Vísir - 24.03.1942, Page 2

Vísir - 24.03.1942, Page 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vonlaus málstaður. y ÍST er uin það, að Fram- sóknarmenn eiga erfitt í kjördæmamálinu. Málstaður þeirra er slíkur, að þeim er ó- gerlegt að láta rök mæta rökuin. Þessvegna þarf enginn að kippa sér upp við það, að þá brestur stundum stillinguna, þegar mest þrengir að. Sá breyzkleiki hefir fylgt mannkyninu, siðan sögur hófust, að þeir, sem öðlast hafa forréttindi, láta þau sjaidan af hendi með góðu. Flestar réttar- bætur eru fengnar fyrir liarða baráttu. Við skulum þessvegna ekkert vera að býsnast yfir því, að Framsóknarmenn slái skjald- borg um rangan málstað. Eng- um kom það á óvart. Þeir eiga um þetta sammerkt við flesta þá, að fornu og nýju, sem sitja yfir hlut annarra. Vanstilling Framsóknarmanna í þessu máli gerir livorki til né frá. Hver skyldi t. d. láta það á sig fá, þött séra Sveinbjörn á Breiðaból- stað taki munninn nokkuð full- an? Hann er þekktur að því, að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hitt er auðvitað leiðin- legra, þegar sjálfur forsætis- ráðherrann missir svo tökin á skapsmunum sínuin, að hann segist síður vilja stuðning Jóns á Akri en nokkurs annars þing- manns. Oddviti flokks, sem kennir sig við bændur, getur varla látið sér sæma slík um mæli, þegar i hlut á einhver ein- arðasti málsvari landbúnaðar ins, sem nokkurn tíma hefir á Alþingi setið. Hermann Jónas- son hefði ekki talað svona hrap- allega af sér, ef hann hefði ekki verið kominn í bobba. sóknarmennirnir bera sér það í munn, hver af öðruin, að með þessu sé verið að draga úr áhrifavaldi sveitanna. Þingmenn sveitakjördæmanna eru ná- kvæmlega jafnmargir eftir sem áður. Það er bara verið að nema úr gildi þá fjarstæðu, að 1001 kjósandi eins flokks geti fengið 2 fulltrúa á þing, en 1000 kjós- endur annars flokks í sama kjör- dæmi engan. * Var ekki verið að „draga úr áhrifavaldi sveitanna“ með því að lögleiða hlutfallskosningar i tvimenningskjördæmum til Búnaðarþings? Þessar hlutfalls- kosningar til Búnaðarþings voru teknar upp, eftir að síðustu A1 þingiskosningar fóru fram Framsóknarmenn börðust fyrir þessu og liafa talið sér mjög til gildis. Hvernig getur sá flokkur, sem berst fyrir hlutfallskosn ingum til Búnaðarþings barizt gegn hlutfallskosningum til A1 þingis ? Málstaður Framsóknar í kjör> dæmamálinu er vonlaus. Af 47 fulltrúum, sem nú eiga sæti á Alþingi, krefjast 28 endurbóta Hér verður því ekki rönd við reist. Framsóknarmenn ltíom ast ekki oftar upp með það, að ganga tvígildir að kjörborðinu við Alþingiskosningar. Deila Bandalags íslenzkra listamanna við formann Menntamálaráðs. Frásögn Jóhanns Briem fopmanns Bandalagsins. Undanfarið hafa nokkrar umræður orðið í blöðum um af- skipti Menntamálaráðs af málefnum listamanna, og þá fyrst og fremst myndlistarmanna. Er mikil óánægja ríkjandi meðal listamannanna í garð Menntamálaráðs og Iiggja til þess tvær meginorsakir: Annarsvegar að myndlistarmennirnir telja að meðlimi Menntamálaráðsins skorti þekkingu til að velja mál- verk fyrir ríkið og hinsvegar að reikningar Menningarsjóðs hafi ekki verið afgreiddir lögum samkvæmt frá hendi sjóðsstjórnar- innar undanfarin ár. Hefir jafnvel komið fram í þeim umræð- um, að líkur séu til að varið hafi verið Iægri f járupphæð til lista- verkakaupa, en veitt hefir verið í þessum tilgangi. Vísir hitti Jóhann Briem, formann Sambands íslenzkra listamanna að máli í gær og inhti hann eftir