Vísir - 04.09.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1941, Blaðsíða 2
VlSIR Hér birtist mynd af skipshöfninni af Esju ásamt Ríkisstjóra og frú lians, félagsmálaráðherra, ríkisstjóraritara og forstóra Rikisskips, Pálma Loftssyni. Ríkisstjórnin heiðrar skipshöínina á Esju. Ríkisstjóri afhenti heiðurspeningana. í fyrramorgun kl. 11 veitti ríkisstjóri skipshöfninni á Esju móttöku, í móttökusal sínum í Alþingishúsinu. Þangað hafði ennfremur verið boðið fréttariturum blaðanna, til þess að fylgjast með því, sem fram færi. §ing;aporé<víg:ið við Gífurlegar birgdir af matvælum og her- gögnum fluttar þangað. Eftir DAVID S. WAITE, fréttaritara U. P. í Singapore. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Öryggið á sjónum. J qlINNI öru þróun, sem orð- ið hefir í siglingamálunum frá því um aldamót, hefir ærin breyting orðið til batnaðar, að því er snertir öryggið á sjónum. Má nú heita, að það sé á venju- legum tímum orðið þolanlegt, að svo miklu leyti, sem í okkar valdi stendur. Galli er þó sá á gjöf Njarðar, og hann stór, að sökum fjárslcorts og erfiðleika á atvinnusviðinu, hefir mjög hrostið á að endurnýjun flotans hafi verið jafn ör og æskilegt hefði verið. Er hér einkum átt við botnvörpungana, sem flestir eru gamlir og úr sér gengnir og fullnægja ekki kröfum tim- ans, — hvorki um, öryggi né af- komuskilyrði. Hafa hinsvegar þegar verið lögð drög að því frá opinberri liálfu, að útvegi þess- um gefist kostur á endurnýjun skipanna, og er það út af fyrir sig nauðsynlegt og lofsvert. Nú á þessum tímum má segja að hvert fljótandi far stundi sjó að nýju, þótt þau mörg hafi legið í hrófi árum saman. Há- karlaskip hafa verið endurnýj- uð og þeim breytt i samræmi við kröfur tímans, vélbátar og línuveiðarar verið stækkaðir þannig, að þeir reyndust hent- ugir til Englandsferða, og im'i segja, að sjór liafi verið djarft sóttur allt til þessa. Eftir að stríðið skall á steðjuðu óvenju- legar hættur að siglingunum, ekki sízti eftir að Island var lýst á ófriðarsvæði. Ef sá ófriðarað- ilinn hefði tök á að framfylgja yfirlýsingu þessari myndi vera algert öryggisleysi fyrir öll ís- lenzk skip, sem út fyrir land- steinana færu. Þessu er hinsveg- ar ekki til að dreifa, sem betur fer. Þótt vitað sé að visu, að kafbátar liafi á ýmsum tímum verið allt í kringum landið, hafa farið fram hreingerningar, eftir því, sem við hefir átt, og öryggi á sjónum þannig verið haldið uppi eftir föngum. Þrátt fyrir allar hreingerning- ar á siglingasvæðum, eru sigl- ingarnar þó stórlega viðsjár- verðar. Alltaf getur út af borið, og hefir liin íslenzka sjómanna- stétt ekki farið varhluta af þeim hörmungum, sem sjó- mönnum eru búnar, komist þeir í færi við óvinveitt öfl. Við höf- um fært okkar fórnir, og fengið um leið nokkra reynzlu í því efni, hvað gera beri til þess að auka á öryggi sjómannanna, eftir þvi sem föng eru frekast á. I fyrstu voru björgunartæki þau, sem notuð voru á íslenzk- um, skipum ófullnægjandi. Sýndi það sig áþreifanlega er út af bar, og stöðugt hefir ver- ið unnið að auknum endurbót- um. Nú í dag birtist hér í blað- inu reglugerð, sem sett hefir verið af atvinnumálaráðuneyt- inu varðandi þessi mál, og get- ur þar hver og einn gengið