Vísir - 22.11.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þingslit TþETTA er allt saman hálf ó- víðfeldið og undarle'gt. ViS þingslit i gær var á að giska þriðjungur þingmanna fjarver- andi. Samt voru flestir utan- bæjarþingmenn ófarnir. Tveir ráðherrastólarnir voru , auðir. Og vel á ininnzt. Það var yíst enginn af sendiherrum erlendra ríkja viðstaddur, nemaJHr. Fon- tenay, sendiherra Dana. Ef til vill eru þetta allt saman smá- munir. En er það nú samf ekki dálítið óskemmtilegt, að þriðji hver stóll skuli vera auður við þingslit? Það eru ekki nema 5 mánuðir síðan við kusum okk- . ur rikisstjóra, Valið á þeim manni tókst svo vel, að enginn hefir neitt út á það að setja. Hann fer með það vald, sem áð- ur hefir verið í h'öndum erlends manns í fjarlægu landi. í fyrsta skipti um 7 aldir á æðsti valda- maður fslands heima á íslandi. Eigum við ekki sjálfir að sýna þessu manni fyllstu virðingu, þegar hann er að framkvæma embættisstörf sín við elztu og veglegustu stofnun þjóðarinn- ar? í hvert skipti, sem konungar okkar hafa sýnt það lítiljæti, að koma í heimsókn til þessara fjarlægu stranda, hefir verið hér uppi fótur og fit. Eigum við að sýna rikisstjóranum meira tóm- læti af þvi að hann er einn af oss? Nei, þelta er allt saman kauða- legt og ólundarlegt. Það er engu líkara en að þriðjungur þing- manna sé í slíkri fýlu, að þeir geti ekki lagt það á sig að sitja svo sem tíu mínútur við atliöfn, sem á að hafa yfir sér þann virðuleik, að samboðin sé frið- helgri stofnun fullvalda ríkis. Hvernig geta þingmenn ætlast til þess, að kjósendur liti upp til Alþingis, ef þeir sjálfir gera sig hera að fullkomnu skeytingar- Jeysi? Kippumst við ekki allir við, eins og komið sé við hjart- að í okkur, hvert sinn, sem minnzt er á lýðræði? Teljum við það ekki höfuðsóma þjóðarinn- ar, að eiga elztu lýðræðis-sam- kundu í heiminum? Erum við ekki sögúþjóðin, sárnæmir fyrir því, að arfhelgi og þjóðlegar minningar sé í heiðri haft? Jú, mikil undur. Við froðu- fellum allir og tölum tungum, hvert sinn, sem við fáum að tjalda þjóðrækni okkar og ætt- jarðarást. Við kyrjum „fram, fram, aldrei að vikja“, hvenær sem þrjár hræður fási til að taka undir. Við segjurn „Isíénd- ingar viljúm við allir vera“ svo hjartnæmt, að við fáum kökk i hálsinn, og áheyrendurnir snökta af hrifningu. Við kunn- um þetta, þingmennirnir. Ann- ars værum við ekki þingmenn. En svo þegar við eigum að kveðjast nndir forsæti innlends þjóðhöfðingja, að enduðu dáð- ríku þjóðheillastarfi á elztu iýð- ræðisstofnun veraidarinnar, er þriðjungurinn vant við látinn! Þetta jafnast allt sainan, þeg- ar við förum að tala við hátt- virta kjósendur. Við „hefnum þess í liéraði, sem hallaðist á Alþingi“. Við sækjum bara dá- iítið meira í okkur veðrið næst, þegar við förum að tala um „vernd hinna þjóðlegu verð- mæta“, um aðsteðjandi hættur, og umfram allt eininguna, frið- inn og bræðralagið. Ilvað ætli það geri, þótt kveðjurnar i þing- lokin verði eins og „þegar hund- ur hund hitti á tófugreni“. Við verðum víst allir nógu tungu- langir á kjósendafundunum til að sleikja af, það