Vísir - 24.10.1941, Side 2

Vísir - 24.10.1941, Side 2
V í S I H Dr. med. Gunnlaugur Claessen: Onotalegui* faraldur. Kláði (scabies) í mannfólki er húðsjúkdómur, sem orsakast af sérstakri maurteg"und (sarcoptes scabiei). Aðalskepnan er kvenmaurinn, sem er tiltölulega stórvaxinn, grefur sér gren í hörundið og verpir þar eggjum sínum, sjá myndina. Hver maur verpir 15 eggjum, sem klekjast á hálfum mánuði, svo að við- koman er ör. Karlmaurinn er miklu smávaxnari. Hann grefur síg ekki í skinnið, en er á flökti til og frá. Stærðin á þessum hvimleiðu skepnum er svo lítil að það leifir engu, að maurarnir sjáist með berum augum. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Stefnufesta Framsóknar. £j NGAN getur undrað, [k')U Tímamönnum gangi illa að sætta sig við frjálsa leið í dýr- tíðarmálunum. Hvenœr hafa þeir herrgr mátt heyra frjálsar leiðir nefiidar á nafti? í þeirra muhni ér frjálst framtak, frjáls verzlun, frjáls samkeppni, fúl- ustu skammaryrði. Sú stétt manna, bændurnir, sem Fram- sókn þykist bera mest fyrir brjósti, hefir yerið svipt réttin- um til ráðstöfunar og verðlags á aðalframleiðsluvörum sínuin á innlendum markaði, kjöti og mjólk. Enginn flokkur hér á landi hefir gengið jafn nærri alhafnafrelsi manna. Enginn hefir trúað eins í blindni á höft og fjötra. Enginn hefir komið á jafn miklu skipulagsfargani og hverskonar frelisskerðingu. Grundvöllur sjálfstæðisstefn- unnar er trúin á athafnfrelsið. Af þessu er Ijóst: að öðru jöfnu kýs Sjálfstæðisflokkurinn jafn- an frjálsa leið, en Framsókn ó- frjálsa. Stefnufestan við ófrels- ið stingur alveg í stúf við stefnu- leysi Framsóknar í flestum greinum. * Framsóknarflokkurinn hefir hringsnúizt í dýrtíðarmálunum. Á Alþingi 1939 var verðlag inn- lendra afurða lögfest. Fram- sóknarflokkurinn barði á stóru bumbuna út af gengislögunum og hefir raunar til þessa dags þakkað sér þá löggjöf flokka mest. En hvað skeður svo? Átta mánuðum eftir að gengislögin eru samþykkt, er Framsókn búin að snúa við blaðinu. Þá er lögfesting afurðaverðsins orðið að svo hróplegu ranglæti, að ekki er um annað að tala en að fá ákvæðin um lögfestinguna af- numin úr lögunum. Nú er Framsókn komin annan hring. Nú heimtar hún afurðaverðið aftur lögfest. Hverjum dettur í liug, að hún heimtaði ekki lögfestinguna afmáða eftir nokkra mánuði, ef hún sæi sér flokkslegan hag í þvi? * Framsókn ætlast til þess, að bændur þakki henni hækkunina á afurðaverðinu. Gott og vel. En jafnframt ætlast hún til þess, að bændur þakki henni barátt- una gegn dýrtíðinni. Hvernig á að koma þessu saman? Allir vita, að innlendu afurðimar ráða útreikningi visitölunnar að mestu. Dýrtíðaruppbótin er á- kveðin samkvæmt vísitölunni. Hækkun á afurðaverðinu hefir því mest áhrif á dýrtíðina. Um leið og Framsókn krefst þakka fyrir afurðaliækkunina, verður hún að afsala sér þökkunum fyrir að hafa barizt gegn dýr- tíðinni. Það er óhugsandi, að hún geti fengið heilvita menn til að kyrja þann „tvísöng“, að þakka henni hvorttveggja í senn. ★ Upp úr kosningunum 1934 var „samstarf hinna vinnandi stétta" einaleiðinhjá Framsókn. Næsta kjörtímabil var unnið í svo nánu samstarfi við sósíal- ista, að