Vísir


Vísir - 13.06.1941, Qupperneq 2

Vísir - 13.06.1941, Qupperneq 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Óánægja þingmanna og óánægja kjósenda. ÞAÐ er ekki til neins að vera að hafa stór orð um það, að kjósendur séu ekki nægi- lega ánægðir með Alþingi. Ó- ánægjan hverfur ekki við það eitt, að sá sem fyrir henni verður byrsti sig og hleypi brúnum. Og því ekki að játa alveg lirein- skilnislega ?: óánægjan með Al- þingi er fyrst og fremst komin frá þingmönnunum sjálfum. Þetta er eðlilegt. Þingmennimir kynnast af eigin sjón ýmsu þvi, sem aldrei ber fyrir augu al- mennings. Þeir geta flestir þreif•• að í sinn eigin harm um úrræða- leysi og liik í lausn ýmsra þeirra mála, sem mikilvægust eru. Og komast beinlínis ekki hjá því, að heyra sýknt og heilagt í þruskinu, sem alltaf er milli þils og veggjar, og stöðugt ágerist með hverjum deginum sem líður. Ivjósendur eru óánægðir. Þingmenn eru óánægðari. Vafa- laust er óánægjan meðal kjós- enda mest liér í Reykjavík. Og þetta er engin tilviljun. Þingið situr hér. Þessvegna hafa reyk- vískir kjósendur miklu betri tök en nokkrir aðrir á að kynnast þingmönnunum eins og þeir eru „inn við beinið“, en ekki bara eins og jieir eru á opinberum fundum og í blaðaskrifum. Öllu samstarfi fylgir sam- ábyrgð. Hjá því verður ekki komist. Og samábyrgðin er góð, ef enginn lætur leiðast til þess, að taka ábyrgð á öðru en því, sem hann álítur þarft og rétt. Almenningur fær sjaldan andúð á mönnum í opinberu lífi, jafn- vel þótt þeim yfirsjáist oft og einatt, ef hann er sannfærður um heilindi þeirra og dreng- skap. * Andúðin fær þá fyrst byr í seglin, þegar almenningur fer að gruna leiðtoga sína um, að þeir komi ekki til dyranna eins og þeir eru klæddir. Samábyrgð- in verður banvæn þjóðarmein- semd, þegar slegið er skjaldborg um óhæfuverk, hvort sem það er í smáu eða stóru. Það koma aldrei öll kurl til grafar i opinberum umræðum. Flokksbönd og persónuleg vin- átta valda miklu um, að þagað er í lengstu lög. Hagsmunavon bindur tungu sumra. Þrælsótti lamar aðra. Þingmenn hafa þessa sögu. að segja í einhverri mynd af sjálfum sér eða öðrurn, ef rétt og samvizkusamlega er frá greint. Þaö er vitað mál, að á Alþingi er hver höndin upp á móti ann- ari. ÞaÖ er öllum þingmönnum kunnugt, aö mál sem hafa full- komið þingfylgi eru tafin eða jafnvel kæfð. Það er hart aö þurfa að segja, að ábyrgðarleysi og hleypidómum er þráfaldlega gert hærra undir höfði en heil- brigðri dómgreind. Það þykir svo klókt aö heiðra skálka, svo þeir skaði ekki. En það er eðli skálka að skaða meðan þeir geta andann dregið og þeir fitna eins og púkinn á kirkjubitanum af hverri smánarfóm, sem þeim ei- færð. * Það er hægt að reka skoðana- prang svo lengi, að jafnvel um- burðarlyndustu menn fái sig ekki til að skella við þvi skolla- eyrunum. Það er eins og sumir menn vilji afneita þeim sann- leik, að upp komast svik um síð- ir. En það er hægt að misbjóða þolinmæði manna þar til jafn- vel hriktir í grónum vináttu- og flokksböndum. Alþingi er í liættu statt, ekki vegna óánægju kjósenda, heldur vegna óánægju