Vísir - 08.12.1941, Side 2

Vísir - 08.12.1941, Side 2
V 1 S I R t DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN . VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsia: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrsöti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hitaveitan og eir eru sjálfum sér verst- ir, þessir blessaðir menn. Það má nú segja. Líklega er þeim alveg óviðbjargandi. Þeir geta engu gleýmt og ekkert lært. Aldrei geta þeir látið sér neitt að kenningu verða. Alltaf þurfa þeir að liggja á sjálfs síns bragði. Það er eins og þetta auðnuleysi sé ekki einleikið- Bæjarstjórnarkosningar eiga að fara fram i næsta mánuði. Kosningabaráttan er að byrja. Alþýðuflokkurinn gengur með lifið í lúkunum. Hann þarf að ná sér í eitthvert flothólt. Og hvað verður honum hendi næst? Ekki einu sinni hálm- strá. Það er ekki svo vel. Nei, hann grípur dauðahaldi i sjálfa blýsökkuna, eins og lion- um. sé það eitt í hug að kom- ast ennþá lengra niður í græn- golandi ófarnaðinn og fylgis- leysið. Var ekki andstaðan gegn hitaveitunni orðin Al- þýðuílokknum nógu dýrkeypt, þó hann færi ekki enn að gera sig beran að fjandskap við málið? Það er ekki ánægjulegt fyrir AlþýSuflokkinn að líta yfir fariim veg, en þó verður hann að harka það af sér, ef hann vill vita hvar hann stendur í dag. Hversvegna hefir hann misst fyígið? Ástæðurnar eru vitanlega fjölmargar, og skulu aðeins fáar nefndar. Ein er sú, að hinum óbreyttu liðsmönn- um hefir fundizt foringjarnir hugsa meira um sjálfa sig en liðið. önnur er sú, að flokkur- inn hefir hrugðizt yfirlýstri stefnu sinni i þýðingamiklum málum. T. d. má nefna það, að fyrir síðustu kosningar var því lýst yfir, að hvað sem á dyndi mundi flokkurinn aldrei garrga inn g gengislækkun. Áður en tvö ár ,voru liðin liafði flokk- urinn gkki einungis gengið inn á gengislækkunina, heldur höfðu sumir af kununstu leið- togum hans gerzt flutnings- mejin málsins á þingi og bar- izt fyrir því, eins og um.væri að ræða eitthvert mesta sálu- hjálparatriði í barnatrú þeirra. Sama er að segja um varalög- regluna. Þar brugðust foringj- arnir, þegar til kom, öllu því, sem þeir höfðu sagt Iiðsmönn- um sínum undanfarinn hálfan annan áratug. Meðal hinna ó- breyttu liðsmanna er litið á þessar aðfarir leiðtoganna, sem vott þess að þeir hafi viljað allt til vinna að fá að vera í stjórnaraðstöðu. En þótt flokkurinn liafi beð- ið hið mesta tjón af þeim á- stæðum, sem hér hafa verið nefndar, er óhætt að fullyrða, að ekkert eitt mál hefir spillt eins fyrir flokknum og and- staðan gegn hitaveitunni. Al- þýðuflokkurinn hefir alltaf tjaldað því tvennu, að hann væri umbótaflokkur, en Sljáf- stæðisfloklcurinn hins vegar kyrrstæður og framkvæmda- laus afturhaldsflokkur. Hita- veitan er að allra dómi mesta menningarframkvæmd, sem til hefir verið stofnað á þessu landi. Andstaðan gegn henni er andstaða gegn auknum jiæg- indum, bættu heilsufari og bættum efnahag höfuðstaðar- búa. Framkoma fyrrverandi stjórnarflokka hefir verið slík í þessu máli frá öndverðu, að þeim er hollast, að ekki sé á- málið minnst, þegar. þeir leita kjörfylgis