Vísir - 06.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 06.03.1942, Blaðsíða 1
Ritst jóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 32. ár. Ritstjórl 1 Ðlaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 32. tbl. JAPANAR TILKYNNA FALL BATAVIA. I gærkveldi voru hersveitir Jáp- ana 15-16 kilometra frá úthverfum borgarinnar. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. rpanska útvarpið tilkynnti fall Batavia í morg* un, en samkvæmt fregnum þeim, sem bárust til London seint í gærkveldi voru hersveitir Japana aðeins 15—16 kílómetra frá úthverfum borgar- innar. — Batavia er höfuðborg eyjarinnar og var þar aðsetur stjórnar Hollenzku Austur-Indiulanda þar til fyrir nokkurum dögum, að hún fluttist til Bandoeng. I fregnum sem bárust til London í gær var sagt, að mark- mið Japana væri að sækja fram á Mið-Java, allt til suðurstrand- arinnár og rjúfa þar með allt samband milli austur- og vestur- hlutans. Einn af landgöngustöð- um Japana var hafnarborgin Rembang, eins og áður var get- ið, og þaðan voru Japanar komnir 150—160 km. inn í landið, til Solo, sem, er mikil- væg flutningamiðstöð, þvi að hún er miðdepill mikils járn- brauta- og vegakerfis. Er Hol- lendingum liinn mesti hnekkir að þvi, að missa þessa borg. — Búizl var við, að Japanar myndu halda áfram sókninni þaðan til suðurstrandarinnar i framan- greindu augnamiði. Á Vestur-Java hafa Japanir sótt enn lengra fram, en víglína þeirra var um það bil /200 km. frá landgöngustaðnum, Ind- ramayo. Þá voru Japanir búnir að ná á sitt vald einum eða tveimur stöðum við járnbraut-, ina milli Indramayo og Bata- via. Hersveitir Hollendinga og Javamanna bafa barizt vask- lega gegn ofureflinu, en standa illa að vígi, i fyrsta lagi vegna þess, að fluglier bandamanna, sem er minni en Japana, hefir nógu að sinna við loftárásir á lierskip og flutningaskip Japana og flugvelli, sem þeir hafa tekið, og geta þvi ekki veitt landhern- 'um nægan stuðning, og í öðru lagi vegna þess, að Japanir eru liðfleiri. Þá var leidd athygli að því, að Japanar hafa náð á sitt vald naörgum flugstöðvum á eyjum í nánd við Java og torveldar það mjög varnaraðstöðu Hollend- inga. I fregnum frá London segir, að fregnin um, að Japanar hafi tekið Batavia, sé ekki staðfest. Engar fregnir höfdu borizt til London um bardagana á Java laust fyrir hádegi í dag. INNRÁS í ÁSTRALlU YFIRV OFANDI. Ástralíumenn óttast nú innrás Japana meira en nokkuru sinni og liggja fyrir þinginu tillögur stjórnarinnar um að lögleiða herskyldu til 60 ára aldurs. Gordon-Bennett hershöfðingi sem stjórnaði hersveitum, Ástra- líumanna á Malakkaskaga og í Singapore, mun stjórna varnar- liernum ástralska. Gordon-Bennett befir lýst yfir þeirri skoðun sinni, að Japanar muni þá og þegar reyna að koma liði á land í Ásti-alíu, og kveðst hann viss um, að takast muni að uppræta landgöngu- hersveitir Japana. FILIPSEYJAR. I framhaldstilkynningu frá Washington um árásir flugvéla McÁrthurs á skip Japana á Su- bic Bay, segir að þúsundir jap- anskra hermanna hafi drukkn- að, er þremur stórum herflutn- ingaskipum var sökkt þar. — I lestum skipana var án efa mikið af skotfærum, því að skipin sprungu með ógurlegum gný. CHIANG KAI-SHEK KOMINN HEIM. Chiang Kai-shek er kominn til Chungking, eftir mánaðar brottveru. Brottför hans frá Ind- landi tafðist vegna þess, að hann lagði lykkju á leið sína til þess að ræða við Wavell yfirhers- höfðingja, sem nú hefir aftur tekið við yfirherstjórn Indlands og Burma. Fregnir bárust um það til London í fyrradag-, að 9000 norskir kennarar hefði neitað að verða við kröfum Vidkun Quisling, að ganga í nýstofnað kennarasamband, en það var stofnað að tilhlutan Quislings. 