Vísir - 06.03.1942, Síða 2

Vísir - 06.03.1942, Síða 2
VISIR VISIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: ICristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsnaiðjan h.f. Kauphækkunin hans Haralds. ÞVÍ verður ekki neitað, að Haraldur Guðmundsson er býsna laginn að fóta sig, þótt hann komist út á hálan ís í um- ræðum. En svo skreipt getur Jk> orðið, að honum verði fótaskort- ur. Þetta kom í ljós seinna út- varpskvöldið. Einn af fulltrúum sjálfstæðismanna hafði talað um Alþýðuflokkinn og launa- stéttirnar. Hafði hann rakið sögu dýrtíðarinnar í stórum dráttum, lýst því hvernig Fram- sókn hefði staðið að hækkun af- urðaverðsins og látið allar að- varanir um’ dýrtíðarhættuna sem vin<d um eyrun þjóta. Jafn- framt hafði hann bent á, að hinn öruggi málsvari Iaunastéttanna, Stefán Jóhann Stefánsson, hefði tekið því þegjandi, að hlutur þeirra hefði verið skertur og ekkí sýnt á sér neitt fararsnið fyr en kosningar voru fyrir dyr- um. Haraldi sárnaði vitanlega að athygli skyldi vakin á því, hvernig Alþýðuflokkurinn hefði staðið í istaðinu fyrir launastétt- irnar. Og ekki sízí að minnt var á það, að flokkurinn hefði til þess að fá ráðherrá í rikisstjórn- ina, fórnað höfuð stefnumáli sínu frá undanförnum kosning- um. Ráðherrasess Stefáns Jó-> hanns hefði kostað það, að AI- þýðuflokkurinn samþykkti verðfellingu íslenzku krónunn- ar. Með gengislögunum hefði kaupgjald verið lækkað um 22%, samningsrétturinn af- numinn og fyrirbyggt að dýr- tiðih yrði bætt nema að %. fir því að Stefán Jóhann hefði get- að farið í ríkisstjórnina með stuðningi Alþýðuflokksins upp á þessa skilmála, væri auðsætt að engin ástæða hefði verið fyr- ir hann að fara úr ríkisstjóm- inni vegna gerðardómslaganna. * Hverju halda menn að hinn slyngi Haraldur hafi svarað þessu? Jú, það var ,Jögboðin kauphækkun,“ að Iaunþegar skyldu fá allt að 75% dýrtíðar- uppbót. „Lögboðin kauphækk- un“ sagði Haraldur og brýndi röddina ákaflega. Það er engin furða, þótt menn reki í rogastans, þegar sá vís- dómur er látinn skella á hlust- um þeirra, með þessum líka rokna sannfæringarkrafti, að raunveruleg kauplækkun, sem lögbannað er að bæta nema að %, sé lögboðin kauphækkun. Þetta er sennilega einhver sú magnaðasta „egilsstaðasam- þykkt“, sem nokkum tima hefir verið fram borin. Haraldur ætlast sjálfsagt til þess, að Iaunastéttirnar falli fram og þakki lionum og Al- þýðuflokknum fyrir „kaup- hækkunina," sem tryggð var með gengislækkuninni 1939. Hingað til hafa þeir, sem laun þiggja vaðið í þeirri villu, að hlutur jieirra hafi verið skertur með þeirri ráðstöfun. Með þessum frumlega kaup- hækkunarvísdómi ætlaði Har- aldur að sanna, að Stefán Jó- hann hefði orðið að láta gerðar- dómslögin varða samningsslit- um, vegna þess að með þeim væri gengið svo freklega á hags- muni launastéttanna.Við skulum Iíta ofurlítið nánar á þetta. Það var „lögboðin kauphækkun“, að launþegar gátu fengið allt að 75% dýrtiðaruppbót, eftir geng- islögunum. Samkvæmt gerðar- dómslögunum fá launþegar 100 % dýrtíðaruppbót. Er það ekki „lögboðin kauphækkun“, eða hvað? Manni virðist það meira að segja dálítið rífari „lögboðin kauphækkun“ en gengislögin heimiluðu. ★ Úr því að Haraldur lenti út á liálkuna á annað borð, hefði hann átt að segja launþegum, að það hefði verið aukin rétt- indi, að samningsrétturinn var afnuminh með gengislögunum. Það hefði verið nákvæmlega jafnsatt og hitt, að kaupið hefði hækkað. Og svo má kannske spyrja: Hvernig stóð á því, að Alþýðu- flokkurinn lagðist svona ákaf- lega fast á móti gengislækkun við