Vísir - 23.02.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 23.02.1942, Blaðsíða 3
VISIR r a brotin á rneðan liún var í Vatns- dalnum, alltaf heima lrjá for- eldrum sínum, að undanskyld- um námsvetrum hér í Reykja- vík, og átti þá heimili hjá Guð- mundi bróður sínum. En 24 ára að aldri kvöddu al- vörustörf lífsins liana burt úr föðurhúsum. Mér er sá dagur enn í fullu minni. Það var um Iiávetur 1904. Margt af okkur yngra fólkinu í dalnum var á fundi á Undirfelli — úti var norðan hríð. Við heyrðum að var barið. Maðurinn, sem til dyra var sendur, kom, að vörmu spori og sagði, að spurt væri eftir Elísabetu Björnsdóttur. Fór hún strax fram, en er hún kom inn, sáu allir að henni var brugðið að mun. Skýrði hún okkur félögum sinum frá því, að kominn væri sepdimaður frá Guðmundi bróður sinum, hefði hann skrifað sér fráfall konu sinnar, frú Guðrúnar Sigurðar- dóttur, og að hann kveðji sig nú strax suður, til að veita heimili sínu forstöðu, og búist hún við að leggja af stað næsta dag, í færu veðri, með sendimanni hans. — AUa setti hljóða. Elísabet tíaði sig í skyndi, kvaddi okkur og fór út i hríðina heim til sín með sendimanninum. Eftir þetta kom hún aldrei til veru i Norð- urland. — Fundinum var fljót- lega slitið. Okkur öllum var það ljóst, að hún fór lieim aðeins til að kveðja æskuheimili sitt og æskustöðvar, og liverfa svo burtu til að hefja lifsbaráttuna í fjærliggjandi héraði, i um- fangsmiklum verkahring. — Hún tók strax við heimilig- stjórn hjá bróður sínum, Guð- mundi landlækni, og annaðist liún ungu börnin hans til full- orðins ára. Er það alkunnugt liér í Reykjavik, hvernig hún leysti það af liendi á allan hátt, og reyndi af fremsta megni að bæta þeim móðurmissinn. Um sjálfa sig hugsaði hún ekki, bróðurbörnum sínum hafði hún helgað allt sitt líf ó- skipt, og með þessu venzlafólki sínu lifði hún og starfaði þar til heilsa hennar þraut. Hún lézt á Landakotsspitalá þann 5. jan. síðastliðinn, eftir ólæknandi vanheilsu. Frá 1930 gegndi Elísabet sál- uga aðstoðarstarfi í Þjóðminja- safninu. Hefi eg heyrt þjóð- minjavörð ljúka lofsorði á störf hennar þar og alla framkomu. Um Elísabetu sálugu má með sanni segja, að hún væri ein liinna ágætu, vel gefnu kvenna frá seinnihluta 19. aldar, er reyndust samtíð sinni eins og æskuheimili þeirra höfðu búið þær undir lífið, að hvika aldrei frá skyldum sinum og setttu marki. Festa og fórnfýsi virðist vera þjóðareinkenni margra okkar ágætu kvenna og það allt frá söguöld. Um. Bergþóru er sagt, er henni var boðið líf í Njáls- brennu: „Ung var eg Njáli gefin, og munveitt yfir bæði ganga“. Segir sagan, að liún hafi róíeg og ákveðin lagst á banabeðinn við hlið bónda síns og gist hel. Aftur á móti giftist Elísabet sál- uga ajdrei, en sama festan og tryggðin virðist koma fram hjá henni. Ung tókst hún á hendur handleiðslu hróðurbarna sinna og hvikaðí aldrei frá þeirri hug- sjón á meðan líf entist. Það virðist merkilegt fyrir- brygði — sem, æðri máttarvöld stæðu að baki — að þegar jarð- för hennar fór fram, fimmtu- daginn 15. janúar síðastliðinn, virtist sem náttúruöflin væru leyst úr læðingi, og hinn eftir- minnanlegi æðandi stormur þyldi liksönginn, yfir hinni köldu þöglu gröf. Þorsteinn Konráðsson. Mýkomið: Eftirmiðdags- og kvöldkjólaefni. MARGIR FALLEGIR LITIR. UHarkjólatau, kamgarn í peysufatakápur og margt fleira. Verzlunin Snót Vesturgötu 17 Nokkrar saumastúlkur vantai* strax í Dömudeildina Skinnadeildina Hraðsaumadeildina Klæðaverzl. Andrésar Andréssonar hi. Vorkápur fyrsta sendingin er komin Vefnaðarvöruvenlun Austurstræti 10 \ykoinitl! ullar silkl í I s.J r Satin Klæðaverzl. Andrésar Andréssonar h,í. Kviilingar ogr 8ekar konnr Það þarf náttúrlega ekki að efa það, að rnargt þeirra bóka, sem fjalla um styrjaldarmál, eru að meira og minna leyti lit- aðar frásagnir, en svo er líka um allar fréttir. Til þess að glöggva sig verulega á því lieimsástandi, sem nú ríkir er nauðsynlegt að lesa þær hækur, sem berorðastar eru og djarf- legast skrifaðar. í þeim er ó- grynni' af upplýsingum, sem hvorki blöð né útvörp hlutlausra landa gata birt, en sem eru nauðsynlegar sérstaklega fyrir fólk.