Vísir - 24.09.1941, Qupperneq 2
VlSIR
y
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 16 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Forn og ný
verðmæti.
AÐ fer vel á því, að sögu-
þjóðin minnist virðulega
þess manns, sem mestur hefir
verið sagnaritari á landi hér,
að fornu og nýju. Hátíðahöldin
í Háskólanum fóru prýðilega
fram. I þessum björtu, fögru
nýtízku salarkynnum á ekki ein-
ungis að ,afla þjóðinni nýrra
andlegra verðmæta, heldur
einnig að varðveita þau hin
eldri verðmæti, sem ómetanleg
eru.
ísland hefir þvi aðeins fengið
viðurkenningu sem sjálfstætt og
fullvalda ríki, að þjóðin, sem
það byggir, hefir varðveitt arf
liðinna alda. Islendingar væru
ekki til sem sérstök þjóð, ef þeir
hefðu ekki varðveitt tungu
feðra sinna. En tungan hefði
ekki varðveitzt, ef ekki liefði
verið hér bókmenntir fornald-
arinnar.
Við nútíma Islendingar hæð-
umst stundum að þeim hugsun-
arhætti, sem lýsti sér í orðtak-
inu um að bókvitið yrði ekki lát-
ið í askana. En ætli hugsunar-
hátturinn sé svo mikið breyttur,
ef betur er að gáð ? Hvað er þref-
að um í opinberu lifi, fyrir
hverju er barist? Eru það ekki
fyrst og fremst hagsmunir, eig-
inliagsmunir, stéttahagsmunir,
f lökkshagsmunir ?
Seinasta mannsaldurinn hefir
látið hæst í hagsmunaþrefing,
af öllu, sem fram hefir komið
i íslenzku þjóðlífi. Sá er mest
metinn, sem kemur ár sinni
sniðuglegast fyrir borð, hvort
sem það er fyrir hann sjálfan
persónulega, stétt hans eða
stjórnmálaflokk'.
Hér hafa orðið miklar efna-
legar framfarir. Við erum
hreyknir af þeim. Við erurn svo
hreyknir af þeim, að þeirra
vegna skeytum við minna hvort
okkur hefir fleygt fram í and-
legum efnum að sama skapi,(
hvort við höfum staðið i stað
eða jafnvel hrakað.
Snorra Sturlusonar er ekki
minnst vegna þess að hann var
auðugasti maður sinnar tíðar á
Islandi. Hans er minnst vegna
þeirrar andlegu auðlegðar, sem
skapaði vísindarit og listaverk,
sem mölur og ryð fá ei grand-
að. Af þeim sökum er hann í
hópi þeirra manna, sem við eig-
um það að þakka, að geta haldið
fram skýlausum rétti okkar sem
fullveðja menningarþjóð.
Það eru háskasamlegir tím-
ar, sem yfir okkur dynja. En
við skulum ekki telja okkur trú
um, að hættan sé eingöngu ut-
anaðkomandi. Hinir erlendu
straumar, sem á okkur skella,
þurfa ekki að saka, ef þeir lenda
á hjargi. En það bjarg er þjóð-
ernistilfinningin.
Við getum fagnað því í dag,
að við komumst vel af efnalega.
En við mégum ekki gleyma því,
að þau verðmæti, sem nú ber
fyrir augu, eru stopul. Við eig-
um önnur verðmæti, sem ekki
verða metin til fjár. Þeim meg-
um við ekki gleyma, hversu
tryllt sem gullæðið kann að
verða. Það er saga þjóðarinnar,
tunga hennar, menning hennar.
Þetta eru þau verðmæti, sem ís-
lenzkt þjóðerni er reist á. Við
verðum að skilja, að það verða
liin fornu verðmæti, hin and-
legu verðmæti, sem hjargað
geta, en ekki hagsmunaþref og
striðsgróði. a
Ný deild við
Handíðaskólann.
J^EILD hefir verið aukið við
Handíðaskólann og er þar
kennd myndlisl — teikning og
málaralist.
