Vísir - 23.09.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 23.09.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 1 Slmi: Blaðamenn Auglýsingar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla J S Ifnur 31. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 23. september 1941. 217. tbl. Kharkov næsta markið. ÞJoðverjar eigra ofarna þangað aðein§ 60 kilometra. — Rússar vinna sigra á miðvígfstöðvnnnm. EINKASKEYTI frá Uhited Press. London í morgun. Brezku og amerísku sendinefndirnar eru komnar til Moskva til þess að ræða við Rússa hversu hraða megi aðstoð þeim til handa. I gærkveldi var tilkynnt, að flugvélar, sem fluttu nefndarmenn, hefði lent heilu og höldnu á rússneskri grund. Það er kunnugt, að Molotov verður formaður amerísku nefnd- arinnar. En um leið og nefndarmennirnir koma horfir jafn ískyggilega fyrir Rússum í Ukrainu, nema við Odessa, en á miðvígstöðvunum hafa þeir unnið all- mikla sigra. Við Murmansk situr við sama. Á Bretlandi smíða menn skriðdreka af kappi þessa viku handa Rússum og er búist við meiri vikuframleiðslu en nokk- uru sinni. Maisky sendiherra og frú hans voru viðstödd, er fyrstu skriðdrekarnir voru fullbúnir í verksmiðju í Midiands, og skírði frúin fyrsta skriðdrekann Stalin, en sá næsti hlaut nafnið Voroshilov o. s. frv. SMOLENSK „AFTUR 1 FRÉTTUNUM“. Smolensk „er aftur í fréttunum“, eins og sagt var í enskum fréttum í gærkveldi og í gær. Rússar hafa unnið allmikla sigra á miðvigstöðvunum á Jelnya og Yarasevo svæðunum. Fregnir Rússa um þessa sigra eru staðfestar í fregnum fréttaritara á vígstöðvunum. Yið Jelnya hefir hersveitum Timochenko tekizt að knýja Þjóðverja á undanhald og liafa Rússar náð á sitt vald svæði, þar sem eru um 32 þorp. Þjóðverjar liafa neyðst til að hörfa undan 20 kílómetra, TÍU HERFYLKJUM TVÍSTRAÐ. Á þessum slóðum hafa Rússar tvístrað tíu þýzkum herfylkj- um og hafa þýzku hermennirnir neyðst til að skilja eftir ó- grynni hergagna. Þjóðverjar eru nú tæpa 20 kilómetra fyrir vestan Jelnya og enn á undanhaldi. ÞEIR LÆRÐU AF ÞJÓÐVERJUM. Fréttaritarinn segir, að Rússar hafi unnið sigur sinn með þvi að fara að dæmi Þjóðverja og senda fram tvo heri sinn úr livorri áttinni og sameina þá, en króa svo inni það lið, sem er milii armanna. Rússar erU nú, að því er virðist, að klemma Þjóð- verja inni i Smoíensk, milli tveggja slíkra fylkingararma. Þjóð- verjar játa, að mikil gagnáhlaup hafi verið gerð af hálfu Rússa. á þessum slóðum. LENINGRAD — ÖSEL. Það er barizt af sama kappi og áðuf víð Leningrad og rúss- nesk herskip taka þátt í bardögunum. Er skotið af byssum þeirra á vélahersveitir Þjóðverja á strandlengjunni. Þjóðverjum virð- ist ekkert hafa orðið ágengt á þessum vígstöðvum undangeng- in dægur eða upp updir viku. Á Ösel er enn barizt. Eins og getið var í Visi í gær segjast Þjóðverjar hafa tekið Arensburg, höfuðborg eyjarinnar, og sögðust þeir aðeins eiga eftir að hreinsa til austan til á eyjunni. 