Vísir - 29.08.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1941, Blaðsíða 2
V 1 S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 16 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00. á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hinir húsvilltn. JJ KKI er ráð nema í tíma sé tekið, en Ijetrá er þó seint en aldrei. Fyrir tilmœli ríkis- stjórnarinnar lióf húsaleigu- nefndin i gær söfnun skýrslna um húsnæðislaust fólk hér í hænum. Verður nefndin til við- tals í hæjarþingstofunni í liegn- ingarhúsinu kl. 2—7 í dag og á morgun, en ekki er vitað að öðru leyli hvernig starfinu verð- ur hagað. Vitað er j>egar að fjöldi fólks verður húsnæðislaust með haustinu, og dvelur það fólk nú hér í hænum, en þeir munu enn fleiri, sem utanbæjar dvelja við atvinnu sína, en flytjast, hingað í liaust, og eiga þá ekkert víst hvað liúsnæði snertir. Fjöldi sjómanna liéðan úr bænum er nú væntaníegur heim af síld- veiðunum í lok þessa eða hyrj- un næsta mánaðar. Fjöldi kvenna og barna dvelur í sveit- um, og ganga má út frá þvi sein gefnu, að ýms slík heimili hafi verið uppleyst yfir sumartím- ann, en þurfi nú á húsnæði að halda er haustar. Auk jiessa er námsfólkið, sem skiptir vafa- laust hundruðum, en einstök herbergi er nú jafn erfitt að fá og íbúðir. Þarf því að halda upplýsingasöfnuninni áfram út septembermánuð, bæði að því er varðar skort á íbúðum og einstökum herbergjum. Hömlur þær, sem lagðar hafa verið á húshyggingarstarfsemi hér í bænum, hefna sín þvi til- finnanlega nú í haust, og kemur þá í ljós hversu fráleit regla það er, að Ieyfa ekki innflutning á byggingarefni, nema mjög tak- markaðan, og miða því næst sölu efnisins á innanlandsmai’k- aðinum við ákveðna stærð húsa. Þessar liömlur liafa dregið veru- lega úr byggingum ,og annað illt Iiafa þær af sér leitt, en það er að bærinn þenst sífeldlega út, en af þvi leiðir stórfelldan kostnað fyrir bæjarfélagið, sem vel mætti sneiða hjá að mestu, ef unnt reyndist að hagnýta ó- byggðar eða lítt byggðar lóðir inni i bænum, sem stórhýsi þarf að reisa á. Margir þeir, sem ætl- að hafa að byggja á lóðum sín- um, hafa neyðst til að hætta við það, af þeim sökum, að inn- flutningsleyfi á efni hefir ekki fengizt til slikra bygginga. Sma- hýsi í úthverfum bæjarins, sem byggð eru af vanefnum vegna stóraukins kostnaðar, spilla stórlega útliti bæjarins, auk þess, sem þau bæta að óveru- legu leyti úr húsnæðiseklunni. Stórhýsi, sem byggð eru inni í bænum, koma að mildu meiri notum, og verða tiltölulega ó- dýrari en smáu húsin, sem mi er unnið að. Vafalaust gengi einnig greiðlegar að koma þeim upp, með því að mannaskortur er mjkill, og vinnuafl það, sem fyrir er, ekki til dreifingar á smáhýsin, enda er við þau til- tölulega miklu meira starf en hin. Þetta verður vafalaust tek- ið til athugUnar, ef í byggingar verður ráðist fyrir opinbera í- hlutun. ■ Þrátt fyrir það, að Reykjavík hefir ekki húsnæði aflögu fyrir eigin borgara, hefir það einnig verið tekið til afnota fyrir aðra aðila, sem ættu sjálfir að geta séð sér farborða. Fitt blað hér í bænum hefir reynt að gera lít- ið úr þessu, en heldur þar mjög villandi á málunx. Telur blaðið að „brezkir setuliðsmenn liafi aðeins 20 fjölskylduíbúðir liér í Reykjavík og auk þess 15 ein- stakingsherbergi“. Jafnvel þótt átt væri einvörðungu við setu- liðsstjórnina sjálfa, liggur í aug- um uppi, að þetta er rangt. Því til sönnunar skal .aðeirís bent á það, að í einu lmsi hefir setu- liðsstjórnin til afnota þrjár fjölskylduíbúðir, en 