Vísir - 23.09.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR Minnismerki Snorra Sturlusonar. Njálfsagt að hafa það I Itoyk- liolti, þegrar til kemnr Myndin af Snorra verður afhjúpuð fyrsta Ólafsvökudag eftir stríðið. Snorranefndin norska hélt fund fyrir nokkrum ár- um í Björgvin — svo hét bærinn á tíð Snorra Sturlu- sonar — og lá það aðallega fyrir fundinum, að ákveða hvort taka skyldi eða hafna frummynd þeirri, sem myndhöggvarinn Vigeland hafði gert. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. 700 ár. FYRIR 700 árum, aðfaranótt 23. sept., var svikizt , að Snorra Sturlusyni, þar er hána sat að búi sínu í Reykholti, og liann þar veginn. Er þessa minnzt í dag um ísland allt, og talið að ekki muni verra verk unnið hafa verið. Er ekki ólík- legt, að minning Gissurar jarls hafi í þjóðarvitundinni aldrei borið þessa hætur, enda skiftir enn mjög í tvö horn um lýðhylli þessara skörunga. Þótt sjö aldir byrgi þá nokkurri móðu, telja nú allir að jarlsheitið hafi of dýru verði keypt verið. Snorri Sturluson er ekki að- eins í heiðri hafður liér á landi, heldur og urn allan hinn mennt- aða heim. Mega frændur vorir Norðmenn vel minnast Snorra, sem varðveitt hefir sögu þeirra frá glötun, og það með slíkri snilld að einstök er. Hið sama má segja um Svia og Dani, sem og aðrar þjóðir af germönskum stofni, — aliar mega þær rnuna Snorra Sturluson. Hitt er og víst, að engri þjóð hafa verið hetri gjafir gefnar, en þær, er Snorri veitti íslend- ingum. Heimskringla Snorra, Edda og önnur snilldarverk frá hendi þessa ritjöfurs, hafa í senn varðveitt íslenzka tungu og ís- lenzkan þjóðarmetnað. Þjáning- ar og þrautir margra alda megn- uðu ekki að eyða þeim þrótti, sem með þjóðinni hjó. Hún vissi að menn af hennar stofm liöfðu unnið mikil afrek, og að enn myndi svo verða, meðan andinn væri stálinu sterkari og Jífið dauðanum. Því var það lít- illi þjóð engin ógn, þótt hún væri kúguð um stund, — plógar verða að lokum smíðaðir úr sverðum. Þau urðu örlög Snorra Sturlu- sonar, að hann gaf sig um of að erlendu valdi, þótt hann gengi þvi aldrei að fullu á hönd. Lét hann lífið fyrir, og lætur enginn meira. En örlög Snorra mega Islendingum verða til viðvörun- ar i þessu efni, því að hvað verð- ur þá um fúna fauska og grann- ar greinir, er svo fer stofnsterk- ustu trjánum. Má þó telja víst, að Snorri hafi verið meiri ís- lendingur en erlendra vinur, og eru þess dæmi, að hann, hafði að engu konungsboð, en þótti meira um vert að fara frjáls ferða sinna. ,^Út vil ek“ sagði Snorri og hirti ekki um þau ör- lög, sem hann skóp sér. Það var gæfa Snorra, að fyrir ógæfu annara fékk hann hið bezta uppeldi, sem kostur var á hér í landi, og fræðslu allt frá barnsbeini, svo sem bezt verður á kosið. Hann var langskóla- gengiim í sannri merkingu þess orðs, og það varð þjóðarinnar gróði. Hann hafði enga nasasjón af fræðum sínum, en nam þau til hlítar og skildi vegna gáfna og snilli. Mun enginn íslending- ur hafa kunnað sem hann að gera skil öllum þeim fróðleik, er hann hafði úr að moða, sem og að greina í millum aðalatriða hfns lærða manns og aukaat- riðagrauts fúskarans. Um það vitna verlc hans, og vel gætu aðrir af lært, enda hafa hinir beztu fræðimenn haft þann sið, að lesa þau