Vísir - 18.02.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 18.02.1942, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á piánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. Samsíarí eða sundrung. ÞAÐ er sagt a'ð enginn kunni sig í góðu veðri heiman að búa. íslendingar liafa meiri reynslu í þessum efnum en flest- ar aðrar þjóðir. Þeir menn eru ótaldir, sem látið hafa líf- sitt á heiðum, og fjallvegum þessa lands og á sjónum kringum strendur þess, vegna þess, að þeir hafa ekki undirbúið för sína nógu vel. Fyrir þrem árum leit út fyrir að við ætluðum að láta hina dap- urlegu reynslu undanfarinna kynslóða okkur að kenningu verða. Þegar sorta dró á himinn af skugga yfirvofandi styrjald- ar, jiótti einsætt, að Iáta sakir niður falla og leitast við að vinna saman. Hér í blaðinu hefir oftlega verið gerð grein fyrir því, hvað varð samstarfinu að fótakefli. Það var frá öndverðu á það hent, að því aðeins væri um þjóðstjórn að ræða, að leit- azt væri við, að taka tillit til allra stétta þjóðfélagsins. Þetta var og grundvöllur samvinn- unnar eins og mjög berlega kom í ljós i ræðu Hermanns Jónassonar, þegar liann gerði grein fyrir stjórnarsamvinn- unni. Að þessu sinni skulu ekki nán- ar rakin tildrögin til þess, að upp úr samstarfinu hefir slitn- að. Það skal aðeins fullyrt, að það getur ekki verið þroska- vottur, að samvinnan rofni nú, eins og högum er háttað allt í kringum okkur — úr því að við- urkennt var fyrir þremur árum, að hún væri nauðsynleg. Sennilega liafa aldrei gerzt aðrir eins atburðir í sögu mann- kynsins og liina siðustu mán- uði. Og fyrir okkur er það sér- staklega eftirtektarvert, hve mörg „eyvirki“ í heimshöfun- um hafa fallið undanfarnar %úk- ur. Við skulum ekki vera með neinar hrakspár, en við skulum heldur pkki loka augunum fyrir því, sem fyrir getur komið. Ef það er rétt lijá Roosevelt Banda- ríkjaforseta, að hugsanlegt sé, að árásir verði gerðar á Detroit eða New York, þá er augljóst, að „brúarsporðurinn“ er ekki síður í hættu. Við erum komnir í alfaraleið. Og við getum ekki komizt hjá því, að taka afleið- ingum þess. Það er ekki til neins fyrir okk- ur Islendinga að reyna að telja okkur trú um, „að við séum utan við þetta allt saman“. Við erum ekki „utan við“, heldur það gagnstæða. Framtið þessar- ar þjóðar getur oltið á því, hvaða ályktanir við drögum af þeim at- burðum, sem nú hafa orðið. Og er ekki eðlilegt, að við leggjum þá spurningu fyrir okkur, hver og einn, og hvar í flokki sem við stöndum, hvort okkur muni nú hollara, samstarf eða sundr- ung? Sannast að segja mætti það kallast ömurleg forlög, ef við ættum nú, á hættunnar stund, að gera að engu þann viðbúnað, sem við höfðum þegar styrjöld- in var í aðsigi. Hafi olckur verið alvara þá, að standa saman, verður ekki séð hvernig við eig- Sýkt fé finnst hjá 2 fjáreig- endum í bænum í viðbót. Rannsókn ekki að fnllu lokið. u NDANFARIÐ hefir farið fram rannsókn á fé manna hér í bænum, vegna garnaveikitiifella, sem vart varð fyrir áramótin. Er rannsókninni ekki alveg lokið, en Halldór Pálsson, ráðunautur Búnaðarfélags íslands í sauðfjárrækt, hefir gefið Vísi nokkrar upplýsingar um þetta mál. Garnaveiki í sauðfé á landi Reykjavíkur varð fyrst vart fyr- ir jólin og var hið sýkta fé frá Eiði og Bjargi á Seltjarnarnesi. Þá