AGAFRU M VARPIÐ
var samþykkt við þriðju
umræðu í Alþingi í gær. Hófst
atkvæðagreiðslan kl. 1 Va og
stóð j'fir til kl. rúmlega 7 og
hafði verið gert aðeins einnar
stundar hlé þann tíma.
Fjöldi breytingartillagna lá
fyrir, bæði frá fjárveitinga-
mefnd og einstökum þingmönn-
urn, og voru tillögur fjárveit-
ingahefndar fiestar samþykkt-
ar. Hinsvegar voru tillögur frá
einstökum þingmönnum felldar
yfirleitt, en þó voru þar á
nokkrar undantekningar. Þann-
ig var samþykkt tillaga frá
Bergi Jónssyni o. fl. um 10 þús.
króna hækkun til vegar yfir
Kollabúðarheiði, tillaga frá at-
vinnumálaráðherra um kr. 50
þús. framlag til þess að styrkja
þá útgerðarmenn, sem misst
hafa báta sína frá ófriðarbyrj-
«n, til þéss að byggja nýja háta,
tillaga frá f jármálaráðherra um
að greiða Gústaf A. Sveinssyni
kr. 2000.00, fyrir að semja efn-
isyfirlit yfirréttardóma, tillaga
frá Bjarna Ásgeirssyni o. fl. um
kr. 2000.00 til Þorvaldar Þórar-
inssonar til framhaldsnáms í
lögfræði í Amerjku, tillaga frá
Pálma Hannessyni o. fl. um kr.
2400.00 styrk til Þórs Guðjóns-
sonar til að nema vatnafræði og
fiskifræði, tillaga frá Gísla
Sveinssýni o. fl. um kr. 5000.00
framlag til samningar íslenzkr-
ar samheitaorðabókar. Enn-
fremur voru samþykktar tillög-
ur um heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til að kaupa Gullfoss í Hvít-
á fyrir kr. 15000.00 (endur-
heimild), til að kaupa jörðina
Krökkólfsstaði í Ölvesi, til að
verja allt að kr. 15 þús. til að
koma upp talstöðvum á af-
skekktum sveitabæjum og til að
leggja ódýra jarðsíma í til-
raunaskyni, til a'ð kaupa hús-
eignina nr. 11 við Fríkirkjuveg
sem bústað fyrir æðsta em-
bættismann ríkisins, eða annan
hæfilegan hústað í næsta ná-
grenni Reyjavikur, og til bygg-
íngar sjómannaskóla kr. 500
þús., en þá tillögu har Ólafur
Thors atvinnumálaráðherra j
fram.
Á þessu stigi málsins eru
ekki tök á því að greina live
miklu tillögur til liækkunar
hafa numið, sem samþykktar
vorij, en geta má ]>ó þessara
helztu hækkunarliða, sam-
kvæmt tillögum fjárveitinga-
nefndar: Til Norðfjarðarvegar
nýr liður kr. 20 þús., til Vest-
mannaeýjahafnar kr. 20 þús.
hækkun, til Iendingarbóta
hækkun kr. 64.500, til Snorra-
garðs í Reykliolti kr. 10 þús.,
til íþróttasjóða kr. 25 þús., til
iþróttahúss á Akureyri lcr. 100
þús., til byggingar- og land-
námssjóðs kr. 175 þús. hækk-
un upp í kr. 300 þús., bygging-
arstyrkir til sveita kr. 125 þús.
hækkun, byggingarsjóðir kaup-
staða og kauptúna kr. 130 þús.,
til fyrirhleðslu á vatnasvæði
Þverár og Markarfljóts kr. 20
þús., til kaupa á bókasafni dr.
Bjarna Sæmundssonar til handa
Fiskiddld háskólans kr. 10 þús.,
tii skrifst. íslenzk ull kr. 10 þús.,
til endurhóta á gömlum íbúðar-
lmsuin á prestssetrum kr. 24
þús., til nýbýla og samvinnu-
byggða kr. 1^5 þús., hækkun, til
Iánadeilda smáhýla x fyrsta
greiðsla aí' þremur kr. 105 þús.,
til iðnlánasjóðs kr. 40 þúsund,
til rekstrar liúsmæðra-kenn-
aradeildar í sambandi við
húsmæðraskóla- í Reykjavík kr.
12 þús. og til gagnfræðaskóla i
Reykjavik (Inginiarsskólans)
kr. 50 þús. býggingarstyrkur.
