Vísir - 20.04.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 20.04.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjórl 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 20. apríl 1942. 67. tbl. Grnndvöllnr að sókn bandamanna lagðnr með viðræðum Marshalls og Churchills. Huiei'andi leiftursóku í lofti upphafið. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. aily Express í London lætur í ljós þá skoðun í morgun, að leiftursóknin í lofti, sem banda- menn nú heyja á hernumdu löndin og Þýzka - landj sé fyrsti árangurinn af viðræðum Marshalls, Hop- kins, Churchills og herforingjaráðsins brezka. Blaðið telur, að náðst hafi samkomulag um, að hafa mikinn amerískan flugher á Bretlandseyjum, sem hafi not brezkra flugstöðva, og verði flugher þessi og flugher Breta undir sameiginlegri stjórn, viðgerða- og öll flug- stöðvasamvinna verði sameiginleg. Árangurinn af viðræðunum er þegar farinn að koma í ljós og fyrsti mikil árangurinn er leiftursóknin, sem nú er háð, og er forleikur að allsherjarsókn bandamanna, sem var aðalmálið á dagskrá. Loftárásirnar á stórborgir Japan sköpuðu fát og mikinn kvíða. Loftvarnamerki í gær, en engar flugvélar komu fil árása. Það kemur alltaf greinilegar í ljós í fregnum Japana, að jap- anska þjóðin var óviðbúin loftárásum í stórum stíl, og árásirn- ar á 4 stærstu borgir landsins hafa komið mjög óþægilega við menn. Japanska þjóðin taldi sig nokkurn veginn örugga — en sér nú að öryggið var blekking. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum reynir að draga úr kvíða þjóðarinnar, — Shigemitsu, fyrrverandi sendiherra í London, sagði í gær, að þetta væri ekkert samanborið við loftárásirnar á London o. s. frv. Annar leiðtogi sagði: „Vér verðum að vera rólegir — vér megum ekki æðrast — annars klappa Bretar og Bandaríkjamenn saraan lóf- unum.“ — Hættumerkin í gær munu hafa verið, gefin í æfinga skyni eða þá, að þau voru gefin af völdum kvíða og fáts. — í fyrri fregnum segir svo: Gamli og nýi tíminn. Hernaðarsamvinna Breta og Bandaríkjamanna. ^ameiginkgfar loftárásir • sameigrinlegr strandhögrgf. Marshal 1 yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna, sem dvalizt hefir í London ásamt láns- og leigulagasérfræðingi Roosevelts, Harry Hopkins, til þess að ræða við Churchill, brezka herfor- ingjaráðið o. s. frv., kannaði lið Bandaríkjamanna í Norður- írlandi í fyrradag, og var Hopkins viðstaddur. Við þetta tækifæri gáfu þeir ýmsar upplýsingar, varðandi hinar mikilvægu viðræður í London, sem nú er lokið, til dæmis, að Bandaríkjamenn og Bretar fara hér eftir sameiginlega til loftárása frá ýmsum helztu flugstöðvum á Bretlands- eyjum, að sérstaklega æfðar, amerískar úrvalshersveitir (task troops) munu framvegis gera strandhögg með brezku strandhöggssveitunum (commandoes), að Bandaríkjamenn hafa mikið lið reiðubúið til þess að bæta við lið það, sem þeir þegar hafa sent til Norður- írlands, og verður það sent því til eflingar í „stríðum straumum“. Þegar Marshall ávarpaði her- ^ mennina, sagði hann, að þeir j væru forverðir mikils hers, og mikið væri undir því komið, að þeir leystu hlutverk sitt af hendi af hinum mesta dugnaði