Vísir - 21.04.1942, Qupperneq 2
VISIR
Um 43.000 kr. hafa safnazt
til Hallgrímskirkju.
Hargar nefmlir starfa að
undirbiining:i mál§in§.
J gærkveldi var haldinn fundur með öllum nefnd-
unum, sem starfa að undirbúningi Hallgríms-
kirkjumálsins, í Félagsheimili Verzlunarmannafélags-
ins. Biskupinn yfir íslandi — herra Sigurgeir Sigurðs-
son — stjórnaði fundinum. Skýrði hann frá |)ví, sem
gert hafði verið, en auk hans tóku ýmsir aðrir til máls
á fundinum. — Vísir snéri sér til Jakobs Jónssonar og
fékk h já honum eftirfarandi upplýsingar um fundinn.
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.P.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Alþýðusambandið.
iy|EÐAN Alþýðuflokkurinn
ltafði öll tök innan Al-
þýðusambandsins, áttu andstæð-
ingarnir ekki upp á pallborðið
á þeim vettvangi. Réttlausir
voru þeir með öllu, ekki kjör-
gengir á þing samljandsins, of-
sóttir innan liagsmunasamtaka
.siuna, og skattslcyldir til AI-
þýðusamJjandsins og Alþýðu-
flokksins. Aldrei liefir aumari
skrípamynd fundizt af lýðræði,
en ríkjandi var innan verkalýðs-
samtakanna. Til ]>ess eins, að
njóta vinnuréttinda og vinnu-
friðar urðu þessir menn að
styðja fjárhagslega stefnu, sem
var þeim Iivimleið og þeir höfðu
andstyggð á. Réttur þeirra var
enginn, en slíyldurnar margar,
en sárust var þó sú, að verða að
vinna gegn sannfæringu sinni,
vegna óréttlætis þess og öfug-
uggaliáttar, sem ríkjandi var
innan verkalýðssamtakanna.
Svo fór að lokum, að verka-
menn undu ekki lengur þessum
órétti, en mynduðu samtök sín
í millum til þess að hrinda lion-
um af liöndum sér. Alþýðu-
floklcurinn laut i lægra lialdi í
þeim átökum í orði lcveðnu, en
sitja vildi h'ann þó meðan sætt
var í óréltinum. Stjórn Alþýðu-
sambandsins, sú er nú situr, er
skipuð þeim fulltrúum einum,
sem Alþýðuflokkurinn kaus á
sambandsþing, og hyggst nú að
bylta sé í völdunum, til þess að
hnekkja gengi andstæðinga
flokksins innan verkalýðssanv-
takanna. í því augnamiði liefir
stjórn sambandsins dregið það
von úr viti, að veita Verka-
mannafélaginu Hlíf í Hafnar-
firði inntöku í sambandið, og
mun vafalaust leitast við að
finna einhverja ástæðu til að
synja féiaginu um upptöku, ef
]>ess er nokkur kostur.
Framkvæmdarstjóri Alþýðu-
sambandsins lýsti yfir því ný-
lega í viðtali við formann Hlífar,
að félagið myndi ekki fá inn-
göngu í sambandið fyrr en
nokkrir atvinnurekendur í
Hafnarfirði og áróðursmenn so-
cialista hefðu verið teknir inn í
félagið að nýju, þott þeim hefði
verið vikið þaðan, af þeim sök-
um, að þeir fullnægðu ekki þeim
skilyrðum, er samþykktir fé-
lagsins ákveða varðandi lög-
rnæta félagsmenn. Fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands-
ins mun hafa hlaupið á sig, er
hann skýrði formánni Hlífar frá
ráðabruggi stjórnar Alþýðusam-
bandsins. í smáklausu, er birt-
ist í Alþýðublaðinu í dag er þess
getið, að engin endanleg ákvörð-
un hafi verið tekin í þessu efni,
en þó látið í það skína, að ofan-
greint skilyrði verði sett fyrir
inntöku félagsins í sambandið,
og sé Hlif ekki vandara
en Dagsbrún, sem Iátið hafi
að boði Alþýðuflokksins í þessu
efni. Úlfseyrun standa undan
sauðargærunni, en aðrir hlutir
líkamans verða vafalaust af-
hjúpaðir á sama hátt svo sem
vera ber.