þingmanna. Það skal sannast, að um leið og skipt }’rði um vinnubrögð, þruskinu útrýmt, skoðanaprangið kveðið niður og kaupþinginu lokað, mun óánægja þingmanna hverfa. Og það skal jafnframt sannast, að óánægja kjósenda mun lijaðna um leið. Því óánægja kjósendanna er ekkert nema skuggi af óánægju þing- mannanna sjálfra. a Vinningur í happ- drætti Fáks var 3956. í happdrætti Fáks er nú búið að draga. Kom vinningurinn (þ- e. hesturinn) upp á nr. 3 9 5 6. Vinningsins hefir enn ekki verið vitjað og er handhafi happdrættismiðans vinsamleg- ast beðinn að gefa sig fram við Björn Gunnlaugsson, Grettis- götu 75, sími 3803. Næstu veðreiðar Fáks munu sennilega fara fram 8. júlí n.k. en hestamannamótið, sem áður hefir verið frá skýrt, og yrði haldið á Þingvöllum, mun senni- lega verða haldið næstu lielgi á undan. — KN ATTSP YRNUMÓT ÍSLANDS. Leikurinn i gærkvöldi brást vonum þeirra, sem vonast kunna að hafa eftir skemmti- legum leik, því hann varð að engu Ieyti til fyrirmyndar. — Hörkuleikur var það eina, sem einkenndi leikinn. Tveir menn úr Víkingsliðinu urðu að ganga af vellinum, vegna sára á höfði. Gunnar Hannesson í miðjum fyrra hálfleik, Brandur Brynj- ólfsson í lok hálfleiksins. Komu varamenn í þeirra stað, en auðvitað hvergi nærri jafngóð- ir. Björgvin Schram í K.R. fór og úr Ieik í hiálfleikaskipt- in og einnig vegna meiðsla og kom ekki inn á aftur fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn. — Fyrra mark sitt gerði K.R. (Schram) í fyrra liálfleik úr vítaspyrnu. Var hún tekin fyr- ir hendi, en ekki hrottaleik. Er nokkuð var liðið á seinni hálf- leik jafnaði Víkingur mörkin, er Þorsteinn skoraði eftir fal- legan samleik i snöggu upp- hlaupi. Kom Björgvin inn á Iitlu síðar. Er rúmar 5 mínút- ur voru eftir af leik, var tekin vítaspyma á Víking aftur, eins og áður fyrir hendi. Skoraði Björgvin aftur. Hvez vaz hann? Fyrir nokkurum dÖgum var hér í blaðinu — og fléiri blöðum — sagt frá dómsniðurstöðu Hæstaréttar í máli út af sölu á húseigninni nr. 9 við Bergstaða- stræti, og svo að orði komizt, að „Sigurður nokkur Þorsteinsson hafi verið milligöngumaður við þau káup“. — Eg hefi orðið þess var, að ýmsir — ef til vill marg- ir — hafa álitið að eg væri þessi milligöngumaður og tel eg þvi rétt að lýsa þvi yfir, að svo er ekki. Eg hefi ekki komið nærri þessum kaupum, og verða því þeir, sem ánægju hafa af þvi að tala um þetta efni, að leita að öðrum Sigurði Þorsteinssyni en Framkvæmdir Skóg- ræktarfé^agsEyfirðinga. Leiðbeiningar skógræktarstjóra um trjárækt. Karlakórinn Geysir frá Akureyri. Orkt í nafni karlakóranna í Reykjavík. Við heilsum ykkur söngvaþýðu þrestir með þúsund strengja liljóm um vorsins geim, þið eruð okkar kæru og góðu gestir og gleðin býr í ykkar sólarhreim. Við söng og Ijóð má alla drauma yngja og endurvelcja horfna gleðistund. Við skulum okkar hjörtu saman syngja með sigurbrag í vorsins fagra lund'. Við heilsum ykkur glöðu söngvasveinar, því söngurinn er okkar dýrsta mál; þar herast vinum bróðuróskir hreinar og blíðir töfrar lyf ta hug og sál. En blær frá sumarsól er yfir grundum og