úr skugga um hver öryggistæki er um að ræða á skipum, er sigla á ófriðar- eða hættusvæðum. íslenzku þjóðinni er lifsnauð- syn að halda uppi siglingum meðan kostur er á. Þar lútum við sama lögmáli og aðrar þjóð- ir, er eylönd byggja og ekki eru sjálfar sér nægar. Við liöfum þó þeim mun verri aðstöðu, en flestar aðrar samhærilegar þjþðir, að hér skortir flest til flestra hluta. Við höfum miklu fleiri nauðsynjar að sækja en nokkur önnur þjóð, ef hér á að verða haldið uppi siðmenning- arlífi, en það verður að sjálf- sögðu að gera næðan nokkur lífsvon er. Því verður að sækja sjóinn og sækja liann fast, Iivað sem á kaiin að dynja. Hitt verða menn að skilja, að ef þess er krafizt, að menn leggi líf sitt i hættu til að afla nauð- synja, eiga þeir einnig rétt á því. að allt sé gert, sem unnt er, til að gera hættuna sem minnsta. En íslenzka sjómannastéttin er ávallt í hættu, ekki aðeins nú á ófriðarthnunum, lieldur einnig á friðartímum, með því að hvergi munu siglingar erfiðari og hættulegri vera en hér við land. Því þarT einnig að hyggja að framtíðinni, nýbyggingu flot- ans, þótt erfitt sé um öll vik i bili, mun rætast úr því fyr en varir, en þá þarf að lialda uppi því merki, sem hafið hefir verið, og keppa að því, að íslenzki flot- inn verði fullkomnasti og bezti fiskiveiðafloti í heimi. Það svar- ar til aðstöðunnar, og sú al- menna regla verður hér að gilda, að allir verða að laga sig eftir aðstæðum. Golfklúbbur íslands. Undirbúningskapplejkar fyrir meistarakeppni karla og; kvenna hefjast um næstu helgi. Keppní karla hefst laugardag- inn 6. sept. kl. 3 síðd., en keppni kvenna sunnudaginn 7. sept., kl. 3 síðd. ÞátUakendur gefi sig fram í Golfhúsinu eða skrifi nöfn sín á lista er liggja þar frammi, fyrir föstudagskvöld kl. 9. Eins og venjulega, komast að- eins þeir átta, er ná beztum ár- angri í undirbúningskeppnun- um, í keppni um meistarabikar- ana. Þeir átta næstu keppa inn- byrðis sem fyrsti flokkur og þeir þriðju átta sem arinar flokkur. Keppnirnar lialda svo áfram alla vikuna. Þess er vænzt, að sem allra flestir taki þátt í keppnum þess- um. I.O.O.F. 5. = 12394872 = ■■ - •' ,'K. ■*. . «..«. t~, Sjóklæðag-erð íslands hefir sótt til byggingarnefndar bæjarins um leyfi til aS byggja þrí- lyft verzlunarhús úr steinsteypu á leigulóð sinni viS Skúlagötu. StærS- in á aS vera 809.8 fermetrar. Bygg- ingarnefnd samþykkti aS veita leyfiS. Miðbæjar-barnaskólinn. Skólastjóri hans hefir lagt til, aS athugaS verSi, hvort unnt sé aS búa sundlaug fyrir ntmendur skólans á skólahæðinni. Á síSasta fundi bæj- arráSs var bæjarverkfræSingi faliS aS athuga þefta í sambandi viS framkvæmd hitaveitunnar. Lúðrasyeitin Svanur leikur á Arnarhóli í kvöld kl. 9. Næturakstur. ASalstöSin, Lækjartorgi, sími 1383, er opin í nótt. Næturlæknir. Kristján Hannesson, Mímisveg 6, sími 3836. NæturvörSur í Lyfja- búSinni ISunni og Reykjavíkur apó- teki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög leik- in á bíóorgel. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 MinnisverS tíSindi. 20.50 Hljóm- plötur: Herold syngur dönsk þjóS- lög. 21.00 Upplestur: „Dramm- Anton“, saga eftir Maupassant (Ól- afur Sveinsson verzlm.). 