Vísir - 12.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 12.03.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjórl 1 Blaðamenn Síml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 12. marz 1942. 37. tbl. Rtssar brjitast i gegn á Kaliainvlgstðflvannm. 50,000 Þjóðverjar fallnir í 4 vikna bardögum EINKASKEYTI frá United Press. London i morgun. Rússnseska herstjórnin birti aukatilkynningu í gærkveldi þess efnis, að hersveitir hennar hefðu brotizt í gegnum hin ramgerðu virki Þjóðverja á Kalininvígstöðvunum. Virki þessi voru talin svo öflug, að vart mundi auðið að brjótast þar í gegn, en Rússar fikuðu sig áfram, og færðu fallbyssur sínar nær og nær, og skutu á virkin úr aðeins 600 metra fjarlægð og eyðilögðu þau bannig hvert af öðru. — Hitler sjálfur heimsótti þessi virki fyrir skemmstu og skipaði svo fyrir, að koma yrði í veg fyrir hvað sém það kostaði, að Rússar brytust þar í gegn. Á timabilinu frá 5. febr. til 8. marz, meðan aðalbardagarnir stóðu þarna, féllu um 50.000 Þjóðverjar, en Rússar náðu á sitt vald aftur 160 byggðarlögum. Þjóðverjar urðu fyrir gríðarlegu bergagnatjóni, misstu t. d. um 200 flugvélar og 80 skriðdreka og margt annað. FRAKKAR SENDA HERLIÐ TIL MADAGASCAR. Fregnir hafa borizt um, að Vichy-stjórnin sé að senda herlið til Madagascar. Er þetta talið benda til, að Frakkar ætli að spyrna gegn öllum áformum Japana um að ná fótfestu á Madagascar, eri ýmsar fregnir hafa borizt um það að undanförnu, að Japanar hefðu slík áform í huga. KOSNINGAPISTLAR m r. I rússneskum fregnum er bent á það, að frá því í desem- ber hafi Rússar náð svo miklu af hergögnum frá Þjóðverjum, að nægi til að búa heilan her að vopnilm,. Rússar segjast t. d. bafa í notkun um 50.000 her- flutningabíla, sem allir voru teknir frá Þjóðverjum. Rússar segjast nú fá hergagnabirgðir í stórum stíl, i fyrsta lagi úr her- gagnaverksmiðjum Rússlands og Siberiu, í öðru lagi frá Bandaríkjunum, i þriðja lagi frá Bretlandi — og í fjórða lagi frá Þýzkalandi, og muni það eins dæmi, að styrjaldar-andstæðing- ar hafi lagt til hergögn og bíla Iianda þjóðinni, sem barizt er við. 1 fregnum frá Rússlandi er nú talið, að Þjóðverjar kunni að freista að hefja sókn til Lenin- grad að norðanverðu frá, en Finnar eru sagðir tregir eða jafnvel hafa neitað að taka þátt í slíkri sókn. Á Finnlandsvig- stöðvunum bafa ekki orðið miklar breytingar. Finnar liafa ekki unnið á i seinni tíð, en þeir liafa að minnsta kosti víðast baldið þeim stöðvum, sem þeir böfðu tekið. Fiskimannaskagi er stöðugt á valdi Rússa. Þjóð- verjum. hefir ekkert orðið á- gengt í loftárásum á Murmansk. Loftvarnir borgarinnar virðast mjög sterkar. | Þá var sagt frá því í fregnum frá Rússlandi í morgun, að Rússar hefðu brotizt í gegnum j virki Þjóðverja norðan Vyazma j -Smolenskvegarins fræga. í Rússar þjarma stöðugt meir að 16. þýzka hernum. Er hann farinn að skorta vistir. Þjóð- verjar segja, ajð veðurs vegna bafi þeir elcki getað komið birgðum loftleiðis, en geta ekki um að Rússar hafi skotið niður fjölda margar herflutningaflug- vélar fyrir þeim. Bylting' yHrvoftmdi í Brazilin. Forsetinn fœr vald til að lýsa yfir styrjaldarástaudi. Japanski sendiherrann raunverulega í haldi. Fregnir frá Brazilíu herma, að horfurnar þar séu hin- ar ískyggilegustu. Óttast stjórnin, að undirróðursmenn og erindrekar inöndulveldanna muni grípa til ofbeldis- ráðstafana og hefir stjórnin varað alla útlendinga við afleiðingum þess, að vinna gegn stjórn landsins. For- setinn hefir fengið vald til