Allur almenningur mun fylgj-
ast af áhuga með þessu máli.
Verkamannafélagið Hlíf á sér
ótrauðan foringja, Hermann
Guðmundsson, sem ekki mun
láta hlut sinn fyrir neinum, og
ekki þola það að gengið sé á rétt
félagsins í nokkurri grein. Hann
nýtur óskipts trausts hafn-
firzkra verkamanna, og mun
halda á þessu máli með fullri
einurð og festu. Þótt stjórn Al-
þýðusambandsins sýni hið rétta
innræti sitt enn einu sinni, leiðir
það til þess eins, að enn verður
að gera harða hríð að klíku
þessari pg kenna henni að starfa
eins og siðuðum mönnum sæm-
ir. „Lýðræði“ Alþýðuflokksins,
sem áður tiðkaðist innan verka-
lýðssamtakanna, á ekki langt lif
fyrir höndum stingi það upp
höfði að nýju. Það er hinsvegar
mjög æskilegt, að út um mál
þetta verði gert sem fyrst. Þann-
ig að verkamenn fái gert þær
ráðstafanir, sem viðeigandi eru,
í tæka tíð. Það starf þarf að
hefja strax á nokkurs hiks. Með-
an Hlíf er meinað um inntöku
í Alþýðusambandið, er óréttur-
inn enn við lýði, — sá óréttur,
sem verkamenn vildu kveða nið-
ur og hugðu sig hafa gert að
mestu.
Víðavangshlaupið:
12 keppendur frá
tveim íélögum,
Víðavangshlaup Í.R. fer fram
á sumardaginn fyrsta, eins og
venja hefir verið, og hefst kl.
2 e. h. frá Alþingishúsinu.
Keppendur að þessu sinni
verða 12 frá tveimur félögum,
en það eru Ármann og K.R.
Keppt verður um Egilsflöskuna.
Hefir K.R. þegar unnið hana
2svar í röð, en alls þarf að vinna
hana 3svar í röð eða 5 sinnum
ella til eignar.
Meðal hlauparanna verða þeir
lÓskar Á. Sigurðsson og Indriði
Jónsson úr K. R., sem hlutu 1.
og 2. sætið i víðavangshlaupinu
í fyrra, en úr liði Ármanns má
telja Harald Þórðarson, gamlan
sigurvegara úr Víðavangshlaup-
inu og auk þess hina þekktu
brautarhlaupara Sigurgeir Ár-
sælsson og Árna Kjartansson.
Má að þessu sinni búast við al-
veg sérstaklega harðri keppni.
Hlaupið verður að þessu sinni
ca. 4,4 km. og er hlaupið nokkuð
áþekk leið og í fyrra og endar
í Austurstræti fyrir framan Bún-
aðarbankann.
Þetta er i 27. sinn, sem Víða-
vangshlaupið hefir farið fram.
K.R. hefir unnið þetta hlaup
Iangsamlega oftasl, eða 13 sinn-
um alls. Í.R. og A.Ð. (þ. e. sám-
einað íið úr Kjós og Mosfells-
sveit) 6 sinnum, í. R. 4 sinnum
og í. B. þrisvar.
II.8. Ví
i 41
ÚtflutningUr okkar til Baltda-
ríkjanna var þriðjungi meiri
fyrsta fjórðung þessa árs en á
sama tímabili síðasta árs.
Á tímabilinu janúar—marz
nam útflutningur islenzkra af-
urða 4.487.850 krónum, saman-
borið við 3.356.940 kr. á sama
tíma i fyrra. Mestur hluti þessa
útflutningsmagns var fluttur út
í marzmánuði — eða fyrir
2.673.950 kr.
Úflutningur okkar til Bret-
lands nemur á sama tíma
40.265.690 kr., en var fyrsta árs-
fjórðung 1941 49.449.870 kr.
Það er tregur afli og þar af leið-
andi minni ísfiskútflutningur,
sem veldur þessari minnkun út-
flutningsins.
