Vísir - 21.06.1941, Síða 1

Vísir - 21.06.1941, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. ftæð). 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 21. júní 1941. t Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri . 5 linur Afgreiðsla 139. tbl. BREZK BLÖÐ VIUA BANDALAG VIB RÚSSA \ ef tfl þýzkrar 11 Rúisislaud kemnr. Lundúnablaðið Daily Express heldur áfram að hafa forystuna meðal brezkra blaða í því, að kref jast þess, að Bretar gerist samherjar Rússa, ef Rússland verður fyrir árás af nazista hálfu. „Ef her Stalins ákveður að berjast, með eða án leyfis hans, verð im vér að gera reiðu- búnir til þess að styðja rússneska herinn á hvern þann hátt, sem vér getum“, segir blaðið. Stjórnmálafréttaritari Times segir, að fregnir varðandi liðssafnað Rússa og Þjóðverja séu stöðugt til athugunar í London, og sé brezka stjórnin að reyna að komast að niður- stöðu um, hver tilgangurinn sé með liðssafnaði þessum. Er ekki hægt að segja hvort liðssafnaðurinn standi í sambandi við afstöðu Rússa til Þríveldabandalagsins og algera samvinnu Rússa við Þjóðverja, eða hyort Þjóðverjar eru að bera fram nýjar kröfur, og þá einnig algerlega óvíst, hvernig við þessum kröfum verður snúist. Berjast Rússar eða slaka til, ef slíkar kröfur hafa verið fram bornar? Það er aðalspurningin. Þögfii í Hoskva - l¥ý|ar »tang>a§tríðsfreg:nir« i i*á Berlln. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. ULvarpið í Moskva birtir ekkert um æsinga- og' taugastríðsfregnir þær, sem breiddar eru út um Rúmeniu, Finnland og fleiri lönd, og víð- ar, „en frá Berlin koma nýjar taugastriðsfregnir.“ Er þvi haldið fram i brezkum fregnum, að aðferð nazista sé sú, að koma því svo fyrir, að hlutlausir fréttaritarar fái ákveðnar upplýsingar og sími þær blöðum sínum, og frá hlutlausu löndunum berist svo fregnirnar út um heiminn, og átti menn sig því síður á, að þær séu af þýzkum toga spunnar. Horfurnar virðast vera jafn ískyggilegar og fyr — ef ekki ískyggilegri. Sérstaka athygli vekur fregn um það, að viðræður séu byrj- aðar eða i þann veginn að byrja, milli sendiherra Rússa i Berlín, og von Ribbentrops, og er jafnvel sagt, að sendibex-rann muni í'æða við Hitler þá og þegar. Jafnframt berast fregnir um mik- inn hei'naðarlegan viðbúnað í Finnlandi, Rúmeníu og víðar. Finnar bafa mikinn hernaðai'legan undirbúning, en Þjóðvei'jar efla sitt lið bvarvetna við landamæi'i Rússlands, en Rússar hafa hei'æfingar í vesturbéruðum lands síns og viðar, og bafa dregið að sér aukið lið í Eysti'asaltsríkjunum, sem þeir innlimuðu (Eistland, Lettland og Lithauen). Óstaðfestar fregnir hafa bor- ist um miklar loftvai'nai'áðstaf- anir í Finnlandi og Rússlandi. Þannig er sagt, að byx-jaður sé bróttflutningur fólks fpá Moskva, Odessa, Iviev og fleiri lxelztu boi'gum Sovét-Rússlands. 1 Finnlandi hefir landvarnaráð- liei'i'ann tilkynnt, að fóllc í Hels- ingfoi’S sem vilji komast á brott fái til þess aðstoð hins opinbera. Ritskoðun liefir vei'ið komið á i Finnland. Rússar birta litið sem ekkert um þetta en segja þó ítai’Iega fi'á lieræfingum sínumog er tek- ið fram, að mai'gar beztu her- sveitir þeirra taki þátt i þeim. Frá Stokkhólmi liafa boi’ist fi-égnir um mikinn viðbúnað Rússa í Eystrasaltslöndunum. Afstaða Tyrkja. Afstaða Tyrkja vekur sér- staka athygli um þessar mundir vegna þýzk-tyrkneska