Vísir - 21.06.1941, Page 2

Vísir - 21.06.1941, Page 2
“—«*»I VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁP'AN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrífst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. ' S j ómann askólinn jr Ymsar ályktanir frá þingi Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, sem haldið var hér í bænum um miðjan þennan mánuö, birtust hér í blaðinu í gær. Um þær ólyktan- ir er ekki nema gott eitt að segja, en svo virðist þó sem all- verulegs misslcilnings hafi gætt á þinginu að því er skólamálin varðar, og skal mál þetta því rætt að nokkuru. Allir eru um það sammála að húsnæði það, sem Sjónjanna- skólinn hefir yfir að ráða sé með öllu óviðunandi, og beri brýn nauðsyn til að úr þessu verði bætt svo fljótt sem þess er kost- ur. Mál þetta er ekki sérliags- munamál sjómanna, heldur þjóðarinnar allrar, og enginn einstakur flokkur hefir borið það fyrir brjósti öðrum frekar. Á Alþingi þvi, sem nú er ný- lokið tóku tveir þingmenn Al- þýðuflokksins sig til og báru fram frumvarp um byggingu nýs skólahúss, en bæði var það, að frumvarp þetta var af Iitlum stórhug framborið og auk þess vansmíði, og var því talið að málið þyrfti öruggari undir- búnings við. Frumvarp þetta náði ekki framgangi á þingi, en hinsvegar var rikisstjóminni heimilað að leggja fram mikla fjárupphæð til skólabyggingar- innar, og jafnframt lýsti at- vinnumálaráðherra yfir því að málið myndi verða undirbúið fyrir næsta þing og þá borið fram — væntanlega af hálfu rikisstjórnarinnar. I>að er þvi mikill misskilningur, er þing farmanna og fiskimanna lýsir yfir því, að þessi afgreiðsla málsins beri ótviræðan vott „um þá sérstöku þröngsýni, er jafn- an virðist einkenna aðgerðir þings og stjórnar gagnyart hagsmuna- og menningarmál- um íslenzkra sjómanna“. I>að fer svo fjarri þvi að ofangreind- ar aðgerðir Jiingsins beri vott um þröngsýni, að miklu fremur má segja að hér liafi þingið sýnt í senn víðsýni og stórhug, sem hæfir slíku framfarámáli bezt. Flan er ekki til fagnaðar og gildir það jafnt hér sem á öðrum vettvangi. Nefnd sú, er fjallaði um menningarmálin á þingi far- manna og fiskimanna komst að þeirri niðurstöðu, að lítið sé leggjandi upp úr dagskrártil- lögu atvinnumálaráðherra, með tilliti til þess ástands, sem nú ríkir í fjármálum þjóðarinnar, og dregur þá ályktun einkum af þvi að hér sé um heimild að ræða, en ekki skilyrðislausa fjárveitingu. En hver er mun- Urinn í þessu tilfelli? Enginn vafi er á því að verði fé fyrir hendi, mun ríkisstjórnin nota hina gefnu heimild, og hitt er einnig jafnljóst, að hafi ríkis- sjóður ekki yfir öðru fé að ráða, en þvi sem þarf til brýnustu daglegra nauðsynja, getur hann ekld látið.fé af hendi rakna til annars, jafnvel þótt hrein fjár- veiting liggi fyrir. I báðum til- fellunum er aðeins um fyrir- mæli þingsins til handa ríkis- stjóminni að ræða, sem eru jafn bindandi fyrir hana, og hún verður að bera ábyrgð á gagn- ^40 §kordýr hafa fnndi§t á í§landi, þnr aí 2^ tcgim<flir9 sem livcrgfi cru til annarsstaðai' Frá rannsóknum Geirs Gígju náttúrufræðings. Dagblaðið Vísir hefir náð tali af Geir Gígju náttúru- ■fræðing, en hann hefir nú lagt stund á skordýrarann- sóknir hér á landi um 10 ára skeið. Geir er eini Islend- ingurinn sem hefir lagt skordýrafræði sérstaklega fyr- ir sig, og í rannsóknarerindum liefir hann ferðast á undanförnum tíu árum meira eða minna um allar sýsl- ur og nokkuð um óbyggðir landsins. Birtist hér að neð- an uppdráttur af aðalleiðum hans. A ferðum sínum hefir Geir Gígja safnað miklu af skordýrum og öðrum lágdýrum. Mest af safni lians er geymt hjá honum sjálfum, en nokkuð á Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn. Þá hefir Geir, auk þess að vinna að rannsóknum á skordýrum landsins, einnig frætt almenning um þau og önnur náttúrufræðileg