Vísir - 10.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 10.03.1942, Blaðsíða 2
V 1 S I H VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIIt H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsraiðjan h.f. Gamla sagan AÐ hefir svo sern koraið fyr- ir áður, að heilsufari „í- haldsins" hafi yerið dapurlega lýst. Tíminn hefir oft sagt, að nú væri flokkurinn alveg að gefa upp öndina og Alþýðublað- ið hefir glatt lesejidur sina með samskonar fræðsla. Nú i morg- un kemur konmt'únistairlaðið og þykist hafa þreifað á slagæð „í- haidsins“. Og það er ekki um lað villast: „Ihafdíð er að veslast npp.“ Líklega er þá rélí að óska þessum þrem ftokkum ínnilega til hamingju: Alþýðuflokknum, Framsóknarfloldcnum og sósíal- isíaflokknum (sameiningar- íflokki alþýðu), fyrst með dauða „ihaldsins“ og svo hverjum með annan. En fyrir því eru þessar hamingjuóskir bomar fram nú í dag, að ekki er alveg vist, að ástæða verði tit þess eftir næstu helgi. Enginn amast við því, að þessir þremenningar dansi í kringum „lík“ fallins andstæð- íngs fram til sunnudags. En raunar er það ekkí fyrr en þá, sem ur því verður skorið, hver 3,síðast hlær“. * Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei horizt míkíð á. En ef yf- irlætið væri styrkleikamerki og látleysið veikleíkamerki, er hætt við að oft væri farið mannavilt. Það hefir reynzt: svo í sögu okk- ar, bæði að fornu og nýju, að (Oft hefir lítið or'ðið úr spjátr- ungunum, þegar á hólminn hef- 3r komið. I allri baráttu er auð- vitað nauðsynlegt að hafa trú á sjálfum sér. Eh það er ekki síður nauðsynlegt að kunna að meta styrk andstæðingsips rétt. Við þessar ko/jii.ingar er sjálf- stæðismönnum )>að full-ljóst, að andstæðingarnir muni leggja sig meira fram au nokkru sinni fyrr til þess að vinna höfuðvígi sjálfstæðisstefmmnar. Það hefir :aldrei verið tíl jafn rnikils að ’vinna og nú. Dndanfarín miss- »eri hefir veri'ð óvenjulegt góð- æri í efnalegu íilíítí. Borgarár hæjarins liafa „gengið svo vel undan“ að reífið hefir aldrei verið girnilegra i augum rún- ingsmanna. Hagur einstaklinga <og bæjarfélag.'i stendur með imiklum blóma. Á slikum tímum er margföld •ástæða til þesíi að neyta allra bragða til að leggja Sjálfstæðis- flokkinn að vetti. Áhrifamesti kennifaðir þeirra flokka þriggja sem að honum sækja hefír sagt, að sjálfstæðismetm mættu vel fara með völd, þegar illa áraði. En það var nauösynlegt að aðr- ir kæmu til skjalanna, þegar hatnaði í ári. Engum blöðum er um það að fletta, að samkvæmt fþessari kenningu eru skilyrðin itil myndunar „góðærisstjórnar“ fyrir hendi. ög það er einmitt þetta, sem fyrir andstæðingun- um -vakir: „Góðærisstjórn“ í bæjarmálefnum Reykjavikur, •skipuð kommúmstum, Alþýðu- flokksmönnum og Tímamönn- aim. * Ef menn leggja eyrun við því, sem frá þessum flokkum heyr- ist um þessar mundir, dylst eng- um, að þeir syngja allir sama lagið: Sjálfstæðisflokkurinn er kyrrstæður, liugsjónasnauðurog illviljaður öllum nema fáeinum auðmönnum! Allt er betra en íhaldið! Lifi samfylkingin! Þetta er söngurinn. Það er al- veg sama livort það eru hinir „borgaralegu“ Tímamenn, hinir rótlæku Alþýðuflokksmenn, eða hinir byltingasinnuðu kommún- istar. Þeir syngja allir einum rómi. En þeir lifa lengst, sem, með orðum eru vegnir, segir gamalt mál. Þeim er guðvelkomið þess- um mönnum, að telja sér trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé að „veslast upp“, sé í andarslitr- unum, eða alveg dauður. Á sunnudaginn kemur verð- ur úr öllu þessu skorið. Þá sýn- ir það sig livort Sjálfstæðis- flokkurmn er eins illa á vegi staddur og andstæðingarnir vilja vera láta. Það er ekkert nýtt, að þeir liafi spáð flokkn- um dauða og tortímingu. Sú saga hefir endurtekið sig um hverjar kosningar hér í bænum. En alltaf liefir Sjálfstæðisflokk- urinn sigrað. Þess vegna er lík- lega réttara að bíða með „dán- arvottorðið“ fram yfir næstu helgi. a liiiflutiiiiiuríni 0,2 iii. kr. meiri en ðlini- Uji. Innstæður ©riendis nema rúmum 156 miilj. kr. £ mánuðinum, sem Ieið, nam innflutningur erlendra afurða 15.0 milijónum króna, en út- flutningurinn nam á sama tíma 14.8 milljónum króna. í febrúar í fyrra nam inn- flutningurinn 8.3 milljónum, en útflutningurinn nam i þeim mánuði 18.5 milljóniím kr. Inneignir í erlendum bönkum náiriu 156.6 millj. Hafa þær þá ininnkað um 8.6 milljónir frá í lok desember. Seðlaveltan nam 49.9 millj. kr. í janúar, en það er 1.1 millj. minna en í desember. Þá hafði hún aukizt uin 5.2 millj. frá nóv- émber. Innlög námu 224.3 milljónum kr. í janúariok og höfðu aukizt um 2.7 millj. frá áramótum. VERZLUNIN >41: Eldsneyti og ljósmeti stærsti vöruflokkurinn í nýútkomnum Hagtíðindum er innflutt vara á síðasta ári flokkuð niður. Eru flokkarnir 48 og „ósundurliðað“ (þótt ekk- ert hafi verið flutt inn af 3 þeirra) og nema 31 þeirra meiru en einni milljón króna. Haesti flokkurinn að krónu- tali er eldsneytis- og ljósmetis- flokkurinn (kol og olíur), en innflutningur þéirra vara nam 16 inilljónum króna og tveim þúsundum betur. Imiflutningur- inu í þessum flokki nam 175 þús. kr. minna en á árinu þar á undan. Hefir innflutningurinn minnkað í tveim flokkum öðr- um frá árinu 1940, en aukizt í öllum öðrum flokkum. Næsthæstur varð álnavöru- flokkurinn og nam innflutning- ur í honum samtals 15.308 þús. kr. Hefh* hann aukizt um næst- um 9 milljónir króna, úr 6.4 milljónum. Fatnaður úr vefnaði (hattar) o. þ. 1.) er í þriðja flokki, þar sem innflutningur nam 7564 þús. kr. Innflutningur í þessum flokki hefir nærri sexfaldazt (úr 1290 þús.) og hefir í engum. HITAVEITM: Vatni hleypt í bæjarkerfið áður en kuldar byrja næsta haust----ef óviðráðanleg atvik tefja ekki. Frá vestnrför erindreka Eæjariiii. eir Tómas Jónsson, borgan'itari, og Valgeir Björas- * son, bæjarverkfræðingur, komu heim í lok síð- ustu viku eftir nokkura dvöl vestan hafs. Fóru þeir sem kunnugt er vestur til þess að semja um og festa kaup á efni til Hitaveitunnar. Með þeim fór Kai Lang- vad, verkfræðingur hjá Höjgaard & Sehultz, en hann kom heim nokkuð á undan þeim. Vísir hafði tal af þeim Tóm- asi og Valgeiri í gær og spurði þá um för þeirra og árangur hennar. „Byrjað var að afhenda efni, sem við höfðum fest kaup á, áð- ur en