þingkosningarnar 1937, úr því að það var einmitt leiðin til að fá fram „lögboðna kaup- hækkun“? Og enn er spurn: Hversvegna berst Alþýðuflokkurinn nú fyrir gengishækkun? Ef það er rétt hjá Haraldi, að krónulækkun sé sáma og kauphækkun, þá virðist af því leiða, að krónu- hækkun sé sama og kauplækk- un. Alþýðuflokkurinn getur ekki ætlazt til þess tvenns í senn, að fá þakkir launastéttanna fyr- ir gengislækkun 1939, og þakkir sömu stétta fyrir gengishækkun 1942. Það er ómögulegt að koma því saman. Það var hyggilega valið af AI- Jiýðuflokknum, að gera Harald Guðmundsson að aðalmálsvara sínum við útvarpsumræðurnar. Engum var betur treystandi til að sannfæra launastéttirnar um trúnað flokksins við málstað þeirra og umhyggju fyrir liags- munum þeirra. Launastéttirnar áttu að trúa þvi, að Stefán Jó- hann hefði fórnað ráðherra- dómnum fyrir þær. En hér var um svo hálan ís að fara, að jafn- vel Haraldur missti fótanna. Mönnum er orðið það full-ljóst, að Stefán Jóhann hefði setið ró- legur áfram í sínum tignarsessi, hvað sem öllum „kúgunarlög- um“ leið, ef flokkur hans hefði ekki þurft að standa kjósend- um reikningsskap ráðsmennsku sinnar við kosningarnar, sem í hönd fóru. a I.O.O.F. 1 = 123368V2 = 9111 Norsk gnSsþjónusta verður í dómkirkjunni á sunnu- dag kl. 8 síðdegis. Síra J. F. Kruse, prestur í norska flotanum, prédikar. Verðlagsnefnd hefir beðið blaðið að geta þess í sambandi við frásögn þess í gær urn fyrirhugað hámarksverð á app- elsínum og breytingu á því, sem auglýst er í blaðinu í dag, að verð- ið, sem búið var að ákveða, var byggt á upplýsingum um nettó- þunga í kössum, sem við nánari rannsókn reyndist vera brúttóþungi á Spáni. Varð ]>ví að leiðrétta verð- ið, eins og gert er í dag. Sjálfstæðismenn! Fundur í Gamla Bíó kl. 2 á sunnu- dag. Síðasti fundur fyrir kosningar. Útvarpið í kvöld. i KI. 18.30 fslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Strandhögg Breta í Vogsey. 21.00 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 21.05 Útvarpssagan: „Innrásin frá Marz“, eftir H. G. Wells (Knútur Arngrímsson kennari). 2X.35 Strok- kvartett útvarpsins: * Kvartett nr. 15 í B-dúr, eftir Mozart. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturlæknir. Þórarinn Sveinsson, Ásvallavötu 5, sími 27x4. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. S jálfstæðismenn! Fnndur í Gamla Bíó kl. 2 á sunnu- dag. Síðasti fundur fyrir kosningar. Alþýðuflokkurinn, verk- föllin og dýrtíðarmálin. Utvarpiræða Jakob§ 91öller§, IjánnálariíðSierra. 4. þ. m. M álsvarar Alþýðuflokksiris, þeir Stefán Jóh. Stefánsson og Jón Axel Pétursson, og nú síðast hagfrædilínudansarinn Jón Blöndal hafa í untræðum þessum, sem kallaðar eru umræð- ur um bæjarmál Reykjavíkur, reynt að beina þeim í annan far- veg en þann, sem telja mætti höfuðtilgang þeirra Og sjálfsagt kemur það engum á óvart, þó að sá flokkur þykist nú þurfa á öllu sínu að halda, og tjalda því, sem til næst, og þá öllu öðru öðru fremur en afskiptum sínum af stjórn bæjarmálanna. Stefán Jóh. Stefánsson, sem varla getur þó talizt að vera í kjöri í þessum bæjarstjórnarkosningum, hefir þá líka að sjálfsögðu verið valinn til þess að hafa aðalframsögu af flokksins hálfu með tilliti til þess höfuð-kosningamáls, sem flokkurinn hefir valið sér, þ. e. laganna um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlags- málum. Alþýðuflokkurinn er búinn að fá sig fullsaddan á því, að lieyja kosningabaráttu við Sjálfstæð- isflokkinn hér í bænum á grund- velli bæjarmálanna. Hann hefir maigendurtekna reynslu fyrir því, að