Vísir - 28.02.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1942, Blaðsíða 2
7 VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS 'inn frá Ingólfsstræti) Síjuar 16 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Faðir JónasB FORMAÐUR Framsóknar- flokksins er um þessar mundir nálega klökkur yfir veg- lyndi sínu og flokks síns. Tilefn- ið mun vera það, að því hefir fengizt framgengt, að meiri- hluti niðurjöfnunarnefndar í Reykjavík er nú í samræini við meirihluta bæjarstjórnar, eins og sjálfsagt liefir þótt í öðrum bæjum landsins. Það er alveg eins og formanni FramsókjiLar finnist að með þessu sé bætt fyrir allar gamlar syndir baas sjálfs og samherja hans gegn þessum bæ. Hann segir, a# Framsóknai-flokkurinn hafi allt- af verið „mannasættir“ í þess* þjóðfélagi og þó vafalaust ald- rei meiri en nú. Hitt er auðvit- að frá lians sjónarmiði ekki nema sjáifsagt réttlætismál, aS Framsóknarflokkurinn eigi eiim af 5 fulltrúum i niðurjöfnunar- nefnd, þótt liaun eigi ekki nema einn af 15 í bæjarstjórninni. Já, það er alveg eins og Jónas Jónsson eigi hvert bein í Sjálf- stæðisflokknum. Hann segir herum orðum: „Framsóknar- menn (þ. e. J. J.) hafa komið á núverandi flokkaskipun hér á landi, nema því flokksbroti, sem búið er til fyrir erlent fé.“ Það er ekki sjaldan, sem ný sögu- leg sannindi birtast, þegar Jónas Jónsson tekur tll máls. Hingað til hafa menn sannast að segja haldið, að Jón Þorláksson hafi átt meiri þátt i stofnun Sjálf- stæðisflokksins en J. J. Og ineira að segja hefir sjálfstæðismönn- um til skamms tínia þótt anda heldur kalt til sín úr þessum ný- uppgötvaða föðurgarði. Við vituni það þá, að Sjálf- stæðisflokkurinn á tilveru sína Jónasi Jónssyni að þakka. Og hví ákyldum við raunar láta okkur koma mjög á óvart, þótt hann fari beinlínis að eigna sér uppí’una flokksins, alveg eins og hann hefir áður viljað eigna sér sum af helztu málum hans. Reykvíkingar hafa oft heyrt það á undanfömum árum, að „faðir Jónas“ liafi átt beztan þáttinn í því, að koma upþ Sundhöllinni. Og það á sjálfsagt eftir að heyr- ast oft næsta hálfa mánuðinn. Annars hafa sjálfstæðismenn látið telja sér trú um, að hinn mikli „mannasættir“ hafi verið fretnur örðugur viðfangs í því máli, meðan hann var og hét. Og þá hefir „faðir Jónas“ vafalaust ekki siður komið Sogsvirkjuninni upp. Það er annars makalaust hvað þessi íhaður hefir verið hrapallega misskilinn! Hafa ekki ótuktar sjálfstæðisblöðin sagt, að hann hafi borið það fram til réttlæt- ingar þingrofinu 1931, að nauð- synlegt hafi verið að rjúfa þing- ið til þess að fyrirbyggja það, að Reykjavík gæti fengið ríkis- ábyrgð til Sogsvirkjunarinnar? Og þá er það hitaveitan. Auð- vitað hefir „faðir Jónas“ átt mestan þátt í því, að það mál er komið áleiðis. En sjálfstæðis- blöðin liafa sagt, að hann hafi verið andvígur þessu höfuð- framfaramáli Reykjavíkur. Þau hafa sagt, að hánn og flokks- menn Iians hafi verið á móti lcaupunum á hitaveitusvæðinu á Reykjum. Þau hafa sagt, að hann og flokksmenn lians liafi lafið fyrir því, að unnt væri að bora eftir jarðhitanum. Þau hafa jafnvel sagt, að „faðir J.