sendir liverju blómi geislakoss, er komið þið frá norðurlandsjns lundum með ljóð og söng að vekja og gleðja oss. Og borgin rís með björtum gleðisölum og býður ykkur velkomna til sin. Nú ljómar nóttlaus dagur yfir dölum og draumaveröld sólarfögur skín. En landið okkar ber sinn gullna'blóma og bláum himni skín við yzta mar. Við skulum láta sumarsöngva hljóma og sálir okkar tónum mætast þar. Kjartan Ólafsson. V erzlunarj öfnaðurirm í maí var hagstæður um 10 mílljónír kr. Samkvæmt upplýsingum, sem Hagstofan hefir látið Vísi í té, hefir útflutningurinn í maímánuði numið 8.4 millj. kr., en út- flutningurinn 17.8 millj. kr. Hagstæður verzlunarjöfnuður í mal- mánuði er því 9.4 millj. kr. Skógræktarfélag Eyfh'ðinga hefir á þessu vori allumsvifa- miklar framkvæmdir með höndum til þess að vernda skóg- arleifar í héraðinu og gróður- setja nýgræðing. Félagið hefir úkveðið að koma upp girðingu á svonefndum Kóngsstaðahálsi í Svarfað- ardal til verndunar skógarleif- um, sem þar eru. Er þarna lág- vaxið kjarr á allstóru svæði, en líkindi eru til að þarna geti þrif- ist allgóður skógur, ef fullri frið- un verður við komið. Verður girðing þessi um 2x/> km. að lengd og yrði bjargað með þess- um ráðstöfunum aðalskógar- leifunum í dalnum, en skógur er nú ekki annarstaðar þar, nema í nágrenni Iíarlsár, en þar er talið of bratt til þess að liægt sé að girða. í Svarfaðardal er skógræktarfélag starfandi og munu Svarfdælingar, — félög sem einstaklingar — leggja hönd á plóginn og leggja fram vinnu og fé. I Vaðlaheiði hafa verið gróð- ursettar 8—12.000 plöntur á ári hverju, og verður svo gert einn- ig í ár, en e. t. v. eitthvað frek- ara. Hafa þegar verið settar nið- ur þar 2000 birkiplöntur og um 150 barplöntur, en miklir erfið- leikar eru á útvegum græðlinga og plantna. Eru uppeldisstöðv- arnar enn svo smávaxnar að þær koma að litlu liði við skógrælct sem þessa, en plöntuskorturinn stendur starfseininni mjög fyrir þrifum og þarf að bæta úr þvi hið bráðasta. Hefir skógræktar- félagið til athugunar að koma upp uppeldisstöð trjáplantna. Skógurinn i Vaðlaheiði þrosk- ast vel. Elztu plönturnar þar eru nú 4 óra og eru orðnar 75 cm. háar. Auk þess hefir komið í Ijós, að villtar plöntur uxu þarna strax upp, er girðingin var kom- in og landið varð elcki fyrir á- gangi búfjár. Allur gróður Norðanlands er nú mun meiri, en á sambærileg- um tíma undangengin ár. Garð- ar eru hinir fegurstu, öll tré út- sprungin og allaufguð. * Áhugi manna fyrir trjárækt færist mjög í aukana, og má þakka það þrautseigri baráttu þeirra manna, sem að skógrækt- armálum hafa unnið, þótt á móti blési og að ýmsu leyti horfði óvænlega um árangur. Einkum er það unga fólkið, sem um hefir munað í aukinni bar- áttu i þessu efni, og hafa ýmsir skólar kennt nemendum sínum að gróðursetja tré og sá til trjáa. Nýlega er út kominn lítill, en handhægur bæklingur eftir Há- kon skógræktarstjóra Bjarna- son, er nefnist „Leiðbeiningar um trjárækt“, en bæklinginn hefir Víkingsútgáfan gefið út. Bældinginum er skipt í kafla er nefnast: Um lif trjánna, Um næringu trjánna, Gerð