Vísir - 21.02.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 21.02.1942, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Samstarfsþörfin fyr og nú. EJ4GINN maður hefir á uiwi- anförnum árum hælt sér eins mikið af þvi og Jónas Jóns- son, að hafa gengizt fyrir þeirri stjórnarsamvinnu, sem liófst í apríl 1939. I>ótt J. J. telji hlut- deild sína í þessu verki kannske méiri en hún var, þá er hitt rétt, að hann var upphaflega mjög fýsandi samvinnunnar, og hefir stundum af vinum sínum verið kallaður „faðir þjóðstjórnarinn- ar“. Hitt þótti þó sneinma koma i ljós, að „faðirinn“ væri ekki allskostar hollur því afkvæmi, sem hann vildi gjarnan eigna sér. Það var eftir utanlandsför haustið 1937, að Jónas Jónsson fór fyrst að tala um nauðsyn þess, að nýir menn yrðu kvaddir til ráða um stjórn landsins. I>á var svo komið, eftir langvarandi samvinnu milli Alþýðuflokks- ins og Framsóknar, að atvinnu- vegirnir til lands og sjávar máttu heita í kalda koli. í kaup- stöðurn og kauptúnum gengu menn lirönnum saman atvinnu- lausir. Gjaldeyrisskorturinn var svo mikill, að alltaf var verið að þrengja meira og meira að inn- flutningi til landsins. Skuldir söfnuðust erlendis, jafnvel rík- isstofnanir eins og Tóbakseinka- salan, komust i hin mestu greiðsluvandræði. Lánstraust ríkis og einstaklinga var að fjara út. J. J. sá það réttilega, að lík- legasta ráðið til þess að koma einhverju lagi á þessi mál var sú, að reynt yrði að koma á sam- vinnu um þau. I gamni var þessi pólitíska hugarfarshreyting Jónasar kölluð „hægra brosið“. En það var ekki fyrr en í árs- byrjun 1939, að skriður fór að komast á málið. Síðan hafa, þangað til nú í ársbyrjun, þrír flokkar farið með völdin. ★ Fyrir stríðið voru fjárhags- og atvinnumál erfiðasta við- fangséfni okkar. Þess vegna var undirstaða hinnar nýju sljórn- ar sú, að reynt yrði að leysa þessi mál með sameiginlegu á- taki. Það hefir verið mjög hamr- að á því í Tímanum, að þetta blað hafi ráðizt gegn stjómar- samvinnunni. Hér hefir marg- sinnis verið sýnt fram á, að svo var ekki. Hitt er rétt, að vér höf- um aldrei frá byrjun skirrst við að víta þá þætti stjórnarfarsins, sem hafa verið þess eðlis, að þeir hlutu að spilla fyrir einlægu og heilbrigðu samstarfi. Elkkert af stuðningsblöðum stjómar- samvinnunnar var jafn óþreyt- andi í því, að benda á þau atriði, sem samvinnunni væru hættu- leg. Þeir, sem Iíta svo á, að slík samvinna flokka á milli hljóti alltaf að vera með óheilmdum, voru auðvitað ekki ánægðir með framkomu þessa blaðs. En hin- ir, sem lögðu áherzlu á, að sam- vinnan væri með fullum heil- indum, voru blaðinu þakklátir. Enginn efi er á þvi, að stjórn- arsamvinnan hefði verið miklu betri og farsælli, ef ekki hefði verið skellt skolleyrum við þeirri gagnrýni, sem fram var sett af góðum hug. Það væri þess vegna miklu réttara að lýsa afstöðu okkar í þessu blaði til stjórnarinnar á þá leið, að við hefðum viljað styðja hana með þvi, að útrýma misfellunum. Það er ekkert réttara að segja, að við höfðum verið á móti stjórnarsamvinnu, en að halda því fram, að læknir, sem vill f jarlægja skaðlega meinsemd, sé á móti sjúklingnum. ★ Eftir að styrjöldin