“ liafi haldið því fram, eftir að hitaveitusamningurinn var gerð- ur, að hann væri „versla plagg- ið“, sem til íslands hefði borizt. Loks má ekki gleyma kjör- dæmamálinu. Sjálfstæðismenn minnir, að Jón heitinn Þorláks- son liafi ekki viljað una því, að flokksmenn hans væru „annars (lokks borgarar“ í þjóðfélaginu. Og þá minnir líka, að „faðir Jónas“ hafi ekki viljað gera neitt til að bæta úr þessu rang- Iæti. Sennilega er þetta mis- minni. En ef svo er ekki, þá er hinn mikli mannasættir vafa- laust reiðubúinn til að bæta úr því, sem vangert kann a'ð reyn- ast í þessu efni. Það er gott fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á þessum háskatimum að vita, hvar skjóls er að leita, góðvildar og föðurmildi. Ef þeim finnst gengið á ldut sinn, vita jieir alltaf hvar „faðir Jón- as“ er. Hann lætur eklci traðka á börnunum sínum. Það er ein- hver munur eða vera föðurlaus. a ðtrarpsnmræðnr nm bæjarmálefni Útvarpsumræðumar í sam- bandi við bæjarstjórnarkosning- arnar fara fram næstkomandi þriðjndag og miðvikndag, 3. og 4. marz, og fimmtudaginn fyrir kosningamar, þ. e. 12. marz. Búið var að ákveða, hvernig umræðunum skyldi liagað, áður en kosningunum var frestað og mun það fyrirkomulag að öll- um líkindum verða látið haldast. Umræðurnar munu byrja kl. 20.20 og verður ræðutími hvers flokks 50 mínútur. Fyrsta kveld- ið skiptist hann í tvennt, 30 og 20 min., en hin kvoldin verður hann fjórskiptur: 2Ö, 15, 10 og 5 mínútur. Röðin verður þessi við um- ræðurnar. Fyrsta kveldið: D- íisti, A-listi, B-listi og C-listi. Annað kveldið: B-listi, A-listi, C-listi og D-Iisti. Þriðja kveldið: D-listi, C-listi, A-listi og B-listi. Ekki er til hlitar ákveðið, hverjir tala af hálfu Sjálfstæð- isflokksins. Þó munu þeir Bjarni Benediktsson, borgarstjóri, og Guðmundur Asbjörnsson, for- seti bæjarstjórnar, tala fyrsta kveldið. Róðrar í Keflavík. Síðastliðna Viku var róið 5 daga frá Keflavík og var afli með bezta móti, frá 7 til 22 skip- pund í róðri. Tvær fyrstu vikur febrúar var afii mjög tregur, frá 3 til 8 skip- pund. Mikil síld liefir til þessa verið á miðunufn, en virðist nú, að sögn sjómanna, 'vera í rénun. Mikið af afla síðustu daga hefir verið saltað og veldur þvi bæði verkafólksleysi og skortur á ís. Verkamannaskýli í Keflavík Síðastliðinn Iaugardag var opnað til afnota verkamanna- skýli í Keflavík og er það við Hafskipabryggjuna þar. Skýlið er starfrækt af Verka- lýðs- og sjómannafélaginu, með styrk frá lireppnum, Útgerðar- mannafélaginu og öðrum at- vinnurekendum. Húsakynni eru vistleg eftir á- stæðum og geta þar setið um 50 manns undir borðum. Skýlið selur allar algengar Þýðing íslenzkra rita á sænsku. Eins og ýmsum mun kunnugt hefir sænskur kennari, Vimar Ahlström í Marstrand í Svíþjóð, þýtt f jöldann allan af íslenzkum ritum á sænsku. Áður en stríðið skall á hafði hann þýtt ævisögu Jóns Steingrímssonar, rit Jóns Thoroddsens, auk Ieikrita og sagna eftir nútíðarhöfunda íslenzka. Síðan tók fyrir samband- ið við Svíþjóð að kalla, hefir ekkert heyrzt um þýðingarstörf hins mikilvirka íslandsvinar. f bréfi frá honum, skrifuðu um miðjan desember s. 1., en nýkomið hingað, segir nokkuð frá tilraunum hans til að kynna ísl. bókmentir í Svíþióð. Þó hon- um hafi gengið erfiðlega að fá útgefendur að þýðingum sinum, heldur hann þýðingarstarfinu áfram hinn ótrauðasti. Ilefir hann lokið við þýðingu á skáld- sögunni „Systurnar“ eftir Guð- rúnu Lárusdóttur og sjónleikn- um ,.