Vísir - 07.07.1941, Blaðsíða 3
VISIR
Aðeins 3 söludagar eftir í 5. flokki.
Mappdpættid.
íþróttamát Borgfirðinga:
Fengu 51 stig, aðrir 26 stig samanlagt.
b.s. Hekla , i6,
Abyggueg afgrexðsla
Fvá Vestfjöröum:
Húsnæði sleysi á Isafirði,
verðlaunasjóður húsmæðra og eignir hafnarsjóðs.
JJ ið árlega iþróttamót Borg-
firðinga var haldið í gær
á Hvítárbökkum við Ferjukot.
Var þar saman kominn fjöldi
fólks, þrátt fyrir óhagstætt veð-
ur og rigningu framan af.
Formaður Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar, Halldór
Sigurðsson, setti mótið kl. V/2
e. h., en að því loknu liófst
sundkeppnin með þessum úr-
slitum:
100 m. skriðsund karla:
1. Jón Sæmundsson, R. 1:14,4
2. Jón Þórisson, R.....1:17,8
3. Steingr. Þórisson, R.. 1:18,0
100 m. bringusund karia:
1. Kristinn Guðjónss., R. 1:22,4
2. Helgi Júlíusson, H. . . 1:22,5
3. Sig. Eyjólfsson, H. . . 1:26,8
50 m. skriðsund smádrengja:
1. Birgir Þorgilss., R. 32,4 sek.
2. Kristján Þóriss., R. 49,5 sek.
50 m skriðsund lcvenna:
1. Steinþ. Þórisd., R.. 38,2 sek. ,
2. Gerður Helgad., R. 48,4 sek.
3. Guðbj. Jónsd., R. . 50,0 sek.
'Árangurinn er liér allgóður,
einkum í bringusundinu og
drengjasundinu, þótt tekið sé
tillit til þess, að synt var und-
an dálitlum straumi,
Að sundinu loknu liélt dr. Ei-
ríkur Albertsson ræðu. Þá lék
Lúðrasveitin Svanur nokkur
lög, en því næst hófust hinar
frjálsu íþróttir, með þessum
árangi-i:
100 m. hlaup:
1. Hösk. Skagfjörð, Sk. 12,6 sek.
2. Steingr. Þóriss., R. 12,7 —
3. Sigurbj. Björnss., R. 12,8 —
WO m. hlaup:
1. Steingr. Þóriss., R. 59,9 sek.
2. Sigurbj. Björnss.,R. 60,0 —-
3. Jakob Guðm., R. . . 62,0 —
Höskuldur hljóp á 12 sek. í
undanrás, en úrslitin komu svo
fljótt, að hvorki hann né hin-
ir keppendurnir náðu aftur
sínum fyrri tímum. Steingrim-
ur hljóp mjög sæmilega.
Iiástökk:
1. Jón Þórisson, R..... l,60m.
2. KriStl. Jóhanness., R. 1,55 —
3. Helgi Júlíusson, H. . 1,55 —
Langstökk:
1. Hösk. Skagfjörð, Sk. 5,61 m.
2. Einar Þorsteinss., ísl. 5,48 —
3. ívar Björnsson, R. . . 5,20 —
Þrístökk:
1. EinarÞorsteinss., ísl. ll,85m.
2. Jón Þórisson, R. ... 11.51 -—-
3. Kristl. Jóhanness.,R. 11,46 —
Stangarstökk:
1. Jón Þórisson, R. 2,50m.
2. Kristl. Jóhanness., R. 2,40 —
3. Pétur Jónsson, R. . . 2,30—■'
Sökum regnsins var stökk-
aSstaðan nokkuð slæm. Má þvi
telja árangurinn vel viðunandi,
sérstaldega í liástökkinu.
Höskuldur er fæddur lang-
stölckvari, atrennuhraður og
snarpur, en stökk því miður
upp 30-40 cm. aftan við stökk-
hrún. Jón Þórisson, Kristleifur
og Einar (á strigaskóm) eru
efnilegir stökkvarar, en skort-
k á í stíl.
Spjótkast:
1. IJelgi Júliusson, H. 36,05m.
2. Kristl. Jólianness.,R. 32,22 —
3. Sig. Eyjólfsson, H. . 31,47 —
Kringlukast:
1. Einar Þorsteinss., í. 33,37 m.
2. Kristl. Jóhaness., R. 29,13 —
3. Helgi Júliusson, H. 29,05 —.
Kúluvarp:
1. Ilelgi Júlíusson, H.. 10,41 m.
2. Pétur Jónsson, R. . .- 9,97 —
3. Jón Þórisson, R. ... 9,86 —
Helgi er liðlegur kastari og
yfirleitt alhliða iþröttamaður.
Einar virðist vera gott kastara-
efni, eigi síður en í stökkun-
um og .er kringlukast hans
mjög i áttina. Pétuy liefði ef til
vill getað orðið lionum skeinu-
hættur, ef hann liefði ekki ógilt
öll köst sín.
