Vísir - 01.09.1941, Síða 2
I
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
»Út úr
myrkrunumcc
H alldór Kiljan Laxness fókk
nýlega skeyti frá formanni
rithöfundasambands ráðstjórn-
arríkjanna, þar sem þess var
farið á leit við Laxness, að hann
legði nokkuð af mörkum í rit
eitt, er beinast skyldi gegn hin-
um nazistisku öflum i lieimin-
um. Virðist svo, sem pólitsíkur
áhugi rithöfundarins hafi vakn-
að við jietta að nýju, — sótt-
kveikjan leyndist á sínum stað,
og ekki þurfti nema herzlumun-
inn til þess að líkams- og sálar-
ástandið yrði hið sama og fyr.
Ekki er látið staðar numið við
skrifin i hið alþjóðlega ráð-
stjórnarrit, heldur gerist nú
Kiljan málsvari kommúnist-
iskrar starfsemi hér heima
fyrir.
Benjamín Eiríksson nefnist •
ungur hagfræðingur. Hann mun
hafa stundað nám í Svíþjóð, en
auk hagfræðináms lagði hann
þar stund á nám í rússneskri
tungu, og tók þátt í kommún-
istiskri félagsstarfsemi. Benja-
mín er sagður greindur maður,
og mun um þessar mundir liafa
verið liðtækur línudansari, enda
er sagt að fyrir þá snilli sína
hafi hann fengið þriggja ára
dvöl í ráðstjórnarrikjunum, en
slík landseta erlendra manna er
þáttur í „uppbbyggingarstarfi"
Komintern. •
Svo virðist, sem við nánari
kynni hafi Benjamín hagfræð-
ingur ekki getað fellt sig alls-
kostar við hnossgæti það, er
honum var á borð borið, og er
hann flytzt aftur hingað til
lands, segir hann skilið við
kommúnistiska starfsemi til
þess að helga sig hinni sósíalist-
isku baráttu, og skipar sér nú i
sveit Héðins og Arnórs Sigur-
jónssonar, að því er virðist.
Um þessar mundir er von á
bók einni í islenzkri þýðingu á
markaðinn, er nefnist á frum-
málinu „Out of the Night“, eftir
þýzkan kommúnista, Jan Valt-
in, sem kvað heita Krebs réttu
nafni. Bók þessi er æfisaga höf-
undarins, en hann starfaði um
tvo tugi ára í þjónustu þýzka
kommúnistaflokksins og „Kom-
intern“.
Nokkur ágreiningur hefir ris-
ið milli þeirra félaga Benjamíns
og Laxness varðandi það, hvort
frásögn Ivrebs hafi við rök að
styðjast eður ei. Benjamín er þó
maður fróðari Laxness og meira
mark á honum takandi allra or-
saka vegna og skal því slcýrt frá
viðhorfi hans til bókarinnar, en
um hana reit hann grein í „Nýtt
land“ 22. ágúst s.I. Þar segir svo
m. a.: „Þeir sem fyrir hvern
mun vilja lialda bókinni frá ís-
lenzkum socialistum, gera það
vegna þeirra lýsinga, sem þar
eru á starfsaðferðum Komin-
tern. Fyrir þá, sem vel hafa
fylgst með þróun Komintern,
kemur ekkert á óvart það, sem
Valtin segir. Ræktun kommún-
istaflokkanna með hinum bolsé-
vísku starfsaðferðum hefir bor-
ið þessa kynlegu ávexti.
Þá segir Benjamín: „Social-
isminn hugsar sér að byggja
baráttu sína á háu siðgæði á-
hangendanna, siðferðisþroska
VlSIR
Lpftvarnip á Norðurlandi:
Síldarverksmiðjurnar
þurfa sjálfar að eiga
slökkvitæki.
Viðtal við Svein Einarsson verkfræðing.
Sveinn Einarsson verkfræðingur er nýkominn norðan úr
landi, en hann fór samkvæmt beiðni norðanmanna til að athuga
og leiðbeina um loftvarnir hjá þeim.
Elftír €liopin-kon§ert
12. maí 1941 — hjá Árna Kristjánssyni, píanóleikara.
Flýgillinn tónana flytur um salinn,
með fallandi, stígandi þrótti og mildi;
það er, sem blossi upp eldur falinn
og endurhljómi i djúpi sálar.
