Vísir - 12.11.1941, Side 2

Vísir - 12.11.1941, Side 2
V 1 S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ititstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni AfgTeiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr, 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Heilbrigðismálin. undanförnu hafa nokkrar umræður orðið í blöðunum um heilbrigðismál bæjarins, og reið frú Sigríður Eiríksdóttir, formaður Líknar, þar á vaðið. Gerði liúii að umræðuefni með- ferð mjólkur og dreifingu og komst að þeirri niðurstöðu að mjög skorti á, að þess þrifnaðar væri gætt, sem nauðsyn krefði, ef sómasamlega ætti að vera að almenningi búið. Einkum hefir ástand þessara mála orðið við- sjárvert eftir að liætt var að selja mjólkina á luktum flösk- um, en hún mæld í búðum á flöskumar, en því fylgir hinn mesti sóðaskapur, sem ekki mun þó gott við að gera, nema með gerbreyttri afgreiðslu, sem þyifti þá að færast í fyrra horf- ið, þannig að mjólkin kæmi á flöskum beint frá lireinsunar- stöðinni. Allir munu á einu máli um það, að svo slæleg liafi fram- kvæmd heilbrigðisráðstafana verið hér í bænum á undanförn- um árum, að ekki mætti enn sækja í horfið til bins verra, enda engin ástæða til að sú yrði raun á. Flest hefir miðað i átt- ina fram á við til }>essa, og er sú von manna, að svo megi v«rða enn um skeið, þar til fullnægj- andi árangri er náð á öllum svið- um. Hitt er mönnum og Ijóst, að langt stöndum við að baki öðrum nágrannaþjóðum okkar, um meðferð algengustu neyzlu- vara og dreifingu á þeim. Hér verðum við jx’j að semja okkur að siðum þeirra þjóða, sem lengst eru komnar áleiðis i þessu efni, og þá ekki sízt Dana, sem allra þjóða bezt gæta hreinlætis um meðferð matvæla. Gildir / jafnt ura búðir þær, er sala fer fram í, sem meðferð vörunnar að öðru leyti. Flest liefir verið skipulagt á síðustu árum, og skyldu menn ætla, að skipulagning þessi mið- aði meðal annars að því, að auð- veldara reyndist að fullnægja þeim kröfuin, sem neytendurn- ir hljóta að gera um meðferð og dreifingu varanna, en ekki aðeins að hinu, að hækka verð- lag vörunnar. Er Mjólkui-sam- salan tók til starfa, breyttist þó afgreiðsla mjólkurinnar strax neytendunum til óhagræð- is, og er hitt bætist við, að ó- þrifnaður í meðferð mjólkur- innar eykst að sama skapi getur slíkt ástand með engu móti við- unandi talizt, og verður úr að bæta. .Mjólkursamsalan hefir borið því við, að ekki sé unnt að selja mjólkina á flöskum, er sendar væru beint frá hreinsun- arstöð, af þeim sökum, að flöskulok væru ófáanleg. Verð- ur það að teljast litil fyrirhyggja og þætti ekki henta einstakling- um, ef svipað væri ástatt um aðrar nauðsynjar til sómasam- legrar framleiðslu og dreifing- ar innlendra matvæla. Einnig má telja Iíklegt, að auðvelt væri að afla þessara hluta frá Vest- urheimi, ef til þess væru ráð- stafanir gerðar, en ekki fullyrt fju'irfram, að ógerningur sé að afla þeirra. Þess er að vænta, að þeir aðil- ar, sem um heilbrigðismálin fjalla, gæti frekar skyldu sinn- r-* — ;__^ ar í þessum efnum hér eftir en hingað til, þannig að borgararn- ir verði þess varir, að hagsmuna þeirra og