Vísir - 01.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 01.07.1941, Blaðsíða 2
V ISIR t VÍSIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Úélagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Flugsamgöngurnar. rp UTTUGASTA öldin er öld tækninnar, Framfarir hafa aldrei verið neitt svipaðar á umliðrium öldum ]>ví, sem af er þessari öld, hvað tækni og verklegar framkvæmdir snertir. Þessar framfarir hafa náð til Islands eins og annara nienn- ingarþjóða heims. ísland er iiætt að vera afskekkt, það er hætt að vera út á hjara heims. íslenzka þjóðin hefir lagað sig og mótast af heimsmenning- unni og tileinkað sér ýmislegt af því bezta, sem komið hefir fram á sjónarsviðið í tækni, vélamenningu og verklegri þróun. Það má jafnvel fullyrða, að engin ein þjóð hafi skipt jafnskjpttum ham og verið jafn dugleg að ryðja sér braut á sviði nútíma verklegrar menn- ingar sem íslendingar. Samanborið við fólksfjölda og samanborið við strjálbýli, efnahag og ýmsa örðugleika, hafa skeð liér undur. Verk- smiðjur hafa verið reistar unn- vörpum, sími kominn inn til afskekktustu dalabyggða, út- varp á flest heimili og í flest íliúðarliús landsins, akfærir vegir um þvert og endilangt landið, brýr yfir hinar mörgu og vatnsmiklu ár, hafnarmann- virki í ölluin eða nær ölluni kauptúnum landsins, stórkost- leg ræktunaraukning og aukinn vélakraftur til allrar fram- leiðslu. Þannig getum við talið lengi. En þjóð, sem er í vexti og sæk- ir fram til aukinna stórræða og aukinnar menningar, Iætur sér ekki nægja að rifja upp það, sem, gerzt hefir. Hún metur meir það, sem framundan er, og bíður úrlausnar. Hún heimt- ar ný verkefni til að fást við, hæði á sviði andlegra og verk- legra menningar- og umbóta- mála. Eitt af þessum verkefnum, er þjóðar vorrar bíða á næstunní, eru flugsamgöngurnar. Strax og flugtæknin óx, varð það ljóst, að hér beið okkar Is- lendinga verkefni, sem við urð- um undir öllum kringumstæð- um að tileinka okkur, og þvi 7 fvrr, því betra. Víðáttur Islands eru miklar, dreifbýli mikið og samgöngu- erfiðleikarnir, einkum á vet- urna, gifurlegir. Það varð því öllum framsýnum mönnum Ijóst, að hin öra flugtækniþró- un beið okkar. Og þetta er eitt af aðal-viðfangsefnum dagsins í dag. Nú er flugmálum þannig háttað hjá okkur, að sem stend- ur er ekki i notkun nema ein flugvél til farþega- og póst- ílutnings — flugvél, sem tekur aðeins fjóra farþega. Af skýrshim Flugfélags ís- lands, sem berast mánaðarlega til almennings, er það ljóst, að þessi eina flugvél er svo að segja alltaf á ferðinni, dag og nótt, þegar flugfært er. Það er lika ljóst, að þótt hér væru fjór- . ar ilugvélar jafnstórar myndu þær ekki gera meira en full- nægja þeim pöntunum, sem berast til félagsins. Og er þó ó- talið verkefni flugvélanna í þágu atvinnuveganna, svo sem leit að síldartorfum o. s. frv. En þótt hér sé enn skammt á veg komið, og flugmálin í mjög ófullnægjandi formi, þá er svo mikill skriðpr kominn á þessi mál meðal bjartsýnna og stórhuga einstaklinga, að við þurfum ekki að efast um, að þessum málum er borgið. Ný- lega fór hópur ungra og efni- legra manna til flugnáms í Vesturheimi, og þegar þeir koma aftur að vestan, má vænta þess, að þeir verði ekki látnir