það er með öllu vonlaust, að ætla sér að telja Reykvíking- um trú um það, að Sjálfstæðis- flokkurinn í hæjarstjórn sé at- hafnalaus kyrrstöðuflokkur. Stórvirki þau, sem bæjarstjórn- in liefir ráðizt í síðustu áratug- ina, vatnsveituframkvæmdirn- ar, gatna- og ræsagerð, höfnin, virkjun Elliðaánna og síðan Sogsins, Hitaveitan, stækkun bæjarlandsins og ræktun þess, sem samtals kosta tugi milljóna, eni svo opinberar staðreyndir, að engum heilvita manni dylst það, að hér hafa ráðið fram- kvæmdum stórhuga atliafna- menn. Hitt er rétt, að þessar framkvæmdir eru ekki gerðar með það fyrir augum að byggja upp socialistiskt bæjarfélag í sambandi við þær. Þær miða að því, að efla bæjarbúana sjálfa til dáða. Og hér hefir þá líka risið upp blómlegt athafnalíf, grundvallað á atliafnafrelsi og framtaki einstaklinganna. í imdanfömum bæjarstjórn- arkosningum hafa allir and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins einbeitt kröftum sínum til þess að snúa kjósendum frá Sjálf- stæðisflokknum, með því að gylla sem mest fyrir þeim ágæti þeirrar stefnu, að hið opinbera taki i sínar hendur, að sem mestu leyti, allan atvinnurekst- ur, eða gerist forsjón einstakl- inganna i þeim efnum. En bæjarbúar ' hafa reynzt með öllu ófáanlegir til þess að að- hyllast þá stefnu. Hvorki bæjarútgerðin í Hafn- arfirði né samvinnuútgerðin á ísafirði hafa megnað að snúa hugum manna hér í bæ á þá sveifina. Sérstaklega hefir æskulýðurinn verið furðu ein- þykkur í ]>essum efnum, og þessvegna hefir fylgi Sjálfstæð- isflokksins alltaf farið jafnt og þétt vaxandi Og nú era jafnvel forkólfar bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði farnir að snúast á sveif með einkaframtakinu og forkólfar Alþýðuflokksins hér í Reykjavik hafa svo að segja lagt þetta gamla kosningamál sitt á hylluna. Sjálfstæðisflokknum hefir löngum verið borið það á brýn, að hann væri fyrst og fremst flokkur eiginhagsmuna-mann- anna. Og það er sjálfsagt sú trú andstæðinga hans nú, og þá fyrst og fremst Alþýðuflokks- ins, að það sé einmitt þetta, sem líklegast sé til að afla fylgis, að slá sem allra fastast á strengi eiginhagsmunanna, og það allra þrengstu eiginhagsmunanna. Þess vegna hrópa þeir nú há- stöfum á launastéttirnar í land- inu og særa þær við hinar helg- ustu eiginhagsmunatilfinningar þeirra, að veita sér brautargengi í þessum kosningum. Þeir brýna það f>TÍr launastéttunum, að með lögum um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum, sé verið að ráðast á buddu allra þeirra, sem vinna fyrir kaupi. Áður hefir Alþýðuflokkurinn lagt höfuðálierzluna á það, að vernda samningafrelsi verklýðs- félaganna, fyrst og fremst sem manþréttindamál. Árið 1938 ætla eg að það hafi verið, sam- þykkti Alþingi lög um gerðar- dóm í ákveðinni vinnudeilu. Al- þýðuflokkurinn taldi sér skylt að berjast gegn þeim lögum og fórnaði fyrir það ráðherra sín- um, sem þá átti sæti í rikis- stjórninni, og dró hann út. Þeg- ar þetta var, stóð svo á, að tog- araútgerðin, sem rekin hafði verið með sívaxandi tapi árum saman, gat með engu móti risið undir aulcnum útgjöldum. Þjóð- arbúið var í liinu mesta fjár- hagslega öngþveiti og liafði varla til hnífs og skeiðar handa skylduliði sínu. Eina vonin um að geta aflað þjóðinni í heild brýnustu lífsnauðsýnja, var sú, að síldarútgerðin yrði relcin með öllum þeim tækjum, sem til voru, og að aflafengurinn yrði sem mestur. Forsprakkar Alþýðuflokksins og kommúnista hikuðu þó ekki- ert við það, að stofna til kaup- deila með allri þeirri hörku, sem verkalýðssamtökin áttu til, í því