Vísir - 16.10.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1941, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN' VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján GuSlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfísgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gott er að fara stillt af stað. J^ÍTJÁN eru eftir, þá náð hef eg þér, tautaði strákurinn. Hann getlaði að vinna sér það til kvonfangs, að elta uppi tuttugu tófur. Ríkisstjórnin liefir verið að elta uppi dýrtíðina. En sú lágfætta hefir ailtaf gaggað á næsta leyti, sýnu bústnari með degi.hverjpm. Nú á að vinna bug á óvættinni og er vonandi að betur takist fyrir þingi og stjórn, en aumingja stráknum. I>að er svo sem þakklátt verk, að leggja „bítinn“ í læðing. En þessi „bítur“ er bragðarefur, eins og allir refir, og veitti því tæplega af að viturra ráð kærni saman. Einn stjórnarflokkanna segist hafa ráðið á takteinum og krefst þess umsvifalaust, að sanistarfsflokkamir aðhyllist þáð og ekkert annað. Hinir flokkarnir telja, að varla verði Gleipnir of styrkúr, þótt allir leggi til sinn þátt. Svona er mál- um komið í dag og mun öllum fyrir beztu að ekki verði rasað um ráð fram. ★ Til þess að finna friðsamlega lausn á þessu máli, verður að reyna að samræma sjónarmið tveggja andstæðra hagsmuna- heilda. Annars vegar þeirra, er vörur selja á innlendum mark- aði, hinsvegar þeirra, er vörur kaupa: verkámanna og annara launþega. Það er hægt að hugsa sér að framkvæma með vald- boði ráðstafanir, sem önnur hvor þessi hagsmunaheild tjáði sig gersamlega andvíga. En ef tii slíks valdboðs yrði gripið, væri jafnframt vikið frá þeirri stefnu, sem uppi hefir verið um lausn vandamálanna síðustu misserin. Yæri því neyðarúr- ræði, ef til slíks þyrfti að taka. * Það má ekki gera leik að því, að stefna til ófriðar um lausn slíks vandamáls, sem liér um ræðir. Þegar kosningafrestunin var ákveðin í vor, var ein höfuð- röksemdin fyrir þeirri sam- þykkt sú, að ekki mætti stofna til friðslita. Sömu röksemd hef- ir verið haldið uppi gegn því, að kosið yrði í kjördæmi, sem þingmannslaust er orðið. Nú er það að vísu svo, að mönnum hitnar oft um kosningar. En þó hefir reynslan skorið úr um það, að mikiu meiri hiti fylgir kaupgjaldsmálinu en kosning- um. Ef sú röksemd er rétt, að eklci megi hafa kosningar vegna þess, að friðnum sé stofnað í voða, er auðsætt, að teflt yrði á tæpt vað ef skellt yrði athugunarlít- ið á valdboði, sem fjölmennar stéttir teldu með réttu skerða hlut sinn. ★ Málið horfir þá þannig við: Allir telja nauðsynlegt að stemma stigu fyrir dýrtíðinni. Öllurn er Ijóst, að ráðið til þess er ekki svo einfalt, að það verði hrist fram úr erminni. Friðsam- leg lausn fæst ekki, nema full- kominnar forsjár og gagn- kvæmrar tilhliðrunarsemi verði gætt. Því miður hefir málið ver- ið lagt þannig fyrir af hálfu eins stjórnarflokksins, að meira hef- ir gætt kapps en forsjár. En hér I á það við, að „gott er fara stillt af stað,“ ef enginn á að háls- brotna.» Ríkisstjórnin hefir ekki fund- ið sameiginlega leið í málinu. Alþingi á að leita að þéirri leið. En sú leið verður torfundin, ef einn stjórnarflokkanna tekur sig út úr í uppliafi málsins og neitar að fara nema sína eigin götu. ★ Það er leikur einn, að gera dýrtíðarmálin að því ágrein- ingsefni, að upp úr rifni. En þann leik á að varast. Stærilæti og duttlungar eiga ekki að kom- ast þar að. Þessvegna á lika að gleyma því, að einn aðili liefir farið klaufalega á stað, ef sá hinn sami sýnir hug á að bæta ráð sitt. Hér er um eitt hið mesta vandaverk að ræða. Það verður að hefja það yfir flokksstreit- una. Stjórnarflokkarnir verða að leggja ráð sín saman, eins og þegar skattamálin voru