Vísir - 23.02.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1942, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánufii. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Arðbær vinna og óarðbær. I^ÍKISSTJORNIN tilkynnti í útvarpinu í g^rkveldi, að saniningar hefðu náðst vió stjórpir hinna erlendu setuliða hér á landi, uni að takinarka þann fjölda verkaraanna, sem lijá þeim ynnu, og voru menn um land allt jafnframt varaðir við að streyma hingað til bæj- arins í atvinnuleit. Mun óhætt að fullyrða, að liér hefir gæfu- samlega til tekizt, og ætti engum ágreiningi að valda flokka mill- um, ef gengið er út frá því, að allir vilji þeir hag þjóðar sinn- ar sem beztan, þótt ágreiningur kunni að vera um leiðir að þessu marki. Vafalaust er það, að lífsskil- yrði hverrar þjóðar er að halda atvinnuvegum sínum og fram- leiðslu í. horfinu, og byggja þá frekar upp, en rifa niður. Ef vel á að vera, þarf atvinnulíf hvers lands að vera með þeim hætti, að afcvinnuvegirnir geti tekið við þeirri fjölgun, sem með eðlilegum hætti verður í land- inu. Nú á hinuin siðustu tímum hefir þróunin verið öflug í þess- um efnum. Framleiðslunni hef- ir hrakað af þeim sökum, að vinnuaflið hefir leitað til óarð- bærri starfa, sem nóg hefir venð af í landinu. Þessi störf hafa ver- ið unnin á vegum hernaðaraðil- anna og skapað óheilbrigt og ó- eðlilegt atvinnulíf í landinu, sem óhjákvæmilega er aðeins stundarþróun, en engin fram- búðarlausn. Áður en varir þrýt- ur þessi vinna og livað tekur þá við lijá öllum þeim fjölda, sem hana hefir stundað? Ríkísstjórnin hefir opin augu fyrir þvi, að nauðsyn ber til að draga ineð hyggilegum ráðstöf- unum úr þeirri hættu, sem þjóð- Iífi voru stafar af ástandi því, sem skapast, er hin óarð- bæra vinna þrýtur. Um þetta at- riði hafa, öll blöð stjórnmála- flokkanna rætt, og aldrei þessu vant verið öll sammála um að þetta væri síður en svo æskilegt ástand í atvinnumálum vorum. Það má því furðu gegna, að strax og eitthvað er gert til þess að beina málum þessum í rétta átt, rísa þeir flokkar, sem þykj- as berjast fyrir hagsmunum verkamanna, gegn þvi, að af- stýrt sé voðanum frá dyrum þeirra, — voða, sem allir eru sammála um að framundan sé, jafnvel fyrr en varir. Vegna þinnar miklu atvinnu, sem verið hefir í landinu að undanförnu, hefir verulegur skortur á vinnuafli látið á sér bera. Hefír þetta Ieitt til þess, að margvislegar framkvæmdir liafa orðjð að sitja á hakanum, e. t. v. eiinnitt þær framkvæmd- ir, sem beinlínis stuðla að því, að skapa, atvinnuvegum vorum betri slcijyrði í framtíðinni. Við höfum rifið niður, í stað þess að byggja upp. Á þau verðmæti hef- ir verið gengið, sem fyrir hendi eru í landinu, jafnvel hefir ekki verið um að ræða eðlilegt við- hald, hvað þá nýsköpun atvinnu- fyrirtækja. Menn til sjávar og sveita hafa elt gullkálfinn, — malarvinnuna, — í þeirri trú, að þeir væru með því að bæta hag sinn, þótt raunin sé sú, að svo er ekki, en jafnframt eru þeir að vinna gegn hagsmunum liins íslenzka þjóðfélags. Á fundi, sem haldinn var i gær í verkamannfélaginu Dagsbrún, en mjög var fásóttur, voru sam- þykkt mótmæli gegn jiessum samningum, sem rikisstjórnin hefir náð við herstjórnirnar. Nú er lálið í veðri vaka, að