Vísir - 12.11.1941, Page 1

Vísir - 12.11.1941, Page 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 S Ifnur 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 12. nóvember 1941. 258. tbl. og Rússar segjast hafa um- kringt Volokalamsk mikið þýzkt lið, en Þjóðverjar segjast vera við lilið Sebasto- pol og Kersch. EINKASKEYTI frá United Press. New York í morgun. Igær var birt í Kuibishev tilkynning þess efnis, að Rússar hefðu umkringt Volokalamsk norð- austur af Moskvu, þar sem mikið hefir verið barizt að undanförnu. Var sagt í tilkynningunni, að Rússar hefði innikróað þarna mikinn þýzkan her, sem væri að reyna að brjótast út. I gærkveldi var þó sagt, að nokkurt hlé væri á bardögum þarna. Þjóðverjar tilkynntu í morgun snemma, að hersveit- ir þeirra á Krímskaga væri nú við borgarhlið Kersch og Sebastopol. | fregnum frá Vichy í gær var hinsvegar sagt, að hersveitir Þjóðverja væri um 30 kílómetra frá Kersch, en í rússneskum tilkynningum var sagt, að frá Krímskagavígstöðvunum hefðu ekki borizt ný tíðindi. í brezkum fregnum var talið, að. Þjóð- verjúm hefði ekki enn tekizt að brjótast gegnum virkjabeltið, sem er í hálfhring um Sebastopol. Þjóðverjar sögðu í gær frá áköfum loftárásum á Sebastopol og skip þar í höfninni. í síðari fregnum frá Rússlandi segir, að Lozovsky hafi gert að umtalsefni liorfurnar á austur- vígstöðvunum, og telur hann, að ekki aðeins hafi sókn Þjóð- verja verið stöðvuð, heldur hafi Rússar haldið uppi stöðugum gagnáhlaupum víða og bætt að- stöðu sína. Rússar gera gagná- hlaup á degi hverjum. Á víg- stöðvunum fyrir vestan Moskvu hefir Þjóðverjum, segir hann, ekkert orðið ágengt, né heldur við Tula. Allra seinustu fregnir frá Rússlandi herma þó, að horf- urnar þár séu ískygilegar, og Rússar hafi neyðst til þess að liörfa nokkuð undan. Þjóðverj- ar hafa gert 15 áhlaup á borgina. Milli Taganrog og Rostow eru háðir ákafir bardagar, segir Lozowsky, og hefir Þjóðverjum ekki tekizt að sækja neitt fram þar. Veðurslýlyrði hafa dregið úr hardögum í lofti. Aðeins 4 þýzk- ar flugvélar voru skotnar niður í gær og 2 rússneskar. Þjóðverjar játa hörð rú'ss- nesk gagnáhlaup á Krimskaga. Lundúnafregnir herma, að Þjóðverjar séu enn um 30 kiló- metra bæði frá Sebastopol og Kersch. Fregn frá Kuibishev hermir, að nú, þegar Rússar hafi að mun hætt aðstöðu sína á miðvígstöðv- unum vestanverðum og hindrað frekari sókn Þjóðverja í bili, liafi unnizt tími til að ganga frá vetrarbækistöðvunum næst Moskvu. Þá er sagt, að Rússar hafi liindrað allar tilraunir Þjóðverja til þess að sækja fram á Nara- vígstöðvunum og segjast Rússar hafa hrakið Þjóðverja frá borg- BANDARÍKIN TAKA NÝTT SKREF RÚSSUM TIL AÐSTOÐAR. Fregnir frá Washington lierma, að Rússar eigi von á nýrri aðstoð frá Bandaríkjun- um, þvi að framleiðsluráðið hef- ir fallizt á, að framleiddar verði verksmiðjuvélar og verkfæri handa Rússum fyrir 15 milljón- ir dollara. japanhefiraldreiirm- að árás ájanflaríi. Ræða Churchills gagnrýnd í Japan. Fréttaritari United Press i Tokio segir eftir stjórnmála- mönnum þar, að Japan hafi aldrei áformað árás á Banda- ríkin, heldur miði stjórnin að því, að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir, að Bandaríkin ráðist áJapan. Stjórnmálapiennirnir