Portúgalsmenn keyptu ís-
lenzkar afurðir fyrir kr. 2.640.-
940 fyrsta ársfjórðunginn og eru
þá taldar þær þjóðir, sem keyptu
af oklcur fyrir meira en eina
milljón króna.
1 fyrra voru skipaðar allmdrg-
ar undirnefndir til að starfa að
þesSum málum. Ein þeirra var
hin almenná fjársöfnunarnefnd,
sem stofnaði sérstaka skrifstofu
hér í bænum. Framlcvæmdar-
stjóri hennar var ráðinn Hjört-
ur Hansson.
Fjársöfnunin, sem hófst þann
1. öktóber, hefir gengið þannig,
að safnast hafa upp undir 43
þúsundir króna. Þar af liafa
trúnaðarmenn nefndarinnar
safnað um 19.600 krónum.
Hverjum trúnaðarmanni var
falið að safna í vissu hverfi eða
bæjarhluta. Þá bárust skrifstof-
unni beint frá gefendum sjálf-
um hátt á fjórða þúsund lcróna,
en biskupar og prestar hafa tek-
ið við um 20 þús. króna.
Áhuga hefir mjög viða orðið
vart fyrir byggingu Hallgríms-
kirkju, elcki aðeins hér í bæn-
um, heldur og úti um allt land.
Sá áhugi mun fara vaxandi, eft-
ii því sem skilningur lands-
xnanna eykst á þvi, að hér er
ekki um það að ræða, að Hall-
grímskirkja sé einkafyrir-
tæki sjálfs Hallgrimssafnaðar,
heldur allrar þjóðarinnar.
Ákveðið hefir verið að hafa
fastan kirkjudag á ári hverju.
Er það fæðingardagur Hall-
gríms Péturssonar, 27. október.
Hann var lialdinn hátíðlegur í
fyrsta skipti á s.l. hausti, er
haldin var Hallgrimsmessa. í
Iok guðþjónustunnar voru sam-
skot til Hallgrímskirkju og söfn-
uðust þá á 2. þús. króna. Hefir
aldrei fengizt eins mikið i
kirkjusamskotum hér á landi.
Af happdrættisnef'ndinni ær
Hálft fimmta htmdrað manns
starfar við þær 13 skemmtanir,
sem fram fara á sumardaginn
fyrsta. Framkvæmdanefnd
bamadagsins skýrði blaða-
mönnum frá þessu í gær í sam-
bandi við tilhögun dagsins og
þeim leiðum, sem famar verða í
fjáröflunarskyni.
Eins og skýrt var frá í blaðinu
í gær verða haldnar fleiri
skemmtanir þenna barnadag
en nokkuru sinni áður. Þétta er
þó aðeins ein fjáröflunarleið,
þvi áð þær eru ýmsar og hefir
verið fjölgað að þessu sinni.
Ein leiðin er sala Barnadags-
blaðsins. Það verður selt um
allan bæinn á morgun, siðasta
vetrardag, en ekki á sjálfan
barnadaginn. Þetta blað flytur
ýmsar greinar um velferðarmál
hinnar uppvaxandi kýnslóðar,
en auk þess birtir það nákvæma
skemmtiskrá, sem allir verða
að lesa, til þess að geta afráðið
hverjar skemmtanir þeir vilja
helzt sækja.
Þá er það „Sólskin“, sem er
i/þetta sinn fjórar arkir, mynd-
um prýtt. Gunnar M. Magnúss
hefir séð um útgáfuna, en auk
það að segja, að hún er tilbúin
að setja sína „vöru“ á markað-
inn, jafnslcjótt og öllum undir-
búningi er lokið og hægt að
hefja byggingu hússins, sem
vtrður vinningur í Happdrætt-
inu. Bærinn hefir gefið lóð und-
ir húsið og ríkisstjórnin hefir
lílca greitt fyrir málinu eftir
beztu getu.
Þá er ætlunin að gefa út
minningarspjöld um látna
menn. Verða þau með ljósmynd
af minnismerki Einars Jónsson-
ar, myndhöggvara, yfir Hall-
grim Pétursson. Þarf ekki að
efast um, að eftirspurn verður
milcil eftir því, enda hafa kirkj-
unni þegar borizt minningar-
gjafir um látna.