Kennarar við deild þessa
verða þeir Kurt Zier, teikni-
kennari, og Þorvaldur Skúlason,
listmálari, en þeir eru hinir fær-
ustu menn, livor á sínu sviði.
Fer kennslan fram fyrra hluta
dags, en nemendurnir fá afnot
vinnustofu í 6 klukkutíma á
dag. Kennsla þessi er hæði ætl-
uð fyrir þá, sem ætla að stunda
náni í myiidlist yfirleitt, en einn-
ig fyrir þá, sem ætla sér að
leggja stund á listiðnað.
Þá' verður efnt til kveldnánv-
skeiðs í þjóðlegum tréskurði við
skólann og verður Ríkarður M.
Ríkarðsson, arkitekt, sonur
Ríkarðs Jónssonar, myndskera,
kennari.
Vegleg minningar-
athöfn í háskólanum
Sýning á verknm
Snorra Stnrlusonar.
Minningarathöfnin í háskóla-
salnum, sem haldin var í gær, á
sjöhundruðustu ártíð Snorra
Sturlusonar, var einhver hin
glæsilegasta, sem haldin hefir
verið hér í bæ af þessu tagi.
Hófst hátíðin með þvi að
hljómsveit undir stjórn Páls Is-
ólfssonar lék forleik eftir Hall-
grím Helgason tónskáld, til-
þrifaríkt og hánorrænt tónverk.
Þá söng hlandaður kór við und-
irleik hljómsveitar lag Sveinbj.
Sveinbjörnssonar „Norræni
sterki“, en Pétur Á. Jónsson
söng með undirleik hljómsveit-
ar lag sama höfundar við
„Sverrir konungur“, eftir Grím
Thomsen. Var meðferð þessara
verka, hæði frá liendi hljóm-
sveitar og söngvara hin ágæt-
asta.
Rektor magnificus Alexander
Jóhannesson flutti þvínæst
snjöll ávarpsorð, en prófessor
Sigurður Nordal hálært og
prýðilegt erindi um Snorra
Sturluson, er sannaði að Snorri
hefir ekki aðeins verið snjall-
asti sagnaritari íslendinga, held-
ur og brautryðjandi í þeirri
grein.
Þá las Lárus Pálsson leikari
upp „Snorraminni“ Einars
Benediktssonar, og mun ekki
betri upplestur heyrst hafa hér
í höfuðstaðnum.
Að lokum lék liljómsveit, með
sömu ágætum sem fyr, en
blandaður kór söng „Rís Islands
fáni“, ljóð Davíðs Stefánssonar
og lag Páls ísólfssonar, og að
síðustu: „Ó, guð vors lands.“
Þetta var svo sem að ofan seg-
ir hin tilkomumesta hátíð. Voru
þarna mættir rikisstjóri íslands,
ríkisstjórn, sendiherrar erlendra
rikja, prófessorar háskólans,
hæstaréttardómarar, lögmað-
ur, sakadómari, borgarstjóri
og' aðrir opinerir embættis,
menn, bæjarstjórn Reykjavikur
ög fjöldi annara gesta.
Að athöfninni lokinni skoð-
uðu gestir sýningu á verkum
Snorra Sturlusonar, en þar voru
verk hans ljósmynduð í handit-
um og útgefin í földa útgáfa á
ýmsum höfuðmálum auk hinna
norrænu útgáfa.
H. C. Taussiqr:
Heimsókn íslenzku blaða-
mannanna til Bretlands.
Ummæli þeirra, sem kynntust þeim.
Aidv þess sem liinum íslenzku
blaðamönnum var boðið að sjá
allt það, sem hezt sýndi styrj-
aldarrekstur Bretlands, veittist
þeim og sá heiður, að utanríkis-
ráðherrann Mr. Anthony
Eden tók á móti þeim og
var það í fyrsta skipti sem shk
móttaka fór fram. Það sýnir á-
þreifanlega, hversu Island er
talið mikilvægt, ekki aðeins eins
og málum er háttað nú, lieldur
yfirleitt í stefnu Breta, sem
miðar að því fyrst og fremst að
koma á friði og ró í Evrópu, og
bæta alþjóða samvinnu yfirleitt.