var ekki unnt að hefjast .handa um rannsókn á fénu þeg- ar i stað, vegna þess, að meðui vantaði til þess. Þau fengust nú frá útlöndum fyrir nokkuru og voru rann- sóknirnar hafnar þá af kappi. Er það Ágúst Jónsson frá Hofi í Vatnsdal, sem hefir aðallega séð um þær. Þeim er ’ekki lokið að fullu, en eru langt komnar. Enn sem komið er hefir veik- innar orðið vart hjá tveim fjár- eigöndum í viðbót. Er annar þeirra búsettur í nánd við Eiði, en hinn býr á Grímsstaðaholti. Líklegt er að fé þessara manna allra liafi gengið saman og sýkzt hvert af öðru. Víðar hefir veikinnar ekki orðið vart í eða við bæinn, en ekki er óliugsandi, að einhver tilfelli finnist enú í því fé, sem ekki hefir unnizt tími til áð rannsaka. Er ætlunin að rann- salca allt fé í nágrenni bæjarins, en ennþá hefir elcki verið teldn nein ákvörðun um, livað gert verði til að stemma stigu við útbreiðslu veikinnar. En þeir menn, sem um það eiga að f jalla, eru nú að atliuga þá lilið þessa máls. Garnaveikin er mjög skæður sjúkdómur, þar sem hún nær að magnast afskiptalaust. Hún er seinsmitandi, svo að liennar verðúr lítt vart fyrstu árin, van- höld verða ekki mikiþ en þegar hún er búin að búa um sig þann- ig i fjárstofninum, fer hanir að gjalda mikil afhroð. Þetta er í fyrsta skípti, sem sjúkdómurinn berst hingað til bæjarins, því' að menn töldu Reykjavík áður ósýkt svæði. Er ekki vitað enn, hvernig veikin hefir borjzt hingað. rgQur i. s. Slinir (rá [i Nýlega er lcominn frá Eng- landi botnvörpungurinn Max Pemberton og hafði hann dreg- ið M.s. Sleipni frá Norðfirði alla leið frá ströndum Skot- lands. Max Pemberton fann Sleipni með brotinn skrúfuöxul undan Barra Head og varð það að ráði, að Max skyldi draga Sleipni til íslands. Gekk það tíðindalaust. Sleipnir er gerður út frá Neskaupstað í Norðfirði. Er það hreystilega og djarf- lega gert af báðum, að leggja í þessa ferð með þessu móti, því að bæði er allra veðra von á sjónum á þessum tíma, auk annarra hætta, sem þar geta Ieynzt. um að komast hjá því nú. Því vissulega hefir allt komið fram af því, sem þá var búizt við — og margfalt meira. a Frá Ilauða 1 bréfi frá alþjóðnefnd Rauð Krossins dags. 13. jan. 1942, er sú ósk látin í ljós, að allir starfsmenn Rauða kross félaga beri vegabréf, er sýni að þeir vinni að hjálparstörfum í þágu félaganna. Eru þessi tilmæli komin fram vegna þess, að fyr- ir kemur að hjálparriðar eru kyrrsettir af hernaðaraðiljum, vegna þess að þeir geta ekki sannað, að þeir vinni á vegum R.K., en skv. 12. gr. í Genfar- samþ. eru allar R.K. hjálpar- sveitir friðhelgar. Nú er öllum Reýkvikingum skylt að bera vegabréf, en ó- þægilegt er að bera mörg slík plögg á sér að staðaldri, og hef- ir þvi orðið að samkomulagi milli R.K.Í. og lögreglustjóra, að hin almennu vegabréf, sem meðlimir hjálparsveitanna fá, verði stimpluð og tölusett á sér- stakan liátt, til viðbótar þvi, sem gert er við vegabréf ann- arra borgara og tryggja þau þar með friðhelgi réttra hand- hafa í starfi sínu. Þeir úr hjálparsveitum R.K. í., sem ekkí liafa sótt vegabréf sín, fá þau úr garði gerð eins og þau eiga að vera, en liinír, sem þegar hafa fengið þau, eru vinsamlega beðnir að framvisa þeim á lögreglusföðinni og fá viðbótarstímplun og skrásetn- ingu. Stjórn R.K.