Vísir - 20.03.1942, Síða 1

Vísir - 20.03.1942, Síða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 20. marz 1942. Ritstjóri 1 Blaðamenn Slmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 44. tbl. Skipatjón Japana er mesta áhyggjuefni þeirra. — Sldpa- smíðastöðvarnar geta ekki sint ný- smíðum vegna viðgerða á löskuðum skipum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Ifregnum, sem birtar voru í gær, var tekið fram, að þau 23 skip, sem orðið hafa fyrir sprengjum nýlega og sokkið eða laskazt við austurströnd Nýju Guineu, væri í flokki þeirra, sem hafa orðið fyrir árásum þar undangengna 10 daga. Hér var því ekki um nýja viðureign að ræða- En árásunum á skip Japana við strendur Nýja Bretlands og Nýju Guineu er haldið áfram af miklu kappi, og eins og skeyti hermdu, sem birt voru í gær, hefir stórt japanskt beitiskip í höfninni í Raboul á Nýja Bretlandi orðið fyrir sprengju og lask- azt stórlega. — Skipatjónið verður æ alvarlegra fyrir Japana — þar eru þeir veikastir fyrir — og skipasmíða- stöðvarnar í Japan og víðar eru nú önnum kafnar við viðgerðir, en nýsmíði liggur niðri að mestu. — Hér fer á eftir amerísk fregn um skipatjón Japan til þessa. — Af 23 skipum, sem um getur 'lfér að framan, voru 12 herskip, að því er tilkynnt var í Wash- ington. í árásinni, sem skip þessi urðu fyrir, urðu og miklar skemmdir á hafnarmannvirkj- um, strandvirkjum, sem Japan- ar eru að koma uþp o. s. frv. Með árás þessari liafa Banda- ríkjamenn enn „borgað fyrir sig“ vegna árásarinnar á Pearl Harbour. 1 orustunni á Javasjó var liðs- munur svo mikill, að Japanar höfðu 2 lierskip móti liverju einu bandamanna,' og auk þess miklu meiri flugvélastuðning, en þó var 8 japönskum skipum sökkt i þeirri viðureign. 12 fyrr- nefnd herskip, sem urðu fyrir sprengjum í Roubal, koma tölu japanskra herskipa, sem Banda- ríkjamenn hafa sökkt eða stór- laskð, upp í 66. Engin skip eru með talin, sem Bretar eða Hol- lendingar hafa sökkt. Auk þess hafa Bandaríkjamenn sökkt eða stórlaskað 109 flutningaskip fyrir Japönum og voru mörg þeirra í herliðsflutningum, er gerðar voru árásir á þau. í þess- ari tölu eru meðtalin þau, sem eyðilögð voru í árásinni við Lae og Salamaua á Nýju Guineu. Aívarlegasta tjónið þar var, að sökkt var 3 beitiskipum, en það ljórða laskaðist. Þegar styrjöldin byrjaði áttu Japanar, að því er kunnugt var: 40 beitiskip. Bandaríkjamenn einir hafa sökkt 6 beitiskipum 'fyrir Japönum og laskað 16. — Bandaríkjamenn hafa misst eitt beitiskip: Houston. Við endurathugun fregna um skipatjón Japana í styrjöldinni til þessa kemur í ljós, segir í fyrrnefndri fregn frá Washing- ton: Full vissa er fyrir, áð sökkt hefir Verið 91 skipi: Tveimur flugvélaskipum, 1 orustuskipi, G beitiskipum, 9 tundurspillum, 6 kafbátum, 2 tundurduflaskip- um, 2 fallbyssubátum, 5 olíu- flutningaskipum, 34 herflutn- ingaskipum, 16 herbirgðaskip- um og 8 öðrum skipum. Miklar Hkur eru til, að sökkt hafi verið: Einu flugvélaskipi, 3 tundur- spillum, 1 tundíurduflaskipi, 2 herflutningaskipum, 2 skipum öðrum. Kunnugt, að laskazt hafa: ..49 skip, meðal þeirra: Eitt flugvélaskip, 3 orustuskip, 13 beitiskip, 6 tundurspillar, 1 kaf- bátur, 16 herflutningaskip og 9 skip önnur. Kunnugt, að grandað hefir verið: 323 flugvélum, meðal þeirra sprengju- og