Vísir - 04.12.1941, Síða 1

Vísir - 04.12.1941, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 4. desember 1941. RitstjórS 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla * 276. tbl. Rixssai* sækja fram í sppengj uregni. Þessi mynd, sem er send út aí' Rússum, er af rússneskum herflokki, sem gerir árás upp litla hæð, meðan Þjóðverjar slcjóta á hann. Reykurinn af sprengikúlu, sem springur sést lengst til vinstri á myndinni. —— Þjöðverjar Oytja herlið frá Krfm- skaga vod Kleist tll staðnings. Á miðvígstöðvuimm hefip dpegið úp sékn Þjóöverja. EINKASKEYTI frá United Press. New. York í morgun. Seinustu fregnir frá Rússlandi eru þær, að Þjóð- verjum hafi ekki tekizt að stöðva Rússa við Taganrog, vegna þess, að rússneskar hersveit- Ir komust vestur fyrir hersveitir Þjóðverja í úthverfum þar. Þjóðverjar flýja nú hratt til Mariupol, tæpum 100 kílómetrum fyrir vestan Taganrog. — En vegna þess hve Rússar fylgja Þjóðverjum hratt eftir er sú spurning á allra vörum hvort þeim muni auðnast að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar búist til varnar við Mariupol. Þjcðverjar vita vel hvaða hætta er á ferð- um, ef undanhaldið verður ekki stöðvað, og seinustu fregnir herma, að þeir hafi flutt lið frá Krímskaga til stuðnings liði von Kleists. Hann var búinn að fá tvö ítölsk herfylki, en hermennirnir þoldu illa kuldann og voru óánægðir yfir lélegum klæðnaði sínum. Á miðvígstöðvunum hefir brugðið til fannkomu og sumstaðar verður Þjóðverjum ekkert ágengt af því að skriðdrekar þeirra eru fastir í snjónum. Rússneskir smáskæruflokkar hafa þegar notað þau tækifæri, sem þama hafa boðist til árása. Pravda skýrði frá því í gær, að þýzki herinn á suðurvígstöðv- Tinum héldi áfram undanhaldi sínu í áttina til Mariupol, en áð- ur höfðu borizt fregnir um, að Þjóðverjar hefðu gert tilraun til að veita viðnám í úthverfum Taganrog, 40 enskum mílum eða tæpl. 65 kílóm. frá Rostow. Þetta var í fyrrakvöld, en eftir frétta- stofufregnum og útvarpsfregnum, sem birar voru í nótt, eru líkur til, að meginherinn þýzki stefni til Mariupol, en hætti við að veita verulega öflugt viðnám við Taganrog. Frá 1. S. í. Enginn íþróttamaður fær að keppa án læknisleyfis. Rússar segja, að Þjóðverjar skilji eftir ógrynni hergagna og kveiki i skriðdrekum sínum og birgðum og ónýti hergögn, til |>ess að koma í veg fyrir, að Rússar fái þeirra not. í russnesku herstjórnartil- kynningunní var fátt sagt að vanda, nema að barizt hefði ver- ið á allri viglínunni, en í útvarpi og blöðum var ýmislegt sagt, :svo sem að flugherínn rússneski hefði sig stöðugt • meira í frammi og í fyrradag voru skotnar niður 58 þýzkar flugvélar, en 17 rússneskar. í aukatillc. segir, að rúss- neski flugherinn hafi eyði- lagt 154 skriðdreka og 114 herflutningahíla o. m. fl. svo sem um 50 fallbyssur, álíka marga hervagna o. s. frv. Á miðvígstöðvunum þokast Þjóðverjar enn áfram, var sagt í gærkveldi, en Rússum hefir orðið nokkuð ágengt með gagn- álilaupum, en