Í. m neðan mál§sag:a í dag hefst í blaðinu ný neð- anmálssaga, eftir franska rit- höfundinn Gaston Leroux, sem mun vera lítt þekktur hér á landi, þótt hann njóti mik- illa vinsælda í Frakklandi og annarsstaðar. S.agan f jallar um glæp, sem framinn er í afhýsi hjá höll einni franskri, en ungur og hugvitssamur blaðamaður finnur lausn gátunnar. Er óhætt að mæla með þess- ari sögu við lesendur, og verð- ur kappkostað að láta hana koma sem reglulegast í blað- inu. St. Jökulblómið, Ólafsvík 50 ára. Frá Ólafsvík hefir Visi verið símað: „Góðtemplaraslúkan Jölcul- hlómið nr. 24 í Ólafsvik varð 50 ára 14. þ. m. Stofnandi hennar var Bjarni Magnússon, Akra- nesi. Af stofnendum hennar eru nú þrír á lifi, en enginn þeirra búsettur í Ólafsvík. I tilefni af afmælinu hélt stúkan veizlufagnað laugardags- kvöldið 14. þ. m. í húsi sinu í Ólafsvik. Var þar saman komið um 100 manns. Fyrir minni stúkunnar talaði umboðsmaður stórtemplars, br. sépa Magnús Guðmundsson, sem flutti stúk- unni frumort kvæði. Stúkunni bárust mörg heillaóskaskeyti víðsvegar að og miklár peninga- gjafir í tilefni af afmælinu. Þennan dag kaus stúkan þrjá heiðursfélaga, þá br. Alexander Valentínussón, smið, Þórsgötu 26, Reykjavik, br. Finnboga G. Lárusson, kaupmann í Ólafsvík og str. frú Mettu Kristjánsdóttur í Ólafsvík. Aðeins einn lieiðurs- félaga liafði stúkan áður kosið, br. Magnús Kristjánsson, smið í Ólafsvík, sem verið hefir ritari stúkunnar um 40 ár og skipar enn ritarasæti. Æðsti templar stúkunnar er nú br. Magnús Jónsson, sjómaður i Ólafsvik. Fréttaritari. Háskólafyrirlestur. Dr. Símon Jóh. Ágústsson flyt- ur háskólafyrirlestur á morgun kl. 6.15 í 1. kennslustofu háskólans. Efni: Andleg heilsuvernd. Öllum heimill aðgangur. Börn bólusett gegn kíghósta. Tilkvnning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur: Meðlimir sjúkrasamlagsins eiga kost á að láta bólusetja börn sin gegn kíghósta með styrk frá samlaginu. Einkum ber að leggja áherzlu á, að börn frá 4 mánaða til 2ja ára séu bólusett. Öruggast er að börnin séu bólu- sett í heimahúsum. Eftirtaldir læknar annast bólusetningu gegn 7 la\ gjaldi frá meðlimum fyrir hvert bai’n, sem bólusett er 4 sinnum, enda séu þeir skuld- lausir við samlagið, er bólusetn- ing fer fram: Árni Pétursson, sími 1900, Axel Blöndal, sími 3951, Bjarni Jónsson, sími 2472, Björgvin Finnsson, simi 2188, Ej’þór Gunnarsson, simi 2111, Gísli Pálsson, sími 2474, Grímur Magnússon, sími 3974, Gunnar Cortes, sími 5995, Halldór Stef- ánsson, sími 2234, Jóhannes Björnsson, sími 5989, Jón G. Nikulásson, sími 3003, Jónas Kristjánsson, sími 5204, Karl S. Jónasson, sími 3925, Iíjartan R. Guðmundsson, sími 3857, Krist- björn Tryggvason, sími 2581, Kristín Ólafsdóttir, sími 2161, Kristján Hannesson, sími 3836, María Plallgrimsd., simi 4384, Ólafur Jóhannsson, sími 5979, Óskar Þórðarson, sími 2233, Pétur Jakobsson, sími 2735, Theodór Skúlason, sími 2621, Úlfar Þórðarson, sími 4411, Gísli Fr. Petersen, sími 2675. Æskilegt er, að þeir, sem ætla sér að láta bólusetja, gefi sig strax fram við einhvern þessara lækna og gefa þeir síðan upp- lýsingar um, hvenær nægilegt bóluefni er til pg bólusetning getur hafizt. Þess skal getið, að utansamlagsmenn geta látið bólusetja börn sín lijá þessum læknum, en kostnaður við það er S. R. óviðkomandi. Bellisar springa ut um