á ári hverju og alltaf eitthvað af lært. Til lians leituðu einnig íslenzkir stúdentar og málhreinsunarmenn á önd- verðri nitjándu öld, er þeir liófu þjóðernisbaráttu sína, fjarri fósturjörð og töluðu móður- máli. Þótt ekki sé á annara færi.að rita eins og Snorri, eru rit hans hin lifandi lind, sem ávallt má ausa af og allir fá notið. Það er hið íslenzka mál í mýkt og styrk, þrungið af orðgnótt, en j>ó stuttort og gagnort, mótað af þjóðareðli íslendingsins, eins og það var og ,er enn í dag. A veraldlegan mælikvarða verður jietta ekki metið, en sinni menn áfram andlegum verðmætum, hafa íslendingar aukið auðlegð heimsins öðrum þjóðum frekar með Snorra einum. Því er lians minnzt í dag af íslendingum, sem einhvers merkasta manns, er þjóðin hefir alið og borið við brjóst sér. Tímarnir eru allir aðrir, en minningin um Snorra Sturluson hVetur þjóð hans til dáða, — þrautseigju í raunum og þreks í átökum. íslendingar vita að "jieir eiga arfs að gæta, sem að- eins verður varinn verndi þeir turigu sína og allt, sem íslejizkt er. í því efni eigum við ekkert til annarra að sækja, og tung- an er hið eina, sem við eigum umfram þær þjóðir aðrar, sem glatað hafa henni. Því ber að standa vel á vei’ði í nútíð og framtið, þannig að eigi verði tungunni sökkt í sæ gleymsk- unnar fjæ en landið sekkur í sæ og þjóðin líður undir lok. OHmiliiÉr aiilikið hi- manoa. Amerískir hermenn frömdu þrjú ofbeldisverk í gærkveldi, gerðu árásir á menn, sem voru á ferli á götum bæjarins. Um hálfellefu-Ieytið var Árni Stefánsson að aka vörubíl sín- um á Melunum og var á^leið heim frá vinnu. Móts við há- skólann réðust ameriskir her- menn á hílinn, hrutu rúður i honum, en tókst ekki að ráðast á bilstjórann, því að hann setti á fulla ferð og slapp. Rétt á eftir hílnum var verka- maður á leið heim frá vinnu. Heitir hann Benedikt Ingvars- son, Garðavegi 4, og leiddi hann reiðhjól. Allt í einu var sterku Ijósi beint framan í hann og jafnframt var hann lostinn hnefahöggi á gagnaugað. Bene- dikt tókst að ná vasaljósin af á- rásai’manninum, og að varpa honum til jarðar. En þá gerðu aðrir hermenn sig lilílega til þess að ráðast á Benedikt, en hann komst undan niður há- skólalóðina. Hafði Benedikt hlotið áverka nokkurn. Þriðja árásin var gerð vestur á Reynimel. Var ráðist þar á tvo menn, sem voru í vörubíl og stóð annar á palli hans. Meidd- ist hann nokkuð. Amerísk lögregla mun hafa handsamað árásarmennina. Visir spurði lögreglustjóra um þessi mál í morgun. Hann kvað þau i rannsókn, gæfi lög- reglan þvi engar upplýsingar. Árásir sem þessar hafa átt sér stað fyr. Verður að gera þá kröfu, að svo sé tekið á þessum málum af hálfu amerísku her- stjórnarinnar, að atvik sem þessi komi ekki fyrir framar. Vinningur í happdrætti Garðyrkjusýningar- innar féll á nr. 16676. Samþykkt var að laka mynd- ina. Annars hefði þvi verið hreyft í riti, að heppilegra liefði verið áð hafa um þetta frjálsa samkeppni. En nefndin var öll á einu máli um að fela Vigeland verkið. Eftir nákvæma 'yfirvegun liafði liún beðið hann að gera frum- myndina. Þegar um það er að ræða, að norska þjóðin gefi ís- lenzku þjóðinni slíkt listaverk, er það sjálfsagður lilutur, að listaverkið sé gert af þeim manni, sem bæði Norðmenn sjálfir og