Vísir - 08.04.1942, Blaðsíða 2
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
^iAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Féiagsprentsnaiðjan h.f.
Gagnrýni eða
undirgeíni.
g RETAR eru sú þjóðin liér í
álfu, sem, lengst hafa átt
við lýðræði að húa og bezt hafa
nieð það farið. Ýmsar veilur í
lýðræðiskerfinu, sein mjög hef-
ir á borið í öðrum löndum, hafa
ekki skofið þar upp höfði, og.
veldur.þar annarsvegar gætni og
siðferðilegur þroski þeirra
manna, er í uinboði þjóðarinnar
starfa, en hinsvegar heilhrigo
og vakandi gagnrýni blaðanna
hæði á friðartímum og ófriðar.
Einkum er það athyglisvert nú,
er Bretar heyja baráttu sína um
víða veröld óg eiga við meiri
erfiðleika að stríða en nokkru
sinni fyrr, live blöðin halda uppi
einbeittri gagnrýni á stjórnar-
aðgerðum og herstjórnar, þótt
liitt sé augljóst, að einmitt nú
er það hinni brezku þjóð lífs-
nauðsyn, að eining ríki innan
hennar. Nú upp á síðkastið hafa
brezku blöðin verið enn tann-
livassari en fyr, og ber þar til
að brezka 'heimsveldið hefir
A
beðið ýmsa alvarlega hnekki,
sem vakið hafia að vonúm óliug
lieimaþjóðarinnar, sem er það
ljóst, að enn þarf að herða róð-
urinn og þrengja gjarðirnar, ef
harnlað skal upp á móti ofbeld-
inu og á það sótt með öllum
þeim krafti, sem með brezku
þjóðinrii býr. Almemiingur
krefst þess, að blöðin segi til
syndanna, með því að gagnrýnin
ein geti tryggt nauðsynlegar að-
gerðir stjórnarvaldanna og það,
að þau séu vakandi á verðinum,
þótt þau hafi víðs sviðs að gæta.
Heilbrigð blaðamennska, ó-
skeikul og einbeitt gagnrýni eru
liomsteinar lýðræðisins og ör-
yggi þjóðanna fyrir því, að í eng-
ar öfgar sé farið með beitingu
valdsins, — að lýðræðið sé ekki
óljóst hugtak, heldur veruleiki,
sem tryggi þjóðunum lieppilega
stjórnarháttu.
Höfuðkostur lýðræðiskerfis-
ins á að vera sá, að það lagi sig
eftir kröfum þjóðarinnar á
hverjum tíma, — að það sé sem
streymandi elfur en ekki storkn-
að hraunflóð, sem aldrei verður
fært úr farvegi. Á vandræðatím-
um verður að sjálfsögðu að fara
varlegar í ýmsum greinum, en á
hinum venjulegu tímum, þegar
öllu er talið óhætt, hvemig sem
það veltist. Þótt varúðar beri að
gæta, er hitt fásinna, að semja
svo um að engu megi breyta í
samræmi við réttlætiskröfur
þjóðanna, allt verði að hjakka
i sama farinu, ekkert megi að-
hafast, eingöngu vegna þess, að
þjóðin sé í vanda stödd vegna
utanaðkomandi erfiðleika. Þeir
erfiðleikar verða aldrei bættir
með auknu öngþveiti innan-
lands, sóma þjóðarinnar verður
ekki borgið með því, að hampa
þeim ósóma, sem þjóðin hefir
þolað en unað þó illa. Ef réttlæt-
ismál á að þagga í hel af ótta
við innanfandsdeilur, þýðir það,
að valdabröltsmönnum, sem
hyggja á röngum málstað, er í-
vilnað á kostnað alþjóðar, og
skapað hættulegt fordæmi, þar
sem rangiætið skipar sess rétt-
lætisins. Geifmundur og Há-
mundur héíjarskinn voru biorriir
til þess konungssess, sem þræll-
inn var í settur. Er þeir höfðu
þroska til, veltu þeir þrælnum
úr sessinum og tóku þann rétt,
sem þeim har. Svo mun enn
reynast, að mannréttindin verða
öllu öðru yfirsterkari, þótt mis-
rétti þegnanna sé þolað um
stund.
