Vísir - 12.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1942, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H.l Ritstjóri: Kristján Guðlaugssnn Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsslræh Símar 1 6 60 (5 línur,i( Verð kr. 3,00 á mánuði Lausasala 15 og 25 aurar Félagsprentsmiðjan h.f 9. nóvember og aflátsbréfíð. Auðvitað var það allt „íhald- inu“ að kenna. Jónas Jóns- son skriíar í fyrradag í Tímann grein um 9. nóvember 1932, af þekktri sannleiksást sinni, rétt- sýni, sögulegri nákvænmi og vísindalegu hlutleysi. Komm- únistar hafa alltaf verið miklir í munninum, stórorðir um fyr- irætlanir sínar og flasgefnir. Þennan dag, 9. nóvember 1932, gerðust þeir miklir byltinga- menn. Það er blóðugasti dagur í sögu þessa lands á seinni öld- um. Til eru inenn sem ævilangt bera menjar þess bardaga. Og allt var þetta „íhaldinu^ að kenna, — að þvi er Jónas segir. Fundur bæjarstjórnar byrj- aði árdegis þennan dag. Komm- únistar höfðu fyllt fundarsal- inn. Þeir liófu jiegar óhljóð og ósektir, en ekki varð þó veru- lega til tíðinda fyrr en eftir matarhlé. Kommúnistar þeir er i saln- um voru liéldu uppteknum hætti og þó sýnu verri en fyrr. Fór svo, innan skamms, að fundi varð ekki haldið áfram, sökum óspekta. Og nú hófst sá leikur, sem engum líður úr minni, þeirra er viðstaddir voru. Fyrir utan höfðu kommúnist- ar safnað miklu liði. Sá hópur var miklu fjöhnennari en hinn, sem inni rúmaðist í fundar- salnum. Fjöldi kommúnista hafði barefli í höndum. Voru notaðir að vopni stólfætur, borðfætur og allskonar raflar. Hófst nú atlaga. Kommúnistar hótuðu fulltrúum sjálfstæðis- manna meiðslum og limlest- ingu. Réðust þeir að dyrum fundarhússins og hugðust mundu ryðjast inn. Nokkrir lögregluþjónar stóðu vörð við dyrnar og vörðust frækilega. Nægði það til þess að bæjar- stjórnarmennirnir gátu komist undan. X Lögreglustjóri hafði boðið út um 20 Iögregluþjónum. Ekki var herstjórnin öruggari en það, að kommúnistum tókst að komast að baki lögreglunni dreifðri. Voru nú bareflin látin ganga. Kommúnistar voru miklu liðfleiri en lögreglan og börðust svo, að jafnan sóttu margir að einum. Þótti sá drengskapur að vonum. Létu þeir þareflin dynja á lögreglu- þjónunum og sáust hvergi fyr- ir. Voru margir lögregiuþjón-# ar særðir til óbóta og síðan sparkað í þá, er þeir höfðu ver- ið slegnir til jarðar. Stærðar lurkur var rekinn í kviðin á einum lögregkiþjónin- um, þar sem liann lá meðvit- undarlaus á götunni. Af öðrum var húfan slegin og hann síðan barinn miskunnarlaust i liöfuð- ið bert. Sýnir þetta hvort- tveggja, hvilíkt grimmdaræði var hér á ferð. Einn lögregluþjónn var bor- inn meðvitundarlaus inn á heimili læknis, sem bjó í ná- grenni fundarhússins. Annars var komið upp bráða- birgðaspítala í Amarhváli. Þar var búið um sár manna. Voru margir lögreglumanna hræðilega útleiknir. Einn hafði fengið stærðar stein í höfuðið. Annan varð aS bera hálfmeðvit- undarlausan út í bifreið, eftir högg í kviðinn. Tveir voru handleggsbrotnir. AIls voru rúmlega 20 lögreðluþjónar særðir eftir bardagann, sumir svo illa, að þeir hafa ekki beðið jjess bætur. Flestir löguðu þeir í blóði, svo að rifnir einkennis- búningarnir voru dreyra stokkn- ir. öllum kom saman um að lög- reklan hefði varizt mjög fræki- lega. Hitt var mál manna, að ekki hefði verið stjórnað af nægilegri gætni og forsjá. Var sérstaklega á jiað bent að liðinu hefði verið dreift. Við það náði