liófst breyttist bráðlega ástandið í fjármálum og atvinnumálum. Seinustu misserin höfum við hvorki haft af gjaldeyrisskorti né atvinnuleysi að segja. En hver er sá, sem þorir að halda því fram í fullri alvöru, að þau viðfangsefni, sem við höifum síðan þurft að glíma við, séu þýðingarlausari og afdrifa- minni fyrir framtið þjóðarinn- ar? Það er svo fjarri því, að við sjáum nokkura örugga leið út úr þessum nýju vandamálum, að þvert á móti má segja, að þau verði meira aðkallandi sein lengra líður. Ef menn telja, að allri framtið þjóðarinnar sé borgið með því einu, að hún fái „liagkvæma verzlunarsamn- inga“ og komist fjárhagslega úr kútnum, þá má kannske segja, að þörfin á samvinnu flokka sé minni nú en fyrir þremur árum. En þeir, sem telja að hvenær sem er geti beðið úrlausnar málefni, sem eru mikilsverðari en öll þjóðmál, liljóta þá jafn- framt að viðurkenpa, að sam- starfsþörfin sé brýnni nú en nokkru sinni fyr. a Sflli ð hðPPMtis- tiósi Mlmúm fiaflo á iiæst mni. Happdrættisnefnd Hallgríms- prestakalls býst við að geta byrj- að í næsta mánuði að selja happdrættismiðana, sem gefnir eru út vegna kirkjubyggingar safnaðarins. Er langt komið að prenta happdrættismiðana, en jafn- framt er unnið að því að útvega umboðsmenn úti um land. Einari Kristjánssyni, bygg- ingameistara, hefir verið falin bygging hússins og verða fram- kvæmdir byrjaðar fljótlega. Er búið að tryggja allt efni eftir því sem hægt er að gera það eins og nú standa sakir. Húsið — nýtízku villa með 8—10 herbergjum — verður á eignarlóð á Sunnuhvolstúninu og gefur bærinn hana. Mun húsið kosta tilbúið á annað hundrað þúsund krónur. Dregið verður í happdrættinu 20. september og er svo ráð fyr- ir gert, að húsið verði tilbúið í lok þess mánaðar. BRID GE-KEPPNIN: Fyrsta umferð hófst í gær. Bridge-keppnin hófst í gær- kveldi í Ingólfskaffi. Fóru leikar sem hér segir: 1.—2. Axel Böðvarsson, Einar B. Guðmundsson, Helgi Eiríksson, Stefán Stefánsson hlutu 76 stig. 1.—2. Pétur Halldórsson, Benedikt Jóhannsson, Gunnar Pálsson, Árni Snævar hlutu 76 stig. 3. Gunnar Viðar, Torfi Jóhannsson, Skúli Thorarensen, Árni Danielsson hlutu 73 stig. Næst verður spilað á mánu- dagskvöldið kemur. Söfnun íslenzkra þjóðlaga Viðtal lið llall^rím IlcBsrsiKun. Hákóli íslands: Eins og Vísir hefir skýrt frá hlaut Hallgrímur Helgason 2500 kr. styrk frá Alþingi til að safna, vinna úr og gefa út íslenzk þjóðlög. Vísir hefir snúið sér til Hallgríms og spurt hann um árang- ur af starfi hans s. 1. sumar og haust. Fyrirlestrar og námskeið í vetur. „Eins og getið var um í Visi í fyrra“, segir Hallgrímur „var ákveðið að eg færi í ferðalag um einhvern liluta landsins til að safna þjöðlögum, þar sem eg gat búizt við að þait geymdust, éinkum meðal eldri kynslóðar- innar. Lagði eg af stað í byrjun ágústmánaðar í þetta ferðalag. Fór eg fyrst vestur um Mýrar og vestur á Snæfellsnes, vestur fyrir Jökul. Þarna vestur undir Jöldi liitti eg á nokkra eldri menn sem kunna forneskjuleg- ar stemmur, og var það mér all- mikill ávinningur. Einn merki- legasti staðurinn sem eg kom á um þessar slóðir var Beruvíkin, þar sem enn er við lýði mjög forn söngháttur. Eftir að eg hafði sveimað kringum Jökulinn, liélt eg inn með strandlengjum að norðanv., alla leið í Stykkishólm. Þaðan hélt eg svo inn á Skógarströnd og til Búðardals, en sneri þar aftur suður um.