Vísir - 25.03.1942, Síða 3

Vísir - 25.03.1942, Síða 3
VÍSIR Minningarorð um Lárusínu Lárusdóttur 17. þ. m. andaðist að heimili sinu, Njálsgötu 32 B hér í hæ, fru Lárussína Lárusdóttir (fædd Fjeldsted). Hún var fædd 1. nóv. 1873 að Móabúðum í Eyrarsveit. Foreldrar hennar voru Lárus Eggertsson Fjeldsted og kona hans, Sigríður Hannesdóttir. — Var Lárus búhöldur mikill en Sigríður þótti allra kvenna í'eg- urst. Lárussína dvaldi í foreldra- Iiúsum unz hún giftist Salómon Sigurðssyni óðalsbónda í Drápu- hlíð árið 1896. Þau bjuggu fyrst í Drápuhlíð, en síðar fluttu þau að Máfahlið, en árið 1903 flutt- ust þau að Laxárbakka í Mikla- holtshreppi og þar dó Salómon árið 1908. Sambúð þeirra hafði verið hin ástúðlegasta. Salómon var búhöldur góður, trúmaður mikill og góður drengur. Hann var tvikvæntur og var Lárus- sína síðári kona hans. Þegar hann dó var Lárussína ein og óstudd með 8 börn þeirra Saló- mons, auk fjögurra stjúpbarna. Þarf eúgum getum að því að leiða, hve þung spor hinnar ungu ekkju hafa verið, er hún fylgdi bónda sínum til grafar. Lárussína bjó á Laxárbakka til ársins 1911. Þá fluttist hún íil Stykkishólms, en fluttist þaðan til Isafjarðar árið 1915. Árið 1922fluttist hún til Reykja- víkur og bjó eftir það hér í bæ til dauðadags. —- Árið 1918’gift- ist hún eftirlifandi manni sin- um, Einari Friðrikssyni, er reyndist henni hinn ágætasti förunautur. Sjö af litlu börnunum ekkj- unnar á Laxárbakka eru enn á lífi og eru þau öll liin mannvæn- legustu. Þau eru: Pétur, Tryggvi, Lúther, Lárus og Har- aldur, allir í Reykjavík, Guð- rún, húsfreyja ;v Skeljabrekku í Borgarfirði, og Gunnar í Dan- mörku. Tvö stjúpbörn hennar eru látin, en á lífi eru Helgi Hjörvar og María hér í bæ, og Friðrik útgerðarmaður, Flatey. Ævi Lárussínu heitinnar var viðburðarík og skiptust þar á skin og skúrir. Þótti mikið í ráð- ist, er hún gerðist ung stjúp- móðir fimm barna, en svo vel leysti hún þá þraut, að stjúp- bömin unnu henni hugástum, sem væri hún móðir þeirra. Það sem gerði Lárussinu ó- gleymanlega þeim, sem kynnt- ust henni, var góðleikur hennar, starfsemi, ástríki og trú, og var hún elskuð og virt af öllum, sem kynntust henni. Hinn langi starfsdagur er lið- inn. Móðurhöndin hlýja er nú köld, en minningin um hve ást- ríkt hún strauk kinn barnsins mun lengi lifa í þakklátum lijörtum, sem í dag þakká guði fyrir góða móður. Guði veri með þér! Árni Þórarirtsson. Nætorhljómleikum frú Hallbjargar Bjarnadóttur, var frestað vegna fjarveru hljómsveit- arinnar til föstudagsins 27. þ. m. Aðgöngumiðar eru seldir í Hljóð- færahúsinu. Frá Búnaðarþingi. Á fundi Búnaðarþings á laug- ardaginn var, voru mörg mál til umræðu og stóð fundurinn frá kl. 2 til 11.30 síðd. Meðal annars samþykkti Bún- aðarþingið einróma að veita Jóni Gestssyni, bónda í Villinga- holti í Flóa, heiðursverðlaun, 1500 kr., fju-ir uppfinningu og endurbætur og smíði búvéla. Hefir Jón bóndi, sem er nú há- aldraður maður, unnið bænda- stéttinni hið mesta gagn með smíðum sínum, sem hann mun hafa stundað allt frá æsku. Voru allir sammála um að hann ætti þennan heiður skilið. Einn fulltrúanna, Páll Stef- ánsson, bar fram tillögu þess efnis, að athugað yrði hvort ekki mætti draga úr verkafólksvand- ræðum þeim, sem landbúnað- urinn á við að stríða, með þvi að þegnskylduleiðin . vrði farin. Búnaðarþingið samþykkti svo- fellda tillögu í því máli: „Alþingi 1941 hefir samþykkt heimildarlög um þegnskyldu, sem ekki er enn komin reynsla á. Ennfremur hefir þetta Bún- aðarþing samþykkt frumvarp til laga um vinnumiðlun, sem ætlazt er til að verði grundvöll- ur fyrir rikisstjórnina til að tryggja nauðsynlegustu atvinnu- greinum þjóðarinnar vinnuafl. Búnaðarþing telur því af þess- um ástæðum ekki rétt á þeim tímum, sem nú standa yfir, að gera nýjar tillögur um þegn- skylduvinnu, þó Búnaðarþing hinsvegar viðurkenni þá hug- mynd, sem felst í tillögunni, og tekur þvi fyrir næsta mál á dagskrá.