Vísir - 12.02.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 12.02.1942, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 12. febrúar 1942. 13. tbl. Japanir tilkynna fall Ninsapore, Bensindropinn dýrmætari en bióðdpopinn* en Bretar §kýra frá mikluna kardögfum á eyjimni í gær - - - Mannvirki hinnar fiotahafnar miklu EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnum Breta og Japana um bardagana ber eng- an veginn saman. Japanir segjast hafa brotið á bak aftur mótspyrnu brezka hersins kl. 8 í gær- morgun, og voru þessar fregnir endurteknar í þýzka útvarpinu. í morgun herma Berlínarfregnir, að íogn- uður mikill hafi gripið japönsku þ.jóðina, og hafi klukk- um verið liringt um land alt til þess að fagna sigrinum. Af brezkum fregnum er hinsvegar ekki sjáanlegt, að Singaporeey öll né héldur horgin sé enn á valdi Japana, þótt fregnirnar að öðru leyti beri það með sér að allar líkur séu til, að Bretar bíði þar ósigur, og verði að hverfa á hrott. í brezkum fregnum snemma í morgun er sagt frá því, að Japanar hafi haldið áfram að setja lið á land í gær. Lið þetta var flutt yfir sundið í smábátum og var mörgum sökkt, en Jap- anar létu það ekki á sig fá og héldu liðflutningunum áfram. Jafnframt var haldið uppi loftárásum á stöðvar Breta á eynni og Hurricaneflugvélar, sem hafa bækistöðvar á Singapore og öðrum eyjum, voru til varnar. Ekki er um það getið, að Japanar liafi reynt að koma fallhlífahermönnum á Iand. Bardagarnir í gær voru ákaf- lega harðir vestan megin á eynni og þar urðu Bretar að láta und- an síga. Hersveitir Breta og Ástralíumanna, sem voru kró- aðar inni, urðu að béita byssu- stingjunum til þess að ryðja sér braut til brezka meginhersins. Austanmegin á eynni hefir ekki verið barizt af nándar nærri <ems mikilli liörku og virðist svo sem Bretar hafi haldið stöðvum sínúm þar. Brezk og hóllenzk lierskip hafa haldið áfram að flytja fólk á brott frá Singapore. í gær var vikið að því i Lund- únafregnum, að Japanar hefði tilkynnt, að þeir væru komnír •að úthverfum Singaporéborgar, ■en ekkert var niinnst á þær til- kynningar Japana, að Singapore sé fallin. En það var tilkynnt í London í gær, að verið væri að eyðileggja mannvirki flota- hafnarinnar, til þess að örugt væri, að Japanar fengi þéirra ekki nöt. Bretar voru í 20 ár að full- lcomna flotahöfn sína í Sínga- pore og vörðu til þess 60 millj. stpd. Allt var niiðað víð árás á Singapore frá sjó, en svo virð- ist sem virkið sé í þann veg- Inn að falla, af því að ekki var einnig rriiðað við það, að árás yrði gerð á borgina landmegin írá, né heldur var 'þess gætt að hafa nægilega öflugan flugher "Singapore og flota Breta þar til verndar. Bíða menn nú frekari fregna til þess að komast að raun um, hvort réttari sé fréttaflutriingur Japana eða Breta. Meðan Brét- ar hafa fótfestu á eynni hafa þeir tækifæri til að leitast við að rétta hlut sinn, ef þeir flytja áð aukinn Iiðsafla. Og við Singa- pore er mikið lierskipalægi, þótt ■mannvirki flotahafnarinnar séu '.eyðilögð. I frekari fregnum frá Lon- HOLLENDINGAR SÖKKVA 5 JAPÖNSKUM HERSKIP- UM VIÐ AMBOINA. Fregnir frá Bataviu herma, að Hollendingar hafi grand- að 5 japönskum herskipum í nánd við Amboinaey, en þar hafa (eða höfðu) Hollend- ingar flotastöð, en Japanar gerðu innrás á eyna, og mun bardögum ekki lokið. Tvö herskipanna rákust á tund- urdufl, en hin voru skotin í kaf. Hér var um að ræða 3 beitiskip, tundurspilli og kaf- bát. H Þessi mynd sýnir ijóslega, hversu mjög er þrengt að Japönum lieima fyrir, til þess að herir þeirra f.