standa aðgerðalausir, lieldur fái þeir gnægð verkefna lil að glíma við. Þess má vænta, að Flugfélag- ið, ríki og ríkisstjórn búi svo unx þessi mál á næstunni, að innan fárra ára ferðist menn rneira með flugvélum, en nokkru öðru samgöngutæld, er við enn þekkjum. Flugvélarnar eru án nokkurs efa samgöngu- tælci framtíðarinnar — og við íslendingar liöfum, það sem af er þessari öld, samlagað okkur því bezta, sem tæknimenning heimsins hefir á að skipa — og svo mun enn verða. * Átta daga íerð Ferða- félags íslands til Norðurlandsins. Lagt á stað laugardaginn 5. þ. m. kl. 8 árdegis. Ekið fyrir Hvalfjarðarbotn um Borgar- fjörð (Hvítárbrú, Laxfoss og Hreðavatn) norður Holtavörðu- heiði um Hnúk í Vatnsdal (eða á suðurleið) og til Blönduóss og gist þar. Daginn eftir farið um Skagafjörðinn um Öxnadals- heiði til Akureyrar, dvalið þar um stund, síðan lialdið til Húsavíkur og gist þar. Þriðja daginn verður farið um Beykja- heiði og Kelduhverfi áleiðis til Ásbyrgis og Dettifoss og til baka til Húsavíkur um kvöldið og gist þar. Fjórða og fimmta deg- inum verður varið við Mývatn og gist á Mývátnsbæjunum. Gengið í Dimmuborgir, farið á bátum út í Slútnes, skoðaðar Brennisteinsnámurnar og ann- að markvert við Mývatn. Sjötta daginn haldið til Akureyrar um Goðafoss, Vaglaskóg og suður Vaðlaheiði og dvalið 1 höfuð- stað Norðurlands þann dag og, ef tími vinnst til, ekið inn að Grund. Sjöunda daginn lialdið heim á leið um Öxnadalslieiði og að Hólum í Hjaltadal og deg- inum varið í Slcagafirðinum og farið til Blönduóss um kvoldið og gist þar. Áttunda daginn ekið suður Holtavörðuheiði lím Borgarfjörðinn og upp Reyk- holtsdal að Húsafelli, skoðaður Húsafellsskógur, þá ekið suður Iíaldadál um ÞingvöII til Reykjavíkur. Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, en fyrir kl. 6 á fimmtudaginn þ. 3. þ. m. verða allir að vera búnir að taka far- miða. Þakkarávapp. Hjartans þakkir færi eg öll- um þeim, er á ýmsan hátt glöddu mig í tilefni af 91 árs afmæli mínu. — Sérstaklega þakka eg Reykvíkingafélaginu fyrir gjöfina, er Hjörlur Hans- son færði mér frá því. Bið eg algóðan guð að halda sinni alr máttugu verndarhemdi yfir Reykjavík og vernda hana frá öllu grandi nú og ævinlega. Guð blessi yklcur öll! Málfríður Guðbrandsdóttir frá Brennu. Fæðingardeild Landspítal- ans getur ekki íullnægt þörfinni. í henni þ^rftu að vera þrefalt fleiri i'iiiu. Viðtal við yfirljósmóðurina. ■p1 æðingardeild Landsspítalans, hefir nú starfað í * rúmléga 10 ár, og er aðsókn að deildinni nú orð- in svo mikil, að hún fullnægir á engan hátt þörfinni. Vísir hefir snúið sér til yfirljósmóðurinnar, Jóhönnu Friðriksdóttur, og átt viðtal við.hana um málefni deild- arinnar. Fer það hér á eftir. undirhúnings slíkri aukningu?“ „Méf er ekki kunnugt um, að neitt bafi verið gert í því efni.“ „En hafið þér nokkrar lillög- ur fram að færa?