sem á okkur kann að írast út af tómlæti okk- ar og skeytingarleysi. Við segjum auðvitað, að það sé ekkert nema smámunasemi, að vera að rekast í þessu lítil- ræði. Höfum við kannske ekki verið vökumenn þjóðarinnar? Er okkur þá ofgott að fá að sofa út eina morgunstund? Og svo var einn með tannpínu, annar með gigt og þriðji með aðkenn- ingu af þembu. Allt saman lög- leg forföll. Enginn liafði verið fjarverandi vegna fýlu eða dutt- lunga. Ef einhver kjósandi skyldi dirfast að koma upp með slikt, skulum við kenna honum að tala með meiri virðingu um fulltrúana á löggjafarsamkomu íslendinga. Við heimtum virð- ingu fyrir Alþingi. I nafni lýð- ræðisins, frelsisins, arfhelginn- ar og allrar framtíðar islenzku þjóðarinnar heimtum við: Virð- ingu fyrir Alþingi! — Svona munu alþingismenn tala við kjósendur, þegar þar að kemur. Sjómenn segja stundum um gömul skip og lek að þau „liangi saman á málningunni“. Það er víst óþarft að gera ráð fyrir leka á þjóðarskútunni okkar, enda eru tvö vel búin björgunarskip til verndar á næstu báru. En engu að siður væri ekki úr vegi að lialda málningunni við. Ef við viljum að siglingin sé glæst, má farið ekki vera vanhirt. AI- þingi er lyftingin á þjóðarfley- inu. Allt getur svo sem flotið, þótt lyftingin sé ekki sem glæsi- legust. En ættu þingmenn samt ekki að varast, að skafa máln- inguna af? a Messur á morgun. / dómkirkjimni kl. n. Prests- vígsla. Engin síðdegismessa. Halhjríinspr c stakall. Barnaguðs- þjónusta í Austurhæjarskólanum kl. ii. Síra Jakob Jónsson. •— í dómkirkjunni kl. 5, sr. Sigurbjörn Einarsson. Altarisganga. Ncsprestakall. Stofnfundur Kven- félag Nesprestakalls verður hald- inn í 1. kennslustofu Háskólans kl. 2./ á morgun. í kapellu Háskólans kl. 5. Jens Benediktsson stud. theol. predikar. Sira Sigurður Einarsson þjónar fyrir altari. Fríkirkjan í Rcykjavík, kl. 2. Sr. Arni SigurÖsson. Frjálslyndi söfnuðurinn, í frí- kirkjunni í Reykjavík kl. 5J/2. Sr. Jón Au'ðuns. Hafnarfjarðarkirkja, kl. 5 síð- degis. Sr. Garðar Þorsteinsson. / Laugarncsskóla. Barnaguðs- ])jónusta kl. 10 árd. Messa kl. 2. Sr. Garðar Svavarsspn. Karlakórinn Fóstbræður mun endurtaka samsöng sinn á þriðjudagskvöld kl. 11 ]/2. Uppselt er á sunnudags-hljómleikana. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjóna- liand af sýslumanninum í Arnes- sýslu ungfrú Valgerður Árnadóttir (Jónssonar frá Múla) og Óli Her- mannsson stud. jur. Gunnlaugur Einarsson, læknir, hefir flutt lækningasstofu sina í hús sitt, Sóleyjargötu 5. Mæðrafélagið heldur fund á Amtmannsstig 4 n.k. mánudagskvöld kl. 8)4. — Sjá augl. í blaðinu í dag. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið „Á flótta“ annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Operettan Nitouche verður sýnd í 60. sinn á morgun kl. 2j4, og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 i dag. Næturlæknar. í nótt: Þlalldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Aðra nótt: Ólafur Þ. Þorsteins- son, Eiríksgötu 19, simi 2255. Næt- urvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. V í S I R Amerlkamenn yfírtaka