(eli fengið allt, sem þeir hafa m,esta þörf fyrir. Ekillinn á myndinni var bilstjóri áður, en hefir nú tekið gömlu kerruna hans föður sins í notkun. Benzín er dýrmætara en mannsblóð don segir, að mönnum hafi Iétt mikið, er fregnir hárust i nótt beint frá Singapore, eftir að engar beinar fregnir höfðu bor- Ist í 14 klst., en að sjálfsögðu hafa sígurfregnir Japana vakið mikinn ugg meðal almennings í Bretlandi. í fregnum þessum er sagt frá því, að Bretar hafi orðið að láta undan siga á vesturliluta Síngapore. Ekki verður séð af fregnum þessum livar víglínan er nu. Blöðin í London eru á einu máli um það, að fall Singapore- borgar sé yfirvofandi, en telja nökkurn veginn vist að her- sveitir Breta geti varizt nógu lengi, tll þess að tefja fyrir Jap- önum, svo að Unnt verði að flytja á hrott meginhluta setu- liðsins og vopnabirgðir allar. Blöðin segja, að það muni ékki vekja örvæntingu meðal þjóðarinnar, þótt Singapore falli, heldur verði ósigurinn til þess, að Bretar sameinist til nýrri átaka af öllum mætti, í því augnamiði að stemma stigu við framsókn möndulþjóðanna éins fljött og auðið er. Kínverjar koma Bretum til hjálpar. Bretar játa nú, að Japanir hafi komizt yfir Salweenfljót og tekið Martaban. Hafa brezk- ar flugvélar gert árásir á stöðv- ar Japana við Möulmaín og Martaban. Rangoon hefir slopp- ið við loftárásir undangengin dægur og kann það að vera vegna þess, að Japanar beita nú öllum þeim flugvélum, sem þeir geta, í só’kninní á Singa- pore. Fregriir hafa borízt um, að ldnverski herinn i Birma sé far- inn að láta á sér bæra og liefir komið til átaka míllí hans og Japana. Ekki er þó getið um nema smábardaga enn sem korriið er. Hart flotafor- ingi biðst lausnar. Helfrich tekur við. Það var tilkynnt í London og i Washington í gær, að Hart | flotaforingi, yfirmaður hins sameinaða flota handamanna á A. B. D. A. (American-Britain- Dutch East Indies-Australia)- svæðinu, eða Hollenzku Austur- Indíum og þar í nánd, hefði beð- izt lausnar vegna heilsubrests. Jafnframt var tilkynnt, að Hel- frich flotaforingi Hollendinga þar eystra, hefði verið settur eftirmaður Harts. Hart var áður yfirmaður Asiuflota Bandaríkjamanna, en var skipaður flotaforingi á A. B. D. A.-svæðinu 4. jan: — Hel- frich er 55 ára og hefir verið mikinn hluta æfi sinnar í Ind- ium og þar er heimili hans. Hann er dugandi flotaforingi og sérfræðingur í tundurdufla og kafbátahernaði. Undir hans stjórn hefir hollenzki flotinn í Austur-Indium getið sér liið mesta oi'ð og yfirleitt vekur frammistaða Hollendinga mikla aðdáun hvarvetna. Hersveitir McArthurs verjast af sama hai’ðfengi og áður. Þó má segja, að nú sé hlé á bardög- um, en menn McArthurs hafa enn komið í veg fyrir tilraunir Japana til þess að setja lið á land og hafa þeir eyðilagt marga háta fyi'ir þeim. Þá hafa amerískar orustu- flugvélar ráðist á 6 japanskar flugvélar. Skutu þær 4 niður í einu vetfangi, en báðar hinar löskuðust svo, að þær hröpuðu til jarðar. Á Hongkongvígstöðvunum eru Kínvei-jar í sókn og leitast nú við á nýjan leið að rjúfa samgöngur Japana milli Hong- kong og Kowloon. Þjóðverjar liafa sent 15 herfylkí til Suður-Ukrainu Fregnii' frá Rússlandi að undanförnu hera með sér, að þótt Rússar séu enn í sókn hafi mótspyrna Þjóðvérja magnazt víða, enda halda þeir áfram að senda varalið frá Þýzkalandi og I hernumdu löndunum. Sagt ei', i að Þjóðverjar hafi sent 15 lier- j fvlki eða um 250.000 manna varalið til Suður-Ukrainu, en auk l>ess hafa þeir sent mikið varalið til Smölensk og heilt herfylki skíðamanna til þess að lijálpa hinu innikróaða liði í Rzliev. Hersveitir Timochenko nálgast liægt Dnjeprfljót, en miklir hardagar eru enn liáðir við Kharkov, Kursk og»á Krím- skaga, að þvi er virðist án veru- legra hreytinga á aðstöðunni undangengin dægur: A Lenin- gradvigstöðvunum og Smol- enskvigstöðvunum hafa Rússar lelvi ðallmarga bæi og þorp. Átta nýir strætisvagnar bætast vijájessu ári. Tveir þeirra eru næstum fullgerðir. I STUTTU MALI. Sprengjutilræði eru aftur að færast i vöxt í Frakklandi og 3 Frakkar hafa verið teknir