megintilraunir Þjóðverja til að brjótast í gegn hafa enn mistekizt. RÚSSAR SAGÐIR YFIRGEFA HANGÖSKAGANN. I gærkveldi var frá því sagt i finnsku útvarpi, að Rússar væri að yfirgefa Hangöskagann. Hangöskaginn er í Finnlandi og fengu Rússar liann fyrir hern- aðarbækistöð, eftir finnsk-rúss- neska stríðið. Þessi finnska fregn hefir ekki verið staðfest í Lond- on, að því er tilkynnt var í gærkveldi. Finnar sögðust búa sig undir að senda herlið til skagans. Tilraunir Finna og Þjóðverja til þess' að ná skaganum á sitt valda Iiafa allar mistekizt. — Ekki varð séð af hinni finnsku l'regn í gær annað en að Rússar væru að yfirgefa skagann af sjálfsdáðum og ekki hefir verið getið um hardaga þar að und- anförnu. I þýzka útvarpinu segir, að Rússar hafi yfirgefið Hangö- skagann, en ekki er þetta stað- fest í Rússlandi. VEÐUR VERSNA Á MIÐVÍGSTÖÐVUNUM. Þótt mikið sé rætt, að vonum, um undanhald Þjóðverja á suð- urvígstöðvunúm, — það er í fyrsta skipti í þessari styrjöld, sem Þjóðverjum hefir verið greitt slíkt liögg, að þeir hafa riðað við og hörfað undan ■—- heinist athygli manna mjög sem fyrrum að því, sem er að gerast á miðvígstöðvunum, en Þjóð- verjar lialda áfram sókn sinni þar af 'hinu mesta kappi og senda þangað aukið lið, þrátt fyrir versnandi færð og veður, og er talið, að þetta stafi af því, að Þjóðverjum sé brýn nauð- syn að fá Moskva fyrir vetrar- bækistöð handa meginher sín- um á miðvígstöðvunum. Fregn frá Washington segir, að Rússar hafi tilkynnt Randa- ríkjastjórn, að svæðið undan Vladiwostock sé bannsvæði, og séu siglingar liæltulegar á þessu svæði. Ekki er beint tekið fram, að siglingar séu bannaðar á þessu svæði, en talið er víst, að engin skip muni áræða að fara um þetta svæði hér eftir, nema flotastjórnin í Vladiwostock láti í té hafnsögumenn. Fjórar þýzkar farþeg:aflng:vélar farast. í fregn frá Ankara segir, að á undangengnum hálfum mán- uði hafi fjórar þýzkar farþega- flugvélar á leiðinni Belgrad— Saloniki hrapað til jarðar. Er talið, að skemmdarverk muni orsök þessara flugslysa. Herstjóm í Noregi? Quisling og Terboven hafa brugðizt vonum Þjóðverja. Frá Stokkhólmi er símað, að Quisling megi nú sjá sín örlög fyrir, þar sem hann var víðs fjarri er sáttmálinn var undir- skrifaður í Berlín á dögunum, til framlengingar andkommún- ista sáttmálanum. í fregnum, sem horizt liafa til Stókkliólms frá Noregi er því haldið fram, samkvæmt norsk-þýzkum heim- ildum, að nazistar séu mjög ó- ánægðir yfir Quisling og Ter- boven, þar sem þeir hafi elcki getað aflað sér fylgis með þjóð- inni. Er nú talað um, að hvor- ugur sé starfi sínu vaxinn, og eina lausnin sé að setja á lagg- irnar herstjórn í Noregi, og yrði þeim þá háðum yikið frá, Líklegt, að Bretar segi Finnum stríð á hendur í vikulokin. Stjórnmálamenn í London eru þeirrar skoðunar, að þess muní skammt að bíða, að brezka stjórnin taki fulln- aðarákvörðun um afstöðu sína gagnvart Finnlandi og þeim löndum öðrum, sem veita Þjóðverjum hernaðar- legan