Vísir - 19.11.1941, Page 2
,V í S I R
Dráttarbraul Keflavíkur h.f.
Hægft að hafa 2¥ háta
nppl I einu —-
Starísmenn 40—50, launagreiðslur
s. 1. ár 164 þús. kr„
Viðtal við íorstjórann, Valdimar Björnsson.
TZ'eflavík er eitt af hinum ört vaxandi sjávarþorp-
um, os hefir það bjargazt furðanlega yfir örðug-
leika sjávarútvegsins, enda þótt þeir hafi óneitanlega
haft lamandi áhrif á alla þróun þess.
Eitthvert mesta framfaraspor byggðarlagsins var
þegar hafskipabi'yggjan var byggð, árið 1932,-fyrir for-
göngu Óskars Halldórssonar, og svo bátahöfnin nokkru
síðar, enda þótt hvorttveggja liafi reynzt ófullnægj-
andi. Keflavík hefir oft verið olnbogabarn ríkisvalds-
ins, og gengið erfiðlega að fá nokkra styrki til hafnar-
bóta, enda þótt framleiðsla útflutningsverðmæta hafi
oft verið þar mikil.
í Keflavík hefir á undanförnum árum risið upp all myndar-
legt fyrirtæki, þar sem er Dráttarbraut Keflavikur h.f. Vél-
smiðjan og' aðrar byggingar þess standa í svo kallaðri „Gróf“,
vestan við þorpið. — Hefir Vísir beðið fréftaritara sinn, að skýra
leséndum blaðsins frá þessu fyrirtæki, sem er eitt hið þarfasta í
Keflavík, og fer grein lians hér á eftir:
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsniiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 66 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Framsóknarflokkurinn er 25
ára gamall. AHan þennan
aldarfjórðung hefir hann setið
að völdum, ýmist einn eða i
samstarfi við aði*a flokka, að
undanteknu tímabilinu frá 1921
—27, er sjálfstæðismenn fóru
einir með völd. Það er ekki að
kynja, þótt þessi nálega ævi-
langi valdaferill hafi sett nokk-
urn drottnunarsvip á floklcinn.
Enda er það svo. Honum finnst
hann eigi að vera liúsbóndinn á
heimilinu. Þetta gerir allt sam-
starf við hann erfitt, öðrum en
þeim, sem sætta sig við að vera
í hjúa-aðstöðu.
Að þessu sinni hefir Fram-
sóknarflokkurinn rekið sig á.
Hann ætlaði að beila Sjálfstæð-
isflokkinn kúgun. Sú fyrirætlan
mistókst. Sjálfstæðisflokkurinn
lét hvorki hótanir né yfirgang
á sig fá, og endirinn varð sá, að
Framsóknarflokkurinn beygði
sig.
Mönnum eru atburðir undan-
farinna vikna svo í fersku minni
að óþarft er að rekja þá hér.
Það skal aðeins á það minnt, að
um það bil, sem Alþingi var sett,
lagði Framsóknarflokkurinn
fram tillögur sinar í dýrtiðar-
málunum, með j>eim ummæl-
um, að nú væri það samstarfs-
flokkanna að „velja eða hafna“.
Þrátt fyrir jiessa úrslitakosti
var enn leitað samkomulags um
lausn dýrtíðarmálanna. Og er
vika var liðin af þingi, var svo
komið, að samkomulag virtist
fengið um hina „frjálsu leið“.
Mánudaginn 20. október skýrðu
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
frá þvi á flokksfundi, að Fram-
sóknarráðherrarnir mundu
sætta sig við þessa lausn. Sam-
tímis flutti Stefán Jóhann
flokksmönnum sínum þennan
sama boðskap.
Næsta dag skeður það svo, að
Hermann Jónasson ákveður að
segja af sér fyrir sig og ráðu-
neyti sitt — vegna ósamkomu-
lags um dýrtíðarmálin. Það er
mjög eftirtektarvert, að Fram-
sóknarráðherrarnir hafa aldrei
treyst sér til að mótmæla því,
að sá skilningur samstarfs-
manna þeirra í rikisstjórninni,
að Framsóknarráðherrarnir
mundu sætta sig við hina frjálsu
leið, væri réttur. Hinsvegar hef-
ir Hermann Jónasson þráfald-
lega lýst því yfir, að hann liefði
ekki trú á hinni „frjálsu leið“.