við fórum frá New York, þ. 19. fyrra mánaðar,“ sögðu þeir, „en ætlunin er að 2800— 3000 smálestir verði tilbúnar til affermingar upp pr 15. þessa mánaðar, en allt efnið, sem keypt var nemur 4500 smálest- um. Megnið af þeim 1500— 1700 smál., sem ekki verða til- búnar í marz, eiga að vera til um miðbik aprílmánaðar, en því, sem þá verður eftir, verður dreift á ýms skip, þ. e. ekki fengin sérstök skip með það, eins og hitt. í því fyrsta, sem tilhúið verð- ur, eiga að vera 1100 smálestir af pípum, 1000 smálestir af sementi og ýmislegt fleira, þar á meðal þenslustykki, ventlár, smááhöld og þessháttar. Verður vinna hafin bæði við aðalleiðsluna frá Reykjum til Öskjuhliðar og við kerfið inn- anbæjar ef hægt verður. Er svo lil ætlazt, að í fyrsta skipsfarm- inum, verði allar pipurnar, sem þarf í aðra aðalleiðsluna frá Reykjum. Voru komnir nokkur hundruð metrar af þessari leiðslu, þegar flutningar teppt- ust frá Danmörku. Ef nægilegur fjöldi manna fæst í þessa vinnu og engar taf- ir verða af völdum flutninga- teppu o. s. frv. eru mjög góðar vonir um að hægt verði að hleypa heita vatninu í bæjar- kerfið næsta haust áður en vetrarkuldar byrja.“ Þá voru og fest kaup á nýj- um sorpflutningabílum fyrir hæinn. Voru keyptir kassar á fjóra bíla, en bílarnir sjálfir verða keyptir með milligöngu Bifreiðaeinkasölunnar, og er forstjóri hennar, Sveinn Ingv- arsson, nú vestan hafs. Útbúnaður hinna nýju sorp- flutningahíla er þannig, að ekki þarf að klifra upp á þá, heldur er sorpinu helt aftan í þá, en þeir moka því sjálfir upp. Ekki flokki orðið jafnmikii aukning tiltölulega. Fjórði er trjávöruflokkurinn. Þar nam innflutningurinn 7435 þús. kr., móts við 3197 þús. kr. árið 1940. Munir úr ódýrum málmum, og ýmislegt annað er í fimmta flokknum. Innflutningur á þeim nam 6.322 þús. kr., jókst um 3737 þús. kr. frá 1940. I sjötta hæsta flokkinum og þeim síðasta, sem er yfir fimm milljónum, eru óunnin og lítt unnin jarðefni, svo sem salt, se- ment o. s. frv. í þessum, flokki nam innflutningurinn 5236 þús. kr., 1766 þús. kr. meira en árið 1940. tókst að fá alveg sömu stærð og bæjarverkfræðingur hafði helzt augastað á, heldur nokkru minni og var hún kevpt, þvi að langur tími hefði liðið þangað til hin stærðin hefði orðið til, ef liún hefði þá verið fáanleg yfir- leitt. Þá festi bæjarverkfræðingur og kaup á nýjum grjótmuln- ingsvélum og sandtökuvél, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Eru þær mikil fram- för frá þeim vélum, sem nú eru hér í notkun. X Steingrímur Jónsson, raf- magnsstjóri, fór «innig vestur um liaf um sama leyti og þeir borgarritari og bæjarverkfræð- ingur, en hann er enn ókominn heim. Varð hann að leggjast í sjúkrahús í Chicago og var þar gerður skurður í hálsinn á lion- um, en hann losnaði úr sjúkrahúsinu nokkuru eftir miðjan síðasta mánuð. Steingrímur fór í erindum Rafmagnsveitu Reykjavikur vegna fyrirhugaðra kaupa á túrbínu og öðru tilheyrandi til aukningar Sogsvirkjunarinnar. Fékk Steingrímur lilboð, sem hann mun liafa samþykkt eftir að hann kom úr sjúkrahúsinu. En túrbínan getur ekki verið til- búin frá liendi