orustuflug- vélar og stórir flugbátar. Flug- vélarnar, sem Japanar misstu i árásinni á Pearl Harbor ekki meðtaldar. AÐRAR FREGNIR AF STYRJ- ÖLDINNI VIÐ JAPANI. Japanskar sprengjuflugvélar, allar stórar, gerðu árás á Port Moresby í gærmorgun. Árásin stóð í hálfa klukkustifnd. Engar fregnir hafa enn borizt um manntjón eða eigna. í fyrradag gerðu Japanir tvær árásir á Tul- agi á Salomonseyjum. Tveir eða þrir innbornir menn biðu bana, en skemmdir á mannvirkjum voru litlar. f/ Háttsettur amerískur embætt- ismaður i Asíu hefir staðfest, að frásögn Edens um hryðjuverkin i Hongkong er rétt. Embættis- maður þessi hefir persónulega yfirheyrt vitni þau, sem, Eden studdist við í frásögn sinni. Bandaríkjaflugmenn hafa eyðilagt 15 japanskar flugvélar á flugstöð Japana við Moulmain í Burma. Alls var grandað 25 flugvélum. Var liér um sameig- inlega brezk-ameriska loftárás að i-æða. — Amerískt lið er nú komið til Indlands. Brezkar hersveitir hafa hörf- að frá Tharrawaddy, sem er um 96 kílómetra norðvestur af Rangoon á leið til Prome. Að öðru leyti liafa engar verulegar breytingar orðið á vigstöðvun- um í Burma, en Japnar halda áfram að þreifa fyrir sér með þvi að send a njósnaflokká hingað og þangað. Smábardagar hafa orðið um 160 km. norður af Rangoon og 70 km. vestur af •Toongon. Rockwell flotaforingi, sem var með MacArthur á Filipseyj- um er nú kominn til Ástraliu og starfar þar undir yfirstjórn MacArthurs. Fregn frá Chungking liermir, að Japanar noti gas í bardögum gegn Kínverjum. Stillwell Iierforingi frá Banda- Rússar hvetja bandamenn til sóknar á öll- um vfgstöðvum Blaðið Moscow News, sem birt er á ensku í Kuybishev, hef- ir skorað á bandamenn að hef ja samtímis sókn gegn Þjóðverjum á öllum vígstöðvum, til þess að fullur árangur náist af sókn þeirri, sem Rússar hafa haldið uppi í Vetur, og herða nú sem mest. Rússar tilkynna, að þeir hafi umkringt Gzhatck, á miðvíg- stöðvunum. Hafa Þjóðverjar þar allmikinn her og miklar birgða- stöðvar. 2000 þýzkir hermenn eru innikróaðir á Smolensk— Vyazm'asvæðinu. '• Enn berast fregnir um, að barizt sé i úthverfum Kharkow í návígi. í sambandi við þetta er vakin athygli á, að í rússnesk- um blöðum var boðað fyrir fá- um dögum, að brátt myndu 800.000 íbúum Kharkow verða bjargað úr greipum Þjóðverja. — Stórskotaliðið rússneska hef- it malað mjölinu smærra vern- arvirki Þjóðverja í útjöðrum Kharkow. Jafnframt berast fregnir um, að hersveitir Timo- chenko fyrir sunnan Kliarkow Iiafi tekið þýzkar varnarstöðvar og um 1000 Þjóðverjar fallið i bardögunum. Þjóðverjar gera örvæntingar- fullar tilraunir til þess að hintíra framsókn Rússa á Kerchtanga, Krím. Berlínarfregnir lierma, að Rússar noti 53 smálesta skrið- dreka i árásunum við Rzhev. — I Lundúnafregnum segir, að alger eyðing vofi yfir 60.000 manna liði, sem Þjóðverjar hafa sent til Kharkowvígstöðvanna. Seinustu fregnir frá Washing- ton herrna, að Rússar sæki fram á Vyazmasvæðinu suður á bóg- inn, eftir Nikitinkaveginum frá Dorgúbús, og stefna Rússar að því að umlykja allan her Þjóð- verja á Vyazma- og Rzhevsvæð- inu. I Stokkhólmsfregnum segir, að hungursneyð sé nú viða svo mikil í Finnlandi, að börn deyi unnvörpum vegna matvæla- skorts. Kornbirgðir landsins eru á þrotum. Finnsk stjórnarvöld fyrirskipuðu bændum í feln-ú- ar að láta helming alls sáðkorns af liendi, en siðar var bændum fyrirskipað að láta af Iiendi allar kornbirgðir, sem þeir ætluðu til matar handa sér og fjölskyldum í sínum. rikjunum, sem að undanförnu liefir verið forseti herráðs Chi- angs Kai-sheks, hefir nú tekið vlð yfirstjórn 5. og 6. kínverska liersins, en þeir eru í Burma. Stillwell talar og ritar kín- versku. Chiang Kai-shek átli frumkvæði að þessu. — Þetta er í fyrsta skipti, sem amerísk- ur herfoiúngi stjórnar miklum erlendum lier. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI. Morrison öryggismálaráð- lierra skýrði frá þvi í neðri mál- stofunni í gær, að ritstjórn Lon- don Daily Mirror hefði fengið aðvörun um, að birta ekki á- deilugreinar, sem spiltu árangr- inum af því, sem gert er til þess að inna af liendi störf vegna styrjaldarinnar. De Brinon, fultrúi Petains í París, hefir ráðlagt honum að Riom-réttarliöldunum verði hætt. Þetta er talið stafa af ó- ánægju Hitlers út af því, að rétt- arhöldunum sé ekki hagaðþann- ig, að hann geti skellt skuldinni á Frakkland fyrir, að til styrj- aldar kom milli Frakka og Þjóð- verja,' en yfirlieyrslurnar hafa snúist um skort Frakka á und- irbúningi, og fyrirhyggjuleysi. Mikil ólga virðist vera í Rúm- eníu út af kröfum Þjóðverja. Landbúnaðarráðlierrann liefir beðizt lausnar vegna þess, að Þjóðverjar krefjast meira korns. —- Leiðtogar bænda og frjáls- lyndra hafa sent forsætisráð- herra ávarp og lýsa yfir, að ef Þjóðverjar geti ekki sigrað án aðstoðar Rúmena, sé engin von til, að Þjóðverjar sigri i stvrj- öldinni. í opinberri skýrslu pólsku stjórnarinnar í London segir, að Pólverjar fái nú aðeins 1/6-1/3 af venjulegum matarskammti, en áfengisfranileiðslan er nú fimm sinnum meiri en fyrir styrjöldina. Pólskar stúlkur eru neyddar til ólifnaðar. Pólskum piltum og stúlkum er tíðum bannað að hafa nokkurt sam- hand við frændur sína og önnur skyldmenni. Göhbels virðisl hafa komizt í nokkurn bobba í fréttaflutningi sinum, vegná skipunarMacArt- hurs i yfirhershöfðingjaembætt- ið i Ástralíu. í fyrstu þýzku fregninni um þetla var sagt: Þetta kom Japönum alls ekki á óvænt. — Fimmtán mínútum , síðar: Skipun MacArthurs i embættið hefir vakið milda furðu i Japan. Amerískur kafbátur hefir bjargað 43 sjóliðum af brezka tundurspillinum Elektra. sem sökkt var i orustunni á Javasjó. Fimm höfðu særzt illa. Hol- lenzkt tundurduflaskip tók við sjóliðunum og flutti þá til hafn- ar. Japanskar flugvélar vörpuðu 25 sprengjum á Port Darwin, Norður-Ástralíu, i gær. Mann- tjón og eigna var lítið. Ibúðar- og sjúkrahús urðu fyrir skemmdum. CASEY SKIPADUR STRÍÐS- STJÓRNARRÁÐHERRA MEÐ AÐSETRI I KAIRO. Tilkynnt var í Loiídon í gær, að Casty, sendiherra Ástralíu i Washington, hefði verið skipað- ur striðsstjórnarráðherra með aðsetri i Kairo, og tekur liann þar við embætti því, sem Sir Oliver Lyttleton, núverandi her- gagnaframleiðsluráðherra — gegndi til skamms tíma. í seinustu fregnum segir, að nokkur ágreiningur liafi verið um þetta, þótt ástralska stjórn- in hafi veitt samþykki sitt, því að liún taldi þess mikla þörf, að slíkur maður sem Casey væri áfram sendiherra í Bandaríkj- unum. Málið verður rætt á þingi Ást- ralíu bráðlega. Fifrsti íidur nfju bæjarstjórnariar. Bjarni Benediktsson kosinn borgarstjóri. gJARNI BENEDIKTSSON var kcsinn borgarstjóri