Vísir - 10.03.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 10.03.1942, Blaðsíða 3
VlSIR Sextugur: Sigurður Þorsteinnsson bókhaldari. Hinn 7. jan. s. 1. varð Sigurður Horsteinsson, bóklialdari, sex- lugur. Hann er fæddur 7. jan. 1882, liefir aliS allan aldur sinn liér í bænum og síSan hann fyrir rúmlega 50 árum tólc aS stunda verzlunai-störf, liefir slarfssvæS- iS legiS viS eina og sömu göt- una, Hafnarstræti, og hefir hann þó ekki alltaf starfaS hjá sömu verzluninni. Hann er vel þekktur í bænum sakir langs verzlunarferils, mik- ilia viSskipta viS almenning og þátttöku i margskonar félags- skap. Hann varS og snemma kunn- ur í þessum hæ sakir foreldra sinna, því aS hann er kominn af mjög merku og ættstóru fólki i báSar ættir. Foreldrar ha'ns voru Þorsteinn yfirfiskimats- maSur GuSmundsson, þjóS- kunnur atorku- og fram- kvæmdamaSur, og kona hans, Existin Gisladóttir, sem var og mikilhæf mjög. Á unga aldri, 1890, hóf Sig- urSur verzlunarnám, þá 8 ára gamall, hjá H. Th. A. Thomsen, kaupmanni, og starfaSi hjá hon- um og síSar hjá Thomsens Magasin, sem deildarstjóri frá 1902, þar til áriS 1910, aS verzl- unin hætti störfum. Þá var hann 1% ár hjá Brydesverzlun, síðan eitt ár hjá Milljónafélag- inu og réðist þaðan á miðju ári 1913 til Verzlun Jes Zimsen og hefir starfað þar síðan. Af því, sem nú var á drepið, sézt, að Sigurður liefir ekki oft skipt um vinnustaði þá hálfa öld, sem starfssaga hans nær yfir, og er það að vonum. Hann er trúr í störfum og skylduræk- inn, og gengur heill og óskiptur til vérka, svo sem hann á skap- lyndi til, og slíka starfsmenn kjósa allir hagsýnir og réttsýnir menn, þeir, sem þörf hafa á vinnukrafti, að hafa hjá sér, gera vel við þá, til þess að sam- starfstíminn geti orðið sem lengstur til hagsbóta fyrir báða. Sígurður hefir tekið mikinn virkan þátt i margskonar fé- lagsskap. Hann er söngmaður göður og gleðskaparmaður mikill og var i öllum söngkór- um hér í bænum um og eftir aldamótin, meðal annars i blönduðum kór í K. F. U. M. og' Dómkirkjukórnum. Og í kórn- um, sem söng við konungskom- una 1907, var hann þátttakandi. Hann iðkaði íþróttir og var einn þeirra manna, er keppti í fyrsta fótboltakappleiknum, sem hér var háður, með ensk- um dómurum, er stunduðu veiðar i Elliðaánum. Þá voru formenn liðanna þeir Ólafur Rósenkranz og Adam Barkley Sigmundsson, sem báðir eru látnir. Siðan um aldamót hefir hann verið félagi i Verzlunarmanna- félagi Reykjavikur og sat í stjórn þess 1907—1908. Hér verða ekki rakin öll þau félög, sem Sigurður Þorsteins- son hefir helgað krafta sína. Þó má það ei gleymast að geta þess, að í Góðtemplarareglunni hefir hann innt af liöndum mik- ið og göfugt starf, Hann var einn þeirra manna, er stofnuðu stúkuna Frón nr. 227, hinn 10. des. 1927, og hefir jafnan siðan verið hin traustasta máttarstoð hennar, enda nýtur hann trausts og virðingar stúkufélaga sinna, sem og annara Reglu- félaga. í stúku sinni liefir hann verið óslitið umboðsmaður stórtemplars síðan 18. maí 1932 og áður var hann þar æðsti templar um skeið. Þingtemplar liefir hann og verið síðan 1937, og margskonar önmu’ trúnaðar- störf liafa honum verið