kommúnistaskrillinn að sækja að hverjum einstökum. En þeg- ar svo var komið ærðist jiessi lýður enn meir og varð liálfu grimmari og blóðþyrstari en fyrr. Sí Jónas Jónsson virðist hafa ruglast eitthvað talsvert í rím- ínu um það sem gerðist jjennan dag. Hann lofar t. d. lierstjórn- ina hástöfum, þvert ofan í álit viðstaddra sjónarvotta. Hann virðist telja að lögreglan liafi sigrað, einnig þvert ofan i stað- reyndir. En jjað sem eftirtektarverð-. ast er við Jiessa hugleiðingu, sem Jónas hefir valið nafnið „Reykjavík eða himnaríki“ er ^sú viðleitni, sem jjar kemur fram til jjess að sákfella sjálf- stæðismenn um hryðjuverkin, sem unnin voru jjennan dag, en sýkna kommúnista. Hvort sem bæjarstjórnarmeirlilutinn hafði rétt fyrir sér eða ekki, breytir Jjað engu um jjað, að kommún- istar tóku sér sjálfdæmi í mál- inu, 6g réðust að löglegum varðmönnum almennings með jjeim viðbúnaði og þeirri heift, að liending ein réði, að ekki hlutust mannvíg af. Slíkt at- ferli heitir bylting. Viðleitni Jónasar til þess að sakfella sjálfstæðismenn og sýkna kommúnista er einkum eftirtektarverð fyrir Jjað týennt, að hann lætur svo sem honum sé Jjað jafnrikt í huga að hafa einlæga samvinnu við sjálfstæð- ismenn og að ráða niðurlögum kommúnista. Hann spáir þvi, að eftir stríðið geti hæglega komið til árekstra hér í bæn- um og er jjað liklega tilgetið. En ef til jjess kemur, er betra en ekki fyrir kommúnista, að hafa upp á vasann aflátsbréf Jónasar Jónssonar fyrir glæp- unum, sem jjeir drýgðu 9. nóv- ember 1932. Hann hefir löggilt „stólfótaröksemdirnar“ hvenær sem til þarf að faka. Hvað vakir annars fyrir jjess- um undarlega manni? Hann þykist elska „ihaldið“, en sakar það um glæpina, sem kommún- istar drýgðu. Hann þykist hata kommúnistana, en sýknar þá af glæpunum. Þessi framkoma er dularfull og óskiljanleg, svo ekki sé meira sagt. Ef Jónas er bara að gefa til kynna, að hon- um sé varlega treystandi, hefði hann líklega alveg getað „spar- að sér ómakið“. a BÍLAEIGENDUR í Sjálfstæðisflokknum sem vilja lána bíla sína á kosninga- daginn, eru beðnir að snúa sér til Gunnars Guðjónssonar, síma 2201. M. A.-kvartettinn hefir samsöng i kveld og er all uppselt. Hafa þeir félagar fengið eigi lakari viötökur en áður og selj- ast miöar upp á svipstundu. Næst syngja þeir á laugardag. Pantaöir miðar verða að sækjast fyrir kl. 6 annað kveld. Frjálslyndi söfnuðurinn. Föstuguðsþjónusta verður í-Frí- kirkjunni í Reykjavík föstudags- kvöld kl. 8Yi. Ráðstafanir ameríska Rauða krossins Stórhýsi byggt í grend við miðbæinn, sem síðar verð- ur eign R. K. I. Meóan strlðiö varir hefir herlið Bandaríhjanna afnot af þvi. Formaður Rauða Kross íslands, Sigurður Sigurðsson, berkla- yfirlæknir, kom í gær að máli við Vísi og mæltist til að blaðið birti þau bréf, er farið hafa á millum R. K. í. og Ameríska Rauða Krossins á íslandi. Hafa að undanförnu birzt villandi frásagnir í blöðum um starfsemi og fyrirætlanir þessara félaga, sem nauðsyn ber til að Ieiðréttar verði. Birtir því Vísir hér á eftir gögn er mál þetta varða. Sigurður Sigurðsson segir svo í bréfi sínu til blaðsins: Eftir komu aðalfulltrúa Rauða Krossins í Evrópu, hr. Richard F. Allen, liingað til lands í nóvembermánuði s.l., rit- aði forsætisráðherra Rauða Kross Islands bréf, dags. 22. des. f. á., þar sem hann fól Rauða Krossi íslands að sinna þeim, málum sérstaklega af Islands hálfu, er Rauði Rross Banda- ríkjanna kynni að vilja