“ Búnaðarþingiriu var slitið í fyrrakveld og voru fundir langir þrjá síðustu dagana og mörg mál afgreidd. M. a. samþykkti Búnaðarþing- ið tillögu um að stofna hrossa- kynbótabú á Hólurn í Hjaltadal, og er ætlazt til að hrossaræktar- ráðunautur Búnaðarfélagsins veiti því forstöðu og hafi þar bú- setu. Ennfremur var samþykkt svolátandi þingsályktunartil- laga, vegna tillögu um búnaðar- skóla á Suðurlandi, frá Páli Stefánssyni: „Búnaðarþingið mælir með því, að stofnaður verði bænda- skóli á Suðurlandi, hið fyrsta að við verður komið. Jafnframt fel- ur það stjórn Búnaðarfélags Is- lands að láta fara fram athug- un um allt fyrirkomulag bún- aðarfræðslunnar i landinu. Sé þá, meðal annars, athugað hvort ekki muni nauðsynlegt og fært, að stofna búnaðarskóla á Aust- urlandi og Vesturlandi. Leggi stjórnin álit og tillögur um þessi mál fyrir næsta Búnaðarþing, á- samt tillögum um þær laga- breytingar, er nauðsynlegar teljast, i sambandi við búnaðar- fræðsluna. Heimilt er stjórninni að skipa milliþinganefnd, er vinni að þessum málum.“ Handknattleiksmótíð, I gær hélt Handknattleiksmót- ið áfram og voru þá leiknir þrír leikir. Úrslit urðu sem hér segir: I öðrum flokki vann K.R. F.H. með 15:11 mörkum. I sama flokki kepptu Valur og Víkingur og sigraði Valur með 21:13. Loks kepptu i fyrsta flokki F.H. og Vikingur, og lauk þeim leik með jafntefli, 22:22. I kvöld kl. 9 (ekki kl. 10) keppa í öðrum flokki I.R.— Haukar og Ármann—F.H. og i fyrsta flokki Valur—Fram og Ármann—K.R. Guðspekistúkan Septima efnir til fræðsluerindis í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22, kl. 9 í kvöld. E> —t u Málarar! 1 Heildsölubirgðir hjá: Gotfred Bernhöft & Co.h.f. Sixni 5912. — Kirkjuhvoli. — P.O. 985. ^or§k Jnl Nú er komið hingað til lands norska tímaritið Norsk Jul. Heftið er stórt og fallegt. Flytur f jölda mynda frá innrásinni í Noreg, norsku konungsf jölskyldunni og þeim mönnum, sem fremst standa með norsku þjóðinni. Þetta er eitt fegursta jólaheftið, sem hingað hefir borist. Kostar aðeins 4 krónur. Bókaverzlun ísafoldar. Lokað vegna jarðarfarar á morgun allan daginn. _____ 0 K. Einarsson & Björnsson Verzl. Dyngja Iðnaðarpláss Eg liefi fundið veru- lega gott shampoo, og _ V ' nota eg nú ávaUt og aldrei annað en hið ó- viðjafnanlega „Drené44 nhampoo „DBENÉ“ shampoo fæst í næstu verzlun. HEILDSÖLUBIRGÐIR: nrs% Aðalstræti 16. — Sími 2484. \ Rúmgott iðnaðarpláss óskast. Má vera óinnréttað- ur kjallari. Nánari upplýsingar í síma 4495. Vegna jarðarfarar verður verzlun mín lokuð allan daginn á morgun (fimmtudaginn 26. þ. m.) MARTEINN EINARSSON & Co. Flóra Sími 2039, S639 Matjurta- og Blómafræið er komið Flóra SENDISVEINN óskast strax. JvpmiMT Aðalfundur í Blaðaútgáfunni Vísir h.f. verður haldinn að Hótdl Borg, þriðjudaginn 31. þ. m. kl. 3% e. h. STJÖRNIN. BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL Verkamenn Nokkra menn vantar i vinnu innanbæjar. ALMENNA BYGGINGAFÉLAGIÐ H/f. Lækjargötu 10 A. Df. theol. Jón Helgason biskup verður jarðsunginn föstudaginn 27. marz næstk., og hefst athöfnin með'Tiúskveðju á lieimili hans kl. 1 e. h. María Helgason, börn og tengdadætur. Hér með tilkynnist, að lijartkær sonur okkar. Magnús Ingibergur Jónsson andaðist á Vífilsstöðum 24. þ. m. Lilja Helgadóttir, Jón Kjartansson. Rauðarárstíg 13 C. Elsku litli drengurinn okkar, Clias sem andaðist 20. þ. m., verður jarðsunginn föstud. 27. þ.. m. kl. 10% f. h. frá heimili okkar, Sjafnargötu 8. Sigríður Elíasdóttir. Sveinn Sigurðsson., 1 J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.