37 herbergi auk herhergja, sem starfsfólki eru ætluð og munu vei’a nokk- ur. Það er því auðsætt, að með þeim 15 einstaklingsherbergj- um, sem gerð hefir verið grein fyrir, liefir aðeins./ í einu húsi láðst að telja með a. m. k. 40 herbergi auk íbúðanna, sem a'ð ofan greinir. Þegar einnig er tekið tillit til, að í hverju þess- ara herbergja dvöldu tveir eða fleiri menn er auðsætt, að þess- ir menn allir þurfa að fá hús- næði úti um hæinn, og eiga j>ess þá ef til vill ekki kost, að fá húsnæði með öðrum, eins og þarna tíðkaðist. Aðeins þetta dæmi út af fyrir sig sannar liina auknu húsnæðisþörf hæjarbúa, en vafalaust mætti fleiri slík dæmi til tína, er sanna, að upp- lýsingar hlaðs þessa eru rangar, og hefði blaðstjórnin vissulega mátt vita betur. Það þýðir ekki að koma fram með blekkingar i þessum efn- um. Þær verða ekki til bóta. Hér þarf að liéfjast handa og það þarf að sjá svo um, með einhverju móti, og verða senní- lega margar leiðir valdar, að horgararnir hafi þak yfir höf- uðið er haustar að og vetrar- kuldarnir nálgast. Ef ekki er unnt að tryggja húsnæði með öðru móti, verður hið opinbera að bj^ggjajeða styrkja menn til að byggja nú þegar, en jafn- framt verður að tryggja, að allt byggingarefni, hverju nafni sem nefnist, verði hér fáanlegt. Þess verður að vænta, að allir aðilar skilji þessa nauðsyn, og reyni að hæta úr henni, og vissulega er seirit betra en aldrei. íþróttamót Kjósarsýslu. Hið árlega íþróttamót Drengs og Aftureldingar var haldið á Bugðubökkum í Kjós sunnu- daginn 17. ágúst s.l. U.M.F. Drengur hélt mótið að þessu sinni. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup: Sek. 1. Janus Eiríksson (A) 11.6 2. Gísli Andrésson (D) • 12.0 41. Njáll Guðmundsson (D) 12.1 Langstökk: Mtr. 1. Axel Jónsson (D) 6.19 2. Janus Eiríksson (A) 5.99 3. Gísli Andrésson (D) 5.73 Hástökk: Mtr. 1. Janus Eiríksson (A) 1.62 2. Sigurjón Jónsson (D) 1.60 3. Axel Jónsson (D) 1.55 Kringlukast: Mtr. 1. Njáll Guðmundss. (D) 34.59 2. Axel Jónsson (D) 31.75 3. Haukur Hannessorí(D) 28.36 Ca. 3000 metra víðavangshlaup: Mín. 1. Guðm. Þ. Jónss. (D) 10:20.2 2. Sigurj. Jónsson (D) 10:33.2 3. Þór Þóroddsson (A) 10:46.0 Glíma: Vinn. 1. Njáll Guðmundsson (D) 3 2. Davíð Guðmundsson (D) 2 3. Grímur Norðdahl (A) 1 50 metra sund, frjáls aðferð: Sek. 1. Gunnar Sveinsson (A) 43.5 2. Þór Þóroddsson (A) 47.6 3. Sigurjón Jónsson (D) 48.0 1 stökkunum og 100 m.hlaup- inu var hlaupið undan mjög Orðng:leikar á ölliim §ímaframkræmdnm. Sínmitaurar haia ckki flutset tii laudsins á anuað ár i ' — — |»ar tii nu. Viðtal við Guðm. Hlíðdal póst- og simamálastjóra. Guðmundur Hlíðdal póst- og norðan úr landi, úr eftirlitsferð í morgun og spurði hann tíðinda kvæmdir á landinu. „Það er htið að frétta annað eu það, að sem stendur er örð- ugt um allar framkvæmdir“, segir símamálastjóri. „Undan- farið hefir efnisskortur og varahlutaskorlur hamlað öllum okkar framkvæmdum og jafn- vel viðgerðum líka. Áður fengum við alla okkar varahluti frá Mið-Evrópu, en það er langt síðan loku var skotið fyrir það. Nú fáum við lílið eitt varahluti frá Englandi, en það, sem við getum fengið frá Ameriku, passar alls ekki. Varahluti sem liægt er að nota í sjálfvirku stöðina hér getum við alls ekki fengið.“ „HVerjar eru helztu fram- kvæmdir i símamálununx?“ „Það litla, sem unnt hefir ver- ið að gera, er að halda við gömlu símlögnunum, og örlít- ið liefir verið um nýlagningar, en skortur hefir verið á efni í livorutveggja. Þær litlu lagnir, sem eru nýjar, eru notendasím- ar út frá stöðvum, sem kornið hefir verið upp úr gömlu efni.