Vísir - 12.02.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 12.02.1942, Blaðsíða 2
V1S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Féiagsprentsmiðjan h.f. Bæjarstjórnar- kosningar. að má vafalaust treysta því, að blöðin fari nú að koma út reglulega . með venjulegum hætti. Þar af leiðir, að bæjar- stjórnarkosningarnar hér í Reykjavik fara fram að ca. fjórum vikum liðnum, sennilega sunnudaginn 15. marz. Ekki er óhugsandi, að einhverjir menn í aixdstöðuhóp Sjálfstæðisflokks- Ins geri sér vonir um, að for • réttindi þau, sem Alþýðuflokkn- um hlotnuðust við það, að blað þeirra varð svo að segja eitt um hituna, gæti valdið því, að yfir- ráðum Sjiálfstæðisflokksins hér í Reykjavik væri veruleg hætta búin. Það er varla til svo hæp- inn málstaður, að hann geti ekki unnið sér eitthvert fylgi, ef þindarlaust er hamrað frá sömu hliðinni. ★ En þótt einhverjir lcunni að hafa verið svo bjartsýnir, að vona að vamir Sjálfstæðis- flokksins kynni að bila við hina óvæntu leiftursókn Alþýðu- blaðsins, mUnu hinir jxí frrá öndverðu hafa verið miklu fleiri, sem ekki liafa búizt við því, að þessi aðferð væri líkleg til að ráða úrslitum liér í bæn- um. Þegar frá líður og menn geta farið að yfirvega málin af meiri rósemi mun ljóst verða, að Alþýðuflokkurinn hefir ver- ið óþarflega veiðibráður. Ef flokkurinn heldur að hann sé nú í endurvakningu lífdaganna, verður hann að minnsta kosti að gera sér ljóst, að æði dimmur skuggi hefir fallið á yfirlýsta lýðræðisstefnu hans með því að hagnýta sér aðstöðuna af jafn- mikilli óbilgirni og raun var á. Það var von Alþýðublaðsins, að dómur yrði upp kveðimi í bæj- armálefnum Reykjavikur, án þess að hinn málsaðilinn fengi að láta til sin heyra. Það réttar- kerfi, sem allar lýðræðisþjóðir byggja á, er orðið meira en 2000 ára gamalt, en grundvallarregla þess er sú, að réttlátur dómur verði ekki upp kveðinn án þess að báðir — eða allir — málsað- ilar fái jafna aðstöðu til áð leggja mál sitt fyrir. Alþýðu- flokkurinn sætti sig ekki ein- ungis við það, að þessi forna og nýja réttarregla væri brotin, heldur barðist beinlinis fyrir því, að svo yrði. Flokkurinn kemst þessvegna ekki hjá þvi að játa, að liann ællaði að reyna að sigra með vopnum, sem illa eru samboðin liverjum þeim flokki, sem í fullri alvöru vill kenna sig við lýðræðið. En það, að yfirlýstur lýðræðisflokkur tekur til slíkra örþrifaráða opn- um augum og af fullum ásetn- ingi, gefur ótvírætt til kynna, hve mikils þótti nú við þurfa. * Eins og kunnUgt er gengu sjálfstæðismenn sumsstaðar skiptir til kosninga út um land- ið. Fyrirfram hefði mátt ætla, að Alþýðuflokkurinn, sem er að- alandstöðuflokkur Sjálfstæðis- flokksins í kaupstöðum Iands- ins, mundi geta komið fram verulegum breytingum af þess- um sökum. En úrslit bæjar- stjórnarkosninganna sýna, að í heild sinni liefir Alþýðuflokk- urinn ekki megnað að auka fylgi sitt neitt frá síðustu kosn- ingum, enda }>ótt sjálfstæðis- menn gengi sumstaðar tvískipt- ir að kjörborðinu. Það má t. d. benda á Seyðisfjörð í þessu sambandi. Þar voru tveir listar í kjöri af liálfu sjálfstæðis- manna. Sfcmanlagt fylgi Sjálf- stæðisflokksins hafði þrátl fyrir þetta ekki gengið saman, heldur aukizt nokkuð. En Alýðu- flokkurinn á Seyðisfirði tapaði hinsvegar nálega þriðjungi af atkvæðamagni sínu frá síðustu kosningum. Hér í Reykjavík gengur Sjálfstæðisflokkurinn óklofinn til kosninga. Það er þessvegna engin ástæða til að ætla, að fylgi flokksins hafi gengið neitt saman. Það má benda á, að úrslit Dagsbrúnarkosninganna virðast leiða í ljós, að