Alþýðuflokkurinn hældi sér af því, að sósíalismanum hefði orðið meira ágengt í lög- gjöf hér á landi, en í nágranna- löndunum, þar sem hreinar sósíalistastjórnir hefðu farið með völd. Nú reynir Framsókn að gera sjálfstæðismenn tor- tryggilega fyrir það, að þeir kæra sig ekki um að gefa sós- íalistum „frí“ úr stjórnarsam- vinnunni, þegar mest reynir á samheldnina. Og Tíminn er meira að segja orðinn svo rugl- aður, að hann heldur að frjáls leið í dýrtíðarmálunum sé hug- stæðari sósíalistum en sjálf- stæðismönnum! ★ í fyrravetur baðst formaður Framsóknarflokksins opinber- lega afsökunar á því, að piltur einn, honum pólitískt nákom- inn, hafði ráðist ómaklega og hastarlega á Sjálfstæðisflokk- inn. Formaður Framsóknar lagði ríka áherzlu á það, hver hætta samstarfinu væri búin, ef „byssuraar skytu sjálfar“. Nú hefir forsætisráðherrann farið að „skjóta af sjálfum sér“. Ef samheldni íslenzku þjóðar- innar stafar liætta af því, að skotið er úr barnabyssum, hversu miklu meiri hætta er þá ekki á ferðum, þegar sjálf „fall- stykkin“ fara að bombardéra upp úr þurru? ★ Framsóknarflokkurinn barð- ist árum sanian gegn því, að kosningar færu fram að Iiaust- lagi. Nú getur svo farið, að ekki verði komist hjá vetrarkosning- um, ef Framsókn situr fast við sinn keip. Bændur eiga að þakka Framsókn baráttuna gegn Iiaustkosningum. Eiga þeir ekki líka að . þakka, ef Framsókn tekst að knýja fram vetrai'kosningar ? * Framsókn hefir talið sig uppi- stöðuna í stjórnarsamvinnunni. Her;mann Jónasson hefir nýlega bent mjög réttilega á, hve ó- venjulegur vandi okkur væri nú á höndum, meðal annars vegna jiess, að við værum „undir smá- sjá tveggja stórvelda“. Hann hefir varla sleppt þessum alvar- legu aðvörunarorðum út úr sér, fyr en hann gerir sig beran að einhverju óskiljánlegasta at- hæfi, sem um getur í stjórn- málasögu þessa lands. Hann hefir komið málum í það öng- þveiti, sem öllum hugsandi mönnum lirýs hugur við. Og svo eftir þetta allt saman liælir Framsóknarflokkurinn sér af því, hvað hann sé fastur í rásinni og sjálfum sér sam- kvæmur. Er ekki von að mönn- uni finnist til um stefnufestuna! a Öin Johnson fer til flugvélakaupa í Ameríku. rn Ó. Johnson, flugmaður, er nýlega farinn vestur um haf til Bandaríkjanna, þar sem hann mun festa kaup á 2ja hreyfla flugvél fyrir Flug- félag íslands. Eins og Vísir sagði frá á sin- um tima ákvað félagið að aulca hlutaféð allverulega með þessi kaup fyrir augum. Ný flugvél mun að líkindum ekki fást, vegna þess hve allar verk- smiðjur hafa mikið að gera fyr- ir vigbúnaðinn. Áfengislagabrot. Nýlega hafa tveir menn verið dæmdir fyrir áfengislagabrot hér í bænum. Annar maðurinn, danskur sjómaður, var sektaður um kr. 200 fyrir óleyfilega áfengissölu. Hinn maðurinn, íslendingur, var sektaður um 300 kr. fyrir áfengissmygl. Sjúkdómnum ér samfara ónota-kláði og ve.ssabólur um lílcamann. Sjúklingarnir klóra sig, en í rispurnar berast einatt aðvífandi sýklar, og verður stundum úr þvi „graftarkláði“. Kláði í mannfólki er hér land- lægur, en hefir gert mjög vart við sig síðustu tvö árin. Lands- menn hafa sýkzt jafnvel svo þúsundum skiptir. í skýrslum lækna 1940 eru