Vísir - 10.06.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1941, Blaðsíða 3
 VISIR Árni Árnason írá Köfðahóhim, Þ j öðk unnur atk væð am aður er borinn til grafar í dag, þar sem er Árni Árnáson frá Höfðahólum. Hann var fæddur í Höfnum á Skaga 9. janúarmáii. 1875. Bjuggu þar þá foreldrar lians, nafnkunn merkislijón: Árni lireppstjóri Sigurðsson og fyrri kona iians, Margrét Guðmunds- dóttir í Höfnum Árnasonar. Vóru þau hjón bæði af merk- um ættum, atorkusöm og vel efnum búin. Hafði Sigurður faðir Árna eldra búið í Höfn- um, var hreppstjóri og liéraðs- liöfðingi, kunni vel til laga og fór oft með sakir, jafnvel fvrir menn úr öðrum héruðum. Svo var . hann nafnkunnur mála- fvlgju maður. Höfðu þeir lang- feðgar í marga liðu búið á ýms- um jörðum á Skaga, en lengra fram vóru þeir ættaðir úr Borg- arfirði, komnir af Halli sýslu- manni í Hjörsey (um 1560) Ó- lafssyni prests í Saurbæ á Hval- f j arðarströnd Kolbeinssonar. Margrét Guðmundsdóttir var komin i karllegg af Jóni presti siðamanni í Hvammi í Laxár- dal, er skáld var gott og „hrók- ur alls fagnaðar“ i veizlum norðanlands á 17. öld, er sú ætt komin af Þórði tréfót og nefnd Tréfótsætt, nafnkunn meðal norðienzkra ætta á síðari öld- um. — Þau hjónin Árni og Margrét, foreldrar Árna yngra, vóru systrabörn. Mæður þeirra: Sigurlaug, kona Sigurðar Árna- sonar, og Björg, móðir Mar- grétar, vóru dætur Jónasar bónda að Gili í Svartárdál Jónssonar. Vóru þær af Skeggs- staðaætt, er nafnkunn er norð- ur þar. Er fjöldi viturra manna og lærdómsmanna þeirrar ætt- ar, þótt eg bafi eigi fyrir hendi gögn til að rekja það framar að sinni. Þeirrar ættar var Jón rektor Þorkelsson og mai'gir aðrir þjóðkunnir menn. Árni var yngstur 10 alsyst- kina, þeii-ra er upp komust. Meðal þeiri'a vóru Ai-nór prest- ur siðast í Hvammi í Laxárdal, frú Sigurlaug ekkja sr. Ludvigs. Knudsens, Halldór umboðs- maður i Winnipeg, faðir Sig- fúss Halldórs, öll mikilhæf. Árni missti móður sina 15. ág. 1878, er hann var þriggja ára. Kvæntist faðir lians síðar Jón- ínu Jónsdóttur frá Espihóli. Þeirra börn (hálfsystkin Árna) eru frú Margx-ét, ekkja Páls sýslumanns Bjarnasonar í Stykkisliólmi og Sigurður bóndi i Höfnum. Árni var snemmendis einkar bráðgjör. Ætlaði faðir hans að koma honum til mennta. Fór hann 10 ára gamall til sr. Jóns próf. Þórðarsonar á Auðkúlu og byrjaði að læra undir skóla, en sr. Jón lézt vorið eftir og faðir Árna litln síðar um sum- arið. Hnekktu þessir atbui'ðir ráðagerðum þeim, er vóru unx nám Árna. — Fór hann þá til sr. Arnórs bróður síns, er þá var nýorðinn prestur að Trölla- tungu og bjó að Felli í Kolla- firði, og var nxeð honum nokk- ur ár, en litið mun hafa orð- ið úr framhaldsnámi. Nokkr- um árum síðar fór liann til náms i Möðruvallaskóla. Þótti lxann bera þar af flestum pilt- um sakir náms og skilnings. Var hann þar í miklum met- um bæði með kennurum og lærisveinum, einkuxn Jóiii A. Hjaltalín skólastjóra. Hafði Árni og inar rnestu mætur á Iljaltalín og bar til hans ævar- andi tryggð og virðing, unxfram flesta menn aðra eða alla. Af skólabræðrixm sínxun bötti Árna mest koixxa til Aðalsteins Kristjánssonar frá Mývatni. er siðar var kaupm. í Húsavík, sakir vitsxxiuna lians og dreng- lundar. Síðar var Árni eixxn vetur norður á Þóroddsstað í Kimx nxeð sr. Lxiðvík Knxidsen xnági sínunx og systur sinni. Þar kvnntist liaiin. konu-cfni sínu, Ingibjöi-gu dóttur Páls bónda Ölafssonar að SyðrPLeikskálaá (Skál), er var gréindur nxað- xir og' glaðlyndur, eix lítt etn- xun búinn. Kvæntist Árni henni nokkru siðar. Reistu þau fyrst bú að Spákonufelli, en fluttust ári siðar að Höfðahólum. Þar bjó Árni lengst meðan liann var nyrðra og kenndi sig við þann stað jafnan síðan. Þau