fylgi Sjálf- stæðisverkamanna við flokk sinn, sé sízt minna en verið hefir að undanförnu. En þegar svo er, verður erfitt að leiða lík- ur að því, að málflutningur Al- þýðublaðsins hafi borið annan og meiri árangur meðal annara stétta bæjarins. ★ Ástæðan til þess, að sjálfstæð- ismenn vildu fresta kosningun- um, var alls ekki sú, að þeir óttuðust ósigur, heldur sú, að þeir vildu ekki ganga inn á, að hér væri hægt að skapa það for- dæmi, að málefni stjórnmála- flokka yrði lögð undir dómsúr- slcurð kjósenda án þess, að flokkunum veittist jöfn aðstaða til að sækja og verja mál sitt. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fá úr þvi skorið í eitt skipti fyrir ÖII, að slikt lýðræðisbrot næði ekki frarn að ganga. Má í þessu sambandi einnig minna á það, að í fyrravor, ]>egar frestun al- þingiskosninga var samþykkt á þingi var ein röksemdin, sem borin var fram fyrir þeirri ráð- stöfun, sú, að málgagn eins stjónimálaflokksins hafði þá verið gert upptækt. Það er engin hætta á þvi, að sjálfstæðismenn liggi á liði sínu fyrir þessar bæjarstjórnarkosn- ingar. Alþýðuflokkurinn ætlaði að koma þeim í opna skjöldu. Sú leiftursókn mistókst. Sjálf- stæðismenn munu taka upp bar- áttu fyrir málstað sinum eins og ekkert hafi í skorizt. Þeir verða ekki óvígreifari fyrir það, að höfuðandstæðingurinn ætlaði að vega að þeim úr launsátri. a Hætt við að Fróði eyðileggist. Horfur um björgun línuveið- arans Fróða, sem strandaði á Grundarfirði um helgina, hafa nú versnað til mikilla muna. Er jafnvel hætt við að skipið eyði- leggist. Sagði Pálmi Loftsson fram- kvæmidarstjóri Skipaútgerðar rikisins blaðinu i morgun, að mikið brim hefði verið á strand- staðnum í gær og hefði Fróði verið næstum alveg i kafi. Sæ- björg hefir enn ekki getað kom- izt nálægt línuveiðaranum, en hún er með dælu og kafara, til að vinna að björgun, ef ,þess verður nokkur kostur. Góður afli í Hornafirði. Góður afli er á báta, sem róa frá Hornafirði um þessar mund- ir. — Þrjátíu bátar róa frá Horna- firði núna, en búizt er við að þeim fjölgi jafnvel eitthvað á næstunni. Flestir þessara báta eða rúmlega 25, eru aðkomu- bátar. Rátarnir verða varir við rek- dufl á hverjum degi, sem þeir róa. Yfir lk milljón baðgestir í Sundhöllinni. 353,409 Xiaðgcitir komu í Suml- liölliua á árinu 1041, en 344.435 árið 1040. Samkvæmt skýrslu hr. Ólafs Þorvarðssonar, sundhallarfor- stjóra, sem hann hefir nýlega látið Vísi í té, hefur síðastl. ár verið meiri aðsókn að Sundhöllinni, en dæmi eru til áður. Hefir rúmlega !4 millj. baðgesta sótt Sundhöllina í ár, eða 9 þús. fleiri en í fyrra. .... 1/1-31/12’41 Tala baðgesta skiptist þannig: (Opið í 341 dag á árinu) Sund, karlar ..................... 139.510 Sund, konur ....................... 27.725 Sund, drengir .................... 29.360 Sund, stúlkur ..................... 30.848 Kerlaug, konur........................ 453 Steypiböð liermanna................. 7.947 Sundfél.æfingar, karlar ............ 2.351 ---- konur ................ 357 Sundæfingar hermanna ............... 1.924 Skólaböð .......................... 13.024 1/1-31/12’40 (Opið í 353 daga á árinu) 110.692 25.600 27.209 30.218 336 32.462 3.025 1.418 0 13.475 Meðaltal pr. dag .................. Meðaltal pr. dag (fyrir utan skólab., steypib. og kerl.) ...’............ 