taldir fram tæplega 1500 kláðasjúklingar. En vitanlega koma ekki öll kurl til grafar. Sjúklingatalan er hæst í Reykjavík, og fjölgar sjúklingum þar, einkum að haustinu til, þegar fólk streym- ir til bæjarins utan af landi. Annars eru flestir taldir fram í eftirfarandi héruðum, eftir röð: ísafjarðar-, Eyrarbakka-, Akur- eyrar-, Hafnarfjarðar-, Norð- fjarðar- og Keflavíkurhéraði. Það, sem af er þessu ári, liafa verið taldir fram enn fleiri kláðasjúklingar en 1940. Hannes Guðmundsson, sér- fræðingur í húðsjúkdómum, hefir nýlega birt mjög athyglis- verða ^rein um þenna sjúkdóm í „Heilbrigt lif“, tímariti Rauða krossins. Læknirinn getur þess, áð kláði komi mjög við sjúk- dómasögu þessa lands fyrr á tímum. Orsök Jiessa kvilla var áður ókunn, og gengu manna á milli allskonar liindurvitni um hvað bæri að forðast og, hvað skyldi taka til bragðs, til j>ess að ráða við sjúkdóminn. Má lesa um það í Lækningabók Jóns Péturssonar. Þeir, sem vildu læknast af ldáða, máttu ekki eta „súran, saltan né úldinn mat“. Og mögnuð var hræðslan við, að kláðanum kynni að „slá inn.“ „Kláða á gömlu fólki skal ekki flýta sér að lækna, nema því aðeins að honum skyndilega slái inn, þá má setja mustarðs- deig á þann stað, hvar kláðinn var mestur svo að honum slái út aptur“. En nú vitum vér betur — þekkjum kláðamaurinn, og get- um ráðið niðurlögum hans ef rétt er á lialdið. í hinni ræki- legu ritgerð í „Heilbrigt lif“ er talið, að sjúkdómurinn sé auð- læknaður að því til skildu, að framfylgt sé fyrirmælum lækn- isins. Aðallyfin eru brennisteins- og tjörusmyrsl, sem verður að nota eftir föstum reglum, baða svo sjúklinginn eftir á, og skipta um lín og nærfatnað. Þetta er elcki auðvelt verk fyrir húsmóð- ur með stóran barnalióp, og ein- att í lélegum húsakynnum, þar sem baðtæki eru engin. Lækn- um er líka kunnugt um, að stundum á húsmóðirin ekki nærföt eða lín til skiptanna handa öllum hópnum samtímis. Af þessum ástæðum kann lækningin að mistakast í lieima- húsum. Hannes Guðmundsson leggur eindregið til, að komið verði upp „kláðalækningastöð“ í höfuðstaðnum, líkt og á sér stað erlendis, þar sem hið opin- hera lætur sér annt um að út- rýma kláða. Á slíkri lækninga- stöð er fólkið læknað í skyndi, og fatnaður allur sótthreinsað- ur um leið, Þessi tillaga um kláðalækn- ingastöð er mjög tímabær, og ætti heilbrigðisstjórn bæjarins að taka hana til greina. Það var mikið happaverk, þegar bæjar- stjórn Reykjavikur setti á stofn Farsóttaliúsið hér á árunum, og kvað þar með að mestu niður skarlatssótt og taugaveiki í bænnm. Nú er engu síður á- stæða til að bæjarstjórnin komi upp stöð til ldáðalækninga, enda er ekki vansalaust nútíma bæjarfélagi að láta slíkan kvilla leika lausum hala, þegar örugg lækning er í aðra liönd, ef rélt er á haldið. íslendingar hafa áð- ur fyrr sett sér það mark að út- rýma ldáða úr sauðfé. Menning- in ætti að vera lcomin á það liátt stig, að ekki væri látið viðgang- ast að mannfólkið hafi í sér maura þúsundum saman. Það 'væri skemmtilegt lilutverk fyrir Sjúkrasamlag Reykjavikur að taka höndum saman við bæjar- stjórnina um að kveða niður þennan kvilla. Og vitanlega þyrfti lika að gera