Meiningu tónanna túlkarinn skildi,
með tendrandi litbrigðum hljómana málar.
Sindrandi, eilifa ómríka mál,
sem alvaldur sendir af hæðunum niður,
það tengir og sameinar sál við sál,
þvi svífandi hugsun í algleymi þýtur
á tónanna vængjum, sem talandi kliður
frá tónskáldsins brjósti, er hlustandi nýtur.
Túlkarans vald er að vekja það aftur
sem var — en þó er þegar harpan það flytur,
þá endurskapast sá andlegi kraftur,
er andinn lifði á horfinni stund,
sem féll það í skauLað vera vitur
og vorhuginn efla og göfga lund.
Einar Markan.
Allslierjar sýning:
Menzkra listn
Bandalag íslenzkra listamanna hefir farið fram á það við
bæjarráð, að það fengi að halda allsherjar málverkasýningu í
garðyrkjuskálanum nýja við Garðastræti, að garðyrkjusýning-
unni Iokinni.
og fórnfýsi (Innskot hér: shr.
Alþýðuflokkinn). í flokkum,
Ivomintern liafa þeir hinsvegar
tekið meir og meir við völdun-
um, sem léttasta liafa hlekki
mannlegra dyggða um fót.
Glæpahneigðir menn ' hafa oft
reynst liinir þörfustu þjónar. I
stáð hugrekkisins með hreinan
skjöld liafa refjarnar og klæk-
irnir komið — og með þeim ým-
islegt enn verra. Hinir sjálf-
stæðustu og hugrökkustu hafa
annað livort verið brotnir á bak
aftur með sjálfsgagnrýninni,
sem fyrirskipuð hefir verið að
ofan, bæði að efni og forrni
(man nokkur sumarið 1934?)
— eða reknir. í stað umhugsun-
ar, persónuþroska og sannfær-
ingar, hefir hin auðsveipna
hlýðni komið, á pólitísku máli:
verkfærið."
Enn kveður Benjamín: „Sið-
gæðisgrundvöllur sosíalismans
er arfur frá hinni vestrænu
menningu. En tækni valdabar-
áttunnar — þar sem skamm-
sýn sjónarmið ráða — þolir
engar siðgæðishömlur. Lygar
og glæpir verða eingöngu prakt-
isk atriði. Þar sem ekki er samt
hægt að beina átökum manna i
eina og sömu átt án ákveðinnar
sameiginlegra siðgæðishug-
mynda, tekur foringjaskipulag-
ið hollustuna við foringjann.sem
mælikvarða siðgæðisins, og
flokksdýrkunarskipulagið holl-
ustuna við flokkinn, sem oft er
ekki annað en klika ein, er
hrifsað hefir til sín völdin á ó-
fjTÍrleitinn hátt, kallað sig síð-
an „fIokkinn“, „miðstjórnina“
eða eitthvað svipað. Ágætt dæmi
er flokkurinn sem svo kallaði
sig hér i Reykjavík sumarið
1934“.
Hér er ekki rúm til að rekja
þessi skrif nánar, þó skal að
lokum vitnað í Laxness, er liann
segir, v— að bókin lýsi aðallega
„morðingjum, drykkjumönn-
um, þjófum, landráðamönnum
o. s. frv.“ og „Benjamín Eiríks-
son má gjörst vita sjálfur um
siðferðisástand þeirra kommún-
ista, sem hann hefir ha'ft sam-
skipti við, bæði hér heima, í So-
vétlýðveldunum og á Norður-
löndum.“ Benjamin segir: „Bók !
Valtins er ein af stórkostlegustu
bókum vorra tíma. Hún er
sönn.“
Síra Gunnar Benediktsson
hefir frá þessum mánaðamótum
látið af ritstjórn Nýs dagblaðs, en
við henni hafa tekiÖ þeir Einar Ol-
geirsson alþingism. og Sigfús Sig-
urhjartarson, cand. theol.
f grein
um Brynjólf Oddsson í laugar-
dagsblaðinu, misprentaðist menn-
ing í stað minning.
Vísir hefir snúið sér til Sveins
og spurt hann um förina norð-
ur og um loftvarnaráðstafanir
nyrðra.