Menn gera sér það Ijóst í Lon-
don, að þessi nýi heimur fram-
tíðarinnar er óliugsandi án
samvinnu Islands. Það er auð-
vitað algerlega á valdi íslenzku
þjóðarinnar hvernig þessari
samvinnu verður liagað, en mik-
ilyægi hennar sést hezt á því,
með hversu miklum áhuga þetta
mál er rætt og vegið af mikils-
metnum brezkum stjórnmála-
mönnum.
Til þess að komast að raun
um, hvernig mönnum hefði
getizt að íslenzku hlaðamönn-
unum, sem heimsótlu Bretland
í hoði British Council, fetaði eg
i fótspor þeirra og talaði við það
fólk, sem hafði liitt þá. Það var
ekki auðhlaupið að því, því að
menn mega ekki gleyma, að
blaðamennirnir höfðu samband
við fólk af öllum stéttum og
flokkum. Þeir kynntust æðstu
mönnum stjórnmálanna og
öðrum þeim, sem liæst her
í þjóðlífinu og gafst tæki-
færi til að tala við full-
trúa blaðanna, vísindanna og
landvarnanna. Þeir töluðu við
verkamenn í verksmiðjunum
og almúgafólk á götunum, í
veitingaliúsum og strætisvögn-
um. M.ö.o., þeir kynntust brezku
þjóðinni sjálfri — fólkinu er
orðið hefir að þola allar hörm-
ungarnar, sem styrjöldin hefir
hakað stórborgunum.
Eg var svo heppinn að liafa
tal af nokkurum þessara verka-
manna og öðru fólki, sem þeir
hittu á ferðum sínum. Það
gladdi mig og kom mér ekki á
óvart að heyra ummæli, sem
þessi: „Þeir eru alúðlegir og
rösldegir menn Islendingarnir.
Áður en eg kynntist þeim, hélt
eg að íslendingar væri alltaf
klæddir í loðkápur, og vissi lítið
um land þeirra. Ef satt skal
segja, langaði mig ekki til að
vita mikið Um þá. En þegar eg
hefi nú kynnzt þeim og lesið um
land þeirra í blöðunum, hefi eg
fengið mikið álit á þeim.“ Borg-
arstjóri einnar horgarinnar, þar
sem þeim var veitt opinber
móttaka, sagði við mig: „Eg hefi
verið viðstaddur margar opin-
berar móttökur og séð marga
gesti koma til borgar okkar, en
eg liika ekki við að segja, að eg
hefi aldrei fundið til eins hlýrr-
ar vináttu og ánægju eftir stutt
kynni, eins og eftir fárra stunda
viðdvöl hinna íslenzku gesta
okkar. Þeir eru menn einlægir
og viðfeldnir i framkomu.“
Blaðamanni, sem sagði við mig,
að hann muni alltaf hafa yndi
af að minnast komu þeirra,
fannst það eftirtektarverðast í
fari íslendinganna, „að þeir eru
alveg eins og við, alls ekki eins
og útlendingar.“
Þetta álit hafa allir, sem eg
hefi talað við, látið í ljós. Þegar
Sir Malcolm Roþertson, þing-
maður, forseti British Council
hauð hina íslenzku gesti vel-
konnra svaraði Árni Jónsson
með ræðu, sem var óundirbúin,
en hreif alla viðstadda. Honum
datt það snjallræði i hug, að
gera samanburð á þessum tveim
lýðræðiseyjum, mjög skemmti-
lega og með mikilli liugkvæmni.
Hann talaði á ensku, lýtalaust
og án þess að liægt væri að
heyra á framburði hans, að
hann væri ekki að tala móður-
mál sitt, og með ræðu sinni
hefir hann komið þvi til leiðar,
að Bretar liugsa nú meira um
ísland, sem fram til þessa liafði
verið svo lítt hirt um.
