Vísir - 02.12.1941, Page 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
31. ár.
Ritstjórl 1
Blaðamenn Síml:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri S llnur
Afgreiðsla
Reykjavík, þriðjudaginn 2. desember 1941.
274. tbl.
Horfumar í Austur-Asíu.
Japanir hlka.
Roosevelt rteðir við
Stark flotaforing^ja.
EINKASKEYTI frá United Press. New York í morgun.
Þegar, er Roosevelt forseti var kominn til Wash-
ington, ræddi hann við Hull utanríkisráð-
herra, en það vakti engu minni athygli, að
liann ræddi og þegar við Stark flotaforingja. —
Menn hafa ekki áttað sig á því til fulls, hvort horfurnar
hafi í raun og veru versnað eða ekki. Menn héldu það í fyrstu
a.m.k., og að það hafi verið vegna þess, að Rossevelt fór aft-
ur tíl Washington í skyndi. En sumir ætla, að einmitt það, að
Bandaríkjaforseti taldi horfurnar alvarlegar og boðaði, að
hann kæmi aftur, ef þörf krefði, hafi haft sín áhrif í Tokio, —
stjórnin hafi sannfærzt um, að hótanir stoðuðu ekki; Banda-
ríkjastjórn mundi horfast djarflega í augu við hættuna. Enda
varð það að ráði, að ákveðið var að „halda áfram samkomu-
Iagsumleitunum fram á seinustu stundu“. — I sumum blöðum
rvestra kemur fram sú skoðun, að Japanir hafi hikað.
ií Washington var sdgt í gærkveldi: Búast má við, að ein-
hverjar mikilvægar ákvarðanir verði teknar innan tveggja sól-
arhringa.
Ræðismaður Bandaríkjanna í Thailandi hefir tilkynnt
Bandaríkjaþegnum þar í landi, að þeir verði að vera við því
himir að flytjr úr landi með stuttum fyrirvara. Er þetta fyrir-
skipað 'vegna innrásarhættunnar.
1 fregnum sem bárust í gær
og fyrradag voru borfurnar í
Austur-Asíu taldar iskyggi-
legri en nokkuru sinni, en lítið
þótti þó betur liorfa, er það varð
kunnugt í fyrrakveld, að enn
yrði viðræðufundur haldinn
(gær) í Washíngton. Var þá
Roosevelt forseti á leið sinni til
Washington. Hann liafði eklci
ætlað að fara þangað aftur fyrr
en á morgun úr fríi sínu vfir
helgina, en vegna þess hversu
liorfurnar voru iskyggilegar
þótti honum ráðlegast að fara
þangað þegar í stað. Domei-
fréttastofan tilkynnti í gær, að
Nomura sendiherra og Kurusu
sendiráðgjafí hefði fengið fyrif-
skipun um að ræða enn á ný
við Cordell Hull, til þess að
Bandarikjastjörn fengi enn eitt
tækifæri til þess að taka af-
stöðu sína í Austur-Asiumál-
um til íhugunar. Áður hafði
Tojo forsætisráðherra flutt
ræðu og var hann gunnreifur.
Sagði hann m. a., að viss Evr-
ópustórveldi vildu halda að-
stöðu sinni til arðnáns í Austur-
Asiu óg myndi Japanir koma i
veg fyrir að framhald yrði á
slíku.
Fregnir bárust í fyrradag um,
að sézt hefði mikill japanskur
skipafloti í nánd við eyjar þær,
sem Þjóðabandalagið veitti Jap-
önum umboðsstjórn yfir, og
voru herskip þessi ekki fjarri
Norður-Borneo, sem Bretar
ráða yfir. Mikill herafli, brezk-
Ur og indverskur, er kominn til
Rangoon, hinn mesli, sem
nokkuru sinni liefir komið
þangað. —- í Burma, á Malakka-
skaga og í Thailandi eru menn
við öllu búnir, og í Hongkong
hefir öllum heimferðarleyfum
hermamia verið frestað, — í öll-
um jæssum löndum er hver
maður á sínum stað, í her-
mannaskiálum, varðstöðvum,
flotastöðviun eða farnir lil
skipa sinna. Myrkvun er komin
til framkvæmda á Filipseyjum.