lxjónin eignuðust 8 börn, er öll kornust til aldurs. Árni var afburða hæfileika- maður, stórskynsamur, skiln- ingsnxaður mikill og glögg- skyggn. Mjög vel fróður um mai'ga hluti, einkum ættfróður og mannfróður fui’ðulega, eink- um um samtíð sína og iua síð- ari tíma, og eins um sögu lands- ins og atbui’ði, enda var hann atliugull og stálminnugur. — Hann mundi dánarár og jafn- vel dánardag flestra bænda, sem nokkuð vóru nafnkennd- ir í Húnavatnsþingi, um marga tugi ára. Hann kunni nxanna bezt að fara með tungu vora. mætavel nxáli farinn og snilld- arlega ritfær, hnyttinn og rök- fimur. Ör í lund og úrskipta- maður. Kallaður stundum há- vaðamaður nokkur á nxann- fundum á fyrri árum, enda beitti sér mest meðan stjórn- nxáladeilui’nar vóru sem harð- astar, einkum í Valtýsku-róst- unum, hafði lxann þá manna- forráð mikil og var ekki eng- inn í leiknum við alþiugiskosn- ingar um og eftir aldamótin. Kennir þess nokkuð í Alþing- isrimunum, sem Valtýingar kváðu, þótt af lilutdrægni sé gert og „skáldlegum“ öfgum. Árni hafði niikinn hug á stjórnmálum, var einbeittur í afskiptum sinum öllum, mála- fylgjumaður, vel að sér um lög og réttai-far, fór mjög með sak- ir fyrir ýmsa menn, sem sum- ir inir fyrri frændur hans. —- Stundum sótti hann og eða varði fyrir sjálfan sig. Hann fylgdi eindregið and- stæðingum Valtýskunnai', og átti fullkomlega sinn hlut að því, að sú stefna varð að lúta um síðir, þótt ærinn óskunda hefði gert nxeð þvi að búa i liag_ inn fyrir valdboð Albertís til Alþingis 1902 um það, að geng- ið væri að valtýska frumvarp- inu eða frunxv. heimastjórnar- manna með ríkisráðsfleygnum fræga, er Alberti læddi inn og áskildi að engu mætti bxæyta. Vitum vér eigi enn, hvort tvennar heimsstyrjaldir ætla að endast til þess að vér kom- um til fullnaðar af oss öllum þeim seigu svika-viðjum. Árni fylgdi „heimastjórnar- flokknum“ til þess er „sam- bandslaga“-frumvarpið kom fram 1908. Þá vann hann ó- trauður gegn því með land- varnarmönnum og sjálfstæðis- mönnum. Var hann við það lieygarðsliornið í sjálfstæðis- málunum síðan. Hann var umboðsmaður á þessum árum og sýslunefndar- maður Vindhælishrépps með- an hann bjó á Höfðahólum. Árni brá bxiskap á Höfðahól- um, fluttizt til Blönduóss og mun liafa dvalizt þar ái-langt, en fluttist (1912) til Reykjavík- ur og liefir átt liér heima síð- an. Starfaði hann liér mest að §túlka. Stúlka óskast á Hressingarskálann. Nnndföt fyrir DÖMIJR og BÖRN, nýkomiS fjölbreyt úr- val af nýjustu tegundum og nýjustu tízku. «E¥§IR FATADEILDIN. Fimmta þfsig* Farmanna- og fiskimannasambands íslands verður sett í Oddfello\vhö]linni í dag khikkan 4. STJÓRNIN. Arður .til hlnthaía. Á aðalfundi félagsins þ. 7. þ. m. var samþykkt að greiða 4% — f jóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1940. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík, og á afgreiðslum félagsins út um land. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Rennibekkur óskast. Uppl. í síma 2085 % BEZTU BlLAR BÆJARINS. ---- Nýtísku upphitun. Símar 1216 og 1633. ýmiskonar málsflutningi og rit- | störfum. Minna gætti Árna við lands- nxálin síðari árin, síðan hann kom til Reykjavíkur. Þó hef- ir hann jafnan ritað margt skorinorðra blaðagreina og lagt til margra nxála. En það mun reynast svo um margan, er all- liátt liefir boi’ið í sveit sinni og lxéraði, þar sém hann fær vel notið sín, þá gætir lians minna í mai’gmenninu, ekki sízt éf liannbýi’við skortog í þi’engsla- búðum skuggahverfanna. Hefir svo lengi verið: „Þá hann þat finnr, er með fleirum kemr, at engi er einna hvatastr.