Nýlega, — raunar að staðaldri
frá því er styrjöldin liófst, —
hefir einn flokkur manna, ein-
mitt sá stjórnmálaflokkurinn,
sem ríkust ítök hefir átt i ríkis-
isstjórninni, ávalt kaldhamrað
það járnið, að engar.kröfur
mætti gera i réttlætisátt, — allar
deilur um réttlæti og ranglæti
ætti að forðast, til þess að vernda
einingu þjóðarinnar. Því er held-
ur ekki að leyna, að af ýmsum
kröfum hefir verið slegið af
hálfu annarra flokka, til þess að
varðveita friðinn, en er þeim
flokki yfirleitt trúandi til að
gæta hagsimma þjóðarinnar á
lýðræðisgrundvelli, sem engum
kröfum vill sinna, er ganga i
lýðræðisátt?
Margt bendir til þess, að það
Alþingi, er nú situr, muni marka
þá stefnu, sem ofan á verður i
þessum málum næstu árin.
Marki það ekki stefnuna rétt, er
það blaðanna, að taka á þeim
rnálum með einbeittni, en ekki
undirgefni, að tala tungu rétt-
lætis og réttar, með því að það
er ill eining einnar þjóðar, sem
byggist á þessum hugtökum
með ó fyrir framan.
Skákþingið:)
Gilfer efstur í
f Meistaraflokki.
Leiðbeining til almennings
ef hættu ber að höndum.
47* vinnmg fyrirgð skákir.
Eftir fimm umferðir í Skák-
þingi íslendinga hefir Eggert
Gilfer flesta vinninga í Meistara-
flokki, eða alls 4 Vi vinri. Hefir
hann unnið alla nema Sturlu
Pétursson.
Um páskana hafa leikar farið
svo sem hér greinir:
3. umferð.
í meistaraflokki: Eggert Gil-
fer vann Jóhann Snorrason,
Sturla Pétursson vann Sigurð
Gissurarson, ÓIi Valdimarsson
og Kristján Sylveríusson jafn-
tefli, Guðmundur Bergsson og
Jóhann L. Jóhannesson jafn-
tefli, Margeir Steingrímsson og
Pétur Guðmundsson biðskák.
í I. flokki: Pétur Jónasson
vann Ingólf Agnars, Aðalsteinn
Halldórsson pg Lárus Johnsen
jafntefli, Ólafur Einarsson og
Róbert Sigmundsson biðskák.
4. umferð:
í meistaraflokki: Jóhann
Snorrason vann Pétur Guð-
mundsson, Margeir Steingrims-
son vann 'Sigurð Gissurarson,
Kristján Sylveríusson vann
Sturlu Pétursson, ÓIi Valdi-
marsson vann Jóhann L. Jó-
hannesso’n, Eggert Gilfer vann
Guðmund Bergsson.
I I. flokki: Róbert Sigmunds-
son vann Ingólf Agnars, Aðal-
steinn Halldórsson vann Ólaf
Einarsson, Lárus Johnsen og
Bénóný Benediklsson gerðu
jafntefli.
5. umferð:
Meistaraflokkur: Jóh. L. Jó-
hannesson vann Sturlu Péturs-
son, Margeir Steingrimsson
vann Kristján Sylveriusson,
Eggert Gilfer vann Pétur Guð-
mundsson, Jóhann Snorrason
og Sigurður Gissurarson hafa
gert jafntefli og biðskák varð
milli Óla Valdimarssonar og
Guðmundar Bergssonar.
1. flokkur: Benóný Benedikts-
son vann Ólaf Einarsson, Aðal-
steinn Halldórsson vann Ingólf
Agnars og Robert Sigmundsson
vann Lárus Johnsen.