2i.20 Út- varpshljómsveitin: Spanskur laga- flokkur eftir Gérardin. 21.40 Hljómplötur: Lagaflokkur fyrir blásturshljóSfæri, eftir Mozart. Gengu skipverjar, allir þeir er mættir voru, inn í salinn og stilllu sér upp í hálfhring. Ríkisstjóri gekknú inn ásamt frú sinni og félagsmálaráðherra, Stefáni Jóh. Sfefánssyni. Síðan hélt félagsmálaráðherra ræðu, og sagði m. a. að ríkis- stjórnin vildi minnast þeirrar farar, — þegar Esja fór til Petsamo og sótti þá íslendinga, sem dvalið liöfðu á Norðurlönd- um og gátu ekki komist heim, —• ineð því að veita skipverjum heiðurspening úr silfri, fyrir drengilega framkomu. Þá ávarpaði Rikisstjóri skips- liöfnina. Hann sagði meðal annars, að sér væri það sérstök ánægja, að afhenda þennan heiðurspening, vegna þess að liann hefði heyrt það mjög rómað, hve framkoma skipshafnarinnar Jiefði verið góð. Ræði kvaðst hann hafa heyrt það hjá frú sinni, sem var ein á meðal farþeganna, og af munni annarra þeirra sem hér áttu hlut að máli. Honum sagðist hafa verið það fullljóst, að þessi ferð væri ekki með öllu bættulaus, og að hann hefði liaft sérstakt tækifæri til þess að fylgjast með hvernig þessu Iyki, hæði sökum þess, að kona lians var með og svo aðrir ágætir landar, sem hann þekkti þar á meðal. Hann sagðist hafa verið því ánægðari, sem betur tókst. Hann harmaði það, að ekki gátu allir farþegarnir verið við þessa hátíðlegu athöfn. Ríkisstjórafrúin mætti, sem fulltrúi farþeganna á Esju. Að loknu ávarpinu afhenti Ríkisstjóri heiðurspeningana. Ríkisstjóraritari las upp nöfn skipsmanna og gengu þeir hver af öðrum fyrir Ríkisstjóra og tóku við peningnum ásamt árit- uðu skjali. Fer hér á eftir innihald skjalsins: Skjali þessu fylgir heiðurs- peningur úr slifri með gröfnu nafni yðar. Afhendir ríkisstjórn- in yður hann til eignar í viður- kenningarskyni fyrir skyldu- rækni í störfum yðar og góða framkomu í ferð „Esju“ til Petsamo og þaðan til Reykja- víkur í september og október 1940, er hún flutti heim til ís- lands 258 íslenzka ríkisborgara, sem tepst höfðu á Norðurlönd- um vegna ófriðarins. Lætur ríkisstjórnin í Ijós þá ósk, að þér varðveitið peninginn til minningar um þessa einstæðu ferð. / Reykjavík, 20. maí 1941. RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS, Fjtsíui’ gekk fram Ásgeir Sigurðsson og þakkaði rikis- stjóri lionum sérstaklega fram- komu hans og drenglund. Sagði hann, að þótt þakka hæri allri skipshöfninni, hversu giftusamlega allt tókst til með ferð þessa, þá bæri þó helzt að þakka skipstjóranum, þvi hann hæri ábyrgðina, og harm tæki þær miklu ákvarðanir sem taka þyrfti í svona ferðum. Kvað hann skipstjóra hafa leyst lilutverk sitt prýðilega af liendi. Þegar lokið var við að af- lienda heiðurspeningana, þakk- aði Pálmi Loftsson forstjóri fyrir þann vinahug, sem ís- lenzku sjómönnunum hefði verið sýndur, af mestu valdhöf- um þjóðarinnar, með þessu til- tæki. Siðan fór allur hópurinn út i garð Alþingishússins og tók Vigfús Sigurgeirsson þar nokkr- ar myndir. Athöfninni var lokið um II1/”,' og hafði hún verið í alla staði hin virðulegasta. Skemmtikvöld Heim- dallar á laugardaginn. Fáar eða engar skemmtanir eru betur liðnar en þær, sem Heimdallur heldur. Unga fólkið er margt, sem sækir þessar skemmtanir og oft- ast