„Loftvarnir eru bæði á Akur- ;
eyri og Siglufirði skipulagðar
með áþekku fyrirkomulagi og
hér i Rvík, og liafa þeir yfir-
leitt tekið sér loftvarnirnar hér
til fyrirmyndar.“
„Hafa þeir komið upp lijálp-
arsveitum?“
„Já, og skipulag þeirra er
líkt og hér og fjöldi starfs-
manna í hlutfalli við starfs-
mannalið hjálparsveitanna
hér.“
„Leiðbeinduð þér nokkuð um
loftvarnir í þessum kaupstöð-
um?“
„Á Siglufirði hafði eg sýningu
á því, hvernig slökkva ætti i í-
kveikjusprengjum. Þar mættu
fleiri hundruð manns til að
liorfa á, og virtist mér sem fólk-
ið yrði öruggara miklu á eftir
og hyrfi óttinn af því, þegar það
var búið að kynnast meðferð
íkveikjusprengjanna af eigin
sjón. Þá sat eg ennfremur á
fundum loftvarnanefnda bæði á
Akureyri .og Siglufirði og leysti
úr þeim spiu-ningum varðandi
loftvarnamál, sem fyrir mig
voru Iagðar.“
„Hvernig virtist yður áhugi
manna vera fyrir loftvörnun-
um?“
„Mjög mikill á háðum stöð-
unum, svo að honum er í engu
ábótavant.“
„Hvað fannst yður helzt á-
bótavant?“
„Það er of litið til af slökkvi-
tækjum á báðum stöðunum. Til
þessa hefir verið miðað við eðli-
lega tíma eingöngu, en alls ekki
við loftárásir. Nú munu þó ráð-
stafanir liafa verið gerðar til að
afla aukinna slökkvitækja.
Hvað Siglufjörð snertir, þá er
eldsliættan þar óvenju mikil
vegna þess, að þar er allt löðrað
í lýsi og olíu. Ættu síldarverk-
smiðjurnar að koma sjálfar upp
slökkvitækjum, því á þeim er
brýnni nauðsyn en e. t. v. á
nokkrum öðruni stað á land-
inu.“
Slökkviliðið gabbað
að befir borið nokkuð
mikið á því, að slökkvi-
liðið hafi verið lcvatt út núna
síðustu dagana. Hefir annað
livort verið um eitthvað smá-
vægi að ræða eða hara gabb.
Á laugardaginn var, var
slökkviliðið kallað tvisvar sinn-
um út, i annað skiptið niður í
Lagarfoss. Var einhver litils-
liáttar bruni þar.
í fyrrinótt var brunaliðið
gabbað einu sinni út. Var brot-
inn brunaboðinn í Austursræti
fjögur.
I nótt var það kvatt tvisvar
út. Annað skiptið á Laugaveg
og bitt Bergstaðastræti. Var það
gabb í annað skiptið. Hitt var
smávegis.
Haustmót II, flokks
hófst í gær.
Fyrstu leikir II. flokks móts-
ins (haustmótsins í knatt-
spyrnu) fóru fram í gær á
íþróttavellinum.
Úrslitin urðu þau, að Víking-
ur vann Hafnfirðinga með 1:0,
K. R. vann Fram með 4:0, Val-
ur vann Vestmannaeyinga með
3:2.
Munaði mjóu með bæði utan-
bæjarfélögin að þau sigruðu í
gær, því að Vikingur vann
Hafnfirðingana á vitaspyrnu, og
leikurinn milli Vals og Vest-
manneyinganna var svo jafn, að
ekki mátti milli sjá hver ynni.
Um Vestmanneyingana má
segja, að þeir hafi átt öllu sterk-
ari menn en Valur, en skorti
samleik og knattmeðferð á við
Valsmennina.
Þetta er „knock out“ keppni
svo að þau félögin, sem töpuðu
í gær, konia ekki til leiks aftur.
Hvað Vestmannaeyinga snertir,
munu þeir þó sennilega lceppa
aukaleik við K. R. áður en þeir
hverfa lieim, og sömuleiðis hafa
þeir óskað eftir að keppa við
Hafnfirðingana.