leyst í vetur sem leið. a Skemmtifundur Stúdentafélags Reykjavíkur Iskemmtifundur Stúdenta- ■ félags Reykjavíkur verður haldinn næstkomandi sunnu- dagskveld í Oddfellowhúsinu. Síra Jón Thorarensen mun lesa upp úr þjóðsagnasafni sínu, en síðan syngja þeir tvísöng Jakob Hafstein og Ágúst Bjarnason. Þá syngur Árni Danielsson norskar stúdentavís- ur með undirleik Kristjáns Kristjánssonar, og loks verður dansað fram eftir nóttu. irrenarooir i 5.1. iríninB&rflarnosi Hinir ákærðu fengu skilorðisbundinn |fangelsisdóm. þriðjudag var kveðinn upp dómur í málinu réttvísin og valdstjórnin gegn stjórn s.f. Grímur í Borgarnesi. Dómur- inn var kveðinn upp af Theodór Líndal, hrm., sem var skipaður setudómari. Mál þetta reis af því, að stjórn- endur félagsins greiddu félags- mönnum arð, sem ágreiningur var um innan félagsins hvort skyldi greiða. Urðu þau úrslit málsins, að allir stjórnendurnir — fimm að tölu — voru dæmdir í skilorðs- bundna fangelsisvist. Formaður félagsins, Friðrik Þórðárson, var dæmdur í 3ja mánaða fangelsisvist, en hinir, Ingimundur Einarsson, Jónas Kristjánsson, Otúel Sólmundur Sigurðsson og Sigurður Krist- jánsson í 2ja mánaða fangelsi hver. Fullnustu refsingarinnar er frestað og liún felld niður eftir 2 ár, ef skilorð laga eru haldin. Auk þess er niðurfelling refs- ingarinnar bundin þeim skil- yrðum, að hinir ákærðu endur- greiði félaginu kr. 2000 innan 30 daga frá birtingu dómsins ásamt 3% ársvöxtum frá 27. apríl s.l. og að þeir feli löggilt- um málflutningsmanni, innan 30 daga frá lögbirtingu dómsins að innheimta í sjóð s.f. Grímur hjá hlutaðeigendum fé það, er þeim var greitt 27.—30. apríl, ásamt 3% ársvöxtum frá út- borgunardegi til greiðsludags. Er hér um 2000 kr. og vexti af þeim að ræða, en 52 félags- menn tóku við greiðslu á sín- um tíma. Hinir dómfelldu hafa áfrýjað til hæstaréttar. Halldóp Jónsson frá Hrauntúni: Þingvallanefnd hefír sofíð í einn áratug — Þvínæst páðsfafanip, sem brjóta 1 bága við tilgang þingvalla- fpidunapinnar. Iíalldór Jónassön frá Hrauntúni hefir sent Vísi eftirfar- andi grein lil birtingar. Þótt ritstjórinn sé á annqri skoð- un um flest ]jau sjónarmið, sem koma fram i greininni, er ]>ó uppistaðan sameiginleg: að vilja veg Þingvalla sem mesl- an, en hinsvegar ágréiningur um leiðir þær, er fara skal, Umræður um málið geta engu spillt og fer því grein Hall- dórs hér á eftir. Fyrir nokkurum vikum lét J . I Þingvallanefnd til sín heyra. Það mætti e. t. v. segja, að tími hafi verið til kominn, því hún hefir sofið í heilan áratug, að öðru en því, að hún hefir búið Þingvelli- undir þangað komu dauðra manna, grafið einn og lagt á leiði lians ljóta, smekk- lausa grafhellu, sem hefði betur verið geymd annarsstaðar en á islenzkasta stað íslands, því við lielluna er ekkert islenzkt, og ekkert sem afsakar tilverurétt hennar þar. En þegar Þingvallanefnd loks- ins vaknar af svefni sinum, hyggst hún til framkvæmda, sem í eðli sinu koma i hág við hina raunverulegu hugmynd Þingvallafriðunarinnar, sem sé þá, að halda staðnum við i þeirri frumrænu og uppruna- legu mynd, óskerta og ósnortna af völdum manna og dýra, frið- aða og vernidaða af allri skemmdárstarfsemi. Það kemur þess vegna úr hörðustu átt, þegar Þingvalla- nefndin sjálf ætlar að ráðast á vaðið með allskonar skemmdar- starfsemi á þessum eina frið- lýsta þjóðgarði Islendinga, leggja hina fögru velli í mold- arflög, koma þar upp allskonar staurum og girðingum, merkja- Iínum á íþróttavelli og öðru þessháttar drasli. Auk þess ætl- ar hún að leggja einhverskonar gangstíga út um hraunið, en í livaða tilgangi það er gert — öðrum en þeim að skerða frum- stæða fegurð staðarins — fær maður ekki skilið. Eða hvaða mann. sem