verksmiðjunnar fyrr en á næsta ári — í marz- Hitaveitnrannidknir Aknreyrarbæjar. Borun hjá Laugalandi í Hörgárdal. Reykvíkingar fylgjast af skiljanlegum áhuga með öllu, sem gerist í hitaveitumálum bæjarins, en þeir munu ekki allir vita, að nú fara fram á Akureyri samskonar rannsóknir á mögu- leikum til að hita þann bæ og hér hafa farið fram. — Blaðið „íslendingur“ á Akureyri hefir skýrt allítarlega frá þessu og er hér á eftir stuðst við frásögn þess blaðs. Sumarið 1940 var byrjað að bora fyrir heitu vatni í Glerár- gili. Hafði dr. Trausti Einarsson athugað líklegustu staðina í ná- grenni bæjarins skömmu áður, og taldi hann 3 staði koma til greina, sem liklegir mættu telj- ast í því skyni. Það voru Gler- árgil, Laugaland á Þelamörk og Reykhús í Eyjafirði, og mælti hann einkum með tveim síðar- nefndu stöðunum. Sumarið 1940 var borun hafin í Glerárgili, enda var hitaveita þaðan skemmst og ódýrust, ef nægilegt magn fengizt þar af hæfilega heitu vatni. Þær athug- anir gáfust ekki vel, svo að í jan. 1941 hafði ekki fengizt nema 30° hiti. Varð þá nokkurt lilé á rannsóknum. En með vorinu rannsakaði dr. Trausti jarðhita- svæðið á Laugalandi í Hörgár- dal nánar og taldi lílkur til, að þar mundi mega fá heitast vatn, ef borað væri eftir þvi. Dró hann ályktun þá meðal annars af því, að á Laugalandi finnst allmikið hverahrúður, sem ekki er telj- andi í Reykhúsum. Á fundi hitaveitunefndar 22. ág. s.l. lagði nefndin til, að bæj- arstjórn heimili henni að hefja borun ef tir heitu vatni að Lauga- landi í Hörgárdal. Var það sam- þykkt af bæjarstjórn og síðan fenginn að láni hjá ríkinu stærri jarðbor en notaður hafði verið áður. Getur hann borað 500— 600 m. djúpar holur. Siðan var Gustav Jónasson vélavörður fenginn til að stjórna verkinu, en hann hafði nokkra æfingu í því áður. Var verkið síðan haf- ið snemma í vetur. Þegar þetta er ritað er borhola sú, sem byrj- að er á, aðeins orðin 25,5 metra djúp, en hitinn 65,5°. Vatns- magn um 2 lítrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess, að úr 66 metra djúpri holu i Gler- árgili fékkst aðeins 30° þeitt vatn. Verður að telja árangur þann góðan, sem þegar er feng- inn á Laugalandi, þar sem jarð- borun er svo stutt á veg komin. En þó er engan veginn fyrir séð, hvort þar verður fáanlegt nógu mikið magn af nógu lieitu vatni, til þes að komið verði upp full- kominni hitaveitu fyrir Akur- eyri.- Kvcnfélag: Hall- gfrímsióknar. sunnudaginn var stofnað Kvenfélag Hallgrímssóknar með á 3. hundrað stofnfélögum. Þessar konur voru kosnar í stjórn félagsins: Frú Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti formaður, og með- stjórnendur: Emilía Sighvats- dóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Lára Pálmadótir, Anna Ágústs- dóttir og prestkonurnar Magnea Þorkelsdóttir og Þóra Einars- dóttir. Endurskoðendur Guðrún Ry- den og Aðalheiður Þorkelsdóttir. Nefnd sjö kvenna sér um við- skipti félagsins við blöð og út- varp. Þessar konur eru i þeirri nefnd: Guðrún Guðlaugsdóttir, Elinborg Lárusdóttir, Soffía Ingvarsdótir, Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir frá Fagra- skógi og Filippía Kristjánsdótt- ir. Frú Guðrún Ryden gaf félag- inu þúsund króna minningar- gjöf um foreldra sína og tvær konur greiddu hundrað krónur hvor í inntökugjald. Nýtt kvennablað, 5.