F.n það er auðvitað sitthvað að
hafa fullkomna trú á einhverju,
eða sætta sig við það til sam-
komulags.
Nú er lausnarbeiðnin lögð
fram. Ríkisstjóri vill ekki taka
hana til greina, fyrr en séð verði,
hvaða afgreiðslu dýrtíðarmálin
fái í þinginu. Dýrtíðarfrumvarp
Framsóknar er felt við 2'. um-
ræðu i neðri deild. Þá er lausn-
in veitt.
Þetta er gangur málsins í
mjög stórum dráttum. Fram-
sókn byrjar með þvi að setja
úrslitakosti. Þeir eru hafðir að
engu. Ráðherrar Framsóknar
ákveða að segja af sér. Það
breytir heldur ekki neinu. Loks
er dýrtíðarfrumvarpið drepið.
Meðan þessu fer fram skrifar
blað forsætisráðherra og hann
sjálfur af mikillæti um málin.
„Hermann vill ekki /]ianga“ er
slagorð Tímans. Það ér talað
um, að hér sé ekki lengur þörf
á samstjórn og óspart vitnað í
fjarlæg lönd, eins og Kanada og
Ástraliu, þessu til sönnunar.
Jafnframt rignir niður frum-
vörpum, sem nánasl er að skoða
sem „refsiaðgerðir“ gegn hinum,
mótþróagjarna Sjálfstæðis-
flokki. Það er gefið í skyn, að
Framsóknarftokkurinn geti far-
ið með völd án nokkurs til-
verknaðar sjálfstæðismanna.
En allir þessir tilburðir koma
fyrir ekki. Sjálfstæðisflokkur-
inn breytir í engu uppteknum
liætti og biður rólegur átekta.
Og nú liggja úrslit þessara átaka
fyrir.
Það er ástæðulaust að bælast
neitt um yfir þeSsum úrslitum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá
upphafi Jjessarar deilu tjáð sig
alls ófáanlegan til að ganga til
einhliða samstarfs, eins og sakir
standa. Hann hefir talið, að
þörfin á samstjórn hafi aldrei
brýnni verið en nú. Frá þeirri
stefnu llefir bann ekki hvikað,
þrátt fyrir úrslitakosti, liótanir.
og ofbeldi Framsóknar öðrum
þræði, og ögranir Aljiýðuflokks-
ins á hinu leitinu.
Kjósendur landsins eiga að
misseri liðnu að kveða upp sinn
dóm. Sjálfstæðisflokkurinn
leggur alls ókvíðinn út í þá bar-
áttu. Hann liefir staðist öll á-
lilaup andstæðinganna og hefir
aldrei verið öruggari né sam-
lieiitari en nú.
a
Hafnarf jarðarmálið:
✓
Herréttur ekki
byrjaður.
Herrétturinn í máli amerísku
hermannanna Cox og Farmers
hefir ekki enn tekið málið til
meðferðar.
1 fyrstu var vonazt til að rétt-
urinn gæti tekið málið fyrir s.l.
mánudag, en af Jjví gat ekki orð-
ið og er nú gert ráð fyrir, að Jiað
verði síðast í Jjessari viku eða
fyrst í næstu viku.
Það tekur skiljanlega nokk-
urn tima fyrir sækjanda og verj-
anda að undirbúa málsmeðferð
sína. Rétturinn mun vart ljúka
málinu á minna en tveim dög-
um, þar sem yfirheyra Jiarf
mörg vitni með aðstoð túlks.
Loftvarnaæfingar
í lok mánaðarins.
í lok mánaðarins, þ. 28. þ. m.,
eða um það leyti, mun Loft-
varnanefndin láta fram fara
loftvarnaæfingu.
Þessi æfing verður að likind-
um viðtækari en flestar þær æf-
ingar, sem bæjarbúar kannast
við — og verður gengið ríkt eft-
ir þvi, að fólki hlýði settum
reglum.