Næsti leikur II. flolcks mótsins
verður á morgun milli Vals og
Víkings, en á fimmtudaginn
keppir það félagið, sem vinnur
þá, til úrslita við K. R.
Að undanförnu hafa íslenzkir
listmálarar haldið sameiginleg-
ar sýningar i miðbæjarskólan-
um, nema i sumar og fyrrasum-
ar. En þá hefir skólinn verið
tekinn lil annarra nola og þvi
ekki liægt að lialda sýningu þar.
Er þetta mjög bagalegt fyrir
listamennina, því þeir liafa ekki
getað lialdið neinar sýningar
eftir að kaupgeta almennings
óx, og liefir það orsakað minni
sölu á listaverkum, og það sem
er þó öllu verra, að það hefir
komið listunnendum að mestu
leyti úr sambandi við listamenn-
ina sjálfa, og að því er menn-
ingarlegt tjón.
Nú vill stjórn Bandalags is-
lenzkra listamanna nota þetta
einstaka tækifæri sem fæsl með
býggingu hins nýja 'garðyrkju-
sýningarskála við Garðastræti.
Það skilyrði var að visu sett af
bálfu bæjarráðs, að skálinn yrði
rifinn þegar að garðyrkjusýn-
ingunni lokinni, sem yrði um
mánaðamótin scptejnber og
október. En B. í. L. liefir farið
fram á það við bæjarráð, að
skálinn fengi að standa einn
mánuð enn, eða út októbermán-
uð og þá héldu listamennirnir
sýningu sína.
Það má treysta því að bæjar-
ráð bregðist vel og drengilega
við þessari málaleitun lista-
mannanna og þeim mun frem-
ur, sem húsnæðisvandræði eru
svo mikil í bænum, að ógerlegt
mun reynast að halda sýningar
fyrir einstaka listamenn. Hér er
því um að ræða einasta tækifær-
ið fyrir jiá til að halda sýningu
í ár.
Hefir stjórn Bandalags ísl.
listamanna fengið leyfi lóðar-
eigenda og eigenda garðyrkju-
skálans til að lialda sýningu í
skiálanum að aflokinni garð-
yrkjusýningunni, svo að það er
bæjarráð eitt, sem hefir örlög
sýningarinnar í hendi sér.
Eftir þvi sem Jóhann Briem,
form. Bandalags ísl. listamanna
tjáði Vísi, munu yfir 20 listmál-
arar hafa fullan hug á að taka
þátt í sýningunni.
Hámarksverð á
nýjum ilski.
Verðlagsnefnd hefir nú á-
kveðið hámarksverð á nýjuni
fiski í Rvík.
Verðið er sem hér segir:
Þorskur, slægður, með liaus:
1. sóttur af kaupanda til fisk-
sala kr. 0.55 pr. kg.
2. Heimsendur til kaupanda
kr. 0.60 pr. kg.
Ýsa, slægð, með liaus:
1. Sótt af kaupanda til fisk-
sala kr. 0.60 pr., kg.
2. Heimsend til lcaupanda kr.
0.65 pr. kg.
Suður-Amerikuþjóð-
irnar og styrjöldin.
Skiptar skoðanir um nazisma og kommúnisma.
(Grein þessi er frá United Press
— vikuleg- yfirlitsgrein um
málefni Suður-Ameríku).
Innrás Þjóðverja í Rússland
hefir orsakað nokkura breyt-
ingu á afstöðu flestra þjóða
Suður-Ameríku til styrjaldar-
innar og þeirra stefna, sem þar
berjast.
Það var undantekningarlítið
skoðun ráðandi manna í þessum
löndum, að kommúnisminn
væri hættulegri fyrir Suður-
Ameríku en nazisminn og fas-
isminn. Frá þessu hafa þó verið
nokkurar undantekningar, en
þær hafa verið fáar og látið
minna á sér bæra.
Kommúnistar hafa liaft litið
áhrifavald í stjórnmálum í
Suður-Ameríku. Víðast Iivar
hefir starfsemi þeirra farið
minnkandi að undanförnu, ef
hún hefir ekki verið bönnuð.
Undantekningar að þessu leyti
eru þó Chile, þar sem kommún-
istar hafa tekið drjúgan þátt í
stjórn alþýðufylkingarinnar,
Kúba, þar sem kommúnistar
höfðu forgöngu um að Fulgen-
cio Batista var kjörinn forseti
og Mexíkó.