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga liefir lofað að gefa þrjár
kirkjuklukkur — þriggja
klukkna samstæðu —- og verður
það vafalaust dýr gjöf þegar þar
að kemur.
Yfirleitt liafa menn allsstaðar
sýnt milcinn skilning á málum
Hallgrímsprestakalls. T. d. hafa
ýmsar prentsmiðjur gert kirkj-
unni greiða með því að leggja
til ókeypis ýrns skrifstofugögn,
svo sem eyðublöð o. þ. h.
Leitað hefir verið til ýmsra
fyrirtækja um framlög og má
vænta verulegs árangurs af
þeirri málaleitan á næstunni.
Til þess að liægt sé að hefja
undirbúningsstarf á hinni fyrir-
huguðu lóð lcirkjunnar, hafa
sóknarnefnd og prestar safnað-
arins ritað ríkísstjórn og beðið
liana að hlutast til um að setu-
liðið fari af lóðinni. Það mál
hefir ekki verið afgreitt ennþá.
hans rita í bökina þau Margrét
Jónsdótíir, Sig. Thorlacius, Jón
Magnússon, Ól. Jóh. Sigurðs-
son og Stefán Jönsson. Sólskin
verður selt bæði á morgun og
sumardaginn fyrsta.
Þá liefir framkvæmdanefndin
sent samskotabaulca á 20
launagreiðslustaði og er það ný
leið íil fjáröflunar. Voru bauk-
arnir sendir s. I. fimmtudag og
verða á útborgunársíöðunum
til n. lc. föstudags.
önnur ný fjársöfnunarleið er
að senda 100 fyrirtækjum bréf,
þar sem lieitið er á stuðning
þeirra við gott málefni. Munu
Icvenstúdentar eða aðrar blóma-
rósir verða sendar til fyrirtælcj-
anna á morgun.
Þá eru ötaldar tvær leiðir
enn: önnur er sú, að í 5 aðal-
gildaskálum bæjarins verða
hafðir samskotabaukar á
fimmtudaginn, en hin er blóma-
sala. Munu blómaverzlanir
bæjarins hafa opið kl. 9—12 ár-
degis og rennur viss hluti af
tekjum þeirra þann dag til
Sumargjafar.
Framkvæmdanefnd barna-
dagsins rómar mjög, hversu
milclum velvilja og skilningi
hún hafi mætt hjá öllum, sem
til var leitað um aðstoð. Næst
verður leitað til alls almennings
og getur treyst því, að Sumar-
gjöf mun sjá um það, að
peningarnir verði notaðii’, þar
sem þeirra er mest þörf og þeir
lcoma að mestu gagni.
Leikkvöld Menntaskólans:
Spanskflugan.
S.l. föstudagskvöld höfðu
nemendur í Menntaskólanum í
Reykjavík frumsýningu á gam-
anleiknum „Spanskflugan“ eftir
Arnold & Bacli.
Það má að vísu segja sem
svo, að það sé-undarlegt uppá-
tæki af Menntaskólanemendum
að ráðast í að leika þetta leikrit,
þar sem ekki eru liðin nema ör-
fá ár siðan Leikfélag höfuðstað-
arins liafði sýningar á þvi fyrh’
bæjarbúa. En það má þá kann-
ske taka þessu svo, að skóla-
mönnum finnist sér elckert of-
vaxið á leiksviðinu, og þá ekki
heldur að keppa við sjálft Leik-
félagið. Má vera, að þeir skir-
skoti til þeirrar staðreyndar, að
margir af færustu leikurum,
lands'vors hófú starfsemi sina
í Menntaslcólaíeikjunum. Sum-
um kann þá að finnast það ó-
sanngjarnt af mér, að gera sam-
anburð á leik skólamanna og
þeirra, sem starfa á vegum Leilc-
félagsins, því annars vegar eru
byrjendur en liinsvegar æfðir
leikarar. Jæja, við skulum elcki
þrátta um það, en snúa okkur
heldur að leiknum og meðferð
slcólamanna á honum.