1 kennarasambandinu norska eru 10.500 kennarar og sést af þessu, hversu daufar undirtektir Quisling hefir fengið. Ofsókn- um er haldið uppi gegn hinum frjálslyndu kennurum Noregs og hafa margir verið hnepptir í fangelsi eða fangabúðir. Meðal þeirra er Eide, formaður kenn- arasambandsins. Jafnvel kenn- arar, sem veikir eru, hafa verið hnepptir í fangelsi. X Kennarar Noregs hafa tekið sömu afstöðu og biskupar og prestar landsins, að berjast gegn því, að börn Noregs verði knúin til þess að ganga í æskulýðsfélög | nazista, að þar með væri girt fyrir að þau nyti uppeldisáhrifa heimilis og kirkju. X Viku fyrir jól flutti Vidkum Quisling inn í hina nýju “höll“ sína á Bygdoy. — Hús þetta, „Grandevillaen“, er afar skraut- Dregur að úrslit- um í Staraya Russa og Orel Eftir seinustu fregnum að dæma dregur að úrslitum við Staraya Rússa og Orel. 16. þýzki herinn, sem innikró- aður er við Staraya Russa, virð- ist elcki eiga sér undankomu auðið, því að Rússar þrengja æ meira að honum. Af þessum her liafa um 40.000 menn fallið eða verið teknir til fanga. Herinn var uppliaflega um 96.000 menn. Við Orel eru tvö þýzk her- fylki innikróuð. Rússneski hers- höfðinginn hefir skorað á Þjóð- verja að gefast upp, en þeir hafa neitað því. Rússum verður stöðugt meira ágengt á Leningradvígstöðvun- uni og hefir það vakið mikinn ugg í Finnlandi. Rússar eru sagðir liafa eina milljón riddaraliðs reiðubúna til þess að taka þátt í bardögum, er vorleysingar byrja og mikl- um erfiðleikum verður bundið að koma við skriðdrekum og bílum. Rússar hafa tekið Yuknov á Smolenskvigstöðvunum eftir harða bardaga. Missu Rússar þar feikn mikið af birgðum og hergögnum. lega innréttað og í því er sprengjuheldur kjallari. — Skammt frá er frægur baðstað- ur, en almenningi er nú bann- aður þar aðgangur. — Ibúum 8 húsa í nágrenninu hefir verið skipað að flytja. — 24 menn eru stöðugt á verði við þennan bú- stað Quislings. — Þegar Hákon konuungur bjó á Bygdoy, hafði almenningur frjálsan aðgang að baðstaðnum (Hukodden). „En Hákon þurfti líka ekkert að óttast“, eins og einn Bygdoy- búi sagði. X Margir norskir piltar innan við tvítugt hafa verið handtekn- I ir í Noregi. Piltar þessir eru syn- ir Norðmanna, sem eru liðsfor- ingjar í her frjálsra Norðmanna j i Bretlandi. — Terboven er sagð- . ur liafa fengið „heimild“ frá Berlin til þess að handtaka alla karlmenn á aldrinum 17—60 ára, sem eru skyldir norskum mönnum í lier frjálsra Norð- manna. Þjóðverjar liafa tekið 400 norskar fiskiskútur og nota þær sem eftirlitsskip. TQM MOONEY LÁTINN. • Ameríski verklýðsleiðtog- inn heimskunni Tom Mooney er látinn. Hann var dæmdur fyrir það 1916, að hafa kast- að sprengju á hermanna- fylkingu á götu í San Fran- cisco, en þegar varð mikil deila um þetta, sem vakti miklar