Á heimleið“. Auk sjónleiks- ins „Likkistusmiðurinn“ eftir Sig. Eggerz, hefir hann nú þýtt „Það logar yfir jöklinum“ eftir sama höfund, „Tíu leikrit" eftir Guttorm J. Guttormsson og „Misskilningurinn“ eftir Krist- ján Jónsson. Um leikrit Gutt- prms segir liöfundurinn, að þau séu býsna nýstárleg, sum áhrifa- rik en önnur gamansöm, tekur hann sérstaklega fram að „Hringurinn“ sé snjöll lýsing á öræfum. Um birtingu þýðinganna tek- ur Vimar Ahlström það fram, að hann hafi átt í samningum við bókaforlag Gleerups i Lundi, en það hafi óskað samvinnu við Samfundet Sverige—ísland um útgáfu einstakra hóka. Hafi Dagur Strömbáck dósent látið i ljósi, að félaginu myndi vera ánægja að stuðla að útgáfu ýmsra þýðinganna, þegar það hefði ráð á því, fjárhagsins vegna. Um leikritin er það hins- vegar að segja, að „Radioteat- ern“ (sænska útvarpið) hefir fengið sum þeirra til yfirlestrar og er trúlegt að sjónleikurinn „Hatturinn og Dóra“ eftir Einar H. Kvaran verði fluttur í útvarp- inu i sambandi við útsendingu norrænna leikrita nú í haust. Þýðingar Vimar Ahlström’s munu nú nema allmörgum bindum, ef út væru gefnar og eru þær þessar: ‘ Æfisagá Jóns Steingrímsson- ar. Maður og kona og Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen. Málleysingjar Þorsteins Erlings- sonar. Fjórar sögur eftir Einar H. Kvaran og leikritiðHallsteinn og Dóra. Guð og lukkan eftir Guðm. Hagalín. Skuggasveinn eftir Matthias Jochumsson og Nýársnóttin eftir Indriða Ein- arsson. Tvær sögur eftir Frið- rik Brekkan. Leikritin Þrir prestar og á heimleið eftir Lár- us Sigurbjörnsson. Óskastundin eftir Kristínu Sigfúsdóttur, Syst- urnar og smásögur eftir Guð- rúnu Lárusdóttur. Straumrof eftir Haljdór K. Laxness. Leik- ritin Líkkistusmiðurinn og Það logar yfir jöklinum eftir Sig. Eggerz, Tíu leikrit eftir Guttorm J. Guttormsson og Misskilning- urinn eftir Kristján Jónsson. Islenzkir stúdentar geta sér gott orð vestan hafs Frá aðalfundi „Íslenzk-ameríska félagsinst£. Íslenzk-ameríska félagið hélt aðalfund sinn í Háskólan- um í gærkveldi. Formaður félagsins, Sigurður prófessor Nor- dal, gaf skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Formaður skýrði frá því, að um áramótin hefði 2 íslenzkir stúdentar fengið meðmæli fé- lagsins til amerískra háskóla og sumir fengu jafnframt aðstoð til þess að fá styrk vestra. Þá fór félagið fram á það við Landsbókasafnið, að það keypti ýms amerísk timarit. Hefir safnið orðið við þessum tilmæl- um félagsins og liggja þessi tímarit nú frammi á lestrarsal safnsins almenningi til afnota. Félaginu liefir borizt tilkynn- ing um það frá „Institute of International Education" i Bandarikjunum, að það ráði nú yfir meira fé en áður til þess að styrkja erlenda stúdenta til náms þar í landi. Kemur þetta sér auðvitað vel fyrir þá íslenzka námsmenn, sem eru einhvers styrks þurfi. Eftir fregnum þeim af ís- lenzkum stúdentum að dæma, sem hingað hafa borizt, hafa þeir stúdentar staðið sig vel, sem voru þar við nám á árinu, er leið. Þeir h^fa állir getið sér gott orð og lialda heiðri Islands vel uppi. Islenzk-ameríska félagið var stofnað til þess að hjálpa stúdenl um, er vildu stunda nám vestra, veitingar aðrar en mat, við mjög vægu verði. Starfsemi þessi er rekin í leiguhúsnæði, en ætlunin er að byggja svo fljótt, sem auðið verður. Forstöðumaður er Ólafur Gíslason. svo og þeim ameriskum náms- mönnum, er- vildu