störf íslenzkra manna í þágu setuliðs- ins séu hin mestu þjóðþrifastörf, sem með engu móti megi meina íslenzkum verkamönnum að vinna. Öðru vísi mér áður brá. Um þelta leyti i fyrra hömuðust þessir sömu flokkar gegn vinnu þessari, og ásökuðu stjórnar- völdin fyrir afskiptaleysi í þessu efni. Þótt vitað sé, ^að skortur sé á vinnuafli til þeirra hluta sem gera skal, og ýms- ar framkvæmdir séu ófram- kvæmanlegar beinlínis af þess- um sökum, er stöðugt legið á þvi lúalagi, af þeim sömu flokk- um, að hér sé deyfð og van- rækslu einni um að kenna og engar ásakanir sparaðar, eftir því sem á þarf að halda hverju sinni, og við hvern talað er. Hitt ættu menn að gera sér ljóst, að slíkur áróður, sem að ofan greinir, er á engan hátt lík- legur til fylgisauka. Ef um at- vinnuleysi væri að ræða mætti slíkt ef til vill koma að notum, en því fer svo fjarri, að hvert sem litið er blasa við vanrækt verkefni vegna skorts á vinnu- afli, en að þessum vanræktu verkefnum er verið að beina hinu innlenda vinnuafli. Þetta er nauðsyn þegnunum og lífsnauðsyn þjóðinni. Upplýsingar f yrir sjálfstæðismenn Aðalskrifstofa D-listans er í Varðarhúsinu. Á skrifstofunni liggur frammi kjörskrá og þar geta menn feng- ið allár upplýsingar viðvíkjandi kosningunum. Skrifstofan er opin daglega kl. 9 f. h. til 7 e. h. Sjálfstæðismenn, sem fara úr bænum áður en kosning fer fram, og dvelja utanbæjar fram yfir kosningar, ættu sem fyrst að kjósa hjá lögmanni. Geta menn fengið allar upplýsingar um fyrirframkosningu á skrif- stofunni í Varðarhúsinu. Munið að kjósa áður en þér farið úr bænum. Vilji menn fá aðstoð, t. d. farartæki eða þess- háttar, ber að snúa sér til skrif- stofunnar. Frá Háskólanum. Síra Sigurbjörn Einarsson flytur 2. fyrirlestur sinn um trúarbragða- sögu á morgun (þriðjud. 24. þ. m.) kl. 2 e. h. í III. kennslustofu há- skólans. Öllum heimill aðgangur. Mlle Salmon flytur þriðja fyrir- lestur sinn á morgun, þriðjudag 24. þ. m. kl. 6.15 í I. kennslustofu há- skólans. Skuggamyndir sýndar. — Öllurn heimill aðgangur. Mishermi. Það er á misskilningi byggt, sem „Z“ segir í Bæjarfréttum Vísis í gær, að I.S.I. hafi sent Mbl. frétt um hverjir fengið hafa metmerki Sambandsins 1941. Stjórn Í.S.Í. hefir ekki enn sent blöðunum frétt af þessu, vegna þess að ekki er bú- ið að afhenda öll metmerkin; hið síðasta verður afhent á sundmótinu í kvöld. Það er fréttaritari Mbk, sem komið hefir þessari umræddu frétt af skemmtifundi K.R. í blað- ið. Að sjálfsögðu mun stjórn Í.S.Í. senda blöðunum greinargerð um hverjir hafa hlotið metmerki Í.S.Í. í hinu venjulega mánaðaryfirliti sínu; og er þess þá að vænta að blöðin birti frásögnina svo, að eng- ar prentvillur finnist, en á því vill oft verða misbrestur, þegar um töl- ur er að ræða. 19. feb. '42. W. Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ, afh. Vísi: io kr. frá B. S. Amerískur vörður skýtur á hafnfirzkan mann - - - Varðmanninum þótti hann ekki vera nógu snar í snúningum. Sa atburður gerðist í Hafnarfirði í gær um klukkan tvö eft- ir hádegi, að ungur maður var skotinn af amerískum varð- manni við höfnina. Hlaut hann mikið sár og var þegar fluttur í sjúkrahús. Maður þessi, Viggó Björg- úlfsson að nafni, gekk ásamt kunningja sínum niður á eina af bryggjunum við höfnina. Áttu þeir ekkert sérstakt erindi þangað, en höfðu gengið þang- að sér til skenmitunar, eins og bæjarbúar gera oft. Á bryggjunni var staddur ameriskur varðmaður og skip- aði hann Viggó og félaga hans að liafa sig á brott. Þeir hlýddu, cn ekki í tíma og hleypti þá varðmaðurinn skoti á þá. Lenti kúlan í öðru læri Viggós, braut lærlegginn, svo að brotið er op- ið, og fór síðan út. Viggó var þegar fluttur á sjúkrahús, og hefir Vísir heyrt, að það liafi þurft að gefa hon- um blóð, vegna þess hversu | mikið hafði blætt úr sárinu. Er það mjög stórt, þar sem kúl- an fór út. Opinber rannsókn liefir ekki farið fram á málinu, að því er I Jóhann Gunnar Ólafsson, full- trúi bæjarfógetans í Hafnar- j firði skýrði blaðinu frá í morg- un. Hafði þá ekki verið hægt að taka skýrslu af Viggó, en það verður vonandi hægt áð- ur en langt um líður, og verð- ur þá auðvitað skýrt frá rann- sókninni opinberlega svo og þvi, sem ameríska herstjórnin hér kann að tilkynna um þetta mál. Viggó Björgúlfsson er' rúm- lega tvítugur að aldri og er lær- lingur í Vélsmiðju Hafnar- fjarðar. Frá hæstarétti: Máli vísað heim til »löglegri meðferðara. Á fimmtudaginn var kveð- inn upp dómur í hæstarétti í málinu Kaupfélag Eyfirðinga gegn Hríseyjarhreppi og urðu úrslit málsins þau, að héraðs- dómur var ómerktur og málinu visað heim til löglegri meðferð- ar og dómsálagningar af nýju. Segir svo í dómi hæstaréttar: „Meðferð máls þessa í liéraði hefir farið mjög aflaga og lög- um andstætt. I stað þess að á- kveða málflutning munnlegan eða skriflegan samkvæmt 109. gr. laga nr. 85/1936 og veita málflytjendum sameiginlegan frest til gagnasöfnunar sam- kvæmt 110. gr. sömu laga, hef- ir dómari Iátið það viðgangast, að málflytjendur fengju fresti og framhaldsfresti á víxl og skiptust á skriflegum svonefnd- um „greinargerðum“, 12 alls, auk bókana og skriflegra grein- argerðar aðilja sjálfra, sem í raun og veru einar veita, auk matsgerða og vitnisburða, fræðslu um staðreyndir málsins, að svo miklu -leyti sem eigi skortir fræðslu um þær. Að Iok- um er svo eftir allt þetla ákveð- inn munnlegur málflutningur 3. des. 1940, sem fram fór 14- s. m. Dómur var loks kveðinn upp 31. janúar 1941, eða fullum hálf- um öðrum mánuði eftir hinn munnlega málflutning og dóm- töku málsins. Með þessum drætti á dómsuppsögn hefir hér- aðsdómari freklega brotið fyr- irmæli 191. gr. laga nr. 85/1936, og getur munnlegur málflutn- ingur ekki komið að því gagni, sem til er ætlazt, ef dómsupp- saga dregst svo lengi. Ber harð- lega að víta héraðsdómara, Sig- urð bæjarfógeta Eggertz fyrir" dómsglöp þessi, og lögfræðing- ana Jón Sveinsson og Friðrik Magnússon? sem einnig bera á- ábyrgð á hinum aflaga mál- flutningi, og að ómerkja dóm og málsmeðferð frá og með þinghaldi 15. apríl 1940 og skylda dómarann til að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsuppsögu af nýju“. Hrm. Sveinbjörn Jónsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en hrm. Einar B. Guðmunds- son af hálfu stefnda. Frá Vestur- íslendingum. Kjörinn froseti bræðrafélags. Dr. Ricliard Beck, prófessor í norrænum málum og bók- menntum við ríkisháskólann í North Dakota, hefir verið kjör- inn forseti bræðrafélags