Japönsk blöð halda uppi árás-
um á Thailand og salca Th'ai-
lendinga um að hafa veitt Bret-
um hernaðarleg hlunnindi "(af-
not flugvalla o. fl.) og raun-
verulega sé hlutleysi Thailands
úr sögunni.
í japanska flotanum sem
fyrr var um getið eru, að sögn,
16 orustuskip og beitiskip, og
flugvélaskip.
Hinir mikilvægustu fundir
hafa verið lialdnir og eru stöð-
ugt haldnir í Washíngton, Lon-
don, Tokio og Camberra. —
Alexander flotamálaráðhérra
flutti ræðu um helgina og sagði,
að Bretar hefði sent mikinn
flota til Austur-Asíu.
Brezkt beitiikip
ikýtnr þýzkt
víkingaikip i kaf
Brezka flotannálaráðuneytið
tilkynnti í gær, að flugvélar
beitiskipsins Devonshire hefði
komið auga á skip nokkurt,
sem hagaði sér grunsamlega.
Var talið, að hér mundi vera um
þýzlct víkingaskip að ræða.
Devonshire fór á vettvang og
var merkjum lierskipsins ekki
svarað á fullnægjandi hátt og
var þá hafin skothríð á skipið,
sem Iiuldi sig reykjarmekki, en
skot kom í slcotfærageymslu
þess, og sökk skipið á 10 mín-
útum. Kafbátar voru nærri og
er líklegt, að skipið liafi verið
birgðastöð þeirra. Ekki var
hægt áð vinna að björgun undir
þéssum kringumstæðum.
Devonshire er 14 ára gamallt
skip um 10.000 smál. Bretar
urðu ekki fyrir neinu tjóni.
Churchill 67 ára.
Á afmælisdag ChurchiIIs á
sunnudag fékk liann heilla-
skeyti úr öllum áttum, frá
brezku konungshjónunum, átt-
unda liernum (Nilarhernum),
ríkisStjórnum bandamanna, og
afhentar voru gjafir úr ýmsum
áttum, 12 skriðdrekar, flugvél-
ar o. m. fL
MÓTSPYRNAN MAGNAST í
HERNUMDU LÖNDUNUM.
SMÁSKÆRUHERNAÐUR
í NORÐUR-NOREGI.
Fregnir frá Stokkhólmi
herma, að Norðmenn þar
hafi fengið áreiðanlegar
fregnir af því, að smáskæru-
hernaður og skemmdarverk
eru mjög að færast í aukana
í Noregi norðanverðum.
Samkvæmt seinustu fregn-
um, sem borizt hafa frá
Norður-Noregi, hafa smá-
skæruflokkar gert árásir á
járnbrautarlestir, sem voru
með miklar hergagnabirgðir.
Þegar tekizt hafði að stöðva
lestina, voru Varðmennirnir
umkringdir og teknir til
fanga. — Hinir norsku ætt-
jarðarvinir náðu þarrla miklu
herfangi.
j
EINNIG SKEMMDARVERK
1 BELGlU.
Fregnir frá Genf herma, að
víða í Belgíu hafi verið dreift
út prentuðum miðum, sem á
eru prentaðar áskoranir til
manna um að hefja samtök
sín á milli um skipulagða
hermdarverkastarfsemi gegn
þýzka hernum í Belgíu.
Erlendir sjó-
menn særa
íslendinga
hættulega
I gær var haldin skemmtun
á Patreksfirði í tilefni af full-
veldisafmælinu. — Á þessari
skemmtun lenti í óeirðum
milli skipverja af dönsku
skipi, sem þar var statt, og
siglir í brezkri þjónustu, og
íslendinga.