Eru þá flestar stærri upphæðir
taldar, enda má af þessu sjá, að
hér er uni gífurlega liækkun að
ræða, með því að hér hafa
haékkmiarliðir einir verið til-
greindir, cn ekki heildarfjár-
bæðín, sem varið er til ofan-
greindra framkvæmda. Eins og
kunnugt er, var greiðslulialli
f járlagafrumvarpsins við 2. um-
ræðu orðinn rúmlega 1700 þús.
kr., og má nú gera ráð fyrir, að
greiðsluhallinn nemi uiu eða yf-
ir 3 milljónum.
Ekki verður annað sagt, en
að Alþingi liafi að þessu sinni
sýnt litla varfærni í afgreiðslu
fjárlaganna, á þann hátt, sem
að ofan greinir, með því að tekj-
ur ríkissjóðs byggjast að lang-
mestu leyti á tollum og gjöld-
um á útfluttum og aðfluttum
vörum, sem aftur hyggjast a
viðskiftuuum við útlönd, en allt
er nú í liinni mestu óvissu um
aðflutninga til landsins í fram-
tíðinni og einnig um sölu af-
urðanna. Einkanlega virðist
fjárveitinganefnd ekki liafa
staðið vel í ístaðinu, með því að
fjárlögin eru mótuð að lang-
mestu leyti af tiilögum hennar.
Illt er til þess að vita, ef svo fer,
að ríkissjóður þarf að safna
skuldum á þessum veltutimum,
en svo virðist munu fara, nema
því aðeins, að tekjur ríkisins á
næsta ári fari mjög fram úr á-
ætlun, en til þess er lítil von. —
Eftir því sem fram kom í um-
ræðum um málið á þingi, þá er
tekjuáætlunin sjálf hyggð að
miklu leyti á því, að innflutn-
ingurog útflutningur verði með
liku móti og árið 1940, en svo
getur farið, að þella hvort-
tveggja réni verulega. Þá liefir
Alþingi eftir tillögum fjárveit-
inganefndar liækkað allveru-
lega áætlun fjármálaráðherra
að því ’er snertir tekjur af á-
fengi og tóbakseinkasölunum,
en nú þegar hefir orðið að loka
Áfengisverzluninni í bili, vegna
vöruskorts, og mjög líklegt að
miklir erfiðleikar verði á að fá
tóbak og vínföng til landsins á
næsta ári á líkan hátt og verið
hefir.
Allt virðist benda til þess, að
Alþingi hafi um of orðið star-
sýnt á hina góðu afkomu ríkis-
sjóðs árið 1940 og það, sem af
er þessu ári, en lokað augunum
fvrir þeim erfiðleikum, sem fyr-
irsjáanlegt er að framtíðin ber í
skauti sínu.
Bifreiðarslys á
Laugaveginum.
Um hálf ellefu leytið í morg-
un varð bifreiðarslys inni á
Laugavegi, með þeim afleiðing-
um, að maður á reiðhjóli, sem
varð fyrir bifreiðinni, var flutt-
ur á Landsspítalann, allmikið
meiddur á fæti.
Þetta skeði á móts við Lauga-
veg 33 og atvikaSist þannig, að
herflutningabifreið ók eftir
Laugaveginum. Er kom á móts
við nr. 33, ók hún á mann á
reiðhjóli, er stefndi í sömu átt
og bifreiðin. Féll maðurinn við
og meiddist allverulega á fæti.
Var hann samstundis fluttur á
Landsspítalann.
Til ekkjunnar með börnin sjö,
afh. Vísi: 5 kr. frá S.J.F.R. 10
kr. frá J.J., Laufv. 10 kr. frá G.
xo kr. frá ónefndri. 10 kr.- frá B.G.
5 kr. frá Ó.K. 15 kr. frá S.K. 10
kr. frá N.N.
Áheyrendur góðir.
Eg þakka aftur á þessu ári
fyrir það, að íslenzka útvarpið
lieiðrar Danmörku á minningar-
degi grundvallarlagánna, 5. júni,
með því að ætla henni aðalrúm
á dagskránni þann dag.
Það er sjálfsagt á þessum
mæðutíínum, þegar reynir á
þolrifin bjá mörgum ríkjum opj
þjóðum, að beina liuganum að
þeim 'verðmætum menningar.
innar, sem hernumdar þjóðir
hljóta að setja metnað sinn og
stolt í að varðveita fyrir erlend-
um ágangi.