miklu færri en vilja geta komizt að, svo er aðsóknin mikil. Nú á laugardaginn kemur ætlar Heimdallur að efna til sekmmtikvölds í Oddfellow. Er ekki að efa, að sami áhugi ríkir nú á meðal unga fólksins með að skemmta sér. Við þetta tækifæri flytja þeir ræður Jóhann Hafstein form. Heimdallar og Ragnar Jónsson frá Hellu. Lárus Pálsson leikari mun einnig skemmta með upp- lestri. Smáútgerðarmenn og sjómenn halda fund á, mánudag. Á mánudaginn kl. 2 hefst fundur hér í bænum, sem út- gerðarmenn og sjómenn við Faxaflóa stofna til. Fundur þessi er í áframhaldi af fundi þeim, sem haldinn var hér fyrir nokkuru í tilefni af fisksölusamningnum. Á fundinn á mánudaginn koma atvinnumálaráðherra og viðskiptanefndin. S. H.-dansleikirnir eru nú byrjaðir aftur. Verður sá fyrsti haldinn í Alþýðuhúsinu n.k. laugardag, og verða þar eingöngu gömlu dansarnir dansaðir. ■p nda þótt að svo megi segja, að mikilvægi Singapore fari vaxandi með degi hverjum, liafa ráðamenn þar nú tekið upp aðra stefnu gagnvart blaða- mönnum. Þeir hafa hætt við að þagga niður allar fréttir um víg- búuað þessa „Gibraltar Austur- landa“ og hafa leyft blaða- mönnum að senda út um heim ýmsar upplýsingar, sem voru „bannvará“ fyrir stuttu síðan. Ef brezki flotinn yrði sendur til Austurlanda, þá mun liann finna að í Singapore getur hann fengið „húsnæði með öllum nýtízku þægindum“. Höfnin er stór og rúmgóð og stærstu her- skip í heimi geta fengið þar við- gerð og skoðun. Allt er þarna jafn fullkomið og í Devonport, Portsmouth eða Scapa Flow. •Skipalægi herskipaflotans er um 150 ferkílómetrar og er það öllu meira, en þarf lil þess að rúma hvert einasta skip brezka flotans. Uppfyllingarnar og bólvirkin, sem skipin geta lagzt að, eru þúsundir metra á lengd, svo að þar geta legið nokkur stór her- skip í- einu og tekið vistir og hergögn um borð. Birgða- geymslurnar eru útbúnar öllum nýtízku tækjum, margar þeirra liafa nýjustu frystitæki, því að í hitabeltinu eru matvæli ekki lengi að skemmast ef ekki er hægt að geyma þau í kulda Eru jafnan svo miklar matvæla- birgðir fyrir hendi, að þær mundu nægja smáborg í nokk- urn tíma. Einn af kostunum við legu Singapoi-e er hversu skammt er til olíuvinnslusvæðanna á Bor- neo og Sumatra. En þó að svo sé er auðvitað nauðsynlegL að hafa mildar birgðir í flotastöð- inni sjálfri. Er áætlað og mun ekki fjarri lagi, að í Singapore sé jafnan til 6 mánaða birgðir af olíu fyrir flotann. t Engin hætta á vatnsskorti. Gríðarmiklar vatnsleiðslur leiða vatn til Singapore, en þótt þær yrði eyðilagðar kæmi það ekki að sök, því að til vara eru tvö afarstór vatnsból, sem full- nægja öllum þörfum horgarinn- ar. í vopnaskemmunum eru auð- vitað til skotfæri handa hvaða skipi, sem er í brezka flotanum, hvort sem það þarfnast kúlna fyrir 15 þuml. fallbyssur eða að- eins vélbyssuskota. Skotfæra- geymslurnar eru svo sterk- byggðar, að ekki á að saka þótt kúla af stærstu tegund hæfi þær. Við höfnina eru járnbraut- ir sem eru samtals rúmlega 27 km. á lengd og eru þær eingöngu til flutninga á nauðsynjum flotans. Til viðgerða eru tvær skipa- kviar. Er önnur grafin niður og er hún kennd við Georg 6., og er hún stærsta grafkví í heimi. Hin er flotkví, sem dregin var í tveim