Vísir - 13.06.1941, Síða 4

Vísir - 13.06.1941, Síða 4
V ISIR Gamia Bíó ir viiir. (LUCKY PARTNERS). Amerísk gamanmynd. ASalhlutverkin leika: GINGER ROGERS og RONALD COLMAN. Sýnd kl. 7 og 9. Þér þurfið að fara sparlega með sykur- skammtinn. Það er auð- velt með því að nota uppskriftir úr bókinni Grænmeti og ber allt ár- ið, eftir Helgu Sigurðar- dóttur. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. A. E. W. Mason: ABIADIE blik ríkir dauðaþögn. Þvi næst rekur hann upp vein, sem líkist gellti skelkaðs hunds. Þér þurfið ekki að hafa frekari áhyggjur af honum. Hann fer sína leið — en svo kemur önnur bið — sem yður finnst sem tvær til þrjár aldir — og þá kemur lávarður frumskógarins — tígrisdýrið.“ Wingrove hallaði sér aftur. Það var sem leiftur brynni úr augum hans. Vafalaust hafði hann margs að minnast frá slík. um biðnóttum. Hann lcreppti hnefana og barði á sængina. „Eg vildi, að eg gæti farið með yður,‘, sagði hann. „Það vildi eg líka,“ sagði Strickland. Og það var enginn efi að sú ósk kom frá hjartanu. Hann gekk hægt heim á leið til gistihússins í hliðinni og það var einkennileg eftirvænting vakin i huga hans. Hann var vanur útilegum á afskekkt- ustu stöðum, og það var þeim Mðum ljóst, Tliorne og Win- grove, en þeir höfðu gert lítið úr þeirri reynslu, me'ð tilliti tilþess, sem hann var nú að leggja út í. Hann gat ekki varist því, að þessar skoðanir lians hefði nokkur áhrif á sig. Það var ekki það, að þeir vildu ekki taka til- lit til þessarar reynslu. Þeir beinlínis lögðu áherzlu á, að af þessari reynslu hefði hann eng- in not — liún væri einskis eða mjög lítils virði, við fram- kvæmd slíks hlutverks, sem hann nú hafði tekið að sér. Það var svo sem ekki mikill vafi á þvi, að hann varð að vera viðbúinn að inna af hendi ó- vanalegt hlutverk, við allt önnur skilyrði en hann var vanur. Hann var einn um kvöldið. Hann sat á veröndinni og reykti vindil, er liann liafði etið mið- degisverð aleinn. Og nú, er hann sat þarna hugsi varð eftirvænt- ingin æ sterkari — þetta hlaut að boða eitthvað. Þetta kvöld muni tunglið ekki koma i ljós fyrr en seint — ekki fyrr en eftir margar kluklcustundir. Hann sá ljósin í Mogok fyrir neðan sig og stjörnudýrð him- insins, ef hann leit upp. En himininn var dökkur, þótt heið- ur væri. Langt í fjarska í fjalls- brún logaði eldur og lýsti upp ógnvekjandi, en heillandi frum- skógaland. Einhversstaðar ‘ lionum iá vinstri hönd lá vegurinn til Pagoda og þar fyrir handan var frumskógalandið með sín hvísl- andi leyndarmál. Nótt i húsi, þar sem reimt er! Nunnuefni á verði* í klaustur- kapellu, hvíslandi, dularfullar, ógnandi raddir úti í dimmunni! — Strickland gat ekki annað en hugsað um þetta fram og aftur. Það — o'g hin dularfulla hita- beltisnótt — hans eigin hugsan- ir — allt hjálpaðist til þess að sannfæra hann um, að eitthvað afar örlagaríkt og mikilvægt mundi gerast næstu nótt — úti í frumskógunum — þar sem hin annarlegustu hljóð mundu ber- ast að eyrum hans. í níu tilfell- um af tíu, í 99 tilfellum af hundrað, eru þetta órar einir, eins og mara, sem menn að lok- um losna við. En í einu tikfelli af 100 fer eins og menn grunar. III. kapituli. — og tígrisdýrið. Þegar