fréttum af þessari deilu og skýrði hann svo frá: rooi * lÚrslit síðustu þingkosninga sýndu, að nálega 45 af hverj- , um 100 kjósendum landsins fylgdu sjálfstæðisstefnunni. Tæplega 25 af hverjum 100 kjósendum fylgdu Framsókn, Engu að síður fékk Framsókn- arflokkurinn 19 fulltrúa kosna á þing, en Sjálfstæðisflokkurinn ekki nema 17. Forsætisráðherra sagði fyrir nokkrum dögum, að ekki þyrfti að deila um það, að kjósendur ættu allir að hafa sama rétt. En um leið og Fram- sóknarmenn viðurkenna, að fullt lýðræði eigi að ríkja, slá þeir öll vopn úr höndum, sér. Enginn vitiborinn maður á að leyfa sér að kalla það lýðræði, að kjósendur eins flokks hafi tvöfaldan atkvæðisrétt á við kjósendur annars flokks. Fram- sóknarmenn ættu ekki að gera sig hlægilega með því að vera að kenna sig við lýðræði þá stundina, sem þeir eru að berjast með hnúum og hnefum, gegn allri viðleitni til að þoka kosn- ingafyrirkomulaginu í lýðræðis horf. * Framsóknarflokkurinn lætur sér ekki nægja, að berjast gegn lítilsháttar fjölgun þingmanna. Eins og það væri einhver goðgá, að þingmönnum Reykjavíkm’ væri fjölgað úr 6 upp í 8 eða 9! Hann má ekki heldur heyra nefndar hlutfallskosningar í tví- menningskjördæmunum. Fram- Aðalfundur Félags matvöru kaupmanna í Reykjavík var haldinn s. I. fötudagskveld. — Guðmundur Guðjónsson for- maður félagsins gaf mjög grein argóða skýrslu í fundarbyrjun um félagsstarfið á árinu. Tveir ágætir félagsmenn böfðu látist á árinu, þeir Halldór Jónsson kaupm. í „Varmá“, sem verið liafði í félagsráði í mörg ár og Símon Jónsson kaupmaður sem lengi var i stjórn félagsins og gjaldkeri þess um mörg ár. Kosin var stjórn félagsins. Var Guðmundur Guðjónsson endurkosinn formaður og með stjórnendur jjeir Sigurliði Kristjánsson og Sigurbjörn Þorkelsson — báðir endurkosn ir. Þá var Sæmundur Jónsson kosinn í stjórnina í stað Símon- ar lieitins Jónssonar, en Tómas Jónsson átti sæti fyrir í stjórn- inni. Yms mál voru rædd á fundin um og kom fram mikill óhugi f>rrir málefnum stéttarinnar. M a. var samþykkt áskorun til sælgætisgerðanna að láta mat- vörukaupmenn sitja fyrir fram- leiðsluvörum þeirra. Talsverðar umræður urðu um gerðardóminn viðvikjandi álagningu á vörur í búðum mat vörukaupmanna. Voru menn samdóma um að gengið væri of langt í að rýra hlut þessarar stéttar, þar eð hún hefði að und- anförnu horið minna úr býtum heldur en flestar aðrar stéttir þjóðfélagsins. Þá var samþykkt að afgreiða ekki út á skömmtunarseðla í póskavikunni, vegna þess að um mánaðamótin er skömmtunar- tímabilið útrunnið. Ennfremur var samþykkt að taka ekki á móti pöntunum á laugardaginn fyrir páska. Félagsmenn eru nú 70 að tölu og hafa þeir 86 búðir opnar. Aðvörun. Athygli manna skal vakin á aug- lýsingu lögreglustjóra í blaðinu í dag, varðandi afhendingu vega- bréfa. Fólk verður að sækja vega- bréf sín fyrir þ. 28. þ. m. — næst- komandi laugardag —, ef það vill komast hjá sektum. Sjá augl. Óánægja í garð Menntamála- ráðs hefir lengi verið ríkjandi meðal listamannanna, einkum þó myndlistamanna og ritliöf- unda, en eftir að formaður Menntamálaráðs, Jónas Jónsson, birti allangan greinaflokk nú í vetur i Tímanum, um þessi mál, varð okkur það öllum ljóst, að liann hefði þar tekið þá afstöðu gegn listastarfsemi j'firleitt, að óviðunandi væri að hlíta alræð- isvaldi þess manns, sem æðsta fullirúa ríkisins i listamálefn- um. Okkur Jxítti ekki ástæða til að svara þessum greinum for- m'annsins, þar sem það hlaut að vera