“ „Konurnar áttu drýgstan þáttinn í því, að Landspítalinn var reistur. Eðlilegast og líldeg- ast til árangurs teldi eg það, að þær tækju nú þetta mál í sínar hendur og beittu sér fyrir því á hverjúm þeim vettvangi, sem, sigurvænlegur er. Almenn fjár- söfnun kæmi þá einnig til greina. Mætti þær þá fara að dæmi prestanna, sem nú liafa beitt sér fyrir fjársöfnun til nýrra kirkjubygginga. Enda þótt eg hafi hugsað mér ýms- ar leiðir, sem fara mætti í þessu máli, sé eg eklci ástæðu til að greina nánar frá þvi á þessu stigi. En það er alveg víst og óvé- fengjanlegt, að ástæðurnar í fæðingardeildinni nú eru þann- ig, að þörf er skjótra og góðra aðgerða. Þótt nauðsynjamálin, sem styðja þarf, séu mörg, þá vænti eg þess, að engurn dyljist, að eitt hið almennasta nauð- synjamál, sem nú krefst lausn- ar, er það að tryggja sem bezt afkomu og heilbrigði sængur- kvenna og barna þeirra. Yeit eg, að karlmennirnir munu ekki láta sitt eftir liggja, að styðja okkur konurnar i bar- áttunni fyrir umbótum í jjessu máli, og með samtökum allra mun hin nýja, aukna fæðingar- deild brátt geta risið.“ „Deildin tók til starfa um leið og Landspítalinn var opnaður almenningi til afnota, þ. 20. des. 1930, en fyrsta barnið fæddist þar 5. jan. 1931. 1 þeim mánuði lögðust aðeins 8 konur í deild- ina.“ „Hvað olli þessari tregu að- sókn?“ „Almenningur var þá ókunn- ugur starfsemi fæðingardeilda í sjúkrahúsum og munu því margar konur, sem annars hefðu komið til okkar, bafa kos- ið heldur að ala börn sín í lieima- liúsum sínum, eins og jafnan hafði verið venja. En þetta breyttist fljótlega. Fyrstu sex mánuði ársins 1931 ólu hér 100 konur börn sín en 154 seinni helming sama árs, eða alls á fyrsta árinu 254. Til saman- burðar má geta þess, að s. 1. ár liöfðum við 477 sængurkonur og með deginum í dag, 30. júni, þ. e. á fyrstu 6 mánuðum þessa árs, höfðum við tekið á móti 258 konum í ár. Með sama áframhaldi kemst talan i ár Upþ yfir 500. Eins og tölur þess- ar bera með sér, liefir aðsóknin að deildinni meira en tvöfaldast á þessum árum.“ „Hefir uokkurntima orðið að úthýsa konum?“ „Já, því miður, margoft. S. I. ár urðum við t. d. að neita 40 fæðandi konum um rúm. Auk þess höfum við orðið að neita mörgum konum sem óskuðu, — og þurftu, — að liggja á fæðing- ardeild undir eftirliti læknis og Ijósmóður vegna meðgöngu- sjúkdóma. En vegna þrengsl- anna hér hafa margar þessara kvenna orðið að liggja heima, sumar vikum saman, og gátum við ekki tekið þær liingað fyr en á síðustu stundu, og jafnvel hefir komið fyrir, að þá urðum við að úlhý»sa þeim vegna rúm- leysis hér.“ „Hve mörg rúm eru í deild- inni?“ „Upphaflega voru 10 rúm ætluð sængurkonum og 2 rúm 1 í fæðingarstofum, eða alls 12 ^ rúm. Þegar á öðru starfsári urðu oft vandræði vegna rúm- leysis. Var þá tveim tvibýlis- stofum bætt við. En brátt reyndist það einnig ófullnægj- andi. Þá urðum við að tjalda því, sem til var. Var þá oft bú- ið um sængurkonur á varð- stofu ljósmæðranna, stundum í ganginum, sem er á milli fæð- ingarstofanna, og þegar þar þraut skjólið, urðum við að leggja þær í rúm eða á legu- bekki í fremri ganginum. Og eins dæmi eru það sannarlega ekki, að börn hafi fæðst í lier- berginu mínu! Og komið liefir það fyrir, að konur hafi alið börn sín í kennslustofu lækna- deildarinnar og í biðstofu eða skiptistofu handlæknisdeildar- innar.“ „Eftir hvaða reglu og í hvaða röð eru konur teknar inn, sem óskað hafa eftir rúmi þar?“ „Yfirleitt eru aðeins teknar inn þær konur, sem, undanfarið hafa verið undir eftirliti og um- sjón deildarinnar, og þær eru teknar inn í þeirri röð, sem þær veikjast. Undantekningar eru þó gerðar, þegar um er að ræða mjög aðkallandi, hættuleg til- felli, — ef þá eru nokkur tök á að taka við konunni.