1 gærkveldi játuðu Þjóðverjar, að Rússar berðist á Ösel af hinu mesta ofurkappi. Hér hefir verið að undan- förnu amerískur liershöfðingi, Rrigadier-General Clarence L. Tinker, sem er foringi flugliðs, landliers Bandarikjanna. Er hann hér á eftirlitsferð til að kynna sér aðbúnað ameriska flughersins hér. Tinker, liers- höfðingi mun vera ánægður með það, hvernig flugherinn ameríski hefir komið sér fyrir og rækir störf sín. Nygaardsvold og Svíar. Ummælum mótmælt. í tilefni af viðtali því við Jo- han Nygaardsvold, forsætisráð- herra Norðmanna, eftir H. C. Taussig, sem birt var í Vísi s. 1. laugardag, hefir blaðinu borizt eftirfarandi bréf frá sendifull- trúa Svía. Hershöfðingi á eftirlitsferð. KHARKOV — ODESSA. Ef horfið er aftur suður á bóginn, til Ukrainuvígstöðvanna, kemur eftirfarandi í ljós, eftir fregnum að dæma: Meginher Rússa í Kiev virðist hafa komizt undan og berst hann með hinum hersveitunum sem innikróaðar eru austan Kiev. Þjóðverjar játa, að Rússar geri þar harðar árásir. Her- sveitir Rússa, sem sóttu fram hjá Kremenchug eiga nú ófarn- ar, að sögn Þjóðverja, 60—70 km. til Kharkow, hinnar miklu iðnaðarborgar Ukrainu. — Við Odessa suður við Svartahaf hefir aðstaða Rússa batnað, að sögn sjálfra þeirra, og hafa Þjóðverjar neyðst til þess að senda Rúmenum, sem þar eiga í vök að verjast, liðsstyrk nokkurn. ÞJÓÐVERJAR BÚA SIG UNDIR VETRARHERNAÐ. Fregnir hafa borizt um, að Þjóðverjar búi sig nú undir vetr- arhernað. Öll skíði í landinu verða tekin í notkun handa hern- um. Eftir ummælum í einu þýzku blaðanna að dæma er eklci ólíklegt, að Þjóðverjar láti sér nægja að berjast í vetur á línunm Leningrad—Azovshaf, en vitanlega verður að taka öllum slík- um ummælum af mestu varúð. I STUTTU MALI Ný stjóm hefir verið mynduð í Iran. Flestir ráðherranna í frá- farandi stjórn eiga sæti í þess- ari. , Verkamenn í Arras í Norður- Frakklandi hafa gert verkfall og megn óánægja er meðal franskra bænda í Pas de Calais fylki. Líflátsdómur var kveðinn upp í París í gær yfir einum manni, en 31 voru dæmdir í fangelsi. Um 200 manns hafa verið handteknir í París í sam- bandi við umferðarbannið. Reykjávlk, déii 22, september 1941, Herr Rédáktör. ' I lördagsnumirét áV Eder árade tidning puMicé'rádés éft intervjuuttalande av Norske S tatsminis tern Nygaax'dsvóÍd, vari förekommef bland annat följande passus: „Island? Det ár nu det enda av de nordiská lánd- erna, som icke kuvats ellér styres av det land, som söker ödelágga alt det som ár dyrt ocli heligt för nordiska mán.“ Detta ár andra gángen inom mycket kort tid, som Norges Statsminister finner tillbörligt att anvánda sig av den islánnska piæssen för att bára falskt vittneshörd mot mitt land gen- om att indirekt pástá, att Sverige styres frán Berlin. Sásom Sveriges. hárvarande reþresentant förklarar jag hár- med, — under fþrutsáttning alt intervjuaren rátt átei’givit Stalsministerns ord — att denna ovárdiga insinuation ár och förblir till hundi-a procent sann- AMERÍSKU SKIPI SÖKKT Á SIGLINGALEIÐ TIL ÍSLANDS. Seint í gærkveldi var til- kynnt í London, að sökkt liefði verið á siglingaleið til íslands skipinu Ping Star. >859 smálestir. Skipið sigldi undir Panamafánanum, en