og kappi, en allstaðar þar sem Bandarikjamenn hefðu slíka forverði, á íslandi, Grænlandi, Kyrrahafseyjum, Ástraliu og víðar, gætu þeir tekið sér til fyrirmyndar Bandarikjaher- mennina á Filipseyjum, „sem eru oss öllum“ — Sagði Mars- hall — „skínandi fordæmi“. Hopkins sagði við blaðamenn, að framleiðslan í Bandaríkjun- um væri alltaf að aukast og gat hann sérstaklega skipasmíðaá- foi-ma rikisstjórnarinnar, en á þessu ári og næsta smíða Banda- ríkjamenn samtals skipastól, sem er 23 milljónir smálesta. Hafa Bandaríkjamenn nýlega sett met í tundurspillasmíði — þ. e. tundurspilli var hleypt af stokkunum 2 mánuðum tæpum eða 60 dögum eftir að kjölurinn var lagður. Hopkins kvað ekki nóg að framleiða meira en andstæðing- arnir. „Sigur vinnst ekki nema með því að herjast af kappi“, sagði hann, „og unna fjand- mönnunum engrar hvíldar og það verður lialdið uppi stöðug- um árásum á þá hér eftir“. Ýmsir þing- og hernaðarleið- togar í Bandaríkjunum taka í sama streng og segja, að loft- árásirnar á Filipseyjar og stór- borgirnar í Japan, séu upphaf mikillar sóknar. Er m. a. bent á, að þar sem bandamenn hafi nú bolmagn til þess að halda uppi sókn í lofti samtímis á stöðvar Þjóðverja í hernumdu löndunum og Þýzkalandi, á stöðvar Japana á Timor og Nýju Guineu og stöðvar þeirra á Fil- ipseyjum og á Japan sjálft, megi telja, að nú séu tímamót í loft- styrjöldinni, og bandamenn komnir yfir örðugasta hjallann, en það sé rétt, sem raunar öllum ber sairian um, að sigurinn sé einna mest kominn undir því, að hafa yfirráðin í lofti. En jafn- framt kemur æ skýx-ara í ljós, að það fer að styttast sá tími, sem eftir ei', þar til Bandaríkin fara að beita landherjum sínum meira en gert hefir verið. Marshall yfirhershöfðingi og Harry Hopkins, sem — eins og segir í framanskráðri fregn — könnuð.u lið Bandaríkjamanna í Norður-Irlandi á laugardag, voru komnir vestur um haf í gærkveldi. Munu þeir hafa flogið vestur í sprengjuflugvél. — Þegar eftir komuna hélt Hopkins áfram til New York til þess að gefa Roosevelt skýrslu um hinar mikilvægu viðræður í London. Bretuxn og Bandaríkjamönn- um þykir kenna mikils ósam- ræmis í fréttaflutningi Japana um, loftárásinar á borgir Jap- ans, en tilkynningar Japana leiða þó í ljós, að sprengjum hefir vei’ið vai’pað á fjórar jap- anskar stói’borgir, Tokyo, Yoko- liama, Kobe og Nagaya. Loft- varnamerki voru gefin á svæði, sem er yfir 800 ldlómetrar að lengd. Japanskeisari virðist hafa áhyggjur miklar af loftárásun- um, því að eftir árásirnar fór forsætisráðhei'i'a Japans tvívegis á fund hans, svo og innanríkis- ráðherrann. Árásin vii’ðist liafa komið Jápönum mjög óvörum. Þeir segjast hafa skolið niður 9 áf flugvélunum, sem árásirnar gerðu, og sýnir það, að hún hefir vei’ið í stórum stíl, ef það þá reynist rétt, að svo margar flug vélanna voru skotnar niður. I sumum tilkynningum Japana segir, að hernaðarlegt tjón lxafi orðið lítið, og fjandmennirnir reyn.t að hæfa sjúkrahúsin og xbúðai'húsahvei'fi. Þykir þetta nxinna nxjög á tilk. Þjóðvei'ja, sem sjaldan játa hernaðarlegt tjón í loftárásum Bi'eta. í öðrum tilk. Japana er lögð einkenni- lega mikil áherzla á að taka fram, að