trjánna, Öndun trjánna, Val garðstæðis, Girðingar, Val trjátegunda, Lauftré, Bartré, Runnar, Gróð- ursetning, Sáning, Kulgræðsla, Hirðing og grisjun, Tilhögun garða, Skemmdir á trjám og vamir gegn þeim. Eins og nöfn hinna einstöku kafla sýna er hér ýmsan ál- mennan fróðleik að finna, sem að gagni má koma við hirðingu trjáa og plantna. Er bæklingur- mér, ef þeir vilja finna hinn rétta „milligöngumann“. Með þakklæti fyrir birtinguna. Sigurður Þorsteinsson, Rauðará. inn vel og skipulega ritaður, og í rauninni ómissandi leiðarvísir hverjum manni, sem við garð- rækt fæst eða um hana liugsar. Af bæklinginum má margt og mikið læra, bæði fyrir byrjendur og hina, sem hafa aflað sér tölu- verðrar þekkingar á þessu sviði. Söngíuglar á ferð Eggert Stefánsson og Dr. V. Úrbansson ferðast um og halda hljómleika. Núna um helgina fara tveir þekktir hljómlistarmenn bæjar- ins, þeir Eggert Stefánsson söngvari og Dr. V. Urbantsc- hitsch hljómsveitarstjóri í hljómlistarferð út um byggðir landsins. Munu þeir halda fyrsta hljómleik sinn i Akraness- kirkju n.k. sunnudagskvöld, kl. 81/2. Á söngskránni verða m. a. gömul íslenzk sálmalög, útsett af dr. V. Urbantschitsch. Egg- ert liefir skýrt Vísi svo frá, að sálmalög þessi sé mikillar at- hygli verð og snilldarlega út- sett. Hann sagðist vilja með þessu gera tilraun til að end- urglæða og vekja þessi fallegu, þjóðjegu sálmalög, svo þau glatist ekki með öllu. Á þess- ari sömu söngskrá eru einnig ný lög, bæði eftir Sigvalda Kaldalóns og Hallgrím Helga- son — lög, sein aldrei hafa ver- ið sungin áður. Þeir Eggert og dr. V. Urbant- schitsch (sem reyndar kallar sig Viktor Úrbansson á ferða- laginu, til hægðarauka fyrir þá, sem eiga yont með að bera nafn lians fram) liafa í hyggju að ferðast um landið í mest- allt sumar og koma víða við. Meðal þeirra staða, sem ákveð- ið hefir verið að syngja á, eru auk Akraness, Borgarnes, Ól- afsvík, Stykkisólmur, Hvamms- tangi, Blönduós, Sauðárkrók- ur, Hólar í Hjaltadal og Akur- eyri. Þar munu þeir svo ákveða nánar, hvert ferðinni skuli heitið. En auk þessara staða munu hljómlistarmennirnir / einnig fara á staði, sem af- skekktir eru, og fólk ekki vant að heyra hreina hljómlist. Óska þeir sérstaklega eftir, að fólk setji sig í samband við þá, ef það langar til að fá þá til.af- skekktari byggðalaga. Á söngskránni verða. auk þeirra verka, sem að fr iman getur, lög eftir Árna Thorstein- son, Áskel Snorrason, Björgvin Guðmundsson, Halldór Jóns- son, Karl Ó. Runólfsson, Mark- ús Kristjánsson, Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Þórarinn Jóns- son, og úrval af erlendum lög- um. Eggert Stefánsson söngvari hefir ávallt sett sér það mark, að vera fyrst og fremst Islend- ingur — að kynna Island og menningu þess úti í heimi með skrifum sínum og söng — en syngja inn í þjóðina hér heima allt það þjóðlegasta og íslenzk- asta, sem hún á. Dr. V. Urbantschitsch er lisla maður af guðs náð, og það er ánægjulegt til þess að vita, að báðir þessir listamenn skuli takast það hlutverk á hendur, að syngja og leika fyrir afdala- fólkið — fólkið, sem nær aldrei fær að njóta annarrar hljóm- listar en þeirrar, sem það fær í gegnum útvarp. f aprílmánuði s. 1. nam inn- flutningurinn 7.109.000 kr. en útflutningurinn 8.011.000 kr. Til maíloka hafa vörur verið fluttar inn á þessu ári fyrir sam- tals 36.4 millj. kr. en út fyrir Nýbreytni hjá Iðnaðarmannaf élaginu. Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík hefir tekið upp þá nýbreytni að afhenda próftökum í iðnaði sveinsbréf sín með virðulegri hætti en áður liefir verið. Fór at- höfn þessi fram í gærkveldi í Baðstofu félagsins og var hún skreytt bæði fánum og blómum til viðhafnar. Hafði þangað ver- ið boðið nýsveinum þeim, er tekið höfðu próf i vor, ásamt | meisturum þeirra og foreldrum. Yoru þama 15 nýsveinar, 11 piltar og 4 stúlkur. Formaður félagsins, Stefán Sandliolt, ávarpaði gesti og lýsti tilganginum með þessu. Þá af- henti lögreglustjóri hverjum ný- sveioi fyrir sig sitt sveinsbréf, en liann gengur frá þeim að síð- ustu. Ávarpaði liann jafnframt nýsveinana nokkurum lilýjum orðum. Þá flutti skólastjóri Iðn- skólans, Helgi H. Eiríksson, ræðu til hinna nýju sveina, þakkaði samveruna í skólanum, bi-ýndi fyrir þeim skyldurnar og óskaði þeim innilega velfamað- ar. Ennfremur ávarpaði Ársæll Árnason nýsveinana með nokk- urum orðum. Þá söng Karlakór iðnaðarmanna nokkur lög, við mikla hrifningu óheyrenda. Voru allir viðstaddir snortnir mjög af hlýleik þeim og inni- leik, er hinir ungu áttu að mæta. Þá bauð formaður gestum til kaffidrykkju úti í Oddfellow- húsi, en skreytti nýsveinana áð- ur blómum til hátíðabrigðis. Þar var setið fram undir mið- nætti við fjörugar ræður, söng og gleðskap. Sveinspróf eru tekin tvisvar á ári, haust og vor. Mun Iðnaðar- mannafélagið halda ófram þess- um upptekna hætti og á miklar þakir skilið fyrir. 81.99 millj. kr. Verzlunarjöfn- uðurinn er því, það sem af er árinu, orðinn hagstæður um 45i/2 millj. kr. Mest var flutt út af ísfiski eða fyrir 6.956 millj. kr.; lýsi var selt fyrir 4.3 millj.; síldarolia fyrir 2.9 millj.; gærur fyrir 1.5 millj.; ull fyrir 700 þús.; síldar- mjöl fyrir 650 þús.; saltfiskur fyrir 200 þús. og aðrar vörur fyrir lægri upphæðir. Salfiskbirgðirnar í landinu eru nú (þ. e. 31.5) 15.474 smá- lestir, en það er nokkuru meira en þær voru á sama tíma í fyrra. Saltfisksbirgðimar sem nú eru til í landinu svara hér um bil til þess að allur fiskur fró í fyrra sé farinn út, en veiði þessa árs sé geymd hér heima. Verzlunin við einstök lönd. Janúar—apríl 1941. Eftirfarandi bráðabirgðaýfir- lit sýnir skiptingu inn- og út- flutnings eftir löndum frá árs- byrjun til aprílloka þ. á. sam- kvæmt skýrslum þeim, sem komnar eru til Hagstofunnar. Innfl. útfl. Þús. . kr. Færeyjar 5 4 Svíþjóð ....... 10 1.242 Bretland 17.727 56.738 Irland 101 229 Portúgal' 5 1.255 Spánn 1 890 Sviss 8 99 Bandaríkin .... 3.607 3.357 Brasilía ....... 167 255 Kanada 2.564 99 Kúba 99 178 Uruguay ...... 4 99 Venezuela 1.269' 99 Indland 1A 99 Ósundurliðað . 258 99 Samtals 27.997 64.148 5229 y er simi okkar jjjg2 á Vídimel 35. iSÆtUöUit l

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.