Samningur Rússa og Þjóð-
vera, sem gerður var í ágúst
1939, varð til þess að margir,
sem voru lilynntir Þjóðverjum,
snéru við þeim bakinu og hann
var óspart notaður af lýðræðis-
flokkum og félögum til þess að
fá þá á sitt band, sem liöfðu
verið á tveim áttum áður.
Þessi nýju viðhorf munu þvi
vafalaust liafa allmikil áhrif —
skoðanabreytingu hjá vissum
flokki andnazista, sem voru
aldrei alveg heilir í því efni. —
Þau munu líka gefa þeim, sem
ldyntir eru möndulveldunum
ný „skotfæri“ til að vinna
stefnu sinni fylgi.
Þeir geta brugðið upp mynd
af Hitler, þar sem hann fari í
krossför til þess að brjóta
bolsivismann á bak aftur og
forða heiminum frá hættum
þeim, sem af honum stafa.
Þetta virðist þegar hafa verið
gert viða og eklci án sýnilegs ár-
angurs.
í Quito í Ecuador gefa ka-
kaþólskir menn út blað, sem
nefnist „E1 Debate“. Þar segir
svo fyrir skemmstu: „í baráttu
þeirri, sem nú er háð milli
Þýzkalands og Rússlands ....
erum við með Þýzkalandi og
óskum þess að það beri sigur
úr býtum.“
Enda þótt slíkar samúðarlýs-
ingar sem þessi sé aðeins sjald-
gæfar í Suður-Ameríku, er það
alls ekki undarlegt, þótt undir-
alda hkra hugsana og skoðana
verði víða til. Hvað stjórnir
ríkjanna snertir hafa þær jafn-
an gætt þess að kynna sér sem
bezt afstöðu stjórnar Banda-
ríkjanna í öllum atriðum þess-
ara mála og engin þeirra mun
láta sér koma til liugar að gera
neitt, sem gæti orsalcað ósam-
komulag við Bandaríkjastjórn.
Eina rikið, sem hefir gengið
fram fyrir skjöldu og lieitið á
landslýðinn að veita Rússum
hjálp, • er Uruguay. Það riki
mun hafa gengið lengst af Suð-
ur-Amerikurikjum i að sýna
lýðræðisanda sinn síðastliðin
tvö ár. Tók þingið til meðferðar
að tekið yrði upp aftpr stjórn-
málasamband við Rússland og
Rússum veittur gjaldíVestur, ef
þeir hefði hug á að festa kaup á
afurðum frá Uruguay og gæti
eklci borgað strax.
Styrjöld Rússa og Þjóðverja
hefir ekki stöðvað neina af þeim
opinberu rannsóknum, sem
hafnar liöfðu verið til að rann-
saka starfsemi möndulveld-
anna og fulltrúa þeirra í Suður-
Ameriku. I Argentínu liefir
nefnd ein, sem kölluð er „Ta-
borda-nefndin“ starfað. Starf
hennar var að atliuga alla starf-
semi, sem stefnt væri gegn lýð-
ræði og þingræði. Þegar Rússar
og Þjóðverjar fóru að berjast,
settist nefndin þegar á rökstóla
— hún var þá stofnuð fyrir
nokkuru — og byrjaði að yfir-
heyra alla, sem gefið gátu Upp-
lýsingar um stai-fsmenn þeirra.
Nefndin snéri sér lika til
Dies-nefndarinnar i Bandaríkj-
unum, sem sett var á stofn til
að grafast fyrir um alla „ó-
ameríska“ starfsemi þar i landi.
Nazistar höfðu starfað mjög
ötullega í Argentínu og höfðu
mikil áhrif á skoðanir almenn-
ings, sérstaklega unga fólks-
ins.
Kúba er annað landið, þar
sem gerðar hafa verið ráðstaf-
anir til þess að ráða niðurlög-
um útbreiðslustarfs- nazista og
njósnanna, sem þeir eru ásak-
aðir um. Hafa nokkurir menn
verið teknir fastir þar, en sér-
stölc lögregludeild hefir verið
sett á stofn, sem á eingöngu að
taka til meðferðar mál af þessu
tagi.