“ „Hvað verður um þær kon- ur, sem þið verðið að útliýsa?“ „Þær verða oftast að ala börn sín í beimahúsum, hvernig sem þar kann að vera ástatt. Getur hver sem vill gert sér í hugar- lund, hvernig þetta kemur sér, þar sem konurnar hafa treyst á það, að þær gætu komist inn i fæðingardeildina. Oft eru þetta fátækar konur, margra barna mæður, sem hafa stórt heim- ili en enga eða ófullnægjandi hjálp. Stundum eru þetta ein- stæðings stúlkur, sem einhver hefir skotið skjólshúsi yfir þangað til þær þyrftu að leggj- ast á sæng og gæti fengið rúm í fæðingardeildinni. En jafnvel þótt um sé að ræða konur, sem búa við sæmileg eða góð efni, þá er vinnukonueklan hér svo mikil, að oft reynist ömögulegt að útvega nauðsynlegustu heim- ilishjálp á meðan konan liggur á sæng. Annríkið hjá okkur tel eg ekki erfiðast. Sárast þykir mér það, að hafa engin tök á að lið- sinna þessum mæðrurn, eða verðandi mæðrum, og verða að úlhýsa þeim, livernig sem kann að vera ástatt á heimilum þeirra." „Hvað er hæg't að gera til að ráða bót á þessum vandræð- um?“ • „Með þeim 16 rúmum, sem deildinni raunverul. eru ætluð, er hægt að taka á móti um 300 konum á ári þ. e. nál. 25 á mán- uði til jafnaðar. Það, sem af er þessu ári, höfum við tekið á móti 43 konum á mánuði, þ. e. 72% fleiri en ætlast mætti til eftir rúmafjölda. En eins og eg sagði áður, er aðsóknin að deildinni sívaxandi. Beiðnir um rúm eru nú um, 100 á mánuði, eða fjórum sinnum fleiri en rúrnin leyfa. Eru það bæði beiðnir frá fæðandi lcoiium og kbnum, sem þyrftu að liggja ]iar vegna meðgöngusjúkdóma. Konurnar, sem til okkar leita, koma víðsvegar að. Flestar eru þær vitanlega úr Reykjavik, en margar úr Hafnarfirði og nær- sveitunum. Sumar koma jafn- vel úr fjarlægum byggðarllög- um. / Til þess að bæta úr brýnustu þörfinni, er aðeins ein leið til, og hún er $þ, að auka nú þegar húsnæði deildarinnar, svo að þar verði um 50 rúm í stað 16 nú, þ. e. að þrefalda rúmafjöld- ann. Með slíkri aukningu ætti fyrst um sinn að verða unnt að fullnægja eðlilegri aðsókn nokkurn veginn. En þó er það nú ekki meira en svo.“ „Hvað hefir verið gert til Adalfundur j. S. t. 57 fulltrúar frá 16 sam- bandsfél. sátu fundinn. /% rsbing Iþróttasambands Islands var haldið hér í bænum dagana 27. og 28. þ. m. Á þinginu mættu 57 fulltrúar frá 16 sambandsfélögum. Þá mætti og á þinginu Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. Forseti sambandsins, Ben. G. Waage, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna, einnig beindi hann árnaðaróskum til iþrótta- fulltrúans. Fundarstjóri var kosinn Er- lendur Pétursson, og til vara Jens Guðbjörnsson. Fundar- ritarar voru kosnir Haraldur Matthíasson og Þorsteinn Bern- harðsson. Siðan var gengið til dagskrár. Forseti 1. S. í. lagði fram prentaða ársskýrslu fyrir liðið starfsár. Urðu um hana miklar umræður, og kom fram í þeim eindreginn vilji um að efla gengi sambandsins svo sem verða mjá. Gjaldkeri í. S. í., Sigurjón Pétursson, skrifstofustóri lagði fram og skýrði reikninga sam- bandsins, sem að nokkurum umræðum loknum voru sam- þykktlr