Er nú verið að setja upp flaut-
ur Jiær, sem bætt hefir verið við
og verða þá flauturnar í bænum
og úthverfunum samtals 23 að
tölu.
300 kr. sekt fyrir aö
g ráöast inn i ibúö.
Maður einn hér í bæ var fyrir
skemmstu dæmdur í 300 kr.
sekt í aukarétti Reykjavíkur
fyrir að ráðast í heimildarleysi
inn í íbúð konu.
Maðurinn var drultkinn er
hann gerði Jietta, í maí síðastl.
— Var konan ein í íbúðinni er
Jietla gerðist, og hélt hún þvi
fram, að hún hefði orðið fyrir
líkamlegri árás af hendi manns-
ins. Það þótti ekki sannað fyrir
réttinum og var maðurinn sýkn-
aður af Jieirri kæru. Hinsvegar
var hann sektaður fyrir að ráð-
ast inn i íbúðina.
Áður Jiurfti að sækja allar
viðgerðir, bæði á bátum og vél-
um, til Reykjavíkur, og kostaði
]>að bæði mikla fyrirhöfn og ó-
Jiægindi, auk þess, sem af því
leiddi oft talsvert tap, vegna
timans, sem til ]>ess fór. Ef eitt-
livað þurfti að athuga báta pnd-
ir sjómáli, Jiá varð að láta J>á
standa í fjörunni og voga Jieim,
iindir veður, sem oft eru mis-
jöfn að vetri til, eða að tapa góðu
sjóveðri til slíkra Jiluta. Haust
og vor voru bátarnir settir á
land lil eftirlits, og til Jiess not-
aðar lausar trérennur og gam-
aldags spil, sem snúið var ineð
mannafli, og Jkitti slik uppsetn-
ing ganga vel ef dagurinn ent-
ist til.
Þeim, sem komu í „Grófina“
fyrir 6—7 árum og sáu karlana
labba í kringum, spilið, til að tosa
bátnum upp, — og koma Jiangað
núna, Jjegar bátarnir J>jóta upp
á 30 mínútum, möstrin eru eins
og skógur til að sjá og beina-
grindur nýrra báta bera við liim-
in langt uppi á túni, — verður á
að spyrja, hverjar orsakir liggi
til þessarar stórfeldu breyting-
ar. Svarið við Jjeirri spurningu
fæst bezt með }>ví, að ná tali af
forstjóra dráttarbrautarinnar,
Valdimar Björnssyni, og leiðin
til lians liggur í gegnum dynj-
andi vélaverkstæðið og upp á
skrifstofu félagsins á annari
Iiæð. Eftir hæfilegan formála
um dýrtíð og styrjaldarhorfur
segi eg honum erindi mitt, sem
er að fá nokkrar upplýsingar um
vöxt og viðgang Dráttarbraut-
arinnar, og fer bér á eftir samtal
okkar:
„Hver eru fyrstu tildrögin að
stofnun þessa fyrirtækis?“
„Eg hefi ekki verið með frá
byrjun,“ segir Valdimar. „Það
voru J>eir Magnús Björnsson,
Gunnar Emilsson og Olafur
Hannesson, sem, allir vinna nú
bér í vélsmiðjunni, sem fyrstir
athuguðu möguleika á þvi, að
byggja dráttarbraut einmitt hér
í „Grófinni“. En J>á reyndust
miklir örðugleikar á fram-
kvæmdum, bæði fjárhagslega og
eins með landið, enda var J>etta
á mestu örðugleikatímum út-
gerðarmanna og þeir J>vi ekki
aflögufærir um hlutafé eða
önnur fjárframlög, enda þótt
Jieim væri ljós nauðsyn slíkra
framkvæmda.“
„Hvernig stóð á }>ví, að Jiú,
sem varst bóndi og trésmiður að
iðn, fórst að gefa }>ig að járn-
smiðum?“
„Það var aðallega fyrir til-
mæli Magnúsar bróður míns,
sem um þetta leyti rak liér litla
vélsmiðju, en hún var svo kom-
in, að þar þurfti gagngerðrar
breytingar við. Höfðu erfiðleik-
ar útgerðarinnar og árferðið
eðlilega bitnað á J>eim rekstri,
sem öðrum atvinnugreinum
okkar. Atliugun J>eirra mála
réði }>vi að mestu, að J>að féll í
minn lilut að hafa forustuna við
bvggingu Jjessarar dráttarbraut-
ar.“
„Hvernig byrja svo fram-
kvæmdir?"