öllum Ijóst, að þar var ekki gerður munur á réttu og röngu og engin heil brú til að styðjast vijð neinstaðar. í stað þess að standa í ritdeil- um um þessi mál völdum við hinsvegar þann kostinn að snúa okkur til stjórnarráðsins, og bera fram kvartanir yfir því, að stjórn Menningarsjóðs væri ekki svo sem vera ætti. Að öðru Ieyti munum við snúa okkur til Alþingis og beiðast leiðréttingar á þvi sem við teljum að aflaga hafi farið í starfsemi núverandi Menntamálaráðs. Nú í vetur hafa svo háværar óánægjuraddir komið fram meðal íslenzkra rithöfunda og myndlistamanna, að þær verða ekki lengur þaggaðar niður. Menntamálaráð hefir tekið þessari óánægju á þann hótt, að nú nýlega eyddi það hluta úr degi í að setja sig í samband við myndlistamennina og óska eftir viðskiptum við þá, eftir að liafa neitað öllum viðskiptum við þá undanfarið ár, og eftir að hafa forsmáð listsýningu okkar, sem haldin var í haust og var stærsta listsýning, sem hér hefir nokk- uru sinni verið haldin. Viðtök- urnar urðu hinsvegar sitt með hverju móti, en sögulegust varð heimsókn Menntamólaráðs í Blótún, þar sem þeir áttust við Jónas Jónsson og Jón Þorleifs- son. Það skal tekið fram, til þess að koma í veg fyrir misskilning, að einhver málverk mun Menntamálaráð hafa keypt af listverzlun og prívatmanni, en hinsvegar engin af málurunum sjólfum, sennilega vegna deil- unnar, sem reis síðastliðið ár. Samkvæmt.Iögum skal tekj- um Menningarsjóðs skipt í þrjá jafna hluti, sem varið skal til bókaútgáfu, náttúrufræðarann- sókna og listaverkakaupa, en við höfum fulla ástæðu til að ætla að mikið meira af fé liafi farið til bókaútgáfunnar, en hinna deildanna. Það er þó síður en svo að Menntamálaráð hafi náð tilgangi sínum með þessu, þar sem bækur þær, sem út hafa verið gefnar hafa átt Iitlum vin- sældum að fagna, enda hefir það oft komið fram í blöðum undan- farið. Einn af menntamönnum þessa bæjar sagði mér t. d. ný- lega, að hann hefði orðið fyrir svo miklum átroðningi af gest- um, að hann hafði ekki vinnu- frið. Loks datt honum í hug það ráð, að lesa „Markmið og leið- ir“ upphátt er gesti bar að garði, sem hann hafði ekki tíma til að sinna, og að tveimur dögum liðnum, þurfti hann ekki lengur að kvarta yfir ónæðinu. ,Til að sanna almenningi það, að ekki væri allt með felldu um reikninga Menningarsjóðs, fór eg þess á leit við skrifstofustjóra fjórmálaráðuneytisins, að hann gæfi upplýsingar um þetta atr- iði. Lét hann mér i té yfirlýs- ingu þá, er hér fer á eftir: Fjármálaráðuneytið. Endurskoðunardeild. Reykjavíký 20. marz 1942. Ct af fyrirspurn yðar, herra lístmálari, skal yður hérmeð tjáð, að reikningar Menningar- sjóðs hafa ekki borizt endur- skoðunardeild fjármálaráðu- neytisins síðan árið 1936. Hins- vegar kveðst reikningshaldari sjóðsins hafa sent reikningana árlega til yfirskoðunarmarma ríkisreikninganna til endur- skoðunar. Reikningarnir fyrir umrætt timabil eru ekki í skjalasafni ráðuneytisins, en munu vera í vörzlum reikningshaldara eða Menntamálaráðs. F. h. r. Magnús Gíslason. /Einar Bjamason. Til herra listmálara Jóhanns Briem, Reykjavík. JiÓHANN BRIEM. lionum fórust svo orð: að ást á röngum og vondum málstað gæti verið jafn sterk og ást á góðu málefni. Skerfirðingar mega ekki róa Um þessar mundir standa yf- ir samningaumleitanir milli amerísku setuliðsstjórnarinnar og félagsins Bjargar, samtaka smá bátaeigenda. Stafar þetta af því, að smá- bátaeigendum, sem við Skerja- fjörð húa, hefir verið bann- að