Tóku skipverjar upp hnífa
og stungu tvo menn, annan
í bakið en hinn í kviðinn, og
særðist sá, sem fékk kvið-
stunguna, mjög alvarlega.
Loftvarnaæfingin.
AÖ gefnu tilefni skal þess getið,
aÖ slökkvilið þau í Vesturbænum,
sem voru látin fást við íkveikju-
sprengjurnar á föstudagskvöldið,
eru stofnuð af Loftvarnanefnd
Reykjavikur. Þau eru þvi óviðkom-
andi Slökkviliði Reykjavikur, sem
liefir bækistöð i Túngötu 22, ef til
loftárásar kemur.
Aðalfundur
Skautafélags Reykjavíkur var
haldinn i Kaupþingssalnum föstn-
daginn 21. nóv. í stjórn voru kos-
in: Formaður Katrín Viðar i stað
Kristjáns Einarssonar, sem baðst
undan endurkosningu. Sigúrjón
Danívalsson varaform., frk. Júlíana
Iseþarn gjaldkeri, Björn Þórðarson
ritari, Eyþór Ólafsson svellvörður.
Rommel sjilfar kominn I
eidlfnnna.
Áframhald á ægilegum skriðdrekaorusfum
Áframhald er á miklum skriðdrekaorustum við Sidi Rez-
egh, og' hafa Þjóðverjar teflt þar fram miklu liði, til þess að
brjótast yfir göngin til vesturs. Er þar aðallega Nýsjálending-
um að mæta. — Horfurnar í Libýu valda auknum áhyggjum
á Ítalíu og í Þýzkalandi, — en Þjóðverjar hugga sig við það,
að úrslitin í Libýu hafi ekki áhrif á heildarúrslitin í styrjöldinni.
I fyrradag' voru 15 óvinaflugvélar skotnar niður í loft-
bardögum, segir í enskri tilkynningu, en frá 18. nóv. til 30. nóv.
voru 176 skotnar niður eða eyðilagðar á jörðu niðri í Libyu.
í fyrri fregnum frá Libyu
var sagt frá því, að miklar
skriðdrekaorustur hefði verið
báðar. Skriðdrekasveitir Rom-
ntels gerðu árangurslausar til-
raunir til þess að komast vestur
á bóginn þvert yfir „göngin“
fyrir sunnan Tobruk, en mis-
lókst það, og einnig mistókst ný
tilraun Þjóðverja til þess að
taka Sidi Rezegh á ný. Þrátt
fyrir gifurlegt tjón balda Þjóð-
verjar áfram að berjast af
kappi. I gær var tilkynnt, að
Johann von Rabenstein hers-
höfðingi 21. þýzka vélaherfylk-
isins hefði verið tekinn íil
fanga. Hann var fluttur til To-
bruk, 10 yfirforingjar pðrir og
um 600 hermenn. Fótgöngulið
Breta hefir lcomið sér öfluglega
fyrir í „göngurium“ og hefir
það nú stórskotalið og skrið-
drekasveitir sér til aðsloðar. —
Rahenstein hefir sagt við blaða-
menn í Tobruk, að liann hafi
verið í eftirlitsferðalagi, er
Brennbyssusveilir Breta komu
skyndilega og umkringdu lið
Iians.
Hersveitir Breta og Indverja
í Jalovinjunum liafa fengið
liðsauka og eru tilbúnar að
halda áfram sókninni.
Brezkir véla-varðflokkar
hafa komizt til strandar milli
Jadabaya og Bengbazi og rofið
samgönguæð Þjóðverja og ít-
ala þar. Takist Þjóðverjum og
Itölum ekki að treysta þar að-
stöðu sina á ný, horfir mjög
illa fyrir þeiin hvarvelna í
Vestur-Lybiu, þar sem höfuð-
birgðastöðvarnar eru í Tripoli
Austur-Libyu. Þó verður að
gera ráð fyrir, að þeir eigi enn
miklar birgðir í Benghazi og
víðar.