var áður danskt skip, eitt þeirra, sem Bandaríkjastjórn lagði hald á og tók í notkun. — Það var tekið fram í fregnum í gærkveldi, að ekki væri kunnugt um hvort skipshöfninni hefði verið bjargað. Það er ekki kunnugt með hverjum hætti Pink Star var sökkt, segir í síðari fregnum. Skipinu var sökkt 45 sjórníl- um sunnar en Sessu var sökkt og vita menn ekki hvort skipshöfnin liefir kom- ist lífs af. Á skipinu voru 34 menn, meðal þeirra nokkurir Bfetar, Kanadamenn og einn íri, og sennilega einnig ann- ara þjóða menn. Ekki er kunnugt um það, hvernig skipinu var sökkt, en líklega var því sökkt með tundurskeyti. Gylfaginning. Vegna Snorra afmæíisins hefir •Vilhj. Þ. Gíslason undirbúið nýja útgáfu af Gylfaginning Snorra Sturlusonar. Verður framan við hana ritgerð, en fyrir aftan all- langar skýringar og bókin prýdd mörgum myndum, nýjum og úr gömlum fágætum ritum. Einnig varða þarna handritasýnishorn. — Þetta er i fyrsta sinn, sem Gylfa- ginning er gefin út sérstök hér á landi, en aðrar þjóðir hafa þar ver- ið á undan okkur. í ritgerðinni, sem er framan við bókina, ræðir V.Þ.G. um Gylfaginning og Snorra, heim- ildir hans, form og stíl, um goða- fræðina og ýmsar skoðanir og skýr- ingar á henni o. fl. ísafoldarprent- smiðja h.f. gefur ritið út. Garðar Gíslason . : " stórkaupmaður hefir sett á stofn skrifstofu í New York og gerir við- skipti fyrir íslendinga því greiðari. Sjá augl. Bifreiðarslys. Maður að nafní Tryggvi ólafs- Son, Baugsveg 33, Skerjafirði, varð fyrit biffeíð trnl Ii-leytið í gær- rríorgun. Hafði tilkynning um slys þettá kornið á íö’gfeglustöðina kl. 19.40 í gærkvöldi Og vaf hún gefin frá Landspitálanúfii. 1 Næturlækríir. Kristbjörn Tryggvasorí,- Skóla- vörðústíg 33, áími 2581. Nætur- verðir í Ingólfs apóteki og Lauga- vegs apóteki. Útvarpið í kvöld. 19.30 Hljómplötur: Lög éftir Gershwin. 20.00 Fréttir. 20.30 a) Frá Snorra-hátíð í Reykholti (H. Hjv.). ) „Vig Snorra Sturluson- ar“; kvæði Matth. Jochumssonar. (Þorst. Ö. Stephensen les). c) Kafl- ar úr Heimskringlu (Árni Palsson prófessor). d) íslenzk lög. ingslös, liur ofta án Stats- minister Nygaardsvold anser passande att upprepa den. Med utmárkt högaktning Otto Johansson Sveriges Chargé d’Affaires. Snorranefnd í Reykholtskirkju- garði. Frá v. til h. Guðjón Samúels- son húsameistari rikisins, Stefán Jóh. Stefánsson- félagsmálaráðh,, Jónas Jónsson al- þm., Ólafúr Thors atvin numálaráðh. og Sigurður Nor- dal prófessor. Þeir standa á Sturl- ungareit, en þar mun SnorriSturlu- son vera grafinn. í baksýn er Beyk- holtskirkja. Önn- ur kirkjuklukkan er frá miðöldun- um, e. t. v. gefin af Snorra Sturlu- syni, þvi í Reyk- holtsmáldaga er þess getið, að hann hafi gefið kirkjunni klukku. Ekkert spurzt tll Jarls- ius 120 daga. Talinn af með 11 mönnum. Þ. 3. þessa mánaðar lagði línuveiðarinn Jarlinn af stað frá Fleetwodd áleiðis til Vestmannaeyja. Síðan eru nú liðnir 20 dag- ar og á þeim tíma hafa engar spurnir borizt af honum, svo að menn eru nú úrkula vonar um að skipið, sé ofan sjávar. Fyrirsþurnir háfa verið gerð- ar um skipið í