í óþekktari stöðum. Bæk- urnar „Sekar konur“ og Kvisl- ingar, sem nýlega komu hér út flytja lesendunum ógrynni af upplýsingum um svo ótrúlega hluti að enginn mundi trúa á venjulegum tímum, enda eng- inn skrifa þá. Bæði „Sekar konur“, sem Ólafur Halldórsson liefir þýtt og „Kvislingar“, sem er þýdd af einum kunnasta málfræðingi landsins, Halldóri Halldórssyni ,magister, mennta- skólakennara á Akureyri, eru á ágætu íslenzku máli og höf- undar beggja bókanna eru heimskunn nöfn. Báðar þessar bækur kosta aðeins 22 —(Sekar konur 10,00, Kvislingar 12.00). BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL Hreinar léreftitasknr kaupir hæsta verði Félagspreutsmiðjan"/, Sólskinssápa og þvottaduft Ví5in Laugavegi 1. títbú: Fjölnisv. 2. Ódýrt Bollapör................. 1.25 Desertdiskar............. 1.10 Sykursett................ 2.25 Rjómakönnur.............. 1.25 Desertskálar............. 1.00 Vatnsglös................ 0.65 Skeiðar.................. 1.10 Gafflar.................. 1.10 Borðhnífar............... 2.25 Teskeiðar................ 0.70 Náttpottar, emaill...... 3.25 Þvottaföt, emaill........ 2.35 Balar, emaill............ 6.50 Uppþvottaföt, emaill. .. 3.00 K. Einariion Björnsson Bankastræti 11. BorOiO á Café Central Nýkomnar vörur: NÝTT KERAMIK í miklu úrvali. BURSTASETT, mjög smekk- leg. HÁRBURSTAR, margar gerðir. TESETT til ferðalaga, 3 stærðir. Margs konar skrautvarning- ur, svo sem: hringar, næl- ur, manchettuhnappar, púðurdósir o. fl. — Ennfremur höfum við feng- ið aftur mikið úrval af alls konar LEIKFÖNGUM. Komið — skoðið og kaupið. Wiodsor Mooosin Laugavegi 8. Lan§ar íbúðir Vil selja nokkjír liús með lausum íbúðum ef samið er strax. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Uppl. gefur undir- ritaður, ld. 8—10 e. h. Kristján Gíslason Karlagötu 6. Verðbréf til §öln Af sérstökum ástæðum er til sölu strax 300—400.000 krónur í góðum skuldabréfum, með 6% vöxtum. Ennfremur veðdeildar- bréf og önnur verðbréf. Tilboð, merkt: „Trygging“, sendist afgr. Vísis sem fyrst, þar eð fyrstu kaupendur verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir. Stórhpi í vesturbæ er til sölu strax. Húsið er vönduð nýbygging. Laus ibúð fylgir. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Uppl. gefur HEILDVERZLUN Guðm. H. Þórðarsonar Sími: 5815. 8IULI1VUAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöm- sendingar sendist Culliford & Clark lm. BRADLEYS CHAMRERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Til NÖlii Húseign við stærstu verzlunargötu bæjarins. Iðnaðar- og verzlunarstaður. Upplýsingar gefur Jón Ólafsson lögfr. Lækjartorgi 1. á þurt og grott wantar okkur nú þrgrar undir preutpappir Dagrblaðið Vísir Jarðarför konu minnar, Magdalenu Jónasdóttur, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 24. þ. m. og liefst kl. 1 e. li. á heimili okkar, Öldugötu 55. , « Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í Fossyogskirkjugarði, Kransar og blóm afbeðin. Þorvaldur Jakobsson. Maðurinn minn og faðir okkar, Þórður Nikulásson, vélstjóri andaðist í Fleetwood þann 21. febrúar. Þorbjörg Baldursdóttir og börn. Maðurinn minn og faðir okkar, Simon Jónsson kaupmaður Laugaveg 33, andaðist 22. þ. m„ að heimili sínú, Ása Jóhannsdóttir og börn.. I & é

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.