En sá árangur, sem er mikils-
verðastur, er að eftir komu Is-
lendinganna, er ísland ekki
framar eingöngu nafn í vitund
margra helztu þingmannanna,
lieldur hafa þeir öðlast nokkura
þekkingu á því fyrir tilstuðlun
liinna nýju vina sinna. Sir Jo-
celyn Lucas, þingmaður, sagði
mér t. d., að hann. hefði fyrst
talið það skyldu sína að undir-
húa móttöku fyrir Islending-
ana i Overseas League, svo að
þeim gæfist tækifæri til að
kynnast ýmsum fyrirmönnum
úr hópi Breta og Bandamanna.
En þegar liann kyiintist þeim
fannst honum, að hann hefði
hitt gamla og góða vini. „Það
var ekki aðeins gaman að hlýða
á frásagnir þeirra um land sitt,
heldur og að kynnast þeim
sjálfum“. Alan Crosland Gra-
ham, höfuðsmaður og þing-
maður, sagði, að þegar hánn
hefði farið heim eftir að hafa
\
Sir Malcolm
Robertson
býður Árna
frá Múla
velkominn.
Hér birtist mynd af IJ. C.
Taussig, höfundi viðtalsins við
Nygaardsvold, forsætisráðherra,
sem birtist s.l. laugardag. Grein
sú, er nú birtist, var sett i póst
löngu á undan viðtalinu, þótt
lmn komi síðar fram. Taussig
er 29 ára gamall, fæddur í Vín-
arborg, en hefir dvalið mestan
liluta æfinnar í Prag. Hann er
af tékkneskum ættum. Hann
hefir ferðast mikið, hæði i Ev-
rópu og N.-Afríku seinustu 12
árin. Hann lagði stund á lista-
sögu og vísinda við liáskólann
í Prag og vann fyrir sér á dag-
inn sem aðstoðarmaður á sýkla-
rannsóknarstofu, en með fyrir-
lestrahaldi um listasögu á kveld-
in, auk þess. sem hann skrifaði í
„Prager Tageblatt.“
Taussig er mjög áhugasamur
um alþjóðamál og hefir ein-
göngu lagt stund á hlaða-
mennsku, síðan liann kom_ til
Bretlands, 1938. Þótt hann ætti
fvrst framan af mjög erfitt upp-
dráttar, gafst liann ekki upp.
Eins og áður er getið er hann
fastur starfsmaður við Econom-
, ist, „Free Europe“, ýms kveld-
hlöð í London og skrifar auk
þess greinar, sem birtast í einum
I 14 öðrum blöðum. I frístundum
1 sínum hefir hann gaman' af að
ferðast og skreppa á hestbak,
I lesa — og mála myndir, „vinurn
j mínum til mikillar hrellingar“,
að því er hann sjálfur segir.
I
kynnzt íslendingunum, hefði
honum skilizt, að það færi ekki
eftir stærð landanna, hvort
synir þeirra væri miklir menn
eða litlir, og að það væri margt
sem Bretar gæti lært af íslend-
ingum.
Menn mega þó engan veginn
halda, að þeir sem í förinni
voru, hafi verið gersamlega ó-
þekktir meðal brezkra stjórn-
málamanna. Ólafur Friðriks-
son er mjög vel þekktur og í
miklu áliti í verkamanna-
flokknum. Nafn Árna Jónsson-
ar var líka löngu kunnugt öll-
um, sem fylgdust með stjórn-
málum Norðurl. Frahilcoma
hans vakti mjög mikla aðdáun
og blöðin fóru um hann hinum
lofsamlegustu orðum, kölluðu
hann t. d. „Personality No. 1“.
Blöðin rituðu vinsamlega um
heimsóknina allan tímann og
það er vafalaust eitt af því bezta,
sem af ferðinni hefir leitt,
hversu mikla athygli hún vakti
allsstaðar á Islandi. Álirifa-
mesta vikublað Breta „Econo-
mist“ birti grein um Island þ.
9. ágúst og voru rædd þau ýms
sjónarmið blaðamannanna, sem
daglöðin höfðu hingað til ekki
getið.