“ „Fórstu víðar um,?“ „Eg fór lika norður á Vátns- nes, aðallega til að hitta Jón Lárusson i Hlíð og börnin hans, sem öll hafa kveðið Iiérna opin- berlega, kveðið i útvarp og kveð- ið á hljómplötur. Kann Jón milli 70—80 stemmur alls og það er það mesta sem eg veit að einn maður kann, að undan- teknum Kjartani Ólafssyni múrarameistara, sem kann talsvert á annað liundrað stemmur.“ „Hver varð svo árangurinn af þessum ferðum þínum?“ „Eg hefi skrifað upp alls um 120 stemmur, sálmalög og visnalög sem flest bera vitni um þjóðlegan uppruna. Og hafa engin af þessum lögum verið skrásett áður, svo telja má að i mörgum tilfellum hafi þeim á þennan hátt verið forðað frá al- gerri gleymsku og glötun“. „Verður þetta gefið út á næst- unni ?“ „Jafnóðum og eg hefi lokið að vinna úr þeim, verða þau gef- in út, t. d. eitt hefti á ári. Um síðustu áramót kom út fyrsta hefti þessarar þjóðlagaútgáfu; skiptast þau i rínínalög, visna- lög og sálmalög. Eru þau tutt- ugu og tvö að tölu og eru þau í aðgengilegum og alþýðlegum raddsetningum. Er þetta byrjun á þjóðlaga- útgáfu þeirri, sem eg byggst að halda áfram á ári hverju, unz komið verður út nægilega stórt safn, sem sýnt geti þjóðlag vort frá sem flestum hliðum. Er mér mjög hugleikið, að þjóðlögin komist inn í söngkennslustund- ir skólanna, og vakinn verði á- hugi nemendanna á þessum „dýrindis brotagullum, sem vinna má úr hina ólíkustu kynjagripi“. Sömuleiðis er eg fullviss um það, að á þessu sviði muni karlakórar vorir geta sótt mikið efni í söngskrár sínar, þegar hentugar raddstningar laganna liggja fyrir. 1 hefti mitt hef eg gert mér mikið far um að taka lög, sem ekki hafa birzt áður í raddsetn- ingum, eins og fimm óþekkt sálmaskáld (þar á meðal „Allt eins og blómstrið eina“ í gam- alli mynd)“. „Hefurðu í hyggju að halda þessu starfi áfram í einhverri ,mynd?“ „Já, þetta er ekki nema upp- hafið að þjóðlagasöfnuninni. Það er ætlun mín að lialda henni áfram næsta sumar, ferðast víðar um landið og ganga jafn- fyamt að því, að raddsetja bæði það sem eg safna, og eins það sem mér tekst að finna í prent- uðum heimildum. Að mínu áliti bíður hér mikið og merkilegt verkefni framund- an, sem myndi verða öllu tón- listarlífi þjóðar vorrar giftu- drjúgt ef vel tækist að leysa það af hendi“. I vetur verða nokkrir fyrir- lestraflokkar fluttir við háskól- ann, auk alImargTa einstakra fyrirlestra. Verða þeir fluttir af kennurum og sendikennurum skólans og af nokkrum völdum mönnum öðrum. Ennfremur eru haldin nokkur námskeið í tungmálum: ensku, frönsku, þýzku, spænsku, ítölsku og sænsku. Af fyrirlestraflokkum má nefna þrjá fvrirlestra sem Mlle Salmon flytur um „Unité et varieté de la France“. Hefir ung- frúin þegar flutt fyrsta fyrir- lestur sinn, en liinir verða fluttir 24. febr. og 3. marz n. k. Séra Sigurbjörn Einarsson flytur sex fyrirlestra um trúar- bragðasögu. Er fyrsta erindi í þessum flokki þegar flutt, en hin verða flutt dagana 24. febr., 3., 10., 17. og 