segja, að Churcliill hafi í rauninni að- eins endurtekið hver væri stefna Breta i garð Japana, og hefði hún miðað að því, að lítilsvirða Japani í augum Bandarikja- manna, og notað tækifærið, þeg- ar Kurusu er í þann veginn að liefja viðræður við stjórnina í Washington. Japanska stjórnin hefir verið kvödd á fund á morgun og verða þar lögð fram uppköst að ræðum forsætisráðherra, ut- anríkis- og fjármálaráðherra, sem þeir flytja, er þingið kemur saman þ. 15. þ. m. Miklar heræfingar standa fyr- ir dyrum á Formosa, og eiga þær að standa í 3 daga. Summner Welles og Knox flolamálaráðhera fluttu ræður í gær og komust háðir svo að orði, að til þess kynni að koma er minnst varir, að Bandarikin neyddust til þátttöku í styrjöld- inni. Við höfum verið þolinmóðir, sagði Knox, en það er hætt við, að menn verði misskildir, ef þeir ástunda þolinmæði til lengdar. Summer Welles sagði, að ef farið hefði verið að ráðum. Woodrow Wilson, Iiefði aldrei iirotizl út styrjöld sú, sem nú er háð. Ræðuna flutti hann á vopnahlésdeginum við gröf Wil- son’s. Tilkynning um, að 6 skip- um til hefði verið sökkt á Miðjarðarhafi, var birt í gær. Brezka f lo tamálaráðuney tið gat enn í gær birt nýja sigra í viðureigninni við Itali og Þjóð- verja á Miðjarðarliafi. Var til- kynnt, að sökkt hefði verið sex flutningaskipum. Auk þess lösk- uðust 4 skip og voru 2 þeirra vopnuð kauppför, annað 8000 smálesta, hitt um 5000, og áttu þau að vernda liin skipin. Það* voru brezkir kafbátar, sem á- rásina gerðu, og var sumum skipunum sökkt með tundur- slceytum, en á önnur var skotið af fallbyssum. Stærra vopnaða kaupfarið var fyrir allmörgum árum eitt frægasta facþegaskip ítala, eða þar til önnur nýrri lcomu til sög- unnar. Skip þetta gat farið með 17 mílna liraða og flutt 600 farþega. Líkur eru til, að sum þessara skipa hafi verið að flytja herlið, en hin hergögn og olíu. Eitt skipanna, sem. laskaðist, var olíuflutningaskip. Tvö skipanna, sem sökkt var, voru seglskip, og hafði annað uppi hakakrossfánann þýzka. Eitt hinna fjögurra var stórt, sennilega um 8000, hin 4000— 5000 smálestir. Á 3 dögum liafa Bretar sökkt á Miðjarðarhafi 15 — ef til vill 16 — skipúm fyrir ítölum, og á þessum sama tíma hafa þeir sökkt 3 ítölskum tundurspillum og laskað tvo. Einum tundur- spillinum sökkti kafhátur og laskaði annan. Var það þegar tundurspillarnir voru á leið til bælcistöðva sinna, að afstaðinni viðureigninni suður af Taranto- flóa, þegar 9 flutningaskipum var sökkt og liið tíunda skilið eftir i björtu báli. ÞÝZKU SKIPI SÖKKT UNDAN TEXHOLM I GÆR. Brezlc flugvél, sem var i fyrsta eftirlits- og árásarflugi sínu í gær, sökkti þýzku skipi undan Hollandi, skammt frá Texliolm. Skip þetta var allstórt. Flug- vélin steypti sér niður og varp- aði sprengjunmn úr lítilli hæð. Sökk skipið samstundis, og sáu flugmenirnir, að skipverjar voru að svamla innan um rek- ald úr skipinu. Það var opinberlega tilkynnt í Ankara í gær, að Saydam for- sætisráðherra hefði telcið sér mánaðarhvíld frá störfum vegna lasleilca. ítalir tilkynna, að mikil loft- árás liafi verið gerð á Neapel i nótt. Mikið tjón varð af. — Sprengjum var varpað á borgir á Sikiley. Þórdur Sigurðsson látinn. í gærkveldi kl. 7 lézt Þórður Sigurðsson, sem orðið hafði