“ „Hafa verið mikil brögð að hilunum á þessu ári?“ „Það er ekki hægt að segja. En þó var það nú svo, að eitt veður tók á þriðja hundrað staura, og slík bilun er* mjög tilfinnanleg, þegar þess er gætt, að það var komið á annað ár frá því símastaurar höfðu feng- izt til landsins, þar til i síðustu viku, að við fengum nokkuð af staurum frá Ameríku. Það er ekki hægt að fá þá frá Eng- landi. Ilinsvegar liafa hvorki krókar né einangranir fengizt ennþá.“ „Hvernig hefir þá verið hátt- að viðgerðmn 'á því, sem, bilað hefir ?“ „Það hefir verið unnið úr því efni, sem til var fyrir, og svo úr þvi litla, sem fengizt hefir.“ „Hafa ekld neinar rneiri hátt- ar hilanir orðið á simanum síð- ustu dagana?“ „Jú, suðurlandslínan bilaði í gær, eftir að vöxtur hafði hlaup- ið í Súlu. Sú bilun var mjög til- finnanleg, þvi á þeirri línu var hæði talsambandið milliReykja- víkur og Austfjarða og ritshna- sambandið við sæsímann á Seyðisfirði. Hefir verið mjög örðugt að afgreiða samtöl manna vegna þessarar bilunar, og það hefir komið fyrir, að ekki hefir verið hægt að af- greiða nema 50% símtals- heiðna.“ „Búist þér við að þessi bilun vari lengi?“ „Um það er ómögulegt að segja neitt á meðan maður veit elcki hve lengi hlaupið varir né hversu stórkostlegt það er. Við látum stöðugt athuga gang hlaupsins og i morgun var Súla enn í örum vexti. Venjan er sú, að þegar ámar hlaupa, vaxa þær fyrst jafnt og þétt noklc- ura daga og brjótast svo fram rkum vindi. Afrek Axels í ígstökkinu og Njáls í kringlu- stinu eru beztu árangrar í im greinum á þessum mótum. Urslit mótsins urðu þau, að engur vann með 27 stigum »n 15, sem Afturelding féklc. símamálastjóri er nýkominn Vísir hafði tal af Guðmundi um símamál og tSímafram- I alll í einu í mildum hamförum | með gauragangi og íshurði í fram yfir sandana. Þó eru til á I þessu undantekningar, eins og t. d. síðast þegar Skeiðará liljóp. í morgun var Sida byrjuð að brjóta ís og bera fram á sand- inn, en þó svo tiltölulega lítið, að tæplega er um að ræða að- alhlaup. Annars er það athyglisvert, að Súla og Skeiðará virðast hafa samhand sín á rnilli undir jöklinum. Það er venjan, að þegar önnur vex minnkar vatns- magn hinnar, og svo er enn, þvi að í þessu lilaupi hefir Slceiðará minnkað til muna. I»egrar ,Café de Paris4 í London varð fyrir §prengjn. Eitt af stórfenglegustu veitingahúsunum í London heitir Café de Paris, — eða öllu heldur hét, því það hefir nú verið lagt í rústir eða svo til. Það varð skotspónn einnar sprengjunn- ar, sem Þjóðverjar senda Londou í loftárásum sínum. Þessi atburður var mikið ræddur í enskum blöðum, og þóltu þetta, eins og að vonum lætur, stórtíðindi. Eitthvað mun hafa hirzt um atburð þennan í íslenzkum blöðum, en það mun hafa verið nxjög litilsháttar. Ilefir Vísir því aflað sér nán- ari upplýsinga um þetta og fer hér á eftir frásögn sjónarvotta, sem viðstaddir voru, þegar lík- in voru tekin úr rústunum. — Á skrifstofunx okkar í London var yfirleilt mikið að starfa, en þetta eftirminnilega kvöld var venju fremur litið að gera. — Við löbbuðum nokkra stund úti og litunx á það mark- verðasta, senx skeð hafði i loft- árásunum síðustu dagana. • Um ellefu-leytið komum við svo aftur lieim. Við unnum eitt- livað fram, eftir lcvöldi og fór- um síðan í háttinn. Nóttin leið eins og svo marg- ar aðrar nætur í London. Við fengum heimsókn þýzkra flug- véla og þær vörpuðu niður sprengjum sínum yfir þögla