Vísir - 22.11.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1941, Blaðsíða 3
V I S I R KIRKJAI Sunnudagurinn á morgun: Guðspjallið: Matth. 9, 18—26. Pistill: Kól. 1, 9—14. VAKIÐ! „Það sem eg- segi yður, það segi eg öllum: Vakið! Jesús Kristur varar kröftug- lega við andlegum svefni. Hann vill, að menn sínir vaki, séu trúir á verðinum, ætið viðbúnir, láti aldrei koma að sér óvörum, glati engri stund í gáleysi og svefnmóki sálarinnar. Hann vill að þeir séu ætíð liæfir til að mæta mikluni atburðum, stór- kostlegum umskiftum. Nú eru þeir tímar, að jafnan má vænta tíðinda og mikilla at- burða. Og þann dag eða stund veit enginn, er stórtíðindi kunna að gjörast. Nú eru tímar tvísýnu og liáska, hörmunga og neyðar víða í heimi, tímar, þegar margt er í voða, sem mönnum er dýr- mætt, og þess vegna þörf að vaka viðbúinn, og gæta sem bezt þess góða, sem. mönnum er trú- að fyrir, og sízt má í tvisýnu tefla eða missa. Nú hentar því eigi andlegur svefn eða doði. Nú kallar sjálf öldin og allar lífs- ins kröfur: Valcið! Nú, á þessum vandans og voðans tímum er þörf þeirra varðmanna, er vaka með Guði þessa myrku mann- kynsnótt, og gæta þess, sem liann hefir trúað þeim fyrir. Nú er sem Kristur tali til lærisveina sinna eins og forðum: „Bíðið hér og vakið með mér.“ Vakið yfir yðar helgustu trú, sem blóðugar harðstjórahendur liafa leitazt við að slíta út úr hjörtum. milljóna manna víða um lönd. Það verður sú trú og það hugarfar, sem hún skapar, er leyst getur vandræði verald- arinnar og vísað leiðina fram til guðsrikisins á jörðu. Vakið yfir því öllu, sem Guð gaf íslendingum: landinu, mál- inu, menningunni, öllu því, sem verðmætast er í lífi þjóðarinn- ar, sem í meir en þúsund ár hef- ir helgað sér þetta land með Iífsbaráttu sinni. Og hiðjið af sannri alúð og góðvild fyrir þeim, sem eiga að vera vöku- menn þjóðar vorrar i þeim em- bættum og' störfum, er mest á- byrgð fvlgir. Vér vitum eigi, hve langt er liðið á styrjaldarnóttina. En meðan þessi nótt varir, skiftir það mestu, að vaka vel, halda öruggan vörð um allt, sem oss er heilagt, allt, sem oss er dýr- mætt. Jýökum yfir því, og lát- um það eigi á oss fá, þótt skammdegisnóttin sé skugga- löng. Styrkjumst í bjartsýnni trú skáldsins: „Sína reynir mildur mest máttarherrann allar tíðir. Þeir lians forsjá þakka bezt Jjegar birtir upp um síðir. Eftir strið er friður fagur, frelsis þegar ljómar dagur.“ Sigurvinningar kirkjunnar. Fjögur sterkustu kirkjufélög frikirknanna á Englandi ræða nú mjög sameiningu i eitt öfl- ugt kirkjufélag. Töluvert á ann- að hundrað prestar og leikmenn hafa skrifað undir áskorun, sem fer í þessa átt. Blaðið „The Christian World“ hefir birt þessa áskorun hvað eftir annað og er sameiningunni mjög fylgj- andi. Kirkjufélögin, sem hyggja á þessa sameiningu, eru þessi fjögur: Biskupakirkjan, Meþó- distar, Baptistar og Congregat- ionalistar. Þeint er farið að skiljast, að trúaratriðin og starf- ið, sem er þeirra sameiginleg eign, er máttugra en aukaatrið- in, sem valdið hafa skilnaði, og að kirkju Krists á jörðunni ber að vera þjóðunum fyrirmynd í santhug og samstarfi. Viða gerist nú ýmislegt það í heiminum, sent lofar góðu um framlíð kristninnar. Einn rit- höfundur hefir nýlega komizt svo að orði: „Þrátt fyrir það, að við hér á Englandi erunt nú aðjtrengdir, er framgangur kirkjunnar og guðskristni viðs- vegar á jörðunni meiri en nolckru sinni áður. Á Indlandi hefir Jteim fjölgað um 15 Jtúsund á 'inánuði undanfarið, sem láta skírast lil kristinnar trúar. í Afríku hefir tala