bæjarbúa. Formað- ur Framsóknar lýsti þvi rétti- Iega yfir snemma á árinu 1938, að ástæðan til þess, að hita- veitulánið í Englandi brást, væri sú, að fjárhagsástæður landiin.1? væru slikar, að ekki mætti búast við að nokkur maður lánaði hingað fé „að óhreytum kringumstæðum“. Þegar sjálfstæðismenn höfðu fengið íhlutun uin stjórn lands- ins, komst málið þegar á rek- spöl. En þegar samningurinn var gerður i Danmörku 1939, gat formaður Framsóknar- flokksins ekki leynt gremju sinni. Hann bölsótaðist yfir því, að sá samningur væri „versta plaggið“, sem nokkurn tíma hefði til Islands borizt. Allir vita, að hitaveitan hefði verið komin á, ef styrjöldin liefði ekki stöðvað flutninga á efninu frá Danmörku. Nú eru vonir um, að úr þessu rætist. Hitaveitan verður að sönnu dýrari en lil var slofnað. En hækkunin er þó ekki nærri eins mikil og kolahækkunin á sama tíma. Þess vegna hljóta allir heilbrigðir menn að fagna ]ivi, ef þetta fyrirtæki kemst upp, þrátt fyrir styrjöldina. Alþýðuflokkurinn á eftir að reyna það, að framkoma hans í hitaveitumálinu verður hon- um erfið. Honum hefði þess vegna verið hollast, að gefa ekki íilefni til þess að sú fram- koma væri rifjuð upp. Nú hef- ir hann enn sýnt andúð sína, þegar horfur hafa batnað um framkvæmd málsins. Það sýn- ir, livað liann er heillum horf- inn. a. Skídaferdir. 40-50 manns á skíðum á Kol- viðarhóli í gær. íþróttafélögin hér í bænum notfærðu sér fyrsta snjóinn á haustinu, með því að heimsækja í fyrrakvöld og í gær skíðaskála sína og stíga á skíði. Fjölmenn- ast var á Kolviðarhóli, og munu 40—50 manns hafa verið þar á skíðum. Kvartaði fólk samt undan snjóleysi á Hólnum og liélt það sig mest á túninu og í gili utan- vert við túnið. Nokkrir Ármenningar fóru í fyrrakvöld upp i Bláfjöll og gengu þeir á skíðum alla leið frá akveginum og upp i Bláfjöll- in. Sögðu þeir að snjór hefði verið nægur í BláfjöIIum og færi prýðilegt. Fáeinir K. R.-ingar fóru í skála sinn hjá Skálafelli í gær- morgun, en frekar í eftirlits- ferð heldur en með það fyrir augum að fara á skíðum, enda hefði skíðafæri verið lélegt vegna þess hvað snjórinn var litill. „Gasmjólk(( Aðfaranótt laugardags voru um 10 menn teknir fastir fyrir ölvun á almannafæri. Eins og venjulega gófu menn upp ýmiskonar áfengi, sem or- sök ölvunarinnar, en einn gaf það upp, að hann hefði drukkið „gasmjólk“. Hélt hann fast við þann framburð, hvernig sem hann var spurður og hvikaði ekki frá honum. Alþýðuflokkurinn. Mýkomlds Flauel í mörgum litum.' (Vefnaðarvörudeildiný. Grettisg. 57. Sími 2849. Bæjop ■ i . fréiíír | Systrafélagið „Alfa“. Samkvæmt auglýsingu á ö'Örum stað hér í blaðinu heldur Systrafé- lagið ,,Alfa“. liinn árlega Basar sinn til síyrktar fyrir líknarstarfiS á morgun kl. 3 e. h. í GóÖtemplara- j húsinu, .niðri. Málverkasýningu hefir Finnur Jónsson, listmálari. opnaÖ á vinnustofu sinni, íþöku viÖ Menntaskólann. Er hún daglega op- in frá 11—12 árdegis og 1—10 síð- degis. GengiÖ er inn á Menntaskóla- lóðina frá Bókhlöðustíg. Hjúskapur. Síðastl. föstudag voru gefin sam- an í hjónaband af síra Árna Sig- urðssyni Ólafía Einarsdóttir og Hans Kristjánsson, forstjóri. Heim- ili Jieirra er á Víðjmel 37. Ferðafélag fslands heldur skemmtifund í Oddfellow- j húsinu Jiriðjudagskvöldið 9. des. 1941. Húsið opnað kl. 8,45. Sýnd- ar skuggamyndir frá Hengli, út- skurðar af mag. scient. Steinþóri Sigurðssyni. Dans á eftir til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir á þriðjudag- inn í l)ókaverzl. Sigfúsar Eymunds- sonar of ísafoldarbókaverzlun. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Skemmtilag eftir Stravinsky. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Magnús Jónsson prófessor). 20.50 Hljómplötur. — 20.55 Þættir úr Heimskringlu, V. (H. Hjv.). 21.20 Útvarpshljóm- sveitin: Amerísk þjóðlög. Ein- söngur (Gunnar Pálsson). Misritazt hafði í Vísi á laugardaginn heiní- ilisfang Sigriðar Guðjónsdóttur frá fsafirði. Er hún nú til heimilis á Hverfisgömi 83 hérl í bænum. Heglusamup og ábyggilegur niaður ósk- ar eftir .að verða meðeigandi í góðu fyrirtæki. Framtíðar- atvinna áskilin. Tilboð með tilgreindu nöfni fyrirtækisins sendist Visi sem fjn-st, merkt: „Þagmælskuheiti“. Ódýrt Rennilásatöskur, smáar og stórar (leður), kvenveski (leður), allskonar leikföng, mjög ódýr, dúkkur, stórar á kr. 20.00, khakiskyrtur á kr. 11.50 o. m. m. fl. Leðurvöruverkstæðið. Skólavörðustíg 17 A. rrrrruyii. <>i nrrm 1:11 -r-1 Súðin fer vestur um land til Altur- eyrar eftir miðja þessa viku. lvomið verður við á Húna- flóahöfnum aðeins í baka- leið. Vörumóttaka á alla venju- lega viðkomustaði á morgun og til liádegis á miðvilcudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á miðvikudag. „Björn Austræni" hleður á morgun til Bolung- arvíkur, Súgandafjarðar og ísafjarðar. Vörumóttaka til Iiádegis. » mm Grámann og Mjaflveig Mánadflttir eru gerðar eftir íslenzkum þjóðsögum, og með teikningum eftir íslenzka listamenn og eru því þjoðlegar barnabækur. Nendisveinn óskast strax til léttra sendiferða. Þarf að hafa hjól. hátt kaup. — A. v. á. §IdLIK«AR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í för.um. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cnllnford «& €lark ua. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. kóðnr bifreiðarstjóri getur fengið atvinnu við að keyra góðan fólksbíl A.v.á. Veggfóður og veggfóðurslím ppnoor Mótorskipið CAPITANA er til §öln. Skipið, sem er útbúið til flutnings á ísuðum fiski, er 287.57 brúttó smálestir að stærð. — Skrifleg tilboð vsendist undirrituðum eigi síðar en 14. desember. — Réttur er áskilinn til að hafna öllum tilboðum. MAGNÚS ANDRÉSSON. Hótel ísland. — Sími: 5707. ALADD1N“ Qlíulampnr 9 y JT\ JU JLml J3J U JLJL « með glóðarneti „ALADDir Verzlon 0. Ellis OlliBinr osen bl Konan mín, móðir og tengdamóðir okkar, Guöfinna Pétursdóttir Fálkagötu 26, andaðist á Landakotsspítala 6. desemher. Halldór Steinþórsson. Inga Halldórsdóttir. Valdemar Þórðarson. Hólmfríður Gísladóttir. Haraldur Halldórsson. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem veittu oklcur lijálp og liuggun í veikindum mannsins míns og föður okkar, Gísla Pcturs Jóhannessonar og við fráfall hans. Fríður Tómasdóttir og börn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.