aðrir telja fremstan allra norskra myndhöggvara. Og liitt liafði ekki minni þýð- ingu, að íslendingar óskuðu sjálfir, að Vigeland gerði minn- ismerkið. Hvernig minnismerkið lítur út. Það var stórvaxinn og sterk- legur maður, skarpleitur og skýr í andliti, augsýnilega af norrænum ættum. Hann var beinvaxinn og þrekinn, klæddur siðum kufli með belti um sig miðjann. Undir liendinni hélt liann á stórri bók. Hatt hafði hann á höfði og var alskeggjað- ur. Yfirbragð allt með höfð- ingjaskip, eins og hann þekkist mestur i tignustu bændaættum norskum og íslenzkum. Til minnismerkisins var búið að safna kr. 25.000 norskra króna og var það álitið fyllilega nóg. Og í dag, 23. sept. 1941, átti að afhjúpa það, á dánardegi Snorra, 700 árum eftir andlát hans. Enn eins og mönnum er kunnugt, liggur þetta, eins og flest önnur menningarmál, að mestu niðri á meðan þessi ógur- legi liildarleikur dynur yfir. En einmitt á þessum merkis degi, hefir póst- og símamála- stjórnin ókveðið að gefa út ís- Ienzk fi’ímerki, með mynd af minnismerki Vigeland’s og er það fögur hugsun sem mun margan vekja til umhugsunar. Reykjavík eða Reykholt. Til orða kom að reisa minnis- merkið í Reykjavík. En flestir íslendingar, sem nokkuð ferð- ast að ráði, munu einhvern- tíma leggja leið sína að Reyk- liolti. Þar bjó Snorri síðari hluta ævi sinnar, og vafalaust hefir liann ritað þar mestan hluta verka sinna. Sjálfsagt er, að minnismerkið standi þar, sem hann starfaði mest. Reykholt er með fegurstu stöðum og víð- frægustu á íslandi. Það liggur í þjóðbraut, bæði íslendinga sjálfra og útlendinga þeirra, serii til íslands koma og kynni hafa af ritum Snorra. Þeir eru margir staðimir á íslandi, sem útlendingar girn- ast að sjá. Þá vil eg nefna þrjá fyrst og fremst: Þingvelli, Hóla, biskupssæti Jóns Arasonar, og Reykholt, aðsetur Snorra Sturlusonar. Fátt mælir með því, að minnismerkið sé sett í Reykjavík. Það er ekki aðal- atriðið, að á það sé horft af stóruni mannsöfnuði dags dag- lega. Ilitt er meira um vert, að það hvetji menn til að leggja leið sína að Reykholti. Noregur bætir fyrir gamalt afbrot. Minnismerkið sjálft á sina sögu. Noregur vill bæta fyrir brot sin, sem framin voru gegn Snorra; þeim manninum sem unnið hefir Noregi einhvern hinn mesta velgerning og reisti og ti’eysti með bókmenntaleg- um afi-ekum sínum og reist grundvöll undir framtíð norsku þjóðarinnar. Minnismerki Snorra í Noregi. Það ætli ekki að vera vonlaust verk, að koma einnig upp minn- ismerki Snorra í Noregi, þegar að góðir dagar renna aftur upp meðal kristinna manna. Þessari ósk minni beini eg aðallega til 1 Norðmanna sem nú eru staddir hér á landi, og sem nú frekar en nokkru sinni fyr, munu hugsa heim, með bjartar vonir um að fá að lifa í friði í sínu kæra landi, að lolcnum þessum ógurlegu tímum, sem riú ganga yfir. Það er fjárhagslegt atriði, og það ekki svo ýkja stórt. Senni- lega er hægt að reisa samskonar Jónas Jónsson alþm. setíi hátíðina, er lokið var að skoða Snorra-göngin, þau er skýrt var frá í gær, og að aflokinni kaffi- drykkju i matsal skólans. Lýsti Jónas tildrögum þessar- ar liátíðar og undirbúnings Snorranefndar, en í henni eiga sæti formenn þriggja stærstu stjórnmálafl. landsins, auk Sig. Nordals prófessors