þeirra tvöfald- ast sumstaðar síðast liðin 13 ár, og í Mið-Ameríku hefir hún þre- faldast á santa tíma. Á Filipps- eyjunt hefir á þessari öld risið upp kirkja, er telur 200,000 fé- laga. í Kína og Japan ltefir tala þeirra, sem gengið hafa yfir til kristinnar trúar, fimmfaldast á þéssum sama tiina. P. Sig. „Gefðu að móðurmálið mitt, tninn Jesú, þess eg beiði, frá allri znllu klárt og kvitt krossins orð þitt útbreiði mn landið hér, til lieiðurs þcr, helst mun það blessun valda, uieðan þín ndð lartur vbrt láð lýði og byggðum halda.” Unglingur Laghentur og röskur unglingur óskast sem aðstoðarmaður á vinnustofu. f’ramtíðar atvinna hjá öruggu fyrirtæki. Tilboð, ásamt meðmælum, merkt: „17 ára“ sendist Vísi fyrir 23. þessa mánaðar. > MÆÐRAFÉLAGIÐ. Fundur verður í félaginu mánudaginn 24. nóv. á Amtmannsstíg 4, kl. 8% eftir hádegi.- DAGSKRÁ: 1. Vetrarstarfið. 2. Kröfur félagsins til handar æskulýðnum. 3. Fræðsluhópar kvenna. 4. Upplestur, frú Halla Loftsdóttir. 5. Kaffidrylckja. STJÓRNIN. (ngiir maður getur fengið atvinnu við afgreiðslustörf nú þegar. — A. v. á. - §IGLIHGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cnlliford ék Clark i.«i. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Tvær rðskar stálkur óskast á Hótel Borg nú þegar eða 1. desember. Húsfreyjan. Oolfdnkar Gólfd nkapappi Gdlfdukalím J»pflRÍKir Verzlunin París verðup lokud allan mánudaginn 24. nóv. vegna japðarfarar. Vil borga 300 kr. þeim sein getur útvegað mér 2 eða 3 herbergi og eldhús, strax eða um áramót. EINAR ÁSGEIRSSON, Toledo. - Sími 4891. Vil kanpa eða leigja bílboddy 12 eða 10 manna. Uppl. á Grettisgötu 36, eftir kl. 8. vantar á Landspítalann. Talið við forstöðukonU ,spít- alans á mánudagsmorgunn. Stúlka getur fengið atvinnu við inn- heimtu og sendiferðir. Fram- tíðaratvinna við iðnað gelur komið til greina. — A. v. á. Gerduft í pökkum og lausri vigt. í gódu standi óskast til kaups Tilboð, merkt: „Vörubifreið“ leggist á afgr. Vísis fyrir mánudagskvöld. Kristján Guðlaugsson Hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12. — Simi 3400. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavikur. MITOUCHE 60. Sýning á morgun kL 21.30 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 i dag. Ath.: Frá kl. 4 til 5 verður eldn svarað i síma. Leikfélag Reýkjavíkur. »Á 11 ó H st «. Sýning annað kvöld kll. S Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 :í tíag. F. I. Á. Dansleikur i Oddfellowhúsinu sunnudaginn 23. nóv. kl. 10 siðdegis. Dan§að bæði nppi og1 niðri. HLJÓMSVEIT AAGE LORANGE leífeur niðri. Dansaðir bæði gömlu og nýju dtamsarnir. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu frá kl 8 á sunnudag. S. A. R. Dansleikur í Iðnó í kvöld. — Hefst kl. W. Hin ágæta hljómsveit hússins leifeur. Aðgongumiðar með lægi-a verði i Iðnó i kvöld kl. 6—8. — Sími: 3191. Skemmtifélagið Frelsi í Hafnarfirði. í kvöld kl. 10 að Hótel Björninn. •—- Eingöngu eldri dansamii’. — Panta má aðgöngumiða i sim 9024, 9262 pg 9292. STJÓRNIN. Dansleik heldur Sundielagið Ægir í Oddfellow í kvöld. ASgöngumiðar seldir á sama stað efiír kl. 5. Aðeins fyrir íslendinga. b.s. H e k 1 a *££» Ábygmieg afgreiðsla — -rw 'W. Konan mín og móðir okkar, Guðrún Eide andaðist í nótt Hans Eide, Kristín Eide, Ragnhftðör Eide. jUtför dóttur minnar, Guðrúnar Björnsdóttur Siguvðsson, fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 24. nóv. og hefst með húskveðju á heiinili okkar, Amtmanosstíg 5, kl. 1%. Christine Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.