stuðning gegn Rússum. Að því er Uniled Press hef- ir fregnað er mjög líklegt, að ákvörðunin um að segja Finnlandi stríð á hendur verði tekin fyrir næstu helgi. I kjölfar þeirrar styrjaldar- yfirlýsingar kemur stríðs- yfirlýsing á hendur Ungverj- um og Rúmeníu. Franskir faagrar koma keim. Fyrir nokkuru var þess getið, að nýtt samkomulag væri náð eða i þann veginn að nást milli ÞjóðVerja og Frakka, og væri það eitt atriði samkomulagsins, að Þjóðverjar sendi heim, all- marga stríðsfanga. Nú eru þessir fangaflutningar hafnir. Qm 1300 striðsfangar komu til Compiegne i fyrradag. Þeir voru allir franskir. Almenn hervæðing í hollenzku Austur-Asíu framkvæmanleg á nokk- urum klukkustundum. Fregnir frá Batavia á Java herma, að á hollenzku eyjunum séu menn viðbánir hverju sem fjrrir kann að koma. Talið er, að almenn hervæðing sé svo vel undirbúin, að hún sé fram- kvæmanleg á nokkurum klukkustundum. Hollenzki nýlendumálaráð- herrann er sem stendur staddur i Batavia. Hann hefir frestað brottför sinni vegna þess hve horfurnar i Austur-Asíu eru iskyggilegar. Stór flugvélaverksmiðja verð- ur reist nálægt Chungking fyrir láns og leigulagafé. Verksmiðj- an er smíðuð vestra og verður flutt í pörtum til Kina. Stjórn íþróttasambands ís- lands hefir á fundi sínum 19. nóv. s.l. samþykkt að frá 1. jan. 1942 slculi enginn fá að taka þátt i íþróttakeppni iiínan véhanda Í.S.Í., nema að hann liaí'i til þess í'engið læknisvottorð, er sanni, að viðkomandi sé fullkomlega heilbrigður og hafi þjálfun til að þola harða keppni, án þess að.verða meint af. Ennfreniur hefir stjórn Í.S.Í. samþvkkt, að eklci sé leyfilegt að láta íþróttakeppni fara fram, nema að læknir sé viðstaddur. Viðkomandi íþróttaráð og for- stöðunefndir móta skulu sjá um að þessum ákvæðum sé fram- fylgt, og hera þessir aðilar fulla i Helgafellið hæit komíð. Gísli Jónsson forstjóri kom í morgun vestan af Patreksfirði með „Helgafellinu“ eftir 36 klst. ferð að vestan sem er þrisvar sinnum lengri tími, en venju- lega þarf til að komast þessa leið. Helgafell lagði af stað frá Patreksfirði ld. 81/, síðd. þann 2. des. s. 1. Um nóltina fengu þeir versta veður og haugasjó. Fyllti skipið um nóttina undir Bjarginu, en gat þö Iialdið för sinni áfram. En i gærmorgun var sjór svo mikill auk hvassviðris, að ekki var viðlit að lialda áfram. Lá Ilelgafellið við svokallaðan Koll- ál vesturundan Jöldi fná því ld. 7i/o i gærmorgun til kl. 11 /4 í nótt eða 16 ldst. samfleytt beitt upp í vindinn og gat sig eklci hreyft fyrir sjógangi. Gengu sjóirnir látlaust yfir skipið og fylltist það, svo að í nærri 1 klst. var það kolfullt af sjó, urðu skipverjar að brjóta upp þó nokkur lýsisföt til að lægja sjó- ina umhverfis skipið. Um miðnætti í nótt gat skip- ið loks lagt af stað, en ferðin gekk seint, einkum í fyrstu, því vélin var eklci í gangi og skipið þungt. Lónaði það aðeins und- an vindi til að byrja með. Er á leið nóttina gekk skipið ]>ó öllu betur og kom í morgun hingað