þess að lýsa yfir styrjaldar- ástandi og beita hernum til þess að bæla niður uppreist- artilraunir og mótþróa. — Húsrannsókn hefir verið gerð í skrifstofum japanska sendihen'ans og er hann raunverulega í haldi. — Er hér um gagnráðstafanir að ræða, vegna framkomu Japana gegn sendiherra Brazi- líu í Tokio. Mikil ólga er um gervalla Braziliu og er þjóðin sárgröm yfir kafbátaárásunum á brazil- isk skip að undanförnu. Eins og getið var í fregnum í gær, hefir 5000 smálesta brazilisku skipi verið sökkt og nú berast fregn- ir um, að ekkert hafi spurzt til 3600 smálésta brazilisks skips, sem var á leið lieim til Brazilíu frá Bandaríkjunum. Seinustu fregnir berma, að 53 skipverja og 4 farþega sé enn saknað af skipinu Cebu, sem sökkt var fyrirvaralaust undan Brazilíuströndum. Um 30 manns björguðust. —- Fregnir frá Chile herma, að’strangl eft- irlit sé nú með öllum Japönum þar í landi, jafnvel japönskum bændum. Allar upplýsingar varðandi bæjárstjórnarkosning- arnar á sunnudaginn kemur, geta menn fengið með því að snúa sér til kosningaskrifstofunnar í Varðar- húsinu, símar 2339 og 1133. Nýjar, brezkar tundur- skeytaflugvélar gera , árás á orustuskipið Tirpitz. ! Það var frá því sagt í frétt- * 1 um i morgun, að það hefðu ver- ið tundurskeytaflugvélar af nýj- ustu gerð, sem gerðu árásina á Tirpitz, nýjasta orustuskip Þjóðverja (systurskip Bis- marcks, er sökkt var), en frá þessari árás var fyrst sagt í gær- kveldi. Tirpitz er talinn vera 35.000 smál., en eins og menn muna var það álit brezkra sjó- j liðsforingja, sem tóku þátt i or- ustunni við Bismarck, að hann væri stærri en tilkynnt hafði verið. Alexander flotamálaráðherra skýrði eirimitt frá því í gær í fyrsta sinn, að flotinn hefði tek- ið í notkun nýja og fullkomn- ari gerð tundurskeytaflugvéla, sem stgnda í öllu langt framar Sverðfiskunum, sem kunnastar hafa verið af tundurskeytaflug- vélum flotans. Munu það hafa verið hinar nýju tundurskeyta- flugvélar, sem gerðu árásina á Tirpitz. Það varð kunnugt fyrir nokk- uru, að Tirpitz var kominn til Þrándheims. Fyrir skemstu lét hann úr höfn norður á bóginn, vafalaust til árása á skipalestir á leið til Rússlands, en brezkar flugvélar á sveimi yfir Noregs- ströndum urðu lians varar á mánudag síðastliðinn, og gerðu árás á hann, og sást það seinast til Tirpitz, að hann hélt undan til Noregsstranda hulinn mikl- um reykjarmekki. Bretar misstu tvær flugvélar i árásinni, en skilyrði voru ekki fyrir hendi til þess að segja með neinni vissu um skemmdir á herskip- inu. Hrun yfirvofandi í bæjum og’ byggðum, ef dýrtíðinni verður ekki haldið í skef jum. Roosevelt sagði í ræðu í fyrra- dag: Bandaríkjamenn búa sig undir það af eins miklum hraða og auðið er, að taka þátt í hern- aðaraðgerðum á hinum ýmsu vígstöðvum, og Bandaríkjalið er komið til sumrsv þeirra. Verka- menn í verksmiðjum og námum vinna dag og nótt að kalla, til þess að framleiða vopn og ann- að, sem til hernaðar þarf. — í ræðu þessari varaði Roosévelt við hættu þeirri, sem stafar af verðbólgu. Ef verðlag heldur á- fram að hækka verða afleiðing- arnar hinar hættulegustu fyrir þjóðina. Stríðskostnaðurinn eykst og ríkisskuldirnar, tálm- anir verða lagðar á braut vora á leið að sigurmarkinu, og fyrir- sjáanlegt hrun síðar jafnt fyrir verkamenn og aðra, sem í borg- um starfa, sem og bændur landsins. V • Samkvæmt seinustu fregnum hafa bandamenn lokið öllum undirbúiiingi til að spyma gegri áformum Japana að ná fótfestu í Ástralíu og ennfremur gegn væntanlegum tilraunum þeirra til