á fyrsta fundi hinnar nýju bæjarstjórn- ar, sem haldinn var í gær. For- seti bæjarstjórnar var kosinn Guðmundur Ásbjörnsson, 1. varaforseti Jakob Möller, 2. varaforseti Valtýr Stefánsson. Skrifarar voru þeir kosnir Helgi H. Eiríksson og Björn' Bjarna- son og til vara Gunnar Þor- steinsson og Steinþór Guð- mundsson. Þá var kosið í ýmsar nefndir og trúnaðarstöður: Bæjarráð: Guðmundur Ásbjörnsson, Jakob Möller, Helgi lí. Eiríks- son, Sigfús Sigurhjartarson, Jón A. Pétursson. Framfærslunefnd: Guðmundur Ásbjörnsson, Guðrún Jónasson, Gísli Guðna- son, Katrín Pálsdóttir, Arngrim- ur Kristjánsson. Barnaverndarnefnd: Jón Pálsson, ólafur Svein- björnsson, Guðrún Guðlaugs- dóttir, Guðrún Jónasson, Pet- rína Jakobsson, Arnfinnur Jóns- son, Guðný Jónsdóttir. Brunamálanefnd: Ilelgi H. Eiríksson, Guðrún Jónasson, Gunnar Thoroddsen, Steinþór Guðmundsson, Jón A. Pétursson. Byggingarnefnd: Hörður Bjarnason, Guðmund- ur Ásbjörnsson, Ársæll Sigurðs- sön, Steinþór Guðmundsson. Hafnarstjórn: Gunnar Þorsteinsson, Valtýr Stefánsson, Sigurður Sigurðs- son, Björn Bjarnason, Sigurður Ólafsson. Fræðsluráð: Helgi IJ. Eiríksson, Gunnar Thoroddsen, Steinþór Guð- mundsson, Soffía Ingvarsdóttir. Endurskoðendur bæ jarreikninganna: Ari Thorlacius, ólafur Frið- riksson. Endurskoðandi styrktarsjóðs verkamanna og sjómanna: Alfreð Guðmundsson. Matarskammtur í Þýzkalandi minnkar að miklum num inn- an þriggja vikna. Þrír þýzkir njósnarar hafa verið handteknir i Braziliu. Höfuðpaurinn er liðsforingi í þýzka hernum. I Mexico hafa 30 menn verið handteknir grunaðir um njósn- ir. Þeir sem sekir finnast um njósnir fyrir Hitler verða af- hentir Bandarikjunum. t Dr. theol. Jón Helgason biskup andaðist í gær. Dr. theol. Jón Helgason bislc- up andaðist að heimili sínu um kl. 11 i gærkveldi. Hann hefir til skamms tima verið ern og hraustur, farið allra ferða sinna og verið sistarfandi að ritverk- um sínum. I haust kenndi hann liinsvegar veiki þeirrar, er dró liann til dauða, og síðustu vik- urnar hefir hann legið rúm- fastur. Með dr. Jóni Helgasyni er ein- liver merkasti kirkjuhöfðingi þessa lands i valinn hníginn. Ilann var manna fróðastur um flesta hluti, er sagnfræði vörð- uðu og þá einkum íslenzka kirkjusögu og sögu höfuðstað- arins. Hann var maður stjórn- samur og svo starfssamur, að ekki féll lionum verk úr hendi. Hann var hreinn maður og djarfur og svo mikill drengskap- armaður, að hann naut óskerts trausts og virðingar allra, er lians handleiðslu hlíttu, jafnt lærðra sem leikra um land allt. Að þessu sinni verða störf þessa merka manns og kirkju- höfðingja ekki rakin, en það verður gert síðar hér i blaðinu. Handknattleiksmótið, Enn var keppt í gærkveldi, þrír leikir, eins og hin kvöldin. I 2. flokki fóru fram tveir leikir. Sá fyrri var milli Hauka og F.H., og sigruðu hinir fyrr- nefndu með 11:8. Síðari leikm'- inn í þeim flokki var milli Vals og Víkings. Þar varð jafntefli, 10:10. — Loks kepptu Ármann og Fram i 1. flokki. Sigruðu Ár- menningar með 21:17. 1 kveld keppa þessi lið: 1 2. flokki Ármann og Vikingur, í 1. flokki Í.R. og K.R. og i meistara- flokki Vikingur og Haukar. ITér er verið að koma lundurskeyti fyrir í „Beaufort“ sprengju- , flugvél, áður en hún er send i eftirlitsferð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.