Strickland lcom út næsta morgun til þess að neyta morgunverðar á veröndinni sá liann tvo einkennilega náunga, báða innfædda, sitja á jörðinni við veröndutröppurnar. Og áður en hann hafði lokið máltíð sinni sá liann til Thorne lcapteins, þar . sem hann þræddi stíginn milli blómabeðanna, og gékk i áttina til hans. „Þetta eru shikaramir hans Wingroves,“ sagði hann. „Stór sambhar var drepinn í gær fáar mílur frá þorpinu. Það er ekki mikill vafi að hið mikla tæki- færi býðst yður í nótt. Shikar- arnir munu leiðbeina yður á staðinn og fara að sækja yður undir morgun. Það er fjögurra klukkustunda gangur á staðinn héðan. Eg vildi því ráðleggja yður að leggja af stað að há- degisverði loknum.“ Það var mjög heitt í veðri, þegar Strickland lagði af stað. Fylgdarmenn Wingroves voru með honum og tveir burðar- menn, sem báru rúmstæði slík sem þau, er hinir innfæddu nota, og átti að búa til úr þvi pall á greinum trés, og þar átti Strick- land að bíða tígrisdýrsins. Farið var götutroðninga um frumskóginn og loks um runna. þykkni, sem var mjög illt að komast í gegnum. Undir sólset- ur komu þeir í rjóður í miðjum frumskóginum. Við rætur há- vaxins trés lá dauður hjörtur, í útjaðri rjóðursins. Ginið var op- ið og tungan lafði út og flugna- hópur var á sveimi yfir honum. Var nú þegar horfði að því að byggja pallinn milli greinanna, í um það bil 12 feta liæð. Því næst tóku þeir Strickland á axlir sér og hann hoppaði upp á pall- inn. Þeir fóru hægt að öllu og varlega og ef þeir sögðu eitthvað mæltu þeir í hvíslingum, „því að tígrisdýrið er nálægt bráð sinni“, sagði einn liinna innfæddu, „og megi yður nú ganga vel.“ Þeir hurfu á brott -— furðu- lega hljóðlega, — það heyrðist ekki þrusk eða brak í grein, hvað þá meira, að eins eins og veikur þytur í laufi barst til hans. Svo þagnaði þessi þytur líka og allt varð hljótt, nema endi’um og eins heyrði hann til fugla á flugi. Strickland hafði haft með sér smákassa með smurðu brauði og pela með drykk í. Hann hafði riffil Wingroves og var búinn að hlaða hann. Meðan hann matað- ist leit hann í kringum sig. Hann sá greinilega hjörtinn við rætur ti’ésins og milli laufgaðra grein. anna gat hann séð allt í’jóðrið. Það var næstum sporöskjulagað og þakið grófgerðu grasi. Til hægi’i var kjarrið troðið niður — þar var sem svartur hellis- munni. S. G. T., eingöngu eldri dansarnir, vei’ða í G.-T.-húsinu laugardaginn 14. júní kl. 10. Áskriftalisti og aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2. •— Sími 3355. — S. G. T.-hljómsveitin. — Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. S. G. T., DANSUSIKUR verður í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu laugax’d. 14. júní kl. 10. Áskriftarlistar og aðgöngumiðar á sama stað frá kl. 2. — Sími 4900. — Ágæt hljómsveit. — Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Útiskemmtun halda félög sjálfstæðisverkamanna og sjó- raanna, ad Ölver skemmtistað sjálfstæðis- manna á Akranesi, sunnudaginn 15 þ.m, Farið verður með Fagranesinu kl. ÍO árd. á sunnudag. Til skemmtunar verður: Ræðnhöld,g:amaiiiísiia§ÖDg:nr o.fl. Díiiin :í palli Harmónikuhljómsveit leikur fyrir dansinum Farseðlar verða seldirhjá Axel Guðmundssyni, Grett- isgötu 27 (uppi) eftir kl. 1 á laugardag Sækið skemmtunina, því þar verður margt manna og gaman að vera. SKEMMTINEFNDIN. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu á morgun og laugar- daga framvegis í sumar, þurfa að koma fyrir kl. 10 fyrir hádegi sama dag í síðasta lagi. b.s. Hekla Sími 1515 Góðir bílar Ábyggileg afgreiðsla „Þania ruddist hann í gegn,“ liugsaði Strickland. „Eg verð að hafa augun á þessu hliði.“ Það var þegar orðið skugg- skýnt. Og meðan liann starði út í liúmið var sem þetta gap í rjóðurveggnum hyrfi inn í dimmuna — ekkert aðgreindi það frá öðru. Rjóði’ið varð húmi hulið. Strickland lagði hyssu sína ]>annig, að hann þyrfti ekki að færa hana til, er hann miðaði á tígi’isdýi’ið, er það kæmi um þetta hlið. Og allt í einu tók hann eftir dálitlum livítleitum tré- stúf rétt hjá þorpinu. Og það var eins og slægi silfurleitum bjanna á þennan trjástúf og Sti-ickland ákvað að horfa stöð- ugt á hann. Hánn veitti honum ekki athygli fyrr en fór að húma. „Nú veit eg hvert eg á horfa,“ sagði hann og hafði honum létt að mun. Það var eins og allt væri hi’eytingu undirorpið í Ijósa- skiptunum. Hinn litli grasflötur rjóðursins varð sem lieil slétta. Hver metri varð sem míla. Og allt í einu vai'ð koldimmt. Frumskógurinn — allt var al- gei-legá horfið. Hann sá ekkert — eins og hann hefði lyfzt upp í einhvern almyrkan ómælis- geim. Engar stjörnUr voru enn' komnar íljós og augu hans voru ekki farin að venjast myrkrinu. En brátt varð eins ástatt fyrir honum diiis og manni, sem hefir blindast í svip, en er að byrja að sjá dálitla skímu. Hann þuklaði um byssuhlaupið og nú sá hann eins og lítinn hvítan blett — LEICA GOTT geymsluherbergi í kjallara sem næst Laugaveg 44 óskast strax. Uppl. í vei’zlunþmi Hamborg, Laugaveg 44. (233 VEITINGAPLÁSS til leigu frá næstu mánaðamótum. Uppl. i síma 5187 frá 5—6. (248 9 KI1CISNÆf)ll Sá, sem getur útvegað 2—3 herbergja íbúð með nýtízku þægindum, nú þegar, eða síð- j^ar í sumar, fær kr. 400,00 ef um semst. Tilboð, merkt: „Einhleyp- ur kaupmaður“, sendist af- greiðslu þessa blaðs. MIG VANTAR herbergi. Uppl. síma 4129 eftir kl. 8 í kvöld. — ___________________________(236 ÍBÚÐ óskast, 1—2 herbergi og eldhús óskast. Tvennt í heimu ili. Uppl. í sima 3777. (237 GÓÐ STOFA til leigu. Uppl. i sima 1737._______________(257 100 KRÓNUR fær sá, er get- ur útvegað 1—2 herbergi og eldhús nú þegar eða 1. október, 2—3 í heimili. — Fyrirfram greiðsla. Uppl. í síma 2640. (261 FÆDI FÆÐI. Getum bætt við örfá- um mönnum, hentugt fyrir þá, sem vinna í flugvellinum. Uppl. í síma 4003. (250 Félagslíf FARFUGLAR fara á Skarðs- heiði um helgina. Farið verður með Fagranesi kl. 3 úr Rvik. Nánari uppl. gefur Þórliallur Tryggvason, simi 3091, kl. 7—9 í kvöld. Nauðsynlegt að þátt- taka tilkynnist í kvöld. (251 IlAPAÐ-ll’NDIDl PAKKI með tveimur peysum í hefir tapazt frá vei-zlun Lár- usar G. Lúðvígssonar að F. A. Thiele. Finnandi geri aðvart í síma 1808. (247 TAPAjZT hefir lyklakippa frá Hafnai’stræti 23, að Lækjar- torgi. Skilist á Framnesveg 34, niðri. (254 TAPAZT liefir grænn kven- hanzki. Fundarlaun. — A. v. á eiganda. (260 VINNUMIÐLUNARSKRIF- STOFAN í Alþýðuhúsinu óskar eftir starfsstúlkum í bæinn og á gistihús úti á landi. Ennfremur vantar nokkrar kaupakonur á góð sveitaheimili. (212 ATVINNA. Maður með meii’a bifreiða- stjórapróf óskar eftir atvinnu, helzt hjá iðnaðar- eða verzlun- arfyrirtæki. Tilboð sendi§t afgr. blaðsins, merkt: „Ábyggilegur“. ______________________(240 TÖKUM að okkur að grafa skurði í ákvæðisvinnu, getur komið til með fleira. — Tilboð, merkt: „10“ sendist afgi’. Vísis. .