háveturinn. Vísir skýrði frá því í gær, að rabarbari væri farinn að gægjast upp úr moldinni í garði einum hér i Miðbænum. Blaðið lét þess jafnframt get- ið, að gaman mundi vera að frétta af frekari vormerkjum um liáveturinn. — I morgun hringdi kona ein til blaðsins og skýrði frá því, að í garði sinum í Skerjafirði hefði bell- isar farið að springa út fyrir skemmstu. Gamansemi í málaferlum. Snæbjörn bóksali Jónsson biður Vísi að geta þess, að hann hafi höfðað mál gegn ritstjóra blaðsins, og skírskotar þar til tilskipunar 9. maí 1855. Tilefni þessarar málshöfðun- ar er að i grein, er birtist hér í blaðinu og nefndist „úrslit meiðyrðamáls“, var rætt um Snæbjörn nokkurn Jónsson, en það telur stefnandi móðgandi fyrir sig, og krefst ómerkingar á orðinu „nokkur“. í sörnu grein var rætt um að gæsalappir hefðu fallið burtu í orðrétt tilfærðum ummælum, sem ritstjórinn vildi engan þátt eiga í, og hefði stefnandi notfært sér það til þess að „svala lieift sinni á blaðinu". Þau ummæli vill Snæbjörn fá ómerkt. I liinni sörnu grein stóð að lok- um: „Önnur ummæli birtir blað- ið að nýju samkvæmt kröfu stefnanda —- með ánægju.“ Krefst Snæbjörn nú ómerking- ar á orðunum, „með ánægju“. I þessum málatilbúnaði kem- ur fram gamansemi, sem ekki er unnt að skýra frá, nema „með ánægju.“ Frá hæstarétti. I dag var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu Bæjar- stjórn Siglufjarðar gegn h.f. Nirði á Akureyri. Mál þetta er risið út af því, að lagt var útsvar á stefnda á Siglufirði. Stefndi neitaði því, að hann væri útsvarsskyldur á Siglufirði þar sem heimilisfang sitt væri á Akureyri og atvinnu- reksturinn á Siglufirði, sem er síldarsöltun, eklci þess eðlis að til útsvarsskyldu þar leiddi, enda þótt hann ætti fasteign þar á staðnum, enda liefði hann ekki opna skrifstofu þar nema meðan á síldarsöltun stæði. Úr- slit málsins í hæstarétti urðu þau. að Njörður h.f. var ekki talinn útsvarsskyldur á Siglu- firði og segir svo i forsendum hæstarétlardómsins: „Áfrýjandi hefir ekki sannað gegn mótmælum stefndá, að stefndi hafi haft skrifstofu opna eða starfsmenn í þjónustu sinni á Siglufirði lengri tíma en i úr- skurðínum greinír, enda virðist það engu breyta um útsvars- skyldu stefnda í máli þessu, þótt hann hafi átt þty fasteign og notað hana til atvínnurekstr- ar síns á Siglufirði.“ Hrm. Sveínbjörn Jónsson fluttí málið af hálfu stefnda, en lirm. Einar B. Guðmundsson af hálfu áfrýjanda. t Gullna hliðið verður sýnt í 30. sinn annað kvöld. Miðvikudaginn 14. janúar var kveðinn upp í liæstarétti dómur i málinu: Réttvísin gegn Stein- grímí Stefánssyni. Tildrög málsins eru þau, að í júlí 1939 gerði Jón Dahlmann samning við ákærða þess efnis, að ákærði framkvæmdi ýmsar viðgerðir á liúsi Jóns, Laugaveg 46. Gaf Jón út tvo víxla að upp- liæð kr. 11.600.00 og fekk á- kærða þá í hendur; skyldi hann selja þá og átti andvirði þeirra m. a. ganga til greiðslu á við- gerðarkostnaðinum. — Ákærði seldi víxlana firmanu Silli og Valdi og fekk fyrir þá í pening- um kr. 5.800 og auk þess kröf- ur, gamlar húsaleigu- og verzl- unarskuldir, að nafnverði kr. 5.600.00. Ákærður hóf nú verk- ið, en sóttist það seint, og á til- skildum tíma hafði liann ekki lokið nema litlum hluta verks- ins og ekki staðið skil á pening- um þeim, er honum bar. Rift- aði Jón