falin í Reglunni. Sigurður er kvæntur ágætri konu, Amaliu Sigurðardóttur. Eiga þau þrjú hörn upp komin: Ivristinu, gifta Þorgrimi Krist- inssyni, hifreiðarstjóra, Sverri, lyfjafræðing, kvæntan Emiliu Sigurðardóttur, og Þuríði Rögnu, gifta Gunnari Becker, trésmíðameistara í Kaupmanna- höfn. Sigurður er drengur góður, tryggur í lund og sérlega vin- sæll meðal þeirra, er þekkja hann rétt. Vinsældir hans komu á margan hátt mjög skýrt í ljós á sextugsafmælinu og í liinu fjölmenna samsæti, er vinir hans héldu honum í tilefni af því. Vinir Sigurðar og félagar þakka honum fyrir samveru- stundirnar og samstarfið á liðn- um árum og óska honum langra og góðra lífdaga. Ludvig C. Magnússon. Rússneskir smá- skæruhermenn sprengja í loft upp 5 vöruskemmur í Smolensk. Fregnir frá Stokkhólmi herma, að rússneskir smáskæru- flokkar hafi komizt alla leið til Smolensk, sem var — að minnsta kosti þar til fyrir skemmstu — aðalbækistöð Hitlers á austurvigstöðvunum — og sprengt þar i loft upp fyrir Þjóðverjum 5 birgða og vöru- skemmur. Stokkhólmsfregnir herma, að Hitler flytji stöðugt varalið frá Danmörku og Júgóslaviu til austurvigstöðvanna, og er því jafnvel lialdið fram, að svo mjög hafi gengið á varalið Hitl- ers, að vafasamt sé, að hann geti byrjað vorsóknina fyrr en í maímánuði. * Miklir loftbardagar eru stöð- ugt háðir yfir vígstöðvunum og herma seinustu fregnir, að frá 1. marz hafi Rússar grandað 397 þýzkum flugvélum, en misst 75 sjálfir. Rússar hafa unnið nýja sigra um 65 kilómetrum suður af Rzhev. Upprættu þeir þar heilt þýzkt herfylki. Rússar tilkvnna, að þeir sæki fram á öllu svæð- inu frá Leningrad til Taganrog og er einkum mikill kraftur i sókn Rússa á Donetzsvæðinu, þar sem þeir liafa sent fram 80.000—10000 manna her. Þjóðverjar játa, að Rússar hafi gert hörð áhlaup og orðið ágengt en Þjóðverjar rétt hlut sinn aft- ur. Fátæka stúlkan. afhent Vísi (sbr. hjálparbeiðni í blaðinu þ. 4. rnarz '42): Kr. 50,00 frá M. E. Kr. 20,00 frá Gunnu. Kr. 5,00 frá Ó. S. Kr. 10,00 frá N. M. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: Kr. 7,00 (gamalt og nýtt áheit) frá Y. J. II. I. kvartettinn s.yngur í Gamla’ Bíó fimmtud. 12. marz kl- 11.30 síðd. BJARNI ÞÓRÐARSON við hljóðfærið. Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar og Bókaverzlun ísafoldar. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttir fyrir hádegi á fimmtudag, annars seldir öðrum. þurrt og: gott vantar okkur uú þcgar uudir prcntpappír Dag;blaðið Vísir SIOLIIGAB milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 .skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford «& €lark lm. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Háir vextir Af sérstökum ástæðum er til sölu strax 600.000 krónur í góð- um skuldabréfum, með 6% vöxtum. Ennfremur veðdeildarbréf og önnur verðbréf. Tilboð merkt: „Háir vext.ir“ sendist afgr. Vísis sem fyrst, þar eð fyrstu kaupendur verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir. HvöA s j álf stæðiskvennaí élagiö lieldur fund í Kaupþingssalnum kl. 8.30 í kvöld. Herra borgar- stjóri Bjarni Benediktsson talar á fundinum. Allar Sjálfstæðiskonur velkomnai’. — Lyftan i gangi! STJÓRNIN. BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL LíMykkjabnðin Hafnaritræti 11 Simi 4473. 