gangskör að lækningum í öðrum læþnisliér- uðum landsins. G. CI. Námsstyrkir 13 námsmenn styrktir með 12,250 kr. Úthlutun námsstyrkja úr Snorrasjóði 1930 hefir nu farið fram í ellefta sinn, samkvæmt tilkynningu, sem Vísi hefir bor- izt frá ráðuneyti forsætisráð- herra: Námsstyrk hlutu þessir: Rögnvaldur Þorláksson stúd- ent, til náms í byggingaverk- fræði í Þrándheimi, kr. 800,00. Geir Þorsteinsson stúdent, til rafmagnsverkfræðináms í Þrándheimi, kr. 800,00. Tryggvi Jóhannsson stúdent, til náms í vélaverkfræði í Þrándheimi, kr. 800,00. Hallgrímur Björnsson stúd- ent, til náms í efnafræði í Þrándheimi, kr. 800,00. Jón Jónsson stúdent, til veð- urfræðináms í Oslo, kr.800,00. Páll Hafstað frá Vík, Skaga- firði, til landbúnaðarnámiS í Ási í Noregi, kr. 650,00. Óskar Sveinsson, til garð- yrkjunáms í Noregi, kr. 300,00. Sigurlaug Jónasdóttir, til hús- mæðrakennslunáms i Stabek í Noregi, kr. 250,00. Svanhvít Friðriksdóttir frá Kópaskeri, til náms í „Den kvindelige Industriskole“ í Oslo, kr. 400,00. Einar Þorsteinsson frá Hafn- arfirði, til mjólkuriðnaðarnáms í Þrándheimi, kr. 300,00. sr r«» Þá hefir farið fram úthlutun ' styrkja úr Kanadasjóði. Bárust ráðuneytinu 6 umsóknir. Námsstyrk úr sjóðnum, hlutu: Jóhannes Bjarnason stúdent, til framhaldsnáms í Jandbúnað- arvélaverkfræði víð háskóla í Montreal, þriðjung af ársvöxt- um sjóðsins, kr. 2183,39. Hans Andersen, cand. juris, til framhaldsnáms í þjóðarétti við liáskóla í Toronto, þriðjung af ársvöxtum sjóðsins, kr. 2183,39. Eggert Steinþórsson læknir, til framhaldsnáms í skurðlækn- ingum við spítala í Winnipeg, þriðjung af ársvöxtum sjóðsins, kr. 2183,39. Frá Akranesi: Vélbát rekur á land, fjórða tímanum í gær rak v.b. Bangsa á land á Langasandi á Akranesi. Var suðaustan stormur, er þetta gerðist. Rangsi var mannlaus, er þetta gerðist, en vegna þess hvernig vindáítin var, rak hann á land þar sem botn er send- inn, en skammt frá eru kleltar. Tveir vclbátar, Sigurfari og Hrefna voru fengnir til að reyna að ná Bangsa út og tókst það um átta leytið í gærkveldi. Bát- urinn er lítið sem ekkert skemmdur. Bangsi er 36 smál., eign Ólafs B. Björnssonar. Lausnarbeiðni stjórnarinnar og erlendar frá- sagnir. 1 Morgunblaðinu í morgun er sagt frá því, að þýzka út- varpið hafi skýrt svo frá lausn- arbeiðni stjórnarinnar, að hún hefði beðist lausnar „vegna á- greinings við hernámsliðin hér og vegna örðugeika í sambandi við hið hækkandi verðlag í landinu“. Þýzka útvarpið átti að hafa þessa fregn frá ame- rískri fréttastofu. Þar sem skilja má af frásögn blaðsins, að það sé fréttastofan United Press, sem sök eigi á þessu mishermi, liefir fréttarit- ari þess hér óskað þess getið, að hann hafi ekki sent neitt skeyti um þetta mál, sem skilja megi á þenna veg. Vísir hefir fengið að sjá af- rit af skeytum Mr. Aults, frétta- rtara U. P., og hann hefir full- vissað sig um, að sú fréttastofa eigi enga sök á þessu. 