Blaðamenn er flogið hafa
yfir bardagasvæðið segja, að
hvarvetna geti að líta eyðilagða
skriðdreka óvinanria, og sé
skriðdrekatjón þeirra afskap-
legt.
í London er leidd athygli að
þvi, að þótt amerísku skrið-
drekarnir hafi reynst vel, þá sé
mikill meiri hluti skriðdrek-
anna brezkir, og liafi þeir reynst
prýðilega, einkanlega stóru
skriðdrekarnir. Þegar l>eir hafa
bilað, hafa þeir verið notaðir
sem staðbundin virki, unz við-
gerð var lokið.
Miklar loftárásir hafa verið
gerðar á Bengliazi og Castel-
benito á Sikiley.
Fnllveldisins minnzt
bæöi hér og erlendis.
Fullveldisins var í gær minnzt víða um land og var nokkuru
af hátíðahöldunum frá Reykjavík útvarpað. Einnig hafði enska
útvarpið hér sérstaka dagskrá í tilefni af fullveldinu og flutti
Árni Jónsson frá Múla þar ræðu um sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga, en á eftir var leikið „Lýsti sól“.
Þess má ennfremur geta, að í útvarpinu frá New-York í
gær söng Guðmundur Kristjánsson söngvari, íslenzk lög; og
í þýzka útvarpið flutti Kristján Albertson, rithöfundur, ræðu.
Aðal hátíðahöldin hérlendis fóru fram í Reykjavík, undir
forystu stúdenta, og flutti Bjarni Benediktsson borgarstjóri
ræðu af svölum Alþingishússins.
Hátíðaliöld stúdenta í tilefni
af fullveldisafmælinu hófust
með skrúðgöngu stúdenta frá
Háskólanum kl. 1,15 e. li. í far-
arbroddi fóru tvær lúðrasveitir,
er léku íslenzk ættjarðarlög.
Á gatnamótum Bjarkargölu
og Hringbrautar nam fylkmgin
staðar í tvær mínútur. Var það
gert í mótmæla- og andúðar-
skyni við hernám, Garðs. Að því
búnu var haldið beina leið niður
í Alþingshús. Þar liélt Bjarni
Benediktsson borgarstjóri ræðu
af svölunum, en mannfjöldi
riiikill safnaðist saman við
Austurvöll meðan á ræðunni
stóð.
Kl. 3 M> hófst slcemmtisam-
koma í hátíðasal Háskólans.
Voru þar bæði liljómleikar og
ræður til skemmtunar og var
þar húsfyllir.
Kl. 7 síðd. hófst borðhald
stúdenta að Ilótel Borg. Ræður
héldu undir borðum Magnús
Jónsson prófessor fyrir mirini
Islands og Sigurður Einarsson
stúdentaminni. Ríkisstjóri flutti
ávarp og gat fjögra skeyta, er
bonum hafði borizt erlendis frá
í tilefni af fullveldinu. Voru þau
frá Montreux í Sviss, íslenzka
konsúlnum í Edinborg, frá ís-
lendingum í New York og frá
sendifulltrúa Dana í Teheran.
Próf. Ágúst H. Bjarnason mælti
fyrir minni ríkisstjórans, en
Stúdentar hrópuðu ferfalt liúrra
fyrir ríldsstjórahjónunum. -—
Björn Björnsson próf. flutti
kveðju frá Vestur-islenzkum
stúdentum og sira Garðar Þor-
steinsson söng einsöng.
Að loknu borðlialdi var dans
stiginn til kl. 4. Fóru hátiða-
liöldin yfirleitt hið bezta fram,
enda þótt veður liafi ekki verið
sem liagstæðast. Fánar blöstu
við hún um allan bæinn, og her-
merin voru með minnsta móti
á ferli.