koma hingað til náms. Nú hefir þetta breytzt svo við þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu, að engir stúdentar þar fá styrk til náms í Skandinavíu, en tsland telst til hennar. Á fundinum í gær var öll stjórn félagsins endurkosin. — Hana skipa: Sigurður Nordal, prófessor, formaður, Steingrím- ur Arason, kennari, varafor- maður, Ragnar Ólafsson, lög- fræðingur, ritari, og meðstjórn- endur: Ásgeir Ásgeirsson banka- stjóri, Ingi Bjarnason, efnafræð- ingur, Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri og Sigfús Halldórs frá Höfnum. ( Bæjarbúar full 40.000. Bæjarbúar fylltu fertugasta þúsundið við síðasta manntalið, nú fyrir áramótin — og rúmlega það. — Manntalsskrifstofa bæjarins hefir ekki enn getað fengið glöggt yfirlit yfir fólksfjöldann í bænum og eru henni enn að berast tilkynningar um fólk, sem ekki náðist til af ýmsum ástæðum, þegar manntalið fór fram. Þó að enginn vafi sé á því, að það fólk, sem í bænum var tal- ið, hafi verið yfir 40.000 þúsund, þá má samt telja það víst, að rnikill fjöldi teljist heimilisfast- ur annarsstaðar. Deila hefir staðið um það að undanförnu, hve hárri upphæð þau gjöld næmu, er Dagsbrún þyrfti að greiða fyrir hvern fé- laga vegna inngöngu í Alþýðu- sambandið. .Tón Sigui'ðsson starfsmaður Alþýðusambandsins hefir sent . Vísi greinargerð, þar sem þvi er haldið franx, að gjöldin nenxi samtals kr. 4.89 og vísast þar til greinar Sigurðar Guðnxxindsson- ar, er birtist hér í blaðinu í | fyrradag, sem er að öllu saixia ; efnis, að öðru leyti en því, að ; viðurkennt er að samtals nemi gjöldin ki'. 6.89. I ávarpi er „Nýtt dagblað“ birti í gær frá stjórn Dags- brúnar segir svo orðrétt: „Verkamannafélagið Dags- brún hefir saxnþykkt að. liækka árgjald hvers félags- manns úr kr. 20.00 upp i 30.00. Þessi liækkun félags- gjaldanna er nauðsynleg af tveimur höfuðástæðum: í fyrsta lagi hefir félagið á- kveðið að ganga í Alþýðusam- band Islands, en því fylgja út- gjgld, sem munu nema kr. 6.80 fyrir hvei-n fullgildan Dagsbrúnarmann. ... “ I þessu sama blaði birtir Jón Sigurðsson grein sína. Dags- brúnarstjórnin staðfestir full- yrðingar Vísis. — Jón mótmælir þeim, af því að fyrir Dagsbrún- arkosningarnar hélt liann því fram að gjöldixx næmu samtals kr. 4.89. Með þlví að hér er unx þýðingarlitla deilu að ræða úr því sem komið er og hið sanna hefir komið í ljós, — að gjöldin nema samtals kr. 6.89, — lætur þetta blað útrætt um málið, en Dagsbrúnarstjórnin og Jón jafna vafalaust reikningaxxa sín á milli, og væntanlega krefur hann f. h. Alþýðusambandsins Dagsbrúnarstjóx’nina, ekkinema um kr. 4.89 og gerir Alþýðu- sambandinu skil á þeim grund- velli!!! Frá störíum Fiskiþings. S.l. miðvikud. voru til umræðu landlielgis- og björgunarmál, óg var Arngrímur Fr. Bjarnason framsögumaður. I umræðum um þetta mál bar Gisli Sighvats- son fram tillögu um að athugað yrði um friðun Faxaflóa fyrir veiðum með dragnót og i botn- vöi'pu, og lagði fram áskorun frá öllum útvegsmönnum í Gerðahreppi til Fiskiþingsins, um að beita sér fyrir því, að friðun Faxaflóa yrði nú lögleidd. Las Gísli upp bréf frá Árna Friðrikssyni fiskifræðingi, þar sem friðunin er einhuga studd. Mál þetta féklc góðar undirtektir Fiskiþingsins. Þá voru til umræðu vitamál. Framsögumaður var Friðrik Steinsson. Emil Jónsson vita- málastjóri