743 680 692 561 Eins og sést á ofangreindri skýrslu liefir aðsóknin verið all- miklu meiri í ár en i fyrra, eða um 50 manns á dag að meðal- tali, en um nærri 120 manns á dag, ef steypuböð, s'kólaböð og kerlaugar eru ekki meðtalin. — Hér ber þess þó að geta, að steypuböð hermanna, sem voru allmikill liður í aðsókn ársins 1940, féllu niður frá og með aprílinánuði s.l. árs. Einu liðirnir, sem lækkað hafa á árinu frá því 1940 eru sund- félagsæfingar kvenna og skóla- böð. Annars skýrði Ólafur Þor- varðarson, forstjóri Sundliallar- innar, Vísi svo frá, að árið í ár væri mesta aðsóknarár frá því Sundhöllin hóf starfsemi sína, þó hermennirnir væru undan- skildir. Árið 1941 efir verið tekju- hæzta ár í sögu Sundhallarinn- ar, en líka það lcostnaðarsam- asta. Til þess að standast straum af kostnaðinum hefir aðgangs- eyrir liækkað frá síðustu ára- mótum nema fyrir börn-og enn- fremur er sundkennslugjald ó- breytt frá því sem verið hefir. Aðgangseyrir liefir hækkað úr 65 aurum í 90 aura, mánaðar- kort úr kr. 8.50 í kr. 11.50 og 12 afsláttarmiðar úr kr. 6.50 í kr. 9.00. Þó að rekstrartafla sú, er gekk í gildi í sept. s.l. fullnægi ekki þörfum bæjarbúa, má þó segja, að verulega hafi verið bætt úr því, sem var árið á undan. í þvi sambandi er rétt að benda bæj- arbúum á, þar eð það virðist hafa farið framhjá mörgum, að laugardaga er Sundliöllin opin sem sagt allan daginn, eða frá ld. 7,30 f. li. til kl. 8 e. h. Þeir sem óska, geta fengið sérprent- aða stundatöflu í Sundhöllinni. ið upp milli landanna og hefir Bandaríkjastjórn staðfest, að svo verði mjög bráðlega. 4. Undanfarið liafa Banda- ríkin fyrir milligöngu sendi- herra íslands í Wasington látið íslenzku ríkisstjórninni í té ein- stök leiguskip til vöruflutninga, til þess að bæta úr hinni knýj- andi flutningaþörf. I samb. við samningana var því lofað, að á þessu ári fengi íslenzka ríkis- stjórnin lil umráða frá ársbyrj- un þrjú skip af heppilegri stærð, og hefir nú verið gengið frá leigu þessara þriggja skipa fyrir milligöngu sendiherra Islands. 5. Hafinn var undirbúning- ur að sérstökum tollsamningi við Bandaríkin um lækkun á innflutningstolli á nokkrum ís- lenzkum útflutningsvörum. — Vegna sérstakra formsatriða er samningi þessum ekki enn lok- ið, en Bandaríkjastjórn hefir til- kynnt opinberlega, að hún hafi í hyggju að gera slíkan samning við ísland. 4 ný félög ganga í í. S. í. Þessi félög hafa nýlega geng- ið í íþróttasamband íslands: U. M. F- Grettir, Miðfirði, félaga- tala 66, form. Sigurður Daníels- son. íþróttasamband Hólaskóla, félagatala 42, form. Arnór Ósk- arsson. Knattspyrnufélagið Óð- inn, Blönduósi, félagatala 47, form. Konráð Díómedesson. U. M. F. Sindri, Höfn í Hornafirði, félagatala 55, form. Benedikt St. Þorsteinsson. Sambandsfélög eru nú 119 að tölu, með yfir 15 þúsund félags- menn. I tilefni af 30 ára afmæli Í.S.Í. 28. jan. s.l., gerðust eftirtaldir menn æfifélagar Í.S.Í.: Konráð Gíslason bókari, Niels Carlsson forstjóri, Leifur Auðunsson frá Dalsseli, frú Aðalheiður Þor- kelsdóttir, Jón Hélgason kaup- maður, frú Klara Branun Helga- son. Ævifélagar Í.S.Í. eru nú 128. í. S. í. liefir nýlega stofnað 2 ný ráð í Reykjavik: Ilandknatt- leiksráð Reykjavíkur, formaður Baldur Kristjónsson íþrótta- kennari, og Skautaráð Reykja- víkur, formaður Konráð Gísla- son bókari. Á íþróttanámskeið, sem í- þróttafélag Grindavíkur stend- ur fyrir, liefir stjórn Í.S.