Vísir - 15.04.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 15.04.1942, Blaðsíða 1
Stjórnarforystan í höndum Lavals - - og það verður hann sem nú markar steínuna. »VaUlataka« Lavals talin merki þes§, að Hitler sé að liyrja vorsékniaa. Roosevelt EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. LAYAL hefir nú tekið við stjórnarforystunni í Frakklandi. Það verður hann, sem markar stefnuna, — hann situr í forsæti á fundum stjórnarinnar. Darlan hefir ekki lengur ráðherratitil, heldur nefnist hann yfirmaður landhers, flughers og flota, með rétti til þess að sitja fundi stjórnarinnar. Sem vara-forsætisráðherra og sá, er fer bæði með utan- og innanríkismálin, er Laval orðinn valda- mesti maður landsins, að áliti brezkra og amer- ískra blaða, sem telja víst, að völd Petains sem þjóðar- leiðtoga sé nú aðeins að nafninu, — hann hafi verið kúgaður til þess að taka Laval í stjórnina, manninn, sem hann ásakaði fyrir svik í desember síðastliðnum og hefir ekki viljað hafa neitt saman við að sælda. í Berlín er jafnvel gefið í skyn, að Petain sé brátt úr sög- unni sem þjóðarleiðtogi Frakka — og Pierre Laval muni taka við. í brezkum og amerískum blöðum kemur það greinilega fram, að þau telja, að sá maður í flokki franskra sljórnmálamann, sem þau telja fyrirlitlegastan allra, hafi nú raunverulega feng- ið æðstu völd landsins. Þau telja hann mann, sem jafnan sé reiðubúinn til þess að svíkja, fara á bak við þann, sem hann semur við. New York Sun segir, að af öllum þeim, er svikið hafi Frakkland, sé Laval fyrirlitlegastur allra, og í öðrum blöðum vestra koma fram svipaðar skoðanir, og að einskis góðs sé af Laval að 'vænta. Laval og Hitler eru eitt, segir eitt blaðanna vestra. „Valdataka“ Lavals kann að vera merkið um, að Hitler sé að byrja vorsóknina. ðroggor Brezk og amerísk blöð leggja ekkert upp úr loforðum Lavals, en hann kveðst ætla að fara með- alveginn, reyna að koma því til leiðar, að friður yrði saminn milli Frakka og Þjóðverja (vopnahlésskilmálarnir eru enn í gildi), og Laval kveðst vilja hafa samvinnu við Bandaríkin. Þykir Bretum og Bandaríkja- mönnum þetta stinga grunsam- lega í stúf við kröfur aðalsam- herja Lavals fyrir nokkrum dög- um, sem heimtaði að farið yrði að beita franska flughernum, flotanum og landhernum — gegn hverjum, þarf ekki að fara í neinar grafgötur um. 1 Bret- landi er lögð áherzla á, að Pierre Laval hafi alltaf verið fjand- maður Englands. Um Elsass-Lothringen (Al- sace-Lorraine) sagði Laval í gærkveldi, að það væri erfitt vandamál, en væntanlega næðist samkomulag um það við Þjóð- verja. Ríkisstjórnin fer ekki frá Vichy eða tekur sér aðsetur í París, eins og fyrst var ætlað, en í rauninni er ekkert kunnugt um hverju Þjóðverjar hafa lof- að Laval. Bretar og Bandaríkja- menn ganga út frá því sem gefnu, að Laval muni í hvívetna reyna að reka erindi Þjóðverja. Og þeir telja jafnvíst, að hann eigi að fá sín laun fyrir. — Um leið og þessi tíðindi bárust í gær- kveldi, vitnaðist, að 29 franskir menn og konur hefðu verið tek- in af lífi, að skipan þýzkra yfir- valda. ÓTTINN VIÐ NÝJAR VlGSTÖÐVAR. I Bretlandi ætla menn, að ótt- in við nýjar vígstöðvar hafi ýtt undir Hitler að knýja það fram, að Laval væri tekinn í stjórnina. Hitler gat ekki notað Darlan lengur. ORÐSENDINGU BANDARlKJ- ANNA HAFNAÐ — EN — Sumner Welles, aðstoðar-ut- anríkisráðherra Bandaríkja- stjórnar, afhenti sendiherra Vichystjórnarinnar í Washing- ton orðsendingu í gær þess efnis, að Bandaríkjastjórn teldi það undir sigri bandamanna komið, hvort Frakkar fengju aftur yfir- ráð yfir löndum sínum. Vichystjórnin hafnaði þessari orðsendingu í gærkveldi, með þeim ummælum, að hún væri í anda ósvífninnar, og franska stjórnin þyrfti ekki neina tilsögn frá erlendum þjóðum, — en hálfri klukkustundu síðar var þetta svar Vichystjórnarinnar afturkallað, og frönsku blöðun- um bannað að birta það. Fregnir hafa borizt um, að ítalir ekki síður en Þjóðverjar óttist nú innrás. Umberto rík- iserfingi hefir verið skipaður yf- irmaður heimahersins. Spánska stjórnin hefir setið á löngum fundum til þess að ræða vandamál þau, sem nú eru á döfinni. I viðtali við United Press sagði Laval, að stefna hans yrði í höf- uðatriðum þessi: 1. Að Frakkaveldi héldist ó- sundrað. 