Það er ekki nema eðlilegt, þó
lög og réttur séu höfð í tölu þess-
ará menningarverðmæta á þess-
um minningardegi grundvallar.
laganna dönsku. Lög og réttur
eru í augum allra þjóðrækinna
Dana ein virðulegasta jartein
sjálfstæðrar menningar með
þjóðinni. Lög og réttur eru jafn-
verðmætar stoðir undir sjálf-
stæði þjóðlegrar menningar
eins og tunga er.
I lögum þjóðar markast eðli-
legur skilningur hennar á réttu
og röngu, réttarmeðvitundin,
það sem öllum mönnum þykir
rétt og sanngjarnt í livern svip.
Löggjöfin og framkvæmd henn.
ar í daglegu lífi þerfnanna er því
og bezti kvarði á ágæti þjóðlegra
og siðferðilegra menningarverð-
mæta hverrar þjóðar. Laga-
setningin og framkvæmdin á úr-
skurðum dómslólanna þykir
segja til um, hvort þjóð sé
menningarþjóð og landið réttak-
ríki eða elcki.
Danmörk liafði í fyrra á
grundvallarlagadegi vorum —
þvert ofan í lieilagan rétt gerðra
samninga — verið hernumin og
svift þúsund ára gömlu frjáls-
ræði sínu. Danmörk hefir nú
Iengur en ár varist þeirri oft ó-
sýnilegu, ómerlcjanlegu samlög-
un, sem af erlendu hervaldi Ieið-
ir, með liæglátri seigri baráttu.
Danska þjóðin herst baráttu
þessari á sína vísu, yfirlætis-
laust, og orðagjálfurs- og bæxla-
gangslaust í samræmi við lund
sina og skaþferli, rétt eins og
hún hefir barist fyr á dögum
með seiglu og þoli, barist án
þess að láta bugast af ofureflinu
til þess sigurs, sem er takmark
allra danskra manna, að Dan-
mörk sé frjáls.
Það er nú liðið ár, síðan þessi
harátta hófst. Það fer þvi vel á
að renna augum um öxl og meta
tjón og vinning.
Það er ánægjulegt, að hægt
skuli vera að staðhæfa, að dönsk
löggjöf liafi haldist við lýði og
dönsk réttarvarsla hafi verið
framkvæmd. Danskir menn
hafa verið dæmdir að dönskum
lögum og hegningin hefir verið
lögð á í Danmörku. Konungur,
stjórn og ríkisþing hafa haldið
áfram störfum sínum, án þess
að misboðið hafi verið hinu
ytra formi. Stjóm landsins inn
á við hefir farið fram, að þvi er
virðist, eins og ekkert hafi í
skorizt.
Það hefir enn ekki, að því er
eg fæ séð, bólað á neinum
merkjum er skera úr um það, að
Danmörk sé í þann veginn að
gerast liður í nokkurri „endur-
skipulagningu", enda þótt oft
sinnis hafi mótað fyrir því, að
öfl séu að vinna að undirbúningi
„nýrrar skipulagningar". Það er
þó ekki orðið enn, sem menn
liafa lengi óttast, því enn ræður
Danmörk stjórnarfari sínu, lög-
gjöf sinni og réttarfari, og enn
er sami stjórnarforseti við völd,
sem var það fyrir ári.
Menn hafa í Danmörku, til
þess að halda innri sjálfstjórn,
vafalaust orðið að slaka til um
ýmislegt, sem við sumpart ekki •
þekkjum, en vitum ekkert um
hinar raunverulegu ástæður
þess úti hér, og við verðum þvi
að fara gætilega í að dæma,
livað þá lieldur í að áfellast.
Eg sé það, að í vetur hefir ver-
ið gerð ein tilslökunin, þegar
samþykktir voru „viðaulcar um
stúndar sakir við hegningarlög-
in“. Menn eru beðnir að veþa
því atlivgli, að sjálfur löggjaf-
inn, ríkisþingið danska, kallar
viðauka þessa „viðkulca um
stundar sakir“. Það merkir, að
þessi hfcgningarlagaauki, sem að
því er formið snertir vel má
kalla einstæðan í norraénuiji
hegningarrétti, fellur úr gildi,
þegar Danmörk aftur er orðin
frjáls, og eins fer væntanlega
líka um sjálfar hegningarnar,
sem dæmdar hafa verið eftir
þessum nýju reglum.