til Reykjavíkur. Sagði Gísli í viðtali við frétta- ritara Vísis i morgun, að enda þótt sér þætti ferðin hin sögu- legasta, væri þetta víst eklci i frásögur færandi, því þetta væri daglegur viðburður í lífi sjó- mannanna. í STUTTU MÁLI Nokkurrar óánægju liefir orðið vart í Rússlandi vegna láns og leiguvörusendinganna til Arkangel, og segir í fregn frá Bandarikjunum, að bráðlega verði bætt úr óánægjunni. Japanir liafa enn engu svarað orðsendingu Cordells Hull á dögunum, né fyrirspum Roose- velts. Horfurnar í Austur-Asíu eru stöðugt taldar ískyggilegar, en þó dálítið skárri en að und- anförnu, því að vægast sagt eru Japanir dálítið hikandi þrátt fyrri hægslaganginn í blöðum þeirra. áhyrgð á, ef út af er brugðið. Ævifélagi 1. S. I. liefir nýlega gerzt K. A. Bruun, gleraugna- sérfræðingur, og eru nú ævifé- lagar Sambandsins 122 að tölu. Stjórn í. S. í. hefir nýlega gengið frá flokkaskiptingu skíðamanna, er hefir verið send fil allra félaga, sem skíðaíþrótt- ina iðka. I Knattspyrnuráð Reykjavík- ur hafa þessir menn verið skip- aðir: Formaður: Pétur Sigurðs- son, háskólaritari, til ein,s árs; og meðstjórnendur til tveggja ára: Jón Sigurðsson fyriv Fram; Sigurðiu* Halldórsson fyrir Knattspyrnufélag Reykjavikur; Ólafur Sigurðsson fyrir Val og Guðjón Einarsson fyrjr Viking. Sömiddðis hiifa Yerið skipað- ir tveir varamenn i K.R.R., fyi’- ir hvert hinna fjögra knatt- spyrnufélaga. , * íþróttakvikmyndir S. S. I. Þaii félög, sem óska að* fá kvik- myndir Sambandsins lánaðar til sýningar, verða að sækja um það til stjórnar í. S. I. með viku fyrirvara. Sundmót Ármanns í Sundhöllinni í kvöld. Sundmót ]>etta mun haldið i tilefni af afmæli Ármanns, sem er hráðlega (félagið er stofnað 15. des. 1888). Hefst mótið kl. 8 M>. Keppendm* eru 40—50, frá K. R., Ægi og Ármanni. Keppt verður i sex greinum: 50 metr. sundi, frjáls aðf. Meðal þáttlakenda Stefán Jóiisson og Gunnar Eggertsson (Á), Hörð- ur Sigurjónsson (Æ) og Rafn Sigurvinsson (K.R.). — 500 m. bringusund. Þátttakendur Ingi Sveinsson (Æ), Sigurjón Guð- jónsson (Á), Georg Thorberg (K.R.) Mjög spennandi keppni í 4x50 m. bringuboðsumdi (K. R„ Æ., Á.). Auk þess 4x100 m. frjáls aðferð; 100 m. frjáls aðf. drengir innan 16 ára; 100 metra bringusund, drengir innan 16 áa. Einnig sýndar dýfingar. Aðgöngumiðar seldir í Sund- höllinni í dag. Bílstjórar segja upp kaupsamn- ingum. Húsgagnasveinar einnig, Tvö fagfélög hafa epn' sagt upp kaupsamningum sínurn við atvinnurekendur. Bifreiðastjórafélagið Hreyfilí hefir sagt upp samningum við bifreiðastöðvarnar og Strætis- vagna Reykjavikur h.f. Sam- þykktu bifreiðastjórar fyrir mánaðamótin að segja upp, en samningar þeirra gilda til 1. marz næsta ár. Sveinafélag húsgagnasxniða liefir og sagt upp samningum frá sama tíma. Samningaumleitanir milli prentara og prentsmiðjueiganda munu vera um það bil að hefj- ast. Samningar Hins íslenzka pi*entarafélags eru útrunnir um áramótin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.