__________________(241 SENDISVEINN óskast. Afgr. vísar á. (253 ÁBY GGILEGUR bifreiða- stjóri með minna prófi óskar eftir atvinnu við bílkeyrslu. A. v. á.________________ (255 STÚLKA óskast til útiverka. Uppl. i síma 3883.____(258 NOKKRA menn vantar þjón- ustu. Uppl. í síma 4003. (264 nmii GÓÐ KÝR til sölu. Til sýnis kl. 7—9 f. h. og 6—8 e. h. næstu daga í fjósinu við Málleysingja- skólann. (259 VORUR ALLSKONAR- FYRIR BÖRN og fullorðna í sveit er ómissandi að eiga GÚMMÍSKÓ frá Gummískógerð Austurbæjar, Laugavegi 53 B. Sími 5052. Sendum. (899 NÝR rykfrakki til sölu með lækifærisverði á Grettisgötu 20 A. _____________________(244 GARDÍNULITUR (Ecru) og fleiri fallegir litir. Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1 SÚLUR ng sólskýli til sölu í Þingholtsstræti 28. (243 REYKT trippakjöt var að koma úr reyk, undur þægilegt að liafa það með sér í nesti í lengri og skemmri ferðir, einn- ig höfum við nýreykt sauða- kjöt, trippa- og folaldakjöt kemur í dag. VON, sími 4448. (252 AND THE LITTLE TORNADOES BUTCH and BUDDY THE MISCHIEF MAKERS OF "THE UNDER-PUP" $4NWfSi SYND KL. 7 OG 9. SUMARKVENKÁPA, ný, með tækifærisverði, til sýnis og sölu á Öldugötu 45. (000 ^Jotað!rmu?Jir“ ÓSKAST KEYPTIR: DÍVAN, nýlegur, óskast. — A. v. á._____________(238 GOTT borð óskast í herra- herbergi. Uppl. í síma 1902 milli 7 og 8.______________(249 BORÐSTOFUBORÐ, 6 stólar, dívan, klæðaskápur og útvarps- tæki (rafhlöðu) óskast. Há- vallagötu 38, sími 2361. (262 NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU NOTAÐ reiðhjól til sölu. — Uppl. í síma 2978 frá kl. 5—7 í kvöld. , (234 BARNAKERRA og skinnpoki til sölu. Einnig skápgrammó- fónn með rafmagnsverki. Til sýnis eftir ld. 7 á Ljósvallagötu 28, —________________(235 TVÖ samstæð rúm og vagga til sölu á Bókhlöðustíg 6. (239 BARNAVAGN til sölu. Til sýnis á Túngötu 31, eftir kl. 6. _____________________(242 BARNAKERRA, kerrupoki og barnarúm til sölu. — Uppl. Hofsvallagötu 20, uppi. (245 8 LAMPA úlvarpstæki til sölu á Bragagötu 32, milli 2 og 4 á morgun. (246 SENDISVEINAHJÓL, ásamt vönduðum kassa, til sölu. — Klæðaverzl. Andrésar Andrés- sonar h.f. (256 PÍANÓHARMONIKA, lítil, til sölu. Verð kr. 400,00. Frakka- stíg 16, simi 3664. f (263 FISKSÖLUR FISKHÖLLIN. Sími 1240. FISKBÚÐ AUSTURBÆJAR, Hverfisgötu 40. — Sími 1974. FISKBÚÐIN, Vífilsgötu 24. Sími 1017. FISKBÚÐIN HRÖNN, Grundarstig 11. — Sími 4907. FISKBÚÐIN, Bergstaðastræti 2. — Sími 4351. FISKBÚÐIN, Verkamannabústöðunum. Sími 5375. FISKBÚÐIN, Grettisgötu 2. — Sími 3031. FISKBÚÐ VESTURBÆJAR. Sími 3522. ÞVERVEGI 2, SKERJAFIRÐI. Sími 4933. FISKBÚÐ SÓLVALLA, Sólvallagötu 9. — Sími 3443. FISKBÚÐIN, Ránargötu 15. — Sími 5666.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.