„Fyrst var að afla fjár, og
tókst mér að ná í nokkra menn,
sem voru svo trúaðir á fram-
tíðina, að J>eir voguðu fé sínu i
fyrirtækið. Hlutliafar voru upp-
baflega 18 talsins, en eru nú
orðnir 21.“
„Eru J>etta eingöngu útgerð-
armenn?“
„Nei, ekki eingöngu, þó að
það hefði verðið æskilegt. Þeir
liöfðu ekki allir ástæður til f jár-
framlaga.“
„Hvenær var bygging drátt-
arbrautarinnar hafin ?“
„Fyrsti undirbúningur byrj-
aði i mai 1935, en bygging var
hafin í júlí sama ár. Okkur tókst
að liaga byggingunni þannig, að
þessi braut er fljÓtvirkari en
aðrar, sem hér eru þekktar, og
í því sambandi má geta J>ess, að
okkur hefir tekizt að setja upp
4 bála á sama flóði. Uppsetning
tekur um 30 minútur frá }>ví að
báturinn er tekinn i sleðann og
þar til hann er kominn upp, en
að meðaltali tekur setning út á
garða um 1 til 1 a/2 tíma. Fyrsti
báturinn var tekinn upp 16.
nóvember 1935. Þá var brautin
fullgerð fyrir 18 báta.“
„Er dráttarbrautin innlent
smíði?“
„Sleðinn og spilið er frá Nor-
egi, en allur annar útbúnaður,
J>ar á meðal til hliðarsetnings,
er smiðaður í vélsmiðju Magn-
úsar Björnssonar liér í Ivefla-
vik.“
„Hvernig geklc reksturinn til
að byrja með?“
„Fyrsta árið liöfðum við að-
eins upp- og ofan-setningar báta.
Magnús Björnsson liáfði eins og
áður vélaviðgerðir, en Peter
Wigelund sá um trésmíðina og
var J>að hvorttveggja okkar
rekstri óviðkomandi. Næsta ár
hættir svo Magnús að reka vél-
smiðjuna og tekur Dráttarbraut-
in bana J>á á leigu, en smiðjan
var í binum enda J>orpsins og
var að J>ví mikið óliagræði, og
J>á var þörfin fyrir aukin verk-
stæði bæð.i fyrir tré og járnvinnu
orðip svo knýjandi, að ekki var
annað fært en að aulca þau að
mun. Var því liorfið að því ráði,
að kaupa vélsmiðjuna af Magn-
úsi og reisa stærri hús liér vest-
urfrá, og var þá byggt verk-
stæðishús, sem hefir 800 fer-
metra gólfflöt og vélar auknar
að mun og allar knúðar með
rafmagni.
Þegar fram í sótti reyndist
það óheppilegt fyrirkomulag, að
annar aðili hefði á hendi tré-
smiðavinnuna við bátana, og var
J>ví horfið að J>ví ráði, að taka
trévinnuna lika í relcstur félags-
ins. Var því ráðinn liingað ung-
ur skipasmiður frá Akureyri,
Herluf Ryel að nafni, en lians
naut stutt við, því að hann fór
af landi búrt skömmu siðar. Tók
þá við Sigurðui’ Guðmundsson,
skipasmiður úr Reykjavik, og
liefir hann verið yfirsmiður síð-
an og leyst starf sitt prýðilega
af hendi.“
„Hafið þið getað fullnægt eft-
irspurninni ?“
„Árlega hefir verið aukið við
húsrými og verkfærum, og nú
eru stæði fyrir 27 báta. Auk þess
er búið að reisa sérstakt bif-
reiðaverkstæði — en þrátt fyr-
ir J>að er enn ekki hægt að full-
nægja eftirspum um stærri og
smærri viðgerðir.“
„Hafið þið framkvæmt
nokkra nýsmiði á bátum?“
„Já. Það hefir verið smíðaður
hér einn bátur og tveir em i
smíðum, auk þess umsmíðaðir
3 bátar og 5 lengdir og borð-
bækkaðir."