Það má því vel kalla það tálin.
rænt, að á þessu ári hafa menn
i Danmörlcu átt kost á að
minnast mikils merkisdags í
réttarsögu landsins. Það gleið-
letrar, ef svo mætti segja, menn-
ingarsögulegt gildi þessarar
minningar, að hátíðin fór fram
í háskólanum, þar sem konung-
ur og konungsættin, stjórnin og
þingið, dómarar landsins og
embættismenn komu saman til
að minnast þess, að 700 ár voru
liðin frá því, að Józk lög voru
sett í marz 1241 í Vordingborg.
Danska þjóðin hefir með
góðri samvizku, bæði gagnvart
nútíð og fortíð -— eftir þetta sið.
asta ár — mátt minnast setn-
ingu Józku laga og sameinast á
þeirri hátíð um konunginn og
hylla liann. Þessi lög voru ekki
sett að ofan, af einyöldum kon-
ungi, heldnr voru þau sett af
könungi og þjóð i sameiningu.
Þau hafa að geyma fornan
danskan rétt, frumnorrænan
venjurétt, sem mótast liafði í
réttarvitund þjóðarinnar fyrir
aldalanga reynslu, og lögin
segja skýrt sjálf, að þau séu sett
„með ráði sona konungs, með
ráði biskupanna og þar til allra
heztu manna ráði, þeirra er i
riki konungs voru“.
Józku lög eru þvi rétt imynd
þeirra laga „er konungur setur
og land allt tekur við“.
Józku lög eru meira en það,
þau eru menningarmenjar, ein-
stakar í sinni röð, minnisvarði
um danska tungu, einn liinn
bezti, sem vér eigum. Józku lög
byggja á fornum dönskum rétti,
þ. e. a. s. norrænum rétti. Og
vér eigum Józku lögum það að
þakka, að dönsk lög héldu hin-
um norræna blæ sinum, en lentu
ekki, eins og þýzk lög, undir al-
gerðum áhrifum Rómarréttar-
ins.
Józku lög voru svo góð lög-
gjöf, að þau giltu á Norður-
Jótlandi og Fjóni um 442 ár, þar
til dönsku lög Kristjáns V. leystu
þau af hólmi, en þau risu að
miklu leyti af grundvelli Józku
laga. Á Suður-Jótlandi giltu
Józku lög fram á vora daga, eða
fram til ársins, 1900. Józku lög,
og síðar Dönsku lög Kristjáns
V., gerðu danska löggjöf svo
fræga erlendis, að Friðrik Vil-
hjálmur I. Prússakonungur var
að hugsa um að leggja Dönsku
lög Kristjáns V. til grundvallar,
þegar verið var að undirbúa al-
menn landslög fyrir prússneska
ríkið. Þessi tvö lög eru sama
fyrir Danmörku eins og Code
Napoléon hundrað árum síðar
varð fyrir Frakkland og þau ná-
grannalönd, sem sigrar Napo-
léons höfðu dregið inn Undir
það.
Józlcu lög voru þó ekki ein-
göngu safn af lagagreinum.
Uppliaf þeirra var formáli, seni
er'einstakur i öllum norrænum
Iögum og sæmir frjálsborinni
norrænni þjóð. Hann er ritaður
á kjarnmikilli Forn-Dönsku,
sem óslcandi væri að Saxi hefði
notað, er liann rilaði Danmerk-
ursögu sína, í stað Latínunnar.
Fyrstu orð formálans þekkja
vafalaust allir:
„Með lögum skal land
byggja“, og í formálanum segir
énn fremur:
„En, ef liver maður vildi búa
að sínu og láta menn njóta jafn-
aðar, þurftu menn ekki laga við.
En engin lög eru jafngóð að
fara eftir og’ sannleikauum; þar
sem menn efast um sannleikann,
skulu lögin vísa leið um, hvað
rétt sé. Væru eigi lög í landi,
hefði sá mest, er mest gæti
gripið; þvi skal sníða lögin eftir
öllum mönnum, að réttvísir
menn, spakir og saklausir megi
neyta réttar síns og friðsemdar
og fól og óréttvísir menn óttast
það sem skráð er í lögum, svo
að þeir þori ekki að fremja
illsku þá, sem þeim er í huga.
Það er vel farið og rétt, að þá,
sem óttinn við guð og ást á því,
sem rétt er, ekki fá laðað til
þess, sem gott er, hindri óttinn
við höfðingjann og liegningar-
lög landsins frá því að breyta
illa og pina þá, sem breyta illa.