2. Að afstaðan gagnvart Þýzkalandi og Bretlandi yrði i liöfuðatriðum hin sama meðan styrjöldin stendur. 3. Að deilan um Alsace-Lorra- ine yrði leyst, — en það væri ekki hægt nema með vinsanv legu samkomulagi við Þjóð- verja. m. signrinn - - - en gerir ráð íyrir 2—3 ára styrjöld. Roosevell forseti sagði í gær, að hann væri sannfærður um, að bandamenn myndu sigra í styrjöldinni — sannfærðari en nokkuru sinni. I þessari styrjöld reyndi fyrst og fremst á þraut- seigju í baráttunni fvrir því, að ]jað mætti dafna og þróast áfram, sem hinar frjálsu þjóðir telja meira A'irði en lífið sjálft, í baráttunni gegn liví, að það sem upp vex þar sem nazismi og fascismi rikir, nái að fesla rætur. Roosevelt sagði þetta í viðtali við fulltrúa Suður- Ameríkurikja á Vesturálfu- deginum (Pan-America-Day). — En Roosevelt fór ekki dult með þá skoðun sína, að barátt- an yrði löng og hörð. „Það kunna að líða 2—3 ár þar til svo er komið, að við sjáum sigur- markið framundan“, sagði hann. Um leið og Roosevelt skýrði frá þessu voru birtar fregnir sem sýna, að Randaríkjamenn hafa þegar byggt í styrjöldinni 1 orustuskip, 2 beitiskip, 18 tund- urspilla, 5 kafbata og 112 kaup- skip. — Nú er láformað að siníða á annað hundrað .kafbáta, —. 200 skip hafa verið afhent flot- anum, 200 olíuflutningaskip hafa verið byggð og 800 haf- skip eru í smíðum. Fyrr var eitt ár verið að smiða skip, sem ekki var nema mín- útuverk að sökkva. Nú smíða Bandarikjamenn 2 og brátt 3 skip á dag, smiðatiminn hefir verið stórlæþkaður. Stór flutn- ingaskip eru smíðuð á 3—4 mánuðum. Þau eru öll smíðuð í pörtum hingað og þangað um Bandaríkin, bar sem áður var uniTið að framleiðslu bíla, eim- reiða og jafnvel liúsgagna. 13.000 sinálesta oliuflutninga- skip vai' smíðað á 33 dögum. Ef þörf krefur ætla Bandaríkin ,að smiða skipastöl, sem er samtals 30 milljónir smálesa. Og það sem nú skiptir mestu máli: Æ fleiri kafbátum Þjóðverja er sökkt við Ameríku. Það — að Þjóðverjar senda kafbáta sína til Ameríkustranda sýnir hvar Þjóðverjar telja sér mesta hættu búna. — Það er ekki liægt að segja ítarlega frá kafbáta- tjón Þjóðverja enn, amiað en að það er mikið og vaxandi. 4. Þar sem átökin í álfunni byggjast í raun og veru á bylt- ingu, sem stafar af misrétli, ber að vinna að friðsamlegri lausn á vandamálunum og uppræta alla eymd í álfunni. Bretar segja að þessi mynd hafi verið fekin af þýzkum fanga í Libyu, sé hún frá Tripoli og sýni Ijóslega hver áhrif loftárásir Breta hafi haft þar. Tripoli er aðal-aðdráttahöfn Rommels. - Bretat* heimsæk|a TFlpoli Sir Kingsley Wood leggur fratu í) árlagafrumvarpið. Sir Kingsley Wood fjármálaráðlieri'a Bretlands lagði fram fjárlagafrumvarpið í gær og eru það Iiæstu fjárlög, sem nokkuru sinni hafa verið lögð fyrir hrezka þingið. Útgjöldin nema 5.280 millj. stpd. og er því iniðað yið útgjöld sem nema sem næst liálfri fimmtánudu milljón sterlingspunda á dag eða yfir 370 milljónir króna. — Mestur hluti útgjaldanna gengur til styrjaldarþarfa og 510 millj. stpd. meira en á fjárhagsárinu, sem nú er á enda runnið. Athygli vekja þau ummæli Sir Kings ley Wood, ao ekki sé hægl að íþyngja mönnum meira með tekju- og eignarskatti. Fé það, sem þarf að ná inn, vérður því lieimt með auknuin skatti á munaðar- og óhófsvörum, allt að 33%%. Auknir skattar ern á cigarettum, reyktóhaki, bjór, whisky, silkivarningi, fegurðarvörum o. m. fl. Verðlagi í