Vísir - 29.08.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1941, Blaðsíða 3
I VÍSIR Slysavarnaíélagið reisir skýli á Meðallandssandi. í ráöi er að byggja 2 skýli á Mýrdalssandi. Vísir hitti Jón Bergsveinsson erindreka S1 ysavarnafélags fs- Jands að máli í morgun, og spurðist fyrir um byggingar fé- Iagsins. Sagðist Jóni svo frá, að ný- lokið væri við hús á MeðaJ- iandssandi. Er það m. að stærð, steinsteypt og stendur á stöplum. Hús þetta er enn ekki innréttað, en það mun rúma 24 menn í kojur, þegar það er búið. I húsi þessu hefir verið kom,- ið fyrir björgunartækjum og meðalakössum og öðru nauð- synlegu til björgunar. Húsið er upphitað. Forstofa er í því, sem er ætluð til þess að menn taki þar af sér sjóklæði og þesshátt- ar. Mun verða undinn bráður bugur að því að koma þessu í fullkomið lag. Er það Kvennadeild Slysa- varnaféiagsins, sem, hefir staðið fyrir byggingu þessari. Meira hefir verið hugað að húsbyggingum af hálfu félags- ins og er í ráði að reisa tvö hús á Mýrdalssandi. Mun að öllu forfallalausu verða hafizt handa í þessu efni strax eftir slátt, og verður þá reynt að koma hús- unum upp fyrir veturinn. Enn hefir ekki verið tekin ákvörðun um það, livar húsiú eigi að standa, en -yonandi verður þess ekki langt að lnða, að það verði gert. Eru þessar framkvæmdir og framkvæmdaáform hin bráð- nauðsynlegustu og á Slysa- varnafélagið miklar þakkir skil- ið fyrir þetta. Félagatalan er nú 13236 og fer síhækkandi, þvi menn sjá óðum betur þörf þessa ágæta félagsskapar. Ættu menn ekki að láta undir höfuð leggjast með að gerast félagar og veita þannig þessari þörfustu starf- semi landsmanna fjárhagslegan stuðning sinn með ársgjaldinu, sem er aðeins kr. 2.00. Björgunarskipið Sæbjörg er nú norðan lands, en eins og mönnum mun vera kunnugt, befir Rikisskip það á leigu með þeim skilmálum, að Slysavarna- félagið getur heimtað skipið hvenær sem er, ef þess er þörf við björgun. Við björgunarstarfið stjórn- ar alltaf einhver frá Slysavarna- félaginu, venjulega Jón Berg- sveinsson. Bcbíop fréttír Kirkjuritið. Júlí-blaðið er nýlega komiS út. EfniS er sem hér segir : Prestastefn- an 1941,' eftir Hálfdan Helgason prófast. Ávarp biskups og yfirlits- skýrsla hans, eftir Sigurgeir Sig- urðsson biskup. Sumarlandið, eftir síra Ólaf Ólafsson. Kirkjur konunga á Bessastöðum (niðurlag), eftir Vigfús Guðmundsson frá Engey. Ferð um Suður-Þingeyjarprófasts- dæmi, eftir dr. Árna Árnason, hér- aðslækni. Hraungerðismótið, eftir sira Sigurð Einarsson, dósent. Loks er Biblían og tungumálin, Almenni kirkjufundurinn o. fl. — Biskup lætur þess getið i skýrslu sinni, að nú sem stendur sé 16 prestaköll ó- veitt. Bægisár-prestakall í Eyja- fjarðarprófastsdæmi hefir jiú verið sameinað Möðruvallaprestakalli. Fimmtug’ur er í dag E. A. Jensen, rafmagns- fræðingur, Freyjugötu 24. Næturlæknir. Gunnar Cortes, Seljaveg 3, sínii 5995- — Næturverðir i Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarplð í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.30 Iþróttaþáttur (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 20.00 Fréttir. 20.30 Er- inái: tJr sögu sönglistarinnar, IX : Þróun hljómþulunnar (með tón- dæmum) (Robert Abraham). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Ivvartett nr. 13 i C-dúr. 21.25 Hljómplötur: Fantasía eftir Tschaikovsky. í júnímánuði gerðu 50 menn í stálverksmiðju í Sydney, Ástraliu, verkfall í _ nokkra daga, vegna þess að einum félaga þeirra hafði verið sagt upp. Brottrekstraror- sökin var, að maðurinn hafði neit- að binda skóþveng vinnuveitanda síns. Tvær íkviknanir. I gærdag, um fjögur leytið, kom upp eldur í svokölluðu „Doktorshúsi“, sem er nr. 13 við Ránargötu. Eldurinn kom upp í þaklier- bergi hússins, sennilega út frá gassuðuvél, sem verið var að elda á þarna uppi. Olli eldurinn all verulegum skemmdum og varð að rifa nokkuð af þakinu lil að komast nægilega vel að eldinum. Einnig urðu skernmd- ir af vatni, á báðum liæðum hússins. Doktorshúsið mun vera 111 ára gamalt, og því eitt af elztu húsuni bæjarins. í því bjuggu 6 fjölskyldur og auk þess nokkrar einlileypar manneskj- ur. Þar sem eldurinn kom upp og skemjndir urðu alvarlegast- ar, var innbú allt óvátryggt. Doktorshúsið er sem stendur í eigu Halla Þórarins ltaup- manns. Um ]iað leyti, sem slökkvilið- ið var að hverfa á brott frá „Doktorshúsinu“, var það kall- að í port, sem liggur milli Aust- urstrætis 7 og Hafnarstræti's 8. Voru þar geymdar allskonar eldfimar umbúðir, svo sem hálmur, og er talið að ungling- ar muni hafa kveikt í því. Varð af þessu eldur og reykur all- verulegur, en lítið tjón hlauzt af. — I jiortinu var geymd benzín- tunna og var það hreinasta mildi, að Slökkviliðið gat kom- ið henni í tæka tíð undan eld- inum. [oltslynlln. Árásum Breta í nótt var beint gegn Ruhr-héruðunum og var sendur þangað mikill hópur flugvéla. í gær ^voru í björtu gerðar árásir á borgir á N.-Frakklandi. Þjóðverjar gerðu engar Joft- árásir á Bretland í gær í björtu, en í nótt var varpað sprengjum á nokkurum stöðum í Austur- Englandi. Þar biðu nokkrir menn bana og nokkrir særðust. Nýkomið: Verzlunarbækur allar tegundir, feikna úrval. Umslög um 50 stærðir og tegundir. INGiÓLFSHVOLIsSfMI S. G. T., eingöngu eldri dansarnir, verða í G. T.-húsinu laugardaginn 30. ágúst kl. 10. Áskriftalisti og aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2. — Simi 3355. — S. G. T.-hljómsveitin. — Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu á morgun þurfa að koma fyrir kl. 10 fyrir hádegi sama dag í síðasta lagi. — Barnagúmmikáparnar nýkomnar í fjölbreytíu úrvali. GEYSIR FATADEILDIN Kia>Ora svaiadrýkkir Llnie pBniee — Lemon — Oran^e (ni'ape Fruit eru komnir aftur VERZLUN SIMI 4205 Golfkylfur - Teimisspaðar Höfum fengið fáein stykki af golfkylfum frá Gradidge Ltd., ennfremur tennisspaða frá Slazengers Ltd. Bæði þessi firniu eru heimsþekkt fyrir framleiðslu á góðum sportvörum. VERZLUN HANS PETERSEN Bankastræti 4. Sundnámskeið hef jast að nýju í Sundhöllinni mánudaginn l. sepí. Þátttakend- ur gefi sig fram sem fyrst. Uppl. í síma 4059. SUNDHÖLL RÉYKJAVÍKUR. Þeir nýnemar, er stóðust inntökupróf Menníaskólans í vor, en ætla sér að sækja þenna skóla á komanda vetri, verða að hafa sótt um skólavist og sent skilríki sín fyrir 15. sept. næstk. Þeir gagnfræðingar, er ætla að halda áfbam námi í III. belck, gefi sig fram fyrir sama tíma. Til mála lieHr komið að stofna til kennslu í IV. bekk fyrir þá, er lokið liafa III. bekkjarprófi. Verða þeir að gefa sig fram við skólastjóra hið bráðasta eða innan viku hér frá. Skólinn hefst að forfallalausu 20. sept. Reykjavík, 30. ágúst 1941. SKÓLASTJÓRL Geymslupláss rakalaust, ca. 100 fermetrar, óskast til leigu strax. Tilboð auð- « , kennt „224“ sendist afgr. Vísis. b.s. Hekla Sími 1515 Góðir bílaz Abyggileg afgreiðsla Tilkynning fpá húsaieigunefnd. Eftip tilmælum frá fé- lagsmálaráduneytinu verdixp safnað skýrsl- um um liúsuæöislaust fólk í Reykjavík í bæj arþingstofuimi í Hegningaphúsinu í dag og á mopgun kl. 2-7 síddegis. Reylcjavíb: 29. ágúst 1941 Húsaleigunefndin í Reykjavík. Ásta Sylvía, dóttir okkar andaðist í gær á Kristneshæli. Margrét og Magnús Sigurðsson. Móðir min, Ingibjörg Vigfúsdóttip, andaðist að heimili sínu Hverfisgötu 80, 28. þessa mánaðar. Guðrún Jónsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.