24. marz. Dr. phil. Einar Ól. Sveinsson flytur 6—7 fyrirlestra um Njálu. Næsti fyrirlestur hefst á morg- Fimmtugur á morgun: Einar B. Kristjánsson húsasmíðameistari Hálfrar aldar afmæli þykir merkur viðburður í ævi hvers manns, þótt enn séu þeir þá á bezta skeiði og beri árin svo vel, að vinum þeirra finnist það undur ein, að þeir skuli eiga svo langan áfanga að baki. Þannig fer mér er eg árna Einari B. Kristjánssyni, húsasmíðameist- ara nú til heimilis að Freyju- götu 37 hér í bænum, allra heilla á þessum afmælisdegi. Við höfum þekkst um tugi ára, en eg hefi í rauninni eklci greint hve tíminn er skjótur að líða, þannig að það kemur mér ó- kunnuglega fyrir að eg skuli nú skrifa um þennan vin minn fimmtugan. Einar B. Kristjánsson er fæddur að Görðum 1 Miklaholts- hreppi, sonur Kristjáns Lofts- sonar, síðar laugavarðar hér í bæ, og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur, og á til merkra manna að telja í báðar ættir, þótt ekki skuli það rakið liér. Ungur fluttist Einar ásamt for- eldrum sínum að Brimilsvöll- um og síðar að Tungu og Tröð í Fróðárhreppi og ólst þar upp. Dvaldi hann á Snæfellsnesi allt fram til ársins 1911 að hann fór á Flensborgarskólann og út- skrifaðist þaðan árið eftir. Hélt hann þá að nýju vestur til Snæ- fellsness. Frá 12 ára aldri stundaði Ein- ar sjóróðra að staðaldri auk venjulegra sveitastarfa, en eftir skólavistina hafði hann einnig harnakennslu með höndum um nokkurt skeið. Formaður var liann mörg ár og sótti sjóinn af kappi. Iþróttir stundaði hann jafnhliða störfum sínum, og fékk m. a. fegurðarglimuverð- laun á sýslumóti Snæfellinga, sem haldið var í Stykkishólmi, og voru þó þar einnig margir ágætir og kunnir glímumenn. Árið 1917 flyzt Einar ásamt foreldrum sínum til Reykjavík- ur og tekur nú að leggja shmd á járnsmíði. Mátti heita að allt léki honum í höndum og fórst honum hvert verk vel. Var hann á næsta ári ráðinn til Djúpuvík- ur sem járnsmiður, en þar var þá unnið að bryggjubyggingu o. fl. Veiktist þá yfirsmiðurinn, en Einar tók starf hans að sér, og þótt hann væri ekki vanur slíkri vinnu leysti hann verkið svo vel af hendi að orð var á gert. Tók liann upp frá þessu að leggja stund á margvislega trésmíði, og starfaði að henni bæði sjálfstætt og með öðrum. Árið 1927 tók hann sveinsbréf sitt, sam- kvæmt iðnaðarlöggjöfinni, en meistararéttindi fékk hann árið 1928. Húsasmíði hefir Einar stund- að um langt skeið, nú síðustu árin í félagi við Sigurð Jónsson múrarameistara.Hafa þeir byggt í félagi Útvarpsstöðina á Vatns- enda, Sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi og Háskólabyrgginguna ofar kjallara. Við byggingu þessara stórhýsa, og þá ekki sízt háskólans, þar sem margvisleg- ar tilraunir með innlent bygg- ingarefni voru gerðar, sýndu þeir félagar, að ekki mun völ á betri fagmönnum, enda var lok- ið hinu mesta lofsorði á handa- verk þeirra, af öllum þeim, sem vit höfðu á, er háskólinn var fullgerður. Auk þessara stór- hýsa munu þau einstaklings- hús, sem Einar hefir byggt, sjálfstætt eða i félagi með öðr- um, skipta hundruðum hér í bænum, auk margra bygginga, sem hann hefir annast utanbæj- ar. Árið 1918 kvæntist Einar Guð- rúnu