Englandi, en ekki borið neinn árangur, því að þar hefir heldur ekkert frétzt um það, eftir að það lét í haf á- leiðis til íslands. Eins og ofar getur voru ellefu bienn á skipinu. Þeir voru þess- ir: — i( - '<■ * 3 tu *i» m Jóhannes Jónsson, sldpstjóri, Öldugötu 4, Reykjavík. Fædd- ur 22. apríl 1877. Ókvæntur. Guðmundur Matthíasson Thord- arson, stýrimaður. Búsettur í Kaupmannahöfn. Var staddur í Englandi þegar Danmök var hertekin. Fæddur i Rvik 26. janúar 1904. Kvæntur. Átti 1 bai’n. Eyjólfur Björnsson, 1. vélstjóri, Óðalsbóndi í Laxnési, Mos- fellssveit. Fæddur 23. febrúar 1883. Kvæntur. Átti 3 börn. Jóhann Sigurjónsson, 2. vélstj., Siglufirði, Fæddur 12, jjebr, 1897. Kvæntur. Átti 2 börn og 1 fósturbarn. Sigurður Gíslason, kyndari, Óð- insgötu 16, Rvik. Fæddþr 21. janúar 1915. Ekkjumaður. — Átti 2 börn. Dúi Guðmundsson, kyndári, Síglufirði. Fæddur 4. fehrúar . 1901, Ókvænfur. Áttí 1 barn og aldraðá foreldrá. Halldór Bjornsson, ríiatsS’éiml, Ihgólfsstráéti 24, Rvik. Fædd- úr 20. febhúar 1920. Ókværít- úr. Ragnar Guðmúndsson, háséti, Gufá, Mýrasýslu. Fæddur 13. ágúst 1911. Ókvæntur. Konráð Ásgeirsson, háseti, Bol- ungavík. Fæddur 22. júli 1912. Ókvæntur. Sveinbjörn Jóelsson, háseti. Skólavörðustig 15, Reykja- vík. Fæddur 23. nóvember 1923. Ókvæntur. Theodór Óskarsson, háseti, Ing- ólfsstræti 21, Rvík. Fæddur 22. febrúar 1918. Ókvæntur, Jai-linn var smíðaður úr járni 1890, 190 smál. að stærð og einn stærsti línuveiðari okkar. — Hann var eign sameignarfélags- ins Jai’linn, þ. e. Óskars Hall- dórssonar og barna hans, og var einn eigandinn, Theodór Óskarsson, á skipinu. 250 vörubíl- ar komnir til landsins. í gær var byrjað að skipa á land þeim 259 vörubílum, sem Bifreiðaeinkasalan hafði fest kaup á vestur í Ameríku. Flestir bílanna eru af Chevro- let- og Ford-gerð, en nokkrir eru smiðaðir i Studebaker verk- smiðjunum. Bílarnir eru i köss- um og þarf að setja hjólin und- ir þá, smíða stýri^hús, pall o. fl„ áður en þeir eru fullgerðir. Alls munu a. m. k. 700 um- sóknir hafa horizt um nýja bila til einkasölunnar. Er því vanda- verk að úthluta þeim, og var fyr- ir uokkuru skipuð leyninefnd til að sjá um það. Reikningar þeir, sem GarÖyrkjusýningin á að borga, verða greiddir i dag og á morgun kl. 2—5 síðd. í sýning- arskálanum. Fertugsafmæli á í dag Axel Kr. Skúlason viÖ klæðáverzlun Andrésar AndréSson- ar. Héfir hann starfað þar að mestu leyti síðan hann var 14 ára, fyrst seríi séndisvéinn, síðar klæðskera- nemi og sveinn og nú um allmörg ár sem meistari víð i. flokks sauma- stofuna. Samtíð og saga heitir rit, sem Isafoldarprent- smiðja h.f. gefur út að tilhlutun Háskóla Islands. Er þetta safn rit- gerða þeirra, sem prófessorar há- skólans fluttu í fyrra fyrir almenn- ing. Fyrirlestrarnir eru átta tals- ins og fluttu þá þeir Sigurður Nor- dal, Ólafur Lárusson, Magnús Jóns- son, Ágúst H. Bjarnason og Níels Dungal. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Alexanders- dóttir og-Cpl. J. W. Johnson lög- regluþjónn í enska hernum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.