1-2 duglegar stúlknr óskast nú þegar. —- Uppl. í síma 1132 í dag og á morgun. Nýjar vörur: — LÍFSTYKKI — NÆRFÖT — HÁLS- KLÚTAR o. fl. -------------- B c&tar fréttír Föstumessa í fríkirkjunni á morgun, miðviku- dag, kl. 8,15. sr. Arni Sigurðsson. Ráðleggingarstöð fyrir barnshafandi konur er opin annan og fjórða hvern miðvikudag í mánuði kl. 3.30—4.00. Líkn, Templarasundi. Börn eru bólusett gegn barnaveiki á þriðjudögum kl. 6—7. Hringja verður fyrst í síma 5967 milli 11 og 12 sama dag. Líkn, Templara- sundi 3. M.A.-kvartettinn heldur samsöng í kvöld í Gamla Bíó kl. 11,30, og á fimmtudags- kvöldið, 11. þ. m., einnig kl. 11,30. Aðsóknin að samsöngvum þeirra hefir æfinlega verið svo mikil, að aðgöngnmiðar hafa selst upp á svip- stundu. Það er fyrir löngu uppselt á konsertinn í kvöld, en miðar fyrir fimmtudagskvöldið verða seldir í Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar og Bókaverzlun Isafoldar. Ætti fólk að tryggja sér þá sem fyrst. Dr. Cyril Jackson flytur fyrirlestur í 1. kennslu- stofu háskólans í kvöld kl. 8,15 stundvíslega, um héraðið Yorkshire. Skuggamyndir verða sýndar. Sjálfstæðismenn. Ef þér þurfið að leita upplýs- inga, þá er kosningaskrifstofan í Varðarhúsinu og súninn 2339. — X—D. Frú Hallbjörff Bjarnadóttir hefir nú fyrir skemmstu samið tvö lög, sem Hljóðfærahúsið er nú að gefa út, en eitt fyrra lag hennar, „Iceland Swing", mun vera komið út í Ameríku. Síðast í þessum mán- uði mun hún halda næturhljómleika í Gamla Bíó með fimmtán manna hljómsveit. Þar mun hún syngja 22 lög. Frjálslyndi söfnuðurinn. Gjafir og áheit til safnaðar og kirkju: H. Þ. kr. 5,00. V. J. kr. 55,00. Séra Kristinn kr. 30,00. — 10-J-5 áheit kr. 15,00. Anna kr. 30,00. S. E. kr. 15,00. G. kr. 10,00. G. B. kr. 50,00. Afhent af Arnfríði kr. 40,00. S. Þ. kr. 10,00. L. H. kr. 100,00. María Jóhannsd. kr. 5,00. M. M. kr. 4,©o. Amlóði kr. 35,00. Gunnar kr. 5,00. Afhent af Maríu Maack frá ónefndum kr. 250,00. Þuríður Erlendsdóttir kr. 50,00. R. kr. 50,00. Jóhanna Jónsd. kr. 5,00. Lilja Kristjánsd. kr. 10,00 G. S. kr. 10,00. Afhent af Arnfriði kr. 10,00. Valgerður Jónsd. kr. 20,00. Frá Huldu kr. 15,00, Guðrún Jónsd. kr. 20,00. Gísli kr. 5,00. L. A. kr. 25,00. H. Þ. og I. J. kr. 50,00. Þórður og Þorleifur kr. 20,00. K. G. kr. 10,00. Siggi kr. 5,00. S. kr. 5,00. Jörgína kr. 5,00. Sighvatur kr. 10,00, ábeit. — Kærar þakkir. — Sólm. Einarsson. Næturlæknir. María Hallgrímsdóttir, Grundar- stíg 17, sími 4394. Na’turvörfcur í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl; 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Sið- skiptamenn og trúarstyrjaldir IX: Filippus 2., Spánarkonungur (Sverrir Kristjánsson, sagnfræðing- ur). 21.00 Tríó Tónlistarskólans: „Tónafórn" eftir Bach-Casella. 21.25 Hljómplötur: Symfonia nr. 3 eftir Tschaikowsky. Nýkomið RYKFRAKKAR og REGNKÁPUR fyrir dömur og herra. Einnig GÚMMÍKÁPUR í ágætu úi'vali. KARLMANNAFÖT og VETRARFRAKKAR nýkomið. CJEYSIR h.f. FATADEILDIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.