fisksölnsamninginn. Samningar undirritaðir í Washington í gær. amkvæmt skeyti er Vísi barst frá United Press í Washington í gærkveldi hefir Hull, utanríkis- málaráðherra Bandaríkjanna tilkynnt, að samningar hafi verið undirskrifaðir í gær af fulltrúum Bandaríkj- anna og íslands, sem innihalda „almennt láns- og leigu- samkomulag“. I skeyti þessu felst ekki nánari skýring á efni sanin- ings þessa, en líklegt er, að hér sé um að ræða samkomu- lag ura, að allar þær vörur, sem fluttar eru frá íslandi til Bretlands verði greiddar í dollurum, en ekki i pund- um, þannig að millifærzla fari fram í Bandarikjunum samkvæmt láns- og leigulögunum. Allsendis mun óvíst hvenær samkomulag þetta geng- ur í gildi, og mun ekki ólíklegt, að það dragist ennþá eitthvað. Á þessu stigi málsins er ekki ástæða til að gera sér of b jartar vonir um þá framtíðarskipun, sem verða kann á þessum málum. Nægir þar út af fyrir sig að vekja athygli á, að þótt andvirði vara, sem fluttar eru til Bret- lands, greiðist okkur í dollurum, — sem að s jálfsögðu bætir m jög aðstöðu okkar á hinum ameriska markaði, — liggur ekkert fyrir um það, að sómasamlegt verðlag sé tryggt á útflutningsafurðum okkar, en á því veltur fyrst og fremst hve hagkvæmir samningar þessir reyn- ast. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Stefáni Þor- varðarsyni rétt áður en blaðið fór í pressuna, voru samningar undirritaðir í Washington þ. 20. þ. m. um að Bandaríkin yfir- taki fisksölusamninginn, sem við höfðum gert við Breta, en þangað til skapist millibils ástand og verði andvirði alls útflutn- ings okkar sett á sérstakan biðreikning. 1 gær Var svo undirritaður annar viðskiptasamningur við Cordell Hull. aðrir fengu 300 kr. sekt hvor. Það var 7. ágúst í sumar, að íslenzka lögreglan kom því upp, að Ragnar Lövdal, sem var að byggja 2 hús inn hjá Iiöfða, hafði keypt til þeirra nokkuð af sementi hjá hernum. Við rannsóknina upplýstist það, að hann hafði fengið efni þelta, samtals um 80 tunnur, úr tveimur áttum. Fyrst og fremst fékk liann nokkuð af sementinu fyrir milligöngu Jóns Bergs Jónssonar, frá birgðaverði setu- liðsins, og borgaði kr. 4.00 fyrir pokann. Nokkuð fékk hann frá yfirmanni í Pípuverksmiðjunni T EIín Zoégra. Thor Thors gengur fyrir Roosevelt. íslendingar í samfélag fr jálsra þjóða MJÞlöðin í Bandaríkjunum birtu í gær ræður þær og . ávarpsprð, er haldnar voru af þeim Thor Thors, sendiherra og Roosevelt forseta, er Thor lagði fyrir for- setann skírteini sín, sem sendiherra íslands í Banda- ríkjunum. Thor, sendiherra, lagði ríka áherzlu á það, að með at- burði þessum væri stórt skref stígið í þá átt að tryggja árangur af sjálfstæðisbaráttu íslendinga og sjálfstæði landsins. „f dag standa stærsta og voldugasta lýðveldið og elzta og minnsta lýðveldið, meðal frjálsra lýðræðisríkja, hlið við hlið,“ sagði sendiherrann. I svari sínu sagði Roosevelt forseti að sendiherrann væri ekki ókunnur maður í Bandaríkjunum og ísland væri það ekki heldur. Þúsund ára barátta þess fyrir sjálfstæði, frelsi og þjóðlegri menningu, væri kunn. Þegar nú menn um heim allan berðust gegn