skyni að skrúfa kaupið svo hátt upp, að af því leiddi sföðvun útgerðarinnar, með þeim afleið- ingum að þjóðarbúið kæmist í alger þrot. Auðvitað þóttust þeir gera þetta fyrir verkalýðinn, til þess að hann gæti fengið tækifæri til þess að bæta hag sinn, sem hon- um sannarlega hefði ekki veitt af þá, á þeim atvinnuleysis- og erfiðleikatímum. Það var þvi næsta vænlegt til góðs árangurs að slá á þá strengi eiginhags- munana hjá þeim mönnum, sem ota átti út í verkfallið. Og þegar svo lögin um gerðardóm- inn voru sett, þá bættist það við, að verja þurfti hin helgu rétt- indi verkalýðsfélaganna að mega semja frjálst um kaup og kjör verkamannanna. Stefán Jóh. Stefánsson vakti öthygli á því í ræðu sinni í gær, að binding kaupgjaldsins, sem lögfest var með gengislögunum frá 1939, hefði fallið niður í ársbyrjun 1941, svo að öllum verkalýðsfélögum hefði þá verið frjálst að krefjast kjarabóta, til að bæta hag sinn, eftir mörg undanfarin atvinnuleysisár. En þá urðu hinsvegar engar kaup- deilur og engin verkföll. En þá var líka „allt rólegt á kærleiks- heimili“ stjórnarsamvinnunnar og ekki fyrirsjáanlegt, að til þess myndi koma á næstunni, að draga þyrfti ráðherra Al- þýðuflokksins út. Og meira að segja fór svo þá, að alþingis- kosningum var frestað og ráð- gert að frestað yrði einnig bæj- arstjórnarkosningum þeim, sem fara áttu fram nú í áys- byrjun. Nú kemur það hinsvegar á daginn, í ársbyrjun 1942, eftir að allar verkamanna- og iðn- stéttir hafa í lieilt ár haft meiri atvirinu og meiri tekjur en nokkur dæmi eru til, að nokk- ur félög, sem eru í Alþýðusam- bandinu og undir stjóm Alþýðu- flokksmanna og kommúnista, finna knýjandi þörf fyrir það, að að bæta hag sinn með 20— 30% grunnkaupshækkun, auk, að sjálfsögðu, fullrar verðlags- uppbótar. Önnur félög, utan Al- þýðusambandsins og undir stjórn manna úr öðrum flokk- um, höfðu á s.l. hausti samið um sama kaup og áður var. En um þær mundir var það að ger- ast, að innan ríkisstjóraarinnar var tekið að hallast að því, að Alþingiskosningar yrðu látnar fara frám á vori komanda. Og þá komu þegar upp kaupdeilur, sem hafnar voru af félögum, innan Alþýðusamþandsins. En er þetta þá „tilviljun“? Getur nokkrum manni blandazt hugur um það, hvort það muni heldur hafa verið þörfin fyrir kjarabætur handa verkamönn- um, sem komið hafi kaupdeil- unum af stað, eða þörf Alþýðu- flokksins og kommúnista fyrir aukið kosningafylgi? Eg hefi áður gert grein fyrir aðdraganda prentaraverkfalls- ins hér í útvarpinu, og svarað athugasemd stjórnarformanns ! Alþýðuprentsmiðjunnar við þá greinargerð. Síðan hefir það skeð viðvíkjandi þvi máli, að Alþýðuprentsmiðjan liefir verið dæmd sek um það, að hafa hrot- ið lög og samþykktir Félags ís- | lenzkra prentsmiðjueigenda, með því að gera sérsamning við prentarana, og hefir í rauninni með þeim dómi fengizt stað- festing á því, sem eg hélt*fram um það mál. Og eg geri ráð fyrir því, að öllum óhlutdræg- um kjósendum sé það ljóst, að öllum þessum verkföllum hafi verið hrundið af stað fyrir at- beina Alþýðuflokksmanna í stjórn Alþýðusambandsins og í stjórnum þeirra félaga, sem hlut áttu að máli, í þeirri von, að „gróðinn“ entist þeim að minnsta kosti fram yfir næstu kosningar, eins og Jón Blöndal komst að orði í skrifum sínum, um dýrtíðarmálin forðum. Hann sagði nú að vísu, að gróð- inn á kauphækkunum myndi „kannske“ endast verlcamönn- um fram yfir næstu kosningar. En eg geri ráð fyrir því, að það megi einnig setja kannske fyrir framan gróðavonir Alþýðu- flokksins á þessum kosninga- brellum. Alþýðuflokkurinn