fram- kvæma hér á landi. Er hr. Cliarles McDonald, for- stöðumaður Rauða Krossins hér kom hingað til landsins fyrir nokkrum vikum, tók Jjví Rauði Kross Islands þegar að ræða við hann um öll Jjau málefni, er snerta framkvæmdir Ameríska Rauða Krossins hér. Hefir Rauði Kross Islands jafnframt látið forsætisráðherra fylgjast með gangi jjessara mála. Þegar Rauði Kross íslands nú fyrir nokkrum, dögum fékk bréf Ameríska Rauða Krossins, er fylgir hér með í íslenzkri þýð- ingu, sneri hann sér jjegar í stað til bæjarráðs með erindi þetta, og liggur jjað þar nú til frekari fyrirgreiðslu. Rauði Kross Islands er mjög jjakklátur fyrir hina rausnar- legu aðstoð, er Ameríski Rauði Krossinn hefir þegar látið lion- um í té og væntir hins bezta af því alúðlega samstarfi, er Jjegar er hafið milli Jjessara aðilja. Hér fer á eftir bréf ameríska Rauða Krossins til R. K. I.: Amerískum yfirvöldum er það Ijóst, að styðja beri islenzk yfirvöld í að leysa það vanda- mál, sem þau eiga við að stríða, til að létta aðsókn Ameríku- manna af íslenzkum stofnun- um, svo sem leikhúsum, veit- ingahúsum og af götum, bæjar- ins. Og Jjar sem telja má, að hér sé um brýna nauðsyn að ræða, Jjá höfum við leitazt við að finna lausn á þessu máli. Vandræði Jjessi niunu aukast við fyrirhug- aða aukningu ameríska herliðs- ins hér á landi. En eins og eg hefi skýrt fram- kvæmdanefnd yðar frá, þá hef- ir Ameriska Rauða Krossinum verið falið að finna lausn þessa rnáls, og þar sem, forsætisráð- herra yðar liefir farið þess á leit og það er í samræmi við óskir vorar, að vér störfum hér fyrir milligöngu félags yðar, vil eg hér með leggja fyrir nefndina áform, vor til skjótrar athugun- ar og biðja um aðstoð yðar í máli þessu. | Það er ósk Ameriska Rauða Krossins að reisa byggingu, sem verði eign íslenzka Rauða Kross- ins þegir ófriðnum lýkur. En vegna þess að þessi bygging verður fengin yður í liendur, þá viljum vér að hinum ýmsu hlut- um hennar verði nú þegar kom- ið þannig fyrir, að svo miklu leyti sem slíkt er unnt, að hún samræmi i öllum aðalatriðum þarfir vorar og framtiðarþarfir fáagsskapar yðar og ennfrem- ur annarrar starfsemi, svo sem heilbrigðismála og íjjróttafé- lagsskapar, sem, í framtíðinni kynni að notfæra sér byggingu þessa í sambandi við yður. Hin fyrirhugaða hygging mun samkvæmt lijálagðri teikningu verða í aðalatriðum sem hér segir: Kvikmyndahús með ca. 800 sætum. Leikfimissalur. Efri hæðin verði stór, opinn salur fyrir alls- konar inniiþróttir. Neðri hæð verði aðallega salur fyrir í- þróttir, sem krefjast minni á- reynslu, steypiböð og annar snyrtiútbúnaður. Miðbygging-. Aðalhæð: Bóka- safn og setustofur þar sem menn geti komið saman eins og heima hjá sér, einnig skrif- stofur. Önnur hæð: íbúðarher- bergi fyrir starfsiolk ameriska Rauða Krossins. Kjallari. — Stórt rúm fyrir geymslu. Ef islenzku og amerísku yfir- völdin æskja að ná því marki, sem vér stefnum að, þá er Jjað mjög mikilvægt, að bygging Jjessi verði sett eins nærri mið- bænum og mögulegt er og á stað, sem er hentugur fyrir framtíðarstarfsemi yðar. Treyst- um vér yður að útvega slíkan stað eins fljótt og auðið er. Æski nefnd yðar frekari upp- lýsinga, skulu þær fúslega látn- ar í té. Er það von mín að við- komandi yfirvöld líti með sömu alvöru á mál þetta og veiti að- stoð sína til að sem skjótust lausn fáist á Jjví. Eg fuilvissa yður um þakk- læti mitt fyrir hina miklu vin- semd og ágæta sam.vinnu, sem