samgöngur liafi elcki truflazt. Mikið lof er borið á þá, sem unnu að því að hindra út- breiðslú elds. BARIZT Á LUZON. — SEBU-BORG FALLIN. Bandaríkjamenn og Filips- eyingar berjast enn á Norður- Luzon. Hafa þeir gert árásir á stöðvar Japana, sprengt í loft upp skotfærabirgðir o. s. frv. — Á Corregidor blaktir fáni Bandaríkjamanna enn. í skot- hríðinni í gær varð fánastöngin fyrir broti úr kúlu og hrökk sundur fánastrengurinn, og lækkaði nú fáninn óðum, en 3 hermenn, einn þeirra Filips- eyjabúi, drógu fánann að hún aftur, þrátt fyrir ægilega skot- hríð, og brátt blakti stjörnufán- inn aftur við hún yfir virkinu. Borgin Sebú á Sebúeyju er nú á valdi Japana. Bandaríkja- menn og Filipseyingar kveiktu í borginni áður en þeir yfirgáfu hana. Framhald er á bardög- um á Sebú og Panay. Næturlæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 8i, simi 5204. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki. Finnax gera 9 gagn- áhlaup milli Onega og Ladoga. Ógurlegf mannfall í liði þeirra. — Rússar sækja enn fram Þegar Rússar höfðu brotist gegnum víggirðingar Finna norðanstur af Leningrad, milli vatnanna Onega og Ladoga og sótt fram nokkura kílómetra, gerðu Finnar samtals 9 gagn- áhlaup til þess að reyna að ná aftur stöðvunx, sem þeir böfðu unnið að að víggirða mánuðum sanxan, en eftir rússneskum fregnum að dæma bárú gagn- áhlaupin engan árangur, og sækja Rússar enn fram, en Finnar bafa beðið mikið mann- tjón, um 1000 Finnar fallið og nxörg þúsund særzt. Finnar sendu marga skriðdreka fraiu, er þeir gerðu gagnáhlaup siu. Á Kalininvígstöðvunum liafa 3000 Þjóðvei'jar fallið í seinustu barxlögunx og á Leningradvíg- stöðvunum um 1600. — Hers- liöfðingi Þjóðvei'ja þai', von Leeb, er sagður fallinn í ónáð, en einn aðstoðax’hei'foringja hans liefir tekið við. Engar stað- festar fregnir lxafa borizt um þetta. Að undanförnu virðist bafa dx-egið úr loftoi’ustum. Seinustu ■ daga s. 1. viku var flugvélatjón beggja lítið. Á föstudag t. d. voru skotnar niður aðeins 6 þýzkar flugvélar. LOFTÁRÁSIN Á AUGSBURG. SJÖ AF TÓLF LANCASTER- FLUGYÉLUM SKOTNAR NIÐUR. Flugvélarnar, sem fóru til á- rása á Augsburg, flugu þangað í björtu, og komu þær fimrn, sem ekki voru skotnar niður, lieim laust fyrir miðnætti, Bret- ar vissu, að þeir yrðu að leggja • mikið í sölurnar í þessari árás, á leið yfir bernumin lönd og Þýzkaland sjálft, leið, sem er lengri en fiá Isle of Wight til Shetlandseyja, og söniu leið lil í baka. Flugvélarnar fóru næstum alla leiðina í aðeins 25—35 enski'a feta Kæð. Fyxir sunnan | París í'éðust þýzkar orustuflug- I vélar á þær og voru þá 4 skotnar i niður. Sprengjum var varpað Það héfir lengi verið viðkvæðið, að vélarnar — og þá er belzt átt við bílana — hafi gert hestinn óþai'fan, gert liann að eins- konar „lúxusvöru“. En vetrarhernaðurinn í Rússlandi hefir sannað það, að enn er „þarfasti þjónninn“ ekki úr sögunni, því að þóf t bilum og skriðdrekum hafi ekki verið fært í fannkyng- inu og kuldunum á austurvígstöðvunum, hefir hesturinn sanxt kornizt sína leið. — Myndin er af rússneskum riddara á reið framlijá þýzkum skriðdreka, sem skilinn hefir verið eftii'. — á ákveðnar verksmiðjudeildir í Augsburg, eins og til var ætlazt, þar sem framleiddir eru diesel- mótorar.