gaf á þinginu yfirlit um vitabyggingar síðustu ára og starfrækslu vitanna. Þakkaði Benedikt Sveinsson upplýsingar vitamálastjóra. Magnús Gamalí- elsson vakti máls á því, að nauð- syn bæri til að fá vita á Ilrólfs- sker og Gisli Sighvatsson benti á, að nauðsynlegt væi'i að fá ljósbauju á Garðsskagaflös. I fyrrad. var á dagskrá Fiski- þingsins efling Fiskifélagsins. Framsögumaður var Davíð Ól- afsson, forseti Fiskifélagsins. Gat framsögumaður um hina nýju stjórnskipuðu nefnd, sem taka skyldi til athugunar fyrir- komulag fiskveiðimálanna. margir fulltrúar tóku þátt i um- ræðunum. Lögðu flestir þeirra áherzlu á, að máli þessu yrði lokið á viðunandi liátt, áður en Fiskiþingið hættir störfum. Auk fulltrúa í’æddu um málið þeir Kristján Jónsson erindreki og Sigurjón Jónsson. Málinu var vísað til stai'fsmálanefndar. Ennfremur var á dagskrá ör- yggi sjómanna, og hafði Einar Guðfinnsson framsögu. Rakti liann xiauðsyn þess, að vegna þess séi-staka ástands, sem nú væri á hafinu umhverfis ísland, yrði gaumgæfilega athugað, hvað unnt væri að gera til þess að draga úr liættunum og auka þannig öryggi sjómamxa. Aðrir fuíltrúar, sem ræddu um málið tókjLi í streng með framsögu- nxanni. Málinu var vísað til sjáv- arúlvegsnefndarl Þá var rætt um váti'yggingu vélbáta. Framsögunxaður var Einar G. Sigurðsson. Miklar um- ræður urðu um málið og var því visað til allsherjarnefndar. Loks vár rætt um liafnar- og lending- arbætur, og hafði Helgi Pálsson framsögu. Gerði hann grein fyr- ir óskunx fjórðungsþings Norð- Iendinga um þessi mál, en Magn- ús Gamalíelsson gerði grein fyr- ir nauðsyn hafnarbóta i Ólafs- firði. Árni Vilhjálmsson lýsti óskum fjórðungsþings Austfirð- inga um hafnarbætur á Aust- fjörðum og í Hornafirði. Elías Þorsteinsson í Keflavik er fimmtugur á morg- un, þó að vart megi það á hon- um sjá. Hann er senur þeirra Mar- grétar Jónsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar, kaupmanns ú Eyrarbakka, og er fæddur þar, en fluttist ungur með foreldr- um gínum til Keflavíkur og hef- ir síðan ávallt dvalið þar, svo að segja vaxið upp með þorpinu o^ átt sinn mikla þátt í vexti þess og viðgangi. Elías hefir á x;ndanförnum ár- um verið lífið og sálin i fjöl- mörgum gagnlegum fram- kvæmdum i Keflavík og einn af ötulustu forystumönnum í ' útgerðarmálum byggðarlagsins, jafnt á hinum. erfiðu og góðu tímum. Ávallt liefir Elías notið fyllsta trausts, bæði sinna samverka- manna og hverra þeirra, sem lxann hefir lxaft einhver skipti við, og er það ekki óverðskuld- að, því hann er xnaður sérlega vandaður og hógvær í allri fram- komu og laus við að gera sér nokkurn mannamun, enda munu þeir allnxai'gir nú orðið, sem notið hafa hjálpar og að- stoðar Elíasar á einhvern hátt, og þótt einliver Iiafi brugðizt trausti lians, þá liefir hann tekið því með sömu góðmenhskunni og aðstoðin var veitt. Elías var aðalhvatamaðut- að stofnun hraðfi’ystihússins „Jök- ull“ og er stjórnandi þess. Þá veitir hann fox-stöðu fiskimjöls- vérksmiðjunni „Þórólfur“ og rekur vei-zlun föður síns að liálfu og er nú einnig forstjóri fyrir fiskumboði Suðurnesja. Auk sinna daglegu starfá hefir liann gegnt fjölmörgum trúnað- arstöðum, bæði i þágu hreppsfé- lagsins og annarra félaga og. stofnana, og í hverju starfi er /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.