fyr- ir skoti úr byssu Bandaríkja- manns, í St. Josephsspítala í Hafnarfirði. Eins -og Vísir skýrði frá á mánudag fór kúlan gegnum líf- hinmuna á tveim stöðum. Fékk hann lífhimnubólgu við það og mun hún hafa dregið hann til dauða. Réttarhöld standa yfir i mál- inu. Almenn slysastofa. Borgarstjóra hefir verið falið að taka þátt í samningum af hálfu bæjarins um stofnun slysastofu hér. Landlæknir liefir lcomið fram með tillögu þessa og ritaði hann stjórn Rauða Kross íslands um hana. Ætlunin er, að í Jæssari slysa- stofu verði hafður læknavörður allan sólarliringinn, þar sem slasað fólk geti fengið skjóta læknishjálp. Slík hjálp er nú veitt í sjúkrahúsunum, en það yrði til mikils hagræðis, ef slysa- stofunni yrði komið upp. Bæjarstjórn Haínarfj. vill banna Bandaríkjahermönnum að koma þangað. Vill einnig að veitingahúsum verði lokað kl. 8. Aukafundur var haldinn í gær í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og var þar rætt um atburðinn, sem þar gerðist síðastliðið laugardagskveld, er Þórður Sigurðsson var særður til ólífis. — Samþykkt var eftirfarandi áskorun til lögreglustjórans, ágrein- ingslaust. / „Bæjarstjórn skorar á lögreglustjóra að hlutast til um eftirfarandi, er verða mætti til að koma í veg fýrir, að svipaðir atburðir þeim, sem gerðust hér laugardaginn 8. þ. m., komi fyrir aftur: 1) Að gerð verði tilraun til að fá hernaðaryfirvöld Bandaríkjasetuliðsins til þess að banna hermönnum þess að koma til Hafnarfjarðar að nauðsynjalausu, enda hafi setuliðið lögregluvörð hér til þess að sjá um að slíku banni verði framfylgt. 2) Að logreglustjóri hlutist til um, að veitingastaðir hér í bænum verði ekki opnir lengur en til kl. 8 síðdegis. 3) Að lögreglustjóri hlutist um það við íslenzku ríkis- stjórnina, að hún lýsi óánægju sinni yfir atburði þeim, sem gerzt hefir hér við yfirstjóm setuliðs Bandarikjanna og skorar á hana að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir, að atburðir svipaðir þeim, sem áður var getið, geti átt sér stað.“ Sendiherra U. S. R. i Finn- landi afhent svar finnsku stjórnarinnar. Útvarpsstöðin í Helsinki skýrði frá því í gærkveldi, að svar finnsku gtiórnarinnar við orðsendingu Banda- rík jastjórnar hefði verið afhent sendiherra Bandaríkja- stjórnar í Helsinki í gærkveldi. Svarið var ekki birt. Jafnframt bárust fregnir um, að finnska þingið hefði verið kvatt saman með leynd, til þess að ræða svar stjórnarinnar, en stjórnin mun hafa lagt það fyrir þing- fund, sem byrjaði í gærkveldi. Svars þessa hefir verið beðið með mikilli óþreyju, enda þótl menn búist tæplega við, að Finnar breyti styrjaldarafstöðu sinni að svo stöddu. En ólikar skoðanir munu vera uppi um það í Finnlandi, hvað gera beri, og sú skoðun mun hafa talsvert fylgi, að Finnar lialdi ekki áfram styrjöldinni lengur en þarf til þess, að þeir fái aftur þau lönd, er þeir misstu í finnsk-rússnesku styrjöldinni, en liarðskeyttustu fylgismenn Þjóðverja vilja halda áfram styrjöldinni með þeim. Þá hefir það aukið deilurnar, að þjóðinni hefir ekki verið tilkynnt, að Rússar buðu upp á að ræða samkomulagsfrið i ágúst. Að minnsta kosti er þessu haldið fram í Washington. í síðari fregnum hermir, að finnska stjórnin segi í svari sínu, að hún geti ekki fallizt