þess að treysta aðstöðu sína við Indlandshaf. — Japanar nálgast riú Port Moresby á Nýju Guineu. Sókn þeirra í Nýju Guineu er talin forleikur að inn- rás í Ástralíu. Brezkir hermálasérfræðingar láta í Ijós þá skoðun, þótt nauð- synlegt sé að vera vel á verði, að Japanar geti vart hafið sókn á Indlaridshafi, fyrr en þeir hafa gert flotastöðin í Singpore not- hæfa, og flutt þrigað flota or- ustuskipa. FRETTIR í STUTTU MÁLI. Churchill tilkynnti í neðri málstofunni í gær, að Sir Staff- ord Cripps færi til Indlands til þess að ræða fyrir hönd brezku stjórnarinnar hinar nýju tillög- ur bennar í Indlandsmálum. — Sir Stafford bauðst til þess að fara til Indlands. — Indverskir leiðtogar fagna yfir því, að Sir Stafford var falið þetta blut- verk. — í fjarveru bans verður Eden formælandi rikisstjórnar- innar i neðri málstofunni. Ástralskar og ameriskar flug- vélar halda uppi árásum á her- flutningaskip Japana við Nýju Guineu. í seinustu árásum var tveimur skipum sökkt, eldur kviknaði i fjórum og einu var rent á land, en tvö urðu auk fyrrtaldra fyrir sprengjum. í Burma búast brezkar her- sveitir til varnar við Prome-veg- inn. Ástralska stjórnin hefir fyrir- skipað, að slátra skuh öllurn, stórgripum, í héruðum, sem kurina að verða fyrir innrás. Mikill fjöldi Hollendinga er kominn til Ástralíu frá Java til þess að halda áfram styrjöldinni gegn Japönum. Winant hefir sagt Roosevelt, að Churchill sé fastari í sessi en nokkuru sinni. I Bandarikjunum er verið að koma upp 8 miklum hergagna- verksmiðjum. Áætlaður kostn- aður 65 millj. dollara. Bandarikin hafa tekið til sinna nota ítalska skipið Conte Grande, 23.681 smál., og þýzkt skip, 16.662 smál. (Windue). Joseph W. Stilhvel herforingi, U. S. Á., hefir verið skipaður berráðsforseti i Kína, undir yf- irstjórn Chiangs Kai-sheks. — Ilann var yfirmaður þriðja ameríska hersins í Kaliforniu. Alþýðuflokkurinn hefir tek- ið sér tvennt fyrir hendur í þessari kosningabarátlu. Ann- að er það að gera Stefán Jóhann að mikilmenni. Hitt að gera hann að píslarvotti. Ilvort- tveggja vonlaust verk. Stefán Jóhann á að vera mik- ilmenni fyrir það, að hann mundi allt í einu eftir launa- stéttunum um áramótin, í ná- lega þrjú ár hafði hann gleymt þessum óskabörnum sínum og yfirlýstu skjólstæðingum. Stef- án „mikilmenni“ mundi eftir launastéttunum um áramótin, af því að hann þurfti á fylgi þeirra að hulda við bæjarstjórn- arkosningarnar. Það var allt og og sumt. Alþýðuflokkuriun hef- ir fyr reynt að duhba upp á ýmsa brodda sina með allskon- ar kúnstum og nafngiftum. Einn var útnefndur „heiðurs- . slúdent“. Annar ólærður var i , gerður að prófessor, og er síð- an kallaður „gerfi-])rófessor“. Það er vel til að útnefning Stef- áns Jólianns til mikilmennis j endi með því að bann verði kall- , aður „gerfi-mikilmenni“. i i Og svo var ])að píslarvættið. Það er fólgið í því, að önn- i ur blöð skyldu fá að leggja orð ] I í belg, áður en kjósendur felldu | dóm sinn. Það er kannske vert að minnast þess, að þegar fyrsta ' „AIþýðublaðið“ kom út eftir áramótin, var lálið svo heita, t að blaðið ætti bara að flytja lesendum sínum fréttir. Það átti ekki að vei’a pólitiskt. Hvernig stóð á þessu? Svarið getur ekki verið annað en það, að aðstandendum blaðs- ins var ljóst, að það væri brot á „réttum Ieikreglum“ að blaðið færi með pólitískan áróður, þegar engir voru til andsvara. En brátt forhertust þessir menn og heimtuðu „í nafni lýð- ræðisins“(!!) að fá að tala ein- ir. Þegar þeir komust ekki upp með það tóku þeir að