velferðar sé gætt af þeim aðilum, sem það eiga að gera. Það er mikill misskilning- ur, ef menn ætla, að unnt sé að bjóða neytendum hvern ósóma óátalið, en hitt mun sönnu nær, að nú er það almenningur, sem krefst þess réttar, sem honurn Ijer, og nauðsynlegs starfs og ár- vekni frá liendi þeirra manna, sem.falin hefir verið umsjá þess- ara mála. Frá hæstarétti: Samningur skipstjóra var hindandi. x DAG var kveðinn upp dómur * í málinu: Eigendur m.b. Jón Þorláksson gegn Síldarverk- smiðjum ríkisins. Málavextir eru þessir: ' Sumarið 1939 gerði Ingvar Vilhjálmsson út á síld bátana m.b. Gaut og m.b. Jón Þorláks- son. Var svo um samið við Síld- arverksmiðjur ríkisins, að þær keyptu allan síldarafla Gauts. Skipshöfnin á m.b. Jóni Þor- Iákssyni var ráðin með þeim kjörum, að hún fengi ca. 50% af afla skipsins. Ákvað hún að selja afla sinn föstu verði, en útgerð skipsins kveðst hafa vilj- að láta sinn hluta síldarinnar til vinnslu. Skipstjórinn átti tal við framkv.stj. Síldarverksmiðj- anna dagana 9.—16. júní 1939 og fór fram á að verksmiðjurn- an keyptu ’helming aflans, en tækju hinn til vinnslu, en eftir að hafa átt tal við stjórn verk- smiðjanna lýsti framkvæmdar- . stjórinn yfir því, að annaðhvort keyptu verksmiðjurnar allan aflann eða tækju liann allan til vinnslu og 1. júlí undirritaði skipstjórinn samning um sölu allrar síldar m.b. .Tóns Þorláks- sonar það sumar fyrir fast verð pr. mál. Eigendur m.b. Jóns Þorláks- sonar virðast ekki hafa gert neinar athugasemdir út af ]>ess- um sanmingi fyrr en í apríl 1940. En þá krefjast þeir þess, að sildarverksmiðjurnar greiði þeim kr. 10.132.76, og er sú krafa byggð á því, að verksmiðj- unum liafi verið ólieimilt að setja það skilyrði, að aflinn yrði allur annaðhvort tekinn til vinnslu eða keyptur, og nefndur samningur skipstjórans hafi orðið til vegna þess, að hann hafi neyðzt til þess að gera hann til þess að forða síld frá skemmdum. En eigendur m.b. Jóns Þorlákssonar telja, að ef hlutur þeirra hefði verið tekinn til vinnslu, liefðu þeir borið úr býtum hina umstefndu uppliæð fram yfir það, sem þeir fengu með þvi að selja liana föstu verði. Sí Idarverksmið j urnar mót- mæltu greiðsluskyldu sinni. Úrslit málsins urðu þau, að Síldarverksmiðjurnar voru sýknaður af kröfum áfrýjanda, og segir svo í forsendum hæsta- réttardómsins: „Þegar áfrýjandi fékk vit- neskju um samning stefnda og skipstjórans á m.b. .Tóni Þor- lákssyni frá 1. júlí 1939, hefði hann átt að tilkynna stefnda, að hann áskildi sér verð það, sem greitt yrði á sínum tima fyrir vinnslusíld, ef liann ætlaði að gera þá kröfu síðar. En með þvi 'að áfrýjandi gerði ]>etta ekki, þá getur hann þegar af þeirri ástæðu eigi fengið kröfur sínar í máli þessu teknar til greina, og ber því að staðfesta héraðs- dóminn að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir liæstarétti falli niður.“ Hrm. Lárus Jóhannesson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en hrm. Pétur Magnússon af hálfu stefnda. Bílstjórar fá ekki meira próf, nema þeir læri hjálp íTÍfllögum. 