eg hefi notið og nýt af hálfu meðlima Rauða Kross íslands í sambandi við hin mörgu mál- efni, sem nú eru til umræðu. Vinsamlegast, Charles McDonald, forstjóri Ameríska Rauða Krossins á íslandi. Hér fara á eftir nánari skýr- ingar á starfsemi ameriska Rauða Krossins hér á landi: Oss þótti leitt að lesa liinar Jieimildarlausu greinar í blöð- unum i gær. Vér höfðum vonað að geta gefið ákveðna skýrslu um árangurinn af starfi voru síðar, þegar því væri í rauninni lokið. En þar sem þessar grein- ar hafa nú verið hirtar, fer bezt á þvi að vér látum almenning liér vita um tilganginn með starfi voru. Ameríski Rauði Krossinn framkvæmir þau ábyrgðarstörf, sem honum eru lögð á herðar með a 1 ]ij óðasam Jjykíinn i í Genf. Auk þess liefir liann haft með höndum mikilvæg störf í þágu borgaranna, bæði við að undir- búa hjáp og aðstoða á ýmsan hátt eftir meiri háltar slys eða önnur óhöpp í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum heimsins. Erlendis eru störf vor unnin í samráði við viðkomandi rikisstjórnir og í sambandi og fullri samvinnu við Rauða Kross félög þess lands, sem í lilut á. Þetta á einnig við um störf vor á íslandi. Nú sem stendur beinast störf vor hér einkum að Jjví, að leysa hin.mörgu vandamál, sem stafa af hérvist hins erlencla liðs og að Jjví að aðstoða borgarana, ef í raunir rekur. Ameríski Rauði Krossinn er eini ameríski félags- skapurinn, sem hefir heimild til að starfa á Jjennan liátt á Is- landi. s. Einn hluti af starfi voru í þágu herliðsins er að fást við það vandamál, sem snertir hags- muni Islendinga og vor sjálfra, þ. e. a. s. að koma upp sant- komustað nálægt miðjum bænum, sem sé nægilega stór til að laða hermennina þangað og þar af leiðandi að draga úr mannmergðinni á götum yðar, leikhúsum og veitingastöðum, sem oss skilst að sé mjög til ójjæginda. Bréf mitt til Sig. Sigurðssonar, formanns Rauða Kross félags yðar á Islandi, i skýrir sig sjálft. Við treystum því, að með náinni samvinnu vjþ íslenzk yfirvöld og með j fullum skilningi þeirra á þessu j máli takist að velja heppilegan j stað fyrir byggingu Jjá, sem vér höfum i hyggju að reisa. Mun oss Jjá kleift að leysa brýnt vandamál sem veldur oss háð- um miklum erfiðleikum. En auk Jjess mun byggingin verða til afnota fyrir íslendinga í framtíðinni. Skömmu eftir að eg kom til landsins, fyrir nokkrum vikum, fór eg ásamt starfsmönnum Rauða Krossins á Islandi að skoða hjálparstöðvar þær, sem komið liefir verið upp hér. Var athugað hvort þar vantaði út- búnað og tæki fyrir læknishjálp, ef nauðsyn krefði. I borg, sem hefir 40.000 íbúa voru aðeins til vararúm með fullum útbúnaði handa 200 manns. Þótt ekki sé hægt að spá neinu um það, hver þörf kunni að verða fyrir slíkan útbúnað, þá virðist þessi tala rúma ónóg. Eftir að hafa iliugað málið nánar ákváðum vér að hefja yrði nauðsynlegan undir- búning að þvi að hafa til vara a. m. k. 1000 rúm. Þétta hefir nú verið gert og munu 800 rúm með öllum útbúnaði koma hingað hráðlega. Það er okkur mikil ánægja að gefa Jjennan út- búiiað íslenzka Rauða Krossin- um, sem tákn um áhuga vorn og viðleitni í þágu mannúðar- starfseminnar. Áætlun um út- býtingu þessa útbúnaðar til stöðvanna og annara bygginga, er notaðar kynnu að verða, er nú fullgerð og mun koma til framkvæmda þegar hann kem- ur hingað. Þá liafa og verið gerðar ráðstafanir til að senda hluta af þessum útbúnaði til deilda Rauða Krossins annars staðar á landinu. Ættu