Úrslit mótsins urðu þau, að
U.M.F. Reykdæla (R.) vann
mótið með 51 stigi. U.M.F.
Ilaukur (II.) Iilaut 12 stjg,
U.M.F. íslendingur (Isl.) 8 og
U.M.F. Skallagrímur (Sk.) 6
slig. Af einstaklingum hlutu
þessir flest stig: Jón,Þórisson
11,. Helgi Júliusson 10, Krist-
leifur Jóhannesson 9 og Einar
Þorsteinsson 8.
Tveir fræknustu íþróttamenn
mótsins í fyrra kepptu ekki að
þessu sinni. Voru það þeir Sig-
urður Guðmundsson og Þor-
valdur Friðriksson, sem gátu
sér þá einnig góðan orðstír hér
í Reykjavík.
Á eftir íþróttakeppninni var
stiginn dans fram eftir kvöldi
og urðu þá nokkrir góðglaðir,
en sem betur fór var lögregla
á staðnum, sem gætli man.ua,
svo að allt fór vel fram.
Hlurk
Prófi við Trulmans nuddskóla
í Kaupmannahöfn hefir Jóna Er-
lendsdóttir nýléga lokið með i. ein-
kunn.
Húsnæðisvandræði.
Margar fjölskyldur hér í hæn.
um eru nú algerlega húsvilltar.
Stafa húsnæðisleysið að mestu
leyti af þeirri óvenjulegu fjölg-
un heimila, sem orðið hefir á
síðastliðnu ári og haldið hefir
áfram það sem liðið er af'yfir-
standandi ári.
Margar fjölskyldur búa nú
líka rýmra en áður, síðan batn-
aði í ári.
Hinsyegar hafði sáralítið ver-
ið byggt hér næstu árin fyrir
stríðið. Er því ekki að furða þótt
fljótt yrði hér þröngt um liús-
næði.
Nú er líka svo ástatt að hús-
næði er ófáanlegt, jafnvel þótt
glóandi gull væri í boði.
Til þess að bæta úr húsnæðis-
leysinu er ekki annað fyrir hendi
en að byggja ný hús, þrátt fyrir
dýrtíðina og þar af leiðandi
margfaldan hyggingarkostnað á
móts við það sem áður var.
Eftir því sem næst verður
komist þyrfti að hyggja um 30
íbúðir, til þess að fullnægja
þörfinni sem þegar er fyrir
hendi. Mó sízl úr því draga, þar
sem bersýnilegt er að bygging-
arkostnaðurinn verður enn
hærri á næstu árum, og útvegun
byggingarefna sennilegast hálfu
torveldari en nú og getur lokast
með öllu.
l
Verðlaunasjóður húsmæðra.
Frú Rakel Jónasdóttir og
Kristinn Guðlaugsson oddviti að
Núpi i Dýrafirði, hafa afhent
sámbandi vestfirzkra kvenna
HQO krónur að gjöf, sem stofn-
fé að verðlaunasjóð véslfirzkra
húsmæðra.
Þakkaði aðalfundur Saiai-
bandsins þeim hjónum þessa
.rausnargjof.
íslandsvikmynd
samvinnufélaganna
var sýnd hér 16. og 18. f. m.
Guðlaugur Rósinkranz skóla-
stjóri útskýrði myndina. Hefir
liann sýnt hana viðsvegar um
Vestfirði undanfarið.
Eignir hafnarsjóðs.
Á nýafstöðnum bæjarstjórn-
arfundi var m. a. samþykk I að
veita Blóma. og trjáræktarfé-
laginu 1200 kr. styrk.
Samþykkt að leggja 10 þús-
’md krónur l.'l byggingar nýs
Djúpbáts og að fyrirtækið verði
sjálfseignarstofnun. Stjórn sé
skipuð 5 mönnum; 2 kosnum af
bæjarstjórn; 2 kosnum af sýslu-
nefnd Norður-ísaf jarðarsýslu,
cn ríkisstjórn tilnefni 5. rnann-
inn.
Samþykkl að styrkja bóka-
safn Sjúkrahússins með 300 kr.
Lagður var fram reikningur
hafnarsjóðs fyrir s. 1. ár. Sam-
kvæmt reikningnum nema
skuldlausar eignir hafnarsjóðs
liðl. 827 þús. krónum, en sumar
eignirnar gefa lítinn beinan arð,
t. d. Bátahöfnin, sem á reikn-
ingnum er uppfærð fyrir 392 j
þúsund krónur, og Skipeyrin,
uppfærð á 30 þús. krónur. Af- J
gangur samkvæmt rekstrar-
reikningi nemur kr. 41.458.66.
Böðvar Bjarnason
- prestur að Hrafnseyri í Arn-
arfirði lét af prestsskap nú í sið-
astliðnum fardögum, eftir 39
ára prestsþjónustu í kalli sinu.