Bpýn nauðsyn að allip fari
að setturn reglum,
TO iöðin munu á næstunni birta tilkvnningar frá ríkis-
st jórninni, sem öllum almenningi er nauðsynlegt
að kynna sér, legg ja á minnið og fara eftir, ef þess verð-
ur þörf. Er hér um varúðarráðstafanir að ræða, sem
ef til vill verður aldrei þörf á að grípa til, en færi svo,
að liættu bæri að höndum, þá er það borgaraleg skylda
hvers manns að vita hvernig honum beri að hegða sér
og fylgja settum reglum.
Márgir eru þannig setlir, að
þeir geta búið utan bæjarins að
staðaldri og er það ráðlegast
fyrir þá, sem þannig er ástalt
um, að fara þegar á brott. Þyrfti
þá ekki að sjá því fólki fyrir far-
Losti, ef broltflutningur úr bæn-
um yrði nauðsynlegur, og það
myndi þá létta allt starf þeirra,
sem um, það eiga að sjá.
Ef skjótur brotflutningur
yrði skyndilega ákveðinn,
mundu börn 14 ára og yngri
verða flutt burt fyrst. Brott-
flutningur þeirra yrði auglýstur
fyrirvaralaust og verða aðstand-
ehdur því að útbúa farangur
barnanna fyrirfram. Eiga þau
að hafa með sér hlý föt og nesti
til tveggja daga, en farangur
hvers barns má ekki vega meira
en 9 kg. Þau börn, sem hafa
meira með sér, yrðu gerð aftur-
reka. Veéða börnin fyrst flutt
stutta leið, én siðan dreift á
sveitabæi.
Ekki er víst hvort fullorðniv
yrði fluttir á brott, þótt nauð-
synlegt þætti að koma börnun-
um á öruggan stað. Þó getur ým-
islegt komið fyrir, sem gerir
venjulegan matartilbúning ó-
framkvæmanlegan, svo sem bil-
un á vatnsveitu eða raforkukerf-
inu. Ælti því fólk að kappkosta
að liafa heima hjá sér nokkrar
birgðir af tilbúnum mat, svo
sem kexi, niðursuðuvörum o.
þ. h.
Það er óvíst, hvort menn sé
óhultari í bænum eða utan hans.
Steinhús bæjarins eru flest svo
traustbyggð, að fólki mundi lítil
hætta búin í jieim, en hinsvegar
gæti það komið fyrir, að það
þætti ráðlegast að láta fullorðið
fólk hverfa úr bænum líka. Ef
svo skyldi fara, þá er auðvitað
bezt að menn hafi undirbúið
það með nolckuru, t. d. með því
að hafa útbúið malpoka, sem
hægt er að grípa til fyrirvara-
Iaust. í honum þurfa að vera
sokkar til skiptanna, trefill,
svefnpoki og önnur nauðsynleg
föt, auk matar til a. m. k.
tveggja daga.
Ef til átaka kæmi hér á landi
mundu íslenzku yfirvöldin taka
alla bíla landsmanna í sina þjón-
ustu. Til þess að flytja börniu
úr bænum mundi þurfa alía
fólksbíla bæjarbúa, en ef vöru-
bílarnir eru teknir með, geta
þessi farartæki flutt samtals um
15.000 manns í einni ferð.
Það yrði miklum erfiðleikum
bundið að koma öllum fólks-
fjöldanum fyrir á sveitabæjum,
því að þótt aðeins helmingur
bæjarbúa flytti á brott, mundu
40 manns þurfa að vera á hverj-
um bæ í Árnes- og Rangárvalla-
sýslum austur undir Eyjafjöll.
Hér á landi eru aðstæður í
þessum málum gjörólíkar og
erfiðari en i öðrum löndum. Þar
geta menn flutt til annarra
borga af hættusvæðunum og
sveitirnar þar geta tekið mildu
meira af fólki, en hér er varla
hægt að fara annað en upp í ó-
byggðir. Þar við bætist, að
margar þær birgðir, sem nauð-
syníegar eru, eru ekki fyrir
hendi í nægilega ríkum mæli.
