Vísir - 26.02.1942, Side 3

Vísir - 26.02.1942, Side 3
V 1SIR Fiskloftssamsöngurinn i Sandgerði var einnig hálfgerð slysaför — með góðum mála- lokum Við komum helzt til seint á staðinn, af því að það var nærri búið að stúta okkur af einskærri gestrisni og góð- gerðum á leiðinni —• og við ætl- uðum aldrei að geta slitið okk- ur frá góðum kökum •— og fall- egum heimasætum. Þegar til Sandgerðis kom, var liúsið orðið augafullt af gestum — ekki til- tök að selja einum einasta manni inngang í húsið — en það sem verra var —- að hlust- endurnir voru fokvondir orðnir sem reiðir hanar út af seinlæli okkar, og það var ekki fyrr en Jakob var búinn að skríða upp á bakið á Jóni og spriklaði það- an öllum öngum, að hann fékk hljóð til að stilla til friðar. En nú voru góð ráð dýr — þvi okkur fannst það lielv,.. hart að þurfa eklci aðeins að syngja, heldur að syngja í gisnu fisklofti, og fá auk þess formælingar og skammir i hattinn — án þess að fá grænan eyri fyrir. Tókum við þvi það til bragðs, að selja út úr húsinu, að söngnum loknum. — En hvort sem það hefir verið af því, að fólkið var hrifið af söngnum, eða af því að það var fegið að losna við okkur — þá borgaði liver maður sinn túskilding með glöðu geði. — Og þarna sérðu — að það er alveg eins gott að selja útgangseyri sem aðgangs- eyri. Fólk verður ekki síður fegið að komast út en inn. Annars ætlum við, óðux’ en „séra Bjarni“ rekur þig út, að mæla við þig fáein orð í fullri alvöru. Þau geta verið á þessa leið: 1 fyrsta lagi: Músikin er okk- ur fyrir öllu. Við syngjum fyrst og fremst fyi’ir sjálfa okkur — en ef aði'ir geta liaft yndi af því með okkur, þá er okkar ánægj- an að skemmta þeim. 1 öðru lagi: Við höfum hvar- vetna mætt óvenjulegri velvild og alúð, og livar sem við höfum farið, hefir okkur verið tekið með kostum og kynjum. Þetta viljum við í eitt skipti fyrir öll þakka. í þriðja lagi: Við höfum frá fyrstu tíð notið aðstoðar af- bragðs krafta við raddsetningar þeirra laga sem við höfum sung- ið. Lengi vel nutum við aðstoð- ar Carls BiIIich, en í þetta skipti hafa þeir Emil Thoroddsen og Árni Björnsson píanóleikari verið okkur mjög innan handar við raddsetningu og aðra hjálp á framsetningu þeirra viðfangs- efna, sem við nú glímum við Þessum mönnum viljum við einnig þakka, og þá má ekki gleyma Bjarna Þórðarsyni, sem leikið hefir undir með okkur ár- um saman, og verið okkur hin mesta hjálparhella. Og í fjórða lagi: Hypjaðu þig nú út blaðamaður góður, þvi að brúnin á honum „síra Bjarna“ er orðin ygld.“ Þ. J. Óskum eftir tveimur til þremur liarmonikuspilurum um mánaðamótin á veitinga- liús. — Uppl. í síma 1521. Ibnð Kona, með stálpaða telpu, óskar eftir 2ja herbergja íbúð 14. maí eða fyrr. — Uppl. i síma 2877. Bcejar fréttír I.O.O.F. 5= 1232268V2 = Listsýning-. Bretar hafa ákveðiÖ að halda sýn- ingu á málverkum, teikningum og öðru eftir hrezka hermenn, flug- menn og sjómenn í næstu viku. — Sýningin verður í Stadium Camp — hjá íþróttavellinum. Dansk-íslenzka félagið heldur fund í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8j4- Dr. Fr. de Fontenay sendiherra Dana talar um „Dan- marks Stilling efter den g. April 1940“. Gunnar Pálsson söngvari syngur íslenzk og dönsk lög. Dans til kl. 2.' Bridge-keppnin heldur áfram í kvöld í Ingólfs kaffi. Keppa þá flokkar Einars B. Guðmundssonar og Lárusar Fjeld- sted, flokkar Lúðvíks Bjarnasonar og Harðar Þórðarsonar, og flokkar Gunnars Viðar og Péturs Halldórs- sonar. Næturlæknir. María Hallgrímsdóttir, Grundar- stig 17, sími 4394. Næturvörður i Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Guðm. próf. Thor- oddsen: Ferðasaga. b) 20.55 Ragn- heiður Þórólfsdóttir og Ólafur Þor- steinsson: Smálög, leikin á gítar og mandólín. c) 21.10 Friðfinnur-Guð- jónsson leikari: Úr ritum Plausors. d) 21.35 Hljómplötur: Islenzkir kórsöngvar. Hermaður ræðst a 9 ára dreng. 