Meðal þeirra, sem huðu Is-
lendingunum heim voru gamlir
vinir lands þeirra, Dr. Fortescue,
við Eton-skóla og Sir Patrick
Hannon, þingmaður, liinn frægi
fjármála- og landbúnaðarfræð-
ingur. (Hann gaf neðri mál-
stofunni jafnan skýrslur um
fjárhagsástæður Dana og hefir
látið sig miklu skipta mál írska
bænda). Tómstundaskemmt-
un Sir Patricks er að kynna sér
sögu þingræðisins og hann á
raunverulega Magna Charta-
eyjuna, þar sem Jóhann kon-
ungur undirritaði Frelsisskrána
1215 og þar tók liann á móti
liinum íslenzlcu gestum sínum.
Hann lagði áherzlu á, að hann
hefði mikinn áhúga fyrir jarð-
ræktarmálum íslands, og sagði
mér, að liann liefði átt mjög
fróðlegt samtal við blaðamenn-
ina, hvernig liægt væri að koma
þeim málum í betra liorf. Mér
finnst líka rétt að geta liinna
lofsamlegu ummæla lians um
stjórnmálahæfileika Árna Jóns-
sonar.
Heimsóknin hefir lika vakið
ýmsar hugmyndir hjá sumum
þingmönnunum. Commander
Oliver Locker-Lampson, þing-
maður, sem er einn áhrifamesti
þingmaðurinn og ágætur stjórn-
málamaður, sagði mér, að heim-
sóknin liefði vakið lijá honum
mikinn áliuga fyrir Islandi.
Hann hefir í hyggju að heim-
sækja það og kynnast því af
eigin sjón og raun.
Það má sjá af þeim ummæl-
um, sem hér hafa verið tekin
upp, að á annan bóginn geta
blaðamennirnir verið lireyknir
yfir því, hversu vel förin gekk,
og á hinn bóginn getur ísland
verið lireykið yfir þeim sonum
sínum, sem vekja svo mikla
eftirtelct í höfuðborg — sjálfu
hjarta brezka heimsveldisins —
þar sem allar ,hugsanir og þrek
beinist annars að því að vinna
skjótan og algeran sigur á
fjandmönnum frelsisins.
í STUTTU MÁLI
1 einu samveldislandi Breta
standa nú yfir rannsóknir, sem
kunna að verðamjög heillayæn-
legar fyrir heilbrigði alls mann-
kynsins.
I Capetown i Suður-Afríku
hefir visindamanni einum, Dr.
E. H. Cluver, sem er forstöðu-
maður vísindastofnunar í Suð-
ur-Afríku, tekizt að einangra in-
fluenzubakteríuna (germ.). All-
ar ráðstafanir hafa verið gerðar
til þess að rannsóknirnar beri
fullkominn árangur, og að hægt
verði aö fyrirbyggja að farald-
urinn 1918 endurtaki sig. Dr.
Cluver sagði: „Því liefir oft með
óréttu verið haldið fram, að in-
fluenzubakterían liefði verið
uppgötvuð, en við erum sann-
færðir um það, að okkur hefir
nú tekizt að einangra rétta bakt-
eríu. Yið vonum að varnarlyf
(vaccine) verði tilbúin innan
skamms, sem heri fullkominn
árangur.“
SUMARGJÖF.
Framh. af 1. síðu.
en í vöggustofu verða tekin 10
— 15 börn, frá fæðingu til 1%
eða 2ja ára aldurs.
Húsið er mjög vel til þessarar
starfsemi falli,, sagði ísak enn-
fremur og þarf svo sem eldcert
að breyta því.
Forstöðukona heimilisins
verður Þórhildur Ólafsdóttir,
sem var forstöðukona í Reyk-
holti í sumar, og er liin bezta til
þessa starfs fallin.
Að lokum sagði tsak: „Þetta
markar tímamót i sögu og starf-
semi Sumargjafar.“
Höfundur greinarinnar
„Minnismerki Snorra Sturluson-
ar“ heitir Bjarni Ágústsson Mæhle,
en ekki Mahle, eins og stóð í bla'ð-
inu í gær.