efni, með því, að flytja út- varpserindi, rita greinar í blöð og tímarit og skrifa sér- stakar bækur uin náttúrufræði. I ” varl þinginu. Hvort „heimild“ eða „fjárveiting“. liggur fyrir gerir engan niismun i raun og sannleika. Eins og málið ligg'ur fyrir nú eru lítil líldndi til að það frest-' ist, nema því aðeins að tekjur ríkissjóðs bregðist verulega, en hvort er betra að hefja fram- kvæmdir af vanefnum, — sem reynast svo máske ófullnægj- andi, — eða undirbúa vel af- greiðslu málsins og fram- kvæmdir, og láta það fara sómasamlega úr hendi. Sjómannaskólinn hefir yfir ófullkomnu húsrými að ráða, en lítil l)ót er að því að byggja yfir liann annað ófullnægjandi liús eða tjalda í því efni til einn- ar nætur. Byggingu skólans ber að liraða svo sem frekast er Unnt, en gera hann jafnframt svo úr garði, að hann svari með öllu kröfum tímans, og þá ekki eingöngu dagsins í dag, heldur og komandi ára. Þeir menn, sem um málið fjalla munu hafa fullan skilning á þessu, og öll viðleitni til að vetyja úlfaþyt um málið er óhyggileg og ó- heppleg fyrir góða afgreiðslu þess. Opánber móttaka hjá ríkisstjóra íslands. Rikisstjórínn hafði hina fyrstu opinberu móttöku sína í móttökusal þeim, sem honum liefir verið búinn í salarkynn- um efri-deildar Alþingis. Var salurinn blóm.um prýddur. Mót- takan hófst kl. 11. Gengu þá fyrst á fund ríkisstjórans ráð- herrar íslands, forseti samein- aðs Alþingis, síðar dómarar hæStaréttar, þá sendiherrar er- lendra ríkja og starfsmenn þeirra, einnig ræðismenn er- lendra ríkja, biskup íslands, dómprófasturinn í Réyldjavik, biskup kaþólsku kirkjunnar, borgarstjóri og forseli bæjar- stjórnar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og AJþingis; prófessorar Háskólans og loks forstöðumenn ýmsra stofnana, félaga og félagssamtaka. Alls munu gestirnir hafa verið um eitt hundrað. Stóð Iiver heim- sókn ekki nema í nokkrar mín- „Hvenær vaknaði áhugi þinn fyrir náttúrufræði ?“ „Eg fékk strax áhuga fyrir náttúrufræði á æskuárum mín- um í liinni undurfögru sveit Vatnsdal í Húnavatnssýslu, þar sem eg ólst upp. Einkum tók gróðurinn í hinu töfrandi Marð- arnúpsgili liug minn fanginn. En það var minn ógleymanlegi grasafræðikennari, dr. Helgi Jónsson, sem fyrstur vakti áhuga minn á skordýrafræði og benti mér á það að íslenzk skor- dýr mættu heita alveg órann- sökuð, og hvílíkur undraheimur hér væri lokaður fyrir almenn- ingi. Og frá því fór eg að rann- saka skordýrin.“ „Er skordýralífið ekki fá- skrúðugt hér á landi?“ „Skordýralif íslands er að mörgu leyti merkilegt. Það er fjölskrúðugt^ þegar miðað er við önnur dýr landsins, en fá- útur. Rituðu gestirnir nöfn sín í mótttökubók í suðurherberg- inu við efri-deildar salinn, en gengu þaðan á fund ríkisstjór- ans. Móttökunni var lokið um kl. 12y2. skrúðugt þegar það er borið saman við skordýralíf þeirra nágrannalanda vorra er sunnar liggja. Skordýraríki landsins er slungið saman úr mörgum þáttum. Einn þáttur þess eru þau skordýr, sem eru sérstök fyrir liíbýli manna, annar sníkjudýr á mönnum og dýrum, þriðji spellvirkjar á gróðri, fjórði skordýr í sjávarfjörum, fimmti og sjötti skordýrin í straumvötnum og stöðuvötn- um —- áta vatnafiska — sjöundi skemmdarskordýr í gróðurbús- um, áttundi skordýr við hveri og laugar o. s. frv. Suinar skordýrategundirnar mega heita útbreiddar um allt land, en aðrar eru á meira eða minna takmörkuðum svæðum: í einum landsfjórðungi, í einni sveit eða aðeins á einum stað. Nokkurar skordýrategundir geta ekki þrifist norðar en í syðstu héruðum landsins vegna veðráttunnar. Mest er af skor- dýrum á láglendinu og fer þeim fækkandi eftir því sem hærra kemur yfir sjávarmál. Sumar flugur fljúga þó langt inn á jökla, og í einstöku jökulfellum, þar sem þýtt er á sumrin, er fá- skrúðugt skordýralíf að stað- aldri af harðgerðum tegundum. Flestar íslenzkar. skordýrateg- undir eiga líka heima í öðrum löndum, og sumar eru allra landa kvikindi, sem berast með slripum víðsvegar um heim. Eru þar á meðal ýms sníkju- dýr, meindýr í matvælum o. fl. En hér á landi eru þó fundnar 27 skordýrategundir sem hvergi eru kunnar utan íslands. Mest af þeim eru vespur, en einnig skor- Geir Gígja. títur, fiðrildi og flugur. Þar á. meðal bveraflugan, sem er á jarðhitasvæðum víðsvegar um land, og hefir mjög merkilega lifnaðarhætti. T. d. elst lirfa hennár upp í kringum 50 stiga lieita læki, sem renna frá hver- um.