—6. tbl. 2. árg. er nýkomið út. Flytur það fjölda ritgerða um ýms mál, er konur varða, kvæði og sög- ur eftir konur og ýmislegan fróð- leik. Það er mjög vandað til blaðsins að vanda, prýtt myndum og prentað á góðan pappír. Kristján Eggertsson. frá Dalsmynni sjötugur. Kristján er fæddur í Skógum 1 Kolbeinsstaðahreppi 10. rnarz 1872 og fluttist þaðan með for- eldrum sínum, Eggerti Eggerts- syni og Þorbjörgu Kjartansdótt- ur, að Mið-Görðum í sama hreppi 1875. í æsku starfaði liann sleitu- laust að búskapnum með föður sinum, hinum dugmikla fram- faramanni, sem var um margt ! á undan sinni samtíð. Starfs- gleði, reglusemi og hjálpfýsi voru einkenni þessa heimilis og hefir Kristján alla þessa kosti í ríkum mæli. Kristján kvæntist ágætri konu, Guðnýu Guðnadóttur, 15. sept. 1896, en þá um vorið höfðu þau reist bú i Mýrdal i Kolbeins- staðahreppi og hjuggu þar í þrjú ár, en fluttust vorið 1899 að Dalsmynni í Eyjahreppi og bjuggu þar ágætu búi til 1923 er þau fluttu liingað til Reykja- víkur. Jafnframt þv| sem Kristján stundaði búskapinn með forsjá og kappi, varð liann að gegna öllum þeini trúnaðarstörfum, sem sveitarfélag kýs menn til. í sóknarnefnd var liann öll ár- in, sem hann bjó i Dalsmynni, hreppsnefndaroddviti frá 1905 -—1923 o. m. fl. Kristján stund- aði öll störf með alúð og dugn- aði. Sýndi það sig, að sveitung- ar hans höfðu valið rétta mann- inn í fyrstu og var aldrei álitið, að hægt væri að skipta um til hins betra. 1 liöndum hans var öllum störfum vel borgið. Síðan Ki-istján fluttist til Reykjavíkur, hefir hann starfað sem aðalafgreiðslumaður við hina umfangsniiklu heildverzl- un sonar síns, Eggerts stór- kaupmanns, og starfar þar enn sem ungur væri. En svo gott sem það er að kynnast Kristjáni i störfum, hans út á við, er þó bezt að koma heim til þeirra hjóna. Það er ekki aðeins, að þau hafi reist skála um þjóðbraut þvera, hvar sem þau hafa búið, þar sem öll- um er heimill matur, eins og sagt er um eina fornkonu, held- ur gera þau hina glöðu glaðari og leysa vanda sérhvers, er til þeirra leitar. Þa'ðan fer liver og einn betri en hann kom. Kristján hefir kynnzt þvi i starfi sínu sem verzlunarmað- ur, að ekki er leyfður innflutn- ingur á eplum. En þegar maður sér þau hjónin, þá verður manni að hugsa, að gyðjan forna, Ið- unn, hafi þrátt fyrir öll inn- flutningshöft gætt þeim á ódá- inseplunum, er hún varðveitir og miðlar ástvinum sinum af. I dag mun verða gestkvæmt hjá Kristjáni og Guðnýu á heim- ili þeirra Grettisgötu 56 A. Er margt, sem þarf að þakka þeim hjónum, og er það mjög rómað méðal gamalla sveitunga, hvað Kristján hefir verið óþreytandi að greiða fram úr ýmsum mál- um þeirra eftir að hann flutti úr héraðinu. Kemur í öllu fram tryggð hans við átthagana og þá, sem þar búa. Vonum við, vinir hans, að njóta sem lengst samvista við þau hjón. B. K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.