eða fleiri hlutum suður fyrir Afríku frá Englandi, með- an unnið var að mannvirkjum þessum. Kvíar fyrir hvaða skip sem er. Þessar kvíar geta tekið hvaða herskip, sem er og grafkvíin, sem að ofan getur, er svo stór, að stærsta skip i heimi kemst fyrir í henni. Flotkviin ge-ur tekið 50.000 smál. slcip og í henni eru verkstæði og raf- magnsstqðvar, svo að ekkert þarf að vinna á þurru landi. Áður en liægt var að steypa undirstöður kvíarinnar, sem heitir eftir Georgi 5., þurfti að grafa burt nokkrar milljónir kúhikmetra af leðju og mold. Þetta var afskaplegt verk og lók nokkur ár að fullgera það. Ivvíin er 1000 fet á lengd, 130 •fet á breidd, en dýpið við kvíar- mynnið er 35 fet. Þegar húið er að hagræða skipi í kvínni, er liægt að dæla sjónum úr henni á skömmum tíma og er þá hægt að vinna að viðgerðum á þeim hlutum skiþsins, sem eru ja.nan í sjó. Fjöldi verkstæða eru við kvína og í nágrenni liennar. Margir verkfræðingar og verk- stjórar — allir hvítir menn — stjórna vinnubrögðunum, en verkamennirnir eru Kínverjar, Indverjar og Malajar og eru þeir margar þúsundir að tölu. Sterkur krani. Yið kvína er gríðarstqr og sterkur krani, sem getur lyft upp úr lierskipi heilli fallbyssu eða katli, sem þarfnast viðgerð- ar. Minni kranar eru líka not- aðir til að lyfta því, sem léttara er og loks er 150 smál. flotkrani, sem dreginn var frá Englandi eftir að flotkvíin var tilbúin. Við hvert verkstæði eru lireyf- anlegir kranar, en járnbrautir ligga inn í þau, svo að tíminn fari ekki til spillis, ef hægt er að forðast það. Allt er þetta byggt eins traust og liægt er, eingöngu hugsað um að ending- in verði sem bezt og ekki horft í kostnaðinn. Allar byggingar hafa verið byggðar með það fyrir augum, að þær gefi sem hezta vernd gegn loftárásum, livort sem þá verður varpað niður tundur- eða íkyeikjusprengjum. Hvert einasta verkstæði er svo sterkt, að það þolir að verða fyrir loft- þrýstingi af sprengju eða brot- um úr lienni, þ. e. jafn örugg og loftvarnaskýli í Bretlandi, sem geíur þolað allt, nema að sprengja lendi beint á því. Þau verkstæði, sem eru sérstaklega mikilvæg, eru auðvitað alveg sprengjuheld. Nýtízku hermannaskálar. Bretar segja jafnan um Singapor'e, að þar liafi engu verið glevmt og mun það vera rétt. Það er ekki aðeins hugsað um að gera skipin sem ný, ef þau verða fyrir skakkaföllum, heldur er líka hugsað Um skips- hafnir þeirra. Þúsundir sjó- manna geta búið í landi í einu og hermannaskálarnir eru út- búnir öllum þægindum, sem þörf er á i hitabeltinu. Stór íþróttasvæði eru til afnota fyrir mennina og sundlaugar. Auk þess eru í Singapore höfuðstöðvar flotans við Aust- urlönd, og þar eru útvarps- stöðvar, svo að alltaf er hægt að hafa samband við London og auk þess liggja flestar sæsíma- línur, sem þarna eru, uin Singa- pore. Flotabækistöðin í Siugapore er til orðin síðastliðin 20 ár, eða eftir að herskip fóru að verða svo stór að Hong-Kong bæki- stöðin gat ekki veitt þéim þann „beina“, sem nauðsyn gat kraf- ið. Singapore lá mjög miðsveg- ar austur þarna og varð því fyr- ir valinu. Þar sem öll mannvirlc- in eru núna, voru fyrir tveim tugum ára aðeins frumskógar, fúafen og mýrar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.