90 bílstjópar á nám- skeidi Slysavapnafél. Á síðastliðnu ári tóku 335 manns héðan úr Reykjavík þátt í námskeiðum Slysavarnafélags íslands, en 488 manns utan af iandi. Auk námskeiðanna hafði Slysavarnafélagið víðtæka starf- semi á landi, svo sem eldsvarnir, umferðarfræðslu, kom upp slysakössum á vinnustöðvum, slysavarnir á hverasvæðum. kom upp björgunartækjum við Reykjavíkurtjörn, gaf út aðra útgáfu af „Hjálp í viðlögum“ og ‘loks hlutast til um það við Heilbrigðisstjórnina, að sala og framleiðsla leikfanga úr blýi yrði bönnuð. Er hér um veigámikla starfsemi að ræða og eins hefir það verið í ár. Hefir tíðindamaður Vísis nýlega hitt Jón Oddgeir Jónsson fulltrúa að máli og hefir Jón góðfúslega skýrt blaðinu frá ýmsum framkvæmdum og áætlunum félagsins. Svo var mál nxeð vexti, að líðindamaður Vísis hitti Jón að máli þar sem hann var að inn- rétta rúmgóðan sal í kjallara hússins nr. 4 við Ingólfsstræti. En þar verður fyrsti samastað- ur Slysavarnafélagsins til nám- skeiðshalda. Hefir það til þessa verið í hraki með húsnæði, en þarna verða framvégis haldin námskeið félagsins fyrir verk- smiðjufólk og ýms félög bæjar- ins. Er milcið hagræði að þessu fyrir Slysavarnafélagið. Þess var getið í Vísi í gær, að námskeið yrði lialdið fyrir sjó- menn i sundi og lífgun, og hefst það á morgun. Þurfa sjómenn þeir, er ætla að taka þátt í nám- skeiðinu, að tilkynna það Slysa- varnafélaginu i dag. Sem stendur er einnig verið að kenna 90 bílstjórum lijálp í viðlögum. En ]>að er nú orðin skylda þeirra bílstjóra, sem ætla að taka meira próf, að kunna hjálp i viðlögum, og þekkja ýmsar hættur, sem stafað geta af bilum, eins og t. d. hina al- kunnu kolsýringseitrun, sem getur drepið mann á skömmum tíma, ef t. d. bill er látinn vera i gangi inni í Iokuðu liúsi. Fulltrúi Slysavamafélagsins hefir farið þess á leit við sér- leyfisnefnd þá, sem fjallar um sérleyfi bifreiða, að áætlunar- bifreiðar liefðu lítinn sjúkra- kassa í öllum ferðum, þannig að unnt sé að veita fyrstu hjálp, ef slys ber að höndum. Þessai’i málaleitun var ágæt- lega tekið, og það má telja mjög liklegt, að ákvæði um ]>etta verði sett í reglugerðina um sér- leyfi bifreiða, nú í vetur. í fyrravetur lærðu allir lög- regluþjónar Reykjavíkurbæjar hjálp í viðlögum, og hefir það æði oft komið að góðum notum, því það er ekki svo sjaldan, sem lögregluþjónar hafa orðið að veita hina fyrstu lijálp, þegar allskonar slys hefir að höndum borið, og kemur þá kunnátta þeirra sér vel. Nú er í ráði að endurtaka þessi námskeið fyrir lögregluþjóna upp úr áramót- unum. Alþýðuskólarnir hafa sýnt mikinn áhuga fyrir því, að taka upp kennslu í hjálp í viðlögum, og liafa námskeið þegar verið haldin á héraðsskólunum að Eiðum og Laugavatni. En fyr- irhugað er nú að senda fulltrúa Slysavarnafélagsins í vetur til héraðsskólanna að Laugum, í Reykholti og ef til vill víðar. Koma þessi námskeið á al- þýðuskólunum að mjög miklum notum, því að í dreifbýli sveit- anna, þar sem langt er til lækn- is, er einna brýnust þörfin fyrir kennslu í hjálp í viðlögum, en frá skólunum berst þessi kunn- átta með nemendunum víðsveg- ar út um sveitir landsins. Um næstu lielgi fer Jón Odd- geir Jónsson norður i land til að lialda námskeið á Húsavík, Raufarliöfn og jafnvel viðar. I. O. O. F. (spilakvöld). Hin almenna fjársöfnunarnefud Hallgrims- kirkju í Reykjavík, biÖur þess get- ið, að gjöfum til kirkjunnar sé veitt móttaka daglega frá kl. i—6 e. h. á skrifstofu Hjartar Hanssonar i Bankastræti ir. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Þeir af trúnaðarmönnum við hina almennu fjársöfnun til kirkj- unnar, sem enn ekki hafa sótt fjár- söfnunargögn, eru vinsamlegast á- minntir um að vitja þeirra nú þeg- ar á skrifstofu Hjartar Hanssonar í Bankastræti n. Dr. Símon Agústsson flytur fyrirlestur fyrir almenn- ing á morgun kl. 6.15, i I. kennslu- stofu háskólans. Efni: Uppeldi og áróður. Öllum heimill aðgangur. Leikfélag Reykjav)íkur sýnir leikritið ,,Á flótta“ annað kvöld, og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 i dag. Bandaríkjaherinn tilkynnir: Skotæfingar fara fram 13., 14. og 15. þ. m., á Sandskeiði, og á svæðinu fyrir austan og norðan það, að Geitháls—Þingvalla vegin- um. Umferð á veginum mun ekki stafa nein hætta af skotæfingum þessum. Pond§ iDptíYÖrnrDar eru komnar. Háskólafyrirlestrar. Próf. dr. Ágúst H. Bjarnason mun i vetur flytja flokk fyrirlestra. um siðfcröilcg vandamál. Efni fyr- irlestranna verður sem hér segir: 1. Almennur inngangur. 2. Skylda og dyggð. 3. Mannrækt. Líkams- rækt. 4. Uppeldi barna og unglinga. , 5. óhóf — hófstilling. 6. Hræðsla — hugprýði. 7. Samvizka og siða- vit. 8. Skyldurnar við landið. 9. Skyldurnar við þjóðina. 10. Þegn- legar dyggðir. 11. Samlíf og sam- lífsdyggðir. 12. Þjóðfélagsstefn- ur. 13. Trúar- og lífshugsjónir. 14. Viðhorf nútímamanns. — Fyrir- lestrarnir verða á miðvikudögum kl. 6 e. h. í I. kennslustofu Háskól- ans, og er öllum heimill aðgangur. Fyrsti fyrirlesturinn verður í kvöld kl. 6. Kína heitir ný bók eftir frú Oddnýju Sen, en hún hefir dvalizt í Kína um 15 ára skeið og kann því frá mörgu að segja, enda fróð um menningu, sögu, lifnaðarhætti, siðu og bókmenntir Kínverja. Ber þetta allt á góma í bókinni. Er hún’ í stóru broti og prýdd mörgum mynd- um. Aftast í bókinni eru gamlar dæmisögur kínverskar, er Kristján Friðriksson hefir þýtt. ísafoldar- prentsmiðja h.f. gaf bókina út. Tvær barnabækur hefir Isafoldarprentsmiðjan ný- lega gefið út. Er annað löng ung- lingasaga eftir Stefán Jónsson kennara, er hann nefnir Vini vors- ins, hitt er ljóð og þulur, lítið kver Ien prýtt myndum eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti. Sigurgeir Sigurðsson biskup ritar formála að bókinni. Ljóð heitir litil en falleg ljóðabók eft- ir Guðfinnu frá Hömrum. Hafa fáein kvæði áður birzt eftir hana á prenti og hafa þau vakið óvenju mikla athygli allra ljóðaunnenda. Nú hefir Isafoldarprentsmiðja gef- ið út ljóð hennar í lítilli en mjög vandaðri útgáfu. Næturlæknir. Jóhannes Björnsson, Sólvallagötu 2, sími 5989. Næturvörður i Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Brezka setuliðið tilkynnir: Skotæfingar fara fram öðr.u hvoru í suðvestur átt frá Sauðholts- mýri í áttina að Vífilsstaðavatni. Á meðan á skotæfingunum stend- ur, mun verða flággað með rauðu flaggi á hæð, sem kölluð er Sel- hryggur. Menn eru varaðir við að ferðast á þessu svæði, meðan rauða flaggið er uppi. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Þættir úr Heims- kringlu, I (H. Hjv.). b) 21.00 Friðfinnur Guðjónsson leikari: Úr skjalasafni Plausors. Upplestur. c) 21.25 Jón Jónatansson: Kvæði. d) 21.35 Fritz Weisshappel: Harmó- níkuleikui1. 21.50 Fréttir. íslendingur heiöraður. í gær var Jón Sigurðsson, járnsmiður, Laugavegi 40 B, sæmdur heiðursmerki The Royal Humane Society, fyrir að gera tilraun til að bjarga brezk- um hermanni frá drukknun. Atburður þessi skeði um mán- aðamótin febrúar—marz, þegar fárviðrið geisaði um Suðvestur- land. Hermanninn íók út af ein- um liafnargarðanna hér, en Jón var nærstaddur og varpaði sér þegar til sunds. Hermaður, sem einnig reyndi að bjarga þessum sama m,anni, var sæmdur sama heiðursmerki og Jón. Þá fékk liermaðurinn, sem bjargaði barninu á Akureyrar- polli í fyrra, viðurkenningar- skjal frá félaginu. Frú Elínborg Lárus- dóttir skáldkona fimmtug. Frú Elihborg Lárusdóttir skáldkona er fimmtug í dag. Hún er fædd á Tunguhálsi í Skagafirði 12. nóv. 1891, og ólst upp í Skagafirðinum. En fimmt- án ára að aldri geklc hún á Kvennaskólann á Blönduósi og síðan á Kennaraskólann hér i Reykjavik. Þar veiktist hún og gat þvi ekki lokið námi. Var hún næstum þrjú ár sjúklingur á Vífilsstaðahæli, og munu þau ár hafa verið mikill reynsluskóli fyrir liina ungu og verðandi skáldkonu. Árið 1918 giftist Elinborg. Ingimar Jónssj-ni skólastjóra. Árið 1921 vigðist hann að Mos- felli í Grímsnesi og næstu 6 ár- in bjuggu þau hjónin þar, en þá var Ingimar veitt skólastjóra- staðan við Gagnfræðaskólann í Reykjavík. Hafa þau búið hér i Reykjavík síðan. 1 Þetta er ævisaga frú Elinborg- ar Lárusdóttur í stuttu máli. f dag stendur hún á fimmtugu og getur litið yfir viðburðaríkan lifsferil og veigamikil ritstörf. Frú Elinborg liefir skrifað sjö bækur og kemur sú siðasta þeirra út í dag. Heitir liún „Frá liðnum árum.“ Áður hafa kom- ið út „Sögur“ 1935, „Anna frá Heiðarkoti“ 1936, „Gróður“ (smásögur) 1937, „Dimmu- borgir“ og „Efri Ásættin“ 1939 og „Sólon Sókrates“ 1940. Þess- ar þrjár bækur voru raunveru- lega eitt ritverk, er skáldkonan nefnir „Förumenn“. Óskar Vísir frú Elinborgu langra lífdaga og gifturikra starfa og ennfremur að hún megi gleðja hina mörgu lesend- ur sína með mörgum nýjum og góðum bókum. »Gullna hliðiðu Páll ísólfsson semur lögin í leiknum. Leikfélagið er byrjað að æfa jólaleikritið „Gullna hliðið“, eft- ir Davíð Stefánsson, fyrir nokk- uru. Félagið fór þess á leit við Pál Isólfsson, að hann semdi lög fyr- ií’ Ieikinn og hefir hann tekið það verk að sér. Aðalhlutverkin leika Arndis Björnsdóttir og BrynjólfUr Jó- hannesson, sem leika Icarl og kerlingu. Lárus Pálsson hefir leikstjórn á hendi. Gúmmískógerðin Laugavegi 68. Sími 5113. Innfskór Nilki- og kóin- nllarsokkar Stúlka óskast til að sauma vesti. Mætti sauma heima. GUNNAR A. MAGNÚSSON, klæðskeri. Laugavegi 12. — Sími: 5561. Frammistöðu stúlka óskast á Ðótel Hafnarfjörðnr H v a ð e r s V o S o t t s e m « o L D I N Þ V o t t ■1 d II f t i ð

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.