sáttmál- ans. En Sarajoglu tók fram í gær, til frekari áhei’zlu því, sem segir i sáttmálanum sjálfum, að lionum sé ekki beint gegn neinni annari þjóð og breyti liann í engu afstöðu Tyrkja gagnvart Bretum og Rússum. — Þá sagði hann við sendiherra Breta í Ankara, að Tyrkir hiyndi ekki lofa Þjóð- . verjum að fara með herlið eða liergögn yfir tyrknesk lönd. Fær brezki sendiherrann skriflega yfirlýsingu liér að lút- andi. Ástralíumönnum þokar í áttina til Beyrut. Damaskus ófallin. Samkvæmt fregnum snemma í morgun sækja Ástralíumenn fram hægt og hægt í áttina tál Beyrut. Við Mersa Yum þar sem Vichyhersveitir eru sagðar inni- króaðar eru háðir harðir bar- dagar. Yfirleitt er harðast barist á miðju svæðinu milli Dam- askus og strandar. Fyrir sunnan Damaskus hafa verið liarðar orustur. Brezkar og indverskar hersveitir hafa hætt þar aðstöðu sína, en frjáls- ir Frakkar liafa lirundið hörðu áhlaupi og hvergi hopað. Nokkr. ar nýjár stöðvar hafa fallið í hendur handamanna við Dam- askus eftir hárða bardaga, en ljóst er að vörnin þar er miklu snarpari en bandamenn bjugg- ust við. Nkipatjónið miiina I inaí en marz og: april. London i morgun. Skipatjón Breta af völdum stríðsins varð minna i mai en i marz og apríl, þrátt fyrir það, að Bretar urðu fyrir óvanalega miklu sldpatjóniáMiðjarðarhafi austanverðu i mai. Einnig er þess að geta, að þjóðverjar liafa fært út kviarnar, reynt að granda skipum lengra burtu, þar sem kafbátum er ekki eins hætt, og eins og ávalt er farið er á nýjar brautir, þar sem komið er að óvörum, er um meiri árangur að ræða í byrj- un en síðar. Aðalatriðið er — þótt skipatjónið sé gífurlegt — að það er minnkandi — og að miklar likur eru til að það fari enn minnkandi. Æ fleiri ný skip korna til sögunnar, kyrrsett skip eru tekin í notkun o. s. frv. I maí misstu Bretar 73 skip samtals 355 þús. smál., banda- menn Breta 20 slcip, samtals 92 þús. og hlutlausar þjóðir 5 skip, samtals 14 skip, alls 98 skip. 461 þús. smál. í marz var skipa- tjónið 505 þús. smál. og í apríl 581 þús. smál. Bandaríkin raunveru- lega komin í stríð við Þýzkaland á úthöfun- um. Roosevelt forseti sendi þjóð- þinginu sérstakan boðskap í gær varðandi árásina á Robin Moor. Er forsetinn harðorðari í þessari orðsendingu sinni í garð Þjóðverja en í nokkurri ræðu, sem hann hefir haldið. Sagði liann að það væri sannað mál, að kafbátur sem hvorki sýndi fána sinn eða önnur þjóð- armerki hafi sökkt skipinu og skilið fólkið eftir í rúmsjó i opn- um %mábátum. Yar Roosevelt liarðorður um þetta grimmdar- leysi, sem hann kvað þátt í RAUÐI HERINN hefir verið endurskipulagður eftir Finn- landsstyrjöldina og er hafður til taks. ' hernaðaraðferðum Þjóðverja. Með tilliti til ofheldisaðferða Þjóðverja annars.taðar sagði Roosevelt, að líta mætti á árás- ina sem aðvörun til Banda- rikjamaiina um, að skipum þeirra væri hvergi óhætt. Hér hefði verið rekið fyrsta skrefið til þess að ná yfrráðunum á liöf. unum og í lieiminum yfrileitt. Vér höfum ekki hörfað und- an — og ætlum ekki að gera það, sagði Roosevelt. ÍO. loftárása- nóttin á Þýikaland. London í morgun. Brezkar sprengjuflugvélai' flugu yfir norðvesturhluta r Þýzkalands í nótt og mun hafa verið varpað sprengjum yfir helztu flotahafnir Þjóðverja, en ítarlegar fregnir um þessar á- rásir verða ekki fyrir hendi fyrr en seinna í