hinum illu öflum, er Ieituðust við að færa mannkynið í f jötra þræl- dóms og ómenningar, færi ekki hjá því að allir hlytu nokkur óþægindi. Harmaði forsetinn að til árekstra hefði komið milli íslendinga og setuliðsmanna úr Bandaríkjahernum, en fullyrti, að allt yrði gert til að fryggja að slíkt ætti sér ekki stað framar. Sagði forset- inn ennfremur að sér og þjóð sinni væri mikil ánægja að því, að ísland stæði nú í nánum tengslum við Banda- ríkin, sem frjálst land og fullvalda. Myndu Bandaríkin ávalt veita því með ánægju fjárhagslegan stuðning og annað Iiðsinni eftir því, sem ástæða gæfist til, og byði íslendinga velkomna í samfélag frjálsra manna. 30 daga Íaugelsi og: sviftir kosningarrétti vegna hylmingar og viðskipta við hermenn. KI. 9 Vz í mórgTin kvað Jónatan Hallvarðsson, sakadómari, í aukarétti Reykjavíkur, upp dóm yfir Ragnari Lövdahl og öðr- um þeim, er unnu að því með honum að kaupa sement af setu- liðsmönnum. Var Ragnar og annar maður til dæmdir í 30 daga fangelsi skilorðsbundið og sviptir kosningarétti, en tveir menn Merkiskonan frú Elín Zoéga kvaddi þennan heim að kvöldi þess 8. þ. m. Fædd er hún í Reykjavik 1. jan. 1869, dóttir hinnar velþekktu reykvísku konu frú Jóhönnu Zoéga, d. 1925, er lengst bjó í Vorhúsum, (Vesturbænum) og fósturdóttir manns hennar, Björns Stefáns- sonar, ágætismanns, d. 1915,. föður þeirra systra frú Guðrún- ar, d. 1926 og frú Gróu Ander- son. Með frú Elínu Zoéga er geng- inn einn af hinum traustu stofn- um þessa bæjarfélags, er allt frá blautu barnsbeini fjdgdist vel með þróun bæjarins og lagði þar sinn góða skerf til, enda var sjálfstæðistilfinningin í óvenju ríkum mæli hjá henni, þróttur mikill og félagshneigð. Elín Zoéga var fyrirmannleg sýnum, gjörfuleg, svipmikil og ■ættarmerki glögg. Myndarbrag- ur einkenndi allt látbragð henn- ar og fas, heiina fyrir sem utan. Stórbrotin, geðrík, fór sínu fram og berorð, ef því var að skipta, en vinur vina sinna, og átti hver þar hauk í horni, þótt ekki væri hún með neinn fagur- gala við þá, og urnfram allt var hún skyldurækin við öll störf og góð heim, að sækja. Frá því eg man eftir mér var hún kunn- ingi fólksins míns, og naut eg þess ekki sízl síðari árin, er og borgaði kr. 20.00 pr. tunnu. Jón Bergur fékk fyrir milli- göngu sina helming andvirðis- ins í sinn eigin vasa. Bæði Jón Bergur og Ragnar Lövdal voru dæmdir fyrir hylm- ingu og brot gegn tolllögunum, (þ. e. viðbótinni, er fjallar um bann gegn viðskiftum við setu- liðið). Þeir voru dæmdir í 30 daga fangelsi livor, óskilorðs- bundið, og sviftir kosningarétti. Þriðji maðurinn, sem við mál þetta var riðinn, var Helgi Sum- arliði Einarsson bílstjóri. Hann flutti sementið úr Pípuverk- smiðjunni til Ragnars og kom kaupunum á og var dæmdur í 300 kr. sekt gegn broti á tolla- lögunum. Sá fjórði, sem við þetta mál kom, var Gisli Kristjánsson. Hann falaði sementspoka af Jóni en Jón'bauð lionum þá tólf se- j mentspolca lil kaups og keypti Gisli þá. Hann var dæmdur fyrir þetta eftir 263. gr. hegningarlag- j anna, er f jallar um það ,þegar menn kaupa ófrjálsa hluti af stórfelldu