landinu hefir verið haldið í skefjum og fólkið liefir borið allar byrðar mögl- unarlaust — og mun enn gera, sagði Sir Kingsely, því að það er nauðsynlegt lil að sigur vinnist. Rússar í sókn — Þjóðverjar kvarta um vorbleytur Rússar eru hvarvetna i sókn, segir í fregnum frá Moskvu, þrátt fyrir leysingar og miklar bleytur, en Þjóðverjar segja frá varnarorustum og kvarta eins mikið undan vorbleytunum nú og kuldunum og snjókomunni i vetur. Þjóðverjar játa að Rússum hafi tekist að reka fleyg inn í víglínu þeirra fyrir norðan Kharkov. Við Sevastopol liafa Rússar lekið margar víggirtar stöðvar. Á Ukrainuvígstöðvun- um liafa Rússar tekið 4 þorp og á Smolenskvígstöðvunum nálg- ast hersveitir Zukovs hinar víg- girtu hæðir utan við Smolensk. Við Staraya Russa, Bryansk og Vyasma er stöðugt mikið barist. A mánudag voru skotnar nið- ur 17 þýzkar flugvélar og 6 rúss- neskar og í vikunni sem leið skutu. Rússar niður að meðal- lali 1() fl.ugvélar á dag og i marz samtals 1203. Hinar nýæfðu hersveitir Rússa á Uralsvæðinu liafa feng- ið brezka skriðdreka og ýms vopn, svo og stígvél og fatnað — frá Bretlandi. Lof tárás á Þýska- land í nótt. 91/2 klst. árásir á Norður- Frakkland í gær. Brezki flugherinn heldur á- fram árásum sínum á stöðvar Þjóðverja í Frakklandi. Ánás- irnar byrjuðu um ld. 9% ár- degis í gær og var lialdið áfram fram í myrkur. Spitfireflugvél- ar í hópum voru að koma og fara allan daginn. Meðal annars ■var gerð árás á orkuver i Bret- agne. Að minnsta kosti 4 þýzk- ar orustuflugvélar voru skotnar niður og álíka margar brezkar. Brezkar sprengjuflugvélar fóru til árása á Vestur-Þýzka- land í nótt sem leið og eru nán- ari fregnir ekki fyrir hendi fyrr en síðar í dag. Loftárásirnar á Möltu. Áframliald var á loftárásun- um á Möltu í gær. Ilætlumerki voru gefin í gærmorgun og ekki fyrr en um kvöldið, að liættan væri liðin lijá. Sjö þýzkar flug- vélar voru skotnar niður. Ók ölvaður á ljósastaur. í morgun ók ölvaður maður bíl vestur Austurstræti og ók þá á ljóskerastaurinn fyrir framan Hressingarskálann. Brotnaði staurinn við áreksturinn. Fasteignaeigendur ræða um húsaleigu- lögin. Vilja afnám þeirra eða breytingar. Framhalds-aðalfundur var haldinn í gærkveldi í Fasteigna- eigendafélagi Reykjavíkur í Baðstofu Iðnaðarmanna. Á aðalfundinum gaf formaður félagsins, Gunnar Þorsteinsson Iiæstarjmfl., itarlega skýrslu uni starf félagsins á s. 1. starfsári þess. Á s. 1. starfsári hafði fé- lagsmönnum fjölgað um rúm 300 og eru félagar nú á 12. hundrað húscigendur. Félagið rak.allt s. 1. ár skrifstofu til leið- ’ beiningar og aðstoðar fyrir fé- lagsmeim og var um 600 hús- eigendum veitt þar aðstoð og leiðbeiningar um ýms málefni varðandi fastéignir þeirra. Sjóðir félagsins liöfðu aukizt á árinu allverulega. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Formaður var endurkosinn Gunnar Þorsteinsson hrm., ein- í’óma og meðstjórnendur þeir Egill Vilhjálmsson kaupm. og Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn, báðir einnig endur- kosnir, en fyrir i stjórninni eru þeir Sigurður Halldórsson og Helgi Þ. Eyjólfsson, húsasmiða- meistarar. Á fundinum fóru fram miklar umfæður um húsaleigulögin svo og undirtektir þingflókk- anna við tilmæli félagsstjórnar- innar um breytingar á þeirri löggjöf á yfirstandandi Alþingi. Að lokum var sammþykkt ein- róma tillaga þess efnis, að skora á Alþingi, að fella húsaleigu- lögin úr gildi, eða breyta þeim á þá leið að liúseigendur fengju fullan umráðarétt yfir húseign- Um sínum. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. NæturvörSur í Lyf ja- búðinni IÖunni. Gullna hliðið vérður sýnt anna’ð kvöld. Að- göngumiðar verða seldir frá kl. 4. Brezka setuliðið tilkynnir: Næstu daga fara fram loftvarna- skotæfingar, þegar veður leyfir. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.