Á Akureyri gekkst stúdentafé-
lag Akureyrar fyrir fullveldis-
fagnaði. Gengu stúdentar þar
skrúðgöngu, en sira Friðrik
Rafnar messaði í Akureyrar-
kirkju. — Kl. 2 var almenn
skemmtun haldin í Samkomu-
húsinu með mörgum. ágætum
skemmtiatriðum. Loks var svo
hóf stúdgnta í gærkveldi og
nótt, sem' fór fram í Gildaskála
KEA.
í Hafnarfirði fóra liátiðahöld
Sjálfstæðisfélaganna þar fram í
fyrrakvöld með fjölsóttri og
veglegri skemmtun i Góðtempl-
arahúsinu.
Víðar liafa liátíðahöld farið
fram í tilefni fullveldisafmælis-
ins, en Visi hafa eklti borizt
fregnir af þeim liátiðahöldum
ennþá.
Mikil loftárás á Ham-
borg aöfaranótt
mánudags.
Mikil loftánás var gerð á
borgir Vestur-Þýzkalands að-
faranótt mánudags og var aðal-
árásin gerð á Hamborg. Einn.g
var varpað sprengjum á Emden
og fleiri borgir.
Talið er, að mörg hundruð
flugvélar hafi tekið þátt i loft-
árásinni. Nítján flugvélar voru
ókomnar til bæltistöðva sinna
á liádegi i gær og munu Bretar
aðeins einu sinni hafa orðið fyr-
ir meira flugvélatjóni á einni
nóttu, er flugvélar l>eirra fóru
til árása á þýzkar borgir.
Nærri 40 manns
teknir fyrir ölvnn
síðastliðna 3 sólarhringa.
Ölvun marina virðist, eftir
skýrslu lögreglunnar að dæma,
vera að færast í sama horfið nú
og á meðan Áfengisverzlun rík-
isins var opin.
Undanfarna þrjá morgna, þ.
e. i morgun, i gærmórgun og
fyrramorgun voru alls teknir 37
manns fyrir ölvun á almanna-
færi. Á sunndagsmorguninn
voru teknir 12, í gærmorgun 17
og í morgun, þegar Vísir hafði
tal af fulltrúa sakadómara, var
búið að taka 8 manns.
Gera má ráð fyrir, að megnið
af þessu áfengi sé fengið frá
setuliðsmönnum eða úr erlend-
um skipum, sem liingað sigla,
enda þótl erfiðlega gangi að
færa á þetta sönnur. Er hér um
að ræða athyglisvert mál, ekki
aðeins vegna ölæðisins, heldur
engu að siður vegna afskipta ís-
lendinga af setuliðsmönnum,
sem í þessu efni eru okkur til
hins mesta vansa.
Operettan Nitouche
verður sýnd annað kvöld og hefst
sala aðgöngumiða kl. 4 í dag.
Kirkjukvöld.
Annað kvöld eiga Reykvikingar
kost á skemnitilegri og uppbyggi-
legri kvöldstund í Dómkirkjunni.
Kirkjunefnd kvenna, sem á undan-
förnufn árum hefir gengizt fyrir
mörgum slíkum samkomum í kirkj-
unni, hefir enn sem fyrr vandað
mjög til þess, sem mönnum er bo'Ö-
ið' að koma og hlýða á, og hefir
notið þar aðstoðar margra góðra
vina safnaðarstarfsins. Þar verður
mikið af fögrum söng og hljóð-
færaleik og séra SigUrbjörn Einars-'
son flytur erindi. — Eins og að
undanförnu verður öllum arðinum
varið til prýði kirkjunni og kirkju-
lóðinni. Hver sem kemur gjörir það
tvennt, að njóta góðrar kvöldstund-
ar og styðja gott málefni.
Næsti háskólafyrirlestur
próf. Ágústar H. Bjarnasonar
um siðferðileg vandamál verður á
morgun kl. 6 í 2. kennslustofu Há-
1 skólans. Efni: Uppeldi barna og
unglinga. Öllum heimill aðgangur.