1 síðastliðinni viku framdi brezkur hermaður ódæðisverk á íslenzkum dreng, níu ára gömlum. Gerðist þessi atburður kl. 8 um kvöldið suður við Póla. Lokkaði hermaðurinn drenginn afsíðis nxeð sælgæti, en er nokk- uð var komið frá húsinu réðist hermaðurinn á hann, reif af honum fötin i þeim tilgangi að nauðga honum. í þeirri viður- eign hlaut drengurinn þó nokkra áverka, en gat sloppið við illan leik á brott, nakinn og særður. Bifreið, sem tók hann upp af veginum, flutti hann á lögreglu- stöðina — en þaðan var honum, strax ekið á Landspítalann og búið um sár hans. Rannsóknarlögreglan hóf leit að hermanninum og er hann fundinn. Við rannsókn kom i ljós, að þetta er í annað sinn sem þessi hermaður hefir framið samskonar brot á sömu slóðum. Hafa hernaðaryfirvöldin mál þetta til meðferðar. Þetta er Ijótt mál, og vonaridi að þvílik athæfi endurtaki sig ekki í neinni rnynd. Að þessu geta foreldrar og aðstandendur barna sjálf unnið, með því að vara börnin við þvi, að gefa sig að hermönnunum. Við eigum sjálf að forðast sem mest sam- neyti við það herlið, sem her- tekið hefir land vort, og við eig- um einnig að brýna það sama fyrir bornunum. r inur stórar, lögheldar, til sölu. HAMBORG h.f. Laugavegi 44. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLÝSA 1 VlSI! (JllglÍltglII* óskast til léttra sendiferða hálfan eða allan daginn. A. v. á. Sendisveinn Að gefnn tiiefni viljum vér vekja athygli á að árangurslaust er að hringja lil starfsfólks vors, þar sem þvi er ekki levft að svara í sima í vinnutímanum.- Matstofan CÍUIXFONH Aðvörnn i fiskimatsstjóra Samkvæmt 7. gr. fiskiníatslaga 8. september 1931 er yfirfiskimatsmönnum heimilt að banna fisksöltun úr salti, er þeir álíta ónothæft. Enn fremur er, samkvæmt 1. gr. laga nr. 9, 1. febrú- ar 1936 heimilt að skylda eigendur fiskgeymslu- og fiskverkunarhúsa til þess að hreinsa hús og áhöld úr gerlaeyðandi efnum. Með því að óvenjulegar skemmdir hafa orðið að und- anförnu á saltfiski af völdum rauðagerla, hefir þessi sótthreinsun verið upptekin og þegar framkvæmd að mestu í þeim húsum, er rauða varð vart í. En yfirfiski- matsmenn álíta salt, sem hefir verið í eða nálægt smit- uðum fiskstöflum óhæft til fisksöltunar. Bæði fyrr- nefnd lagaákvæði eru því nú i framkvæmd. Nú hafa nokkrir eigendur smitaðra húsa, ýmist ekki hirt um eða ekki leyft sótthreinsun á húsunum ennþá. Þessir menn mega búast við að hamlað verði eða neit- að að meta til útflutnings fisk úr þeim húsum, er þann- ig er ástatt um eða saltaður úr salti, sem eg eða yfir- fiskimatsmenn telja óhæft til fisksöltunar. Reykjavík, 26. febrúar 1942. SVEINN ÁRNASON. Fignist góða bók Kanpið Harín Stúart eftir Stefan Zweig Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Háir vextir Af sérstökum ástæðum er til sölu strax 600.000 krónur í góð- um skuldabréfum, með 6% vöxtum. Ennfremur veðdeildarbréf og önnur verðbréf. Tilboð, merkt: „Háir vextir“ sendist afgr. Vísis sem fyrst, þar eð fyrstu kaupendur verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir. Bifvélavirki eða járnsmiðiir getur fengið góða atvinnu og nýtízku íbúð nú þegar. A. v. á. Stórliýisl í vesturbæ er til sölu strax. Húsið er vönduð nýbygging. Laus íbúð fylgir. Hagkvæmir greiðsluskilmálav. Uppl. gefur V v HEILDVERZLUN Guðm, H. Þórðarsomr Sími: 5815. 8I«LI1íkAR I milli Bretlands og íslands halda áfram, eins ög að undanfornu. Höfuin 3—4 skip í förum. Tilkynningar úm vöru- sendingar sendíst Cnlliford <ék Oark BRADIÆYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Krakka vantar okkur til að bera út blaðið til kaupenda, Talið strax við afgreiðsluna. Ðagbiaðið VlSIR Auglýsiog: nm verðlagfiákvæði. Verðlagsnefnd hefir samkvæmt heimiki í lögum nr. 118, 2. júlí 1940, ákveðið hámarksálagningu á fiski- öngla svo sem hér segir: 1 heildsölu .... kr. 31.26 pr. þús. 1 smásölu .... kr. 34.00 pr. þús. Þetta birtist hér með öllum þeim er hlut eiga að ináli. Viðskiptamálaráðuneytið, 25. febrúar 1942. þnrt ogr grott vantar okknr nú þegar undir prentpappir Bagblaðið l isir Það tílkynriist vinum og vandamönnum að dóttir min, móðir og systir, Grudný Finnhogadóttir andaðist á Farsóttarhúsirtu 25. þ. m. Hálldóra Eyjólfsdóttir, Finnbjörg Guðmundsdóttir og systkini. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, Matthíasar Ólafssonar fyrrv. alþingismanns. Marsibil Ólafsdóttir, börn og tengdabörn. Jarðarför bróður okkar, Þóparins Arnórssonar, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 27. febrúar og hefst með húskveðju á Laufásvegi 19, kl. .1% e. h. Systkini.. f

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.