þess, er kallast North Dakota Fraternal Congress; er hér um afar fjöl- menn og þýðingarmikil samtök að ræða, sem ná yfir North Da- kota ríkið þvert og endilangt. Nýafstaðið ársþing þessa á- minnsta félagsskapar var haldið i Fargo. i Vinnur að þýðingu íslenzkrar lögbókar á enska tungu. íslendingum mun það fagn- aðarefni, að dr. Sveinbjörn Johnson, prófessor í lögum við ríkisháskólann í Illinois (Uni- , versity of Illinois) hefir um skeið unnið að því að snúa á enska tungu hinni miklu og frægu lögbók vor íslendinga, Grágás. Er hann kominn vel á veg með það merkisverk, og vann liann á síðastliðnu sumri að þýðingunni á Fiskebókasafn- inu íslenzka í Cornell. Þarf ekki að efa, að þýðing þessi verður vel af hendi Ieyst, landi voru og þjóð tjl sæmdar. Meðritstjóri merks amerísks fræðirits. Dr. Stefán Einarsson, prófess- or í enskum fræðum og norræn- um við John Hopldns University í Baltimore, Maryland, varð fyr- ir nokkru síðan einn af meðrit- stjórum hins mikilsmetna fræðirits, „The Journal of Engl- ish and Germanic Philology“, sem ríkisháskólinn í Illinois stendur að. Flytur ársfjórðungs- rit þetta alltaf öðru hvoru rit- gerðir og ritdóma eftir hann, sem löngum fjalla um norræn efni. Karlakór Reykjavíkur heldur fimmta samsöng sinn í Gamla Bíó á morgun kl. 11.30 e. h. Aðgöngumiðar eru seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun ísafoldar. Hjónaefni. Ungfrú_Guðný Þórðardóttir, Sel- vogsgötu 1, Hafnarfirði og Guð- mundur Gíslason frá Siglufirði op- inberuðu trúlofun sína nýlega. 50 ára afmæli Bræðra- félags Kjósarhrepps, S. I. laugardag var haldin 50 ára afmælishátíð Bræðrafélags Kjósarhrepps að Reynivöllum og var þar margskonar gleð- skapur. Bárust félaginu margar gjafir og heillaóskir. Félagið var stofnað til að vinna að ýmsum menningar- málum og starfaði það fyrst i líkum anda og ungmennafélög- in síðar, en nú er það aðallega lestrarfélag. Má því telja að þetta félag hafi verið í raun og veru fyrsta ungmennafélag landsins. Hvatamenn að félagsstofnun- inni, munu hafa* verið þeir And- rés Ólafsson frá Bæ, í Kjós, og Erlendur Jónsson Káraneskoti, og sátu þeir í fyrstu stjórn þess, ásamt Eggert bónda Finnssyni á Meðalfelli. Auk þessara manna, mun liafa gætt áhrifa um félagsstofnunina, frá síra Þorkeli Bjarna®rni á Reynvöll- um. Síra Halldór Jónsson á Reyni- völlum hefir verið bókavörður fél. í full 40 ár, og gegnt því starfi, sem öðrum, með hinni mestu prýði og skyldurækni. Félagið á nú allmyndarlegt bókasafn og margt góðra bóka. Stjórn félagsins skipa nú: Steini Guðmundsson, Valdastöðum, form., Gestur Andrésson, Hálsi, ritari, og Magnús Blöndal, Grjóteyri, féhirðir. □ EDDA 59422247 = 2. Bi idgekeppnin heldur áfram í kvöld kl. 8.45 í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Munið að hvarvetna, þar sem loftárásir hafa verið gerðar, hefur eignatjón orðiÖ mest af völdum eldsvoÖa. I loftárásum getur eldur komið upp á í margan hátt, en alvarlegustu brun- arnir eiga þó venjulega upptök sin þar, sem íkveikjusprengjum hefir verið varpað niður. Baráttan gegn íkveikjusprengjunum er því einn þýðingarmesti liður loftvarnanna. Einasta efnið, sem nothæft er gegn ikveikjusprengju, er sand- ur. Til þess að almenningur hafi hann við hendina, hafa