“ „Hvað er það lielzt viðvíkj- andi skordýrunum, sem þú hef- ir rannsakað?“ „Rannsóknirnar liafa verið fernskonar,“ segir Geir. „Það er fyrst og fremst að rannsakæ livaða skordýrategundir eru til hér á landi, í öðru lagi hve út- breiddar hinar einstöku tegund- ir eru, í þriðja lagi að rannsaka lifnaðarhætti þeirra og loks livaða gagn eða hvaða tjón hin- ar einstöku tegundir gera tands- mönnum.“ „Eru ekki flest skordýr mein- lítil og gagnslaus?“ „Nei skordýrin hafa mjög mikla þýðingu í búskap niáttúr- unnar. Vil eg í því sambandi að- eins minna á frævun blómanna. Ef skordýnjnum væri ldppt í burtu væri meiri hluti liinna fögru blómjurta einnig úr sög- unni. Svö eru nokkurir tugir skordýra hér á landi, sem bein- línis snerta manninn og af- lcomu hans. Þessum dýrum má skipta í þrjá flokka: 1. SkajSleg skordýr í liibýlum manna. 2. Skaðleg skordýr á gróðri. 3. Gagnleg skordýr í ám og vötnum, fæða vatnafiska.“ „Hvaða skordýr eru hættuleg- ust af þei’m sem eru í híbýlum manna ?“ „Vegglýsnar eru einna hvimleiðastar, því fáir geta hafzt við i húsum, þar sem þær Svörtu feitu strikin á uppdrættinum sýna leiðir Geirs á rannsóknarferðum lians um landið. Verkamannaráðherrann Ernest Bevin, annar valda- mesti maður Bretlands. éfrj ú ákvörðun Cliamberlains og félaga hans að heyja Heimsstyrjöldina 1914—18 á nýjan leik, hafði næstum orðið Bretlandi að falli. Á síðustu stundu gerði þjóðin uppreist gegn þessari sjálfsánægju, 'sem ein- kenndi stjónina. Uppreistin náðiiekki aðeins til 10 Dow- ning Street heldur fór hún um allt landið áður en júní- mánuður var á enda. Mannamunurinn í þjóðfélag- inu hvarf, því að óvinurinn var aðeins 20 milur frá ströndum Englands. Verksmiðjufólkið varð allt i einu dýrmætustu þegnarnir og öll þjóðin bað fyr- ir þvi, að takast mætti að fram- leiða í verksmiðjunum þau vopn, sem þurfti til að vopna á nýjan leik herinn, sem komst undan frá Dunkirk. Verðbréfa- salar í City og húsfreyjur þeirra fóru að starfa í vopnaverk- smiðjunum. Eton-drengirnir buðust til að vinna í flugvéla- verksmiðjunum. En Ernest Bevin — sjálfmenntaði verka- maðurinn, sem hætti í skóla 11 ára, til að fara að vinna fyrir sér — er þó bezta tálcn þessara um,- brota og breytinga. Eftir að Bretar höfðu orðið fyrir binu ógurlega hergágna- tjóni í Flandern voru honum fengin meiri völd, en nokkurum manni í lýðræðisstjórn höfðu áður verið fengin. Ilann var gerður að einræðisherra i iðnaði Breta og hver verkamaður og -kona verða að lúta vilja hans. Hann getur gengið að hvaða . manni, sem er og sagt: „Hvað gerir þú til að við sigrum?“ og ef honum finnst svarið ófull- nægjandi getur hann sagt: „Far- ið kl. 7 í fyrramálið til vinnu- miðlunarskrifstofunnar í hverfi yðar, til að vinna við skotgrafa- gröft í Hyde Park“. Bevin hefir ekki látið Breta verða fyrir vonbrigðum. Hann reif niður allar gamlar erfða- venjur, sem voru eins og fjötrar á athafnafrelsi hans og áhuga, og nú er svo komið, að fram- leiðsla Breta hefir aldrei verið meiri. En þetta var honum ekki sársaukalaust, því að til þess að ná þessu takmarki varð hann að fá verkalýðinn til þess að liafna öllum þeim fríðindum og kjarabótum, sem hann hefir barist fyrir frá því skömmu eft- ir aldamótin. Hann, sem barðist fyrir 40 stunda vinnuviku, varð að kref j- ast jiess, að unnið