„Hvað átt þú við með um-
smíði?“
„Árið 1939 var keypt gömul
vélarlaus skúta vestan af Barða-
strönd, sem „Guðný“ hét, og var
liún stækkuð og breytt í nútíma
bát. Heldur hún nú fáu af sínu
upprunalega, nema nafninu, og
svo J>ví, að hún reynist mesta
Iiappafleyta eins og áður fyrr.
Svipaða meðferð fékk „Vonin“
frá Akureyri, sem nú heitir
„Björninn II“. Hún var áður um
38 tonn, en er nú 47 tonn, og lík-
ar prýðisvel að öllu leyti.“
„Hvað vinna margir við tré-
smíðina?“
„Það eru frá 14 til 30 smiðir
og vantar þó oft íleiri — svo
vinna auk þeirra nokkrir verka-
menn. Nú höfum við skift verk-
um þannig, að nýsmíði allri
stjórnar Sigurður Guðmunds-
son, en Egill Þorfinnsson hefir
yfirstjórn allra viðgerða. Okk-
ur hefir borizt fjöldi beiðna um
nýsmíði, sem við höfum þvi
miður ekki getað sinnt, sumpart
vegna vöntunar á efni og vinnu-
krafti.“
„Hvað vinna margir við járn-
smíðina?“
„Frá 16 til 18 manns. Verk-
stjóri vélaverkstæðisins er Ólaf-
ur Hannesson, en deildarstjóri
renniverkstæðisins er Gunnar
Emilsson. Við höfum ávallt ver-
ið svo heppnir, að ná í duglega
og góða smiði, og á fyrirtækið
því mest að J>akka, hve vel hefir
gengið — því að án góðra starfs-
manna væri allt dauðadæmt.“
„Hvað er mikið greitt í vinnu-
laun yfir árið?“
„Það hefir farið vaxandi með
hverju ári, eins og að líkindum
lætur. Árið 1938 voru til dæmis
greiddar yfir 98 þúsundir króna,
árið 1940 164 Jmsundir og i ár
komast launagreiðslur vafalaust
langt yfir 200 J>úsundir.“
„Eru nokkrar nýjar fram-
kvæmdir á prjónunum?“
„Við erum að hefja byggingu
á stórri timburgeymslu, — og
kaffistofu fyrir trésmiðina.“
„Hafa nokkur slys orðið við
starfsemina siðan hún hófst?“
„Nei, ekki sem teljandi eru.
Eg fótbrotnaði einu sinni, en
J>að er nú löngu gróið; við höf-
um verið heppnir að því leyti, að
állt hefir gengið slysalaust.“
„Ertu ekki ánægður með ár-
angurinn af starfinu?“
„Jú, ekki get eg sagt annað,
J>egar á allt er litið. Eg minnist
þess, að i upphafi töldu margir
þetta fyrirtæki glannaskap einn
og vöruðu mig af heilum hug
við að leggja út í það, töldu
það fyrirfram dauðadæmt. En
eftir að „Framtíðin“, sem var
fyrsti báturinn, er upp var sett-
ur, var kominn á sinn stað,
lieilu og höldnu, J>á komu 6
bátaeigendur og pöntuðu upp-
setningu og síðan hafa bátar
verið teknir 800 sinnum upp,
og nú finnst öllum sjálfsagt að
þarna sé dráttarbraut.“
„Hverjir eru í stjórn félags-
ins?“
„í stjórn hafa frá upphafi ver-
ið þeir Björn Ólafs frá Mýrar-
liúsum, Elías Þorsteinsson í
Keflavik og eg,“ segir Valdimar
Bjömsson, „og hafa J>eir i hvi-
vetna reynzt góðir samstarfs-
menn.
Þegar eg lít yfir liðna daga, þá
virðist mér fyrirtækið hafa
gengið að óskum og hafa eðli-
legan vaxtarþrótt.“
Hsj.
15—20 bátar uppi.
M.b. Guðný eftir breytinguna.
<