Heildarsvipur hans var allur
frekar góður. Einstaka báru þó
af og sýndu ágætan leik á köfl-
um. Það er eins með þetta og
allt annað, að menn eru mis-
jafnlega færir í starfanum. Hér
verður ekki rakið efni leiksins,
enda gerist þess ekki þörf, þvi
hvorttveggja er, að flestum mun
það kunnugt, og svo hitt, að það
er ekki svo merkilegt, að því sé
sérstaklega á lofti haldið. Leik-
ur þessi er byggður upp riieð
það fyrir augum. að gefa mönn-
um kost á að hlæja eina kvöld-
stund, en minna skeytt um að
sýna þeim alvarlegri hliðar lifs-
ins.
Það er álit margra þeirra, sem
fást við leiklist, að auðveldara
sé fyrir leikara að fara með hlut-
verk í alvarlegum og efnismikl-
um leikritum heldur en hlægi-
legum og efnislitlum. Má það
vissulega til sanns vegar færa,
því eins og gefur að skilja hjálp-
ar gott efni leilcaranum með
hlutverkið, og ríður þess vegna
minna á leik hans, en að sama
skapi er efnislítið hlutverk allt
komið undir meðferð leilcarans.
Með öðrum orðum: leikarinn
verður að bæta það upp með leik
sínum, sem vantar á efni hlut-
verksins. Þannig er þessu þá
einnig farið með þetta leikrit,
því efnið er lítið sem ekkert.
Bjarni heitinn Björnsson leilc-
ari hafði fyrst leikstjórn á hendi,
en honum entist elcki aldur til
þess að fullkomna þetta verk
sitt og tók þá Friðfinnur Guð-
jónsson við stjórninni.
Stefán Haraídsson fer með
stærsta og veigamesta hlutverk-
ið, Klinlce sinnepsverksmiðju-
eiganda, og leysir þann þetta
hlutverk sitt allvel af hendi.
Hólmfríður Pálsdóttir leikur
Emmu, konu Klinke. Er óhætt
Ríiilis-
íagaaS
með borð-
haldi
heldur Sundfélagið Ægir i
Oddfellow 1. maí n. k. í til-
efni af 15 ára afinæli félags-
ins. — Áskriftarlistar liggja
frammi hjá Þórði Guð-
mundssyni c/o Hvannbergs-
bræður og Jóni D Jónssyni
c/o Sundliöll Reykjavikur.
Allir íþróttamenn velkomnir.
Stúlka
getur fengið atvinnu nú þeg-
ar í kaffisölunni Hafnarstr.
16. Hátt kaúp — sérherbergi
ef óskað er. Uppl. á staðnum
og Laugaveg 43, I. hæð.
Ntúlka
óskast
nú þegar í veitingahús í ná-
grenni bæjarins. Uppl. í síma
1975, kl. 2—5.
Ungr
stnlka
sem er vön afgreiðslu óskar
eftir atvinnu. Tilboð, merkt:
„18“ sendist Vísi fyrir
fimmtudagskvöld. —
Herbergi
í sumar
Ungur, reglumaður, sem
dvalið hefir hér við nám í
vetur, óskar eftir herbergi,
aðeins i sumar. — Tilboð,
merkt: „Sumardvöl“ sendist
afgr. blaðsins fyrir fimmtu-
dagskvöld.
Húsnæði
Eldri hjón geta fengið hús-
pláss, 2 herbergi og eldhús,
gegn þvi að selja tveim eldri
mönnum fæði og þjónustu
ef um semst.
Uppl. gefur Jón Eyjólfs-
son, Fálkagötu 36.
Stfirt kjallarfplílss
hentugt til iðnaðar, til leigu.
Tilboð, merkt: „Iðnaðar-
pláss“ sendist Vísi.
Stúlkor
vanar saumaskap, óskast. —
Einnig vantar nokkra lærl-
inga. '— Hæsta kaup.
VERZL. GULLFOSS,
Vesturgötu 3.
450 maxins annast skemmt
anir barnadagsins.
\
Nýjap Qáröflunapleidip.
í