“ Árni var sarnur við sig, fast- ur fyrir í skoðunum og mála- fylgi, kappsmaður mikill, má vera stundum nógu stórorður. Hafði ágætt vald yfir máli og röksemdum, málfarið i þrótt- mikið og ramm-islenzkt. Hann var meiri áhlaupamaður í eðli, en að hann væri eljunþrár til langframa. Aldrei var hann þó óviðbúinn til sóknar og varn- ar fyrir sjálfstæðismál þjóðar- inpar eða önnur hugðarmál sín. Ekki þótti hann fastur i rásinni um suma veraldlega hluti. Þótti hann ekki forsjáll unx fjárhagi né sýnt um bú- sýslu sem skyldi. Hafði hann og lengi ónxcgð mikla. Hélzt lxonum því litt á eignum, er í f\Tstu vóru nokkrar, og þurfti löngunx að bei’jast í bökkum. Og þótt Áx’ni léti það lítt á sig fá, svo að vart yrði, þá drógu vanefnin mjög úr orku hans og áhrifum. Einkennilegur var Árni á- sýndum, hár maður, brúna- mikill, ennið hátt, næsta svip- mikill, dökkur á brún og brá. Hleypti oft brúnum og vóru svipbrigðin mikil, var honum það fremur ættgengt en sjálf- rátt, svo sem ráða má af Hún- vetninga-sögu Gísla Konráðs- sonar (óprentaðri). Árni missti konu sína Úrið 1930. Kvæntist hann fyrir fám árum Jóhönnu Jónasdóttur, ættaðx'i undan Eyjafjöllum. Er eitt barn þeirra ungt á lifi. Árni var orðinn mjög þrot- inn að heilsu og þrótti. Jafnan lifði þó snerpan og snillin forna, hvar sem greinarstúfur kom eftir hann i blaði. Hann lézt i Landákoti 4. þ.m. Með Árna er horfinn mikil- liæfur maður, sem kom við sögu samtiðar sinnar svo að í minnum verður haft. B. Sv. Gúmmískór VERKSMTOJUVERÐ. Höfum einnig gúmmístígvél liá og lág. GÚMMlSKÓGERÐIN. Laugavegi 68. Sími 5113. Vér liöfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vestur- strandar Englands og Islands. Tilkynning um vörur sendist Cnlliford Sk. Olapk JLtd* BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD, eða Gei3? ff, Zoéga w Símar: 1964 og 4017, ER GEFUR FREKARI UPPLÝSINGAR. . \ » • . ■ ' Breska menningarstofnunin „The British Council“ hefir ákveðið að veita tveimur íslenzkum kandídötum styrk til fraihhaldsnáms við enska háskóla á komanda liáskólaári. Styrkurinn nemur ca. 6500 kr. til hvors styrkþega. Eyðublöð undir umsóknir fást h já Brezku sendisveit- inni i Þórshampi, Reyk javík. Umsóknir sendist fyrir 1. júlí n. k. til annars hvors okkar undirritaðra, sem úthluta styrknum, samkvæmt samkomulagi brezkra og íslenzkra stjórnarvalda. Reyk jævík, 6. júní 1941. PÁLMI HANNESSON CYRIL JÁCKSON. BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL Borgarnes - Dalir - Hólma- vík - Rvík - Kinnarstaðir v % Frá Borgariiesi til Hólmavikur alla miðvikudaga. Fi'á Borgarnesi til Ásgai’ðs alla laugai-daga. Fi’á Reykjavík til Kinnarstaða alla þriðjudaga. Fi'á Kinnarstöðum til Reykjavikur alla fimnxtudaga. Mesti farþegaflutningur hvers fai'þega er 10 kg. (aukagjald er tekið fyrir allan flutning þar fx-am yfir, ef liægt er að taka hann). Koffort, kassar og reiðhjól ekki tekið. Afgreiðsla á Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Guðbrandur Jörundsson. Andrés Magnússon. iaðarmannalÉoið i Reykjavík tilkynnir; Ákveðið hefir verið að afhending sveins- bréfa fari fram í Baðstofunnni fimmtudag- daginn 12. júní n. k. kl. 81/2 síðd. Allir þeir nýsveinar, sem lokið hafa prófi, í einhverri iðngrein í vor eða síðastliðið haust — piltar og stúlkur — eru beðnir að mæta. Ætlast er til að meistarar og foreldrar svein- anna séu viðstaddir. STJÓRNIN. O ' e Minn lijai’tkæx'i eiginmaður, faðir ög tengdafaðir, Snorri Jóhannsson andaðist 9. þ. m. Guðborg Eggertsdóttir, böm og tengdabörn. Jarðarför konurinar minnar, Sveinbjargar I>. Kristjánsdóttur og litlu dóttur okkar, fer fi'am fná dómkirkjunni miðvikudaginn 11. júní, og liefst með húskveðju að heimili hennar, Suðurgötu 3, kl. 3 eftir hádegi. Jarðað verður í Fossvogi. Kristþór Alcxandersson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.