Guðlaugsdóttur, Guð- mundssonar, prests að Stað í Steingrímsfirði. Hefir þeim orð- ið 7 barna auðið og lijónaband þeirra verið hið farsælasta á all- ar lundir. Þau byrjuðu búskap un kl. 5y2 síðd. og síðan hvern sunnudag á sama tíma. Hallgrímur Helgason tón- skáld flytur þrjá fyrirlestra um tónlist dagana 26. febr., 26. marz og 16. april. Af einstökum fyrirlestrum má nefna fyrirlestur, sem Dr. phil Alexander Jóhannesson rektor flytur á morgun í hátíð- arsal háskólans og nefnist: „Hvernig lærði frummaðurinn að tala.“ 8. marz flytur prófessor Jón Hj. Sigurðsson fyrirlestur um Framfarir og breytingar í lyf- læknisfræði síðustu 30—40 ár. 22. marz kl. 2 e. h. flytur pró- fessor Gunnar Thoroddsen fyr- irlestur um málfrelsi og meið- yrði. 2. apríl kl. 2 e. li. flytur pró- fessor Ásmundur Guðmunds- son fyrirlestur er hann nefnir Skírdagskvöld. Ennfremur flytja fyiirlestra: Cyril Jackson sendikennari á ensku, dr. Irmgard Kroner á þýzku og Jón Jónsson læknir á íslenzku og talar liann um: kirkjusöng í frumlútherskum sið og þróun lians til vorra tíma hér á landi. Verða fyrirlestrar þessir allir auglýstir áður en þeir verða fluttir, efni þeirra, staður og stund. Þá eru samfelldir fyrirlestra- flokkar yfir allan veturinn, sem þeir próf. Ágúst H. Bjarnason og dr. Símon Ágústsson annast. Talar prófessor Ágúst um fé- lagsleg og andleg vandamál, alla miðvikudaga kl. 6, en dr. Símon um sálarfræði og uppeldisfræði, alla fimmtudaga kl. 6. Er þetta hvorttveggja framhald á fyrir- lestrum, sem þeir hafa lialdið að undanförnu. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrunum, einnig að náitt- skeiðunum, en þau kosta 50 kr. fyrir 25 kennslustundir. Röskir drcngir. Eins og sagt var frá hér í blað- inu í gær gekk merkjasala Rauða Krossins mjög vel hér í bænum, svo að tekjurnar voru næstum tvöfaldar móts við árið áður. Tveir drengir sýndu sérstak- lega mikinn dugnað við merkja- söluna og er rélt að lialda þvi á lofti, því að oft er þess getið, sem minna er um vert. Seldu þessir drengir merki fyrir um 430 krónur qg munu allir fallast á, að það sé rösklega gert. Drengir þessir eru bræður, synir Helga Hjörvars. Heita þeir Davíð og Tryggvi. í fyrra og liitt-eð-fyrra voru þeir lika langbeztu sölumenn Rauða Krossins. sinn eignalaus, en unnu bæði svo kappsamlega, hann að smíði, en hún að saumum, að þau efnuðust fljótlega og hefir svo áfrarh haldið. Er heimili þeirra allt með liinum mesta myndarbrag, enda gestkvæmt þar og kunna þar allir vel við sig. Einar Kristjánsson er lítt fyrir það, að hafa sig mjög í frammi, en liefir þó gegnt ýmsum trún- aðarstörfum, og aldrei brugðist því trausti sem lionum hefir verið sýnt. Hann er prýðilega gefinn maður, ágætur stærð- fræðingur og vel lesinn, gleði- maður í vinahópi, sem mjög er fjölmennur, með því að allir binda við hann tryggð, sem hon- um kynnast. Þetta eiga ekki eftirmæli að vera, en því hafa störf Einars verið rakin hér, að hann er einn þeirra manna, sem sjálfur hefir rutt brautina, þrátt fyrir alla erfiðleika, vegnað vel og skipar sess sinn með sóma. Slíkra manna þarfnast Island ávallt. G. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.