gáleysi, einnig eftir tolllögum, í 300 kr. sekt. Dómur í málinu hefir tafizl svona lengi vegna þess, að setu- liðsstjórnin hefir einnig haft mál þetta til rannsóknar. fundum okkar bar oft saman vegna íélagsmála. Munu hin mörgu félög, svo sem: Góð- templarareglan, Ivvenfélagið, Vörður (hún var ein af stofn- endum þess), Húsmæðrafélagið, „Hvöt“, Bejdcjavíkurfélagið, salcna hennar sem hins skyldu- rækna félaga síns, er ekki taldi eftir sér sporin, þó aldur fyrn- ist yfir hana, heldur var þar á verðinum, lét sig öll þjóðfélags- mál miklu skifta og var þar einkar fróð. Hún var ein af stofnendum sjálfstæðislcvenna- félagsins „Hvöt“, gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum og vann fyrir félagið alveg til hins siðasta. Barátta var henni í blóð borin og elcki að ganga af hólmi fyrr en í fulla hnefana. Alltaf minnti hún mig á hina stórlátu, hugmiklu lconu, er dreymir stóra drauma fyrir þjóð sína, allt hálfkák, flas og flá- ræði var henni fráhverft og á- mælisvert. Sjálfstæðisstefnunni treysti hún bezt til þjóðarheilla, var henni trú, og öllu því, sem ís- lenzlct var. Elín giftist eftirlifandi manni sínum, Erlendi Erlendssyni kaupmanni, laust fyrir aldamót- in. Eigi varð þeim barna auðið, en ólu upp son liennar, Kjartan Konráðsson aðstm. bæjarsímans og síðar elztu dóttur lians, Bryn- hildi, stúdent, er var þeim eink- ar hugþekk, dvelur hún nú með fósturföður sínum. Elín lætur eftir sig önnur barnabörn þrjú og barnabarnabörn. Hinir mörgu vandamenn hennar og vinir finna aldrei bet- ur en nú, hvað átt hafa, er henn- ar nýtur eklci lengur við, jafn myndarleg húsmóðir, frænd- rækin og trygglynd sem hún var. S. M. Ó. Helgidagslæknir. Gunnar Cortes, Seljaveg 11, simi 5995- Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Ensku- kennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. — 20.04 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikar og tríó. 20.45 Erindi: Japanar og trúarbrögð þeirra (Frið'- rik Hallgrímsson dómprófastur). 21.10 Aldarminning Antonin Dvo- ráks (1841—1941) : a) Formáli. b) Dumky-trió (plötur). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög til kl. 24. / Er kaupandi að 4 — Verð, tegund og aldur til- greint í tilboði merlctu ,1919‘, er sendist Vísi fyrir mánur dagskvöld. I fi:ii j.um 71 m imý-rmn Skaftfellingnr hleður n. lc. mánudag til Vest- mannaeyja. Vörumóttaka til hádegis. Björn Austræni hleður n. lc. mánudag til Súg- andafjarðar, Bolungarvíkur og ísafjarðar. Vörumóttaka til hádegis sama dag. OQQOQQCaQQQOQQQOOQOOOOQOOaOQOÖQOQOQOQOöaöQQQQöQOOQQOIX o Eg undirrilaður þakka góða gjöf, sem stjórn Kennara- | S félags Miðbæjarskólans færði mér frá starfsfólki skólans. g En Lim leið og ég þakka vinahug þann og hlýju þá, er gjöfinni fylgdi, langar mig til að votta öllu starfsliði skól- drenglijndi og hollustu í starfi á liðnum árum. ans innilegt hjartans þakklæti fyrir samvinnuþýðleik, Reykjavík 22/lí. 194-1. B f.v. skólastjóri g H H allgrí mur J ó nsso n. lOOQOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOOOOOC

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.