horgina. Daginn eftir spurðist sú fregn að eitt stærsta og merkasta veit- ingahús horgarinnar hefði orðið fyrir sprengju þá seint unx kvöldið, og eyðilagst. Eg fór á staðinn til þess að sjá, hvernig umhorfs væri eftir skemmdarstai’fið. Blasti við mér lieldur leiðinleg sjón, því þetta glæsilega hús var sundur- tætt um miðbikið. Hafði sprengjan komið niður á mitt dansgólfið og sprungið þar. Danssalur þessi var hring- myndaður, voru svalir allt í kring um hann og mikill íhurð- ur hvár sem htið var. Hljóm- sveitin, sem lék danslögin þarna, liafði aðsetur sitt nálægt miðju gólfi: Þessi hljómsveit var talin ein sú bezta og þekkt- asla i London. Maður sá, sem stjórnaði henni, hét Ken John- son (Snakehip) og var kyn- blendingur. Var hann áhtinn einliver bezti swing-spilari, sem, uppi var ujh þessar slóðir. Sprengjan, sem eyðilagði húsið, kom niður, svo sem fyrr segir, á iniðju gólfi, rétt lijá hljómsveitinni. Ekki sást neitt eflir af hljómsveitarmönnunum — nema sundurtætt lík —■ eftir að sprengingin varð, utan einn, sem komst af, og var sagt að liann liefði misst annan fótinn. Máður sá, sem átti þetta veit- ingahús, hét Marius Poulsen og var danskur. Ilann fórst i sprengingunni. Var sagt, að hann hefði verið að fylgja gest- um að borðum sínum, er slysið vildi til. Þessi Poulsen kom fyrir mörgum árunx sem fátækur sendill til London. Vann hann sig svo upp með tímanum, að hann var álitirin eiga meiri hluta flestra stærstu veitinga- staða í London. Um 30—40 manns létu þarna lífið, og voru það allt heldri borgarar. Þessi staður er svo fínn, að þangað koma ekki menn af lægri stéttunx. Þennan dag' var hafið björg- unarstarfið. Var livert líkið af öðru tekið úr rústunum. Þótti það óhugnarleg sjón, að sjá það sem fram fór, því flest líkin voru mikið sködduð og sum lítt þekkjanleg. Seinna um daginn sírnaði einn vinur nxinn til mín og sagði mér frá því, að hann hefði hringt til mín nxörgum sinnum kvöldið áður, en enginn hefði svarað. Kvaðst hann hafa ætlað að hjóða mér með sér á Café de Paris kvöldið áður, en vegna þess, að liann liafði ekki náð í mig, hafði liann liætt við að fara. Þannig fór í það skiptið, að eg slapp, eins og svo nxörg önn- ur, því ólíklegt er að við hefð- um komizt lífs af úr þessum hildarleik, ef við hefðum verið á staðnum. Haustmót II. flokks hefst á sunnudagínn. Annars flokks knattspymu- mótið (haustmótið) hefst á sunnudaginn kemur. Verður þátttaka góð í mótinu og keppa auk Reykjavíkurfélag- anna bæði Vestmaimaeyingar og Ilafnfirðingar. Gera menn sér nxiklar vóriir um Vest- nxannaeyingana eftir frammi- stöðu þeirrá hér í fyrra, þvi þá kepptu þeir hér þrjá kappleiki og fóru ósigraðir heim. Unnu þeir einn leikinn og gerðu tvö jafntefli. Koma jxess- ár piltai’ aftur núna, að undan- teknum þremur eða fjórum, senx gengnir eru upp i I. flokk. Hafa þeir æft mjög dyggilega í sumar og nxá vænta af þeim góðrar frammistöðu. Á sunnudaginn keppa öll fé- lögin- sex, senx þátt taka i mót- inu. Fyrsti leikurinn hefst kl. 10.30 og keppa þá Haukar og Víkingur, kl. 2 e. h. keppa Fram og Iv. R. og kl. 3'keppa Valur og Vestmannaeyingar. Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hulda ólafsdóttir, Skóla- vörðustíg ió, og Pétur Pétursson, bifreiðarstjóri, Bergþórugötu 6i. r=£ 3*(, .., ( Myndin sem hér hiríist er af slöldcvistarfi lijálparsveitanna í London. Menn gela gert sér í hugarlund hve mikla örðugleika menn eiga við að búa í þessu starfi. -----------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.