nú verið flutt sandílát og skóflur í öll hús bæjarins. En það hafa ekki allir skilið nauðsyn þessa og margir hafa vanrækt að taka ílátin inn í hús sín. En sandurinn er ónothæfur til að slökkva með, ef hann ekki er þur, því að votur sandur getur valdið sprengingu. Enginn veit, hvenær á þessum tækjum þarf að halda, og þeir, sem láta jfau eyðileggjast fyr- ir vanhirðu, eiga það á hættu, að hús þeirra og eignir verði eldinum að bráð að óþörfu. Og þessir menn leggja ekki eingöngu sitt eigið hús i hættu, heldur einnig hús nágranna sinna. Munið þess vegna, að geyma sandílátin inni á þurrum stað, þann- ig að hægt sé að grípa til þeirra á hvaða hæð hússins sem er. Með því að gera það, aukið þið öryggi yðar og annarra. Næturlæknir. Gunnar Cortes, Seljavegi n, sími 5995. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Áheit á Strandarkirkju, 10 kr. frá Ger., 5 kr. frá Ebbu, 10 kr. frá Inga, 20 kr. frá J. J. Ólafsfirði, 5 kr. frá B. K., 5 kr. frá S. Þ., 20 kr. frá Þ. V. S. (gam- alt áheit). Áheit á Hallgrrímskirkjn í Reykjavík, afh. Vísi 5 kr. frá sjúklingi. Gjafir til bágstöddu ekkjunnar. 2 kr. frá Á.H., 2 kr. frá K.H., 10 kr. frá ónefndum, 50 kr. frá Gylfa, 10 kr. frá K.J. Minningarorð 1 um Elísabetu Bjömsdóttur frá Marðarnúpi í Vatnsdal. Elísabet sáluga var fædd á Marðanúpi 23. marz 1878. Hún var dóttir hiiina góðkunnu hjóna Björns Levi Guðmunds- sonar smiðs frá Ytri-Völlum og konu hans, Þorbjargar Helga- . dóttur frá Gröf í Víðidal. Elísabet og liúsfrú Halldóra á Geithömrum í Svínadal Yoru yngstar af börnum þeirra hjóna — voru tvíburar — en Guð- mundur landlæknir elstur. Þau , lijón fluttu að Marðarnúpi í Vatnsdal vorið 1874, og dvöldu þar til dauðadags. Björn dó'í september 1927 en Þorbjörg kona lians 28. apríl 1929. Æviatriði Elísabetar voru fá- Ættarspilið. Leikfang, sem hefir menning- argildi. íslendingar eru kyngöfug þjóð. Forfeður okkar — land- námsmennirnir — fóru hing- að, vegna þess að þeir þoldu ekki ofríki Haralds hárfagra. Þeir vildu heldur ýfirgefa ætt- jörðu sina en láta frelsið. Þjóðin okkar hefur lftngum gert sér það að metnaðarmáli, að vita nokkur deili á ætt sinni. Slíkt á að vera hverjum sönn- um íslendingi metnaðarmál. En i hafróti síðustu tíma virðist meðvitundin fyrir ætt og upp- runa íslendipga vera tekin að sljófgast. Það er t. d. altítt, að börn og unglingar hafi enga liugmynd um, hverra manna þau eru. Þau vita rétt aðeins 'um nöfn foreldra sinna, en stundum ekki einu sinni um nöfn afa síns og ömmu! Slíkt andvaraleysi um ætt sina bend- ir til andlegrar úrkynjunar. Hér verður að gerast breyting á. Hið nýja ættarspil, sem nú er komið á markaðinn, er merkileg tilraun til að vekja umhugsun manna um ætt sina og á erindi til livers einasta fslendings. Það er vel fallið til þess að skapa vakningu meðal barna og unglinga. Eftir nokkra daga á þetta merkilega spil að vera komið inn á hvert einasta heimili fslands. Við það vinnst tvennt: Fólk skemmtir sér og eykur þekkingu sína á ætt sinni og stöðu í Jijóðfélag- inu. Adv. SMIP/IUTGERO Súðin fer til Vestmannaeyja um miðja þessa viku. Vörumóttaka á morgun. Hermóður fer til Stykkishólms á morg- un. Vörumóttaka fyrir hádegi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.