og Guðjóns Samúelss. liúsameistara ríkis- ins. Hefði þessi nefnd starfað að undirbúningi Snorragarðs, að ósk Norðmanna. Kvað hann það sóma okkar, að gepa garðinn sem fegurstan, þar sem líkneski Snorra, gert af einum frægasta myndhöggvara, sem nú væri uppi, ætti að standa. Yið yrð- um að hefja minningu Snorra til verks, svo að nafn hans gleymdist ekki innan um ribb- alda Sturlungaaldarinnar. Sigurður Nordal prófessor flutti aðalræðuna. Yar hún hin sköruglegasta og rakti liann þar stuttlega æviatriði Snorra og at- vikin til þess, að hann fluttist í Reykholt og settist þar að. Þá lýsti liann ýmsum háttum Snorra, höfðingsskap og störf- um, einkum bókmenntastörfum minnismerki i Noregi fyrir kr. 10.000. Vigeland myndi ekki taka neitt séi-staklega fyrir það. Menn hafa rætt um, ef til kem- ur, hvar því skyldi valinn stað- ur. Ekkert er afi’áðið um það. Mér finnst og mörgum öðrum hka, að það ætti að vera í Björg- vin, Niðarós gæti líka komið til mála. Um aðra staði er naumast að ræða. Ibúar Niðarós eiga þó tæplega skilið að fá það, þar eð þeir höfnuðu Niðarós-nafninu, en svo hét bærinn, þegar Snorri fei’ðaðist um Þrændalög. Mér finnst, að Björgvinjarbúum sæmdi vel að taka sig til og koma minnismerkinu upp hjá sér. Og það af mörgunuástæðum Af þeim slóðum komu flestir landnámsmenn. Skyldast ís- lenzkunni er málið í Sogni inn- anvert, Hörðalandi og Roga- landi. Það færi vel á, að minn- ismerki Snorra stæði í höfuð- stað Vesturlandsins. Og það þarf ekki neitt Grettistak til þess að hrinda þessu í framkæmd, aðeins góðan vilja og áhuga fyrir málinu. I dag, 23. sept. 1941 verður merkisdagur með íslenzku þjóðinni, til þess dags ber ís- lendingum og Norðmönnum að líta með lotningu, og í framtíð- inni mun minnismerki Snorra vekja aðdáun og lotningu allra, ' sem það sjá. Góðir íslendingár! íhugið það’, hvað Snorri Sturluson hef- ir afrekað, og ykkur mun skilj- ast betur og betur hvilíkt mikil- menni hann var. Allir íslend- ingar verða að sjá minnismerki Snorra þegar það er komið á sinn stað. En það Ieyndarmál er gevmt i faðmi framtiðarinnar. # Bjarni Ágústsson, Mahle. hans. Sagði ræðumaður, að Snorri hefið hafið íslenzkar bókmenntir á hærri skör, en þær liefðu áður verið og taldi jafnframt, að í ritsnilld hefðu ís- lendingar ekki risið hærra sið- ar. t lok ræðu sinnar minntist Nordal þess, að héraðsskólinn væri nýr þáttur í sögu Reyk- holts og óskaði hann þess, að minning Snorra mætti verða skólanum til aukins vegs og nemendum skólans leiðar- stjarna í lifinu. Stefán Jóhann Stefánsson fé- lagsmálaráðherra Ias upp svo- hljóðandi skeyti frá Nygaards- vold, forsætisráðherra Norð- manna: „Fyrir hönd norsku rikis- stjórnarinnar sendi eg yður al- úðar kveðjur i tilefni af minn-' ingar liátíð á 700. árstíð Snorra Sturlusonar. Noregskonunga- sögur Snorra Sturlusonar hafa verið stórum mikilsverðar fyrir þroska þjóðlegs lífs og menn- ingar með Norðmönnum. í sorta þeim, sem nú grúfir yf- ir þjóðinni, lifa minningarnar um fornsögur vorar máltugra lífi en nokkru sinni fyr. Þess vegna berum vér í brjósti hugheilustu þakldátssemi til hins mikla íslenzka höfðingja, er gaf okkur sögur vorra öldnu konunga. Johan Nygaardsvold“ forsætisráðh. Norðmanna. Esmark, sendiherra Norð- manna, lýsti