að róa, en þetta kemur sér mjög illa fyrir þá, ekki sízt nú, þar sem sá tími fer í hönd, er hin mjög arðsama hrognkdsa- veiði hefst. Bann þetta nær til 20-30 smá- báta. Formaður Bjargar hefir rætt við fulltrúa frá amerísku herstjórninni og þeir tekið mála- leitan hans vinsamlega. Ríkis- stjórnin mun og láta málið til sín taka. Af þessu er ljóst að mistök hafa orðið um afgreiðslu reikn- inganna, þar sem þeir finnast ekki í skjalasafni ráðuneytisins, og hafa aldrei til stjórnarráðs- ins komið. Slík leynd á reikn- ingum opinbers sjóðs brýtur í bág við lög og velsæmi, enda mæli lög sjóðsins svo fyrir að reikningarnir skuli birtir í Stjórnartíðindum, svo sem reikningar annara sjóða. Það er einnig athyglisvert, að kaup Menntamálaráðs á sam- kvæmt lögum að greiðast úr rikissjóði, svo og annar kostn- aður, og er svo gert fram til árs- ins 1932. Þá er kaup Mennta- mólaráðs tekið út af 15. gr. fjár- laganna, samkvæmt fyrirmæl- um stjórnarinnar, og hefir þeirri venju verið haldið síðan, og greiðist kostnaður þessi af Menningarsjóði, þótt það brjóti fullkomlega í bág við lög sjóðs- ins. Til að skilja til fulls afstöðu Menntamálaráðsins til listanna, er gott að hafa hugfösí þau um- mæli, sem heimspekingur ráðs- ins viðhafði í ræðu er hann flutti í háskólanum nýlega, en Fimmtugsaímæli Einkaskeyfi til Yísis. ólafsvik í gær. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Ijósmóðir í Ólafsvík, varð 50 ára 20. þ. m. Hún hefir verið bú- sett í Ólafsvik i 23 ár og ávalt gegnt Ijósmóðurstörfum, en síð- ustu 11 árin sem skipuð ljós- móðir í Ólafsvíkurumdæmi. Hún er mjög vel látin í starfi sinu. í tilefni af 50 ára afmælinu liéldu konur í Ólafsvík henni samsæti á Hótel Ólafsvík í gær og færðu henni gjafir. Samsætið var fjölmennt og hið ánægju- legasta. Þorbjörg Guðmunds- dóttir er gift Steinþóri Bjarna- syni, sjómanni í Ólafsvik. Fréttaritari. Fimmtugur er á morgun, 25. marz, Hákon Jónsson, Stýrimannastíg 3. Hann hefir verið starfsmaður Reykjavík- urhafnar um tiu ára skeið. Hjónaefni. Opinberað hafa trúlofun sína Guðmundur J. Jóhannesson og Þór- hildur M. Halfdánardóttir, til heim- ilis hér í bæ. Frá háskólanum. Dr. Cyril Jackson, sendikennari, flytur fyrirlestur i kvöld kl. 8.15 i 1. kennslustofu háskólans. — Efni: Nokkurar athugasemdir um lestur enskra bókmennta. Stúdentafélag Reykjavíkur hefir í hyggju að halda almenn- an sumarfagnað síðasta vetrardag. Verður þar margt til skemmtunar. Auglýst nánar síðar. Tau er tekið í þvott og strauningu í þvottahúsinu ÆGIR, Bárugötu 15. Simi: 5122. Vantar 2 stúlknr vanar vefnaði. Hátt kaup, góður vinnutimi. Ifirbyggingar á vönibíla Getum tekið að okkur að byggja pálla og hús á nokk- ura vörubíla. Verksmiðjan Höfðatúni 4. Uppl. í verksmiðjunni e#a! i síma 4780. Þrjii gróðarbðs til sölu skammt frá Reykja- vík, öll nýbyggð ca. 400 m~, 50 vermireitagluggar og vinnuskúr ásamt íbúðarhéái 5%X6Y2 m. Öll réttindi af ca. 5000 m2 leigulóð með pægum jarðhita fylgja. Þag- mælska áskilin. Tilboð legg- ist á afgr. blaðsins fyrir 28. þ. m., merkt: „Gróðurhús“. Vandaðír Ulsterar 15000.00 kr. lán óskast gegn 1. veðrétti í nýju húsi utan við bæinn. Tilboð, merkt: „Veð“, sendist blaðinu fyrir miðvikudagskvöld. Skuldabréf 5000.00 kr. skuldabréf til sölu strax. Tilboð, merkt: »»E“, sendist blaðinu fyrir miðvikudagskvöld. Krlstján Guðlaugsson Hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12__Sími 3400.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.