á annað borð ann fegurð náttúrunnar og vill njóta hennar, langar fremur til að ganga um malarbornar götur, fullar af ryki og óþrifnaði, held- ur en að ganga í mjúkum mosa Þingvallahrauns ? Eg er alveg sannfærður um það, að eg tala fyrir munn allra náttúruelskandi manna, þegar eg segi, að þessar fyrirhuguðu framkvæmdir Þingvallanefndar ættu aldrei að sjást annarsstað- ar en á pappírnum, og að hver einasti maður, sem hefir snefil af fegurðarsmekk, mun einskis h.eitara óska i þessu sambandi, en að Þiúgvellir og Þingvalla- hraun megi sem ósnortnast verða í nútíð og framtið, og að öllum mannaverkum verði haldið þaðan sem allra lengst i burtu. íþróttamenn hafa næga aðra staði til að iðka íþróttir á, en Þingvellina, og þeir menn eiga ekkert erindi út i Þingvalla- hraun, sem, komast ekki um það öðruvísi en eftir malarbornum götum. Hitt hefði í alla staði verið heppilegr?-< ef Þingvallanefndin hefði — pegar hún loks vakn- aði — séð sóma sinn í þvi að bæta úr því, sem aflaga fór á ÞingvöIIum, auka eftirlitið, hreinsa burt dósir og drasl, sem víðsvegar hefir verið fleygt inn- an hins friðlýsta þjóðgarðs- svæðis, og loks að laga til á eyði- býlunum Hrauntúni og Skógar- koti — en frágangurinn þar er Þingvallanefnd og öðrum hlut- aðeigendum. til ævarandi skammar. Þegar eg fór frá Hrauntúni árið 1936 skrifaði eg Þingvalla- nefnd eftirfarandi bréf í þeirri einlægu von, að eitthvert tillit yrði tekið til óska minna og til- lagna, er eg rýmdi jörðina fyrir Þingvallanefnd. Bréfið er svo- hljóðandi: Þar sem eg hætti búskap a Hrauntúni nú í haust, og fer þaðan alfarinn, er það ósk mín og krafa til Þingvallanefndar og annarra þeirra, sem k'ynnu að liafa umráð yfir Þingvalla- iandi innan skógargirðingar, að með býlið verði farið á jiessa leið: 1. að ábúð á býlinu verði al- gerlega lögð niður. 2. að grjótgarðinunv, sem nú er í kringum túnið, verði árlega haldið við. 3. að innan túngarðsins verði plöntuð skógartré, allt að 1000 plöntur á ári hverju, þangað til húið er að planta í allt túnið þar. sem jarðvegur leyfir. 4. að skrauttré og runnar sé ræktað í kálgarði við bæinn, sem jarðvegur er áburðarmikill og feitur. 5. að grjóthólar verði gerðir úr veggjum útihúsa og ræktaðir íslenzlcum jurtum. 6. að bæjarliús verði rifin og engar nýjar byggingar reistar í staðin innan garðs. Þó skulu þau standa fyrst um sinn, ef þörf gerist, þangað til gróður- se.tning innan garðs er að mestu eða öllu lokið. Arið 1830 var fyrst reist býli á Hrauntúni (þar voru áður sel- tóttir frá Þingvöllum), gerði það afi minn Halldór Jónsson. Hann hjó þar til 1872, þá tók sonur kans við býlinu, er síðar varð hreppstjóri, og hjó þar lil dauða- dags 192^2, þá tók eg við ábúð- inni. Bændur þessir ruddu veg heim að bænum, ræktuðu tún- blett, hlóðu kringum liann grip- heldan grjótgarð, sem enn stendur óhaggaður og reistu útihús handá skepnum. Tillögur þessar, sem eg óska eftir að Þingvallanefnd láti framkvæma á Hrauntúni, ætl- ast eg til að verði sem minning um okkur feðga, sem búið höf- um á býlinu hver fram af öðr- um hin síðustu 105 ár. Hrauntúni, 1935. Til Þingvallanefndar i Rvik. Formaður Þingvallanefndar, Jónas Jónsson, tók þessum ósk- um mínum mjög liklega og taldi sig fagna þessum tillögum. Um verklegar framkvæmdir hefir þó ekki orðið að sinni í Hraun- túni, að öðru leyti en því, að bæjarhús voru rifin sumarið 1939 og skilið þannig við, að öllum blöskrar, sem í Hrauntún hafa komið síðan. Eru uiiir merki enn í dag þau hin sömu, og hefir Þingvallanefnd eða Þingvallavörður ekki gert nein- ar sjáanlegar ráðstafanir til að koma þessu í lag. Sama sagan endurtók sig i Skógarkoti. Saga þessarar dæmalausu vanhirðu er i stuttu máli sú, að nokkru eftir að