menn að gera sér grein fyrir því, að Rauði Kross Islands á miklar þakkir skilið fyrir að hafa kom- ið upp slikum stöðvum til verndar íbúunum. Þetta, og önnur mannúðar- starfsemi, svo sem undirbúning- ur að því að flytja héðan börn, brottflutningur fólks, ef hann verður nauðsynlegur og mögu- legur, fullvissan um það, að á- kveðnar ráðstafanir séu gerðar til að vernda fólk þegar í nauð- irnar rekur með Jjví að útvega því mat og fatnað, og hjálp til fólks, sem orðið hefir fyrir slys- um — öll þessi vandamál og lausn þeirra á grundvelli borg- aralegs hugarfars og með réttri forystu eru af oss talin mikil- væg. Er oss tjáð að starfsemi Jjessi heyri undir loftvarna- nefnd og nefnd Jjá, er sjá á um brottflutning úr bænum. Mun íslenzku yfirvöldunum hafa verið tilkynnt, að vér séum fús- ir til að veita ráðleggingar og þá 'aðra hjálp, sem mögulegt er að veita, svo fremi, sem liún er innan takmarka starfssviðs vors„ En eins og áður greinir Jjá er öll starfsemi vor í þágu borgaranna framkvæmd með milligöngu íslenzka Rauða Ifrossins. Eg er mjög þakklátur fyrir að liafa hitt ýmsa embættis- menn og marga aðra íslendinga — kaupsýslumenn, lækna o. s. frv., sem allir hafa verið fúsir til samvinnu um þessi mál. ís- lendingar mega vera lireyknir af Rauða Kross félagi sínu, fyrir þann anda, sem þar ríkir um að auka mannúðarstarfsemi og styrkja heilbrigðisvöld Jjessa lands. Er hann í þvi líkur Ame- ríska Rauða Krossinum. Af trausti almennings til Rauða Krossins fyrir unnin störf, kem- ur ábyrgðartilfinning og eg er þess fullviss, að íslenzki Rauði Krossinn muni með heiðri upp- fylla liverja þá eðlilega kröfu, sem gerð er til lians. Vér höfum milda ánægju af að mega veita þessu bróðurfélagi voru alla þá aðstoð, sem er á valdi voru að láta Jjví í té. Charles McDonald. Forstjóri Ameríska Rauðæ Krossins á íslandi. Listi Sjálfstæðisflokksins er D-listi. x—D. Amerískir hermenn reyna að stela bílum. Nokkru eftir miðnætti í fyrri nótt var lögreglunni tilkynnt, að amerískir hermenn væri að reyna að stela bílunum R 709 og R 1535 á Sólvallagötu. Þegar íslenzk og amerísk lög- regla kom á vettvang voru mennirnir á bak og burt. I R 709 höfðu tveir rafmagnsvírar undir mælaborðinu verið skornir í sundur til Jjess að reyna að fá „beint samband“, sem kallað er, svo að hægt væri að setja vél- ina í gang Jjótt „switch“-lykil- inn vantaði. I hinum bílnum fannst skinn- lianzki, eins og amerískir her menn nota. Ætti að vera hægt að hafa upp á mönnunum fyrir tilstilli hans. 35 kjördeildir. Kosið Verður í 35 kjördeild- um á sunnudaginn kemur. Þar af eru 28 kjördeildir í Miðbæj- arbarnaskólanum, 6 í Iðnskól- anum og 1 í Elliheimilinu. I barnaskólanum lcjósa á neðri hæð hússins Aagot— Gunnar, samtals 11 kjördeildir. Á efri hæðinni kjósa Gunnarína —(Ólafur Júlíusson — 12 kjör- deildir alls. Þá er kosið í leik- fimishúsinu (gengið úr portinu inn í kjallarann að norðan- verðu). Þar kjósa Ólafur Kára- son—Sigurlás, samtals 5 kjör deildir. I Iðnskólanum eru sex kjör- deildir og Jjar kjósa Sigurlaug —össur. Lolcs er ein kjördeild í Ellilieimilinu. Allar upplýsingar varðandi bæjarstjórnarkosning- arnar á sunnudaginn kemur, geta menn fengið mcð því að snúa sér til kosningaskrifstofunnar í Varðar- húsinu, símar 2339 og 1133. Sjálfstæðismenn. Ef þér þurfið að leita upplýs- inga, þá er kosningaskrifstofan í Varðarhúsinu og síminn 2339. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.