þá verlcsamningnum við ákærða, kærði liann fyrir svilt Sigurður Sigurðsson setjari i Félagsprentsmiðjunni andaðist í morgun eftir fárra daga legu. Hann var um tvítugt og lauk námi sinu í nóvember s.l. Sigurður var mesta prúð- menni i allri framgöngu og mjög vinsæll hjá öllum þeim, er honum kynntust. Starfaði liann við Vísi síðustu árin, ávallt af mikilli lipurð og sainvizkusemi. Sakna hans allir af starfsmanna- liði prentsmiðjunnar og blaðs- ins, sem væntu af honum náins samstarfs um mörg ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Bæjan frétiír Föstuguðsþjónusta í dómkirkjunni í kvöld (miðviku- dag) kl. 8.15. Síra Bjarni Jónsson prédikar. Hallgríms prestakall. Föstmnessa í Austurbæjgxskólan- um í kvöld kl. 8.15. Síra Sigurbjörn Einarsson. (Hafið passíusálmana meðferðis). „Hin almenria fjársöfnunarnefnd" Hallgrímskirkju í Reykjavík bið- ur þess getið, að gjöfum til kirkj- únnar sé veitt móttaka daglega frá kl. 1—6 e. h. á skrifstofu Hjartar Hanssonar í Bankastræti 11. Næturlæknir. , Bjarni Jónsson, Vesturgötu 18, sími 2472. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Til bágstöddu ekkjunnar, sbr. hjálparbeiðni í blaðinu í dag: 10 kr. frá Guðrúnu Cýrusdóttur, 10 kr. frá K. J. Dregið var í happdr. Nemendasambands Kvennaskól- ans í gær. Þessi númer komu upp: ,3968 málverk, 3703 málverk, 3562 málverk, 2892 gólfteppi, 1064 bíl- ‘ferð til Akureyrar, 5391 1 tonn af kolum, 7256 hveitiseldcur, 651 salt- kjöt', 9218 sjálfblekungs-sett, 2320 veggteppi og 2062 púði. — Mun- anna má vitja í Verzl. Snót, Vest- urgötu 17. Hjálparbeiðni. Ivona ein hitti Vísi að máli í gær og fór þess á leit við blaðið, að það beitti sér fyrir samskotum til handa ungri ekkju, sem nýlega missti mann sinn og á fyrir tveim börnum að sjá, -— öðru tveggja ára en hinu nýfæddu. Kjör þessarar ekkju eru svo bágborin, að engu tali tekur, .0g segja má að líf hennar ■ hafi veriÖ rákinn raunaferill síðustu árin, þótt henni væri mikil stoð í ágætum eiginmanni, — seríi nú nýt- ur ekki lengur við. Vottað er af presti, að rétt hefir blaðinu verið frá skýrt í öllum greinum, og verða væntanleg samskot send beint til ekkjunnar. Blaðið væntir þess, að góðhjartaðir lesendur hlaupi hér undir bagga hið allra bráðasta. Fyrsta gjöfin er bezta gjöfin. Gjald- keri Vísis veitir gjöfunum viðtöku. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Islenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukénnsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Skúli Skúlason: Um öskudaginn. b) 20.55 Sigvaldi Ind- riðason: Sögur og kvæðalög. c) 21.15 síra Jón Thorarensen: Þjóð- sögur. d) 21.35 Ólafur Pétursson: Harmóníkuleikur. 21.35 Fréttir. — Dagskrárlok. og krafðist bóta. Úrslit sakar- innar, bæði í héraði og hæsta- rétti urðu þau, að ákærði, Stein- grímur, var talinn hafa gerzt sekur um refsivert atliæfi gagn- vart Jóni. Hlaut liann 5 món- aða fangelsi og var dæmdur til þess að greiða Jóni Dahlmann kr. 8.669.42. Ákærði var og í máli þessu kærður fyrir undanskot eigna við fjárnám, en var sýknaður af *þeirri ákæru. Skipaður sækjandi málsins fyrir hæstarétti. var Jón Ás- björnsson lirm., en skipaður verjandi cand. jur. Gústaf Ólafs- son, og var þetta fyrsta prófmál hans fyrri hæstarétti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.