Skógarkot lagð- ist í éyði, en meðan bæjarhús stóðu enn uppi, fannst meðvit- undarlaus maður inni i bæn- um. — Þetta atvik varð til þess, að Þingvallanefnd ákvað þegar að rífa báða bæina, í Skógarlcoti og Hraun- túni, til að fyrirbyggja það, að þeir yrðu ekki notaðir til alls- konar ólifnaðar. Féklc nefndin Valtý bóndaí Miðdalskoti íLaug- ardal til að rifa bæina og mátti liann í þóknun taka úr bæjun- um þá viði, sem hann kærði sig um. Að öðru leyti hefir Valtýr tjáð mér, að á honum liefðu eng- ar kvaðir né skyldur legið gagn- vart Þingvallanefnd, og að liún hefði ekki farið fram á, að hann gengi neitt sérstaklega frá tóft- unum, enda hefir hann vissu- lega ekki gert það. Nú liggja fúasprekin innan um hálffallnar rústirnar og úti á túninu umhverfis bæinn. Er það ein hin ömurlegasta saga um starf einnar nefndar og átakan- legri minnisvarða gat liún naumast reist sér, nema ef vera skyldi í þeim bægslagangi síð- ustu vikurnar, er hún ráðgerði að koma upp á Þingvöllum — hinum eina friðlýsta þjóðgarði íslendinga — allskonar mann- virkjum, í algerri óþökk alþjóð- ar og allra þeirra, sem Þing- völlum unna. Halldór Jónasson frá Hrauntúni. J ARÐRÆKT ARFÉL AGIÐ. Frh. af bls. 1. þeir Vilhjálmur Bjarnason og Þorlákur sonur hans, Pétur Hjaltested á Sunnuhvoli, Eggert Briem frá Viðey og Þórður Sveinsson, læknir á Kleppi. Sem sérstakan atorkumann í félags- málefnum, bæði innan og utan s t j órnar % .1 arðræktarfélagsins má nefna Einar Helgason garð- yrkjumann. Annars er f jöldi fé- lagsmanna fátækir verkamenn, sem lagt hafa út í jarðræktar- störfin vegna atvinnuskorts, og stundað þau, þegar ekki var aðra atvinnu að fá. Undanfarin ár, eða frá 1931, hefir félagið annast jarðvinnslu fyrir félagsmenn, oftast með tveimur dráttarvélum, og hafa þær venjulega orðið að vinna nótt sem dag yfir vortímann. Nokkuð hefir þó aftur dregið úr framkvæmdum, er aðflutningar urðu örðugri á erlendum á- burði, og kaupgjald verkafólks hækkaði. Nú eiga sæti í stjórn Jarð- ræktarfélags Reylcjavíkur: Þor- steinn Finnbogason, Fossvogi, formaður, Kristófer Grímsson, búfræðingur, Hörpugötu 27, gjaldkeri, og Tryggvi Guð- mundsson, bústjóri á Kleppi, ritari. Iðnaðarmannafélagið byrjar vetrarstarísemi sína me"S■ fundi í Baðstofu sinni í kvöld (fimmtudag). Verður þar til um- ræðu útgáfa Tðnaðarsögunnar, sem unnið hefir verið að undanfarin ár að semja og er nú tilbúin til prent- unar. Enn fremur um hækkun ið- gjalda, fréttir frá Iðnþinginu o. fl.,. þar á meðal undirbúningur undir 75 ára afmæli félagsins. Er nú gott. tækifæri til að ganga í félagið fyr- ir þá menn, sem ætluðu sér að gera. það í vor. Glímufélagið Ármann liefir nú hafið vetrarstarfsemi sína og birtist hér i blaðinu í gær æf- ingatafla félagsins. Fleiri liundr- uð manns iðka nú íþróttir hjá félaginu á hverju ári og eru nú strax nokkrir flokkar fullskip- aðir fyrir veturinn sem nú fer í hönd. — Kennaraval félagsins er með ágætum, og er sem hér segir: Jón Þorsteinsson kennir ís- lenzka glímu og fimleika, full- orðnum piltum og stúlkum, sex flokkum alls. Jens Magnússon kennir drengjum og „Old boys“ fim- leika. Sonja Carlson kennari telpum fimleika. Þorsteinn Hjálmarsson kenn- ir sund og sundknattleik. Garðar S. Gíslason kennir frjálsar iþróttir og skíðaleik- fimi. Guðmundur Arason kennir hnefaleika. Skarphéðinn Jóhannsson kennir róður. Grimar Jónsson kennir hand- knattleik kvenna og Sig. Nor- dahl handknattleik karla. Sérstakur skíðakennari verð- ur ráðinn er álíður veturinn, enda mikill áhugi innan skíða- deildarinnar. Skemmtifundir verða lialdnir í Oddfellowhúsinu einu sinni í mánuði og verður til þeirra vandað sem föng eru á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.