á, að kalla heim her sinn, meðan Rússar hafi á valdi sínu finnsk lönd, en til mála kunni að koma síðar, að kveðja heim takmark- aðan fjölda hermanna, en þetta BJiviiiov væiit- anlegnr til London. Stjórnmálamenn í London gáfu í skyn í gær, að Litvinov, hinn nýi sendiherra Rússa í Washington, mundi væntan- legur til London innan skamms, ef til vill á leið sinni vestur um haf. Mun hann ræða mikilvæg mál við brezku stjórnina. I London mun Litvinov ræða Við Churchill forsætis- ráðherra, Eden utanríkisráð- herra og Maisky, sendiherra Rússa. Áður hafði verið tilkynnt, að Litvinov myndi mjög bráðlega taka við sendiherra- embættinu í Washington. verði ekki gert fyrr en öllum hættum, sem að Finnlandi steðja, sé afstýrt að fullu. Er því haldið fram, að Summ- ner Welles, aðstoðarutanríkis- málaráðherra, hafi ekki tilkynnt finnsku stjórninni um neina friðarskilmála af hálfu Rússa, né heldur hafi hann boðizt til að miðla málum í styrjöldinni milli Finna og Rússa. Lozovsky, talsmáður rúss- nesku stjórnarinnar, hefir kom- izt svo að orði, að Finnar verði í öllu að fara að vilja Þjóðverja í þessu máli, og hin mikla gremja, sem fram komi í þýzk- um blöðum út af orðsendingu Bandaríkjastjórnar, sýni, að Cordell Hull hafi greitt Þjóð- verjum þungt högg. Það er leidd athygli að því í fregnum frá London, að Finnar taki enn mikinn þátt í hernað- araðgerðum á norðurvígstöðv- unum, með Þjóðverjum, og leitist Finnar við að eyðileggja járnbrautina til Murmansk. Fregnir frá Svíþjóð herma, að finnskir hermenn á skíðum séu komnir austur fyrir Mur- manskbrautina, og hafi sprengt hana í loft upp á nokkrum stöð- um. Lögregflau íekur lijólreidanicnn. 1 síðustu viku fór lögreglan herför á hendur þeim hjólreiða- mönnum, sem brutu það fyrir- mæli lögreglusamþykktarinnar, að hafa ljós á þeim tíma, sem fyrirskipað er. Þá viku eina voru teknir nærri 200 menn, hjólin tekin af þeim og þeir látnir leysa þau út með 5 krónum. Nú er fyrir nokkurum dögum farið að taka þá einnig,.sem ekki höfðu bjöllur á hjólum sínum, og var „afli“ einnig mikill á þvi sviði. Voru 25 hjólreiða- menn teknir fyrir utan sjálfa lögreglustöðina fyrir þetta brot í gærmorgun. Blóðsöfnunin. Rúmlega 200 hafa geHd sig fram. Menn eru tregir til að gefa sig fram til blóðgjafa handa Rauða Krossi íslands. Rúmlega 200 höfðu gefið sig fram í morgun, er Visir talaði við skrifstofu R. K. I. Lögð hafa verið drög að þvi að fá nemendur Menntaskólansv Verzlunarskólans og Samvinnu- skólans til að gefa blóð, en ekki er enn vitað, hver þátttaka verð- ur í þvi. Er það vel fundið til, að ungt menntafólk gefi sig fram til þessa og ætti sem flest að fara að dæmi nemenda $týri- mannaskólans og Háskólans. Rætt um samstarfsmöguleika. Ríkisstjóri hefir æskt þess við flokkana, sem áttu fulltrúa í þjóðstjórninni, að nefnd frá þeim athugi möguleika á frek- ara samstarfi. Flokkarnir tóku allir þessum tilmælum vel og tilnefndi hver þeirra tvo menn. Þessir menn eiga sæti í nefnd- inni af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins: ,Ólafur Thors og Jakoh Möller. Frá Framsóknarflokknum: Jónas Jónsson og Skúli Guð- mundsson. Frá Alþýðuflokknum: Stefán Jóh. Stefánsson og Haraldur Guðmundsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.