æsingar. Var talið, að hér væri um falska ákæru að ræða. Réttarhöldin voru löng i og hörð og háð var hörð bar- átta fyrir því, að Mooney væri náðaður. Sannaðist, að Mooney hafði verið í öðrum bæjarhluta, er sprengjuárás- in var gerð. Hann sat yfir 22 ár í fang- elsi. Það hafðist ekki fram, að hann væri látinn laus fyrr en nokkru eftir að demokratar höfðu náð völdunum í Kali- forniu 1939, sem ríkisstjór- inn þar náðaði hann. BRIDGE-KEPPNIN: Flokkur [liars B. fiuð- mundssonar sigraði. í gærkveldi fór síðasta um- ferð í bridgekeppninni fram í Ingólfskaffi, með þeim heildar- úrslitum, að flokkur Einars B. Guðmundssonár bar sigur úr býtum með 380 stig, samanlögð. Éftir stigaútreikningi þeim, seni þessi bridgekeppni hefir verið dæmd eftir að þessu sinni, hefir flokkur Einars unnið fjóra flokkana, en tapað fyrir einum (flokki Péturs Halldórssonar í gærkveldi). En eftir venjulegum reikningi hefir flokkur Einars unnið alla flokkana. I flokki Einars B. Guðmunds- sonar eru auk lians, þeir Axel Böðvarsson, Helgi Eiríksson og Stefán Stefánsson. Röð flokkanna er sem hér segir: 1. fl. Einars B. Guðmundsson- sonar, lilaut í gær 71 stig, alls 380 stig. 2. — Gunnars Viðars, hlaut í gær 79 stig, alls 366 stig. 3. — Lárusar Fjeldsted, hlaut í gær 76 stig, alls 364 stig. 4 — Péturs Halldórssonar, hlaut í gær 73 st., alls 356 stig. 5. — Harðar Þórðarsonar hlaut í gær 68 stig, alls 347 stig. 6. — Lúðvíks Bjarnasonar, hlaut í gær 65 stig, alls 347 stig. fiiirlosafromvarpið lait Iri Tekjuafgangur 5,4 millj. kr. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1943 hefir nú verið lagt fram á Alþ/'ngi. Tekjur eru áætlaðar FREITIR FRA MOREGI KOSNINGAPISTLAR Ekki get eg betur séð, en að samfylking sé komin á milli allra flokkanna þriggja, sem keppa við Sjálfstæðisflokkinn nú við bæjarstjórnarkosning- arnar. Það er fjarri því, að mönnum geti komið þetta á ó- vart. Enda þarf ekki nema að vitna í Dagsbrúnarkosningarn- ar á dögunum, uni það, sem í aðsigi var. Þetta er gamla sagan um það, að öllum rennur blóðið til skyldunnar, þegar mikið ligg- ur við. Það sýnir sig alltaf við kosningarnar, að ekki ber svo mikið milli þessara þriggja flokka. Kommúnistarnir játa þetta hreinskilnislega. En pram- sókn og Alþýðuflokkurinn þykj- ast of fin til að vera í slikum félagsskap. Þessvegna er sam- fylkingunrii „opinberlega mót- mælt“, eins og stendur í stríðs- fréttunum. En það stoðar ekkert. Við kosningar er alltaf saman það sem saman á. Þótt Alþýðuflokk- urinn, Framsókn og kommún- istar skammist eins og hundar 364 daga á árinu, eru þeir alltaf búnir til bræðralags 365. daginn. Það er dagurinn, sem kosið er. Það hefir verið minnzt á það i kosningaumræðunum und- anfarið, að liætta sé á því, að útgerðarmenn flytji fram- leiðslutæki sin héðan, ef þeir álíta hagfelldara að gefa skipin út einhversstaðar annarsstaðar. Og ekkert þui-fi nema bæjarút- gerð til að fyrirbyggja þetta. En hvernig er á Isafirði? Mér er sagt að bærinn hafi þar átt stór- an part í togara, og ekki vílað neitt fyrir sér að selja skipið burt úr bænum á síðastliðnu ári. Quðmundur Ásbjörnsson hef- ir farið heldur óþyrmilega í taugarnar á andstæðingunum. Hann leyfði sér að tala um „óvini“ Reykjavíkur. Hvílík