Lög eiga að vera heiðarleg,
rétt, þolandi, eftir landsvenju,
þai-fleg og gagnleg og skýr, svo
að allir menn megi vita og
skilja, livað lög segi. Og ekki
væru þau sett eða skráð að sér-
legum vilja neins manns, heldur
eftir þörfum allra manna, sem
landið hyggja. Engann mann
skal og dæma ofan í þau lög,
sem konungur setur og landið
tekur við; en eftir þeim lögum
skal land dæma og siðu rétta;
ekki má og konungur taka þau
aftur eða breyta þeim án vilja
landsins, nema þau séu berlega
á móti Guði“.
Þá segir enn í formálanum:
„Það er konungs embætti að
framlcvæma dóma og láta þá ná
rétti og frelsi, sem kúgaðir eru
með valdi, og að pína illræðis-
menn, sem ekld vilja lifa rétti-
lega. Því þá er hann pínir eða
drepur illræðismenn, er hann
þjónn guðs og gæzlumaður lag-
anna. Þvi eru og allir til skyldir,
þeir er í landi hans búa, að vera
honum heyrugir og hlýðnir og
þjónustusamlegir. Því hann er
skyldur að sjá þeim öllum fyrir
friði“.
í formála þessum gefur að líta
Eggert Claessen
K hæstaréttarmálaflutningsm&Sar.
Skrifstofa: Oddfcllowhúsina.
Vonarstræti 10, austnrdyr.
Sími: 1171.
Viðtalstími: 10—12 árd.
nokkurskonar stjórnarskrá,
stefnuskrá fyrir skipulágt rétt-
arriki, það sem Bretar myndu
kalla Magna Charta, er ver alla
horgara fyrir gerræðislegri
fángelsah og dómi, og tryggir
þeim rétt til að vera dæmdir að
lögum og lands rétti, og ekld
að geðþótta ríkisvaldsins.
Orðin „með lögum skal land
byggja“‘ liafa ekki ófyrirsynju
verið skráð á dóms- og þinghús
í Danmörku. Með þeim lögfesta
Józjku lög hina fornu norrænu
réttarreglu, að ríkið og lög þess
séu tæki og vörn allra frjálsra
manna, og að rikið sé ekki ó-
persónulegur Mólok, sem beri
tilgang sinn, valdið, í sjálfu sér,
og líli á horgarana sem vilja-
laus verkfæri, —- þræla, eins og
það er nefnt á frumnorrænni,
frjálsri tungu.
Norrænir menn eru óhæfir til
að lifa slíku þrælalífi í rikinu.
Það er því ósk mín, að hin
danska þjóð, og allar aðrar nor-
rænar þjóðir megi endurheimta
eða halda við liinum æfafoma
rétti frjálsra manna til að lifa
frjálsu lífj í ríkinu innan tak-
marka laganna. Þeirra laga, sem
frjálsir menn sjálfir setja sér og
lifa eftir, því „með lögum skal
land byggja“.
Danmörk lifi.
Snorri Jóhannsson
bankamaður.
Snorri Jóhannsson banka-
1 maður varð bráðkvaddur í gær,
en hann hafði kennt hjartasjúk-
dóms u m nokkurra ára skeið,
er dró liann til dauða. Hafði
Snorri kennt lasleika venju
fremur í vetur, en hafði þó
ávallt ferlivist.
Snorri var liðlega sjötugur að
aldri og hafði fyrir tveimur ár-
um látið af störfum í Útvegs-
banka íslands h.f. fyrir aldurs
sakir. Með Snorra er í valinn
hniginn hinn ágætasti maður.
Verður hans minnzt síðar hér í
blaðinu.
Látið oss panta fyrir yður.
I . i .
Góð sambönd! Góðar vörur!
Höfum stofnsett heildverzlun og um-
boðsverzlun. Útvegum allar vörur, fyr-
ir kajipmenn og kaupfélög, frá Banda-
ríkjunum, Canada og Englandi. —
Vér höfum mjög góða aðstöðu, vegna
ágætra sambanda er oss hefir tekizt að
ná í nefndum löndum og getum því selt
allar vörur með lægsta verði, sem til er
á heimsmarkaðnum, á hverjum tíma.
Mikil áherzla lögð á fljóta afgreiðslu.
Innlendar afurðir
komum vér til með að kaupa hæsta
verði. Skrifstofa vor er, fyrst um sinn,
í Austurstræti 14, 3. hæð, sími 3479. —
Leyfið oss að gefa yður tilboð.
íslenzk- erlenda verzlunarfélagið
Símnefni: Service — Reykjavík. —