Fólk verður því að hjálpa sér
sjálft að miklu leyti, enda þótt
hið opinbera geri allt, sem í þess
valdi stendur til hjálpar almenn-
ingi og munu stjórnir setulið-
anna veita fulltingi sitt. Þær
reglur, sem hér liafa verið gerð-
ar að umtalsefni, geta auðvitað
ekki dregið úr hættunum, ef
þær eru einhverjar, en um þær
geta menn lítið vitað með vissu
hér á landi. En reglurnar geta
dregið úr afleiðingum hættanna
og það því meira, sem betur er
farið eftir þeim. Fólk á ekki að
skilja birtingu þessara reglna
svo sem víst sé, að hér muni
gerast geigvænlegir atburðir,
heldur eru þær birtar til þess að
fólk viti til hvers er ætlazt af
þvi til að draga úr afleiðingun-
um.
Birgðum mat-
væla safnað á
Akureyri.
I ráði er að safna saman all-
miklum matvælabirgðum á Ak-
ureyri í náinni framtíð og eiga
þær að vera handa fólki á Norð-
ur- og Austurlandi.
Ríkisstjórnin hefir tekið á-
kvörðun í þessu efni í samráði
við Eimskipafélag íslands, sem
mun sjá um þessa flutninga, og
er jafnvel i ráði að koma á greið-
ara sambandi milli Ameríku og
Akureyrar en nú er.
Til að byrja með munu tveir
skipsfarmar matvæla verða
fluttir norður. Fer ekki fram
nein umskipun hér, svo að tafir
verði sem minnstar á flutning-
unum.
Samgöngur norður og austur
hafa verið með erfiðasta móti
upp á síðkastið.
Látlaus storhríð á Langjökli
og 25 stiga frost rmt3gdJ„lan9iökulsiarar"ir
Langjökulsfararnir, sjö að tölu, komu heilu og höldnu gang-
andi niður að Geysi kl. 6 á þriðjudagsmorgun eftir f jögurra
sólarhringa dvöl á Larigjökli.
Vísir hafði i dag tal af Jóni
Oddgeir Jónssyni og segir liann
svo frá för þeirra félaga:
„Við vorum 7 sarnan, allt
skátar, og lögðum af stað á skír-
dagsmorgun að Neðridal í Bisk-
upstungum. Sváfum þar i lilöðu
um nóttina og lögðum upp árla
á föstudagsmorgun að Haga-
vatni. Fórum við riðandi þang-
að og höfðum þrjá hesta undir
farangur. Við Hagavatn létum
við farangur okkar á sleða, og
héldum gangandi jivert yfir
vatnið áleiðis að skriðjökli þeim
er fellur fram i vatnið. Veður
var bjart þennan dag en allkalt,
en það urðu okkur vonbrigði að
allmikill skafrenningsbylur virt-
ist vera uppi á jöklinum. Þrátt
fyrir þetta lögðum við á jökul-
inn, en skafrenningurinn var
svo mikill, að eftir alllanga
göngu upp jökulinn, ákváðum
við að slá upp tjöldum og hlaða
skjólgarð í kring um þau. Með-
ferðis höfðum við tvö tjöld, sér-
staklega útbúin fyrir jöklaferða-
lög.
Eftir fyrsta sólarhringinn og
látlausan byl, sáum við fram á,
að tjöldin myndu þá qg þegar
fenna í kaf. Tókum við þá til
bragðs að hlaða tvö snjóhús og
fluttum mestallan farangur
okkar i þau, enda mátti það ekki
seinna vera, því eftir tveggja
sólarhringa dvöl á jöklinum i si-
felldu hriðarveðri voru tjöldiu
horfin niður í fannbreiðuna.
Veðrið náði liámarki sínu á
páskadaginn, því þá herti enn á
bylnum með ofsaroki og frostið
komst upp í 25 stig. Þnátt fyrir
allan kuldann og hríðina leið
okkur prýðilega í snjóhúsunum,
enda liöfðum við útbúið okkur
betur en nokkurntíma áður í
jöklaferðum okkar. En samt
sem áður lærðum við mikið í
þessari fjögra sólarhringa iðu-
lausri stórhríð á jöklinum og
munum við færa okkur þessa
nýju reynzlu okkar i nyt næst
þegar við leggjum á Langjökul.