dag. Það er þó kunn- ugt, að þessi árás var einn lið- urinn í hinum endurteknu stór- árásum, sem margir tugir, ef ekki hundruð flugvéla taka þátt í. Vekja þessar stórárásir Breta æ meiri eftirtekt — og er algerlega sókn af þeirra hálfu í loftstyrjöldinni nú. Talsvert er um það rætt, að flugvélatjón þeirra er tiltölulega langtum minna en flugvélatjón Þjóð- verja var í loftárásunum á Bretland (sem nú liggja Jfð kalla niðri í bili) og þá jafn- framt, að Þjóðverjar veita miklu minni mótspvrnu en brezka flugliðið. Ekki er Ijóst, hvernig á þessu stendur, hvort Þjóðverjar hafa ekki enn skipulagt varnir sínar með tilliti til þess, að loftárásir Breta yrði í jafnstórum stíl og nú er komið í ljós, eða þeir safna meginhluta loftflota síns til átaka annarsstaðar (í Rúss- landi?). Loftárásir Þjóðverja á Bret- land í nótt voru óverulegar og tjón lítið og undangengna 10 daga, sem sókn Breta í lofti hefir staðið, hafa aldrei verið gerðar neinar stórárásir á Bret- land. 3 þýzkar flugvélar voru skotnar niður í gær. Dansleik heldúr glímufél. Ármann í Odd- fellowhúsinu í kvöld kl. io. Dans- aS verÖur bæði uppi og niÖri. Sjá nánar i augl. Úrslitaleikirnir, sem frestað var í i. fl., fara fram í dag. Kl. 5 keppa Fram og Víkingur, en síðan fer fram úrslitaleikurinn milli Vals og K.R. Neðanmálsgreinin í dag: ERNEST BEVIN, f yrr um li af narverkamaður, sem varð verkamálaráðherra i stjórn Churchills i mai 1940. Messur á raorgun. 1 dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarm Jónsson. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. / kaþólsku kirkjunni í Landákoti: Lágmessa kl. (d/2 árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahakl og prédikun kl. 6 síðd. Prestastefna íslands verður í ár haldin á Akureyri og hefst næstk. fimmtudag kl, 1. Mun hún stánda í þrjá daga og hefjast að venju með guðsþjónustu, þar sem síra Sveinn Víkingur á Seyðis- firði prédikar, en biskúpinn og síra Friðrik Rafnar, vígslubiskup,, munu þjóna fyrir altari. AgnaryKl. Jónsson var 15. maí síðast. skipaður vara- .ræðismaður íslands í New-York, frá sama degi að telja. Dr. tlieol. Jón Helgason biskop 75 ára Dr. tlieol. Jón Helgason bisk- up er 75 ára í dag. Það er ekki langt síðan biskupinn lét af störfum, og raunar hefir hann ekki látið af störfum enn, þó liann liafi látið af embætti. Biskupinn er og hefir ávallt verið mikill starfsmaður. Hon- um vannst tími til, jafnframt umsvifamiklu biskupsembætti, að sinna víðtækum ritstörfum, sem hann nú liefir meira næði til að sinna, og liefir það Jiegai’ borið ávöxt og á vonandi enn eftir að bera ávöxt um margra ára skeið. Reykjavikurbær má ekki sizt vera þakklátur fyrir ritstörf lians, því hann hefir lagt meiri skerf til þess en nokkur annar, að varðveita sögu bæjarins og myndir iú’ bæjarlífinu á liðnum árum. Biskupinn liefir að visu haft öllum öðrum betri aðstöðu til að sinna þessu starfi, þar eð hann liefir jafnhliða þekkingu sinni og rithöfunda-hæfileikum getað beitt listamannshæfileik- um sínum til að draga upp myndir úr sögu bæjarins, sem engin orð gætu komið í staðinn fyrir. Þetta eiga eklci að vera nein minningarorð. Hins vildum vér óska oss öllum til handa, að vér fengjum, sem fyrst tækifæri til að minnast nýrra verka frá hendi Dr. Jóns biskups Helga- sonar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.