væla og veina yfir því livað væri níðst á þeim. Stefán píslarvottur er þekktur úr kirkjusögunni. Nafna hans Jóhann langaði í sömu nafnbótina. En þetta á ekki af lionum að ganga. Hann varð bara „gerfi-píslarvottur". Hann liefir aldrei verið annað en „gerfi-vinur“ launastéttanna. Já, það er sitt livað „gerfi“ og atgerfi. Merkilegt má það heita, að Alþýðublaðið skuli ekki hafa tekið undir við Harald Guðmundsson um kauphækk- unarvísdóminn, sem hann flutti í útvarpið um daginn. Það er eitthvað svo huggunarríkt fyrir launastéttirnar að fá að vita, að 22% krónulækkun, sem bann- að er að bæta meira en að % sé „lögboðin kauphækkun“. Al- þýðuflokkurinn á meira en fyr- ir þvi, að launastéttirnar þakki honum fyrir gengislækkunina. Þær hafa víst gleymt því fram að þessu. En það skyldi þó aldrei vera, að einliver sé farinn að klóra sér í höfðinu yfir þvi, að liafa Ijóst- að upp þessum mikla liagfræði- lega leyndardómi. Kannske Har- aldur geti sagt eins og barna- fræðarinn við strákinn, sem rak liann á stampinn: „Öllum kenn- urum getur nú oiðið á.“ Timinn lætur sig hafa það, að gefa i sk>m að Pétur heitinn Halldórsson hafi farið með „prettvísi“, þegar hann til- kynnti blaðamönnum fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningai’, áð lán til hitaveitunnar væri fengið i Englandi. Þótt ekki væri búið að skýra gang þessa máls eins rækilega og gert hofir ver- ið mun engumykunnugum til hugar koma að Pétur Halldórs- son hafi farið með prettyisi í því, né nokkuru öðru ináli. Fáeinum dögum áður en þess- ar dylgjur eru bornar fram, er forsætisráðherra að fjargviðr- ast yfir þvi, að nokkuð hafiverið óvingjarnlega vikið að bæjar- fulltrúa Framsóknar Jónasi Jónssyni, að honum fjárvcrandi. Er ekki þetta tímamennskan í sinni réttu mynd? Saknæmt að taka ofan í við Jónas, af þvi að hann er ekki viðstaddur til taf- arlausra andsvara. En ósak- næmt að dylgja um „prettvísi“ Péturs Halldórssonai’, sem horf- inri er sjónum okkar fyrir nokkurum mísseruin. Það kem- ur sér vel að Tímamenn hafa alltaf, þegar böndin berast að þeim, á takteinum sama klass- iska svarið: „Það er alls ekki sambærilegt“. r T morgun mælti eg kunningja mínum á götu. Hann sagði:’ „Hvernig stendur á, að Tíma- menn eru ekki ennþá komnir fram með stórlygina sína“? Eg hváði. „Jú, þessa venjulegu Stórlygi, sem þeir finria upp um allar kosningar.“ Þá áttaði eg mig. Þegar Jón Þorláksson hafði rétt við fjárliag rikisins, lækkað skuldirnar, aukið eignirnar, skorið niður kostnaðinn og minnkað álögurnar, sögðu Tímamenn, að Jón hefði steypt fjárhagnum i voða. Þetta var fyrir þingkosningarnar 1927. Þá varð til orðtakið: „með lyg- um skal land vinna.“ Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar 1930 var Knut Zimsen borið á brýn að liafa stohð milljón úr bæjarsjóði — einni milljón króna. Við bæjarstjórn- arkosningar nokkurum árum siðar átti Jón Þorláksson að bafa eiti’að drykkjarvatn bæjar- búa. Svona laug Framsókn fag- lega, meðan hún hafði hárið. Nú heyrist ekkert nema smá- skreytni. Og mönnum erívarla farið að standa á sama um heilsufar maddömunnar. „Hann er dauður, ef hann missir hóst- ann,“ sagði maður, sem var að hjúkra sjúklingi. Hvernig færi fyrir Framsókn, ef liún „missti lygina?“ Þetta er farið að verða mönnum áhyggjuefni. Kjósandi. Sjálfstæðismenn, sem verða fjarverandi á kjördag, eru áminntir um að kjósa hjá lög- manni í Arnarhváli áður en þeir fara úr bænum. D-l/ISTIMM er liisti N|áif§tæði§flokkiim§

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.