1 íslenzku útvarpi frá Berlín var skýrt frá þessu á þann veg, að á lausnarbeiðnina yrði að líta sem „neyðaróp á norðurveg- um“, þar sem hún orsakaðist af ágreiningi við setuliðið, enda þótt amerískir fréttaritarar léti í veðri vaka, að lausnarbeiðnin orsakaðist af innanlands-vandá- málum. Major G. Jones, sem er blaða- fulltrúi við ameríska lierinn, liefir tjáð blaðinu, að enginn amerískur blaðamaður hafi f sent skeyti héðan, þar sem minnst er á ágreinin sem þenn- an. Ný ljóðabók eftir höfuðskáld. ísafoldarprentsmiðja gefur út. Blöð vor og útvarp hafa nú að undanförnu verið að geta um bækur, sem út liafi komið á þessu jári eða væntanlegar muni íyrir áramótin. Bóka-útgáfa verður með mesta móti á þessu ári og vafalaust mun enn óget- ið margra og merkilegra hóka, sem eru nú í prentun og vænt- anlegar á markaðinn áður en árinu lýkur. Meðal þeirra er ný kvæðabók eftir Guðmund skáld Friðjóns- son á Sandi. IJafa það jafnan þótt góð tíðindi, er spurzt hefir að von mundi á nýju ljóðasafni eftir G. Fr. — þenna öndvegis- liöfund meðal íslenzkra skáld- bænda. Hann hefir löngum ver- ið sjálfum sér nógur í Ijóða- gerðinni, karlinn sá, orðgnótt- armaður einn hinn mesti, auð- lcenndur og engum lílcur, farið einn sér og litt þurft á því að halda, að sækja ilm og angan í urtagarð annarra skálda. 1 kvæðabók þeirri, sem nú er væntanleg frá hendi Sands- bónda, verður margt nýrra ljóða, sem hvergi liafa áður hirzt á prenti. Önnur hafa kom- ið hingað og þangað í blöðum og tímaritum og sum orðið mörgum manni harla minnis- stæð. Engin kvæði í þessari nýju bók munu hafa birzt í fyrri ljóðasöfnum höf., enda flest eða öll til orðin eftir að síðasta kvæðabók hans kom út. Heyrzt hefir, að bókin verði allmikil fyrirferðar og að vandað muni til útgáfunnar eftir föngum. Enn mun skáldið eiga í fór- um sínum, all-mikið safn ó- prentaðra ljóða, er til hafa orð- ið á ýmsum tímum og við margskonar tækifæri og fæst komið fyrir almenningssjónir. Má gera ráð fyrir, að }>eim verði síðar safnað i heild og gefin út í sérstakri bók. Ævistarf Guðmundar Frið- jónssonar er orðið mikið og merkilegt. Hann liefir verið dugnaðarbóndi, átt fyrir bam- mörgu heimili að sjá og komizt vel af, unnið hörðum höndum áratugum saman. En jafnframt liefir hann orðið þjóðkunnur rithöfundur og gefið út fjölda skáldrita — í bundnu máli og lausu. G. Fr. gerist nú hniginn að aldri, kominn nokkuð yfir sjö- tugt (f. 24. október 1869 og þvi réttra 72 ára í dag). — Hefir hann verið ærið sjóndapur síð- ustu árin og þurft að láta gera á sér augnslcurð livað eftir ann- að. Mun og heilsan að öðru leyti tekin mjög að bila. En eg þykist vita, að andlegi maðurinn muni æ hinn sami og að enn gefi hon- um sýn til blárra fjalla „móti morgunsól“. — Svo kvað hann sjálfur einhverju sinni og þótti mörgum fagurlega að orði kom- izt: „Veit eg vona-skarð vera í fjöllum — Braga blá-fjöllum beint í austri móti morgunsól — margra rasta, ótal einstiga undra-skarð.“ Páll Steingrímsson. Barnastúkurnar hefja vetrarstarf sitt á sunnud. kemur. Tilkynning frá gæzlumönn- um er á 4. si'Öu hér í blaðinu í dag. Foreldrar og forráðamenn barnanna eru beðnir a'ð athuga þetta vel og styðja börnin til starfs og áhuga. Starf barnastúknanna er uppeldisstarf, sem getur orðið börnunum til meira og minna góðs, ef foreldrarnir styðja það, eins og önnur uppeldisstörf.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.