fjársöfnun Snorra- nefndar í Noregi, en i henni er Ólafur krónprins lieiðui’sforseti. Við yrðum að bíða nokkurn tíma að fá myndina afhenta, vegna þeirra miklu örðugleika, sem nú steðjuðu.að norsku þjóðinni. Sendiherrann sagði að rit Snorra Sturlusonar liefðu tengt saman norsku og íslenzku þjóð- ina, og svo myndu þau enn gera á komandi tímum. Mælti sendi- herrann á íslenzka tungu og tal- aði blaðalaust. Matthías Þórðarson forn- minjavörður lýsti sögulegum mannvirkjum í Reykholti, eink- um Snorragöngum, og lildrög- um til þess að þau voru grafin upp. Þá væri til í kirkjugarði staðarins svo kallaður Slurl- ungareitur og þar myndi Snorri Sturluson vera grafinn. Sýndi hann gestunum reitinn síðar um daginn. Árni Pálsson prófessor óskaði þess, að Noregur mætti lengi lifa, og tóku fundarmenn undir það með ferföldu húrrahrópi, en sendiherra Norðmanna þaklc- aði. Að lokum. flutti Halldór Helgason bóndi að Ásbjarnar- stöðum snjallt kvæði, er liann nefndi Snorraminni. Svohljóðandi skeyti barst liá- tíðinni frá ríkisstjóranum: „Hugur minn er bundinn við Snorra, Reykliolt og það, sem þar fer fram i dag. Alúðarkveðjur Sveinn Björnsson ríkisstjóri íslands.“ Fór hátíðin i alla staði hið bezta fram, þrátt fyrir milcið ó- næði af völdum hvassviðris utan dyra. Vigfús Sigurgeirsson ljós- royndari kvikmyndaði á staðn- um, en margt mun gefa skoplegt að sjá á þeirri kvikmynd, þegar hattar og gleraugu þyrluðust af mönnum og þeir gátu naumast ráðið sér sjiálfir jfyrir rokinu. Ivl. 5Yz var lialdið af stað í bifreiðum til Boi’garness. Var þar þá rok svo mikið, að Esjan treystist ekki til að leggja upp að, og var Laxfoss fenginn til að flytja gestina um, borð í Esju, en hún lá út við Miðfjarðar- sker. Var matast um borð og komið hingað um miðnætti í nótt. Sýning á verkum Snorra Sturlusonar í dag fara fram hátíðaliöld í tilefni af 700 ára dánarafmæli Snorra Sturlusonar. Fara þau fram í hátíðasalnum og hefjast þau á forleik fyrir liljómsveit eftir Hallgr. Helgason tónskáld. Blandaður kór syngur „Norræni sterki“ eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, með undirleik hljóm- sveitar, en Pétur Á. Jónsson óperusöngvarr syngur Sverri konung. Að þvi loknu ávarpar rektor gesti, en Sig. Nordal pró- fessor flytur erindi. Lárus Páls- son leikari les Snorraminni Ein- ars Benediktssonar, blandaður kór syngur með aðstoð hljóm- sveitar: Rís, Islands fáni, eftir Pál Isólfsson og loks þjóðsöng íslendinga. Þegar þessum hátíðaliöldum lýkur, verða handrit ýmissa merkra fomrita eða ljósmyndir af þeim sýnd í 20—30 sýningar- kössum, sem komið verður fyr- ir í einni kennslustofu háskól- ans. Þar verða og sýndar ýms- ar útgáfur að ritum Snorra, svo og rit og ritgerðir um liann og verlc hans. Háskólasafn og Landsbóka- safn standa að sýningunni, Sýning þessi verður opin kl. 5—7 og 8—10 e. h. i dag og á morgun. 700 ára dánarafmælis Snorra Sturlu sonar minnzt í Reykholti í gær. Það var hvassviðri mikið en sólskin og gott veður þegar hér- aðsbúar og ýmislegt stórmenni höfuðborgarinnar og landsins kom til Reykholts í gær til að minnast 700 ára dánardags Snorra Sturlusonar. Mun þar hafa verið saman komið á annað hundrað manns alls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.