í kafbáta, og í Messer- schmittflugvélarnar, og varð af mikið tjón. Churebill hefir sent yfirmanni flughersins skeyti og þakkað honum afrek það, sem flug- mennirnir, er stjórnuðu Lan- caster-flugvéluninn í þessum flugleiðangri, inntu af liendi. Orsök þess, að Lancasterflug- vélarnar fíugu svo lágt á leiðinni til Augsburg er sú, að þær hafa þá betri tök á að verjast á flug- inu. Kom það í ljós, er margar Messerschmitflugvélar réðust á þær fyrir sunnan París, er 4 Lancasterflugvélar voru skotn- ar niður og margar Messer- schmitflugvélar. — Lancaster- flugvélarnar, Stirling og Hali- faxflugvélamar eru allar f jögra hreyfla flugv. og sambærileg- ar við Fljúgandi virkin og' Li- berator sprengjuflugvélarnar amerísku. Ekki hefir heyrst fyrr, að Lancasterflugvélar hefðu farið í sprengjuleiðangur fyrr en nú til Augsburg. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI. Ekkei't hefir enn verið látið uppskátt um livax' Berggi'av biskup er uiðui' kominn. Talið er, að haxin lxafi verið fluttur á afskektan stað, og sé þar háður ströngu eftii'liti lögreglunnar. Pandit Nehru hefir enn livatt alla Indvei’ja til að sameinast gegn Þjóðvei'jnm og Japönum. 111 öfl knýja þá áfram, sagði hann, og ef þeir sigra, er Ind- verjum búinn ævarandi þi’æl- dómur. Amerísk fljúgandi vii'ki frá Indlandi liafa gert árásir enn af nýju á hafnarboi’gina Rangoon í Burma. Kaupskip, senx nýkomið er til bafnar í Höfðaborg í Suður-Af- í'ikxi, grandaði kafbát á leiðinni. Petain og Laval hef ja samvinnu. Doriet, einum samherja Lavals sýnt banatilræði. Petain flutti stutt útvai'psá- vai-p í gæi'kvéldi til frönsku þjóðarinnar. Hann kvað sam- vinnu nú liafna milli sín og La- val á hættulegum tínia, eins og í jxiní 1940, en nxinntist ekki á, segja Bretar, er hann lét taka Laval fastan í desember 1941. — „Lavál fer með utan og inn- aririkísmál með yfirstjórn land- varnanna og er ábyrgúr gagn- vart mér“, sagði Petain. Laval lagði áherzlú á það við blaðaménn í gær, að Petain tæfði ekki afsalað sér neinu valdi, og Þjóðverjar segjast eng- in afskipti tiafa haft af þvi, sem gerðist meðan sanxið var unx stjórnai'skiptin. Er litið svo á í Bretlandi, að Laval og Þjóðverjar séu að reyna að draga úr beiskju frönsku þjóðarinnar yfir því, að Laval hefir tekið við. Fregn- ir berast daglega urn ái'ásir á þýzka hermenn og í morgun barst fregn um, að sprengju liefði verið varpað að Doriet ein- urn samherja Laval, en hann sakaði ekki. Einn maður særð- ist. Kafbáturinn kom upp á yfir- borðið og var hafin skothríð af fallbyssum kafbátsins á kaup- skipið, seni galt kafbátsmönn- um í sömu mynt. Fjórða fall- byssuskot kaupskipsmanna mun liafa lent á „viðkvænxum“ stað, þvi að ógurleg sprenging vax'ð í kafbátnum og sökk hann á skammri stundu. 3 pólsk herfylki, æfð í Rúss- landi, eru kornin til Persiu. Þann 26. jan. s. 1. var skólum í Vínarborg lokað vegna þess að eldsneyti var ekki fyrir hendi til að liita skólana upp. Elztu nem- endur barnaskólanna voi’u i þess stað látnir selja farmiða í sporvögnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.