eiriróma. Ennfremur lagði gjaldkeri fram fjárliags- áætlun fyrir næsta sarfsár, og var henni vísað til fjárhags- nefnda þingsins. Þá urðu og nokkurar umræð- ur um breytingar á lögum sam- bandsins. Ivosningar í stjórn sambands- ins föru þanníg, að Ben. G. Waage var endurkosinn forseti í 16 sinn, Erlingur Pálsson var endurkosinn, og í stað Konnáðs Gíslasonar, er baðst undan end- urkosningu, var kosinn ’Þórar- inn Magnússon. Voru Konráð þökkuð vel unnin störf i stjórn sambandsins. Fyrir voru i samb.stj. Frímann Helgason og Sigurjón Pétursson skrifstofu- stjöri. Varastjórnin var endurkosin þeir Pétur Sigurðsson, Kristján L. Gestsson og Kristján Ó. Skagfjörð. Endurskoðendur og varaend- urskoðendur voru og endur- kosnir. í íþróttadómstól til næstu þriggja ára voru kosnir: Einar B. Guðmundsson hrm. og er hann dómstjóri. Garðar Þorsteinsson, hrm. Ólafur Sveinsson, prentari. Hörður Þórðarson, lögfr. Sigurður Nördal, lögrþj. Einar Pálsson, verkfr. Konráð Gíslason, verzl.m. Þórður Guðmundsson, verzl- unarm. og Sigurður S. Ólafsson, prentari. Varamenn í dómstólinn voru kosnir: Axel Sveinsson, verzlm. Þórir Kjartansson, lögfr. Ólafur Sigurðsson, fátækra- fulltrúi. Jón Sigurðsson, verkfr. og Stefán Runólfsson, rafvirki. í þinglok laugardagskveldið 28. júni var fulltrúum sýndur þáttur úr litkvikmynd I. S. 1. Var þátturinn frá forsetamót- inu 1940, tekinn af hópgöngu íþróttamanna um hæinn við leiði Jóns Sigurðssonar, á íþrótlavelinum og við Háskól- aiin. Ben. G. Waage skýrði mnydina, og þótti mönnum mikið til hennar koma. Þar sem samhandið á aðeins kvikmyndatökuvél, en enga til sýninga, þótti fulltrúiun að eklri mætti lengur við svo búið standa og skutu þeir saman nokkurri fjárupphæð til kaupa á sýninga- vél handa sambandinu. Þinginu lauk með liófi í boði sambandsstjórna. Ávarpaði for- seti, B. G. W. fulltrúana og starfsmenn þingsins og þakkaði þeim gott samstarf, en Jens Guðbjörnsson þakkaði Erlendi Péturssyni góða og röggsam- lega fundanstjórn og tóku full- trúar undir með ferföldu húrra- hrópi. Síðan gaf Erlendur Pét- ursson yfirlit um störf þingsins og óskaði fulltí’úum góðrar heimferðar. Sleit hann síðan þinginu, en fulltrúar lirópuðu ferfalt húrra fyrir 1. S. í. Mörg mál voru til umræðu og afgreiðslu á þinginu, og verður þeirra gelið nánar hér í blaðinu, svo og skýrslu sambandsstjórn- ar. Líkn. Ungbarnavernd Líknar er opin hvern þriöjudag og föstudag kl. 3 —4. — Ráðleggingarstöð fyrir barnshafandi konur opin fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 3—4, Templarasundi 3. Þingvallaför Heimdallar. Þátttökukort seld í dag og á morgun á skrifstofu Varðar, Varð- arhúsinu kl. 1—5. Sími 2339. Næturlæknir. Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu g, sími 2714. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki, Bæjarráð hefir synjað heiðni Skúla Jó- hannssonar um leyfi til að hafa aug- lýsingaturn á torginu við Vatnsþró. Þing-vallaför Heimdallar. Þátttökukort seld í dag og á morgun á skrifstofu Varðar, Varð- arhúsinu kl. 1—5. Sírni 2339. Hæstiréttur. Einar Arnórsson, hæstaréttar- dómari, hefir verið kjörinn forseti hæstaréttar frá I. sept. þ. á. til 31. ágúst 1942.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.