af lífi í París. Ymsar fregnir lierma, að möndulveldin heri fram nýjar kröfur við Frakka. Japanar munu hafa auga á Madagaskar. Hitler vill fá aukirin stuðning, beinan eða óbeinan, í Lihyu- styrjöldinni. Bandarikin liafa t sent Yichystjórninni harða orð- ' sendingu út af birgðaflutning- unum um 'Tunis til Libyu. Þjóðverjar eru að koma sér upp flotastöð i Narvik i Noregi. Munu kafbátar þaðan eiga að herja á skipalestir á leið til Rússlands og frekari áform raunu Þjóðverjar hafa í huga, að því er talið er, með flotastöð þessari. Allir 'ibúar Narvikur verða fluttir á broff. Franco hershöfðingi og dr. Salazar forsætisnáðherra Snán- ar eru nú í Sevillu til þess ! að ræða sameiginleg vandamál. Brezkar sprengjuflugvétar gerðu árásir á Þýzkaland i nótt. Á næstunni munu tveir nýir strætisvagnar verða teknir í notkun, en. alls munu Strætis- vögnum Reykjavíkur bætast átta nýir vagnar á þessu ári. Ásgeir Ásgeirsson, formaður félagsins, gaf blaðinu þessar upplýsingar, þegar það átti tal við Jiann fyrir helgina. Félagið festi kaup á tíu dieselbílum í Þýzkalandi fyrir þrem árum, en gjaldeyrisástand landsins leyfði þá ekki innkaup. Af þeim átta bilum, sem væntanlegir eru á bessu ári, eru nú tveir tilbúnir, eða því sem næst. Þeir eru að visu ekki af þeirri gerð eða stærð, sem æskilegast væri, en um val var ekki að ræða. Þá á félagið von á 4 dieselbílum með næstu ferðum frá Ameríku, en yfirhygging þeirra tekur veru- legan tima. Loks hefir félagið tryggt sér til vara tvær bensín- bifreiðar, sem væntanlega eru á Jeið til landsins. Er Ásgeir hafði látið blaðinu Dansskóli Rigmor Hansson. Æfingin fyrir fullorðna, sem átti að vera i kvöld, er frestað til næsta fimmtudagskvölds. Nemendasamband Kvennaskólans. Þeir, sem ætla að gefa muni á hlutaveltu Nemendasanibandsins, j eru vinsamlega beðnir a‘Ö korrja þéim í Kvennaskólann í dag, 12. febrúar, kl. 5—7 e. h. Aðalfundur Nemendasambands Gagnfræða- skólans í Reykjavík var haldinn 10. febr. 1942 í Alþýðuhúsinu. Á fund- inum var kjörin stjórn og gengið frá lögunum. 1 stjórninni eiga sæti: Ingi R. Helgason, forseti, Ingvar Ingvarsson, Jóhann Gíslason, Unn- ur Nikulásdóttir, Hreiðar ólafsson, Skúli Magnússon og Karl Sigurðs-. son. — Almennur áhugi ríkir innan sambandsins á málefnum þess. Áheit á Hallgrímskirkju i Saurbæ, afb. Vísi: 3 kr. frá A.K. 10 kr. frá S.D. 20 kr. frá S.J.S. í té þessar upplýsingar, snérist talið að árásunum, sem gerðar hafa verið á félagið, og göturn- ar í bænum. „Eg hefi ekki íiirt um að svara þeim ómaklegu árásum,“ sagði Ásgeir, „vegna þess að eg treysíi þvi, áð vinsældir félags- ins og dómgreind almennings mundu reynast því nægileg vörn. Þetta hefir heldur ekki brugðizt, enda tekur skýrsla Björns Blöndals af öll tvímæli um óréttmæti árásanna. Annars er kominn tími til þess að allir vegfarendur, hvort sem þeir eru fótgangandi eða í einverjum farartækjum, geri samtök sin á milli og veki þá öldu, senr nægi til þess að hrinda af stað gagngerum umbótum á götum bæjarins. Það mál þolir enga bið og þolinmæði bæjar- búa er að þrotum komin. Fjöldi gatna í úthverfum bæjarins er raunverulega ófær bifreiðUm og viðhald aðalgatnanna er i hörmulegu ólagi. Getur því þá og þegar komið til alvarlegra truflana á hinni akandi umferð bæjarins og verður það að telj- ast hið mesta alvörumál.“ 3000 vegabréf afhent. JMORGUN var búið að af- henda um 3000 végabréf í lögreglustöðinni, en það er um tíundi hluti allra þeirra vega- bréfa, sem afhent verða. Lögreglustjórinn hefir sagt blaðinu, að fólk taki þessari ráð- stöfun vel, en Ijósmyndararnir hefði svo mikið að gera, að þeir hefði vart undan að afgreiða vegabréfamyndirnar. Eru það myndatökurnar, sem á stendur til þess að afhending vegabréf- anna geti gengið enn hraðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.