Amerískf skip
strandar hjá Gróttu.
í morgun strandaði gríðar-
stórt, amerískt flutningaskip
skammt frá Gróttu.
Skipið mun hafa verið á leið
inn til Reykjavíkur, er það tók
niðri á boða nox-ðaustur af
Gróttu, á svonefndum Kota-
boða.
Amerísku flotayfirvöldin
gerðu þegar í stað í’áðstafanir
til að ná slcipinu út, jxegar þau
fréttu um strandið og sendu
skip á vettvang.
Aðfall var í moi’gun og tókst
að.ná skipinu á flot á ellefta
timanum.
Bridgekeppnin.
Úrslit á fimmtudags-
kveld.
Úrslit bridgekeppninnar fara
fram annað kvöld. Eru fjórir
flokkar eftir.
í gær heltist, einn flokkur úr
lestinni, þ. e. flokkur Gunnars
Möllers. Keppti liann við flokka
Axels Böðvarssonar, Gunnars
Viðars og Lúðvigs Bjarnasonar
— þeir kepptu einnig innbyrðis
— og tapaði.
Fjórði flokkurinn, sem eftir
er, er flokkur Árna M. Jónsson-
ar.
Bön for Norge.
Kort minde-andagt i Domkirken
thorsdag 9. april kl. 7 e. m. Alle
velkomne.
. ÚtvarpiS í kvöld.
Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl.
19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25
Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.20
Kvöldvaka Stúdentafélags Reykja-
víkur og Stúdentaráðs háskólans:
a) Dr. Álexander Jóhannesson há-
skólarektor: Ávarp. b) Benedikt
Sveinsson, f. alþingism.: Ræða. c)
Sigfús Halldórs frá Höfnum:
Kvæðalestur. d) Jón Sigurðsson
skrifstofustjóri: Upplestur. e) Sig-
urbjörn Einarsson prestur: Ræða.
f) Jóhannes úr Kötlum: Kvæði.
g) Gísli Sveinsson alþingism.:
Ræða. h) Kórsöngur.
Sumarbústaður
Þeir, sem hefðu hug á að
eignast sumarbústað eða árs-
íbúðai’hús á góðum stað S
Hveragerði, tali við undir-
ritaðan eftir kl. 8 e. h. næstu
daga. —
Júlíus Jónsson,
sími 5283.
óskast á HEITT og KALT.
hentugur til sendiferða og 5
manna fólksbifreið til sölu,
Þingholtsstræti 15. — Verð
við lxvers manns hæfi. —
Uppl. Þingholtsstræti 15 í
dag eftir kl. 4.
ÍOO kr.
fær sá
sem getur útvegað reglusamri
stúlku hei’bergi. Má vera lít-
ið. Er ekki i ástandinu. Til-
boð sendist blaðinu fyrir 12.
þ. m., merkt: „95“.
vantar hei’bergi 14. maí.
Góð umgengni. Há leiga. Til-
boð sendist Vísi, merkt:
„45“. —
Qóðar bækur
sem nú eru að seljast upp:
Gott land, eftir Pearl S. Buck.
Grand Hótel, eftir Vicki
Baum
Scotland Yard, sannar lög-
í-eghisögur.
Frá San Michele til Parísar,
eftir Axel Munthe.
Ráð undir rifi hverju, eftir
Woodehouse
Neró keisari, eftir Arthur
Weigall
Saga Eldeyjar-Hjalta
Tónlistarmenn, eftir Þórð
Kristleifsson
Hjólið snýst, eftir Knút Am-
grímsson
Gæfumaður, síðasta skáld-
saga E. H. Kvaran
Ofurefli og Vestan hafs og
austan, eftir E. H. Kvar-
an, aðeins örfá eintök.
Lítið inn í búðina, þar ern
fleiri bækur, sem nú eru að
hverfa úr bóksölu.
Bókaverzlun
ísafoldar
Helgrafell
Undirritaður óskar að ger-
ast áskrifandi að Helgafelli.
Nafn: .............
Heimili ..........
Sendum gegn póstkrofa
um allt land.