Í. ráðið Óskar Ásgeirsson sem kennara námskeiðsins. Á 30 ára afmæli í. S. í., sem haldið var í Oddfellowhúsinu 28. jan. s.I. voru þessir menn heiðr- aðir með gullmerki í. S. I.: Jens Guðbjömsson bókbindari, Jón J. Kaldal ljósmyndari, Kristján L. Gestsson verzlunarstjóri, Ól- afur Magnússon sundkennari, Akureyri, Þorgils Guðmundsson íþróttakennari, Reykholti. Ýmsar ágætar gjafir og fjöldi heillaskeyta bárust sambandinu. í sambandi við hátíðahöldin var skjaldarglíma Ármanns háð 2. þ. m. í Iðnó. Keppendur voru 20 frá 9 íþróttafélögum og er það sú fjölmennasta skjaldarglíma, sem liér hefir verið háð. Næsta afmælismót í. S. í. verður Sundknattleiksmót Reykjavikur, ásamt sundkeppni á nokkrum vegalengdum þann 14. þ. m. í Sundhöll Reykjavík- ur. Elísabet Björnsdóttir, F. 23. marz 1878. — D. 5. jan. 1942. Harmaskýin byrgja sólarsýn, mig setur hljóða andlátsfregnin þín. Sárin blæða, söknuðurinn sker, með sorg og lotning horfi ég eftir þér. Samiiingni* l§land§ o§r XJ. S. A. Tilkynning pikisstjópnarinnap. Nefnd sú, sem send var héðan til samninga um fjárhags- og viðskiptamál við Bandarikin 12. ág. s.l., lauk störfum sinum 21. nóv. í Washington með því að j>á var undirritaður samningur um viðskiptamál af Cordell Hull, utanríkisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Bandaríkj- anna og af nefndinni fyrir liönd íslenzku ríkisstjórnarinnar. Samkomulag það, sem náðist í Washington er i aðalatriðum þetla: 1. Bandaríkin taka að sér að kaupa og greiða í dollurum út- flutning íslands til Bretlands. Er í þessu innifaJinn allur fiskút- flutningur samkvæmt samningi dags. 5. ágúst s.I., við Breta, auk þess sá fiskur, sem seldur er af islenzkum skipum, togurum og flutningaskipum í Bretlandi. Einnig fiskur, sem seldur er hér í færeysk skip og sendur er á brezkan markað. í samningnum er gert ráð fyrir, að teknir verði upp samningar hér í Reykjavík um sölu á landbúnaðarvörum og öðrum framleiðsluvörum, er ekki hefir verið þegar samið um við Breta. Framkvæmd þessa samkomulags hófst formlega 27. nóv., þannig, að vörur, sem sendar liafa verið til Bretlands eftir þánn tíma, samkvæmt áð- urnefndum samningi og þang- að eru sendar framvegis, verða greiddar í dollurum. Hingað er nú kominn fyrir nokkru fulltrúi Bandaríkja- stjórnar, Hjálmar Björnsson, til | þess að hafa á hendi fram- kvæmd samkomulagsins um þessi efni hér og eru dollaraaf- greiðslurnar þegar fyrir nokkru byrjaðar að koma. 2. Bandaríkjastjórn lofar að greiða fyrir því, svo sem frekast verður við komið, að íslending- ar geti keypt nauðsynlegar vör- ur þar í landi og var samið um sérstakt fyrirkomulag, er á að tryggja, að íslenzkir innflytj- endur geti fengið afgreiðslu á vörum án þess að mikill drátt- ur eða erfiðleikar verði á. Nán- ari upplýsingar um vörukaup i Bandaríkjunum hafa þegar ver- ið látnar innflytjendum i té. 3. Samið var um að beint póst- og símasamband yrði tek- Þú áttir þrek með viljakraft og vit, vinskapur þinn skipti aldrei lit; kynti vita er kveiktu þúsund bál kærleikinn frá þinni fórnar sál. Kostir þínir vöktu von og dug, sem verðleikunum gáfu hærra flug. Þú þræddir aldrei vanans villu stig því var svo hreint og bjart í kringum þig. Og þar sem dygðin yrkir óðul sín í öndveginu Ijóma verkin þín. Sterk sem eikin stóðstu af þér él, stór og heil í gegnum lif og hel. Þitt þögla dagsverk greypt úr gulli er gott var, vina, að fá að kynnast þér. Þó blómin fögru felli veturinn, það fennir aldrei yfir drengskap þinn. Þín bernsku vagga, Vatnsdalurinn þinn þér vinarkveðju sendir hinsta sinn. Og Vatnsdalsáin hefur hljóðfall sitt. Hver er nú, sem fyllir sætið þitt? Hvíl í friði, kæra, milda aál, krýpur hjá þér hjartans þagnar mál. Bak við fortjald dauðans dagur skin, dýrðleg verða sigurlaunin þin. v. 8, f 3 góð skrifstofuherbergi i miðbænum óskast til leigu eigi síðar en 14. maí n. k. Vátryg’glnsrarskrifstofa Sigfusar Siglivatssonar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.