Sr. Böðvar hefir verið merkis-
klerkur. Auk prestsverkanna,
sem hann rækti af mikiHi alúð,
stunduðu mörg ungmenni
framhaldsnám hjá honum og
mörgum piltum kendi hann
undir skóla. Þótti sr. Böðvar á-
gætur kennari.
Strax hlöðust á sr. Böðvar ný-
vígðan margvísleg sveitar-
stjórnarstörf i Auðkúlahreppi
og hefir hann verð oddviti og
sýslunefndarmaður hreppsins
yfir 30 - ár. Þrátt fvrir öll þessi.
störf og fjölda mörg önnur lief.
ir sr. Böðvari gefist tóm til að
sinna öðrum lnigðarefnum.
Hann hefir skrifað fjölda greina
um margvisleg efni orkt talsvert
af Ijóðum, sumt ágæt kvæði og
lagt fram mikið starf í þágu fé-
lagslegra umbóta, ekki sízt á
sviði bindindismálsins.
Sr. Böðvar skilar því óvenju
miklu og góðu dagsverki.
Hann flutfi nú i vor til Þing-
eyrar. Hefir kona hans á hendi
forstöðu sjúkraskýlisins á Þing-
eyi’i, en sr. Böðvar hefir nokk-
urt bú að Múla i Kirkjubólsdal.
Síra Sigurður Gíslason á Þing-
eyri hefir nú verið settur til að
gegna prestsþjónustu í Hrafns-
eyrarprestakalli.
(Skv. ,,Vesturlandi“).
-------------------------
L.F.K.R.
Bókasafnið — Amtmannsstíg 2
— er opiS hvern mánudag kl. 4—
6 og 8—9.
Hótel ValhölL
Nú getur Valhöll tekiÖ á móti
dvalargestum, þar, e'S börn ])au, er
þar voru á vegum sumardvalay-
nefndar, hafa verjÖ flutt þaSan og
ráðstafað annað.
Aðg:crðalau§ir cehb8»;í.
Japanir hafa ákveðið að bíða átekta og sjá hvað setur
í stríði Rússa og Þ jóðverja. Þessir iandamæraverðir,
sem eru austur við landamæri Mans jukuo hafa bvi ekk-
ert að gera um sinn, enda j)ótt svo sé að sjá af mynd-
inni, að þeir treysti Japönum lítt og séu við öllu búnir.
xxxsooöocooööeoeacoöoooooooooooöooeíiooísöííöoocooeoooooo
íj Innilegar þakkir vil ég færa þeim mörgu, sem sýndu
» ' ö
« mér vinarhug á fimmtiu ára afmælisdegi minum.
| §
» G u ð ni E i n á r s s o n. jí
« |j
>OOOOOOOOOQOO<SOOOOQOOOOQOQ<SOOOQOOOaoOQQOCSOOOQCQQQQQ<XX
Vegna íjarvern
§kóg;ræktarstióra
verður skrifstofunum lokað þar til seint í þessum mánuði.
Reykjavík, 4. júlí 1941.
Skógræki ríkisin§.
Hótel Valhöll
á Þingvöllum getur nú tekið á móti gestum til dvalar um lengri
eða skemmri tíma.
HÓTEL VALHÖLL.
Tilkynningr
frá Rauða Kross Islands.
Sökum sihækkandi verðlags sér stjórn Rauða Kross íslands
sér ekki fært annað en að hækka nú flutningsgjöld með sjúkra-
bifreiðum félagsins.
Gjaldskrá samkvæmt þvi verður:
Innanbæjar: Hver ferð fram og aftur kr. 8.50.
Utanbæjar: Grunngjald kr. 5.00. Auk þess kr. 0.50 á hvern
kilómetra, sem bifreiðin fer. — Aukahjálp greiðist aukalega.
Gjaldskráin gengur i gildi 1. júli 1941.
STJÓRN RAUÐA KROSS ÍSLANDS.
Skólastjórastaðan
við Gagn fræðaskólaim í Flensborg er laus til umsóknar
R'á 1- okt. n, k. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu bæ j-
arstjórans I Hafnarfirði fyrir 1. ágúst n. k.
V
SKÓLANEFNDIN.
Tilboð
óskast i nýbýli hálftíma keyrslu frá Reykjavik, að stærð 26 ha.
Fylgí getur 8 kýr og 50 kindur, 2 hestar og ö!3 áhöld. Tilhoð
séu komin til Vísis fyrir 12. þ. m. merkt: „Nýbýli".
Tillíyniiing*.
Á fundi Læknafélags Reykjayíkur 4. júlí 1941 var
samþykkt að þeir hluttækir meðlimir Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, seip fá læknishjálp á prívatsjúkrahúsum
bæjarins eftir 1. júlí s. 1., verði aðeins krafðir um
greiðslu fyrir lækipshjáipina samkvæmt gjaldskrá fé-
lagsins frá 1937 án verðlagsuppbótar.
Þetta gildir þar til annað verður auglýst.
STJÓRN L. R.
Gudmundur Hannesson
andaðist í nótt.
Bjarnína Snæbjörnsdóttir. Kar] Einarsson.