þóttist hafa „góð tromp“ á hendinni, þegar hann dró IJarald Guð- mundsson út úr ríkisstjórninni 1938, út af gerðardómslögun- um, sem þá voru sett. Hann þóttist þá geta vænt sér mikils gróða á því, að slá duglega á eiginhagsmunastrengi verka- mannanna, sem urðu fyrir riarðinu á þeim lögum. En hann reiknaði ekki með þegnskapar- kennd þessara manna og kjós- enda almennt, sem fyllilega gátu gert sér grein fyrir því,. hver alþjóðar þörf var fyrir það, að togaraútgerðin yrði rekin með sem mestum árangri. En »sú þegnskaparkennd hefir komið fram í því, að flokkurinn hefir alla stund síðan verið að tapa fylgi með þjóðinni. Og menn gæti raunar furðað nokkuð á því, að þessi flokkur, sem víst mætti ætla, að hefði getað lært eitthvað af reynslunni, skuli nú á ný „vega i sama knérunn“, ef svo mætti orða það. En nú er þess að gæta, að flokkurinn mun að þessu sinni treysta á það, að almenningur beri ekki eins gott skyn á það, hver þjóðarþörf er á því, að hemill sé hafður á verðbólgunni.. eins og á hitt, hver þörf var á því, að halda útgerðinni í gangi árið 1938. Og éins mun flokk- urinn eða forkólfar hans nú þykjast hafa úr miklu meira að, moða, þar sem þeir nú hafi tek- ið að sér mál allra launastétta í landinu og ekki verklýðsfélag- anna einna, og munu þeir telja það óliklegt, að ekki verði þó» alltaf svo mikill fjöldi kjósenda í þeim hópi, sem láti sig meira varða eigin stundargróða en hag lieildarinnar, að „gróðinn" á því endist þeim ekki fram yf- ir kosningarnar. Jón Axel Pétursson sagði í ræðu sinni í gær, að járnsmiðj- urnar liefðu grætt ógrynni fjár nú að undanförnu, og að því væri haldið fram að þeim veitti ekki af því, að safna sér sjóð- um til að geta mætt erfiðleik- unum, sem í vændum væru að stríðinu loknu. Síðan spurði ræðumaðurinn eittlivað á þá leið, hvort það væri þá nokkur voði, að launastéttirnar fengi tækifæri til að safna sér vara- \ sjóðum til erfiðu áranna. Nei, vissulega væri það eng- inn voði, ef þeir sjóðir væru þá nokkurs virði. Um stórgróða járnsmiðjanna og annara stríðsgróðafyrirtækja er það hinsvegar að segja, að samkvæmt gildandi skattalög- um er nú vjenn kúfur af gróða þeirra tekinn með sköttum til ríkissjóðs. En eg get bætt þvi við, að óhætt er að fullyrða, að með breytingum, sem núver- andi Alþingi fær tækifæri til að gera á skattalögunum, verður vafalaust tekinn enn stærri kuf- ur af þeim gróða, til að safna í almannasjóði, sem eiga að hafa það hlutverk, að létta þjóðinni þá erfiðleika, sem í vændum eru. Og í þessu sam- bandi get eg svarað spurningu Jóns Blöndals um umreikning skattskyldra tekna þvi, að frá lionum mun ekki horfið af sjálf- stæðismönnum. Það virðast allir eindregið fylgjandi þvi, og ekki sízt Al- þýðuflokkurinn, að minnsta kosti í orði, að sjóðum verði safnað, og þeim sem allra 'stærstum. Og við getum allir verið sammála um, að það væri enginn „voði“. Hinsvegar verð- ur gagnið að þeim sjóðum eftir því, hvers virði þeir verða, þeg- ar til þeirra á að taka. Og ef engan hemil verður hægt að hafa á verðbólgunni, er það al- veg fullvíst, að sá gróði endist ekki til stríðsloka, þó að hann endist kannske fram yfir næstu kosningar, eins og kauphækkan- irnar, sem Jón Blöndal talaði um. Niðurl. Sjálfstæðismenn! , Fundur í Gamla Bíó kl. 2 á sunnu- dag. Síðasti fundur fyrir kosningar. Frjálslyndi söfnuðurinn. FöstuguÖsþjónusta, sem átti a<5 vera í kvöld, fellur niÖur sökum las- leika. Samkoma verÖur í kirkjunni á sunnudaginn, aÖ tilhlutan safnaÖ- arins. Nánar auglýst síðar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.