dauðasynd! Eins og Reykjavík eigi neitt nema vini,— svona ör- fáum dögum fyrir bæjarstjórn- arkosningar! Það merkilegasta er að allir þrir andstöðuflokkar sjálfstæðismanna hafa tekið þetta til sín. Alþýðuflokkurinn sannar visindalega, að Guð- mundur hafí átt við hann. Framsókn segir: „Nei, hann átti við mig“. Og kommúnistárnir æpa öskuvondir: „Auðvitað átti 33.7 milljónir króna, en gjöldin 28.3 milljónir. Tekjuafgangur er því 5.4 milljónir. Tekju- og eignarskattur, á- samt stríðsgróðaskatti, nemur 7 milljónum i frumvarpmu, en var 3 milljónir á frv. þessa árs. Vörumagnstollur er áætlaður 5 milljónir (7 milljónir á þessu ári) og verðtollur 10 milljónir (16 millj. á þ. árj). Hæstu gjaldaliðir eru 5.9 milljónir til samgöngumála og 4.8 milljónir til verklegra fram- kvæmda. hann við okkur.“ Ef allir þess- ir flokkar hafa góða samvizku, er einkennilegt að þeir skuli hrökkva svoná við, bara ef minnzt er á, að Reykjavík kunni að eiga óvini. Æ tli það sé ekki líka dauða- synd, að minna á gamalt máltæki, sem segir: „Ekki eru allir vinii', sem i eyrun hlæja“? Það vantar svo sem ekki, að talað sé nógu ísmeygilega v'ið kjósendur. Framsókn býður að setja nýtt andlit á bæinn. Al- þýðuflokkurinn lofar nýju skipulagi. Og kommúnistarnir segja, að nú eigi að stjórna bæn- um eftir nýjum grundvallar- % reglum. Svona keppast „vinirn- ir“ um að lofa gulli og grænurn skógum. Og auðvitað hafa þess- ir menn aldrei talað illa eða ó- virðulega um stjórnendur bæj- arins. Þeir bafa aldrei minnzt á „kyrrstætt og liugsjónasnautt íhald“. Þeir hafa aldrei sagt að „íbaldið bæri börnin út“, þeir bafa því síður sagt: „íhaldið þrá- ir dauðann og allsleysið.“ Nei, það er enginn nema Guðmund- ur Ásbjörnsson, sem talar illa um andstæðinga sína — þessa líka blessaða sakleysingja. Enginn maður hefir skrifað eins margar greinar og Jón- as Jónsson um „lúxusvillur auð- borgaranna14 í Reykjavík. En svo skeður það ótrúlega, að Jón- as flytur sjálfur í „lúxus-villu“ með Ipftvarnabyrgjum og öllu tilheyrandi. Af öllu broslegu, sem komið hefir fram í umræðunum um bæjarstjórnarkosningarnar þyk- ir varnarræða Hermanns fyrir lúxusvillu Jónasar einna kátleg- ust. Hvað hæstvirtur forsætis- ráðherrann gat lagt sig fram um það, að sanna að bústaður Jón- asar væri engin lúxusvilla, held- ur bara hús, svona venjulegt meðalhús! Þetta minnir á það, sem segir um löngu liðinn stjórnmálamann í gamalli gam- anvísu: „Og haldiði hann búi í höll, eða hvað? Nei, í hálftunnu- stærð, eða rúmlega það.“ Já, og svo upplýsti Hermann, að það væri ekki J.ónás, heldur S.Í.S., sem ætti „hálftunnuna“. H versvegna ætli Hermann hafi annars verið að afsaka þetta? Jónas hefir sig ekkert frammi við bæjarstjórnarkosn- ingarnar, svo kjósendur Reykja- vikur þurfa ekki þessvegna að brjóta lieilann neitt um, það, hvort bann býr í „villu“ eða húsi. En Hermann þekkir sitt heimafólk. Út um landið eru bændur sumstaðar í vandræð- um, af því að þeir geta varla fengið spýtu til að dytta að skemmukofa, livað þá heldur vmeira. Þeirra vegna var nauð- synlegt að má „luxus“-stimpil- inn af hinu nýja beimkynni for- manns Framsóknarflokksins., Kjósandi. D-LI8TIM er listi Sjálfstæðisflokksins / I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.