væri alla daga vikunnar. Hann liafði líka bar- ist fyrir sumarfríum verka- manna með launum, en varð að biðja þá um að fresta fríum sín_ um, þangað til eitthvað rofaði til. Hann skipulagði allsherjar- verkfallið 1926. Nú liefir hann bannað allar kaupdeilur til stríðsloka, en jafnframt bannaði liann atvinnurekendum að Iækka kaupið. Það er tákn um vinsældir' Bevins, að engir lireyfðu mótmælúm gegn þess- um ráðstöfunum hans. Gamlir starfsmenn í náðu- neytisskrifstofunum eru oft höggdofa vfi r hispursleysi Be- vins. Þeir eru vanir ótal króka- leiðum og endalausri skriffinsku i innbyrðis viðskiptum ráðu- neytanna. En þegar Bevin þarf að tala við Morrison eða Beaver- brook, þá hringir hann sjálfur til þeirra og í símanum ákveða þeir, hvað mest sé aðkallandi að gera. Og ef Bevin þarf að ná tali af einhverjum sérfræðingi hringir hann til hans sjálfur, til þess að vera viss um, að engin mínúta fari til spillis. Bevin fæddist 1884 i þorpinu Winsford í Somerset. Átta ára gamall missti hann foreldra sína og er hann var 11 ára fékk hann vinnu á sveitabæ og fékk 6 pence í laun á viku. Bóndinn var orðinn sjóndapur og lét liann þvi Ernest litla lesa um þingstörfin úr dagblöðunum, sem hann keypti. Síðar fluttist Bevin til Bristol og gekk þá í félag hafnarverka- manna. Fengu félagar Bevins hann til að bjóða sig fram til bæjarstjórnar. Eitt sinn var einn af andstæðingum lians að lialda ræðu gegn honum við höfnina. Bevin átti leið þama fram hjá og reiddist er hann heyrði niðr- andi ummæli um sig. Gerði hann sér þá lítið fyrir og varpaði manninum i sjóinn en Bevin tapaði kosningunni. í Bristol komst Bevin i kynni við Ben Tillet, brautrvðjanda i verkalýðsmálum Breta. Staklc Tillet upp á því að Bevin helgaði sig alveg verkalýðsmálunum og fór Bevin að ráðum hans. Hækk- aði hann hvað pftir annað i tigninni á þessu sviði, þangað til hann varð forseti Transport and General Workers Union árið 1922 og hefir verið það siðan. Var það mest að þakka dugnaði Bevins, að þetta samband varð voldugasta verkalýðssamband Breta. Bevin vakti aldrei sér- staka athygli almennings fyrri en 1920, er hann hélt 11 klukku- stunda ræðu um baráttu verka- manna fyrir hærri launum og betri vinnuskilyrðum. Fundum þeirra Bevins og Churchills hefir oft borið sam- an, en sjaldan voru þeir á einu máli. 1 allsherjarverkfallinu 1926 skarst fyrst verulega í odda milli þeirra. Churchill var þá fjármálaráðherra í stjórn Bald- wins, en Bevin stjórnaði verk- fallinu. Churchill heimtaði af ríkisstjórninni, að hún setli verkfallsmönnum úrslitakosti. Var það gert og batt það epda á verkfallið, en úrslitakostirnir voru ekki settir fram fyrri en Bevin liafði sagt í reiði sinni: „Hvílík guðs blessun fyrir land- ið, ef Churchill verður aldrei í stjórn framar“. En þótt þeir liafi verið á önd- verðum meiði i stjórnmálum, hafa þeir aldrei verið fjand- menn. Churchill hefir látið í ljós þá skoðun á Bevin, að hann sé duglegasti maðurinn á sviði iðnaðarins og Bevin hefir alltaf dáðst að hreinskilni Churchills, jafnvel þegar skoðanir þeirra hafa verið alveg andstæðar. Bevin fer á fætur á liverjum morgni.ld. 5.30 og vinnur heima hjá sér til kl. 9. Þá fer hann á skrifstofu sína og vinnur þar til kl. 9 á kveldin. Þá fer hann heim og vinnur til miðnættis. Hann hefir þrisvar sinnum hafnað aðalnafnbót, því að hanfi segir að hægt sé að gera sig hlægilegan á annan hátt. Ráðuneyti verkamálaráðherr. ans hefir löngum verið talinn grafreitur allra vona um póli- tískan frama. Bevin er þó ekki hræddur um það og ýmsir, sem sjá ofsjónum af framgangi hans eru á sömu skoðun. Þeir segja . . Vinir hans segja, að hann muni verða forsætisráðherra þegar stríðinu er lokið. Ekki fyr, þvi að bæði hann og fylgismenn hans bera ofmikið traust til stjórnarhæfileilca Churchills.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.